Kop.is Podcast #43

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Hér er þáttur númer fjörutíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 43. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti ræddum við fullkomna byrjun á tímabilinu, lok félagaskiptagluggans og horfurnar fyrir tímabilið fram undan.

15 Comments

 1. Takk fyrir þetta strákar.

  Það er augljóst mál að skútan er á réttri leið. Að mínu mati eru augljóslega réttu mennirnir við stjórnvölin hjá Liverpool Football Club. Brendan Rodgers sýndi mér strax að hann hefur það sem þarf. Maður sér það oft snemma hvort menn hafi það sem þarf eða ekki og fannst mér strax frá byrjun að Brendan væri að reyna hluti sem væru líklegir til að virka, kannski virkuðu þeir ekki strax í byrjun en um leið og hann fékk að styrkja liðið og bæta við leikmönnum sem henta hans stíl hefur liðið verið frábært. Hann hefur augljóslega sýnina á hvað þarf til. Í raun hefur Liverpool ekki spilað jafn vel og það hefur gert árið 2013 (seinni hluti seinasta tímabils plús byrjun þessa) í ansi mörg ár. Það voru samt alltaf ákveðin glimpse sem sáust í byrjun, þrátt fyrir slök úrslit, að þetta væri að koma og á leið í rétta átt. Ástæðan: Brendan er að reyna að spila fótbolta sem er í senn sniðugur, úthugsaður og skipulagður. Það er reason í flestu sem Liverpool hefur reynt undir hans stjórn og er það ávísun á árangur + framfarir.

  FSG? Eru þeir búnir að sanna sig núna eða hvað? Fyrir mitt leyti hef ég ekkert út á þá að setja og treysti þeim fullkomlega. Auðvitað væri það „frábært og æðislegt“ ef þeir leggðu 100 milljónir punda meira í leikmannakaup á hverju ári. En það er ekki svoleiðis. Aftur á móti virðumst við hafa eigendur sem eru að vinna eftir útpældu skema og með greinilegt skipulag um það hvernig þeir ætla að reka klúbbinn. Það er greinilegt að það er ekkert „happa-glappa“ sem ræður ákvörðunartökunni hjá þeim. Þeir átta sig á því að til að reka klúbb í fremstu röð þarf fjárhagsstaðan að vera í lagi. Í því samhengi hafa þeir losað sig við leikmenn sem hafa haft feita samninga og ekki verið að spila í samræmi við þá. Margir hafa kvartað yfir þessu en þessa leikmenn hefur að nokkru leyti skort hungrið og neistann. Með tímanum eru þeir að ná að snúa þessu við. Eftir allt ruglið í leikmannakaupum fyrir tíð Brendan Rodgers hafa þeir greinilega lært af mistökunum og það er líklega þeirra helst kostur. Þessi gæjar eru óhræddir við að játa mistök sín og takast á við þau. Það er ekkert „stolt“ hjá þeim sem stendur í vegi fyrir árangri klúbbsins. Gott dæmi um það er að þeir eru óhræddir við að lána/selja menn snemma í burtu sem augljóslega eru ekki að standa sig. Voru ekki einnig menn sem sáu um kaupstefnu félagsins látnir víkja eftir ansi margar daprar ákvarðanir með gríðarlegar upphæðir? Hver man svo ekki eftir afsökunarbeiðni John Henry í fyrra? Sá lét það ekki koma fyrir aftur þetta sumarið.

  Suarez málið er dæmi um að þessir kallar vita hvernig á að reka íþróttalið. Bandaríkjamennirnir virkuðu á mig í sumar eins og alvöru gamaldags fógetar sem eru mættir til Liverpool-borgar með látum núna. Það eru þeir sem stjórna þessu og Suarez og fleiri skulu fara að átta sig á því hvernig þetta virkar. Á stuttum tíma hefur Liverpool Football Club umturnað ansi mörgu innan sinna raða, og útkoman af því? Já við erum alla vega á réttri leið. Við munum berjast um topp 4 í vetur og er það eitthvað sem hefur verið svo fjærlægt lengi lengi.

  Langar að nefna leikmannagluggann seinasta sumar sem menn tala enn um og eru neikvæðir yfir. Vissulega var hann súr, ég neita því ekki. En eftir á að hyggja var þetta það besta sem gat gerst. Það var stórkostlegt að við höfum ekki farið í bull fyrir ári síðan og keypt bara til að kaupa. Kaupleysið kostaði okkur hálft tímabil en í staðinn fengum við Sturridge og Coutinho. Ég skal alveg sætta mig við slæman hálfan vetur einu sinni ef það þýðir að við fáum þetta í staðinn. Staðreyndin er sú að hefðum við keypt Demsey eða gert einhver önnur „neyðarkaup“ á seinustu stundu hefði væntanlega annar þessara manna ekki komið og kannski þeir báðir. FSG lét ekki hafa sig út frá sínum prinsippum með að yfirborga gamla leikmenn og stóðu á sínu. Það kostaði en þeir bættu fyrir það. Efast um að margir sjái nú eftir 7 mörkum Dempsey í 29 leikjum fyrir Tottenham í fyrra. Hvar er hann að spila núna? Stundum er betra að sleppa því að kaupa heldur en bara að kaupa einhvern, hvað þá yfirborga hann.

  Staðan á hópnum.
  Enn er talað um að það vanti þetta og það vanti hitt. Við búum ekki til besta lið Evrópu á 1-2 árum. Þetta tekur allt tíma. Það þarf að kaupa réttu leikmennina, það þarf að kaupa hungraða leikmenn og þá sem munu gagnast okkur næstu árin. Hæfileikaríka leikmenn. Helst af öllu þá væri best að gera það ef maður næði að kaupa þá á tiltölulega sómasamlega upphæð. Það er LFC að gera hægt og rólega. Hópurinn styrkist og styrkist, m.a.s. sumir þeirra sem eru að slá í gegn kostuðu félagið ekki mikinn pening. Það er leitt að sjá menn falla inn í svartnættið og heimta alltaf FSG út – segja þá ekkert vita hafa á þessu, ekki vera í þessu nema bara til að græða peninga eða annað í þeim dúr. Meira að segja virtustu pennana hér á Kop.is, þeir sem maður hefur alltaf hvað mestu virðinguna borið fyrir skrifum þeirra um okkar lið, hafa farið í þessa týpu. Liðið er á margfalt betri stað núna en bara fyrir ári síðan og er það vegna þess að stefna félagsins er yfirveguð og útpæld sem og að stjórnunin á liðinu sjálfu inná vellinum er fyrsta flokks, sem og þjálfunin og skipulagið. Það er augljóst. Ef við berum saman liðið í dag – breiddina og fjölda ungra efnilegra leikmanna sem gætu verið hjá LFC í heimsklassa næstu 5-10 árin o.fl. – miðað við sem var í fyrra og árið þar á undan verður ekki um villst að það eru bjartir tímar framundan.

  Hver einasta staða á vellinum er sterkari núna. Meira að segja hetjunni Reyna var skipt út og það virðist vera að borga sig. Menn hafa beðið um breidd varnarlega í langan tíma og vá virtist hann hafa komið á lokadegi þessa glugga. Beðið hefur verið um styrkingu á miðjunni, sem ég reyndar tel mjög vel mannaða eins og er, og kemur hún í janúar eða næsta sumar. Munið að við þurfum stundum að bíða og leyfa FSG að vinna þetta samkvæmt sínu skema, þeir eru að sanna það að góðir leikmenn eru farnir að koma ansi reglulega til liðs við Liverpool. Í þessari miðjustöðu eru samt Lucas nokkur og Steven Gerrard sem hefur gengið í gegnum endurnýjum lífdaga undir stjórn Brendan Rodgers og hefur maður ekki séð hann svona ferskan og góðan lengi. Gleymum ekki Henderson sem er að verða mikilvægur leikmaður og Allen á eftir að verða betri á ári tvö. Einnig held ég að Coutinho gæti spilað fyrir framan Lucas og Gerrard. Æstir stuðningsmenn vildu einnig kant framherja en staðreyndin er samt sú að við eigum Suarez enn inni skot. Getið þið ímyndað ykkur línuna með Suarez, Sturridge og Coutinho saman? Eða jafnvel Coutinho fyrir aftan hina tvö? Það eru ansi mörg ár síðan við höfum átt svona marga spennandi leikmenn fremst á vellinum. Þessa varíanta eigum við enn inni þrátt fyrir frábæra byrjun á tímabilinu.

  Að lokum. Við erum kannski fáliðaðir í 1-2 stöðum en gleymum ekki að leikjafjöldi verður minni þetta árið en oft áður. Það er engin Evrópukeppni sem þýðir að álagið á okkar mönnum verður minna en á keppinautunum um meistaradeildarsætið. Þegar þau lið spila átakamikla leiki í miðri viku geta okkar menn verið á æfingasvæðinu að vinna í sínum málum og ekki verið að keyra sig út í stöðugum leikjum. Lykilmenn ættu því að geta spilað stærra hlutfall leikja hjá okkur en andstæðingunum, eða í það minnsta ættu þeir að vera ferskari þegar mest á reynir undir lok tímabils.

  Við komumst vonandi í meistaradeildina á næsta ári. Ef við náum því ekki er forysta klúbbsins samt búin að sýna okkur það að við erum á leiðinni þangað og verðum líklega oft í Meistaradeildinni á næstu árum.

  Áfram Liverpool!

 2. Mæli með því að næsta Podkast verði tekið upp á videó eins og einu sinni og upphafsatriði verði þegar Maggi étur sápu 🙂 Fínt ef hinir komi svo með bursta til að bursta tunguna hans……TORRES????!!! 🙂

 3. Svo það sé á hreinu þá samþykki ég tillögu Jóa hér í nr. 4! Svaf lítið í nótt eftir þetta bull….

  FSG hafa klárlega staðið sig fínt í sumarglugganum, ég segi enn og aftur að Sakho er af því kaliberi kaupa sem við viljum sjá, að menn séu til í að borga mikið fyrir gæði. Ég vona svo líka að menn muni það alveg sama á hverju gengur að það er verið að reyna og það er það sem við viljum sjá.

  Yfirleitt er það þannig að 33% kaupa ganga vel, 33% ágætlega og 33% ganga ekki upp. Skiptir engu máli hvort það var Alex (Taibi, Veron, Bebe), Wenger (Jeffers, Squillaci, Hleb) eða Móri (Sheva, del Horno, Kezman).

  Miðað við það þá eru 2 – 3 kaup núna í hverjum þessara flokka og vonandi erum við að tala um meira, eða þá allavega að þeir dýrustu séu bestir. En það er ekki nein vissa fyrir því. Bara engin. En þá þýðir ekki að standa upp í nóvember og arga á þennan glugga.

  Þeir leikmenn sem t.d. Dalglish fékk til liðsins?

  Carroll, Suarez, Hendo, Downing, Enrique, Bellamy, Coates og Adam. Erum við ekki að tala um 2-3-3 skiptingu þarna? Vandinn að það voru dýrari kaupin sem enduðu neðar.

  Ég dæmi því gluggann góðan í dag og spái ekkert í honum héðan af, hann fékk mína 8,0 í einkunn en ég geri mér líka grein fyrir því að það er alveg möguleiki á því að aðeins 2-3 þarna nái því að verða lykilmenn í klúbbnum. Vonandi fleiri. Það að líta til baka í gluggana er í sjálfu sér lítið af viti. T.d. er alveg hægt að hafa verið glaður með að fá Sturridge í janúar, en líka að pirra sig á því að okkur var boðinn hann í lok ágúst líka og alveg hefði ég nú þegið að hafa haft hann frá þeim tíma. En það er marklaust. Maður dæmir gluggann þegar hann lokar.

  En FSG eiga þakkir fyrir það að hafa náð manni eins og Sakho til liðsins, vonandi bæta þeir verulega í sóknarþriðjunginn í janúar og vekja meiri gleði og trú á verkefninu þeirra.

  Ég hef nær aldrei efast um Rodgers og leyfi mér alveg að vera bjartsýnn, þó ég sé ennþá með sömu raunhæfu væntingarnar um að ná að keppa að 4.sætinu við Arsenal og Tottenham, og draumavæntingarnar um að ná því sæti.

  Þá er það meiri sápa….oj!

 4. ég held að liverpool verði spútník lið ársins og komi mörgum á óvart með því að ná þessu blessaða 4 sæti auðveldlega. Jafnvel aðeins hærra

 5. Ég held að Arsenal verði að berjast um topp 1,2,3.
  Ég held að Chelsea verði þar einnig.

  hin 3 topp liðinn Spurs,united og City læt ég meiri spurningarmerki um.
  Þau hafa verið að róta í grunninum hjá sér.

  Manutd tapaði Sörnum, Og það virðist vera meira mál fyrir þá að samfæra menn um að koma.
  Ég held að ef allt gangi ekki upp gætu aðrir misst trúnna.

  Spurs tapaði sínum lang besta leikmanni, komu fullt af mönnum inn og það gæti verið erfitt að koma þessu af stað.

  City eru í eitthverju þjálfara rugli. árangur ekki árangur nýr þjálfari bara vesen.

  Liverpool er bara byggja ofan á sitt lið eftir nokkura ára rugl.
  ég sé ekki afhverju liðið á ekki að geta blandað sér í topp 4 í ár.

  sérstaklega ef liðið nær að binda vörnina saman þá eru menn á miðjuni eins og Gerrard og coutinho og lucas mun hjálpa mikið ef hann helst heill
  Henderson er að venjast lífinu á Anfield smátt og smátt
  Svo ef Allen nær sér á strik og verður heill þá vill maður sjá afhverju Rodgers fékk hann.

  Suarez er en þarna og svo er sturridge að blómstra ásamt því að ég býst við miklu frá Moses og Aspas virkar fínn spilari.

  Og ef mignolet ætlar að vera þessi líka frábæri markvörður.

  EF er stóra málið.
  Ef allir þessir menn og fleiri í þessu liði spila af eðlilegrei getu þá er liðið fullfært um að berjast við önnur topp lið.

 6. man shitty = leikmenn koma og fara eins og á lestarstöð. Nýr þjálfari líka. Þeir eiga eftir að fara í gegnum “ups and downs” þetta tímabil. Cardiff sýndi þeim út á hvað barátta gengur.

  man utta = Nýr þjálfari og einn nýr leikmaður. Leikmenn í eldri kantinum. Nýtt everton ?

  celski = Hinn glaði komin aftur og nokkrir leikmenn líka, sterkasta liðið á pappírunum. Torres er komin í vatnsbera hlutverk.
  arsenal = Gamli Wenger hér ennþá, sparsamur, en lét undan þrýstingi og keypti klassa leikmann, á meira en túkall. Allir vanmeta Wenger, en samt treður hann alltaf gömlum ullarsokk í þá og nær topp 4, en er það nóg fyrir stuðningsmenn best rekna félags í Englandi, ekki mikil breidd.

  LIVERPOOL = Uppbygging í gangi, endurskipulag, ungir hungraðir leikmenn, bættur liðsandi og samheldni í hópnum, 3-4 nýjir leikmenn sem við getum séð í 16 manna hóp og vonandi hinn sami Suarez og skoraði næstum að vild síðasta tímabil. ALDREI að vanmeta samheldna liðsheild !

  tottenham = Besti leikmaður þeirra farinn á fáránlegu verði, og fyrir vikið gætu þeir örugglega fyllt 16 manna hóp af miðjumönnum. Búnir að versla marga menn, og það gæti tekið tíma fyrir þá að ná saman, vonandi langan tíma :-), hef samt ekki mikla trú á avb sem þjálfara, veit ekki hvað það er með mig.

  everton = Nýr þjálfari, nokkrir nýjir leikmenn, missa sinn besta. Það á örugglega eftir að taka þá nokkurn tíma að ná saman,nokkrir Wigan leikmenn og Lukaku á eftir að reynast þeim vel, en ekki nógu vel, held að þeir verði núna um miðja deild. Þjálfari sem á eftir að breyta leikstíl everton.

  Ég held að það sé alveg ágætis tækifæri fyrir Liverpool að ná inn á topp 4 þetta tímabil. Liðin sem enduðu í topp 4 síðasta tímabil hafa öll verið að ganga í gegnum mjög mikla endurnýjun eða alls enga á meðan mér finnst Liverpool vera meira í markvissara uppbyggingarferli. Þetta er kannski bara eitthvað sem mér einum finnst en hvað um það, ég er bjartsýnni á þetta tímabil og ef það tekst ekki núna, þá kemur alltaf annað tímabil eftir þetta 🙂

  Takk fyrir gott podcast, fyrir utan þegar Maggi mismælti sig 😉

 7. Er að mörgu leyti sáttur við þennan glugga og finnst FSG hafa aukið trúverðugleika sinnar stefnu. Byrjunin lofar góðu, þó við gætum hæglega verið með þrjú stig á þessum tímapunkti eftir þrjá þunga seinni hálfleiki – en sem betur fer hafa hlutirnir hafa fallið með okkur.

  Mér sýnist top 4 hanga á því að Coutinho nái að fylgja eftir góðu tímabili í fyrra. Það er enginn eins og hann í þessum hópi og mikið flæði og ógnun sem fer úr sóknarleik okkar ef hann nær sér ekki á strik eða meiðist. Mér sýnist andstæðingarnir taka talsvert fastar á honum en í fyrra og spennandi að sjá hvort hann stenst álagið. Hvað haldið þið?

 8. Flottur þáttur 🙂 “Ég verð sko ekki minntur á þetta … ” … nei nei 😉

Könnun – Hvaða einkunn fær sumarglugginn?

Topp 7, sumarglugginn