Southampton á morgun

OK, OK, ég skeit…upp á bak. Svona gerist þegar Babú gerir það að verkum að maður fær áfallastreituröskun, en ég er einmitt búinn að vera með eina slíka alveg síðan hann kom með þessa rugl upphitun síðast. Ég er búinn að hugsa mikið um Kolo Toure í þessu sambandi og er búinn að setja mig í samband við ættingja hans á Fílabeinsströndinni, með það fyrir augum að gefa ykkur lesendum góðum, góða innsýn inn í æsku hans og uppeldi. Því miður þá mátti ég ekki hafa neitt eftir neinu og því mun ég bara halda þessu öllu fyrir sjálfan mig, en ég get lofað ykkur því að þetta er frábær saga og það eru bara þessir blessuðu heimildamenn sem gera það að verkum að þið fáið ekki 17.000 orða pistil um hann hérna í upphituninni.

Þá er ekkert eftir nema að hita upp fyrir sjálfan leikinn á morgun, hann mun fara fram klukkan 14:00 á Anfield og það verða okkar menn í Liverpool sem etja kappi við Southampton liða. Ég spái góðum leik og sigri okkar manna. OK bæ.

Þetta verður ekki einfalt mál, það er ekkert voðalega gaman að sjá menn týnast út einn af öðrum. Maður var svo sannarlega að vonast til þess að við fengjum svona nokkuð meiðslalaust tímabil, en það lítur ekki út fyrir það eins og staðan er núna. Skarðið sem Glen Johnson skilur eftir sig er stórt, og í rauninni að mínum dómi, stærra en margir vilja gefa honum kredit fyrir. Aly blessaður datt strax út, og því samkeppnin hjá Jose ekki ennþá farin í gang. Svo til að kóróna þetta allt saman, þá verður okkar helsti leikstjórnandi frá í næstu 6 vikur. Ég verð að viðurkenna það að ég gæti alveg hugsað mér ástandið betra þegar kemur að þessum málum.

Þetta Southampton lið hefur heillað mig talsvert eftir að þeir komu upp um deild. Ég hafði í rauninni enga trú á þessu verkefni þeirra þegar þeir komu upp og var í rauninni hálf hissa þegar þeir tryggðu sér þjónustu Gaston Ramirez fyrir síðasta tímabil. Þeir hafa svo sannarlega stungið upp í mann með virkilega flottri spilamennsku og það er í rauninni frábært þegar lið eins og þetta og svo Swansea þar á undan, koma úr stórkallafótboltanum úr neðri deildunum og fara svo bara í það að spila flottan og árangursríkan fótbolta í Úrvalsdeildinni. Virðingarvert og vonar maður svo sannarlega að þessi lið haldi sér áfram í deildinni næstu árin.

Það er fullt af virkilega flottum fótboltamönnum í þessu Southampton liði. Akademían þeirra hefur verið virk lengi og svo hafa þeir átt hörkufín kaup í ofanálag. Þeir væri líklegast aðeins sterkari ef þeir hefðu stráka eins og Gareth Bale, Theo Walcott og Uxannn-Chamberlain (eða hvað hann nú heitir) ennþá, enda komu þeir allir úr akademíunni þeirra. Þeir eru með stóran og öflugan Scouser frammi hjá sér í Ricky Lambert, og hann þarf að stoppa. Þeir eru öflugir á miðsvæðinu með þá Schneiderlin og Wanyama, þeir eru í rauninni með öflugan mannskap út um allan völl. Það er helst í markinu sem þeir hafa verið veikir fyrir, en Boruc hefur verið ansi öflugur síðan hann fékk stöðuna á seinni hluta síðasta tímabils. En þeir hafa nú svo sem ekkert farið neitt óskaplega sterkt af stað í deildinni. Unnu WBA á útivelli í fyrsta leik, gerðu svo jafntefli heima, 1-1 við Sunderland í öðrum leik. Töpuðu svo á útivelli gegn Norwich í þriðja leiknum 0-1 og gerðu svo jafntefli við West Ham á heimavelli í síðasta leik. Þeir hafa sem sagt leikið 4 leiki, aðeins skorað 2 mörk í þeim og fengið 2 á sig. Það er því ekkert flókið, við eigum að vinna þetta lið.

Ég var aðeins búinn að fara yfir okkar menn. Eins og fyrr segir, þá eru Aly Cissokho, Coutinho og Glen Johnson allir fjarverandi vegna meiðsla. Sama má segja um Coates, sem verður lengi frá. Þar fyrir utan þá er Daniel Agger víst mjög tæpur á að ná leiknum og Suárez í banni. Núna kemur stóra málið, sú staða verður EKKI uppi í næstu upphitun sem við tökum hér á síðunni. Þetta er síðasti leikurinn sem hann er í banni. Æj, hvað það er hrikalega gott mál. Ég ætla að spá okkar liði svona:

Mignolet

Toure – Skrtel – Sakho – Enrique

Gerrard – Lucas
Henderson – Aspas – Moses

Sturridge

Bekkurinn: Jones, Wisdom, Alberto, Allen, Sterling, Ibe, Kelly.

Já, ég spái því að Kolo komi inn fyrir Wisdom og að hinir haldi sætum sínum sem byrjuðu síðast. Ég reikna svo frekar með því að Brendan tippi á Aspas heldur en Alberto í stað Coutinho. Ég er ekki alveg sammála honum, myndi jafnvel henda Aspas út hægra megin og setja Hendo inn í holuna. En ég held allavega að þetta verði svona á morgun. Ég er nokkuð bjartsýnn á þetta, ég ætla að tippa á sigur okkar manna og að þetta endi 2-1. Eigum við ekki að setja að Moses haldi áfram að skora og að Aspas opni svo markareikning sinn fyrir okkar menn. Ég yrði allavega sáttur við þá útkomu.

29 Comments

  1. Mikið verður rosalega gott að sjá Suarez á miðvikudaginn, þvílíkur leikur til að koma til baka í 🙂

  2. Er Kelly ekki líklegur til að byrja væri alveg til í að sjá Allen með Lucas og Gerrard fyrir framan þá en treysti á Rodgers og sigur okkar manna áfram LIVERPOOL!!!

  3. Ég vona að einhver annar fái sénsinn á kostnað Iago Aspas. Hann hefur valdið mér tómum vonbrigðum. Maður setur kröfu á að leikmenn geti e-ð þegar þeir kosta um 7 milljónir punda. Hann verst illa, er aumur líkamlega og hefur ekki verið í takt við þá leiki sem hann hefur fengið að spila.

    Það kann að vera að það sé lítið búið af tímabilinu en það er kominn tími á e-n annan.
    Jafnvel að launa Alberto sæti í byrjunarliðinu eftir frábæra þrennu. Ef menn fá ekki sénsinn eftir svoleiðis leiki? Hvenær þá?

  4. Ég tippa á 3 miðverði, Hver verður hægri wingback veit ég ekki en það kemur í ljós.

  5. Southamptan ermeð hörku lið. Sækja á báðum vængjum og eiga verkamannin lampert sem er að ger það gott með landsliði Englendinga. Argentínumaðurinn í brúnnni virðist kuna að stjórna sínum mönnum. Seinni h´lfleikur þeirra á móti WH var grín. Sóttu og sóttu og síðan gat Collins stolið þesssu á 85mín.Veldur mér og okkur áhyggjum hvað seinni háfleikur er ólíkur þeirri fyrri. Las einhversstaðar greiningu á því. Hérna fyri ofan rétt. Gerrad og Lucas bara búnir.
    Missir af Continho en látum Gerrad spila fritt borð. Vil ekki sjá endurtekningu á Aston Villa leiknum 1-0 og leggjast í vörn Suares. Suares. Þessi leikur verðu ekki gefinn en en en 3-1 fyrir okkur. Munið við stuðningsmenn við getum haft áhrif með hugarfari sigurvegarans. Rodgers var jákvæður í viðtali við lcc í dag eða var það blaðamanafundurinn. Hef fulla trú á að taflan verði óbreytt í lok tímabils. YNWL.

  6. eg vona að sterling komi inn fyrir coutinho og verði i þriggja manna linu með sturridge og Moses og gerrard verði fremstur a miðjunni með Lucas og Henderson fyrir aftan sig.

    vona innilega að Toure komi inní vörnina, sama hvort það verði i hægri bak eða miðvorðinn, vll bara fa hann inn, lýður vel þegar hann er inná, hann er bara með þetta…

    spái 3-0 og Sturridge með þrennu

  7. GAMEDAY!!

    Ég er fáránlega spenntur fyrir þessum leik. Þótt þetta teljist ekki stórleikur að þá eru allir leikir hjá okkur, toppliðinu úrslitaleikir til að viðhalda stöðunni.

    Ég spái erfiðum 2-0 sigri í dag, sannkölluðum vinnusigri. Moses og Sturridge skora mörkin í seinni hálfleik.

    Vonast eftir jafntefli hjá man sjitty og rækjusamlokunum á morgun. Munar um hvert tapað stig hjá toppliðunum.

    Trausti #2:
    Já, mér líður eins og barni að bíða eftir jólunum að fá Suarez til baka. Við eigum einn allra besta stræker heimsins inni og hann kemur í næsta leik NEMA hann verður settur í leikbann hjá BR enda er hann að gera allt vitlaust á æfingasvæðinu:
    https://twitter.com/MrBoywunder/status/381182357023105024/photo/1

  8. Sturridge, held að hann skori, fastir liðir. Aspas verður bara að gera eitthvað gott, ef hann verður inná annars læt ég hann fara um áramótin, Sterling verður pottþétt með, ekki smurning. 3-0 og hver veit kannski fleiri mörk, KOMA svo LIVERPOOOOOOOOL.

  9. Er bara alls ekki bjartsýnn með þennan leik. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

  10. Alls ekki spenntur fyrir að Couthinho sé ekki með. Það má ekki vera með 1% vanmat gagnvart þessu liði. Mjög auðvelt að tapa stigum ef það gerist.

  11. Dýrlingarnir eru sýnd veiði en ekki gefin. Ekki má gleyma útileiknum í fyrra en vonandi hefur Brendan lært eitthvað af uppstillingu sinni á liðinu í þeim leik. Ég held að þetta verði erfitt, vörnin verði óstyrk og þetta endi í 2-2 jafntefli.

  12. Hallast að jafntefli. Vantar núna bæði Suarez og Coutinho í sóknina og Glen Johnson í vörnina. Finnst við strax vera að finna fyrir lítilri breidd. Hef ekki séð Southampton spila á tímabilinu en miðað við meiðsli, rót á vörn og seinni hálfleiks þreytu Liverpool þá tel ég þá eiga góðan möguleika í dag. Segi eins og Gummi Halldór hér fyrir ofan. 2-2.

  13. Hef ákveðið að vera bjartsýnn og hafa trú á okkar mönnum. Erum taplausir í hvað 12-13 leikjum og erum í mikilli framför. Það er karakter í þessu liði og samstaða sem aldrei fyrr, inn með Toure og þá er Southampton aldrei að að fara að gera neitt nema lúta í gras.

    This is Anfield

  14. Ég er svolítið stressaður fyrir þessum leik. Leikmenn Liverpool virðast ekki vera í nógu góðu formi til að klára heilann leik á góðu tempói en hafa sloppið með það hingað til. Í dag vona ég að þeir klári leikinn á fullum krafti og vinni þetta nokkuð örugglega. Ég spái 3-1!

  15. Tökum þetta 2-0. Henderson með bæði!

    Er Spot heimavöllur Liverpool à höfuðborgasvæðinu þetta àrið?

    YNWA

  16. Þetta verður erfiður leikur, Liverpool verður að ná því að spila allan leikinn á fullu dampi. Ekki bara fyrri hálfleik og vera svo í nauðvörn æi 40 min.

    En spái að við vinnum 1-0 og Henderson skorar

  17. Menn voru ansi hræddir með vörnina á móti m u en hún var bara fín og við eigum menn sem við vitum ekki um í B liðinu, sem er nota bene, næst besta liðið í Liverpool Borg.

  18. Er skíthræddur við þennan leik. Hrikalega óheppnir svona snemma í mótinu með meiðsli. EN þetta er einmitt einn af þeim leikjum þar sem við verðum bara að gera þá kröfu til okkars liðs að við vinnum, það er ekkert flóknara. Toppliðin sem við viljum máta okkur við misstíga sig ekki í svona leikjum á heimavelli. Ef við ætlum í alvöru að gera atlögu að 4. sætinu þá er ekkert í boði að mísstiga sig á heimavelli á móti liðum í neðri hluta deildarinnar. 3 – 1, Sturridge, Aspas og Gerrard skora.

  19. Svavar Station #9 Alveg bannað að koma með svona húmor. Ég opnaði linkinn með hnút í maganum og hugsaði með mér: “Hvað er hann að gera nú?” Brosti svo hringinn þegar ég sá myndina 🙂

    Held þetta verði fínn leikur og sigurinn verði okkar. Erum með ágæta breidd í dag miðað við áður og því á þetta að ganga upp. Nú er bara að ná upp stöðugleika í 90 mínútur en ekki bara hágæðabolta í 45.

  20. Er ekki best að halda sig við að spá illa, þá jinxar maður þessu allavega ekki. Góður dagur í dag, happatreyjan fer fljótlega á sinn stað og þá fara hlutirnir að líta betur úr. Ég er sammála Ssteini með uppstillinguna, held því miður að Rodgers stilli þessu svona upp frekar en að hafa Henderson eða Gerrard í holunni og Aspas í kantstöðunni. Held það sé líka rétt með Kolo Toure í hægri bakvörðinn ef hann er heill. Vonandi náum við að vinna þennan leik en ég segi 1-1.

  21. Alls ekki Aspas inn á miðri miðju. Bara bitte schöne!
    Geturðu ekki hringt í Rodgers, Steini, og beðið hann um að setja guttann út á kant…??

    Annars, vonast maður auðvitað eftir góðum sigri í flottum fótboltaleik á móti skemmtilegu liði Southampton-manna.

    Ennfremur vill maður sjá Liverpool halda yfirburðum á vellinum í heilar 90 mínútur svona til tilbreytingar.

    YNWA

  22. vona að við sjáum

    Sturage Henerson Moses
    Aspas
    Henderson spilar best í holunni, Aspas spilar best á toppnum en sturage getur alveg leyst kantinn þó hann sé kanski betri á toppnum

    annað væri:
    Sterling Henderson Moses
    Sturage
    í öllu falli vona ég að við vinnum nokkuð öruggt, svona 3 0

  23. Ætla gerast svo djarfur og spá 1-0, Sturridge með markið.

    Aspas hefur ekki heillað neinn í þessari AMC stöðu og ætti að vera á bekknum sem back-up fyrir Sturridge. Vill sjá Henderson detta inná miðjuna. Ég verð bara aðeins að fá að tjá mig um Jordan kallinn. Ég er ánægður að hafa varið hann síðustu ár því hann hefur sannað mál mitt gagnvart öðrum poolurum. Svona miðjumenn eru ekkert orðnir fullmótaðir 20-21 árs. Mér fannst alltaf hann búa yfir eiginleikum sem myndu aukast með tíma og spiluðum leikjum. Vinnslan og krafturinn í honum er til fyrirmyndar auk þess er hann með góðar sendingar. Ég er alveg viss um að hann og Lucas muni eiga miðjuna á næstu árum. Því Jordan (gaman að hafa Jordan í liðinu, meira að segja tvo!) á bara eftir að verða betri.

    Að leiknum. Southampton er með vel mannað lið og það er ekkert gefið. Vill sjá Sterling koma inn í liðið fyrir Coutinho. Hendo á miðjuna. Samt ekki í einhverju holuhlutverki, bara til að ná tökum á miðjunni. Sterling og Moses á köntunum. Sama vörn og síðast nema að Toure komi inn fyrir Wisdom.

    KOMA SVO!!!

  24. 9

    Djöfullsins rasisti er hann maður!
    Menn sem tala um að lambert sé að meika það með landaliðinu hafa sennilega ekki fylgst mikið með, ok eitt mark en hann er sennilega fimmti ef ekki sjötti kostur þarna inn, miðverðirnir okkar eiga að éta hann!
    Við þurfum ekki að hafa àhyggjur af þessu southamton liði, þurfum að hafa àhyggjur af því að halda haus í 94min!
    Hef trú à að það sé verið að vinna í því og við verðum góðir í sjötíu mínutur sem ætti að duga, verðum búnir að skora 3 mörk þà.
    3-1 sturridge, stevie og einn af miðvörðunum, svo setur enska hetjan lambert eitt seint í leiknum.

  25. The team in full is: Mignolet, Sakho, Agger, Skrtel, Toure, Lucas, Henderson, Gerrard, Aspas, Moses, Sturridge.

    Þetta eru fjórir miðverðir, Toure í hægri bak og Agger? Sakho? í vinstri

Hver er besta staða Gerrard?

Liðið gegn Southampton