Klukkan tifar

Mikið lifandis skelfingar ósköp verður nú gott þegar þessi leikmannagluggi verður orðinn lokaður og læstur. Að sjálfsögðu vonar maður að þegar það gerist, þá verði 2-3 leikmenn komnir nýjir inn í hópinn hjá okkar mönnum. Ég verð að segja eins og er að ég er bara þó nokkuð viss um það að allavega tveir nýjir leikmenn verði kynntir til leiks og líklegast sá þriðji líka. En það breytir ekki því að ég hef hreinlega ekki átt til eitt aukatekið orð yfir þessari “histeríu” sem afar margir stuðningsmenn hafa verið helteknir af undanfarnar vikur og jafnvel mánuði.

Ég held að allir séu sammála um það að styrkja þurfi liðið til að það eigi að eiga raunhæfa möguleika á að berjast um þetta blessaða fjórða sæti í deildinni. Stuðningsmenn, þjálfarar, stjórnendur og leikmenn eru pottþétt allir sammála um það. Það er líka alveg ljóst að það eru til peningar til leikmannakaupa, það hafa menn sýnt með því að bjóða í menn eins og Mkhitaryan fyrr í sumar. Þetta snýr fyrst og fremst að því að finna réttu leikmennina og láta á það reyna hvort þeir hafi áhuga á að koma og hvort upphæðirnar sem um ræðir séu innan skynsemismarka. Varðandi Mkhitaryan þá stoppaði þetta ekki á upphæðum, hann vildi Meistaradeildarbolta, þrátt fyrir að boð Liverpool væri svipað og hjá Dortmund. Gott og vel, stundum ganga hlutirnir ekki upp. Margir hafa aftur á móti tekið allt þvaður í fjölmiðlum sem heilögum sannleik. Við erum víst að “missa” Eriksen til Tottenham, Willian til Chelsea (Tottenham) og mörg önnur fleiri dæmi. Málið er bara það að fjölmiðlar eru svo fjarri því að vera óskeikulir og í rauninni vitum við ekki baun um það hvaða leikmenn voru á listanum okkar. Jú, Costa var það, en hann var fyrst og fremst á eftir nýjum samningi hjá A. Madrid, en fátt annað hefur verið staðfest, nema af einstaka fréttamönnum sem hafa í gegnum tíðina ekki haft hátt hlutfall sögusagna rétt fyrir sér.

Ég tek alveg undir gagnrýni sem snýr að því að vera ekki búnir að gera hlutina fyrr en raunin er. En við getum samt ekki horft framhjá því að mikið af þessum stærstu liðum hafa einmitt átt í svipuðum erfiðleikum. Bale er ekki ennþá farinn til Real Madrid. Arsenal hafa átt í stökustu vandræðum með að styrkja sitt lið. Manchester United hefur átt í svipuðum erfiðleikum og svona er hægt að telja áfram. Þessi blessaði leikmannamarkaður er bara oft á tíðum ekkert voðalega straight forward og hlutirnir geta dregist út af mörgum hlutum, enda koma margir að málunum. Oft spila þessi lið, leikmenn, stjórar og umboðsmenn á gluggann og draga þetta nær lokum hans þegar þeir vita að menn eru að verða “desperat”. En það getur líka virkað í báðar áttir og leikmenn sem eru við það að lokast inni, geta ýtt fram sölu í lokin. Sum lið hafa reyndar náð að framkvæma sín kaup hratt, en þau eru í minnihluta. Spurs gerðu t.d. nokkur kaup í sumar, en eru engu að síður núna á lokametrunum að klára nokkur kaup og eina stóra sölu. Menn láta samt eins og að þeir séu búnir að vera með allt á hreinu í allt sumar. Það er bara ekki þannig, en þetta virðist engu að síður vera að smella allt saman hjá þeim núna í restina.

Ég yrði ekki ánægður ef leikmannaglugginn hefði lokast í gær. Ég tel okkur þurfa lágmark 2 menn til viðbótar, helst 3. Við þurfum klárlega að fá inn miðvörð og manni sýnist á öllu að það sé að ganga í gegn og að við fáum franska landsliðsmanninn Mamadou Sakho frá PSG. Mikið hefur verið rætt um Victor Moses, en það er eins og með fleiri, fyrst og fremst svona Twitter talk og lítið fast í hendi. Fyrir mér væri sá lánssamningur samt algjörlega fullkomlega eðlilegur. Ég hef mikið álit á honum og það skiptir að mínum dómi engu þótt hann sé númer 6, 7, 8 eða 9 í röðinni hjá Chelsea. Við keyptum nú einn frá þeim í janúar sem var nú ekki ýkja ofarlega í röðinni hjá þeim, er ansi hræddur um að hann væri númer eitt hjá þeim í dag miðað við hvernig hann hefur spilað fyrir okkur. Moses er einmitt leikmaður sem ég tel okkur vanta inn í liðið okkar. Hraður, beinskeyttur og getur spilað hátt uppi, hvort sem það er vinstra megin eða hægra megin. Annar sem hefur svo verið orðaður stíft við okkur er Andriy Yarmolenko, 23 ára gamall kantmaður hjá Kiev. Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki hugmynd um þann strák, enda fylgist ég afar lítið með Úkraínsku deildinni. En miðað við það sem maður hefur lesið, þá myndi hann styrkja okkur mikið.

Ef þessir þrír kæmu inn, væru stuðningsmenn þá sáttir við sumarið? Ég veit fyrir víst að ég yrði það, svo sannarlega (svo framarlega að Yarmolenko sé jafn góður og af er látið). Eða væru menn ennþá að krota upp “Yanks Out” skilti? Svo er það þetta með þessi svokölluðu “Marquee” kaup. Ég verð að viðurkenna það að ég er kominn með gubbupestina yfir því orði. Hvaðan kom það eiginlega? Var einhver sem fann það upp í vor til að nota í sambandi við leikmannakaup? Hvað telst vera “Marquee signing”? Er það verðmiðinn einn og sér sem ákvarðar það? Er það nafnið? Ég er bara ekki alveg að átta mig á þessu ef ég á að segja alveg eins og er. Ef við kaupum Yarmolenko á 20 milljónir punda, er hann þá “Marquee signing”? Ef við hefðum keypt Wesley Sneijder í janúar, hefði hann talist til slíkra kaupa, bara út af nafninu en ekki frammistöðu á vellinum síðustu 3 árin? Varla töldust kaupin á Coutinho og Sturridge til slíkra kaupa. Snýst þetta ekki fyrst og fremst um að styrkja liðið, hvort sem nafnið er stórt, eða kaupverðið hátt. Eða snýst þetta fyrst og fremst um að eyða nógu helvíti hárri upphæð? Það hefur nú ekki nærri alltaf skilað sér hjá liðum, og þekkjum við Poolarar það alltof vel undanfarin ár.

Æj hvað ég hlakka til 4. september, þá fer þetta bara að snúast um liðsuppstillingar og taktík, ekki einhver “Marquee” kaup eða endalaust þvaður hjá einhverjum á Twitter sem þykjast vita allt og vera tengdir hingað og þangað. Það hefur svo sannarlega komið í ljós í sumar að fæstir vita eitthvað og flestir bara bulla út í eitt og hreinlega búa til sögur til að teljast til þessara frægu ITK (In The Know).

En vonandi klárum við þetta með því að styrkja liðið núna á lokametrunum, held að allir séu sammála um það þó svo að við öskrum mis hátt og förum mis fljótt á taugum yfir þessu. Ég ætla allavega að halda áfram að halda ró minni yfir þessu og vonast til að menn klári málin.

Annars er þráðurinn opinn fyrir umræður um leikmannakaup.

118 Comments

  1. Sammála félagi sammála . Ég mun segja mitt álit þegar þessi blessaði gluggi lokar og mun vera poll rólegur þanga til 🙂

  2. Sammála vel flestu í þessum pistli. Maður er komin með hundleið á þessum fréttum í kringum þessi leikmannakaup, þessir fréttamenn og twitterkallar vita aldrei neitt hvað er í gangi. Maður er einfaldlega búinn að eyða heilu sumri í að láta fólk ljúga að sér einhverri tómri þvælu sem það hefur ekki hundsvit á.

    En auðvitað vonar maður að þeir nái að styrkja liðið eitthvað á næstu dögum og þessir menn sem hafa verið í umræðunni uppá síðkastið eru vissulega spennandi. En annars vona ég mest af öllu að Liverpool vinni Man Utd mjög sannfærandi um helgina! Það er jú það sem þetta gengur útá, að vinna Man. Utd. Allt annað er auka ánægja 🙂

  3. Þetta væri allt gott og blessað ef okkar helstu andstæðingar væru ekki allir í Matador.
    Meðan það er “name of the game” þá verðum við víst að sætta okkur við þessa bið sem ætlar manna lifandi að drepa.
    Það er greinilega kominn ný taktík í spilið, það er t.d hjá Tottenham. Þeir eru greinilega búnir að kortleggja Liverpool sem sína helstu keppinauta um evrópu sæti og gera því allt til að við náum ekki að styrkja liðið.
    Vissulega vildu lið ekki selja leikmenn til helstu keppinauta, en þetta er orðin skrítinn guðspeki. Það er greinilegt að nokkkur lið sem eru að lesa FFP rreglurnar gera það eins og skrattinn les biblíuna. Meðan FSG eru kaþólskari en páfinn í þeim efnum, eða vilja a.m.k látast vera það.
    Annars finnst mér okkar menn vera með buxurnar á hælunum á leikmannamarkaðinum, það sem hefur verið keypt er ok fyrir þann pening, enn sem komið er en varla getum við ætlað mönum sem eru að koma úr öðrum deildum og verið taldir til minni spámanna þar að hífa okkur upp í hæðstu hæðir.. Enn það eru engar kannónur sem við erum að berjast um meðan það er raunin þá á ég ekki von á góðum árangri

  4. Nei þetta gengur ut a að vera fyrir ofan scum utd. Allir herna hljóta að vera sammála um það, þó reyndar er það fjarðlægur draumur i augnablikinu þa er það alltaf markmiðið

  5. Fréttir af Sakho til LFC eru að verða háværari, það eru kaup sem mér líst vel á en af fenginni reynslu ætla ég ekkert að brosa yfir því fyrr en Sakho sjálfur er brosandi með treyju á liverpoolfc.com !

  6. Flottur póstur að venju, takk fyrir það.
    Ef að við fengjum inn þessa 3 leikmenn Yarmolenko, Moses og Sakho þá væri þessi gluggi einfaldlega frábær og spennan gríðarleg fyrir vetrinum, EN þetta er ansi stórt ef og við erum að tala um 3 mjög góða leikmenn inn á 3-4 dögum, sorry en ég er ekki að sjá það gerast.

    En það sem þarf að gerast er að við þurfum að fá inn miðvörð og einhvern sem getur spilað á kantinum/frammi. Hópurinn er því miður allt of þunnur þrátt fyrir að við séum ekki að spila í CL eða uefa bikarnum.
    Ég ætla þó ekki að örvænta eins og er, heldur treysta því að það verði allt reynt til þess að styrkja hópinn fyrir lokun.

  7. setti innlegg í síðasta þráð, færi það hingað, á betur heima í þessum þræði.

    Ruglið er heldur betur að byrja og slúðrið um allt núna, ballið er byrjað, eru menn ekki vel stemdir i næstu 4 daga ? F5 takkinn klár ?

    her er svona eitthvað af ruglinu..

    Liverpool have made €23m(£19.6m) bid Andriy Yarmolenko. [VIA @dimarzio sky Italy]

    Looks like Tottenham has agreed a deal around £12m for Cristian Eriksen. Come on Liverpool do something to sign new players only few days left.

    Carra: „BR hasn’t spent loads this season – so people have been surprised that a real big-money, big-name signing hasn’t come in.“

    PSG defender Sakho to Liverpool is a done deal.
    Source : Sky Italia.

    SKY ITALY : Liverpool are close to finalise the deal to sign #PSG and France centre-back Mamadou Sakho.

    Portuguese paper O jogo reporting Liverpool are very close to reach an agreement with Sporting to sign Tiago Ilori for €7m(~5m £)

    Carra: „Liverpool will be even stronger when Suarez is back but I still think they are a little bit short squad-wise of challenging Arsenal and Tottenham for a Champions League place, so I would like to see a couple more signings before the window closes.“

    Mamadou Sakho and Andriy Yarmolenko rumours doing the rounds today

    Liverpool target £13m Schalke star
    Liverpool linked with move for Kyriakos Papadopoulos from Schalke

    Fernando Torres linked with shock return to former club Liverpool, as Arsenal monitor the situation

    Liverpool and Arsenal are both believed to be weighing up a move for Ajax defender Toby Alderweireld before the transfer window shuts on Monday.

    Liverpool and Aston Villa are preparing bids for FC Porto’s Senegalese defender Abdoulaye Ba, according to reports in France.

    Regional Paper Talk: Reds eye Lescott
    Liverpool could make a move for Manchester City defender Joleon Lescott while Stoke are reportedly interested in a Bundesliga star Aaron Hunt.

    ÚFF það er allavega nóg af rugli í gangi í dag það er á hreinu, skulum vona að eitthvað af þessu reynist rétt..

    Minn draumur er Sakho og YARMOLENKO ásamt þá kannski Moses á láni..

    KOMA SVO FSG, klára einhverja díla núna……

  8. Flottur pistill Sigursteinn. Ég var nú farinn að halda að þessi “Marquee” væri einhver toppleikmaður sem hafði farið framhjá mér undanfarin ár. Annars væri ég verulega sáttur við að fá þennan varnarmann frá PSG og svo þennan Úkraínska vængmann líka, svo er spurning með þann þriðja, Moses, veit ekki, en hann leit vel út með chelski síðasta tímabil og fellur bara aftar og aftar í goggunarröðinni meðan celski er að dæla inn nýjum leikmönnum. EF það væri möguleiki á að fá MATA þá væri það glæsilegt, en við gætum þurft að bíða með það fram í janúar, þá held ég að þeir leikmenn sem eru ekki í náðinni hjá Móra vilji komast burt, og þá er frekar hægt að gera góð kaup, eins og sannaðist með STURRIDGE 🙂

    Tottenham eru líka að versla leikmenn núna í kippum og það er spurning með hvað er hægt að fá á góðu verði frá þeim í janúar líka, þá sem ekki fá að spila hjá þeim.

    Ég hef samt áhyggjur af vörninni hjá okkur fyrir næsta leik, og vonandi náum við að klára þessi kaup á varnarmanni sem fyrst, svo hægt væri að hafa nýjan varnarmann til taks í þeim leik.

  9. Fottur pistill og auðvitað hljóta allir að vera sammála um það að það þarf að styrkja liðið og vonandi koma ja allavega 2 góðir leikmenn en helst 3. Ég væri alsæll með Gluggann ef við fengjum Sakho, Yarmolenko og moses að láni en ég á nkl ENGA trú á að eitthvað slíkt gerist. Þessi Yarmolenko virðst ROSALEGUR leikmaður, þvílíkur hraði , boltameðferð, svakalegur skotmaður, leggur mikið upp og skorar mikið. Hef auðvitað bara skoðað hann á Youtube en hef skoðað hann mikið þar og hann heillar mig margfalt meira en Mkhitaryan sem eg þó var virkilega spenntur fyrir og einnig er þessi Yarmolenko að heilla mig meira en margfalt meira en Willian…

    STEINI, hefuru ekkert pælt í því hvort það geti verið að Rodgers hafi fengið 0 pund til að eyða í leikmenn í sumar nema sölur ? hver veit nema að ef við hefðum fengið Mkhitaryan, Costa eða willian fyrir 20-30 milljónir punda að þá hefði Suarez verið seldur a 45-55 milljónir, viðkomandi leikmaður greiddur og 1-2 keyptir til viðbótar fyrir seðlana sem fengust fyrir Suarez, bara pæling en af hverju gæti þetta ekki verið möguleiki ?

    Úff maður er allavega að verða stressaður herna megin, þurfum ALGJÖRT LÁGMARK 2 góða leikmenn, helst vill eg Sakho og þennan Lori sem varaskeifu, svo væri DRAUMUR að fá Yarmolenko og Moses að láni..

    Ég óttast samt ennþá að ekkert merkilegt gerist, fáum kannski þennan Lori sem mun ekki styrkja byrjunarliðið okkar og Moses að láni, ef það koma 2 svona kaup þá verð eg BANDBRJÁLAÐUR eftir helgi.

    Þessi gluggi getur enn endað Martröð en getur vissulega ennþá endað þannig að maður se alsæll, FSG á ekkert inni hja mer sem segir mer að treysta því að glugginn endi vel svo eðlilega er maður drullu stressaður…

    Svo er alltaf einn moguleikinn fyrir hendi að Suarez verði seldur um helgina, hvað veit maður….

    En boltinn er hjá ykkur FSG, synið mer eitthvað, plís ekki sama bullið og í fyrra, sýnið smá metnað nuna… KOMA SVO

  10. Ég skal vera algjörlega hreinskilinn. FSG hafa ekki hrifið mig undanfarið. Þetta er eins og þeir hafa ekki pening ti að eyða i topp leikmenn eða eru nískir..
    Þeir hafa gert ágætlega með kaupin á Mignolet. Hann sýnist vera góð kaup. Restin hefur verið squad leikmenn og ekki þeim gæðaflokki sem Liverpool þarfnast. Kannski of snemmt að dæma Aspas og Alberto.
    Var einhver alvara með þessi Mkhitaryan og Willian tilboð eða voru þau bara til sýnis til að friða stuðningmenn Liverpool. Af hverju var ekki plan B eftir þeir neituðu okkur.
    Eftir sölu Downing til West Ham þá bjóst ég ekki annað við að FSG voru búnir finna betri mann staðinn fyrir Downing. Ekkert gerðist. Eriksen hafði verið frábær kostur punktur.
    Ég héld alvöru að þesi meiðsli Kolo, Allen og Aly hafa sýnt. Þá var enginn koma til okkur fyrir lok gluggans og Rodgers átti nota þessa leikmenn sem voru til staðar. Bottom line þá áttum við vera i plúsi áður glugginn lokar.
    Núna er staðinn breytt og við þurfum að breiðka hópinn. Við þurfum miðvörð(Toby eða Illori), varnarsinnaðan miðjuman(Alonso) og sóknar/miðjumann(Eriksen). Klukkan tikar og FSG eru komnir sömu stöðu og fyrra. Ég væri ekki hissa ef Real kæmi með 50m tilboð fyrir Suraez korter fyrir lokun gluggans. Þeir myndu taka þig án þess bæta við sóknarmanni.

  11. Flottur samantekt og mikið er ég sammála þér á þessu bulli sem er skrifað, held að það séu pressan og umbara sem eru að stjórna ferðinni frekar en klubbarnir, enda eru klúbbarnir ekki að blaðra um það sem þeir eru að gera og gefa sjaldnast út beinar vísbendingar í hvaða leikmenn eru í sigtinu í það og það skiptir, en svona er þetta bara og maður reynir að lesa á milli línana þó erfitt sé á köflum… Varðandi þessa leikamen sem við þurfum þá væri ég mikið ánægður ef við fengjum miðvörð annað hvort Grikkjan eða Frakkan, ég hef séð leiki með Yarmolenko og það er bara eitt að segja um þann leikmann, hreint út sagt magnaður, hraður, frábærara sendingr, magnaður maður á mann og mjög góður spyrnumaðurl…. það væri lígini líkast ef við fengjum hann, 23 ára með leikskilning eins og þeir gerast bestir… ég krosslegg fingur yfir að við fáum þennan leikmann….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  12. Ég las viðtal við Gerrard þar sem hann er að tala um að menn hafi meiri trú á verkefnið núna en kannski oft áður og liðsandinn væri frábær hjá félaginu.

    Það styrkir mann í trúnni um að Rodgers kunni að búa til gott lið.

    En Gerrard er einnig að tala um þessa 2-3 leikmenn sem allir Poolarar eru að tala um inn í liðið, og þú núna í þessum fína pistli.

    Ég er ansi hræddur um að menn gætu misst smá trú á verkefnið ef ekkert gerist í þeim efnum, sérstaklega ef menn fara misstíga sig og sjálfstraustið dali.

    Rodgers skaut að mínu smá á FSG þegar hann talaði um að liðið yrði að kaupa gæði og þau kostuðu peninga en fsg vissu einir hvað væri til mikið af þeim.

    Annars tel í Liverpool vera heppið að Rodgers hafi komið til félagsins í fyrrasumar.
    hann byrjaði sumar á að fá leikmenn inn í sumar til að styrkja hópinn.
    Ég held ég viti að hann hafi verið með áætlun um að styrkja byrjunarliðið.
    Og held að hann verði mannafúlastur ef hann fær ekki stuðning til þess.

  13. Held að það sem menn eru að tala um með “Marquee signing” er klárlega leikmaður sem bætir byrjunarliðið. Hingað til höfum við ekki keypt þannig leikmenn heldur leikmenn sem bæta hópinn og breiddina skv. Rodgers.

    Klárlega sá maður ekki fyrir að Sturridge og Coutinho myndu bæta byrjunarliðið á sínum tíma, en það hefur svo sannalega komið á daginn. Vonandi verður það þannig með Alberto, Aspas og félaga.

    Persónulega held ég að lítið eigi eftir að gerast hjá LFC áður en glugginn lokar, finnst einhvernveginn eins og það sé allt of lítill tími eftir til að gera góðan business mv. þann tíma sem tekur klúbbinn orðið að klára félagaskipti. Yfirleitt er maður búinn að sjá í fjölmiðlum í mánuð að við séum búnir að kaupa leikmann áður en það kemur nokkuð um slíkt frá klúbbnum.

    Fyrir utan það held ég að þessir blessuðu eigendur klúbbsins séu með báða vasa tóma en leyfum þeim að njóta vafans þangað til að fresturinn er úti nk. mánudag.
    Þangað til að eitthvað gerist í leikmannamálum annað en lánsmenn og launaniðurskurður er ég ekkert allt of bjartsýnn á að kúbburinn nái markmiðum tímabilsins.

  14. Flottur pistill Sigursteinn!

    Fyrir hönd okkar þolinmóðu og rólegu (og bjartsýnu og veruleikafirrtu vegna bjartsýninnar,) þakka ég þér fyrir 🙂

    YNWA

  15. Ég er ekkert viss um að fleiri leikmenn séu á leiðinni því miður en liðið er með fullt hús stiga þannig að maður er ánægður en það er spurning hvað það endist ef menn detta í meiðsli. Maður tryggir víst ekki eftir á sagði einhver.

  16. Það eru komnir 4 leikmenn inn í þessum glugga. Mignolet og Toure hafa staðið sig virkilega vel og Aspas hefur lagt upp eitt mark í tveimur leikjum. Alberto hefur lítið sést. Allir eru sammála um það að gæðin á bekknum eru lítil en á móti kemur að við erum stanlaust að tala um að gefa ungu strákunum séns og það er bara ákveðin fórnarkostnaður við það.

    Ég held í raun að við séum á flottum stað að mörgu leiti. Ég hefði viljað sjá annan varnarmann sem væri sterkari í loftinu heldur en Agger. Einn sterkur sóknarleikmaður væri líka æskilegt, sérstaklega þar sem Borini virðist ekki lengur njóta trausts. Síðan hefur okkur lengi vantað cover fyrir lucas. Þetta eru 3 leikmenn.

    Það er samt engin evrópukeppni og glugginn opnar aftur í janúar þannig að ég sé það ekkert sem einhvern heimsendi þó það komi ekki inn fleirri leikmenn í þessum glugga, vissulega vona ég að þeir komi en held ekkert niðri í mér andanum og ætla ekkert að úthúða FSG strax. Þeir hafa sitt gameplan og standa og falla með því í lok tímabilsins, ekki í lok þessa glugga.

    Ég vil allavegana ekki að það verði keyptir inn leikmenn sem ekki er 100% áhugi á bara til þess að friða stuðningsmenn og aðra. Liðið hefur náð frábærum árangri í fyrstu leikjum mótsins og ég skil bara ekki alla þessa neikvæðni….hefði haldið að það ætti að vera öfugt. Hópurinn að byrja tímabilið vel þó skammt sé liðið á það og við eigum enn Suarez inni.

  17. Vonandi eru menn að vinna vinnuna sína á bak við tjöldin, þetta er allavega slúðrað um mögulegan “Liverpool next playmaker?”…….. með 16 mörk og 11 assist á síðasta tímabili……… takið eftir því hvað sagt er um Tottenham……

    As Rodgers looks to sign versatile players, Yarmolenko completely fits the bill as he can play out wide as well as centrally.

    Legendary striker Andriy Shevchenko praised the youngster’s goal scoring talent and the 23 year old will vastly improve Liverpool’s attack if they can lure him.

    Perhaps, the best news for Liverpool is that for now Tottenham are not interested in him and only Liverpool have made an enquiry.

    Spurs are close to signing two top talents in Erik Lamela and Christian Eriksen and do not need more playmakers.

    Rodgers must act fast now and sign him along with a solid center back before the transfer window closes on Monday or other suitors turn up.

    Liverpool’s first real test will be against rivals Manchester United on Sunday

  18. Flottur pistill.

    Sammála að mér sýnist nánast öllum hér, okkur vantar 2-3 gæðaleikmenn.
    Carra, Gerrard m.a. rætt það undanfarið að styrkja þurfi liðið.

    Hef tröllatrú á Rodgers og hann virðist ná miklu útúr því sem hann hefur í höndunum. Hef minni trú fjárstyrk og raunverulegum metnaði FSG. Hef ekki gleymt ruglinu í síðasta sumarglugga en vona að 3 september verði ljóst að ég er bara svartsýnisröflari þegar gæðaleikmenn hafa streymt til okkar í kippum.

    Koma svo.

  19. BR er með þetta. Samdi við Allen og Kolo að feika tognanir, Aly snéri sig einfaldlega.
    Þannig pressar kallinn á toppana, 2 – 3 detta inn og Allen og Kolo ná undraverðum bata.

    En sem betur fer er að síga á seinni hlutann í þessum farsa. Menn vita það að alvöru challence kallar amk á miðvörð og vængmann en toppurinn væri að fá einn léttan playmaker í viðbót.

    Ef enginn dettur inn þá verður þetta frekar þungt en hef alla trú á að hlutir fari að gerast.

    YNWA

  20. Ég skil ekki þessa þörf fyrir backup fyrir Lucas, þessi strákur spilar nánast alla leiki fyrir utan í fyrra þegar hann lenti illa í því, en við eigum Gerrard sem er farinn að spila mun aftar en hann hefur alltaf gert áður og er í dag að stjórna spilinu neðarlega á vellinum og færir svo liðið ofar. Svo eigum við Henderson sem að mínu mati á eftir að verða algjört skrímsli fyrir okkur á næstu árum.
    Og svo er það Allen blessaður sem að gæti líka leyst miðjustöðuna með Gerrard sér við hlið. Mér finnst sóun að eyða 10-12 millum í mann til þess að vera backup fyrir Lucas og ef það væri einhver ódýrari leikmaður þá er hann örugglega ekkert betri en Hendo hvort eð er.

    Það vita allir í hvaða stöðu þarf að versla gæði og vonandi rífa menn veskið upp á morgun og klára þetta helvíti…….

  21. Þessi slòð sýnir það svart á hvítu hvað hefur gerst í sumar og hvernig staðan er.
    http://www.thisisanfield.com/lfc-transfers-summer-2013/

    Þetta sýnir að við erum í vænum plús það sem af er sumri og búið að laga reksturinn með því að minnka à launasúpunni, sem er vel.

    Ef þetta verður niðurstaðan í lok leikmannagluggans erum við í nàkvæmlega sömu stöðu og þegar sl. tímabili lauk – ódýrari menn fylla í skarð þeirra sem fóru + óànægðan geimsklassa framherja sem er tifandi tímasprengja. Ég get því miður ekki sætt mig við þetta eins og staðan er í dag. Hópurinn hjà okkur er í lang besta falli að fara að keppa um 6.-8.sæti ef ekki verða gerðar fleiri breytingar.

    Það er eins og enginn viti hver sé að sjà um leikmannakaupin og hvað þà hvernig menn hegða sér við samningaborðið. Þetta er ein óreiða að mínu mati. Leikmenn eins og Atsu og Lloris (þessi ungi DC frà Sporting) voru strax orðaðir við okkur snemma sumars og var talað um 3.5m og 3m tilboð í þà hvorn fyrir sig. Það var talað um að aðeins hærri upphæð myndi duga til að fà þà en àhuginn hvarf hjà LFC fyrir vikið.

    Núna berast þær fréttir að Atsu þessi væri à leið til Chelsea fyrir 3.5m og LFC væri að landa portúgalanum unga à 5.8m + framtíðar greiðslur. Eru menn ekki alveg með hver sinnir hvaða starfi þarna hjà LFC, eða er þessi svokallaða “nefnd” sem à að àkveða hverja skal kaupa, algjörlega sofandi??

    Það er gjörsamlega ólíðandi að vera að þurfa að gera “útblàsin” viðskipti fram à síðustu mínútur þegar við höfum haft allt sumarið til að ljúka okkar viðskiptum. Þetta hljómar easy hjà mér að segja og í raun fyndið hvað menn gera sèr alltaf erfiðara fyrir bara til að spara 2-3m. Þessi Atsu og Lloris væru bàðir LFC leikmenn í dag ef við hefðum hent inn auka 2-3m og klàrað samningaviðræðurnar. Þeir hefðu haft heilt pre-season og verið tilbúnir fyrir tímabilið.

    Èg styð FSG og þeirra framtíðarskipulag að gera klúbbinn “sustainable” eða sjàlfbæran í rekstri með þvi að reka batteríið skynsamlega, en það er farið að koma niður à þróun màla à leikmannamarkaðnum hjà okkur. Þegar það gerist þà erum við ekki að vinna heimavinnuna eins og à að gera.

    Að mínu mati tel èg þetta sumar hafa verið nýtt í besta falli 50-60%. Við getum tekið undir að hreinsa út launahàa leikmenn sem engu skiluðu hafi verið nauðsyn. Menn koma inn fyrir þà sem fóru à betri samning fyrir klúbbinn, en svo hefur ekkert auka verið gert. Við höfum í raun ekkert breikkað hópinn sem var eitt af verkefnum BR í sumar.

    Við horfum à Spurs veifa veskinu og slà fèlagsmetið 3x í sumar með Bale-peningin til að bakka upp 75-80% af þessari eyðslu. (Kæmi ekki à óvart ef Spurs yrði meistari í vetur!) Við í raun erum í svipuðum sporum nema hvað að Suarez er “bara” metinn à 50-55m en gæti samt gefið af sér 2-3 sterka leikmenn ef við seldum hann + það sem FSG myndi bæta við. Munurinn à Spurs og okkur er sà að London-klúbburinn dregur ekki hælana í samningaviðræðum. Þeir fà leikmennina með því að borga betur því þeir hafa trú à þeim leikmönnum sem þeir eru að bjóða í. Það þarf enginn að segja mèr að Liverpool geti ekki boðið sömu díla og Spurs hefur verið að bjóða leikmönnum. Við eigum víst að vera að næla í Sakho à þessari stundu. Eitthvað segir mèr að hann fari til Spurs à loka metrunum.

    Þetta er bara mitt innskot og gott að geta lètt af sér hèrna enda frekar pirraður orðinn à framgöngu okkar í sumar hvað leikmannakaup varðar. Það mà kalladt kraftaverk ef við löndum einhverjum sterkum mönnum à þeim tíma sem eftir er af glugganum. Eina sem èg sè í stöðunni er að eitthvað lið komi með ótrulega girnilegt tilboð í Suarez sem hljóðar td. uppà Lukaku og Mata fyrir Suarez eða eitthvað à þeim nótunum. Að öðru leyti get ég ekki sèð að 1 stk Sakho eða 1 stk Lloris sè að fara að breyta okkar liði úr 6.-8.sætis liði yfir í lið sem verst um evrópusæti. Því miður.

  22. Ooog núna er það nýjasta… Shay Given að koma á lánsdíl. Þar fáum við mun betra bakk öpp fyrir Mignolet heldur en Jones og massa reynslubolta.

    Menn eru greinilega með sveitt ennið að styrkja hópinn, ef rétt reynist.

    Annars sammála fólki hér. Sakho inn sem fyrst, helst í kvöld!

    Held að Liverpool verði ákaflega LÁNsamir í vetur!

  23. Sakho búin að vera a leiðinni i allan dag en nu roflar twitter um að okkat menn velji odyrari og óreyndari kost i Llori….

    Við vitum ekkert hvað raunverulega er i gangi em eg gæti vel truað að geð og skapsveiflur hja manni verði mjog miklar næstu solarhringana…

    Maður gæti orðið hoppandi jakvæðir 200 sinnum a dag og snargeðveikur og neikvæður jafn oft a moti næstu 4 dagana…

    Djofull hef eg vonda tilfinningu akkurat nuna fyrir þvi td að þetta fari allt til helvítis og við verðum allir grautfulir eftir Helgina

  24. Ég verð pirraður á þessu meðvirknis ranti hans Kopology, þótt það sé á íslensku.

    Mín spá er að í september verði allt morandi í sjálfstyrkingargreinum um að það sé bara gott hjá FSG að hafa ekki styrkt liðið fyrir lokun. Ungu mennirnir þurfa jú að spreyta sig.

    Marquee eða óslípaður demantur, það er lágmarkskrafa að geta mannað miðvarðarstöðuna þegar Man Utd og Persie mæta á Anfield. Sama hvaða sjálfshjálpar orðskrúð fyrirfinnst.

  25. Við höfum ekkert með Ilori að gera þó hann verði kannski góður eftir einhver ár. Þurfum mann sem er klár í verkefnið og getur spilað með byrjunarliðinu frá fyrsta degi. Erum með haug af ungum og efnilegum strákum. Þessi strákur er rétt búinn að skríða yfir 10 leiki með Sporting Lissabon.

    Ég ætla að vona að við fáum Sakho enda stórkostlegur leikmaður. Hann er stór og sterkur í loftinu, góður tæklari, leiðtogi og með góðan skilning á leiknum þrátt fyrir að vera einungis 23 ára. Finnst hann einfaldlega langbesti kosturinn okkar í þessa stöðu og ég skil ekki afhverju PSG eru til í að selja hann. Dýrkaður af stuðningsmönnum liðsins.

    Vona að FSG láti ekki nísuna ráða för og velji “ódýrari” kostinn í þetta skiptið.

  26. Á meðan menn bíða fregna af frekari kaupum (eða ekki) má alveg dunda sér við #mugshot æðið sem er brostið á á Twitter…

  27. Fínn pistill, komið gott af þessum glugga. Ég yrði mjög ánægður með þennan leikmannaglugga ef þessir þrír bætast í hópinn. Ég er samt á því að þrátt fyrir slíka viðbót sé Liverpool ekki að fara að ná þessu fjórða sæti. Tottenham er allan daginn að fara að taka það og ég hugsa að það verði meira að segja nokkuð öruggt. Held að við púllarar og Arsenal aðdáendur verðum bara að bíta í það súra. Ég er samt viss um að þetta sé framför og verði góður grunnur undir frekari uppbyggingu í nánustu framtíð þar sem ekki eingöngu verður keppt að því að ná CL sæti heldur gerð alvöru atlaga að titli. Næsta sumar verða eflaust endanleg skil hjá Liverpool. Suarez verður væntanlega seldur fyrir einhverja metupphæð og inn munu koma gæða leikmenn í staðinn sem mun gera Liverpool enn sterkara. Þetta tímabil verður notað til að laga og bæta leik liðsins og í framhaldinu verður sigursæl ár, ég er viss um það. En ekki í vetur strákar mínir, til þess er hópurinn einfaldlega ekki tilbúinn og ekki nógu vel mannaður. Ég er ekkert að tala um að keyptir verði stórnöfn daginn út og inn, klúbburinn verður samt örugglega mun samkeppnishæfari því ég er viss um að við náum Evrópudeildinni á næsta ári hvort sem að það verður 5 sætið eða bikarkeppni sem færir okkur það.

    Njótum bara tímabilsins, fögnum nokkrum sigrum og gleðjumst en að sama skapi tökum ósigrum eins og menn því framtíðin er björt þótt þetta verði ekki okkar tímabil 🙂

    YNWA

  28. ég gæti ælt yfir þessu bulli sem er í gangi núna hjá okkur og sérstaklega þegar maður les að þetta verði bara svona og erum með flotta unga sem munu sko standa sig og þannig, liverpool sindromið á fullu komið og ekki nema 12 mánuðir síðan við sögðum skilið við það síðast…. sko á næsta sumri gerast hlutirnir… þetta bull er maður búinn að ljúga að sér í fjölda ára. við þurfum eigendur sem skilja boltann og vita upp á hár hvað á að gera við liðið bæði varðandi markaðsetningu og kaup á leikmönnum. þetta er farið að breytast í kellingar sem vita ekki hvað á að kaupa og taka allan tímann í það, svo á endanum er bara eitthvað keypt eða fengið eitthvað að láni frá vinkonum sínum sem var ekki nógu flott en kallinn var farinn að reka á eftir og búðinn að fara að loka.

    kominn tími til að við vöknum og sjáum að nýju föt keisarans eru ekki til staðar og FSG er með lókinn í hendinni og vita ekki shit hvað á að gera næst.

  29. Mjög góður pistill! En Haukur Logi hefur því miður nokkuð til síns máls varðandi styrkleika Tottara. Þetta er að verða svaðalegur hópur hjá þeim. Ef við náum inn Yarmolenko, Sakho og Moses eða sambærilegum gæðum er möguleiki að berjast um 4 sætið…en ég ætla ekki að leggja mikinn pening undir að það gerist. En sjáum til, vonandi fáum við 2-3 alvöru kalla inn fyrir lok gluggans.

  30. Liverpool er miklu sterkara í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Það hafa komið 4 sem hafa smellpassað inn í þetta Coutinho, Sturridge, Mignolet, K.Toure.
    Aspas finnst mér passa mun betur í vængstöðuna heldur en Downing þannig að það er framför. L.Alberto keyptur á mikinn pening frá varaliði Barcelona getur varla verið neinn aumingi og Cissokho er mættur og er minnsta kosti backup.

    Þetta eru ansi miklar breytingar, þarna er hálft nýtt byrjunarlið mætt á svæðið á einu ári.

    Þannig að það er alveg klárt að innkaupadeildin er að gera eitthvað af viti….sama hvernig næstu dagar fara.

  31. Get nú ekki tekið undir að það kallist histería ef menn eru að velta fyrir sér tilþrifum Liverpool á leikmannamarkaðnum hingað til og lýsa aðeins yfir efasemdum og/eða hafi áhyggjur.

    Hvað “Marquee signing” varðar þá sé ég ekki að það skipti nokkru einasta máli hvað þetta er kallað og ef ég man rétt var það Brendan Rodgers sem byrjaði fyrstur manna að nota þetta orð. Hann er að tala um leikmann sem styrkir byrjunarliðið. Leikmenn eins og Aspas, Toure og Alberto sá maður fyrir sér bæta hópinn, en flokkast ekki endilega sem þessi marquee signing eins og ég skil það. Það eru leikmannakaup sem stuðningsmönnum á eftir að þykja spennandi. Verðið skiptir ekki öllu máli þó flestir geri sér grein fyrir að það eru meiri líkur á að verið sé að tala um mann sem kostar dágóða summu.

    Verðið skiptir auðvitað ekki öllu máli og leikmenn eins og Sturridge og Coutinho myndu báðir flokkast sem svona menn í dag. Sturridge var kepytur í byrjunarliðið reyndar og hefði verið sæmilegt “marquee signing” síðasta sumar. Full seint í janúar en betra en ekkert. Persónulega hafði ég samt alveg efasemdir um Sturridge og taldi hann ekki beint nein risakaup en ef hann heldur áfram á sömu braut fer hann að teljast sem slík kaup.

    Þau skotmörk sem nefndin okkar góða virðist hafa eyrnamerkt í sumar virðast ekki hafa verið nægjanlega vel hugsuð enda ekki viljað koma til okkar eða farið annað. Fair play að fara á eftir Mkhitaryan og líka að missa hann til Dortmund. Hann virkar á mig sem nákvæmlega það sem talað er um sem marquee signing. Leikmaður sem færi beint í liðið, hefur sannað sig og er líklegur til að verða “stórt nafn”. Flestir höfðu reyndar lítið heyrt um þann leikmann rétt eins og Diego Costa og Willain.

    Nú veit ég ekki hvort ég flokkast sem histeríu maður eða ekki og hef ávallt sagt að þennan glugga dæmi ég þegar honum hefur verið lokað. Það er ekki það sama og að maður ætli ekki að hafa skoðun á honum eða þeim sem orðaðir eru við okkar lið þar til glugganum hefur verið lokað. Ég er töluvert órólegri núna þegar 2 virkir dagar eru eftir af glugganum heldur en fyrir t.d. 2 vikum en trúi samt ennþá og treysti á að FSG standi við loforð um þessi marquee signing, eða hvað sem þið viljið kalla kaup á alvöru góðum mönnum sem bæta það sem við eigum nú þegar.

    Hvað önnur lið varðar þá er það fyrir það fyrsta ekki eitthvað sem afsakar Liverpool, Rodgers og fleiri hafa talað um að nú sé alvöru séns á að taka næsta skref (topp 4) og enn sem komið er hafa þeir ekki sannfært marga um að verið sé að smíða hóp sem á möguleika á að ná þessu takmarki.

    Svindl liðin (City og Chelsea) hafa gert megnið af sínum leikmannakaupum og rúmlega það. Tottenham hefur verið við stýrið á sínum leikmannasölum og kaupum í sumar og gert það með sama hætti og maður hefði viljað sjá hjá Liverpool árið 2011 með sama pening.

    Southamton, Norwich, West Ham, Swansea, Cardiff, Sunderland og fleiri hafa öll látið vel til sín taka á sinn mælikvarða. United var með lið sem rústaði deildinni í fyrra og er með nýtt starfslið í mörgum deildum. Kannski ekki svo óeðlilegt að þeir þurfi meiri tíma til að kaupa leikmenn en hafa þó klárlega lent í basli í sumar.

    Eina liðið sem toppar okkur samt er líklega Arsenal og ástæðan fyrir þeirra klúðri er að mestu okkur að þakka. Ég hef samt engu minni trú á að þeir bæti sig núna næstu daga frekar en við.

    Það er ekkert nýtt samt að þetta fari fram á síðasta dag og maður getur ekki látið það koma sér á óvart á hverju ári. Stjórnendur/eigendur Liverpool voru í nokkuð svipuðum málum fram á síðasta dag í fyrra og buðu upp á einhverja vandræðalegustu sjónvarpsútsendingu ársins 2012 á lokadegi félagsskipta gluggans.

    Vonandi verðum við miklu ánægðari núna.

  32. Nr. 40

    Ég skil þetta ekki alveg, er þetta eitthvað sem menn voru að æsa sig yfir á twitter áðan og hafa þessi lög einhverja merkinu sem er ósiðlegt (Munich tengt) hjá klúbbnum að vera svara (eða fatta ekki)?

    Ef svo er getur maður nú alveg séð hvernig einhver á kvöldvakt yfir twitter aðgangi félagsins sé ekki inni í öllum svona málum.

  33. Þetta er stormur í vatnsglasi nr 42.

    En átta menn sig á því að nú þegar Liverpool er búið að spila 7 af 10 leikja banni Suarez er staðan svona: Sigrar 6, Jafntefli 1, Töp: 0

    Þetta er frekar gott stat.

  34. 40 Rosalega er ég ósáttur við að enhver láti þetta frá sér, það er í finu lagi að gera grín af helling af hlutum um þetta lið en flugslysið er yfir línuna, við myndum brjálast ef samskonar grín væri gert af hinum 96 og ég skil vel að þeir séu ekki sáttir við þetta.

    að þessu sögðu, man enhver hvað Scum utd aðdáendur syngja yfirleitt á Anfield, jafnvel enná eftir útkomu skýslunar um Hillsborough.

  35. Internetið er staður sem allir geta skrifað á
    eitthver einstaklingur skrifar eitthvað á twitter síðu LFC og því miður virðist einn af þeim sem sér um þessa síðu taka undir þetta ósmekklega grín.

    Þetta er sérstaklega óheppilegt þar sem heiðra á Bill Shankly fyrir leikinn gegn manutd og gæti þetta haft leiðinleg áhrif á það.

    Þetta er atriði sem Liverpool á að taka á innan sinna raða,
    ef þetta tengist beint þeirra twitter aðgangi enda er þetta ekki eitthvað sem Liverpool Fc stendur fyrir.

    Liverpool vill að sjálfsögðu að þeim 96 og sem fórust í slysinu í hillsborough sé sýnd virðing, enda markaði það erfiða tíma fyrir félagið.

    En innan allra félaga eru vitleysingar því miður.
    en klúbburinn á ekki að gjalda fyrir það og getur gert sitt til þess að leiðrétta þessa skoðun á twitter aðgangi félagsins.

    Sá maður sem var á vakt þarna og svaraði þarf hreinlega að vera utan þeirra sem hafa aðgang á þessari síðu.

  36. Þeir sem eru a? fara hé?an á leikinn á sunnudaginn þá er upphitun á stemmaranum á sta? sem heitir Bierkeller vi? Liverpool one í kvöld, B.M- Chelsea ver?ur á skjánum og læti. Þa? má lesa um sta?inn í fer?asögu strákana hé?an frá kop.is. Fór í gær og er ENN me? gæsahú?!!!

  37. Ég á nú erfitt að trúa þessu en það ætti að skýrast betur í dag.

    James Pearce says LFC have received positive news regarding Kolo’s injury and he’s yet to concede defeat in his battle to be fit for UTD

    Ég væri allavega mjög sáttur ef hann kæmist á bekkinn því við erum með Agger og nýskriðinn úr meiðslum Skrtel þannig að það væri gríðarlega sterkt ef að Toure yrði heill.

  38. Flottur pistill Steini.

    Ég held að það að svona pistill sé ritaður sé einmitt enn ein sönnun þess að það sem LFC hefur gert í glugganum myndar óeiningu og því hafi glugginn ekki heppnast vel hingað til.

    Það er alveg sama hvað við reynum að ímynda okkur og láta okkur dreyma um, það sem BR sagði í Ástralíu um “marquee” innkaup og að nú væri búið að kaupa “squad players” og nú ætti að kaupa “quality for the first team” verði að veruleika, við verðum að bíða og sjá fram á þriðjudag hvað verður úr.

    Í dag er föstudagur, á sunnudaginn er stærsti leikur vetrarins á Anfield. Ég hef bara enga trú á því að fókus félagsins verði annar en leikurinn á morgun og síðan aftur á sunnudag.

    Svo að eins og þetta horfir við mér er að við höfum daginn í dag og mánudaginn til að klára einhverja díla. Reynslan af öllum leikmannagluggum FSG er að við vinnum hægt. Allavega síðan Ian Ayre tók við. Comolli vann öðruvísi og var rekinn fyrir það. Ég hef því sagt og stend alveg við það að ég tel þá sem vinna að leikmannakaupum okkar bara ekki líklega til að landa stórum hlutum á stuttum tíma. Mikið sem ég vona að það gerist nú samt að ég hafi ekki rétt fyrir mér í þessum efnum og að á mánudaginn verði tveir leikmenn sem verða tilbúnir í byrjunarliðið í næsta leik eftir landsleikjahlé.

    Það er lágmarkskrafan. Hvað sem öllum finnst þá eru núna í sumar farnir frá okkur sem transfer, á láni eða hættir sjö leikmenn sem léku leiki með aðalliðinu í fyrra, þar af þrír sem voru fastamenn í liðinu lungann úr leiktímabilinu. Í innkaupum okkar í sumar hafa komið leikmenn þar sem ég allavega sé þrjá geta verið menn sem nýtast okkur vel. Mignolet, Toure og Aspas er ég sannfærður um að nýtist okkur vel. En enginn þeirra er stór uppfærsla á þeim leikmönnum sem þeir eru að taka við af, þ.e. Reina, Carra og Downing. Öðruvísi leikmenn allir en heildargetan sambærileg.

    Það sem ég hef verið að bíða eftir er leikmaður, eða leikmenn, sem eru miklu betri en leikmenn sem við höfum í stöðunum okkar núna. Ég er glaður að við prófum Aly Cissokho og vona að hann verði upgrade á Enrique en eins og mál standa í dag vill ég sjá “marquee” signing sem eignar sér kantstrikerastöðuna vinstra megin og annan sem að getur spilað hafsent gegn öllum liðum deildarinnar. Mér er alveg sama hvað mennirnir eru dýrir eða frægir. Ég vill bara fá leikmenn af meiri gæðum, mun meiri, en við höfum núna.

    Þar held ég að allavega Rodgers og Gerrard séu mér sammála, og í raun finnst mér þetta óp vera frá okkur öllum, þ.á.m. þér Steini þó við notum ólík lýsingarorð með ópunum. Að auki hef ég áhyggjur af coveri fyrir Lucas, hægri bakvörð og kantstöðurnar. En ég ber engar vonir í brjósti um að það verði lagað fyrir gluggalok.

    Það vita allir hér að ég efast um FSG, ekki að mig gruni að þeir séu í anda ræningjanna G&H sem voru bara að ná sér í pening. Ég efast ekki um það að þá langar mikið til að koma LFC á sama stall og okkur langar. Þeir vilja spila eftir FFP kerfinu sem þeir héldu að myndi laga “Villta vestrið” eins og þeir kalla ensku deildina og Evrópukeppnirnar. Það sem ég hef t.d. lesið er að engin formleg tilboð hafi verið send í Mkhitaryan eða Willian, heldur bara spurt að verði og síðan einhverjar viðræður, í fyrra tilvikinu allavega náðist aldrei samband við leikmanninn. Svo að ég spyr mig nú líka hvort að seðlunum var einhvern tíma flaggað?

    Vandinn er sá að í vestrunum sem ég hef horft á urðu góðu löggurnar og séntilmennirnir ekki ríkastir eða vinsælastir meðal fólksins heldur þeir sem komu fram á þann hátt að þeir voru til í að berjast til dauða með byssum og bulli til að ná árangri. Það held ég að FSG langi ekki til að gera, algerlega fair play til þeirra, en það mun ekki skila LFC upp í 4.sætið í deildinni. Mitt mat.

    En ég anda að mér rólega, hlakka til sunnudagsins og hef fína trú á mínu liði. En er á nákvæmlega sömu nótum á Babu hér að ofan og KAR áður, það eru fínir möguleikar í vetur með verulegri styrkingu síðustu dagana í glugganum.

    Ég ber hins vegar ekki sömu bjargföstu trú og margir hér að eitthvað gerist, það hefur einfaldlega of oft eitthvað klikkað í leikmannamálum okkar til að ég sé fullur trausts á þeim sem þeim málaflokki ráða. En krossum fingur og uppfærum með F5!

  39. Get nú ekki tekið undir að það kallist histería ef menn eru að velta fyrir sér tilþrifum Liverpool á leikmannamarkaðnum hingað til og lýsa aðeins yfir efasemdum og/eða hafi áhyggjur.

    Hefur þú ekkert lesið athugasemdir hérna inni eða verið á Twitter? 🙂 Ef þú hefur gert það, þá held ég að þú hljótir að vita hvað ég á við þegar ég tala um histeríu. Ég er ekki að meina að menn lýsi “aðeins” yfir efasemdum og/eða hafi smá áhyggjur. Það er stór munur á slíku annars vegar og þessari histeríu hins vegar, held að flestir geti nú greint þar á milli.

    Ætlunin var heldur ekki að afsaka Liverpool neitt, ég var fyrst og fremst að koma því á framfæri að við værum ekkert eina liðið sem ætti erfitt með að styrkja sig frekar, meira að segja lið sem eru með CL fótbolta eiga líka í erfiðleikum. Það var nú allt og sumt með þann pakka. En já, maður bíður og vonar að það verði bætt í hópinn fyrir lokun gluggans, engin spurning, þörfin á því er mikil.

  40. Já Maggi, við erum sammála um margt í megin atriðum. En ósammála í öðrum, bara eins og gengur og gerist. Fyrir það fyrsta, varla heldur þú að sama fólkið og er að stýra liðinu okkar, æfingum og öllu í kringum leikina, sé að sjá um samningaviðræður og slíkt við önnur lið og leikmenn? Nei, svoleiðis er það bara einfaldlega ekki. Það er búið að ræða þessi mál innan þessa svokallaða ráðs, svo eru það umboðsmenn, lögfræðingar og sérstakt teymi sem sér um að landa þessum málum. Hvort leikur okkar gegn Man.Utd sé á sunnudaginn eða ekki, skiptir bara akkúrat engu máli í þessu samhengi. Annars er ég sammála þér í því að menn hafa verið að vinna of hægt í svona málum, en ég er nú samt á því að Comolli var nú ekki rekinn vegna þess að hann vann öðruvísi, hann bara klúðraði nokkrum dýrum dílum og var rekinn vegna þess.

    Ég er reyndar líka ósammála þér með þessa svokölluðu fastamenn sem eru farnir og að þeir sem komið hafa í staðinn séu lítið upgrade. Markvarðarstaðan er líklegast á pari, þó svo að Mignolet hafi byrjað suddalega vel og líti í dag út fyrir að vera upgrade. Hinir tveir voru svo fjarri því að vera fastamenn á sama tíma í fyrra, þeir komust inn í liðið vegna þess að aðrir voru að drulla upp á bak. Margir hlógu t.d. þegar Kolo var fenginn til liðsins, en með fullri virðingu fyrir Carra, þá er Kolo mikið upgrade, sérstaklega þegar kemur að því að þurfa að eiga við stóra og sterka framherja. Við slíku áttum við ekkert svar á síðasta tímabili, núna erum við með það. Ég ætla svo ekkert að fara út í það upgrade sem Aspas er á Downing, það þykir mér afar mikið.

    En ég er engu að síður hjartanlega sammála þér með að það þurfi mun meira til. Vandræðastaðan í vinstri bakk hefur einnig verið upgrade-uð mikið. En það þarf meira. Miðvörður inn og kantframherji er eitthvað sem maður flokkar sem eitthvað sem myndi styrkja liðið hrikalega mikið, svo ég tali nú ekki um ef þessir fram á við yrðu 2. Ég hef ekki áhyggur af coveri fyrir hægri bakvarðarstöðuna eða Lucas. Erum ekki að spila það marga leiki til að geta verið með einhverja gæða leikmenn (betri en núverandi) á bekknum til að skapa ennþá meiri breidd í þær stöður. Erum núna með Kelly, Wisdom og McLaughlin fyrir vinstri bakk og Stevie og Hendo fyrir hina.

    Það var gert tilboð í Mikka, þarf að grafa upp fréttina, en það og Costa dæmið var meira en bara fyrirspurn, það voru formleg tilboð. Það var reyndar ekki boðið í Willian.

    Auðvitað er maður órólegur, en það er tvennt ólíkt að vera órólegur, jafnvel með takmarkaða trú á mannskap sem sér um þessi mál, svo versus það sem ég kalla histeríu þar sem menn nánast froðufella, eru búnir að “afhausa” mann og annann og þar fram eftir götunum eins og hefur verið alltof algengt alltof víða.

  41. Flott umræða hérna og ég er sammála þeim sem benda á að vera ekki að blása í herlúðra varðandi stöðuna EN að sama skapi er þetta mjög góður punktur hjá Magga, að þessi gluggi er að skapa óeiningu á milli stuðningsmanna liðsins. Reyndar hafa menn alltaf verið ósammála með margt en við erum flestir, ef ekki allir, hér á spjallinu að liðinu okkar vantar meiri styrkingu. Það er ljóst!

    Annars held ég að vitleysan sé að ná algjörum methæðum þar sem núna er verið að henda í loftið að Torres gæti komið til baka!

    Ég set spurningarmerki við þessa leikmannakaupanefnd eða hvaða nafni sem hún kallast, hjá LFC. Las ágæta grein í morgun um þessi mál.
    http://www.thisisanfield.com/2013/08/liverpool-fc-still-playing-catch-modern-football/

    Mér fannst alltaf mjög heillandi sú tilhugsun að hafa heimsþekkt nafn í titilstöðu sem heitir Director of football, sérstaklega núna þar sem BR er ekki búinn að sanna sig og á örugglega erfitt með að sannfæra spennandi leikmenn að koma í samkeppni við nafntogaða þjálfara sbr. Klopp, Guardiola, Múrínó, Pellegrino og ferguson (nei bíddu, hann er hættur).

    Þessi nefnd minnir mig doldið á skuggastjórn, fáir vita hver í henni og hvernig hún virkar almennilega. ,,Hello, this is John Johnson in the LFC´s committee” í staðinn fyrir að það gæti verið ,,Hello, this is Dietmar Hamann, the Director of football at LFC”. Bara pæling.

    Allavega, ég er bjartsýnn á að það munu detta inn 2-4 nýir leikmenn fyrir þriðjudag en er líka drullusmeykur við að það komi feitt tilboð í Suarez… á síðustu metrunum.

  42. Vá við erum að fá eldgamlan markvörð sem er með bekkjaför á rassinum ,hvað er að hjá Liverpool núna les maður að þessir sem þeir voru að spá í séu of dýrir eru kanarnir ekki bara á kúpunni?

  43. Er svo hjartanlega sammàla Magga. Vona innilega að a þriðjudaginn èti èg orð min þegar að 3 leikmenn nýir eru dottnir inn, efa það. Held að FSG sèu að reyna sitt besta en einfaldlega hafi ekki efni á þessu, þ.e.a.s til að keppa a leveli við topp klúbbana.
    Byrjun Liverpool hefur lofað góður en breidd hópsins er lítil. Okkur bráðvantar inn miðvörð og kant-striker. Þvi miður ber slúðrið þær sögur að okkar menn (eigendur) sèu að karpa yfir einhverjum tíköllum. Menn hafa skamman tima til stefnu og èg ítreka ad HAMRA þarf járnið a meðan það er heitt! FSG hljóta að sjá fjarhagslegan avinnig þess að komast í CL. Raunhæfur möguleiki fyrir LFC ef 2-3 byrjunarliðs-caliber leikmenn eru fengnir til liðs við okkur. Vissulega kostar það peninga í dag en hver er veruleikinn? Við hvað/hverja erum við að keppa? Ef FSG styrkir ekki liðið fyrir lok gluggans þá er kristaltært að þeir fara ekki lengra með Liverpool FC. Staðreynd sem við verðum ad horfast í augu við.
    Vona svo innilega að èg eti orð min en….. trú min a eigendur okkar eru ekki mikil.
    Er èg eitthvað minni stuðningsmaður en aðrir? Nei, eg vil bara sjá Liverpool FC berjast um titla a hverju einasta tímabili. Er èg of kröfuharður? Kannski en er af þeirri kynslóð sem sá Liverpool blómstra og ætla mèr ekki i gröfina fyrr en èg sè deildarmeistaratitilinn aftur a Anfield, tja orðum þetta rètt – fer ekki undir torf fyrr en Liverpool eru komnir fram yfir Man Udt í titlafjölda.
    FSG, boltinn er hjá ykkur. A miðvikudag hafið þið annanðhvort alla studningsmenn með ykkur eða vel flesta búna að gefast upp a ykkur.

  44. Ég hef nú ekki mikla trú á FSG og ég er nú eiginlega alveg viss að það verður engin komin sem menn myndu telja spennadi eða svokallað marqee signing því miður. Ég vona svo innilega að ég verði ekki sannspár en ég held að þessir kanar séu komnir eins langt með liðið og þeir komast og ég vill bara fara að losna við þá sem fyrst. Þeir eiga hrós skilið fyrir að bjarga Liverpool frá gjaldþroti en þeir hafa greinilega ekki fjárhagslega burði til þess að fara með liðið lengra og því eiga þeir bara að stíga til hliðar áður en þeim verður ýtt til hliðar af stuðningsmönnum.

  45. Nr. 43

    Hvað átti ég að íhuga betur? Ég var nú ósköp einfaldlega að spyrja hvað væri að þessu þar sem ég hafði séð einhverja Liverpool menn vera að gagnrýna @LFC fyrir þetta. Ég sem sagt þekkti ekki málið og sé ekki alveg óvirðinguna í því að spyrja?

    Ég efa að menn fatti það bara á punktinum að þessi lög séu Munich tengd skot, ég er a.m.k. ekki þannig innrættur og líklega ekki heldur þessi sem gerði þessi mistök hjá @LFC.

  46. Örlítil athugasemd: það væri betra ef menn skrifuðu München í stað ensku gerðarinnar Munich.

  47. Spurs að kaupa Chirichtes

    Nú er þetta bara búið hjá okkur, heitir hann ekki annars Marquee Chirichtes? 🙂

  48. Þetta er nú meira vælið í sumum hérna inni. Bíðum og sjáum hvað gerist.
    Þessir menn eiga klúbbinn og mig minnir að þeir hafi bjargað honum frá gjaldþroti.
    Þetta virkar á mig sem frekar heilbrigt viðskiptamódel hjá þeim og það hafa nú þegar komið nokkrir óslípaðir demantar fyrir lítið fé.

  49. Shay Given er reyndar ekki svo vitlaus kaup að mínu mati. Ég er alltaf með hnút í maganum þegar Brad Jones stendur á milli stanganna. Held líka að það muni hjálpa og styrkja Mignolet töluvert meira að vinna með Given enda gaurinn stútfullur af reynslu.

    Núna virðist Llori vera á leiðinni í læknisskoðun og þá spyr maður sig hvort Sakho sé dottinn upp fyrir. Ætla rétt svo að vona ekki!

    Billy Liddell ?@

    LFC sign defender Tiago Ilori for £8m from Sporting. Player travelling to England now for a medical, acco to @MirrorDarren

  50. nr 66 jæja þá er eitthvað að gerast vona að þetta verði staðfest fljótlega 🙂

  51. FSG björguðu Liverpool frá gjaldþroti þannig að þeir verða ekki dæmdir af árangri liðsins í deildina á meðan þeir eru eigendur.

    FSG tapaði svo miklum peningum á því að kaupa Carroll og Downing að þeir þurfa ekki að kaupa aftur dýra leikmenn á meðan þeir eiga Liverpool.

    FSG eru að berast í “villta vestrinu” með vasahníf og meðan hinir stóru eru með byssur það er ekki réttlátt. Hinir eigendurnir eiga miklu meiri peninga en FSG og fara ekki eftir reglum FFP kerfinu, ekkert er því eðlilegra en að sitja á peningunum á meðan hinir ríku eyða sínum.

    FSG koma frá USA og þekkja því ekki fótboltan eins og hann er spilaður á Englandi, þeir ættu því að fá nokkur ár til að ná áttum án þess að það sé kvafa um árangur í deild eða öðrum keppnum. (ef þú nærð árangri í bikar þá ertu rekinn:))

    Hverjir eru með afsakanir og væl?

  52. Lars, þetta kallast að hafa mismunandi skoðanir. Mikið vildi eg að menn hættu að nota orðið væl um skoðanaskipti.

  53. Það sem ég meina Steini er að upp úr hádegi á morgun þá fer stjórinn og allt liðið á hótel í Liverpoolborg og þar verður fókusinn stilltur á leikinn.

    Medicalteymið væntanlega líka og mér skilst nú reyndar að oft séu þeir Ayre og félagar tengdir þessum hópi. Það verður alveg pottþétt þannig að klúbburinn ætlar ekki neitt að gera til að taka fókusinn af því sem er að gerast fyrir leik við United og ég verð verulega undrandi ef að inn dettur frétt af leikmannakaupum. Vonandi klára þeir allt sem þeir geta í dag, því það er t.d. töluvert mál bara að ganga frá leyfum og slíku milli landa á einum almanaksdegi. T.d. bara það að allar skrifstofur íþróttasambanda eru lokaðar á laugardaginn og sunnudaginn.

    Svo alveg fyrir utan það að margir þessara leikmanna eru enn í leikmannahópum sinna liða og eru jafnvel með leik settan á!

    Svo ég sé ekki að á þessum tveimur dögum mæti leikmenn með sínum agent-um að ræða við Liverpool, sérstaklega þar sem þeir munu varla ná að ræða við stjórann eða hitta lækninn.

    Ilori fréttirnar virðast nærri og gott og blessað með það, utan þess ef að sú kaup taka pening frá því að kaupa Sakho. Ilori er mjög efnilegur, ekki vafi, en ekki enn tilbúinn að slá út Agger, Toure eða jafnvel Skrtel held ég.

    Sjáum til, mánudagurinn held ég að verði kallaður “F5 – dagurinn”.

    Svo er ég svo sammála því að við eigum ekki að tala um “væl” eða “histeríu”. Þetta eru ólíkar skoðanir á yfirborðinu en ekki í grunninn.

  54. Ef liverpool nær í miðvörð og kanntara þá held ég að við séum nokkuð solid og ég sáttur.

    Þeir sem við fengum í janúar(Coutinho og Sturridge) + Toure, Aspas og Mignolet líta allir út eins og frábær kaup og tel ég Liverpool hafa unnið frábært verk með því að fá þessa leikmenn án þess að þurfa að brjóta sparigrísinn og tæma bankan.

    Svo sjáum við hvað verður um Luis Alberto og hvernig Aly kemur inn í þetta.

    Svo má ekki gleyma því að liverpool stóð sig vel í að halda Suarez(ef það tekst) og stóðu fastir á sínu.
    Á meðan að Bale var að tala um að hann færi ekki frá Tottenham eftir tímabilið og væri ánægður var Suarez að tala um að fara frá Liverpool en nú er dæmið gjörsamlega búið að snúast við. Maður heyrir ekkert í suarez(minnir mig á það, þarf að fara að hryngja í kappan) og Bale er að væla endalaust í fjölmiðlum.

  55. Það virðast allir vera sammála um að liðinu vanti nauðsynlega sterkan miðvörð og kantframherja. Þetta hefur verið ansi augljóst frá því í vor.

    Lokadagar félagaskiptagluggans síðasta sumar eru ekki gleymdir og því er eðlilegt að aðdáendur séu farnir að ókyrrast.

    Eigendurnir fá væntanlega samkeppni um helstu transfertargetin á næstu dögum og hingað til hafa þeir verið fljótir að bakka úr allri samkeppni um leikmenn.

    FSG hafa gert margt gott fyrir LFC en ég geri kröfu um að liðið verði samkeppnishæft við bestu lið deildarinnar og slík samkeppni kostar peninga.

  56. Svo er ég svo sammála því að við eigum ekki að tala um „væl“ eða „histeríu“. Þetta eru ólíkar skoðanir á yfirborðinu en ekki í grunninn.

    Enn og aftur, þá er ég ekki að tala um ólíkar skoðanir þegar ég er að vísa í histeríu, gott og vel að hafa ólíkar skoðanir, en histería sem er svo alltof alltof víða, er aðeins annað en ólíkar skoðanir og skipti á þeim. Stór munur á þessu tvennu.

  57. Eftir bjartsýniskastið sem maður fékk í byrjun sumar og eftir tvo sigra þá er svartsýnin að hellast yfir mann með lækkandi sól. Spurs virðast vera styrkja sig með brotthvarfi Bale og gætu ef hópurinn smellur saman verið “title contenders”. Þá veit ég ekki hverjir ættu að misstíga sig með Arsenal svo við eigum sjéns á 4 sætinu.

  58. JESSSSSS!!!!

    Get French Football ?@GFN_France 14m
    L’Equipe: Liverpool and PSG are close to agreeing a €16m-€18m fee for Mamadou Sakho. We have an update for you shortly. #LFC #PSG
    Retweeted by Jack Sear
    Expand

  59. Verð bara að segja þetta: Tottenham kaupir leikmann á nánast hverjum klukkutíma en LFC gerir akkúrat ekki neitt. Hvað er í gangi? Sætta menn sig bara við að vera í þessu miðju moði? Skilja menn þarna ekki hversu dýrt það er að vera ekki í meistaradeildinni? Skilja menn ekki að til þess að komast þangað aftur þá verður að kaupa gæðaleikmenn? Á ekki orð og er verulega ósáttur við þessa stöðu.

  60. Tott ap vinna deildinna ekki sjéns ég spái þeim 7 sætinu í lok deildar. AVB er bara ekki góður þjálfari.

  61. sælll hvað kvíðahnúturinn minn fer ört stækkandi með hverjum klukkutímanum. John Henry hefði kannski átt að spurja sjalfan sig hvað hann væri að reykja fyrir mánuði síðan er hann beindi spurningunni til forráðamanna Arsenal…

    EF EF EF við erum að kaupa Llori á 8 milljónir og sleppa Sakho þá er eitthvað meira en lýtið undarlegt i gangi hjá okkar mönnum.

    Mér synist nkl sömu vonbrigðin vera i uppsiglingu og fyrir ári síðan..

    Svo er nóg fyrir menn að skoða erlend spjallborð til að sjá að Bretarnir eru i meirihluta brjalaðir með gluggann eins og við margir herna….

    Það er gífurleg pressa á FSG, ARGG hvað þetta er að verða stressandi…..

  62. Tístið í gegnum Guardian segir að báðir séu á leiðinni, Sako og Illore, sem er bara gott. Annar færi væntanlega í liðið en hinn myndi styrkja hópinn.

    Annars er mér alveg sama hvað Spurs gerir, sjálfsagt tekur smá tíma að lemja saman lið úr öllum þessum stjörnum og alls ekki víst að það skili þeim topp 4 sæti … en hvað veit maður. Nallarnir skitu upp á herðar í fyrra og áttu “runn” í lokinn sem landaði þeim 4 sæti.

    F5 fram á mánudag. …

  63. við erum að kaupa Llori á 8 milljónir og Sakho á 16-18 m
    erum við að fara að eiða 24m í 2 varnarmenn er þá ekki veskið orðið tómt 🙂
    og útseð að það koma ekki fleiri leikmenn

  64. Ef að 2 varnamenn koma inn, þá er öruggt að Skrölti verður seldur og þá eigum við ennþá eftir einhverja aura.

  65. trúi því ENGAN VEGINN að það seu að koma 2 varnarmenn…

    bestu fréttir dagsins samt þær að Kolo er ekki mikið meiddur og jafnvel með a sunnudag

  66. Moses inn og þá er þetta komið, þá er þetta mjög góður “gluggi”.

  67. Ef við fáum inn Sakho, Ilori og Yarmalenko þá er þessi gluggi vel heppnaður. Komin alvöru breidd í vörnina, og Yarmolenko er hesteitraður kantmaður, Úkraínska deildin er alls ekki léleg hann er með mjög góða stats þar, sem og 32 leiki fyrir Úkraínska landsliðið og 11 mörk í þeim.

  68. Ben Smith hjá BBC segir að Liverpool verði mjög líklega búnir að kaupa bæði Ilori og Sakho fyrir leikinn á sunnudaginn. Það væri frekar ljúft, þá væri hægt að nota mánudaginn í að redda einum góðum sóknarþenkjandi og svo vonandi öðrum til á láni.

  69. Fara samkvæmt honum báðir í Medical hjá okkur á næsta sólarhringnum, þá er þetta orðið ansi hreint nálægt því að klárast með vörnina okkar. Hann segir þetta samt ekki þýða að Skrtel sé að fara, þótt aðrir vilji nú meina það.

  70. Okei frábært ef við fáum þá báða, á samt enn eftir að sjá það gerast.

    Felagi minn bjallaði á mig áðan og sagði mer að Rodgers hefði sagt á blaðamannafundi fyrr i dag að hann hefði aldrei heyrt nafnið Yarmolenko…

    Það þarf líka 1-2 sóknarmenn, er ekkert að fretta af slíkum leikmönnum ?

  71. Fara samkvæmt honum báðir í Medical hjá okkur á næsta sólarhringnum
    Hmmm, nema Tottenham ákveði að stela þeim frá okkur á svipaðan hátt og Móri gerði við þá… sagði hann ekki að best væri að hafa læknisskoðanirnar leyndar http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=151811

    En ef úr verður að þessir tveir koma til liðsins að þá held ég að Skrölti sé að fara og vonandi, VONANDI neglum við einn sóknarþenkjandi leikmann í viðbót. Mata… aldrei að fara gerast, Moses mögulega eða þennan Yarmalenko sem ég veit nákvæmlega ekkert um og hef því ákveðið að gera þig Steini ábyrgan fyrir því hvernig hann stendur sig ef hann kemur 😀

  72. Væri algerlega frábært að fá bæði Sakho og Ilori, þá er einn beint í lið og annar fyrir framtíðina.

    Þá brosum við varnarlega, en við flöggum ekki fyrr en allt er klárt.

  73. “Get French Football News understands that Mamadou Sakho has now agreed a provisional contract with Liverpool as he edges closer to an exit from the Ligue 1 Champions. Sakho’s representatives have agree a hypothetical contract with Liverpool should the player be transferred to the Premier League club.

    Now they have done so, should the situation arise of a permanent transfer from PSG to Liverpool. However, that does not necessarily mean the player will move to Liverpool, at least not outright.

    Beinsport now claim that Liverpool and PSG have agreed a €23 million fee + bonuses for the player and the player will go to Liverpool. ”

    http://www.getfootballnewsfrance.com/2013/transfer-update-mamadou-sakho/

  74. Beinsport now claim that Liverpool and PSG have agreed a €23 million fee + bonuses for the player and the player will go to Liverpool. “

    23+ er það ekki svolítið mikið ??

  75. jedúddur minn. Ef þetta er satt og rétt, brosir maður hringinn. Ef þeir smella svo einum kantsóknarmanni inn fyrir mánudagskvöldið, er þetta frábær gluggi. Ef. Ef…

  76. Tekið af Vísi…

    Tiago Ilori er einn af efnilegustu varnarmönnum í Portúgal en hann hefur spilað fyrir 18, 19 og 20 ára landslið Portúgals. Ilori er fæddur í London og engan föður af nígerískum ættum.

  77. Mig grunar nú að búið sé að ákveða að gefa Napoli grænt ljós á Skrtel um leið og búið sé að tryggja staðgengil.

  78. Ánægjulegt ef meistari Kolo er sannarlega á góðum batavegi. Myndi muna heilan helling um hann á móti man utd. Vonandi detta þessi transfers í gegn + einn framar á völlinn. Maður biður ekki um meira að sinni!

  79. já svo sannalega veri það nú gót fyrir að fá þesa leikmein núna en því miður hef ég einga trú að þer kómi til okkar núna því miður……..

  80. Var eitthvað seinn til að sjá þennan ágæta pistil hjá Ssteina og mæti því síðbúinn til leiks, en get ekki annað sagt en að ég sé hjartanlega sammála hans skrifum. Það er augljóst á umræðunni bæði hér á síðunni sem og víðsvegar um víðáttur Liverpool-veldisins að púlarar hafa skipst í fylkingar meðan mínúturnar tikkuðu í áttina að lokandi söluglugga. Fylkingu þeirra sem voru nokkuð sáttir við þróun mála, treysta Rodgers & FSG vel til að stýra þessum málum og taka viljann fyrir verkið þó að allt gangi ekki fullkomlega upp í innkaupamálum. Og svo hinsvegar þeirra sem eru á bilinu órólegir til óhóflega ósáttir og allt að histeríu þeirri sem Ssteini nefnir.

    Að byrja að tala um Yanks out af því að nárinn hjá Kolo Toure gaf sig í framlengingu í leik sem þeir þó unnu þykir mér alveg sérstök tegund af stuðningi við sitt lið. LFC hefur 5-6 leikmenn sem geta spilað miðvörðinn og því með dýpri stöðum hjá liðinu þó að maður vildi samt sjá uppfærslu á gæðum í henni og mannabreytingar. En nei, nei, það þarf að úthúða FSG fyrir að vera ekki búnir að sjá fyrir þá óheppni að missa tvo í meiðsli með stuttu millibili og hafa tvo sem voru rétt ekki leikfærir eftir að jafna sig af meiðslum. Ég geri þá ráð fyrir að fyrst nárinn hjá meistara Kolo sé skárri en í upphafi var talið og máske tveir spennandi miðverðir í innkaupaferli að þá munum við sjá Yanks IN! Eða kannski ekki.

    Persónulega finnst mér ekki heil brú í slíkri skammsýni í afstöðu til þessara mála og það er líkt og menn séu á trampólíni skoðannamyndun. Upp og niður, upp og niður, upp og niður eftir því hvort að leikur vinnst eða tapast, leikmaður er keyptur eða meiðist eða hvaðeina. Svo sem ekkert að því að leyfa tilfinningunum að njóta sín í íþrótt sem gengur mikið út á innlifun og upplifun. Fótbolti væri ekkert án tilfinninga. En sanngirni í gagnrýni á sitt eigið lið, stjóra eða eigendur ætti að vera púlurum í blóð borið. Skoðannaskipti og rökleg umræða er stórfín og sjálfsögðu. Upphlaup og upphrópanir eru niðurdrepandi og skaða einfaldlega sameiginlegan málstað LFC. Við höfum unnið alla leiki það sem af er for kræing át lád! Er ástæða til að örvænta?

    Er Gerrard ómögulegur því hann fékk rautt á móti Everton á sínum tíma? Eða Carra glataður útaf tveimur sjálfsmörkum gegn ManYoo? Auðvitað ekki. Mennirnir eru goðsagnir! Að horfa á fá tilvik og dæma menn þungum palladómum þegar hlutirnir ganga ekki upp í það skiptið er hvorki sanngjarnt né gagnlegt. Það er langur tími liðinn síðan kaup á leikmönnum voru afgreidd með símtölum milli formanna eða formleg kauptilboð send með faxi og þetta er aldrei jafn einfalt og það virkar með músasmelli í FM eða CM. Í dag þarf að etja við moldríka keppinauta, gráðuga umboðsmenn, sjálfhverfa leikmenn, dreyft eignarhald og harðsnúna seljendur. Til að landa leikmönnum með rétt gæði sem passa inn í taktík Rodgers og vilja koma til okkar fyrir sanngjörn laun ásamt því að kosta ekki formúgu þá þarf allt að ganga upp. Það er hvorki auðvelt né sjálfsagt mál, jafnvel þó við séum Liverpool FC. Ayre & FSG eru ekkert vanhæfir þó að þeir uppfylli ekki okkar villtustu fantasíur um Willian eða Rikka Mikka. Það er ljóst að þeir eru að leggja sig fram um að gera sitt besta í að styrkja LFC á skynsamlegan og raunhæfan hátt.

    Við þurfum að átta okkur á að við erum saman í liði og að andstæðingurinn er bl**dy ManYoo! Látum af borgarastyrjöldinni til að sameinast í að vinna orrustuna á sunnudaginn!

    Koma svo Rauðir!

    YNWA

  81. FFW ?@FrenchFtWeekly 5m CONFIRMED: Mamadou Sakho not in PSG squad for tomorrow’s match v Guingamp. #PSG #LFC

  82. Peter Beardsley #101: Hjartanlega sammála. Mér finnst LFC hafa tekið framförum frá því að BR tók við og ég sé enga ástæðu til annars en að vera þolinmóður og bjartsýnn á að FSG+BR séu að gera rétt.

    Ég varðandi uppstillingunni gegn Notts, þá finnst mér það skrifast á leikmenn frekar en stjóra að leikurinn endaði í framlengingu.

  83. Er að hlusta a þetta viðtal við Werner og hann er nu að segja að EINN DAGINN voni hann að við verðum top 4 klúbbur, ekkert endilega á þessu seasoni eða því næsta ef eg skil hann rétt…

    Ég er ekki hundrað prosent í ensku og það væri dásamlegt ef einhver snillingurinn herna væri til í að þýða svona það helsta sem Werner er að segja í þessu viðtali…

  84. Station
    Sem þýðir að hann geti verið meiddur, í almennri fýlu eins og gjarnt er um fótboltamenn í dag, á leið til annars félags en LFC eða … á maður að þora að vona??

  85. Væru menn ekki bara sáttir ef að þessir 4 myndu slást í hópinn um helgina.
    Ilori, Sakho, Given og Moses.
    Ég væri allavegana mjög sáttur.

  86. ” Get French Football ?@GFN_France 6m Le Parisien say the agreed fee for Sakho at Liverpool is 19 million euros, not 23.”

    “We believe that the overall deal for Liverpool for Mamadou Sakho is €23m, but that includes €4m in bonuses.”

  87. Tiago Ilori, Andriy Yarmolenko, Shay Given, Mamadou Sakho og Victor Moses. Væri næs. Annars eru sumir sparkspekingar lítt hrifnir af Yarmolenko og telja, ef satt er að Liverpool hafi boðið meira en 20 millj. punda í kauða, sé algjört ofmat. Jæja, sjáum hvað gerist næstu þrjá daga eða svo. Aðalatriðið núna er leikurinn á sunnudaginn. Jei.

  88. Tekið af Wikipedia 🙂 … hann spilar á Íslandi 🙂
    Mamadou Sakho (born 13 February 1990) is a France international footballer who currently plays for Icelandic club Molde FK. He primarily plays as a centre back for his club, but can also deputized as a left back if necessary. Sakho is known for his leadership credentials, his tireless engine, hard-working attitude, and his tackling ability. He has also been praised for his “physical and tactical qualities”.[1] Sakho is also known for his eccentric hairstyles he often displays while playing and has earned the nickname Kirikou by club supporters as a result.[2][3]

  89. 109

    Rodgersmsagðist aldrei hafa heyrt um leikmann með því nafni “Yarmolenko” á fréttamannafundinum í dag.

  90. Gæti ekki verið meira sammála Ssteina í pistlinum. Líka fjölmörgum hér að ofan sem taka róandi pillurnar sínar reglulega og sveiflast ekki upp og niður og fram og tilbaka eftir tap- og sigurleiki.

    Ég kýs allavega frekar hæg og vandvirk vinnubrögð í þessum málum frekar en fum og fát og panikkaup á ofmetnum og allt of dýrum leikmönnum. Ef við tökum Sakho-kaupin sem núna virðast vera að ganga í gegn (samt ekkert öruggt með það) þá höfum við verið orðaðir við Papadopolus í stöðuna sem byrjunarhaffsent en Schalke setti verðmiða sem var óásættanlegur. Sakho virðist því vera betri kostur fyrir svipaðan pening og því er farið lengra með hann. Skoða alla kosti í stöðunni áður en farið er að eltast við leikmann sem er verðlagður of hátt miðað við aðra sambærilega leikmenn. Þessi staða er eitthvað sem menn hafa viljað bæta og auka samkeppni í. Því verða þetta fín kaup. En ef ekki nást samningar þá það. Þá er að snúa sér að næsta targeti og reyna að ná samningum á forsendum Liverpool FC um það.

    Og þótt við náum ekki í hægri kantsenter þá er það enginn heimsendir. Ég veit ekki hvort Victor Moses sé betri en Sterling eða Ibe. Hann er ágætur kostur en ekkert sem lætur mig hoppa upp úr stólnum af fögnuði.

    Mér finnst þessi haffsentastaða vera algjör forgangur en ég skil þessa gæja sem eru að semja mjög vel. Við stuðningsmenn erum alltof æstir í þessu, hlutirnir þurfa að ganga einn tveir og bingó og ef það gerist ekki á að reka hinn og þennan. Rekstur fótboltafélags er fáránleg þolinmæðisvinna og óvinsælt djobb á köflum. Við verðum að tileinka okkur meiri þolinmæði. Að því sögðu þá verður klúbburinn auðvitað að taka framförum frá ári til árs. Bæði til að lykilmenn fái ekki leið á verkefninu og vilji fara og líka til þess að við stuðningsmenn séum sáttir við það sem er í gangi.

  91. Tom Werner segir, meðal annars, í þessu viðtali:

    “Prognosticators predictated that we would finish sixth or seventh but our ambitions lie much higher than that.”

    Hann hefur vaðið fyrir neðan sig og lofar engu en hann er í rauninni að segja að markmið fyrir tímabilið sé að komast í meistaradeildina.

  92. Er fullkomlega sammála þessum pistli hans Steina….tja, nema hysteríunni hans yfir orðinu ‘marquee’ en ég held þó að hann sé sammála merkingunni þó orðið sé nýtt fyrir honum og það taki hann tíma að venjast því 😉 Babu er síðan með þetta ásamt meistara Peter Beardsley. Er Framfaraflokkurinn síðan í denn að skríða úr dvalanum?…það vantar bara Biscant 🙂

Októberferðalagið að skýrast

Allt að gerast? Sakho, Ilori, Given og Moses.