Könnun – Hvaða einkunn fær sumarglugginn?

Við ætlum að vera með podcast í kvöld og þar gerum við upp sumargluggann hjá Liverpool sem og líklega öðrum liðum.

En til gamans hendum við inn smá könnun þar sem þið gefið viðskiptum Liverpool í sumar einkunn frá 0-10.

Hvaða einkunn gefur þú sumar viðskiptum Liverpool?

  • 8 (48%, 478 Atkvæði)
  • 7 (31%, 303 Atkvæði)
  • 9 (10%, 100 Atkvæði)
  • 6 (6%, 55 Atkvæði)
  • 5 (2%, 22 Atkvæði)
  • 10 (2%, 16 Atkvæði)
  • 4 (1%, 9 Atkvæði)
  • 1 (0%, 4 Atkvæði)
  • 3 (0%, 3 Atkvæði)
  • 2 (0%, 1 Atkvæði)
  • 0 (0%, 1 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 992

Loading ... Loading ...

Um að gera að gera grein fyrir sinni einkunn í ummælum.

52 Comments

  1. Frábær styrking á vörninni. Algerlega nauðsynleg líka. Sakho, Touré og Agger bjóða upp á heimsklassa valkosti í CB, Moses er góður fótboltamaður þó hann sé varla framtíðar sóknarmaður liðsins, þá var þetta virkilega skynsamleg og góð redding og mun hann væntanlega deila leikjum með Aspas á hægri kantinum.

    Vörnin var helsta áhyggjuefnið fyrir þennan glugga og svo kantframherji. Það hefur verið stoppað í þau göt og gef ég glugganum 7 af 10 mögulegum. Hefði DM fylgt með og framtíðar kantframherji hefði glugginn flogið upp í 9.
    Til að ná 10 þyrfti þó að fylgja þjóðverji með í kaupunum 😉

    Ef ég næ í skottið í nafna mínum Ayre mun ég bjóða honum í G&T þó hann sé búinn að vera að í tvo daga. Hann kom mér virkilega á óvart að ná að landa Sakho!

  2. Ég myndi segja að þetta hafi verið flottur gluggi sem hefði verið hægt að gefa 10 ef fengist hefði 1 af þessum sóknarmönnum sem Liverpool fór á eftir, og svo ef að það hefði kannski verið keypt solid cover/samkeppni fyrir Lucas.

    Helsta styrkingin er náttúrulega í öftustu línunni, og miðað við hvernig síðasta tímabil kom út varnarlega séð, getur maður ekki verið annað en sáttur við það.

  3. Ég gef 7. Þeir byrjuðu ágætlega. Misstu af nokkrum targetum en bættu það að einhverju leyti upp undir lok gluggans. Ég hefði þó viljað sjá stærra nafn koma að auki.

  4. Ég setti 8 á gluggann.

    Á heildina litið erum við komnir með góða blöndu af breidd og gæðum. Vörnin lítur virkilega vel út. Miðverðirnir eru ótrúlega solid að sjá og líklega munum við ekki sjá Glen Johnson þurfa að leysa af í vinstri bak framar. Til okkar er kominn einn allra öflugasti “ungi” miðvörðurinn í bransanum (Sakho) auk reynsluboltans Toure. Frábært í alla staði!

    Miðjan er í góðu lagi, fullt af uppstillingarmöguleikum þar, þótt kjarninn sé nokkuð ljós. Annað er spurning um kantmenn og kerfi. Meiðsli eru líklegri til að valda okkur skráveifum á miðjunni en í vörninni. Líst ennfremur ágætlega á Moses.

    Það er yndilegt að hafa haldið Suárez! Það er sama hvað einhver tölfræði segir, ógnin okkar fram á við er mikið fjölþættari með hann innanborðs. Hann hefur þennan x-factor sem getur gengið frá leikjum þar sem liðið er lítið að skapa; til að mynda á móti sterkum andstæðingum sem geta pakkað vel í vörn og kjósa að stilla þannig upp á móti okkur. Maðurinn var næstum búinn að skora þrennu beint úr aukaspyrnum í fyrra, for crying out loud!

    Munurinn á hópnum núna og eftir sumargluggann 2012 er sláandi, bætingin er mjög augljós. Ef við verðum ekki þeim mun óheppnari með meiðsli og ef helstu menn ná að spila eftir getu, verða okkur allir vegir færir í vetur. Er nú samt ekki með væntingar um meira en sannfærandi atlögu að 4. sætinu. Brennt barn forðast eldinn. 🙂

  5. Ég setti 8 í einkunn. Annars er erfitt að gefa einkunn án þess að hafa séð þá nýju spila í rauðu treyjunni. Það er einsog að gefa nýju súkkulaðistykki einkunn áður en maður smakkar það.

  6. Ég sagði sjö. Ég er þokkalega sáttur með gluggan og sáttastur með hvernig FSG stóð sig gagnvart Suarez. Ég er auk þess sáttur að það eru fjórir alemnnilegir half-sentar í liðinu sem ætti að laga að einhverju leyti vandamálin í öftustu línu sem við sáum svo oft á síðustu leiktíð.Mér fannst samt koma mikil kulnun í glugganum í langan tíma eftir að Mkhitaryan fór til Dortmund og ég hefði bæði viljað sjá einn ,,marquee” signing-framherja koma og ég hefði líka verið til í að halda Borini og Assaidi fyrir sakir breiddarinnar. Ég er alveg sammála fólki um það að Borini og Assaidi eru ekki miklir fótboltamenn, en þeir eru að mínu mati ekki jafn hráir og Sterling og Ibe og ekkert alskæmt að hafa þá í hópnum.

  7. Ég gef þessu 8 í einkunn. Hefði gefið 10 ef við hefðum náð í Úkraínumanninn á vænginn hjá okkur, en við getum ekki fengið allt. Ég er bara ánægður með þessi kaup, búnir að styrkja vörnina hjá okkur heldur betur, þrátt fyrir að vera ekki búnir að fá á okkur mark í deild enn 🙂

    Glugginn síðasta sumar fékk 1 í einkunn frá mér, þannig að bæting um 7 er bara frábær 😉

    Ég hlakka bara til næsta leiks. 🙂

  8. Setti 8. Þó að vissulega hefði maður viljað sjá enn fleiri koma inn þá eru þeir sem komir eru bjóða uppá meiri breidd og virka vel á mann.

    Er ótrúlega ánægður með Kolo þar sem komið er og Mignolet er nátturlega bara búin að vera frábær.

    Hlakka til að sjá hvernig Shakho verður. En ánægðastur er ég með hversu mikið af mönnum sem voru alls ekki að skila sínu eru farnir ss menn sem voru eða eru engan vegin í Liverpool classa.

    Heilt yfir litið höfum við byrjað frábærlega og megi það halda svona áfram næstu 35 umferðir eða svo.

  9. Óháð því hvað mér fannst um gluggann sjálfan að þá skil ég ekki hver staða Coates er hjá liðinu. Eins og þetta lítur út fyrir mér virðist hann vera orðinn fimmti eða sjötti hafsentinn í liðinu þegar við erum ekki einu sinni í evrópukeppni. Væri gaman að fá ykkar álit á þessu í podcastinu á eftir.

  10. ég setti 7, hef ekki mikla trú á Aspas, og efinns um Albertu, en hann er ungur og það getur vel komið eitthvað úr honum, mér fannst við styrkja okkur aftarlega á vellinum vel þrátt fyrir brotthvaf Cara, sterkir miðverðir tveir sem geta coverað Erique og markvörður sem þegar hefur borgað sig, en það sem vantaði var að styrkja miðjuna við höfum engan fyrir Lugas .þegar hann meiðist og ég hefði viljað að við hefðum keypt vængmann í stað þess að fá lánaðan.

    í það heila samt betra en ég óttaðist í vor, en ekki eins gott og ég vonaðist eftir

  11. ég gaf einkunina 7

    ég er ánægður með þá menn sem fengnir voru, en örlítið svekktur með að takmörkum hafi ekki verið náð (þ.e.a.s. að menn sem voru aðaltakmörk hafi runnið mönnum úr greipum) og þessi langa pása í miðjum glugga sem og Suarez málið, þessir faktorar drógu dálítið úr ánægjunni.

    YNWA

  12. solid 9 getum ekki fengið stærstu nöfnin en erum að fá menn sem eru hungraði í að spila og eru að gera þetta fyrir réttar ástæður ekki bara $$ ..skoruðum heilan helling í fyrra og það á eftir að aukast með sturridge svo fínt að laga vörnina aðeins

  13. 7 í einkunn.
    Hefði viljað fá einn sterkan á miðjuna.
    Hvað segið þið um að hætta að nota orð eins og Marquee og nota bara okkar ástkæra ylhýra. Hvað þýðir Marquee eiginlega?
    Kv. Dolli sem missti af Marquee dálkinum.

  14. Þetta er gluggi upp á 8 að mínum dómi. Ekki sammála of harðri gagnrýni á Aspas. Hann lofar góðu, er t.d. mikið að hlaupa án bolta og láta hafa fyrir sér. Það sem ég hef lesið um þennan Sakho í dag bendir til að þarna sé óslípaður stórspilari á ferðinni. Aðrir leikmenn finnst mér spennandi viðbót og Mignolet er í rauninni þessi black horse sem við höfum saknað. Það eina sem dregur þennan glugga niður er að ná ekki að klófesta Henrikh Mkhitaryan sem virðist algjör snillingur. Djöfullegt að missa af honum.

    Þá er búið að hreinsa vel til og straumlínulaga hópinn. Það sem mér finnst samt eiginlega best er hvað fagmannlega var staðið að verki. Á meðan Moyes svitnaði á pungnum við að reyna eitthvað var Brendan og Ayres í G&T í minningu Shankly.

    Vel gert! Vel gert!

  15. Frábær kaup fyrir vörnina sem vantaði alveg klárlega einhverja uppstokkun eftir síðustu ár.

    Markvarðakaupin eru að gera sig mjög vel eins og er en það er nóg eftir en ég held að Mignolet eigi eftir að standa sig mjög vel í vetur.

    Miðjustaðan er kannski eitthvað sem hefði mátt styrkja betur en við skulum vona að meiðslin munu ekki verða mikil þar svo við lendum ekki í veseni upp á breiddina þar.

    Framlínan er frekar sterk með Suarez, Sturridge, Couthino, Moses, Aspas, og svo Ibe og Sterling til vara. Þannig að það er ekki yfir miklu að kvarta þar eins og staðan er í dag þó að maður hafi kannski vonað eftir stærra nafni en Moses en hann mun koma brjálaður til leiks til að sanna sig fyrir Chelsea og við munum græða á því.

    Þannig heilt yfir er ég mjög sáttur með þennan glugga og gef honum einkunnina 8.

    Ég er mest spenntur yfir Sakho og hvernig Moses kemur inn í þetta.

  16. Ég gaf þessu 7 í einkunn þar sem mér finnst byrjunarliðið ekki hafa styrkst neitt af ráði en breiddin er að ég tel meiri núna heldur en í haust. Mér lýst vel á Mignolet og Toure en aspas er ekki að byrja vel og ég var aldrei neitt sérstaklega spenntur fyrir honum. Síðan þekki ég ekki Thiago Llori eða Sakho svo ég get ekki sagt neitt til um þá en lýst ágætlega á Moses, ekki meira en það. Mér finnst líka ekki gaman að vera þjálfa upp leikmenn fyrir Chelsea. Ég hefði frekar viljað kaupa mann þarna inn til framtíðar!

    Breiddin í vörninni er klárlega betri en í fyrra og eins og komið hefur fram og munum við vonandi ekki þurfa horfa upp á Johnson í vinstri bak en ég hefði viljað sjá einn virkilega flottan sóknaþenkjandi miðjumann sem getur skorað mörk.

    Semsagt 7 fyrir betri breidd en byrjunarliðið er alveg jafn sterkt/veikt og í fyrra haust að mínu mati!

    Kv.
    Hákon

  17. Gef þessum glugga 7 af 10 eins og staðan er í dag, það gæti breyst með tímanum. En eins og er er ég mis ánægður með þá sem eru komnir en þó hóflega bjartsýnn á að það rætist úr flestum þeirra.

    Ég er ánægður með að varnarlína klúbbsins verður ekki vandamál í næstu árin með breidd sem sæmir hvaða meistaradeildarliði sem er. 10 af 10 mögulegum þar fyrir kaupin á Mignolet, Sakho, Ilori, Cissokho og Toure.

    Miðjan er aftur ekki sérlega þéttskipuð og þar leynast menn sem eiga enn eftir að sanna sig í rauðu treyjunni. Lucas er eini hreinræktaði DMC sem er þess verðugur að spila með klúbbnum þó Gerrard og mögulega Agger geti leyst þá stöðu skuli þess þurfa. Mitt mat að það þurfi að versla mann í þessa stöðu, þó ekki væri nema svo Gerrard geti alltaf sinnt sínu starfi að vera bestur á miðjunni. Allen getur spilað þessa stöðu einnig en hann á ennþá eftir að sannfæra mig um það.

    Moses kemur á láni sem skítamix í AML stöðuna með engri kaupklásúlu svo það er ekki búið að manna hana til frambúðar sem getur ekki talist gott (en þó ekkert til að grenja yfir því hann er mjög góður leikmaður). Þetta þýðir að Coutinho fer í AMC þar sem hann á heima og nýr og endurfæddur Henderson er að koma virkilega sterkur inn. Gef glugganum fyrir miðsvæðið 6 af 10.

    Til að kóróna góðan glugga þá er Suarez ennþá með. Þeir gerast varla flottari en hann mínus þessi létta geðveila sem hann fékk í vöggugjöf. Ætla að gefa framlínuglugganum því 5 af 10

    10+6+5=21.

    21/3 = 7

  18. 8 af 10 losað um rusl og framtíðarleikmenn inn . Hefði viljað sjá bitvarginn komast i kjötið á spáni. Og hreinlega skil ekki af hverju var ekki reynt við Lukaku. Coentrao var alltaf á leiðinni frá real , hann hefðu getað hjálpað okkur í vetur. Er bjartsýn á tímabilið ef við sleppum við mikil meiðsli

  19. Ég gaf glugganum 9. Held að liðið hefði ekki haft gott af því að breytast meira í einum glugga, en það hjálpar vissulega að þetta voru eiginlega eins og tveir gluggar með 2ja mánaða millibili, svo þeir sem komu inn í “fyrri” glugganum eru búnir að aðlagast að mestu og liðið búið að aðlagast þeim. Held að þeir leikmenn sem voru upphafleg target hefðu ekki bætt liðið neitt svakalega, fyrst þeir vildu frekar fara eitthvað annað (Mkhitaryan, Willian) eða vera áfram þar sem þeir voru (Costa), þá kæmi það ekki á óvart að ástríðuna hefði vantað í þeirra leik.

  20. Glugginn fram að gærdeginum var svona 4-5, en gærdagurinn og sú staðreynd að LS verði áfram hjá okkur setur gluggann í 9, eina sem hefði mátt bæta við var backup fyrir Lucas.

  21. Liverpool er í 1.sæti og búið að vinna United. Mignolet, Toure og Aspas verið í byrjunarliðum. Sakho mættur og langdýrasti varnarmaður Liverpool ætti að vera góður. Viktor Moses var alltaf þokkalegur með Chelsea þegar hann fékk að spila.

    Þetta er góður gluggi. Finnst liðið vera 1 góðan miðjumann frá því að vera contenders.

  22. Ég hakaði við 8 þó ég hefði líklega gefið 7,5 ef það hefði verið í boði, 7 var aðeins of lítið.
    Mjög sáttur heilt yfir, margir spennandi og áhugaverðir leikmenn og stöður styrktar sem þurfti að styrkja, einkum varnarlega. Ég hefði þó verið til í kannski einn reynslubolta framar á vellinum, Suarez er áberandi reynslumestur og 26 ára (Aspas reyndar líka) en hinir ungir að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu og/eða landinu. Eflaust eiga einhverjir af þeim eftir að springa út en ég hefði verið til í að sjá eins og einn fjölæran sem hefði blómstrað áður og maður vissi að blómstraði á hverju ári.

  23. Já og eins með þriðju miðju stöðuna með Gerrard og Lucas – hefði verið til í einhvern meira afgerandi en Allen/Henderson sem virðast eiga að kovera þetta Hef ekkert á móti þeim og verið ánægður með Henderson en það hefði verið gaman að sjá einn sem ætti þessa stöðu skuldlaust með þá sem kover.

  24. Ég gef þessum glugga 7. Sem er náttúrulega talsvert yfir meðallagi.

    Síðustu dagarnir komu virkilega á óvart ég átti ekki von á að það yrði gengið frá þremur kaupum og einum öflugum lánssamningi fyrir viku síðan.

    Er ég þó mest spenntur fyrir Sakho, það er ekki sjálfgefið að hann detti inní þetta strax, þar sem hann er búinn að vera inní smá bómul hjá PSG allan sinn ferill, en ef hann finnur sig hjá okkur þá erum við með efni í glerharðann naggla, sem ætti að koma með það sem manni hefur fundist vannta hjá okkur lengi “hæð og styrk”, þetta er gaur sem er 187 cm á hæð og 83 kg, sem setur hann í sama þyngdarflokk og Muhammad Ali og þó 4 cm lægri, þannig að við erum tala um að það er hellingur af kjöti á þessum beinum.

    Það eru þó blendnar tilfinningar vegna Suarez, ég hefði ekki grátið þó hann hefði verið seldur. Mér hefur fundist alltof oft vannta leikgleðina í drenginn þegar hann er inná og hlutirnir ekki að falla honum í hag,eins og honum verði alveg sama og hætti að hugsa um að vera partur af liði, sem síðan hefur smitað útí liðið og dregið úr leikgleðinni. Það verður því verðugt verkefni fyrir Brendan Rodgers að púsla Suarez inní liðið aftur þannig að allir verða sáttir. Brendan er samt núna í þeirri stöðu að geta tekið Suarez útaf ef blóðþrýstingurinn á honum fer í hámark.

    Er því mín niðurstaða, hefði orðið 8 ef Suarez hefði verið seldur og tveir öflugir keyptir inn í staðinn t.d (Mesut Özil og Karim Benzema).

  25. Gef glugganum 8.

    Algjörlega frábært að sjá breytinguna á vörninni. Kolo Toure er ómetanlegur, ekki bara sem varnarmaður heldur er hann líka ótrúlega mikill karakter og leiðtogi. Sakho á maður eftir að sjá fúnkera en það sem maður hefur lesið og séð af honum að þá er hann algjört skrímsli. Hann mun örugglega setja nokkur mörk í föstum leikatriðum einnig.

    Mignolet eru frábær kaup og að mínu mati okkar stærstu kaupin í þessum glugga. Hversu oft hefur markvarðastaðan verið til vandræða hjá okkur? Ansi oft en ég hef algjöra fulla trú á þessum dreng. Hann virðist vera genatískur markvörður. Hefur þetta í blóðinu og á bara eftir að vaxa með tímanum.

    Lánsmennirnir líta vel út og auka á breiddina og á gæðin. Eins er ég algjörlega sáttur við það að hafa losað Downing og hina út.

    Módelið okkar er komið á fulla ferð og það sem meira er, STÖÐUGLEIKI hefur ríkt núna síðan í janúar eða síðan byrjunarörðugleikarnir voru kveðnir í kútinn.

    Launamálin eru komin í eðlilegan farveg og það sem mér finnst hvað mest aðdáunarvert er liðsandinn. Ég man ekki eftir að hafa séð svona mikla samstöðu í liðinu okkar um árabil. Það mun koma í ljós í næstu gluggum að launamálin munu hjálpa okkur að kaupa áfram hungraða og sterka leikmenn. Svona Liverpool-buying!

    Að lokum fá BR og FSG hæstu einkunn hjá mér fyrir það hvernig þeir tækluðu Suarez-málið. Það var erfitt og alls ekki sjálfgefið að standa svona í lappirnar en okkar menn gerðu það. Við eigum litla kvikindið inni, 30 marka manninn sem er einn af þeim allra bestu í heiminum í dag! Hann mun spila fyrir Liverpool í vetur, ekki Real Madrid eða Barcelona.

    Ég mun hlakka til næsta glugga, ólíkt því sem undanfarið hefur verið.

    YNWA!

  26. Gef glugganum 8. Klúbburinn stóð í lappirnar varðandi Suarez leiðindin öll, náðum í góða leikmenn, ekki endilega bestu leikmenn í heimi en klárlega leikmenn sem koma með winning-attitude í hópinn.

    Hefði gjarnan viljað annan djúpan á miðjuna, eins og margir – en þetta lítur vel út í augnablikinu.

    Sakho er ég sérstaklega hrifinn af – það er leikmaður sem á eftir að vera frábær hjá okkur.

    YNWA

  27. Gef þessum glugga 9. Finnst augljós styrking á mikilvægustu svæðunum. Varnarlínan er nokkuð sterkari (og mun meiri breidd þar) í dag en hún var seinasta tímabil, sem og markvarðarstaðan virðist líka vera öflugri ef eitthvað er. Miðjustöðuna, er hægt að styrkja eins og aðrar stöður auðvitað, en ég tel hana í afar góðum málum eins og er og finnst það í lagi að bíða þangað til í janúar eða til næsta sumars með að bæta við einum manni þar til viðbótar – enda forgangurinn annars staðar þetta sumarið. Þá var meðalmönnum framá á vellinum skipt út og nokkrir spennandi leikmenn inn í staðinn.

    Sleppi 10unni því yfirleitt er hægt að gera betur og auðvitað dreymdi mig (eins og fleiri) um ögn stærra nafn en Moses undir lokin þó ég telji það ansi góða reddingu úr því sem komið var.

  28. Já og auðvitað. Suarez var sýnt hverjir ráða og hvernig hlutirnir virka. Það er afar stór breyta í þessari einkunnargjöf minni að hann sé áfram hjá liðinu.

  29. glugginn var nánast eins fullkominn eins og maður gat ýmindað sér þegar upp er staðið. rodgers styrkti einn helsta veka hlekk liðsins með því að fá til sín sterka varnarmenn og einn besta markmann deildarinnar. einnig fékk hann spennandi leikmenn framávið. það er ekki annað hægt en að vera mjög ánægður með þennann glugga og vera spenntur með framhaldið. þannig að ég get ekki annað en gefið honum 9. 🙂

  30. Nú er verið að tala um að meiðslin hjá Glen Johnson muni halda honum frá í allavega 1 mánuð, það gæti því reynt á Ilori strax. Eins gott að það var verslað í glugganum.

  31. Þetta er klárlega 8 gluggi, það var styrkt það var þurfti að styrkja og fyrir þá peninga sem í boði voru.
    Og ég skil ekki þetta að þurfa backup fyrir Lucas, hafiði séð vinnsluna og ákefðina í Henderson ? Þessi strákur á eftir að verða klassi því get ég lofað og með Gerrard í nýju hlutverki sem djúpur playmaker þá hef ég engar áhyggjur af þessari stöðu.

    Að eiga alla þessa flóru af varnarmönnum er frábært og með þennan markmann á milli stangana þá hef ég ekki neinar áhyggjur af því.
    Og með sóknarþungann frá Suarez, Sturridge, Moses, Aspas, Coutinho, Sterling og Ibe miðað við ástandið í fyrra þá getur maður ekki annað en horft bjartari augum á tímabilið en það má samt ekki missa sig í gleðinni því að þetta verður langt og erfitt tímabil þó svo að það byrji svo sannarlega vel.

  32. Héldum Suarez, mikilvægast af öllu, hverjum eða hverju það er að þakka er svo annað mál, en útkoman góð. Keyptum vonandi byrjunarliðs mann í Sakho, spennandi bakvörð í Cissokho, misstum Reina en Belginn lítur vel út.
    Toure var svo skemmtileg viðbót.

    Gef þessum glugga 6. Bæting i vörn, sem var nauðsynlegt, var samt látið bíða fram á síðustu. Aukin breidd og misstum engan sem ekki mátti fara.

  33. Sælir félagar

    Ég gaf glugganum 8 í einkunn. Mjög góða styrking á vörninni sem ekki veitti af. Hefði líka viljað fá einn byrjunarliðsmann í sóknina því mér sýnist að ekki megi mikið út af bera þar. Og þá hefði einkunnin farið að nálgast 10. En 8 hefur alltaf þótt þokkaleg einkunn, ekki satt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  34. Gef þessum glugga 8. Hefði verið 10 ef við hefðum fengið einn sóknarmann í viðbót.

    En það sem ég er að horfa í er við getum stillt upp einhverri svörtustu varnarlínu í enskaboltanum og þó víða væri leitað og ég er að fíla það….
    Glen – Toure – Sakho – Cissokho

    Sóknarmenn annaraliða vona hið minnsta að fljóðlósin bili ekki…

  35. Áhugavert. Ég man eftir að hafa lesið nokkrar fréttir þarna inni á Bleacherreport og þá var almennt talað um að hann væri örfættur og gæti því spilað vinstri bakvörð.

  36. Setti átta á þennan glugga.

    Það komu mörg ný nöfn inn meðan önnur fóru.

    Öll góð lið meiga ekki leka mörkum og Rodgers er byrjaður að byggja þaðan.
    En er líka búinn að styrkja liðið framarlega.
    síðustu 2 gluggar hjá honum fá 10.

    hann er að mynda breidd, ég hefði vilja fá einn heimsklassa á miðjuna.
    En þó frekar vildi ég að hann myndi auka breiddina gera góða hóp og byggja svo ofan á það með 1-2 super kaupum í næsta glugga.

    mér finnst félagið allavega á réttri leið sem stendur.

  37. Ég mun gefa glugganum einkunn þegar ég sé hvernig þessir menn standa sig með Liverpool. Við höfum séð menn floppa grimmt sem kosta 35 – 50 milljónir punda á meðan menn fyrir 8 milljónir, eða jafnvel 2 milljónir hafa slegið í gegn. Vonlaust að segja til um þetta. En við erum með fína breidd sem er gott.

  38. Smá einkunnaverðbólga í gangi? Set 5 á þennan glugga, ekki góður og ekki slæmur. Enda veit ég ekkert frekar en aðrir hversu góð eða slæm kaupin koma til með að vera. Leyfi mér að endurmeta stöðuna um jólin. Verð þá vonandi búinn að hækka mig uppí 9

  39. Við erum auðvitað að tala um einkunn út frá tilfinningu núna strax eftir að þessum glugga er lokað. Það er ekkert hægt að dæma þetta endanlega strax.

  40. 5 fyrir að halda Suares. Erfitt að sjá hverjir meika það í byrjunarliðið. Lítið spenntur en sjáum samt til.

  41. Jú það er rétt Babú en ég verð að játa að sumir af þessum nýju mönnum eru alveg ný nöfn í mín eyru. Ég fylgist ekki mikið með öðrum bolta en þeim enska. Þessi póstur hjá mér átti ekki að vera svartsýnisröfl 🙂 meira að ég hef litla sem enga tilfinningu fyrir þessu enn sem komið er. Nema jú markvörðurinn. Hann er MAGNAÐUR

  42. Ég gaf 6. Sem kennari þá á ég erfitt með að gefa nemendum mínum einkunn áður en ég er búinn að sjá verkefnin frá þeim. Erfitt að meta þá út frá því sem aðrir segja um þá.

    Auðvitað er tilfinningin góð og sælan mikil að vera á toppnum, tala nú ekki um þegar KR er að fara að landa Íslandsmeistaratitli líka 😉 En það er samt erfitt að gefa einkunn strax líkt og Róbert segir. Ég minni menn á það að þegar Downing, Henderson, Adam, Enrique og fleiri voru keyptir voru menn almennt yfir sig ánægðir með þau kaup. Síðan kom í ljós að flest af kaupunum það sumarið voru flopp.

    Kaupin hafa verið frekar góð þetta sumarið. Við höfum flestir verið frekar óánægðir með Pepe Reina undanfarin ár og kannski var bara kominn tími á að skipta um markmann. Það er samt oft þannig að þegar menn byrja eins vel og Mignolet hefur gert að þá dala þeir þegar líða tekur á tímabilið. Þannig að þótt við séum á toppnum og höfum haldið hreinu þá er klárt að Mignolet á eftir að gera mistök sem kosta okkur stig. Það er eðlilegt og við finnum engan markmann sem gerir ekki mistök. Þannig að hann verður dæmdur eftir veturinn.

    Varnarstyrkingin sýnist mér vera mjög mikil. Kolo Touré hefur spilað feykivel og er mikill leiðtogi, eitthvað sem vantaði mjög í mjölkisuvörnina okkar fyrri hluta síðasta vetrar. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort hann lendi t.d. í meiðslum og fitu eins og hefur gerst áður. Kannski ættum við ekkert að reikna með meiru en 20 deildarleikjum af honum á tímabilinu.

    Eins og fjölmargir aðrir þá var ég fúll langt frameftir sumri ef Touré átti að verða eina varnarviðbótin. Það var síðan sannarlega bætt úr því á síðustu dögum gluggans. Cissokho er frábær viðbót og nauðsynleg samkeppni fyrir Enrique. Sakho virðist á blaði vera ágætis viðbót líka en ég á samt eftir að sjá hann, sem bognaði undan samkeppni við Alex, fyrrum Chelseamann, slá Agger, Touré og Skrtel (eftir síðasta leik) út úr liðinu. Ég á samt von á því að hann muni verða fyrsti kostur ásamt Agger. Ef hann verður það þá er hann góð kaup. Illori þarf síðan að sanna sig fyrst með varaliðinu.

    Það var einfaldlega ekkert keypt á miðjuna sem mér finnst ekki nógu gott. Ég hef áhyggjur af breiddinni þar. Í fyrravor þá gekk eiginlega ekki að stilla Coutinho-Sturridge-Suarez-Downing því að þá var jafnvægið í liðinu ekki nógu gott – amk. ekki gegn sterkari liðum. Því þarf möguleikinn á að stilla Henderson eða Gerrard í AMC að vera fyrir hendi og ef meiðsli koma upp á miðjunni þá verður lítill möguleiki á því. Og ef við missum Lucas út þá erum við einfaldlega í vondum málum.

    Sóknarstyrkingin er ágæt. Ég hefði þó viljað halda Borini upp á breiddina en hann er ungur og þarf að spila. Reyndar gildir það sama um Sterling og Ibe, kannski hefði verið betra að senda þá á lán heldur en Borini og Assaidi. Því þeir fá eflaust ekki mikið að spila þegar Moses, Suarez, Aspas, Sturridge og Coutinho eru allir framar í röðinni. Aspas finnst mér vera góð viðbót. Hann hefur ekki byrjað sérlega vel en ég sá hann í einum æfingaleiknum og þá sýndi hann frábæra takta. Moses á eftir að koma í ljós, hann er kannski af svipuðu kalíberi og Aspas, gæti slegið í gegn og gæti floppað.

    Og svo má auðvitað ekki vanmeta að hafa haldið Suarez.

    Mér sýnist því staðan fyrir tímabilið vera þessi:
    – það vantar breidd og styrk á miðjuna
    – það vantar meiri gæði í sóknina
    – það vantar meiri samkeppni í hægri bakvarðarstöðuna.

    Ef þessar styrkingar nást næsta sumar eða í janúarglugganum verðum við komnir með ansi sterkt lið og hóp sem ætti hæglega að geta slegist um sæti í meistaradeildinni. Og þegar það verður komið, munu vonandi bara líða 2 ár, með réttum styrkingum, þangað til við getum komið okkur í baráttuna um titilinn. En það þarf áræði, heppni og markvissa uppbyggingu til að það geti gerst.

  43. Fer svolítið eftir því hvað maður væntir fyrir komandi tímabil hvernig skalinn er. Ef ég hefði titilbaráttu í huga þá gæfi maður glugganum líklega ekki sömu einkunn og maður myndi gera með Meistaradeildarsætisbaráttu í huga.

    Ég er með þetta seinna bakvið eyrað þegar ég gaf þessu 8 í einkunn. Liverpool hefur gert mjög góða og áhugaverða hluti í glugganum í sumar. Liverpool seldi hálaunaða og ýmist ónotaða/ónothæfa leikmenn eða menn sem stóðu ekki fyrir sínu í fyrra og skiptu þeim út fyrir hungraða, góða unga leikmenn (fyrir utan að sjálfsögðu Kolo Toure) sem eru reknir ódýrara en margir þeirra sem skipt var út.

    Mér lýst mjög vel á þá leikmenn sem voru keyptir, bæði fyrir tímabilið núna og enn meira fyrir framtíðina. Það eina sem ég hefði betur kosið væri að við hefðum tryggt okkur Victor Moses, sem ég hef lengi verið mjög hrifinn af og vildi fá þegar hann fór frá Wigan, á lengri samning en eins árs lánssamning.

    Leikmannahópurinn lýtur mjög vel út. Við erum með góða breidd og þá sérstaklega í miðverðinum (klárlega einn flottasti miðvarðarhópur PL á pappírum finnst mér). Vonandi er Liverpool strax farið að undirbúa sig til að styrkja sig enn frekar í janúar og er ég bara mjög spenntur fyrir komandi leiktíð.

    Við héldum okkar besta leikmanni á síðustu leiktíð og einum besta sóknarmanni í heiminum. Með Sturridge í stuði, Coutinho, Moses og Henderson alla að vinna vel á vængjunum eða á miðsvæðinu þá mun Suarez gefa enn meiri innspýtingu í leik Liverpool. Hann hagaði sér eins og asni, virðist vera kominn á fínt ról og virðist hlakka til að spila – ef hann kemur aftur í sama formi og í fyrra verður hann algjör hvalreki fyrir Liverpool á leiktíðinni. Það verður að segjast að það er mjög, mjög sterkur leikur og sendir hárrétt skilaboð frá Liverpool að hafa tekist að sannfæra Suarez um að vera að minnsta kosti eitt ár í viðbót hjá félaginu þrátt fyrir að vera utan Evrópukeppna og hafa endað í 7.sætinu í fyrra. Henry, Rodgers, Ayre og félagar eiga mikið hrós skilið fyrir það – þó Suarez skrifi undir hærri samning með klásúlu og svona. Flottur og sterkur leikur og klárlega einn hápunktur sumarsins hjá Liverpool að halda honum.

    Flottur gluggi, flott sumar hjá Liverpool og frábær byrjun í deildinni. Þessa dagana er virkilega gaman að vera stuðningsmaður Liverpool. Góð 8 frá mér.

Lokadagur gluggans 2013

Kop.is Podcast #43