Októberferðalagið að skýrast

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Eins og fram kemur hér letrað í rautt að ofan þá eru kop.is ásamt Úrval Útsýn að skipuleggja ferð á Anfield fyrstu helgi október þar sem aðalatriðið verður auðvitað að sjá okkar alrauðu snillinga spila við lærisveina Ian Holloway, drengina í Crystal Palace.

Enn eru örfá sæti laus í ferðina, þar sem eitthvað var um að þeir sem höfðu bókað urðu að draga sig til baka. Þeir sem vilja grípa þessa gæs smella endilega á hlekkinn hér fyrir ofan, þar er að finna allar upplýsingar sem þarf til að koma með í þessa þriggja daga reisu.

Frá því síðasta færsla um ferðina kom hér inn hefur verið ákveðið að það verði ofanritaður, Maggi, ásamt selfysska unaðsdrengnum Einari Babu, sem munu taka að sér fararstjórn fyrir hönd kop.is. Við Babu erum farnir að undirbúa okkur andlega sem og líkamlega (nánar um þetta líkamlega ekki inni á þessari síðu takk) fyrir átökin og hlökkum mikið til.

Kop.is hópurinn stefnir svo á hitting fljótlega til að leggja lokahönd á þá liði slíkra ferða sem við hyggjum á að verði hinir föstu frá okkur þegar svona ferð er í gangi og í kjölfar þess fundar munum við bæta inn því sem þar verður ákveðið.

Í grófum dráttum má þó alveg velta upp því sem nú er verið að vinna með. Flugið er til Manchester á föstudegi og þaðan er tæplega klukkutíma akstur á gæðahótel í miðborg Liverpool. Það þýðir því að föstudaginn verður sko alveg hægt að nýta til annars en bara ferðalags. Þar er hægt að klára á örskotstíma kaupin sem fylgja því að manni er hleypt til útlanda frá fjölskyldunni, fara og skoða margt skemmtilegt sem miðborgin hefur að bjóða eða bara setjast inn á knæpu og grípa andrúmsloftið. Sem verður nú líklega það sem fararstjórarnir munu gera ef að tími vinnst til. M.a. um þetta snýst líkamlegi undirbúningurinn og svo ekki meira um hann.

Á föstudagskvöldinu munum við bjóða upp á samkomu, hálfgerða trúarsamkomu auðvitað, þegar við ætlum að finna stað til að vera með smá pöbbkviss um Liverpool FC og í kjölfarið taka “upphitun a la kop.is” sem mun byggja á því sama og gerist hér inni á síðunni, við Babu spjöllum um LFC og mótherjann en munum heimta viðbrögð við þeirri upphitun og jafnvel reyna að koma skilaboðum hópsins skipulega áfram að samkomu lokinni. Það mun þó fara eftir hversu vel hefur tekist hjá okkur undirbúningur fyrir viðburðinn.

Laugardagurinn er leikdagur og stefnan er að taka hann nokkuð snemma. Það er að mínu mati einfaldlega langskemmtilegast að vera á laugardagsleikjum á Englandi vegna þess hversu mikið fjör er í fólki fyrir og eftir leik og við Babu ætlum okkur að vera snemma á The Park eða Albert þennan dag, til að taka þátt í söngvum og gleði Kopites-fólksins sem er gjörsamlega eingöngu snillingar í að búa til stemmingu, allt fram að Kick off sem verður kl. 15. Í kjölfar leiks er síðan ágætt að ná sér niður á svipuðum slóðum áður en haldið er til miðborgar á ný og á vit ævintýra á þeim enda, hvert við eitthvað rötum.

Úti í Englandi munum við verða í nánu sambandi við mikinn eðalmann sem hefur aðstoðað okkur við þessa ferð og á sunnudeginum erum við enn að reyna að mausa upp eitthvað skemmtilegt að gera saman, það er þó best að lofa sem minnstu öðru en því sem við getum staðið við en það er alveg á hreinu að við ætlum að gera allt sem við getum til að ná eins mikilli gleði og mögulegt verður frá þessari dásemdarborg á norðvesturströndinni dagana 4. – 7.október!!!

Eins og áður sagði þá losnuðu nú óvænt einhver sæti í ferðina og áhugasamir ættu því að fara hér efst og smella á hlekkinn góða sem er fyrsta skrefið að frábærri ferð!

37 Comments

  1. hlakka gríðalega mikið til þessara ferðar 🙂

    en vitiði hvernig sætaskipanin er á leiknum?? er einhver séns á að vera í kop stúkunni???

  2. Sælir drengir

    Ég heimta að þið verðið með óhefðbundna upphitun fyrir leikinn frá Liverpool og takið upp og póstið á t.d. youtube upphituninni af pöbbnum á föstudagskvöldið!!!
    Það væri snilld 🙂

  3. Öss öss, styttist í þetta. Einmitt, maður er mest forvitinn um hvar við sitjum. Eitthvað að frétta af því? Ekki bak við mark, ekki bak við mark, ekki bak við mark please.

  4. Tigon

    KOP stukan er bakvið mark og þar er langbest að vera á vellinum að minu mati

  5. Ég veit að hún er bak við mark. Ég vill ekki vera þar. Vill helst sjá leikinn frá cirka miðlínu. Hef farið á leik þarna og verið bak við mark og maður sér ekkert hvað er að gerast á hinum enda vallarins. Ég treysti Kop.is mönnum að sætin verða góð.

  6. MUFC-LFC í 3. umferð Deildarbikarsins. Fyrsti leikur Suarez úr banni, þetta verður eitthvað 🙂

  7. united spilar alltaf krökkunum sínum í þessari keppni þannig bíst við að við komumst áfram

  8. Nr 7

    Ferguson gerði það en það er ekki víst að Moyes geri það, jafnvel líklegra að Brendan spili sínum krökkum.

  9. Það er ákaflega oliklegt að Rodgers eða Moyes spili a varaliði þennan leik, bæði liðin hata að tapa fyrir hvort öðru og eg held þetta verði ALL IN leikur…

  10. Þessi leikur verður merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður fyrsta tækifæri Utd að hefna fyrir háðulegt tap á Anfield þann 1. sept.

  11. neyðist maður semsagt til að horfa á 3 leiki með united í vetur…..

  12. Að minnsta kosti þrisvar sinnum Eldoro. Vinnum þá í FA-úrslitum líka!

    Þessi ferð hljómar ótrúlega spennandi! Væri draumur að komast á þennan leik og fá að join in þó svo að ég myndi ekki ferðast frá Íslandinu og með ykkur. Mun athuga það þegar nær dregur.

    Ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og vongóður um að við séum að fá styrkingu núna fyrir þriðjudaginn þó svo að vissulega sé þokkalega pirrandi að sjá spurs og fleiri fara hamförum á leikmannamarkaðnum. Það mun koma hjá okkur, vonandi strax næsta sumar!

    Billy Liddell ?@Liddellpool 6m

    LFC have agreed fee for Tiago Ilori, about €7m+ add-ons. acc to O Jogo

    Billy Liddell ?@Liddellpool 27m

    LFC close to a deal with Ajax #Alderweireld acc to Belgian broadcaster RTFB

  13. Svavar Station, þú heldur að m.u. fari alla leið í úrslit FA cup?

  14. Þetta verður örugglega algjör snilld þessi ferð. Er að fara í fyrsta skiptið á leik, þannig að það er bara spenna hérna megin. Kopmenn klikka ekki á þessu.

  15. Tja, þeir mega fara í úrslit ef þeir vinna ekki 🙂

    En hvernig líst mönnum á þetta?

    Steven Gerrard ?@Gerrard8FanPage 10m
    According to Sky Italia, Liverpool have made a €23m bid to Dynamo Kyiv for Andriy Yarmolenko.

    Þessi er heitur!

  16. Ætla ekki að vera með stæla eða leiðindi en mikið vildi ég að þið síðuhaldarar mynduð sjá ykkur fært að setja inn nýjan pistil (opinn þráð) þar farið væri yfir hvaða leikmenn gætu komið til Liverpool áður en glugginn lokar.

    Mikið að gera á næstu dögum hjá félaginu okkar, leikurinn á móti united og lokun félagskiptargluggans.

    Með fullri virðingu fyrir þessari skemmtulegu ferð ykkar.

  17. Yarmolenko væri frabært að fa en hef enga tru a að okkar menn kaupi leikmann sem kostar meira en 20 milljonir.

    Sa a Twitter aðan einhvern vitna i viðtal við þennan dreng sem a að vera tekið fyrir einhverjum dogum og þar segist hann ekki fara neitt, ætli að vinna titla fyrst… að visu hafa leikmenn oft sagt að þeir seu ekki a förum neitt en fara svo korteri siðar.

    En þeir eru tveir þarna i ukrainu ef eg skil þetta rett, yarmolenko og konoplyanka, þetta er ekki sami maðurinn er það ? Baðir svakalegir virðist vera..

    Annars verður bara eitthvað að fara detta, mer finnst eigilega vanta 3-4 leikmenn frekar en 2. Mættu alveg koma tveir varnarmenn og tveir framsæknir leikmenn.

    Annars er maður bara drullu stressaður um að þessi gluggi se að fara enda i feitum bömmer eins og i fyrra…

  18. 20# Vidar Skjoldal.

    Ekki sami leikmaðurinn:

    Stats from Ukrainian League:
    Konoplyanka: 115 matches | 22 goals | 18 assists
    Yarmolenko: 126 matches | 44 goals | 28 assists

  19. Takk svavar þa skildi eg þetta rett ..

    Er bara búið að orða okkur við yarmalenko eða var hinn orðaður við okkur um daginn ?
    Einhver kommentaði herna a kop um daginn að liðið vildi hatt i 50 milljónir fyrir leikmanninn, veit ekki um hvorn þeirra var verið að tala

    En ja tek undir með fleirum, einn opinn þrað um gluggann væri vel þeginn… þetta er að bresta a, um leið og opni þraðurinn mætir og stjornendur fara að uppfæra hann með nyjustu tíðindum þa er ballið byrjað. .

  20. Stefstef 24

    Torres virkar gersamlega heillum horfin hja chelsea en eitthvað segir mer að hann myndi detta i gírinn hja okkur.. alveg til i að fa hann ef hann fæst a sanngjarnan pening

  21. Djöfulli hlýtur að vera gaman að vera stuðningsmaður Tottenham, Chelzkí og City, stöðugar jákvæðar transfer fréttir. Hvenær fáum við að finna jákvæðar tilfinningar tengdum félagsskiptum? Þetta fer að verða ansi þreytt

  22. Ég skil bara ekki þetta rugl-kaupæði hjá tottenham…. allir feitustu bitarnir eru að enda hjá þeim…. verð að viðurkenna það að það sauð á mér þegar ég sá að eriksen og lamela eru að fara þangað….. fokking glatað

  23. Þessir kanar halda fastar um veskið en Jóakim aðalönd eru menn í alvörunni svo barnalegir að halda að þeir fari allt í einu að rífa það upp núna til þess að kaupa einhvern ofurleikmann. Ég er nokkuð viss um að það verða engar frekari breytingar á liðinu í þessum glugga held að kanarnir séu búnir að gefast upp og séu að leita sér að leið út.

  24. Svei mér þá, ef staðan verður eins 3.sept þá fer ég að hallast að því að Gylfi hafi tekið rétta ákvörðun með að velja tottenham en ekki okkar ástkæra Liverpool. Drepfúlt en satt.

  25. freysi 29

    Gylfi er ekki alveg inní myndinni hjá Tottenham og er hann til sölu.
    Hvernig geturu fengið það út að hann hafi valið rétt ?

  26. Eto´o og Torres frammi, það hefði verið þokkalegt fyrir örfáum árum. En í dag finnst mér Suarez og Sturridge tölvert flottara. Áfram Liverpool!!!

  27. held þetta hljóti að verða viskiptahelgi, að miðju og varnamaður komi inn, þeir enfaldlega geta ekki verið að hugsa að svona þunnur hópur haldist heill alla tíðina og engin meiðist, ef engin myndi meiðast, og þar sem álagið er minna í ár en undanfarin ár þá gæti þetta gengið vel, það er sterkur 11 manna hópur, en það er bara ekki raunhæft, ensog kom í ljós í síðasta leik.

    annars er þessi síða athylisverð: http://www.transferleague.co.uk/premiership-transfers/liverpool-transfers.html
    síðan kanarnir fengu liðið:
    10 inn 25 Út
    keypt fyrir 72.6
    selt fyrir 36.5
    en það sem er athyglisvert er tapið á leikmönnunum einsog carroll downing og aquilani sem nemur 47.5

    maður er bara að spá hvað menn voru að reykja, og hvort, þó annað sé, það sem þeir eru að reykja núna sé eitthvað betra

  28. 33 Þetta meikar ekkert sense Kanarnir voru búnir að taka við þegar Torres var seldur og bara salan á honum var 50 millz þannig að selt 36.5 er bara eitthvað skrítin tala.

  29. Ruglið er heldur betur að byrja og slúðrið um allt núna, ballið er byrjað, eru menn ekki vel stemdir i næstu 4 daga ? F5 takkinn klár ?

    her er svona eitthvað af ruglinu..

    Liverpool have made €23m(£19.6m) bid Andriy Yarmolenko. [VIA @dimarzio sky Italy]

    Looks like Tottenham has agreed a deal around £12m for Cristian Eriksen. Come on Liverpool do something to sign new players only few days left.

    Carra: “BR hasn’t spent loads this season – so people have been surprised that a real big-money, big-name signing hasn’t come in.”

    PSG defender Sakho to Liverpool is a done deal.
    Source : Sky Italia.

    SKY ITALY : Liverpool are close to finalise the deal to sign #PSG and France centre-back Mamadou Sakho.

    Portuguese paper O jogo reporting Liverpool are very close to reach an agreement with Sporting to sign Tiago Ilori for €7m(~5m £)

    Carra: “Liverpool will be even stronger when Suarez is back but I still think they are a little bit short squad-wise of challenging Arsenal and Tottenham for a Champions League place, so I would like to see a couple more signings before the window closes.”

    Mamadou Sakho and Andriy Yarmolenko rumours doing the rounds today

    Liverpool target £13m Schalke star
    Liverpool linked with move for Kyriakos Papadopoulos from Schalke

    Fernando Torres linked with shock return to former club Liverpool, as Arsenal monitor the situation

    Liverpool and Arsenal are both believed to be weighing up a move for Ajax defender Toby Alderweireld before the transfer window shuts on Monday.

    Liverpool and Aston Villa are preparing bids for FC Porto’s Senegalese defender Abdoulaye Ba, according to reports in France.

    Regional Paper Talk: Reds eye Lescott
    Liverpool could make a move for Manchester City defender Joleon Lescott while Stoke are reportedly interested in a Bundesliga star Aaron Hunt.

    ÚFF það er allavega nóg af rugli í gangi í dag það er á hreinu, skulum vona að eitthvað af þessu reynist rétt..

    Minn draumur er Sakho og YARMOLENKO ásamt þá kannski Moses á láni..

    KOMA SVO FSG, klára einhverja díla núna……

  30. 34 ja það er rett, eg tok bara saman þennann og siðasta glugga, þ.e. Gluggana fra og með siðasta suma, gefur ekki alveg retta mynd

Liverpool – Notts County 4-2

Klukkan tifar