Liverpool 1 – man u 0

Okkar menn mættu Manchester United á Anfield í dag og unnu góðan 1-0 sigur með marki frá Daniel Sturridge. Þrír 1-0 sigrar, 9 stig og Liverpool efstir í deildinni. Uppí stúku sátu svo Mamadou Sakho, Victor Moses og Tiago Ilori, sem verða líklega orðnir Liverpool leikmenn á morgun (sjá færslu hér). Er hægt að biðja um betri dag?

Mignolet

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Lucas – Coutinho

Aspas – Sturridge

Bekkur: Jones, Sterling, Wisdom, Kelly, Ibe, Flanagan, Alberto.

Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Liverpool því á þriðju mínútu skoruðum við mark. Gerrard tók horn, Agger skallaði boltann á Daniel Sturridge sem að skallaði í markið.

Fagn-Manu

Eftir þetta voru United menn ívið sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að skapa hættuleg færi.

Í seinni hálfleik var svipað uppi á teningnum. United héldu boltanum meira, en okkar menn vörðust frábærlega. Gerrard og Lucas lokuðu svæðunum vel og United sköpuðu sama og ekki neitt allan hálfleikinn. Robin Van Persie sást varla og United menn voru aldrei líklegir til að skora. Það er ekki þar með sagt að maður hafi ekki verið stressaður allan tímann, en þegar maður hugsar aftur um leikinn þá var hættan aldrei mikil. Í þau fáu skipti sem að United sköpuðu hættu þá var svo Simon Mignolet vel á verði.


Maður leiksins: Sóknarmenn Liverpool gerðu ekki mikið þessum leik. Sturridge skoraði að vísu markið sem að tryggði okkur sigurinn, en annars var Liverpool ekki mikið með boltann og Coutinho og Aspas náðu sér ekki á strik. Miðjan okkar var hins vegar gríðarlega sterk að mínu mati. Henderson barðist einsog brjálæðingur allan leikinn og fyrir aftan hann voru Gerrard og Lucas ótrúlega góðir í að loka á sóknir United. Eini gallinn við þeirra leik var að Lucas lét stundum hafa af sér boltann.

Fyrir aftan þá var svo vörnin mjög þétt. Enrique hélt vængspili United ágætlega niðri og hinum megin var Glen Johnson frábær. Í miðri vörninni voru Agger og þá sérstaklega Skrtel góðir. Og aftast sýndi Mignolet enn aftur hversu sterkur markvörður hann er.

En ég ætla einfaldlega að velja Brendan Rodgers og liðsheildina sem menn þessa leiks. Þetta Liverpool lið var gríðarlega vel skipulagt og allir sem einn börðust þeir fyrir málstaðinum. Brendan Rodgers virðist ná að skipuleggja liðið vel og mórallinn í liðinu og baráttan er til fyrirmyndar. Nú þarf hann bara að sjá til þess að endurkoma Luis Suarez og að nýju mennirnir þrír geri þetta lið ennþá sterkara.


Eftir þrjá leiki í deildinni er staðan svona.

taflan

Tottenham eru þegar að þetta er skrifað að tapa gegn Arsenal, þannig að Liverpool verður mögulega eina liðið með fullt hús stiga þegar að þetta landsleikjahlé byrjar. Við eigum svo næst leik eftir rúmar tvær vikur, þann 16.september á útivelli gegn Swansea. Svo fylgja heimaleikur gegn Southampton, útleikur gegn Sunderland, heimaleikur gegn Crystal Palace (þar sem Suarez getur spilað), útileikur gegn Newcastle og heimaleikur gegn West Brom. Þannig lítur prógrammið út út október (nóvember byrjar svo á Emirates).

Allt eru þetta leikir, sem að við eigum að geta unnið.

Það heldur enginn að þetta Liverpool lið sé að verða enskir meistarar. En 3 sigrar í fyrstu þremur leikjunum í fyrsta skipti í nærri því 20 ár (síðan 1994) og þetta leikjaprógramm framundan og þessir þrír nýju menn þýðir allavegana að við getum leyft okkur smá bjartsýni á að þetta lið okkar sé á réttri leið.

Njótum þess. Og nýtum landsleikjahléð vel til þess að hrella alla okkar vini sem að halda með Manchester United. Við fáum ekki oft svona góð tækifæri. 🙂

113 Comments

 1. Frábært :).

  Okkar men eru auðvitað allir men leiksins – en það er þó einn sem á það skilið mest af öllum – MARTIN SKERTL – eftir að hafa verið settur út í fyrra – og verið frystur síðan og koma inní þennan leik og með þessa frábæru frammistöðu :).

  Og tveir hafsentar á leiðinni :).

  En bara frábært.

 2. ég held að Mignolet sé búinn að tryggja okkur 6 af þessum 9 stigum sem við höfum.

 3. ég held að Sturridge sé búinn að tryggja okkur 9 af þessum 9 stigum sem við höfum

 4. Ég er alveg sammála gerrard. Skrtel var magnaður og hélt Persie agjörlega í skejfum.

 5. TOP OF THE LEAGUE…TOP OF THE LEAGUE…TOP OF THE FU***NG LEAGUE !!!

  Djöfull var svo gaman að sjá Sakho, Ilori og Moses í stúkunni að horfa á leikinn. Ætla að njóta þess að skjóta hingað og þangað á utd menn út vikuna.

  YNWA

 6. Ekki neinn glimrandi leikur en sigur, sem skiptir öllu máli. Það sem kom mest á óvart er hvað Man U eru lélegir … 🙂

  YNWA!

 7. United er bara 1 stigi frá fallsæti. Sendi þeim fallbaráttukveðju eins og sönnum herramanni sæmir.

 8. Hvílíkur leikur. Var að fara á taugum við að horfa. Í hvert sinn sem við unnum boltann í vörninni fann ég knýjandi þörf fyrir því að það yrði dúndrað fram. En leikmenn Liverpool voru á öðru máli. Spiluðu sig ávallt út úr þessu af öryggi og héldu ró sinni. Mental control-ið í liðinu í toppstandi. Hef hinsvegar „áhyggjur“ af mental stöðunni hjá ManU. Þeir voru klúrir, pirraðir og hugmyndasnauðir. Er á báðum áttum með hvort ég eigi að kaupa mér plakat með Brendan Rodgers eða David Moyes.

  Hrikalega var Hendo flottur í seinni hálfleik.

 9. Sælir félagar

  Hreint út sagt dásamlegt. Fátt gleður mitt gamla hjarta meira en sigur á mu. Gollum en án sigurs á Anfield og vonandi verður svo um alla framtíð. Nú er bara að fá jafntefli í leiknum hjá Ars – Tott eða Ars sigur og þá er taflan orðin eins og hún á að vera.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 10. Ef Arsenal nær a.m.k. einu stigi á heimavelli á móti Spurs á eftir þá getum við notið þess a.m.k. næstu 13 daganna (út af landsleikjahléinu) að vera á toppi deildarinnar!! 🙂

 11. Það er ljóst af þessum sigri og kaupnum að við erum loksins að fara lyfta dollunni!!!!

  Rodgers er besti manager allra tíma !!!

 12. Ég á eftir að verða óvinsæll fyrir þetta komment. Þetta var vinnusigur en liðið verður að drullast til að mæta í seinni hálfleik. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, færin voru fá en við verðum að mæta grimmari útá völlin í seinni hálffleik.

  Við börðumst fyrir þessum sigiri í 80mín og ég var alveg handviss um að þetta myndi enda í jafntefli og hugsanlega tapi m.v hvað við héldum boltanum illa.

  3-stig og hreint búr tek ég fegins hendi en BR þarf að fara skoða þetta betur með seinni hálfleikinn.

 13. Hriikalega var þetta ánægjulegt.
  Langt síðan pumpan hefur þurft að erfiða svona.
  Skrtel fær prikið mitt í dag. Svona á að koma inn úr kuldanum.

  YNWA

 14. Það jafnast bara óskaplega fátt þá sælu að vinna fxxxxxxx manjú….. 🙂

 15. Sá einhver viðtalið við Jamie Carragher eftir leikinn á Sky? “So Jamie, 3 games and 3 clean sheets, first time in the PL, they are obviously missing you”

  En öllu gamni slepptu djöfull var gaman að sjá Skrtle standa sig og alvöru leikur! Sturridge vá.. eitthvað á Rio eftir að eiga erfitt með að sofna í kvöld, sem er vel 🙂

 16. Ég er að spá er Man Utd kannski bara að spila á réttri getu núna hafa þeir ekki bara verið að spila langt yfir getur út af Ferguson factornum?

 17. whoooo!!!! djöfull var maður stressaður undir lokin en þetta hafðist.
  Það er áberandi hvað menn eru ákveðnir og svona holningin á liðinu er einhvern vegin önnur en undanfarin ár þannig að það er augljóst að menn bara ætla ekki að tapa og ætla að vinna sem lið. Það er stóri munurinn finnst mér.

 18. Búnir að halda hreinu í deildinni það sem af er. Hvað eru menn að hafa áhyggjur af vörninni? ST’ORKOSTLEG BYRJUN!!!!!

 19. Talaði enginn um Johnson á Sky? Vonandi er það ekkert alvarlegt.

 20. Gaman að sjá vörnina okkar í dag, Skrtel virkilega flottur og Agger með honum. Mignolet er svo bara æði þarna í markinu. Bakverðirnir voru góðir í dag og vörðust vel, sérstaklega Johnson. Samt var miðjan alveg yfirburðar hjá Liverpool í dag og Jordan Hernderson líklegast maður leiksins.

 21. Þetta er bara það sætasta sem er í kokkabókunum um þessar mundir man und áttu ekki breik í þessum leik,og svo koma þessir nýju leikmenn bara til með að styrkja liðið við erum flottir.

 22. Skrtel tróð risastórum ullasokk upp í þá sem voru búnir að afskrifa hann, ánægður með hann 😀

 23. Hrikalega sætt eftir að hafa verið stressaður í viku fyrir þennan leik. Þessi leikur var lágmark 200 mín.

  Varnarlínan var rosaleg í dag, Enrique og Johnson frábærir, Agger að spila sinn besta leik í langan tíma og Martin Skrtel gjörsamlega pakkaði RVP saman, Kolo Toure Style. Eins og ég var stressaður yfir því að hafa hann inni í dag.

  Það kæmi mér ekki á óvart ef að þetta var kveðjuleikur Skrtel og þvílíkur kveðjuleikur þá.

  Miðjuna áttum við bara að eiga í dag og náðum því svosem. Heilt yfir leikinn gef ég Henderson mann leiksins, hann er að verða einn okkar allra mikilvægasti leikmaður.

  Markið hjá Sturridge var síðan ekta mark fyrir mann sem er bullsjóðandi heitur. Þvílík byrjun á þessu móti hjá honum. Á síðasta tímabili var hann nýr og með enga pressu. Núna er hann með pressuna á sér og ennþá að raða inn mörkum. Öfugt við t.d. Suarez í fyrra þá er hann núna búinn að skora þrjú sigurmörk. (við eigum Luis btw ennþá alveg inni).

  Bekkurinn í dag var síðan ótrúlega veikur á pappír og því ennþá sætara að klára þetta. Wisdom sem er 19 ára virkar reyndar þannig á mig að hann myndi líklega handlegsbrjóta mann í sjómann. Þvílíkt skrímsli.

 24. Daníel #19, heldurðu að Tottenham reyni að kaupa þennan sigur okkar?

 25. Er hægt að biðja um eitthvað meira ? Verður sweet að flagga bolnum á leið í vinnuna í kvöld f*** yea

 26. Sammála þér Babu fannst Henderson frábær í dag, klárlega maður leiksins.

 27. Junior

  Ég veit það er mikið eftir en þetta lið er bara það besta í deildinni. Sturridge er lang besti striker sem sést hefur í þessari deild síðan Eric Cantona !!

 28. Þeir gerast bara varla sætari en 1-0 vinnusigrar á móti man utd! Annars fannst mér vörnin í heildina frábær í þessum leik, Johnson var hrikalega öruggur og góður fram á við. Enrique hljóp eins og skrattinn á eftir öllum boltum og Skrtel og Agger voru rosalegir í miðjunni á vörninni. Ekki skemmdi svo fyrir að Mignolet varði allt sem hann þurfi að verja.

  Wisdom fannst mér mjög góður eftir að hann kom inná, öruggur á boltann og ekki sakar að vera svona líkamlega sterkur.

  Í heildina var þetta góður sigur liðsheildarinnar. Man utd fengu varla færi í leiknum, nokkur hálffæri í byrjun seinni og svo færið hjá van Persie undir lokin. Meira var það ekki frá þeim.

  YNWA!

 29. Geggjað!! skrölti var flottur í þessum leik og loksins vinnum við og erum lélegir í leiknum 😀 Stórbreyting á þessu liði BR er að gera góða hluti! YNWA!

 30. Áhugaverð tölfræði: þetta ku víst vera í fyrsta skiptið Í SÖGUNNI sem Liverpool heldur hreinu í þremur fyrstu leikjunum.

 31. Rífi kjaft leyfið er okkar næsta hálfa árið eða svo, og Sturridge er svo heitur að það kviknaði 2 sinnum á bunavarnar kerfinu á players á meðan leik stóð.

  Kalt hérna uppi!!!

  þetterfallegurdagurogviðeigumþennannheimþúogég!!

 32. Æði 🙂
  Skrtel fær mitt atkvæði sem maður leiksins….hann fékk sér greinilega góðann morgunmat og át Persie í desert 🙂
  Besta byrjun í 19 !

 33. magnaður sigur okkar manna í dag, vel gert að klára leikinn með sigri. Ég set spurningarmerki við utd liðið sem virkar ekki sannfærandi miðað við byrjun tímabilsins og leikinn í dag, og ég er ekki að sjá þá enda tímabilið í topp 4….. sem væri frábært 🙂

 34. Daníel #51

  Fyrsta skiptið í Úrvalsdeildinni, engu að síður áhugaverð tölfræði 🙂

 35. Frá þvi að vera ofmetinn í það að vera vanmetinn, shit hvað Henderson er búinn að byrja tímabilið vel. Ég var allan tímann viss um hann mundi eiga góðan leik. Og hárrétt hjá Rodgers að hvíla hann í bikarleiknum.

 36. 38 1-0 sigrara og Sturridge markahæstur á tímabilinum með 38 mörk. Já takk!

 37. Þetta var bara algjörlega æðislegur sigur. Leikurinn var ekkert frábær, sérstaklega í seinni hálfleik en okkar menn gerðu það sem þurfti. Ég veit ekki alveg hvort við séum svona góðir og stabílir eða United svona slakir en þeir sköpuðu sér nánast ekkert í dag. Jú, færið hjá Van Persie í lokin en það er nánast allt og sumt. Sem er mjög sjaldgæft fyrir United. Fyndið að heyra Moyes tala um að þetta sé besti leikur þeirra á tímabilinu.

  Ég var ótrúlega ánægður með Martin Skrtel í dag. Hann lenti aldrei í vandræðum og þekkti vel sín takmörk. Aðrir í vörninni stóðu vel sína plikt en maður leiksins fyrir mig var Jordan Henderson. Sá er aldeilis að stíga upp núna og á hvern stórleikinn á fætur öðrum. Lucas Leiva var líka frábær og Daniel Sturridge gerði auðvitað gæfumuninn með markinu sínu.

  Megi þetta halda lengi svona áfram. En þótt okkar menn séu fyrstir upp úr startblokkinni þá er ansi langt eftir, ef við náum í 70 stig úr næstu 35 leikjum verð ég megasáttur.

 38. Frábært sigur. Topp sæti og gunners voru komast yfir gegn spurs. Ef spurs vinna ekki þá eru við toppnum næstu umferð.

 39. svo þurfum við að klára “litlu” liðin líka sem allt of oft hafa verið að stríða okkur í gegnum tíðina sérstaklega eftir góð úrslit á móti stóru liðunum!!!!

 40. Frábær vinnusigur í erfiðum leik, Sturridge sjóðheitur og búinn að troða sokknum langt uppí marga sem h?fðu litla sem enga trú á drengnum. Maður leiksins var Henderson sem hljóp úr sér lungun og fáranlega duglegur að hjálpa v?rninni ásamt því að vera sífellt að bjóða sig. Skrtel og Glen Johnson áttu báðir frábæran leik og vonandi eru meiðslin hjá Glen ekki alvarleg. En fyrst og síðast, Liverpool á toppnum með fullt hús stiga 🙂

 41. “núna vill ég að DM blási til sóknar en spili ekki of varlega eins og gegn Chelsea, vörn Liverpool er skelfilega léleg og lið sem inniheldur Persie og Welbeck á að leika sér að þessum varnarmönnum. Ég vill ekki þurfa að sætta mig við 0-0 jafntefli vegna þess að DM vill halda stigi frekar en að taka áhættu og sækja öll 3 stigin, þetta er ekki það gott lið sem við erum að mæta.”

  Ein góð frá United spjallinu 🙂

 42. Aspas getur hlaupið og pressað og það var frábært hjá honum.. en hann á ekki eftir að meika það… vonandi hef ég rangt fyrir mér.

 43. hahaha David moyes var hrikalega ánægður með sína menn í dag

  þvílíkt fífl

 44. Frábær sigur í dag, varnarleikurinn frábær, united liðið skapar ekkert i leiknum, Mignole ver einu sinni skot frá Nani sem var tiltölullega beint á hann og svo fá þeir 1-2 halffæri.

  Þessi byrjun er eitthvað sem maður varla trúir, að vera með 9 stig úr þessum fyrstu þremur leikjum er alsæla…

  Sturridge verður að fá maður leiksins fyrir að skora sigurmarkið…

  Annars var eg mjög ánægður með Lucas, Gerrard og Henderson a miðjunni og einnig voru Agger og Skrtel bara báðir að spila mjög vel.

  Aspas fannst mér svo arfaslakur því miður..

  Það skemmtilegasta við leikinn var samt að sja nyju leikmennina ilori , sakho og moses í stúkunni, á ekkert að fara staðfesta þá ?

  Arsenal svo að vinna Tottenham nuna, Tottenham lýta illa út finnst mér, liklega verðum við einir á toppnum næstu 2 vikurna sem er ekkert leiðnlegt…

  Til hamingju bara allir með frábæran sigur…

 45. Sælir félagar

  Sammála mörgum hér fyrir ofan að Hendo sé maður leiksins. Ótrúleg vinnsla í drengnum og steig ekki feilspor allan leikinn. Skrtel komst frábærlega frá sínu og ég hélt um tíma að hann mundi koma RvP skæla. Það munaði amk. ekki miklu.

  En hvað um það. Liðið spilaði vel sem heild þó ef til vill fari þða dálítið illa með taugarnar að halda á einu marki í 90 mín. Var í nýja Carra 23 bolnum núna þriðja leikinn í röð og fer ekki úr honum næstu dagana.

  Að vinna mu er liklega einhver besta tilfinning sem til er. Alla mína löngu ævi hefi ég notið þess meira en alls annars í lífinu og er þá ekkert undanskilið. Já ekkert skiljiði. Næst því kemur svo ýmislegt sem tengist konunni og fjölskyldunni en í þroiðja sæti er svo að horfa mu tapa. það er líka yndislegt hvað lið sem það er sem er að vinna. Lífið er yndislegt bræður og systur í trúnni. 😉

  Það er nú þannig

  YNWA

 46. Swansea, Southampton, Sunderland, Crystal Palace, Newcastle, West Brom…

  Þetta eru næstu 6 leikir og án þess að byggja einhverjar skýjaborgir … þá á Liverpool að ná 18 af 18 næstu stigum … þó minni spámenn hafi oft verið okkar erfiðustu andstæðingar.

  En þetta lítur vel út … mjög vel!

 47. ég er sáttur við 14 stig úr næstu 6 leikjum, 4 sigra og tvö jafntefli, það er bara ótrulega hæpið að eitthvað lið byrji á að vinna fyrstu 9 leikina….

 48. Liverpool á Swansea næst. Annað skiptir ekki máli og það er nægjanlega stórt verkefni til að hafa áhyggjur af. Við höfum núna náð fimm stigum meira í þessum þremur viðureignum en við gerðum fyrir ári gegn sömu liðum. Gegn Swansea eigum við séns á að bæta tveimur stigum við m.v. leikinn á síðasta ári.

  Þetta er síðan frábært enter image description here

 49. Alltaf gaman að hafa rétt fyrir sér.
  þegar allir voru í einhverju svartsýnisrausi hér á kop.is í júlí þá sagði ég einmitt mönnum að bíða rólegir vegna þess að fyrsta sept kl 15.00 værum við kominr með 9 stig eftir þrjá leiki.

  Nú er staðan þannig að leikmannakaup sumarsins eru bara mjög flott, vörninn verður ennþá betri þegar sakho er kominn þarna inn og svo fáum við Moses sem hefði líklega staðið sig betur en sterling í dag og svo má ekki gleyma meistara suarez sem kemur dýrvittlaus á old trafford í deildarbikarnum.

 50. Mikið er ég ánægður með að hafa skitið upp á bak með spánn, liðið tróð henni svo sannarlega upp í andlitið á mér.

  Þetta var liðssigur en ef ég á að velja einn mann leiksins þá er það Henderson. Hann virtist gera allt rétt í þessum leik og coveraði vel fyrir Johnson sem átti sæmilegan leik.

  Takk fyrir frábæran dag!

 51. Ánægður með Man U fan var að skoða spjallið og eins og komið er eru þeir ekkert að drulla yfir neinu nema kanski eigin leikmenn gaman þegar menn getað spjallað og látið það vera drullað yfir anstæðingi. tums upp

 52. síðan 2008/2009* seasonið hefur ekkert lið fengið 9 stig í fyrstu 3 og ekki náð 4 sætinu

  *ég fann ekki eldri upplýsingar á netinu um þetta

 53. Mignolet 7 – gerði enginn misstök en ekki heldur mikið að gera

  Enrique 8 – Virkilega solid og flottur leikur

  Skrtel 10 – já ég ætla að velja hann mann leiksins, tröllið er mætt til leiks og jarðaði RVP

  Agger 6 – leit tvisvar sinnum mjög illa út og spurning um hvort að hann fari ekki að detta úr liðinu eftir lélega byrjun á tímabilinu.

  Glen 9 – frábær leikur hjá honum

  Lucas 7 – flottur leikur en hans helsti veikleiki er að brjóta á sér klaufalega fyrir utan teig.

  Gerrard 8 – flottur leikur hjá fyrirliðanum sem gaf allt í leikinn.

  Henderson 9 – hann var á fullu allan leikinn og vonandi sér með meira af þessu, hefur byrjað tímabilið mjög vel

  Coutinho 6 – var ágætur í fyrirhálfleik en sást ekki í þeim síðari og elskar ekki að spila vörn

  Aspas 5 – átti ekki góðan leik í dag og ef hann ætlar að fá fleiri leiki í byrjunarliðinu þá þarf hann að gera betur.

  Sturridge 7 – en og aftur skorar hann en að spila varnarleik, spila boltanum, vinnuframlag og halda boltanum í síðarihálfleik var ekki merkilegt en á meðan að hann er að skora, hverjum er ekki sama.

  Sterling 6 – átti fína innankomu og lét finna vel fyrir sér
  Wisdom 8 (miða við lítinn tíma) ég fékk lítið hjartaáfall þegar Wisdom kom inná enda ekki búinn að vera að standa sig í liverpool búning en hann var frábært og gerði ekki misstök.

  B.Rodgers 10 – vel skipulagt lið sem létt Man utd varla fá færi. Einhver var búinn að vinna heimavinnuna sína.

 54. Henderson minnmaður leiksins. Ekki besti leikur sem ég hef séð liðið spila en tek þennan sigur. Það þarf að laga þetta síðari hálfleiks dæmi strax, gæti orðið okkur dýrt.

 55. Eruð þið að sjá Villa Boas, alveg steiktur! 100 kúlur eru ekki alltaf = sigrar í hverjum leik!

 56. Spurning hvort BR sé ekki bara að leggja þetta svona upp í byrjun móts að reyna skora í fyrri hálfleik og liggja til baka í seinni .. lýtur þannig út 🙂

 57. hefur enginn annar áhyggjur á því að við höfum ekki ennþá náð stigi af neinu liði fyrir ofan okkur, hehehe

 58. Brendan Rodgers er maður tímabilsins fram til þessa að mínum dómi. Hvað sá maður hefur lært. Óðinn minn dýri! Eins og ég sé þetta hefur hann þroskast frá því að vera góður þjálfari með grammi of mikla þörf fyrir að tala um fótbolta eins og eðlisfræðitilraun í sérdeilis frábæran þjálfara sem lætur verkin tala.

  Man einhver eftir Dempsey/Carroll klúðrinu? Berum það saman við frammistöðu Brendans í janúar glugganum og svo þeim sem lýkur á morgun. Skoðum tök hans á Suarez málinu sem voru óaðfinnanleg að mínum dómi. Brendan er maðurinn ekki spurning!

  Þessi leikur sannfærði mig síðan endanlega. Að geta unnið sigra af þessu tagi er spurning um hugarfar frekar en hæfileika. Sigurvilja frekar en sigurgetu. Það er þessi eiginleiki sem greinir góðan stjóra frá frábærum stjóra.

  Ég ætla auðvitað að passa mig á að stökkva ekki yfir lækinn áður en ég kem að honum en Brendan hefur verið stórkostlegur síðan í janúar. Óðinn láti á gott vita!

 59. Það er hættulegur leikur að byrja að telja stigin sem við getum hugsanlega fengið útúr næstu 6 leikjum 🙂 Hef brennt mig á því nokkrum sinnum.

 60. Var staddur í skírnarveislu þegar leikurinn fór fram – fotmob appið mitt bjargaði mér- skemmtilegasta skírnarveisla sem ég hef farið í svei mér þá!
  Ekki minnkaði það gleðina neitt að í sömu veislu voru tveir United menn sem voru pirraðari og pirraðari eftir því sem leið á veisluna 😀
  Ég gat blikkað stoltan föður (Liverpool maður ;)) þegar úrslitin voru staðfest – gaman að segja frá því að á sama augnablikinu fékk drengurinn hans nafnið 🙂

  Ps. Ætli sé hægt að sjá einhversstaðar leikinn eftir á… á netinu?

  Kveðjur!

 61. Já menn hefðu átt að missa aðeins meira legvatnið yfir þessum Notts County bikarleik! Það fór auðvitað þannig að mörkin sem við fengum á okkur þar spörkuðu rækilega í rassinn á vörninni okkar sem steig varla feilspor í dag. 100% einbeiting allan tímann.

  Áhugaverð spurning sem Jamie Carragher fékk eftir leik á Skysports sem nr.28# bendir hér á. Það fara frá liðinu 2 risastór egó (Reina og Carragher) sem eru vön að stjórna vörninni frá a-ö. Um leið og þeir hætta með liðinu og að skipa öllum fyrir eins og hundum þá stíga allir hinir varnarmennirnir upp og rosalega sterk liðsheild myndast undir stjórn Rodgers. Við höldum hreinu í fyrstu 3 leikjum okkar, eitthvað sem tókst aldrei nálægt því í gamla skipulaginu. Ég verð örugglega óvinsæll fyrir þetta hér en ég sakna Carragher frekar lítið, það var alltaf mjög mikið rót og einbeitingarskortur á Liverpool vörninni undir hans stjórn. Það hefur verið algjört revelation að fá Kolo Toure í hans stað, mann með áru sigurvegarans yfir sér og mikla yfirvegun í bland við nautslega líkamsburði og mikla leikgleði.

  Allt liðið er að verjast eins og ein heild núna, frá fremmsta manni til aftasta. Eins og Sturridge hefur talað um eftir leik áðan þá eru leikmenn Liverpool núna að uppskera eftir gríðarlega mikla vinnu á undirbúningstímabilinu. Þessi samheldni og vinnsla í liðinu er engin tilviljun heldur eitthvað sem var 100% stefnt á. Við höfum ekki sama fjármagn og önnur lið í bili og því verða gæðin að koma af æfingasvæðinu og með góðu skipulagi og vinnusemi.

  Þetta er samt bara frábær byrjunin og lítið meira. Enska deildin er maraþonhlaup. Við munum ekki afreka neitt á eintómum 1-0 sigrum. Nú kemur að því erfiða, því sem Liverpool klikkaði illa á árið 2001 undir stjórn Houllier og 2009 undir Benitez….að ofmetnast ekki við velgengni og temja sér að hugsa eins og sigurvegarar sem þora að stjórna leikjum og þora og vilja vera áfram á toppnum. Við getum ekki endalaust verið underdogs, þurfum að þora taka stóra skrefið ef við ætlum að koma Liverpool aftur þangað sem við erum vanir að vera og eigum heima. Í toppbaráttu ár eftir ár á Englandi og Evrópu.

  Það verður að viðhalda þessari svakalegu vinnusemi í liðinu og núna verða allir hjá félaginu að róa eins og eimreið í nákvæmlega sömu átt. Það verður að undirbúa endurkomu Suarez aftur í liðið mjög vel. Láta ekki eins og hann verði eins og einhver Messías þegar hann snýr aftur og kveða niður allt fjölmiðlafár. Hvernig við meðhöndlum fallega veðhlaupahrossið okkar segir mikið um hvernig klúbbur við erum og hvernig framtíðin verður.

  Ég gæti algjörlega vanist því að vinna Man Utd ár eftir ár. Það er svo yndisleg tilfinning. 🙂 Nú er Liverpool að fá góðan liðsstyrk í Llori, Sakho og Victor Moses. Ef við höldum góðri stöðu fram að áramótum er ekkert sem segir að við getum ekki keypt góðan miðjumann og sóknarmann og gert alvöru atlögu að einhverjum titlum. Núna verða bara allir að sleppa þessari underdog neikvæðni og senda stöðugt fallega og jákvæða strauma út til Englands fyrir næstu leiki. Við erum á toppnum á deildinni með 2 stiga forskot á Chelsea og ég vil vera þar áfram.

  Áfram vinnusemi og liðsheild.
  Áfram Liverpool!

 62. 96: og fékk barnið nafnið Daníel? eða Marteinn? Eða Brandur? Eða Stefán? Eða Lúkas?

 63. Merkilegt nokk var drengurinn skírður Þorsteinn Dan …. 🙂

 64. Er búinn að sitja hérna og horfa á stigatöfluna í góðan tíma, vitiði ….ég get alveg vanist þessu 🙂

 65. Morgunverður: Ristað brauð með chorizo og eggi.
  Liverpool – Manchester United 1-0.
  Margir bjórar með vinum.
  Kvöldmatur: Sinnepsmarineraður lambahryggur.
  Gott rauðvín með Velvet Underground og tilvistarpælingum inni í stofu.
  Niðurstaða: Frábær dagur. Frábær dagur.

 66. Stórkostlegur sigur og hann undirstrikar það sem maður hefur haft á tilfinningunni í dágóðan tíma. Að liðið okkar sé á réttri leið!

  Smá athugasemd við nr. 97
  ,,Við munum ekki afreka neitt á eintómum 1-0 sigrum”.

  Jú, við myndum vinna deildina á eintómum 1-0 sigrum. Bikarkeppnirnar líka 🙂

  YNWA!!

 67. Þetta er efni í sér pistil útaf fyrir sig þegar tími gefst en skoðið þessa færslu
  http://basstunedtored.com/2013/09/01/what-a-difference-a-year-makes/

  Ótrúleg bæting á Liverpool liðinu ef skoðað er árið 2012 vs árið 2013. Okkur vantar t.d. núna aðeins 4 stig til að jafna stigafjöldann árið 2012 en höfum 18 leiki til góða.

  United sem unnu titilinn hafa ekki verið það langt á undan okkur eins og komið er inná. Vonandi er þetta eitthvað sem Rodgers kemur til með að byggja á og halda áfram að bæta.

 68. Gæsahúðinn sem maður fékk þegar Gerrard sagði Persie að grjóthalda kjafti..

 69. Kominn heim í sæluna eftir Reykjavíkurferð og frábæran miðdag á Spot, þar sem 150 LFC aðdáendur horfðu á þennan dásamlega leik ásamt 23 United mönnum. Held að Árni átti sig alveg á því hvaða lið á öflugustu stuðningsmenn á Íslandi.

  Til hamingju með það, þetta var frábær stemming og vert að skora á alla að dvelja þarna yfir leikjum.

  Eftir fyrstu 10 mínúturnar komu lengstu mínútur sögunnar síðan eftir aukaspyrnumark Super Dan á Old Trafford fyrir margt löngu, en að lokaflauti blásnu þá bara losnuðu allar gleðitilfinningar sem hægt er að rifja upp á einu bretti.

  Ég sagði í upphitun og í boltaspjalli á X-inu fyrir leikinn að til að vinna United þyrfti allt að ganga upp. Það gerði það alls ekki, sérstaklega í síðari hálfleik áttu Aspas og Coutinho dapran leik sem varð til þess að United var örugglega með boltann 70% lungann úr honum og þrýstu okkur aftar.

  En frammistaða varnarinnar auk Gerrard, Lucas og Hendo er bara blaðamál sem vert er um að ræða. Mér fannst Glen Johnson magnaður í dag og björgunin hans í fyrri hálfleik var þriggja stiga varsla ef hún er til hjá varnarmanni, mikið sem ég vona að hann verði ekki lengi frá því við munum ekki fá jafn mikla gleði út úr Wisdom eða Kelly, þó mögulega væri hægt að prófa Ilori í bakverðinum bráðum. Þó ekki gegn Swansea.

  En karakterinn sem liðið sýndi var mergjaður og hávaðinn á vellinum síðustu 10 mínúturnar er eitthvað sem kallaði fram hreistraða gæsahúð. Fésbókin mín og twitter fengu bæði mynd af stöðutöflunni eftir leikinn og mér er skítsama þó búnar séu þrjár umferðir, efstir.

  We are Liverpool FC, and we are top of the league!!!

  Sagði líka að með því að vinna þennan leik myndi Rodgers stíga yfir þröskuld og það gerði hann, um leið og hann stækkaði þröskuldinn hans Gollum á vellinum okkar, 14 leikir. 0 sigrar! Ég var óskaplega glaður að sjá hann taka skræfuna á þetta í liðsuppstillingunni og hafa Giggs gamla inná og ekki síður glaður að sjá hversu liðið var pirrað og fá svör hann hafði.

  Svo kemur maður heim og sér að þeir hafa sent Hodgson í viðtalið sitt, spjallsíðurnar úti gleðjast ekki yfir orðum hans um “besta leikinn hingað til” sem tapleiksins á Anfield og núna bara er hann hæstánægður með hópinn. Segið það við Fabregas, Strootman og þá hina sem hann hefur reynt að signa.

  Vitiði það – þessi dagur er bara legendary og nú í fyrsta sinn í langan tíma, bara næstum því ever, er frábært að eiga landsleikjahlé sem mun þýða það að síða 344 á textavarpinu mun sennilega verða brennd á sjónvarpsskjáinn minn.

  Til hamingju, hamingjusama fólk!

 70. Þvílíkur dagur. Örfáir punktar ofan á allt það góða sem hefur verið sagt hér að ofan og í leikskýrslu:

  1 – Þrír leikir, þrír sigrar, ekkert mark fengið á okkur, framherjinn okkar að skora í öllum leikjum, United lagt á Anfield. Við erum ekki bara efstir í deildinni, í dag er liðið okkar fullkomið. Djöfull ætla ég að njóta þess næstu 13 dagana. Þessi byrjun er framar mínum björtustu vonum.

  2 – Þegar Gerrard sagði Van Persie til syndanna. Djöfull fokking elska ég Steven Gerrard. Þessi maður, sko. Þessi maður.

  3 – Frammistaða Martin Skrtel í dag var æðisleg, ekki síst vegna þess hversu ólíkleg hún var. Hugsið ykkur, Liverpool er að kaupa tvo nýja miðverði og á deginum sem þau klárast kemst Skrtel loksins að af því að (a) hann nær að verða heill heilsu eftir meiðsli og (b) Kolo Touré meiðist og pláss í byrjunarliðinu opnast. Skrtel kemur inn, tekur sénsinn og minnir okkur á hvað hann getur verið góður. Í kjölfarið er Rodgers með svokallað gott vandamál: hvaða tvo af Agger, Skrtel, Sakho og Touré setur hann í liðið eftir hálfan mánuð? Á big Martin ekki skilið að vera áfram þarna? Á kostnað stórkaupanna Sakho? Næsta byrjunarlið verður áhugavert.

  4 – United undir David Moyes: ekki mikið til að hafa áhyggjur af. Kannski eru þetta bara erfiðir fyrstu leikir, kannski púslar hann þessu saman þegar líður á tímabilið en man oh man, það hlakkaði í mér við tilhugsunina um að kannski, bara kannski, væri hann ekki með’etta eftir allt saman. Þeir eiga það alveg inni að lenda í slíku basli, blessaðir.

  5 – Mér skilst á fréttum af Twitter að Roy Hodgson hafi verið brjálaður er hann mætti á Anfield í dag af því að hann átti ekki frátekið sæti í VIP-stúkunni og varð að sitja á meðal sótsvarts almennings. Ég veit það er barnalegt en þetta gladdi mig næstum því jafn mikið og sigurinn í leiknum. Aumingja Roy!

  Læt þetta nægja í bili. Það er fram undan ruglaður lokadagur gluggans á morgun (þótt eflaust komi lítið á óvart hjá okkur eigum við eftir að sjá þrjá menn staðfesta) og svo ætlum við að taka podcast á þriðjudag. Ég lofa því að við verðum fullkomlega óþolandi góðir með okkur í þeim þætti.

  Góðar stundir.

 71. Þó það sé auðvitað allt of snemmt að fara að velta sér upp úr stöðunni í deildinni, 3 leikir eru auðvitað ekki neitt, en það getur nú samt verið gaman….

  … ef við tökum 7 efstu liðin eins og taflan er núna, þá má sjá að “the usual suspects” eru búnir að koma sér fyrir: Liverpool, Manchester liðin tvö, Chelsea, Arsenal, Tottenham…. og Stoke. Af þeim 3 leikjum sem Liverpool er búið að spila í deildinni eru 2 á móti liðum í þessum hópi. Það er því ekki eins og að prógrammið hafi verið eitthvað ofur létt.

  (Já, ég er ekki búinn að skoða á móti hvaða liðum Stoke er búið að spila, kannski eru þeir bara þarna af því að hinir tveir leikirnir voru rosalega auðveldir fyrir þá. En svo gæti líka bara vel verið að þeir eigi eftir að standa sig vel.)

 72. Það er ekkert betra en að vinna manju, yndislegt.

  Ótrúlega sáttur með liðið, baráttuna, skipulagið og skynsemina sem menn eru farnir að sína. Er ósammála þeim sem tala um að liðið mæti ekki tilbúið til seinni hálfleiks. Ég fékk það á tilfinninguna í Villa leiknum að hann væri einskonar æfing fyrir þennan leik, þá á ég við seinni hálfleikinn, liggja aftar og loka á sendingar til Benteke og loka á hlaup í kringum hann, í dag loka á sendingar til RVP. BR veit að bæði þessi lið eru hættuleg í skyndisóknum og mér fannst hann vera með taktikina á tæru . Skynsemina sér maður í þessum litlu atriðum, lengi að taka aukaspyrnur, einn ætlar að taka innkast, hættir við, lætur næsta taka það, Wisdom fer með boltann að hornfananum í staðinn fyrirnað lúðra honum langt osfrv, þetta er ákveðinn þroski. Svo er það viljinn, að hlaupa og berjast fram á síðustu mínútu, allir sem einn. SÁTTUR

  YNWA

 73. Horfði á leikinn á Búálfinum í Breiðholti. Cirka 90% voru aðdáendu Man u. Af minni alkunnu kurteisi þegar Bakki gamli er með í för þá var látið vita hverjir væru bestir. VErð samt að hrósa þarna stuðningsmönumm Man u hvað þeir tóku tapinu af æðruleysi. Þráinn hljóðmaður á Bylgjunni var þar fremstur í flokki að kunna að tapa. En Úff hvað þetta var gott og sætur sigur. Er það kurteis að ætla ekki að líkja þessarri tilfinningu við dodo. Þetta er ekki hægt að toppa, og efstir eftir 3 umferðir. Eins og greinarhöfundur bendir á þá erum við með þokkalegt prógram framundan. Málið er það samt að öll lið í deildinni eru ekki þarna sem farþegar. Er á meðan er YNWL:

 74. Hvað er hægt að segja um svona byrjun hjá okkar mönnum, bara loksins, loksins!!!!
  Enginn bílasali og Skröltormurinn kom inn í staðinn og rúllaði yfir Man-liðið. Þvílíkur leikur og hlakka til þegar við förum á Old Shitford og hendum þeim út úr bikarnum.

  Til hamingju allir Púllarar!!!!!!!!!!!!!!!

Liðið gegn Man Utd

Ilori, Moses og Sakho uppí stúku