Topp 7, sumarglugginn

Þá loksins búið að loka þessum blessaða leikmannaglugga og get ég ekki sagt annað en að ég sé bara alveg hrikalega feginn. Það er bara ákveðið lengi sem maður hefur “nennu” til að sjá endalaust slúður um hugsanleg leikmannakaup eða sölur og þess þá heldur þegar maður veit að c.a. 98% af því er algjört þvaður og stór hluti bara uppspuni frá rótum. Sitt sýnist nú hverjum um hvernig liðunum tókst til, en mér sýnist á þræði sem er hér aðeins neðar, að flestir stuðningsmenn Liverpool séu bara sáttir við gluggann hjá okkar mönnum. Á netinu eru blaðamenn víða að meta hvernig til tókst hjá hverjum og einum, aðallega með því að setja á það stuðla á bilinu 1-10. Að sjálfsögðu er bara vonlaust mál að segja til um á þessum tímapunkti hvernig og hvaða áhrif þessi kaup eða sölur hafa á klúbbana. Við svona mat eru menn fyrst og fremst að horfa á sjálf nöfnin út frá því hvað þeir leikmenn hafa áður gert, hvernig liðum hefur gengið að fylla upp í vandamálastöður hjá sér og hvaða áhrif brotthvarf leikmanna hefur á liðin.

Að neðan hef ég týnt til þessi svona helstu inn og út viðskipti, en oft er þetta ekki alveg klippt og skorið. Ég sleppi minni nöfnum í þessu sem lítið hafa komið við sögu, en sums staðar tel ég upp nöfn sem voru kannski ekki í leikmannahópnum á síðasta tímabili, jafnvel í útláni, en hafa verið seldir í sumar. Ég ákvað því bara að setja mitt mat á þessum hlutum, eins og þeir líta út akkúrat núna.

Arsenal
Inn: Mesut Özil, Mathieu Flamini, Yaya Sanogo, Emiliano Vivino
Út: Gervinho, Vito Mannone, Andrei Arshavin, Denilson, Johan Djourou, Andre Santos, Sébastien Squillaci, Maroune Chamakh

Denilson var í útláni allt síðasta tímabil, Djourou, Santos og Chamakh seinni hlutann af því. Mathieu Flamini gæti styrkt Arsenal liðið eitthvað, en Özil kemur svo inn með mikil gæði í stöðu sem ég er á því að hafi bara verið vel mönnuð fyrir. Í mínum huga tókst Wenger ekki að styrkja þær stöður sem hann þurfti helst að styrkja og þá er ég fyrst og fremst að horfa til varnarinnar og markvarðar. Eins er ekki mikil breidd í striker stöðunni, þó svo að það sé hægt að nota aðra leikmenn þar. Gæði Özil eru óumdeild en til að Arsenal gæti tekið skrefið úr 3-4 sætið, í alvöru baráttu um titilinn, þá tel ég að Wenger hefði þurft að styrkja fleiri stöður á vellinum. Hópurinn minni, en Arsenal eru engu að síður ekkert að fara að hrapa neitt niður listann, verða þarna í topp 4 baráttu. (6/10)

Chelsea
Inn: Willian, André Schurrle, Marco Van Ginkel, Mark Schwarzer, Samuel Eto‘o, Kevin De Bruyne (tilbaka), Michael Essien (tilbaka)
Út: Marko Marin, Oriol Romeu, Florent Malouda, Victor Moses, Romelu Lukaku, Yossi Benayoun, Paulo Ferreira

Maluda og Lukaku spiluðu ekkert á síðasta tímabili með Chelsea og í rauninni var það bara Moses af þeim sem fóru, sem spilaði eitthvað að ráði. Breiddin hjá þeim hefur klárlega aukist og þar með gæðin í leikmannahópnum, sem voru þó mikil fyrir. Var samt nokkuð viss fyrir gluggann að þeir myndu bæta við sig einum alvöru framherja sem væri svona risanafn. Eto’o er auðvitað stórt nafn og allt það, en er hann í sama standard og hann var? Held reyndar að flest lið í deildinni hefðu verið afar ánægð með svona styrkingu eins og við sjáum á þessum Chelsea liði. (7/10)

Everton
Inn: James McCarthy, Arouna Kone, Joel Robles, Antolín Alcaraz, Gerard Deulofeu, Romelu Lukaku, Gareth Barry
Út: Marouane Fellaini, Victor Anichebe, Thomas Hitzlsperger, Phil Neville

Af þeim sem fóru frá Everton, þá var það bara Hitzlsperger sem spilaði lítið, eða bara 7 leiki eftir að hann kom til þeirra í lok síðasta árs. Hinir hafa verið lykilmenn hjá þeim og Fellaini þeirra aðal maður sem allt snerist um. Ef maður horfir á það sem kom inn, þá er Lukaku klár styrking á framherjastöðunni og Kone gæti verið sæmilegt backup, en ég get ekki séð alla þessa gríðar styrkingu sem sumir eru að tala um. Held að ekkert af hinum topp 7 hefðu verið sétt með einhvern af þessum leikmönnum til sín (utan Lukaku). Reyndar er þessi Deulofeu spurningamerki, hann spilaði vel í sama liði og Luis Alberto (Barcelona B) á síðustu leiktíð. Fjórir leikmenn frá liði Wigan (sem féll) eru í mínum huga ekki beint neinn hrikalegur gæðastimpill og styrkleikaaukning. Þeir eiga eftir að sakna Fellaini mikið í vetur. Þeir héldu þó Baines og það rífur þá upp í sexuna hjá mér, en þeir gerðu ekki mikið fyrir breiddina hjá sér og eru bara þunnskipaðir. (6/10)

Liverpool
Inn: Mamadou Sakho, Iago Aspas, Simon Mignolet, Luis Alberto, Tiago Ilori, Kolo Touré, Aly Cissokho, Victor Moses
Út: Andy Carroll, Stewart Downing, Jonjo Shelvey, Pepe Reina, Suso, Jay Spearing, Oussama Assaidi, Fabio Borini

Okkar menn já. Carroll og Spearing voru ekkert með okkur í fyrra, og þegar kom að deildarkeppninni, þá spilaði Assaidi 4 leiki, Suso 14, Borini 13 og Shelvey 20. Það má því segja að það séu þeir Reina og Downing sem hafi farið á brott sem voru virkilega að spila eitthvað af ráði þar sem hinir 4 áttu marga af sýnum deildarleikjum sem varamenn. Það sem mér finnst okkar menn hafa gert rétt er að það er búið að styrkja stöður sem nauðsynlega þurfti að styrkja. Loksins kominn annar vinstri bakvörður og breiddin í vörninni fór úr því að vera eiginlega mjög lítil og yfir í það að vera feykilega mikil og í mínum huga eru 3 af þessum varnarmönnum leikmenn sem geta styrkt byrjunarliðið (hvort sem svo þeir geri það þegar upp verður staðið eða ekki). Moses og Aspas koma svo til með að styrkja okkur verulega framar á vellinum. Svo auðvitað héldum við Luis Suárez, sem setti þessa einkunn hjá mér upp í áttuna. (8/10)

Man.City
Inn: Fernandinho, Stevan Jovetic, Jésus Navas, Alvaro Negredo, Martin Demichelis
Út: Carlos Tévez, Maicon, Wayne Bridge, Roque Santa Cruz, Kolo Touré, Scott Sinclair, Gareth Barry

Já, hvað skal segja um City, þeir eru búnir að kaupa stórt í sumar eins og svo oft áður. Wayne Bridge og Roque Santa Cruz spiluðu ekki með þeim á síðasta tímabili, Maicon spilaði 9 leiki í deild, Scott Sinclair 11 og Kolo Touré 15. Það eru því fyrst og fremst þeir Barry og Tévez sem hafa horfið á braut sem voru svokallaðir lykilmenn hjá þeim. En þeir hafa svo sannarlega fyllt í þau skörð og eru að mínum dómi með mun sterkari hóp en á síðasta tímabili, því gæðin í þeim leikmönnum sem inn komu eru bara svo mikil. Svei mér þá, ég held að City hafi sigrað þennan leikmannaglugga og eru varla með veikan blett, hvort sem við horfum á byrjunarliðið eða á breiddina í hópnum. Það er kannski helst markvarðarstaðan, en við vitum öll hvað Joe Hart getur ef hann rífur sig í gang. (9/10)

Man.Utd
Inn: Marouane Fellaini
Út: Nick Powell, Bebe, Paul Scholes

Bebe var á útláni allt síðasta tímabil og Nick Powell spilaði bara 2 leiki. Þannig að þetta virðist vera svona bein skipti á Paul Scholes og Fellaini. Að sjálfsögðu mun sá síðarnefndi fylla skarð Scholes og vel rúmlega það. En Man.Utd styrkti ekki fleiri stöður á vellinum, þó svo að Moyes hafi unnið varnarsigur (líkt og Liverpool) með því að halda Wayne Rooney hjá þeim áfram. Manchester United voru engu að síður með mjög sterkt lið á síðasta tímabili og urðu meistarar og þurftu kannski minnst á því að halda að styrkja sig. Engu að síður hlýtur þessi gluggi að teljast mikil vonbrigði fyrir þá, sér í lagi þar sem önnur lið hafa verið að styrkja sig talsvert, þá helst þeirra aðal keppinautar um titilinn, Chelsea og Manchester City. Ég er reyndar ekkert viss um að Fellaini sé akkúrat púslið sem þá vantaði, enda var greinilega búið að reyna við ansi marga aðra miðjumenn sem komu ekki. (5/10)

Tottenham
Inn: Erik Lamela, Roberto Soldado, Paulinho, Christian Eriksen, Vlad Chiriches, Nacer Chadli, Étienne Capoue
Út: Gareth Bale, Steven Caulker, Clint Dempsey, Tom Huddlestone, Scott Parker, Jake Livermore, Benoit Assou-Ekotto, Tom Carroll, David Bentley, William Gallas

Eins og með Everton, þá er ég ósammála mörgum með þessa svokölluðu miklu styrkingu á hóp hjá Tottenham. Bentley spilaði ekki með þeim á síðasta tímabili og Tom Carroll spilaði aðeins um 7 leiki og Jake Livermore 11. En stóra málið er bara það, þeir misstu sinn lang, lang, lang besta leikmann Gareth Bale. Hversu oft bjargaði hann þeim í fyrra? Það var ekki að ástæðulausu sem maður sá Twitter færslur undir lok síðasta tímabils, þar sem talað var um (eftir að Cardiff komst upp) að þetta yrði í fyrsta skipti í sögunni sem þrjú lið frá Wales myndu spila í efstu deild á Englandi á sama tíma. Swansea, Cardiff og Gareth Bale. Jú, að sjálfsögðu hafa þeir keypt flotta leikmenn og þar myndi ég helstan telja til Soldado, enda hefur þeim skort alvöru framherja. Þar fyrir utan hafa þeir svo hrúgað inn miðjumönnum. Einn varnarmaður hefur bæst í hópinn (reyndar kemur Rose tilbaka úr láni) en ég fer ekki ofan af því að þeir hefðu þurft að styrkja vörnina talsvert meira en þeir gerðu. Í mínum huga er Tottenham liðið ekki sterkara en á síðasta tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að stilla þessa gaura saman þarna á miðjunni. En engu að síður, nokkur virkilega flott kaup hjá þeim, en rosaleg sala á þeirra lang besta manni. (6/10)

Það er ekki nokkur lifandis séns að allir verði sammála um þetta og um að gera að skiptast á skoðunum um þetta hér í athugasemdum. Svona lít ég á málið engu að síður. Svo kemur bara í ljós seinna meir hver hefur rétt fyrir sér, tíminn einn mun leiða í ljós hver hefur rétt fyrir sér og hver ekki.

38 Comments

  1. Ég er mjög sammála þessu með Tottenham. Á blaði eru þeir að mínu mati ekki að styrkja sig og það verður erfitt fyrir þá að púsla þessu saman.

  2. Verður spennandi að sjá nýju mennina, þeir koma inn með breidd og samkeppnin um miðvörðinn orðin frekar hörð. Þetta var miklu meira á lokadögum gluggans heldur en ég bjóst við og þessi gluggi var 9/10 hjá mér. Mark, vörn og sókn töluvert bætt og bara miðjan sat eftir. Þar erum við í vandræðum ef 1-2 meiðast en liðið er náttúrulega ekki í evrópukeppni og óþarfi að vera svartsýnn á meiðsli og álag.

  3. Tek undir það sem sagt hefur verið um Tottenham. Fyrir tveimur árum eru þeir með Modric, Van Der Vaart, Bale, Kranjar, Lennon og Huddlestone á miðjunni.

    Eru Chadil, Townsend, Paulinho, Lamela, Gylfi, Eriksen, Dembele, lennon og Capoue virkilega betri?

    Bætingin finnst mér aðallega vera í markinu, Lloris er einn besti markvörður heims fyrir mér.

    Soldado gæti líka orðið fínn en hann hefur nú samt bara skorað úr vítum og ekki verið neitt sérstaklega nálægt því í opnum leik, fyrir tveimur árum setti Adebayor 18 mörk og Defoe 17. Nú verða Defoe mörkin töluvert færri spái ég enda spila þeir ekki með tvo frammi. Þarna gæti verið bæting en það kemur bara í ljós. Ég yrði allavega frekar hissa.

    Bottom line er að ég sé ekki Tottenham gera neina sérstaka hluti í vetur.

  4. “Svei mér þá, ég held að City hafi sigrað þennan leikmannaglugga og eru varla með veikan blett, hvort sem við horfum á byrjunarliðið eða á breiddina í hópnum.” veit ekki með Demischelis en það sást í leiknum gegn Cardiff að vörnin er ekki burðug án Kompany.

    Hef trú á að LFC verði í CL-baráttu en er ekki svo viss um að það takist að ná CL-sætinu

  5. Einhvern veginn er þetta tímabil örugglega það mest spennandi sem við munum fá að sjá í mörg ár. Ef maður horfir á þjálfaraskiptin og svo leikmannaskiptinn í þokkabót. Þá hafa öll lið gert miklar breytingar.

    Man Utd – eru eiginlega stórt spurningamerki fyrir mér, Moyes er ekki með sama anda og Ferguson. Spurning hvað hann nær út úr mannskapnum og kaup sumarsins þetta sumar var kláralega eitt stór klúður hjá þeim, sé þá ekki verða meistara aftur, gluggi – FAIL 4

    Man City – Breyta um þjálfara úr mjög varnasinnuðum í einn skemmtilegasta sóknarþjálfara, kaupa flotta leikmenn í sumar, gæti trúað að það verði smá vesen við að breyta um leikstíl til að byrja með. erum þegar búinn að sjá óvænt tap hjá þeim fyrir Cardiff. miðað við byrjunarliðið þá á þetta lið að vera berjast um titill í lok leiktíðara, gluggi – 9

    Chelsea – Móri komin aftur, ef það er eitthvað sem hans lið gera þá er það sterkur varnaleikur, Eru með fáranlegt lið á pappir eða réttar sagt langsterkasta liðið á pappír fynnst mér, Græðir líka á því að Móri og Benitez spila sama leikkerfið þannig að Chelsea á eftir að verða nánast ósigrandi í vetur. Tel þá líklegast til að vera meistara í lok leiktíðar. gluggi – 9

    Arsenal – í raun veit maður ekki hvað maður á að halda, þarna er eina liðið sem komst í meistaradeildinna með sama þjálfara. Keyptu flottasta bitan sem kom til Englands í sumar, Alltaf heldur maður að þetta sé árið sem þeir detta úr topp 4 Alltaf enda þeir í topp 4. Arsenal er alltaf spurningamerki fyrir mér. gluggi – 6

    Tottenham. Hafa keypt svo marga leikmenn í sumar að spurning hvort þetta sé ekki of mikil breyting á stuttum tíma? þeir hafa ekki verið sannfærandi til að byrja með á leiktíðinni, í raun er Tottenham stórt spurningamerki fyrir mér, Selja besta leikmanninn. kaupa marga sem fara beint í liðið. of stórar breytingar á alltof stuttum tíma. gluggi – 9

    Everton – Fá þjálfara sem hefur verið í botnbaráttu í nokkur ár, Er hann ekki að breyta Everton í Wigan 2.0 ? Everton eru með flotta leikmenn og styrktu sig gríðarlega á lokadeginum. Einhvern veginn held ég að Martienz muni reyna breyta of miklu og fara í slaginn 7-11 sætið. gluggi – 6

    Liverpool – ég er mjög ánægður með gluggan í sumar. styrkjum hópinn gríðarlega mikið. Rodgers hefur verið að breyta liðinnu hægt og rólega. ég hef trú að við munum stela 3-4 sætið á þessari leiktíð. Ef við höldum sama krafti næstu leiki þá getum við kannski leyft okkur að dreyma um baráttu um titil. Við eigum að geta gert kröfur um það þar sem við spilum ekki í Evrópu þessa leiktíð og álagið ætti því að vera minna á okkur. Þessi gluggi er sá sterkasti sem við höfum átt á mörg mörg ár. fær 9 í einkun hjá mér.

    Í raun er ekki hægt að gera hugarlund hvernig þessi leiktíð verður. Margar breytingar hafa orðið og því óútreiknanlegt hvernig þessi leiktíð verður, Liverpool gæti orðið spútnik liðið 🙂 Alla vega hef ég aldrei verið eins spenntur og fyrir nýrri leiktíð eins og þessari. Spænska – Þýska – Ítalska bjóða bara upp á 2 horses Race. Ég ætla bara að fá njóta þess að Enska deildinn býður upp á mestu spennunna og eina deildinn sem er líklegust til að bjóða upp 5 horses race 😀

  6. Er giska sammála SSteini. Fínn gluggi sem hefur styrkt klárlega styrkt PL enda fjárfestu ensku liðin fyrir 600 m pund (114.000.000.000 ISK)!

    Tel samt eiginlega að fimman á ManU sé ofrausn. Þrír væri mitt mat. Fellaini er góður leikmaður og allt það en árangurslausir tilburðir ManU eru víða meira fréttaefni en nokkuð annað í þessum glugga.

    Ég vil helst ekki hlakka yfir óförum annarra og fókusera frekar á mín mál en leyfi mér samt smá Þórðagleði yfir þessum makalausa glugga hjá erkiandstæðingnum.

  7. Ég skal kvitta undir það, SSteini, að það er ekki nokkur lifandis séns á að við séum sammála um þetta! 🙂

    Það sem þú segir um Tottenham – að þetta sé ekki bæting á leikmannahópnum – er rakin vitleysa …. að mínu mati.

    Auðvitað misstu þeir besta leikmann ensku deildarinnar á síðasta ári, en þeir eru ekki lengur eins manns lið. Kaupin á Soldado og Paulinho er ég sérstaklega spenntur fyrir, enda báðir frábærir leikmenn. Sömu sögu má segja um Lamela, og jafnvel Eriksen.

    Á síðasta tímabili gátu Tottenham aðeins leitað til Bale, sem átti að redda hlutunum og láta hlutina gerast. Það var enginn annar. Nú eru þeir með Eriksen, Lamela og Soldado sem allir eru framúrskarandi leikmenn – og þeirra vegna vona ég að þeir aðlagist deildinni fljótt.

    Þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gefa þeim jafn lága einkunn og þú gerir. Þeir fá 9,5 af 10 mögulegum í mínum kokkabókum – enda ekki allir sem geta haft Real Madrid að fífli og látið þá borga tvöfalt verð fyrir einn leikmann!

    Hvað Liverpool varðar, þá er ég sáttur. Ég er afskaplega sáttur. Auðvitað vildi maður fá svona stór kaup, 30+ milljón punda mann sem gerir stuðningsmennina spennta. Annan Suarez, þið vitið, svona rán….dýr 😉

    En mér líst vel á það sem Rodgers er að gera. Hann fékk Sturridge og Coutinho í janúar, báðir leikmenn sem voru á hálfgerðri endastöð hjá sínum félögum og þurftu nauðsynlega að komast burtu til félags sem leyfði þeim að sýna sig og sanna. Þeir höfðu/hafa svo sannarlega mikið að sanna. Þeir voru hungraðir í það, og það er svo sannarlega að borga sig.

    Moses var orðinn um það bil 9 kostur inn í liðið í eina af þessum sóknarstöðum hjá Chelsea, og fellur því í sama flokk – hann hefur allt að sanna og allt að vinna.

    Og minn maður Sakho er einnig þessi leikmaður sem hefur allt að sanna. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk hann að fara frá Paris SG og þetta er sannarlega happafengur fyrir Liverpool. Sanniði til, hann á eftir að verða einhver allra besti varnarmaður ensku deildarinnar á næstu árum, ég er viss um það.

    Cissokho er einnig leikmaður sem hefur allt að sanna. Hann stóð frammi fyrir félagaskiptum ferils síns fyrir nokkrum árum þegar hann var nánast genginn til liðs við AC Milan, en það datt upp fyrir á ótrúlegan hátt. Síðan þá hefur hann verið á vergangi en þarf virkilega að taka sinn leik á næsta stig svo hann festi sig í sessi í landsliðinu. Já, hann er það góður.

    Með öðrum orðum, Rodgers er að fá leikmenn til félagsins sem eru komnir á ákveðna endastöð hjá sínum félögum, og eru hungraðir í að sýna hvað er í þá spunnið. Ég er að fíla það! Og ég er eiginlega bara pínu spenntur fyrir þessu tímabili – ef allt er eins og það á að vera þá verða okkar menn í hörkubaráttu um 3-4 sætið.

    En kaup ársins, svona fyrirfram, eiga Arsenal í Mesut Özil. Þar fór góður og feitur biti í hundskjaft! 🙂

    Homer

  8. @guderian Jú, þetta er kannski full mikið, gaf þeim líklegast rúman heilan fyrir að hafa náð að halda græna kallinum., sem er líklegast of mikið.

    @homer við kvittum þá báðir bara undir skjalið. Auðvitað fá þeir 10 í einkunn fyrir kaupverðið á Bale eitt og sér, en ég var bara ekki að meta það og ekki heldur það hvort menn vori í plús eða mínus í glugganum peningalega séð. Ég var aðallega að skoða og meta gluggann útfrá því hvernig liðunum tóks að fylla í “skörðin” og styrkja sig (eða veikja). Það verður því mitt álit að Spurs gerðu ekki nægilega vel t.d. í varnarlínunni til að fá hærri einkunn og þó svo að þeir hafi hrúgað inn ef miðjumönnum, þá þarf að huga að fleiri stöðum á vellinum. Það að vera með 2 framherja (þótt annar sé mjög góður) finnst mér heldur ekki vera mikil breidd, einhverjum þætti það nú lítið ef við værum bara með t.d. Sturridge og Aspas, en engan Suárez lengur.

    En álit manna er misjafnt.

  9. Annan Suarez, þið vitið, svona rán….dýr 😉

    7 Hómer, ég verð að hrósa þér fyrir þetta komment hahahahha snilld 😀

  10. Liverpool 8 – Góður gluggi og þarf eiginlega ekki að fara yfir hvað hefur gerst í leikmanamálum á kop.is. Það vita allir allt um Liverpool.

    Arsenal 8 Já þeir voru ekki að styrkja sig á þeim stöðum sem þeim vantaði en þegar þú býðst svona gullmoli þá tekur þú það. Bale er Tottenham mikilvægur en ég er ekki viss um að ég myndi skipta á Ösil fyrir Bale. Þeir fóru úr því að vera með góða miðju í að vera með frábæra og á þessi kaup eftir að lyfta öllum upp hjá klúbbnum og er það vanmetið og verða þeir okkar helsti andsæðingur um 4.sætið

    Tottenham 6 – Jú þeir fengu til sín fullt af góðum knattspyrnumönum en þeir misstu aðalmannin sem náði örugglega í c.a 30 stig fyrir þá með ótrúlegum tilþrifum á síðastatímabili. Þeir eru samt komnir með fullt af breydd og ættu því að vera sáttir en skilar það sér í fleirum stigum? er ekki viss

    Everton 7 – látum okkur sjá misstu sterkan leikmann en fengu 27 milljónir punda fyrir hann sem er vel gert og nældu sér í Lukaku sem ég held að eigi eftir að brilla með þeim og hafa meiri áhrif á þá en Fellaini gerði. Þeir spiluðu vel úr sínum spilum.

    Man utd 3 þeir drulluðu á sig. Jú Fellaini er fín fótboltamaður hann á eftir að skora fyrir þá nokkur mörk og eiga nokkra mjög góða leiki. Hann á eftir að auka breyddina og er fjölhæfur og hægt að nota hann sem djúpan miðjuman eða fyrir aftan sóknarmenina. Ég skal orða þetta svona ef Sir Alex væri enþá að stjórna þessu liði þá væri liðið búið að styrkja sig meira.

    Chelsea 6 þetta var ágæt hjá þeim en ég skil ekki í þeim að láta Lukaku frá sér. Móri elskaði Drogba og viti menn Lukaku minnir mig á ungan Drogba. Ég held að Eto sé eiginlega búinn á því og er að elta penninga og vantar því meiri breydd í sóknarleik liðsins. Torres er bara leikmaður sem saknar Gerrards og er að drulla á sig hjá Chelsea( ef suarez vill fara þá skal ég leyfa Chelsea að kaupa hann á 50 milljónir punda + Torres).

  11. Þetta þykir mér skrýtin einkunnadreifing. Öll þessi lið (hugsanlega fyrir utan United) hafa styrkt sig verulega í glugganum, enda ensku liðin aldrei eytt eins miklu.

    Arsenal fá besta sóknarmiðjumann heims, hörkutól á miðjuna og varamarkvörð ítalska landsliðsins ásamt því að hreinsa launaskrána án þess að missa nokkurn lykilmann. Ég myndi segja að það verðskuldi meira en 6 af 10 mögulegum.

    Hjá Everton gætu Barry og McCarthy farið langt með að fylla í skarð Fellaini (allt annað leikkerfi en í fyrra) og Lukaku er líklega eftirsóttasti framherji deildarinnar í dag.

    Tottenham fá síðan inn fjóra mjög sterka miðju- og sóknarmenn (allt landsliðsmenn í stórliðum) í skiptum fyrir líklega ofmetnasta fótboltamann allra tíma. Vissulega er einhver missir af Bale en skiptin eru langt frá því slæm á pappírunum.

    Hitt er svo annað mál hvort að þessir leikmenn muni standa sig í nýjum liðum.

  12. Með þessum kaupum á Özil, að því gefnu að hann meiðist ekki fór Arsenal úr því að vera í keppni um CL-sæti í það að keppa hugsanlega um titilinn.

    Glórulaust hjá Real að skipta á Bale og Özil

  13. Liverpool er markvisst að byggja upp lið af hungruðum leikmönnum, og liðsheildin og samheldnin sem BR hefur tekið að skapa núna á bara eftir að aukast. Fer að slaga uppí hermannaliðin frá Sovétríkjunum fyrrverandi hér í denn. 😉 Mér finnst við eina liðið af þessum topp 7 sem er virkilega að byggja upp til lengri tíma.

    Man city er bara lestarstöð fyrir leikmenn sem koma og fara eins og saga class farþegar. Nýjir og “gamlir” leikmenn þurfa líka að læra inná nýjan þjálfara. Cardiff kom þessum “málaliðum” niður á jörðina. Ekki hægt að tala um uppbyggingu, allavega ekki markvissa, bara kaupa, kaupa kaupa, senda síðan ca 20 leikmenn á láni til annara landa,bara svo hin liðin í deildinni geti ekki keypt þá. Þetta er svona eins og Champion Manager með svindli.

    Man utd, nýr þjálfari sem hefur enga reynslu af toppbaráttu, og ekki mikla af Evrópukeppnum. Það fór mikið með Fergie, sem betur fer, og það verður fróðlegt að sjá hvort Moyes tekst að halda liðinu í toppbaráttunni eða ekki, ég held að þeir endi í topp 4, en ekki meistarar. Engin styrking, missa Scoles og fá Fellaini.

    Celski. Styrkja sig gríðarlega, bæði með því að fá Móra aftur og svo með því að fá þessa klassaleikmenn. Við skulum ekki vanmeta Etoo, er hann ekki þremur árum yngri en Drogba ? Þeir taka þessa deild að mínu mati. Leikmenn eru þarna fyrir sem hafa áður unnið með Móra og það eru ekki eins miklar hræringar þarna eins og hjá manutta.

    Tottenham. Missa eins og Sigursteinn segir sinn lang lang langbesta leikmann og síðan nokkra sem spiluðu ekki mikið, en fá eina 7 leikmenn í staðin allt klassa leikmenn. Það gæti tekið þá tíma að ná saman, og ég vona það svo innilega. Þeir hafa styrkt miðju og sókn en ekki mikið vörnina. AVB ætlar kannski að spila kerfið 2-6-2. Til hvers alla þessa miðjumenn ?

    Arsenal. Fá einn gríðarlega sterkan leikmann, einn málaliða tilbaka og síðan einhverja no name leikmenn. Þetta á eftir að vera nóg fyrir Wenger fram að áramótum og þá styrkir hann sig enn frekar. Það virðist ekki skipta máli þó svo Wenger byrji deildina með einhverja gutta og litla breidd og tapi illa, alltaf treður hann gömlum ullarsokki uppí gagnrýnendur sína með því að ná meistaradeildarsæti.

  14. Fín yfirferð, en mig grunar að þú hafir ekki séð mikið til Lamela sem Tottenham keypti, sá gæti tekið stöðu Bales á næstu 2-3 árum, kannski í ár ef hann aðlagast vel.

  15. Mer finnst menn vera ad vanmeta thessi kaup hja Tottenham. Their eru bunir ad kaupa fullt af ungum og mjog haefileikarikum leikmonnum I sumar. Audvitad misstu their sinn lang sterkasta mann en thad er tho alls ekki avisun a lelega spilamennsku, eins og vid thekkjum vel eins og thegar Gerrard hefur meidst og Suarez hefur vantad. Thad tekur tima fyrir menn ad adlagast og svona en mer thykir nokkud ljost ad Tottenham er komid med hop til thess ad vera I topp barattunni naestu arin auk thess ad vera med mjog haefileikarikan stjora ad minu mati.
    Annars hofum vid verid okkur sjalfum verstir seinustu ar en ef vid holdum svona afram tha munum vid klarlega vera I baruttunni um topp 4.

  16. Já, það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með þetta Spurs lið. Eins og komið var inná hér að ofan, þá er ekki langt síðan að miðjan þeirra samanstóð af Van der Vaart, Modric, Bale, Lennon og Parker í topp formi. Þá voru þeir meira að segja með breidd í framlínunni líka. Núna er bara Lennon eftir af þessum gaurum. Mitt mat á þessum strákum:

    Paulinho: Að mínu mati bestu kaupin þeirra, flottur leikmaður inn á miðjuna. Spurs munu þó ekki geta stillt liðinu sínu upp með 9 miðjumenn, höfum það hugfast.

    Soldado: Fínustu kaup, enda framlínan hjá Spurs ekki upp á marga fiska. Setur vafalítið nokkur í vetur, enda veitir ekki af, það þarf að fylla upp í markaskarðið sem Bale skilur eftir.

    Lamela: Ætli hann eigi ekki að fá það hlutverk að fylla skarð Bale. Búinn að vera að spila fínt á Ítalíu, en þetta er RISA stórt skarð að fylla.

    Eriksen: Fullt af liðum búin að fylgjast með honum lengi, en það er ekkert þeirra sem býður í hann og meira að segja núna þegar bara ár er eftir af samningi og hann fæst “ódýrt” þá eru Spurs einir um hitunina. Minni áfram á að það verður ekki hægt að spila leikinn með 9 miðjumenn.

    Capoue: Viðurkenni það að ég hafði lítið sem ekkert heyrt af þessum strák áður en Spurs keyptu hann, en núna er talað um hann eins og að þetta sé eitt af stóru nöfnunum. Ekki alveg að skilja það reyndar. Sandro spilar líka þessa stöðu, mjög gott upp á breiddina á miðjunni, en hún var mikil fyrir.

    Chadli: Who?

    Chiriches: Who?

    Það var heldur ekki bara Bale sem var látinn fara: Gareth Bale, Steven Caulker, Clint Dempsey, Tom Huddlestone, Scott Parker, Jake Livermore, Benoit Assou-Ekotto, Tom Carroll, og William Gallas eru allir horfnir á braut fyrir tímabilið. Má jafnvel bæta Adebayor á þann lista þar sem sögurnar segja að hann muni lítið spila í vetur, ef eitthvað. En kemur í ljós.

    Nokkur fín kaup hjá þeim, en ég stend ennþá á þeirri skoðun minni að þetta er ekki nein suddaleg styrking á liðinu, hvað þá að gera tilkall til að fá 9,5 fyrir gluggann. En auðvitað er ekkert hægt að sjá fyrir um það hvernig þetta allt fer, auðvitað gæti það gerst að þetta lið myndi smella saman og berjast um titilinn. Á þessum tímapunkti hef ég þó ekki nokkra trú á því. Þeir eru með frábæran markvörð og Vertonghen er flottur varnarmaður. Aðrir sem skipa vörnina eru Walker, Rose, Kaboul, Chiriches, Naughton og Dawson. Ég veit ekki með ykkur, en ég væri töluvert skelkaður ef vörn okkar manna væri svona skipuð.

  17. Fínir punktar hér að ofan.

    Held að Liverpool hafi gert fínan glugga án þess þó að vera með of miklar væntingar. Eins og flestir get ég var beðið eftir að sjá Sakho, aðeins 23 ára, 151 leikir með PSG í deild og auk fjölda leikja í CL og landsleikja. Vonandi erum við búnir að finna þarna framtíðar leiðtogann í vörnina. Hin stóru kaupin á endasprettinum á Tiago Ilori treysti ég mér ekki að dæma um þar sem ég hef aldrei séð viðkomandi spila eða heyrt minnst á fyrr en Liverpool var orðað við hann í sumar. Af verðmiðanum að dæma og hve langur aðdragandinn var að þessum kaupum er greinilegt að Liverpool hljóta að ætla honum stórt hlutverk á næstu árum.

    Mestu skussar þessa félagaskiptaglugga eru án efa Real Madrid. Þeir yfirborguðu ofmetnasta leikmann knattspyrnusögunnar og seldu frá sér sinn næstbesta mann. Ansi hræddur um að þeir hafi gert svipuð mistök núna og þegar þeir seldu Makelele á sínum tíma.

    Arsenal gera frábær kaup í Özil og stimpla sig inní baráttuna að meistaratitlinum. Það má ekki gleyma því að svona leikmenn geta hjálpað Arsenal að fá til sín leikmenn í sambærilegum gæðaflokki, fyrir utan það að hjálpa öðrum leikmönnum taka leik sinn uppá næsta level. Kaupin hjálpa líka Arsenal að halda sínum mönnum og e.t.v. er sá tími liðinn að leikmenn flýja þaðan til þess að vinna titla. Þessi kaup eru að mínu mati klár statement um breytt vinnubrögð.

    Ég held að Tottenham hafi gert næstbesta gluggann á eftir Arsenal. Þeir misstu klárlega sinn besta mann en náðu að fá fyrir hann fáranlega gott verð og hafa nýtt peninginn og rúmlega það í að auka breiddina í hópnum. Vissulega átti Bale mörg frábært moment hjá Tottenham en eins skrítið og það kann að hljóma, þá var Bale einn helsti styrkleiki Tottenham en um leið einn helsti veikleiki liðsins. Tottenham liðið var einfaldlega orðið alltof háð Bale og í jöfnum leikjum snérist leikur liðsins um að reyna finna Bale í fætur og bíða eftir að hann gerði eitthvað. Stundum heppnaðist það, stundum ekki. Aðalmarkmiðið náðist þó ekki þ.e. að ná sæti í CL. Nú eru þeir komnir með einn breiðasta hópinn í deildinni og þurfa ekki að óttast að meiðsli hjá einstökum leikmönnum komi niður á spilamennsku liðsins. Stóra spurningin er tekst AVB að búa til öfluga leiðsheild (halda öllum ánægðum) og á hve skömmum tíma?
    Ef hlutirnir smella hratt hjá þeim og liðið nær stöðugleika geta þeir alveg hangið rétt fyrir aftan liðin í 1. og 2. sæti.

    Einhvern veginn geri ég mér ekki grein fyrir hvernig hlutirnir eru að þróast hjá Man City enda er þetta einhver sálarlausasti klúbbur sem ég man eftir. Þarna er búið að kaupa fullt af stjörnum og jafnvel meðalleikmenn sem eru á einhverjum fáranlegum launum. Stundum finnst manni að leikmönnum liðsins sé skítsama hvort þeir séu að vinna eða tapa. Sáralítið að leikmönnum koma uppúr unglingastarfinu. Þeir eru komnir með nýjan stjóra sem er álíka sjarmerandi og tommustokkur.

    Chelsea jók breiddina í sínum hóp en stærsti fengur þeirra í þessum glugga var klárlega Mourinho. Hann hefur sýnt það að hann kann að búa til meistaralið og er vinsæll þar sem hann starfar núna.

    Man Utd. gerði í sjálfu sér engar rósir í glugganum enda það lið sem þurfti að styrkja sig hvað minnst miðað við yfirburðina í fyrra. Hugsanlega skriftast það að hluta til á reynsluleysi nýja stjórans sem er að stjórna í fyrsta sinn stórum klúbbi. jafnvel hefur Utd ekki sama aðdráttarafl og það hafði undir stjórn Ferguson. Engu að síður þá er arfleið hans sterk enn þá og Utd verður feykisterkt í vetur.

  18. Þetta tímabil verður eitthvað…

    manchester united – 4/10
    Ef ég ætti að taka þennan glugga saman í eitt orð, þá væri orðið klúður. Ferguson factorinn er farinn en ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Ferguson hafi náð að kreista spilamennsku umfram getu hópsins.
    Það verður erfitt verkefni fyrir Moyes og ég tel að hann þurfi á mun meiri styrkingu en Fellaini fyrir Scholes ef markmiðið er að reyna að halda fyrsta sætinu.

    Inn: Marouane Fellaini
    Út: Nick Powell, Bebe, Paul Scholes

    Manchester City – 8/10
    Það var ekki við öðru að búast en að City færi í enn eitt eyðsluflippið. Þeir eru með ótrúlega breidd og á ég erfitt með að benda á veikleika hjá rándýru liði Pellegrini.

    Inn: Fernandinho, Stevan Jovetic, Jésus Navas, Alvaro Negredo, Martin Demichelis
    Út: Carlos Tévez, Maicon, Wayne Bridge, Roque Santa Cruz, Kolo Touré, Scott Sinclair, Gareth Barry

    Chelsea – 6,5/10
    Klár styrking á hópnum en þrátt fyrir það er ég ekki sannfærður um að sóknarmenn þeirra skili sínu. Vissulega er framlínan stútfull af stórum nöfnum en Torres hefur ekki enn hrokkið í gírinn og ég efast um að Eto’o sé einhver töfralausn. Segir sína sögu að þeir byrja á móti united með miðjumann fremstan.

    Inn: Willian, André Schurrle, Marco Van Ginkel, Mark Schwarzer, Samuel Eto‘o, Kevin De Bruyne (tilbaka), Michael Essien (tilbaka)
    Út: Marko Marin, Oriol Romeu, Florent Malouda, Victor Moses, Romelu Lukaku, Yossi Benayoun, Paulo Ferreira

    Arsenal – 7/10
    Özil er einstakur leikmaður sem styrkir hvaða lið í heiminum sem er. Það verður svo spennandi að sjá hvort Flamini muni ná að standa sig sem DM. Þeim vantar einhvern til að þétta miðjuna sem hefur litið út eins og gatasigti undanfarið.
    Það verður líka fróðlegt að sjá hvort sóknarmenn Arsenal muni vera duglegir við að finna markið í vetur. En með Cazorla og Özil fyrir aftan sig ættu þeir að vaða í færum.

    Inn: Mesut Özil, Mathieu Flamini, Yaya Sanogo, Emiliano Vivino
    Út: Gervinho, Vito Mannone, Andrei Arshavin, Denilson, Johan Djourou, Andre Santos, Sébastien Squillaci, Maroune Chamakh

    Tottenham – 7/10
    Ég á erfitt með að ákveða mig hvaða skoðun ég hef á glugga Tottenham. Þeir misstu Bale en fengu nokkra gríðarlega spennandi leikmenn til sín. Lamela, Soldado og Paulinho óttast ég að muni styrkja liðið til muna. Það hefur verið talað um Eriksen sem eitthvað undrabarn í nokkur ár en hann hefur ekki staðið undir væntingum að mínu mati. Chadli, Capoue og chiriches eru svo bara bónus ef þeir standa sig.

    Þessi hópur á eftir að skila þeim fínum árangri en ég held að þetta hafi verið of miklar breytingar til að vænta þess að klifra upp töfluna á þessu tímabili. Tottenham eru að mínu mati helsta wildcard tímabilsins. Ef þetta smellur saman geta þeir endað ofarlega en ef spilaborgin fellur þá getur vel verið að þeir hrapi um örfá sæti.

    Inn: Erik Lamela, Roberto Soldado, Paulinho, Christian Eriksen, Vlad Chiriches, Nacer Chadli, Étienne Capoue
    Út: Gareth Bale, Steven Caulker, Clint Dempsey, Tom Huddlestone, Scott Parker, Jake Livermore, Benoit Assou-Ekotto, Tom Carroll, David Bentley, William Gallas

    Liverpool – 7/10
    Tiltektin heldur áfram…
    Gríðarlega ánægður með þá styrkingu sem hefur átt sér stað í vörn og Mignolet hefur svo sannarlega sannfært mig um að þetta hafi verið góð kaup.
    Ég er samt eiginlega kominn með leið á því að eyða 5-10m í leikmenn sem virðast svo aldrei fara í gang hjá okkur. Alberto, Aspas og Ilori vona ég svo sannarlega að standi sig en persónulega hefði ég frekar verið til í að setja þessar milljónir í einn sóknarsinnaðan leikmann. Viljinn var samt til staðar og verður spennandi að sjá hvort þessi leikmaður komi jafnvel inn í janúar.

    Inn: Mamadou Sakho, Iago Aspas, Simon Mignolet, Luis Alberto, Tiago Ilori, Kolo Touré, Aly Cissokho, Victor Moses
    Út: Andy Carroll, Stewart Downing, Jonjo Shelvey, Pepe Reina, Suso, Jay Spearing, Oussama Assaidi, Fabio Borini

  19. Chelsea, Man City og Tottenham hafa öll styrkt sína hópa gríðarlega mikið og það er engin vafi í mínum huga að þessi lið eru öll betri á pappírnum en þau voru á síðasta tímabili, spurningin er bara hvort að stjórarnir nái að búa til góð lið úr þessum miklu kaupum og breytingum.

    Hvað varðar Man U og Arsenal þá eru þau í svipuðum málum og Liverpool var á síðasta tímabili, viðskipti þeirra í þessum glugga flokka ég sem fíaskó.

    Man U fá eingögnu Fellaini sem eru klár vonbrygði á þeim bænum, ég stórefa það að stuðningsmenn liðsins séu sáttir með þennan glugga, ekki það að Fellaini sé slakur leikmaður þá held ég bara að þeir hefðu viljað styrkja liðið meira en þetta. Þeir eru engu að síður með mjög gott lið, þetta veltur bara allt í Moyes. Ég held bara að allar breytingarnar sem hafa orðið á undanförnum mánuðum hjá Man U séu of miklar, nýr stjóri, nýtt þjálfarateymi þýðir oftast struggl og hikst í vélinni, Man U eiga eftir að tapa fullt af stigum í vetur í þeim leikjum þar sem þeir voru að merja 1-0 sigra á síðasta tímabili.

    Arsenal voru svo bara í ruglinum í allt sumar og á tímabili leit út fyrir að þeir keyptu ekki neitt en þeir bjarga þessu svo allsvaðalega fyrir horn með því að fá einn besta miðjumann í heimi sem á klárlega eftir að bæta lið þeirra en þessi staða var ekki sú sem þurfti á bætingu að halda þar sem þeir eru alls ekki nógu vel mannaðir annars staðar á vellinum. Þeir fengu Flamini aftur en hann er búin að spila 24 leiki síðan tímabilið 2010/2011, er búin að vera mikið meiddur og ég tel hann ekki vera neina gríðarlega styrkingu. Það fara svo 3 sóknarmenn frá Arsenal, Maroune Chamakh, Gervinho og Arshavin, þeir fá Yaya Sanogo í staðinn, 20 ára gutti sem hefur spilað rétt rúma 20 leiki fyrir Auxerre. Podolski var svo að meiðast hjá þeim og verður frá í ca. 3 mán. Miðað við þessa stöðu þá hefur sóknarlínan hjá þeim tekið nokkur skref afturábak.

    Framundan er eitt skemmtilegasta tímabil í manna minnum. Það hafa aldrei verið eins miklar breytingar á toppliðunum í EPL og það er svo margt sem getur klikkað hjá þessum liðum.

  20. Sæl öll.

    Sem sannur Poolari þá finnst mér mitt lið hafa keypt flottustu leikmennina og látið þá fara sem ekki pössuðu inn. Sent á lán þá sem gætu orðið góðir en yfirhöfuð fannt mér glugginn enda frábærlega.

    Ég nota tímann núna til að spyrja alla Man.Utd vini mína og stuðningsmenn annarra breskra liða hvaða lið sé á toppnum eftir fyrstu 3 umferðir, sumir eru nú orðnir ansi þreyttir á mér og þessum spurningum en ég svara þeim þá bara til að ég verði að njóta þessara stöðu á meðan hún varir. Einnig klæðist ég sparifötum alla daga og ef ég væri með sítt hár myndi ég setja það upp. Kæru félagar við eigum að njóta þess að baða okkur í umtalinu sem fylgir velgengni en muna samt eftir því að vera ekki hrokafull því gæfan er gjörful og við vitum ekki hversu lengi hún verður með okkur.
    Ég hlakka mikið til vetrarins og þess að horfa á liðið okkar ástkæra spila flottan bolta.
    Þangað til næst…og ég alla til að sparibúast fram að næsta leik.

    YNWA

  21. Mig langar að setja hingað inn það sem the telegraph
    gefur liðunum í þessum glugga.

    Arsenal
    After a worrying few weeks the picture looks a little rosier. Mathieu Flamini’s versatility will be useful whilst Mesut Özil’s class will find a fitting home. Still short up front though, and possibly at the back. 7/10

    Aston Villa
    A whole raft of keen, hungry youngsters have arrived at Villa Park, players only too willing to subscribe to Paul Lambert’s energetic approach. Yet the best piece of business was keeping Christian Benteke. 7

    Cardiff City
    Two players stand out among Malky Mackay’s buys. Steven Caulker should improve a defence short on Premier League experience and Peter Odemwingie, if the striker can only reach his form of two years back, will lend pace and goals. 6

    Chelsea
    If Samuel Eto’o can manage to roll back the years, Jose Mourinho’s failure to capture Wayne Rooney will be forgotten. Helping the situation, a very resilient team is now overloaded with attacking talent. 8

    Crystal Palace
    Judging by the amount of arrivals, Ian Holloway is trying to build a completely new team, knowing the old one was nowhere near good enough. The big challenge now is to find the right balance and do it quickly. 7

    Everton
    Nobody enjoyed a better deadline day than Roberto Martínez. To secure Romelu Lukaku and Gareth Barry on loan and to sign permanently James McCarthy certainly softens the blow of losing Marouane Fellaini. 9

    Fulham
    Some solid signings have been accompanied by the odd gamble. Martin Jol now needs to work out how best to use those players with particular emphasis on finding the right balance going forward. 7

    Hull City
    Just like the other two promoted sides, Hull have worked hard to try and bridge the gap with the arrival of top-flight experience. Yet Steve Bruce, given his shortage of fire power, will be gutted to miss out on Shane Long. 7

    Liverpool
    With fresh power at the back and promising additions up front Brendan Rodgers must be feeling just a little excited. Granted, not all his signings are ready, but a squad is in place to give it a go. 8

    Manchester City
    Nobody did their business earlier or quite so comprehensively. The upshot, we hear, is a happier squad than last term ready to win back the title. The assembled talent certainly compares with any around. 9

    Manchester United
    A bit of a nightmare for David Moyes. The new man has not been able to put his stamp on the champions. As a result, all eyes fall on Fellaini. He badly needs to succeed for his manager’s sake. 6

    Newcastle
    The tumbleweed drifts across St James’ Park as the lack of activity begins to hit home. Yet the on-loan Loïc Rémy may prove the saving grace if his goalscoring talent receives the right service. 5

    Norwich
    A candidate to struggle has morphed into an exciting proposition given the amount of attacking players to arrive at Carrow Road. All of a sudden Chris Hughton is spoilt for choice. His cautious reputation can be dismissed. 8

    Southampton
    The Saints have spent big on a select trio, hoping their quality can make a real difference. Victor Wanyama and Dejan Lovren have already suggested they can. We now wait on the impact of Pablo Osvaldo. 8

    Stoke City
    Some interesting selections by Mark Hughes, most notably his decision to bring in Stephen Ireland on loan. But a new dawn is breaking in the Potteries. New arrivals these days take on a different hue. 6

    Sunderland
    A vast influx of players, no matter how good, will not be much use if Paolo Di Canio cannot keep them onside. That is the problem here. The combustible Italian needs managing himself. 6

    Swansea City
    The shrewd Michael Laudrup went shopping in Spain to secure several players but also popped over to Holland to grab Wilfried Bony. The result is a stronger squad than last term that knows where it is going. 8

    Tottenham
    Talk about preparing the ground for losing your star man. Spurs appear to have pulled this off with panache by signing seven players before releasing Gareth Bale. The jury is out but the squad looks well equipped. 9

    West Bromwich Albion
    A slow start in this transfer window ended with a flourish. The late arrival of Victor Anichebe and Stéphane Sessègnon gives Steve Clarke valuable options up front. And the sale of Odemwingie ends an unsettling saga. 7

    West Ham
    Sam Allardyce will not be pleased, having tried and failed to bring in a quality striker. As it is, the return of Andy Carroll cannot come quickly enough. Once he is back, though, Stewart Downing’s crosses should prove very welcome. 6

  22. Homer #7 þú gleymir því að tottaranir eru ekki bara einu sinni búnir að gera grín að Madrid heldur tvisvar, sala þeirra á Modric var líklega meira grín heldur en salan á Bale.

    Maður sem skoraði innan við 10 mörk og lagði upp svipað lítið í einhverjum 150 leikjum var seldur til madríd á bull peninga og fékk svo lítið sem ekkert að spila hjá þeim.

    Þannig að ég myndi frekar fara flokka þessi kaup Madrid á totturunum sem styrktarsamninga frekar en eitthvað annað því þessar upphæðir sem þeir eru búnir að láta þá fá er náttúrulega bull!

  23. 22

    Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Vissulega er verðið á Bale klikkað, en þetta med Modric veit ég ekki hvort hægt er að kvitta uppá. Hans hlutverk var og er varla að skora mikið af mörkum er það? Ekki frekar en okkar ástkæri Xabi Alonso – skoraði ekki mikið en var þyngdar sinnar virði í gulli. Ef ég man rétt munaði ekki miklu á kauðverði þeirra tveggja til Real.

    Það að Modric hafi svo lítið fengið að spila er svo allt annað mál. Mig grunar að þeir sem stjórna þar á bæ séu varla skærustu ljósaperurnar í seríunni. Þeir voru t.d. að selja Özil og allt í skralli í klefanum í kjölfarið. Hvað er að frétta?

  24. Talað um að Wenger fái að kaupa að vild í sumar. Arsenal eru búnir að borga af vellinum og eru farnir að kaupa ofurstjörnur núna. Ég vona að okkar menn verði klárir með skotmörk strax í janúar. Þetta verður rosaleg barátta um 4. sætið…

  25. Krulli það er spurning hversu mikið við þurfum að taka mark á The Mirror. Wenger verður ekkert minna nískur í janúar en ágúst.

  26. Þessi gluggi hjà Liverpool er mjög stórt skref í àtt að mhö bjartri framtíð klúbbsins. Top 4 í vetur, ennþà stærri nöfn à þennan fallega grunn sem BR er búinn að smíða næsta season. Ég hef tilfinningu fyrir því að eitthvað stórkostlega fràbært sé framundan hjà þessum klúbbi. Þvílík fagmennska!

  27. Hvernig ætli varnarlínan verði hjá liðinu núna? Agger og Sakho í byrjunarliðinu? Það hlýtur að vera jafnfínt að vera með 2 örvfætta í liði eins og 2 réttfætta. K.Toure er síðan búinn að vera hrikalega góður og eiginlega must að hafa hann í byrjunarliðinu ef heill. Skrtel hélt hreinu á móti United og á hann skilið leiki?

    Spurning hvort Brendan ætlar að taka 1-0 taktík á þetta í vetur því maður sér ekki þessa vörn sleppa miklu inn.

  28. Eitt þrárðrán en þetta liggur á mér eins og mara:

    Á Jordan Henderson ekkert erindi í enska landsliðið? Við erum að tala um að Tom Cleverly og James Milner eru í liðinu, og svo fær Ross Barkley að sýna sig eftir nokkra góða leiki í upphafi tímabils. Henderson hefur verið frábær frá áramótum og virðist ekkert vera að slaka á í þeim efnum.

    Kannski er maður hlutdrægur…

  29. Af hverju tala allir um að Arsenal þyrfti að styrkja sig varnalega? Þeir fengu næst fæst mörk á sig á síðasta tímabili og fengu Flamini inn núna sem á eftir að reynast þeim vel. Hefðu þeir fengið Ba inn þá hefðu þeir verið titill kandídatar, en ég efast um að þeir ná því núna, enda eru þeir í vondum málum ef Oliver Giourd meiðist.

  30. Alveg sammála að Henderson á fullt erindi í enska liðið en verð að játa að maður fagnar því í hvert skipti sem leikmaður LFC er ekki valinn í landsliðshóp. Fátt meira pirrandi en þegar leikmenn snúa meiddir úr landsleikjatörnum.

  31. Mikið er ég sammála þér einare, þeim mun færri LFC leikmenn sem eru í landsliðsverkefnum, því betra.

  32. Sælir félagar

    Ég kvitta undir hjá SSteini og með sama fyrirvara. Þar sem ég er sammála honum í öllum atriðum sem skipta máli þá nenni ég ekki að tjá mig meira um það.

    Hitt málið sem mig langar til að minnast á er það sem G#31 minnist á. Svarið liggur í augum uppi fyrir okkur púllara. Landsliðseinvaldur Englendinga er bara ekki betri en þetta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  33. Held að Man City verði í vandræðum með Nastasic og Lescott í vörninni hjá sér. Margir meiddir hjá þeim í vörninni og glugginn ekki notaður til að styrkja þar almennilega. Einkunn: 6

    United – Fellaini gæti verið límið á miðjunni og ég held að United verða góðir í vetur þvert á spár. Einkunn: 7

    Chelsea – Sama og með City, það koma dýrir menn inn í liðið en ekki stræker dauðans eins og liðinu vantaði. Einkunn: 5

    Tottenham – Þeir kaupa góða leikmenn eftir að hafa misst Bale. Einkunn: 8

    Arsenal – Komnir með einn mjög góðan en Arsenalmenn vilja meira. Einkunn 8

    Liverpool – Er farinn að halda að Brendan er snillingur. 2 menn núþegar orðnir keyplayers Toure og Mignolet. Eftirvæntingin að sjá Sakho er mikil og ágætis squadplayers komu sömuleiðis. Einkunn: 9 ( vantaði Willian eða Mikytar…til að liðið sé súpergott.

    Hver vinnur titilinn? Ég held að City kaupi varnartrukk í janúar..pepe eða einhvern af því kaliberi og sigli þessu í höfn.

  34. Glugginn okkar var flottur. Held að utd sé of stór biti fyrir Moyes, með fullri virðingu fyrir honum, búinn að gera góða hluti með everton en þetta er 2 much og þolinmæði er eitthvað sem er á hröðu undanhaldi í boltanum. Þetta verða við, city, tott, ars, che og utd verður í basli. Svona er boltinn.
    YNWA

Kop.is Podcast #43

Hversu sterkur er hópurinn núna?