Manchester United. Á Anfield. Ekki sleppa þessum!

Ég held svei mér að enska uppröðunartölvan hafi gert okkur Púlurum hinn ágætasta greiða þegar hún raðaði upp leikumferðum núna í haust.

Þriðja umferð er nú vanalega ekki óskatíminn til að hitta nágranna okkar og erkióvini í Manchester United en að þessu sinni er ég bara ansi kátur með þá staðreynd. Kemur það tvennt til.

Í fyrsta lagi þýðir þessi tímasetning að maður mun ýta sjaldnar á F5 takkann vegna leikmannakaupanna og mikið sem það er nú vel. Þessi pistill er skrifaður snemma á laugardagsmorgni og á þeim tíma er ég farinn að leyfa mér að vona að jafnvel verðum við komnir með tvo leikmenn fyrir þessa viðureign, þá Sakho og Ilori, þó auðvitað hvorugur þeirra verði löglegur í þessum leik. Ég tel niður klukkutímana, svei mér þá, mínúturnar þangað til þessi blessaði gluggi lokast og við getum hætt að hlusta á endalausar sögur um leikmenn sem hugsanlega sáust á lestarstöðvum eða leigubílum. Svo þess vegna verður frábært að horfa til leiks við United til að dreifa huganum.

Hin ástæðan er auðvitað sú að liðið sem við erum að mæta er nú að hefja leiðangur með nýjan mann í brúnni, mann sem hefur ALDREI unnið leik á Anfield Road þó hann hafi fengið nokkur tækifæri til þess. Já hann Gollum (Moyes) er í þeirri mögnuðu stöðu að leiða nú lið inn á Anfield sem er nú sennilega óvinsælla en það sem hann var að kveðja, þó vissulega sé líklegra að flestum á Anfield þyki leiðinlegra að tapa fyrir “gamla” liðinu hans.

Kannski er svo þriðja ástæðan byggt á persónulegu mati en ég fer ekki ofan af því að þetta haustið, ólíkt því í fyrra, þá er ég á því að 11 manna byrjunarliðið okkar standist algerlega United liðinu sem mögulega mun hefja leikinn. Ég viðurkenni fúslega að ef komið væri fram í t.d. nóvemberlok með þennan hóp væri ég líklega aðeins svartsýnni því eins og leikmannahóparnir eru í dag væri nú líklegra að meiðsli og leikbönn væru búin að koma okkur talsvert verr en United.

Semsagt, við getum bara alveg leyft okkur að gera okkur vonir um að Rodgers stýri okkar drengjum til þriggja stiga á sunnudaginn! Að því sögðu er ekki til neins að láta eins og það sé eitthvað fast í hendi eða öruggt. Við verðum að viðurkenna það að við erum að spila við ríkjandi meistara sem hafa náð ansi of góðum árangri á Anfield og leikmennirnir þekkja vel þá stemmingu sem ríkir á vellinum og vita hvað þarf til þess að vinna. Ólíkt stjóranum sínum og það má aldrei gleyma því að það eru jú leikmennirnir inni á vellinum sem munu skipta öllu máli á sunnudagsmorguninn!

Það er að mínu mati einfalt að stilla okkar liði upp:

Mignolet

Johnson – Touré – Agger – Enrique

Henderson – Gerrard – Lucas – Coutinho

Aspas – Sturridge

Bekkur: Jones, Wisdom, Alberto, Ibe, Skrtel, Sterling, Borini.

Ef að sú ótrúlega von verður staðreynd, að Kolo Toure verði heill, þá erum við allan daginn að fara að sjá sama byrjunarlið og verið hefur í leikjunum tveimur í deildinni hingað til. Enda full ástæða til. Ef að Kolo verður meiddur þá held ég að Rodgers eigi engan annan kost en að henda Skrtel inn í byrjunarliðið þó ekki sé hann kominn í leikform. Og það mun skipta máli!

Þetta lið okkar vekur manni vonir en auðvitað þarf ýmislegt að ganga upp til að við vinnum.

Fyrir það fyrsta þá kemur þarna leikur þar sem Mignolet mun fá á sig fleiri skot og krossa en áður í vetur og við verðum að treysta því að hann standi undir því.

Vörnin hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni, Johnson mun þurfa að verjast meira gegn Evra og Young eða Wellbeck en hann hefur áður gert í vetur. Van Persie og Rooney eru að mínu mati þeir einu sem við virkilega þurfum að hafa áhyggjur af og þess vegna skiptir mjög miklu að Agger, Kolo og Lucas eigi toppleik. Hægri vængur United verður líklega með Valencia og Jones og við gerum þá kröfu að Enrique ráði við varnarhlutverkið og Coutinho nái að fara illa með Jones.

Inni á miðjunni verða svo Gerrard og Henderson væntanlega að berjast við Carrick og Cleverley eða kannski Giggs. Þá baráttu eigum við að vinna, og Hendo mun þurfa að loka á vinstri væng United með Johnson. Líkt og honum var ætlað gegn Stoke.

Aspas hleypur milli línanna, nú verður hann að verða betri í pressunni og loka meira á þegar varnarmenn United koma upp. Sturridge þarf, já bara að halda áfram að vera Sturridge. Vonandi þurfum við lítið að horfa til bekkjarins. Helst finnst mér vonin verða ef að Sterling kæmi inná, en ég þægi alveg að byrjunarliðið klári leikinn.

Ef að þetta gengur allt upp?

Þá krakkar mínir þá vinnum við Manchester United á sunnudaginn. Auðvitað eru þessir leikir algerlega óútreiknanlegir og dómgæsla, heppni og óheppni hafa nú ansi oft leikið stórt hlutverk.

En það er algerlega bjargföst trú mín að einbeitingin sé betri og meiri í hópi okkar manna og hungrið hans Rodgers í að vinna United muni smitast til leikmannanna. Vonandi verða í stúkunni tveir leikmenn sem munu rifja upp fyrir þeim sem leika leikinn að það er ekki sjálfgefið að eiga sæti í liði Liverpool og verður til að ýta enn undir kraftinn sem þarf til að klára leikinn og setja bros á okkur öll inn í landsleikjahléið!

Það er enda mín spá að við sitjum áfram á toppnum eftir þennan leik. Við munum fá alveg rosalegan leik sem við vinnum 2-1 eftir að hafa lent 0-1 undir. Sturridge skorar pottþétt annað markið en ég spái því að hitt markið verði negla frá fyrirliðanum. Seint í leiknum.

Koma svo…BRING IT ON!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

44 Comments

  1. Ég er ekkert alltof bjartsýnn fyrir þennan leik.

    Ég held að þeir taki ekki sénsinn á Toure og að Skrtel verði í hans stað í hjarta varnarinnar.

    Annars kemur það vel í ljós, í fjarveru Luis Suarez, hve fámennir við erum sóknarlega séð. Ef við t.a.m. lendum undir á morgun og horfum á bekkinn til þess að reyna að breyta einhverju þá er það Alberto (ungur, nýr, ekki heillað hingað til), Ibe (17 ára), Sterling (18 ára) og Borini (maður hálfvorkennir honum, vill svo standa sig en virðist ekki hafa trú á því sjálfur – það kemur vonandi). Svo hefur Suarez kallinn auðvitað sýnt okkur það síðustu mánuði að það er varla hægt að treysta á hann í heila leiktíð.

    Við verðum að bæta við okkur einum sóknarsinnuðum leikmanni, hið minnsta, fyrir lok gluggans. Moses myndi styrkja okkur mikið, þó að ég myndi vilja sjá 30 mp ofurspennandi skæratröll eins og margir. Það næst e.t.v. ekki núna og því væri Moses flottur kostur með tiltölulega lítilli áhættu (talað um 2mp lánsfé + laun). Hraður, sterkur, teknískur leikmaður sem getur skorað mörk. Leikmaður sem er meira tilbúin núna heldur en t.d. Sterling og Ibe. Þó sérstaklega sá síðarnefndi.

    Það er ekki nokkur leið að spá fyrir um þessa leiki. Form, leikbönn, meiðsli o.þ.h. virðast ekki hafa nein áhrif. Þetta ræðst af dagsformi, hugarfari, baráttu og liðsanda…. og einstaka dómaraákvörðun auðvitað, sem er hluti af þessu 🙂

    Ég ætla að spá þessum leik 1-1. Það verður blóð, sviti og rautt spjald sem boðið verður uppá. Verður forvitnilegt að sjá hvort að litli galdamaðurinn okkar, Coutinho, finni sig í svona leik. Eins og hann sagði sjálfur í viðtali fyrr í vikunni, það er í þessum leikjum sem að stjörnur fæðast. Utd mönnum tókst að slökkva algjörlega á þessum “flair” leikmönnum Chelsea í vikunni, þá sérstaklega Hazard.

    Annars verða það RVP og Aspas sem sjá um markaskorun þennan sunnudaginn. YNWA

  2. Segi sama, er ekki Touré frá í mánuð?

    Nei, það kom fram á blaðamannafundi Brendan fyrir þennan leik (sem og í Echo ofl. blöðum) að meiðsli hans eru ekki nærri því jafn alvarleg og fyrst var óttast. Hann á séns í þennan leik, ef hann nær honum ekki verður hann klár fyrir Swansea eftir landsleikjahléið sagði Rodgers.

    Þeirra fyrsta mat var alveg öfugt við það sem kom í ljós daganna eftir. Þ.e. fyrst eftir leik átti Cissokho að vera klár fljótlega en Toure frá í nokkrar vikur. Þetta snérist s.s. við.

  3. Ég er alveg sammála tér maggi…
    Í fyrra vóru við með mjøg tunnan hóp, en við náðum að koma okkur yvir.
    Við erum með mun betri hóp, og tetta tiki taka er að klikka inn. Tess vegna held ég að við náum sigrinum.
    2-1 sigur, sturridge setur eitt, og ég held að hendo setur annað markið. RvP skorar úr fáranlegu víti, sem johnson fær rautt.
    En ið klárum leikin innan við 60 mínutur, en maður veit aldrei með man utd

  4. Sælir félagar

    Takk fyrir góða upphitun Maggi. Ég ætla okkar mönnum að vinna þennan leik og eins og venjlega þá spái ég 3 – 1 okkur í vil. Ekki flókið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  5. En hvers vegna eru svona margir fullir af efasemdum, bölmóði og almennum kvíða þegar liðið hefur spilað 3 leiki og unnið þá alla ?

    MUTD eru með nýjan þjálfara, Man City eru með nýjan þjálfara og Chelsea eru með nýjan þjálfara. Arsenal virðast vera í einhverju ströggli og Spurs nánast að wildcarda allt liðið sitt.

    Mér finnst nú vera smá pláss fyrir bjartsýni þarna 🙂

  6. Ég er alvarlega að spá í að finna einhvern veðbanka, og setja pening á að United vinni.

    Ef það gengur eftir, þá græði ég pening.

    Ef Liverpool vinnur…. tja… nú þá vinnur Liverpool! Og smávegis peningatap er alveg þess virði undir þeim kringumstæðum.

  7. Ég er búinn að vera nokkuð impressed með bæði lið. Liverpool eru í góðum málum með fína leikmenn og trausta vörn. United eru langt í frá að vera í einhverri krísu þótt að Moyes sé tekinn við. Þeir eru með allt of sterkt lið til þess.

    Þetta verður gríðarlega erfiður leikur og ég verð mjög sáttur við jafntefli.

  8. Stillið á Xið maggi koppari er þar að spjalla um leikinn á morgun

  9. Carr ætti að koma og hjálpa í þessum leik, Scouls gerði það í MU.

  10. Thetta verdur svadalegur leikur og eg tel nidur.

    Annars er eg ekkert ad grenja thetta:
    LFC Fans Corner ?@LFCFansCorner 57s Tiago Ilori and Mamadou Sakho both undergoing medicals at Liverpool right now. [Sky Sports]

  11. Fari svo að Sturridge skori þrennu í þessum leik hefur hann skorað jafnmörg deildarmörk fyrir Liverpool og Torres hefur skorað fyrir Chelsea.

  12. Er ekkert alltof bjartsýnn fyrir þennan leik. Liverpool verður pott þétt meira með boltann en ég held að liðið muni eiga erfitt með að splundra Man Utd sem mun spila þétt pakkað fyrir aftan miðju með Rooney og RVP að hamast í miðjunni okkar. Munurinn á þessum liðum er sá að Man Utd þarf ekki að spila flottann bolta eða eiga mörg færi til að klára leiki.

    Agger hefur átt erfitt með að dekka RVP í gegnum árin fyrir utan einn leik með landsliðinu og maður veit ekki hvort Toure mun spila. Það þurfa allir að eiga góðan leik þar sem Man Utd mun sækja á öllum vígstöðvum og ég vona innilega að við tvímönnum á Valencia.

    Mín skoðun er sú að ef við ætlum að sigra þennan leik að þá verðum við að spila þétt og beita skyndisóknum. Ef ég á að vera raunsær þá spái ég 0-2 fyrir Man Utd þar sem ég held að þetta verði ‘walk in the park’ fyrir RVP.

  13. Rooney með höfuðmeisli í æfingu í dag spurning hvort hann spilli???

  14. Að fara inní þennan leik með fullt hús stiga er náttúrulega frábært, pressan er á Man Utd og maður bara getur ekki ímyndað sér annað en að leikmenn Liverpool hungri í sigur.

    Á sama tíma er verið að orða leikmenn í flestar stöður á vellinum þannig enginn er öruggur með sæti lengur. Gott mál.

    En þetta eru samt meistararnir sem eru að koma í heimsókn, þetta verður aldrei annað en drullu erfitt og það þýðir ekki að eiga vondan seinni hálfleik. Nú verðum við að sjá fullkomnar 90 mínútur, það hefur ekki enn gerst á tímabilinu. Hljómar fyrir mér sem 1-1 jafntefli en leyfi mér að vera bjartsýnn og spá 2-1 sigri. Væri gaman að sjá Henderson skora og Sturridge taka sigurmarkið.

    Áfram Liverpool !!!

  15. 9 duddi

    Sammála, skemtileg lesning, og staðfestir það enn og aftur það sem maður upplifði sjálfur fyrir framan sjónvarpið, maður sá Torres fjara út undir lokin hjá Liverpool en óttaðist það versta þegar hann fór til Chelsea.

    Ég verð að viðurkenna að með tímanum hefur mér tekist að fyrirgefa honum og að sjá myndir af ljóshærðum Torres í Liverpool búning vekur upp ansi góðar minningar. Þetta voru sennilega skemmtilegustu kaup Liverpool sem ég man eftir. Þvílík ár sem hann átti hjá Liverpool.

    Sammála Carra, Torres verður að yfirgefa deildina.

  16. Rooney með höfuð meiðsli hann virðist hafa farið illa með heilan í sér þegar að hann reyndi að mynda setningu með fleiri en 4 orðum þetta olli hjá honum yfirliði og óljóst hvort hann jafnar sig að fullu segja læknateymi Man Utd.

  17. Helvíti hræddur um að þetta verði leikurinn sem komi okkur niður á jörðina. Ég hef ekki beint verið sannfærður eftir Villa leikinn og hvað þá Notts County þar sem við misstum þann mann í meiðsli sem við máttum einna síst við því að missa í meiðsli akkurat núna, Kolo Toure. Ofan á það er Agger sagður vera tæpur líka og ég hef mjög miklar áhyggjur af því að fara inn í þennan leik af öllum leikjum með tæpa vörn. Lucas, Gerrard og Henderson þurfa klárlega að vinna baráttuna á miðjunni til að RVP og Rooney verði ekki í aðalhlutverkum í þessum leik.

    Tek samt alveg undir með Magga hvað varðar byrjunarliðið hjá okkur gegn þeirra og raunar eru meiðsli Toure og Agger ekki ástæða þess að ég er mjög svartsýnn fyrir morgundaginn.

    Þessa svartsýni skrifa ég alfarið á jinx bjánann á twitter í dag
    Kristján Atli ?@kristjanatli 2m
    @danielrunars @Egudj @BabuEMK Til hamingju með sigurinn á morgun strákar! Top of the league!!

    Spái 1-2 tapi. Coutinho skorar fyrir okkur en RVP með bæði fyrir þá.

  18. Það er eitthvað í mér sem segir mér að við seum að fara taka þarna 3 stig.

    2-1 sturridge með bæði mörkin…

    djofull er eg spenntur samt fyrir leiknum og á sama tíma skithræddur líka. Er aðallega smeykur ef Skrtel og Agger taka vörnina saman, Agger tæpur og hinn i engri leikæfingu, ef þeir spila saman á morgun þá mun pottþétt annarr þeirra ef ekki baðir gefa víti i leiknum og líklegt að annarr þeirra láti reka sig útaf einnig… vona svo innilega að Kolo verði heill.

    en eins og eg sagði við ætlum að taka 3 stig, er skítsama hvernig þau koma í hus bara ef þau koma…

  19. Sturridge kemur Liverpool yfir eftir 28 mín eftir frábærar sendingu frá Coutinho. RVP jafnar á 64 mín með frábæru skoti fyrir utan teig. Hann á eftir að skjóta í slá svo en Gerrard kemur Liverpool yfir úr víti á 81 mín þegar Rio brýtur á Aspas inní teig. Johnson fær svo rautt fyrir professional foul á 88 mín þegar RVP er að sleppa einn í gegn. RVP setur aukaspyrnuna beint í stöngina. Liverpool heldur út og vinnur mikilvægan 2-1 sigur og fer á toppinn.
    Arsenal vinnur svo Tottenham til að lækka aðeins rostann í þeim 3-1.

    Hljómar þetta ekki bara sem frábær uppskrift fyrir leikinn á morgun 🙂

  20. Babu (#24) segir:

    Þessa svartsýni skrifa ég alfarið á jinx bjánann á twitter í dag
    Kristján Atli ?@kristjanatli 2m
    @danielrunars @Egudj @BabuEMK Til hamingju með sigurinn á morgun strákar! Top of the league!!

    Heh. Þú veist hvar ég á heima ef þetta fer illa. 🙂

  21. Alveg er ég viss um að Henderson komi sterkur inn í þessum leik.

    Svo er þetta svolítil prófraun fyrir Mignolet. Stranglega bannað að gera mistök.

  22. er ekki frá Rvk, en er staddur í borginni núna, hvert a ég að fara til að sjá leikinn?

  23. Confirmed #LFC subs: Jones, Sterling, Wisdom, Kelly, Ibe, Flanagan, Alberto.

    Confirmed #LFC team v #MUFC: Mignolet, Johnson, Enrique, Agger, Skrtel, Lucas, Henderson, Gerrard, Coutinho, Aspas, Sturridge.

  24. The Reds XI in full: Mignolet, Enrique, Agger, Skrtel, Johnson, Lucas, Henderson, Gerrard, Coutinho, Aspas, Sturridge.

    Subs: Jones, Sterling, Wisdom, Kelly, Ibe, Flanagan, Alberto.

  25. Manchester United Team Vs Liverpool: De Gea; Jones, Ferdinand, Vidic, Evra; Valencia, Cleverley, Carrick, Welbeck; Kagawa, Van Persie.

  26. Ég verð að segja að bekkurinn er ekki mjög sterkur hjá okkur í dag.Er frekar svartsýnn.spái 0-2 tapi:(

  27. Vonandi að Lucas haldi sig við efnið varnarlega. Varnarlínan er okkar veikasti hluti núna og ég er skíthræddur við Van Persie. Spái því að við höldum bolta vel, náum samt ekki að skora og Van Persie setji eitt. 0-1, því miður og svekkelsið verður algjört.

Allt að gerast? Sakho, Ilori, Given og Moses.

Auglýsing: 40% afsláttur í ReAct!