Hvað er í gangi hjá Tottenham?

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Liverpool hefur varla verið orðað við leikmann undanfarin 2-3 ár án þess að Tottenham sé orðað við hann skömmu seinna. Þessi lið hafa verið í tiltölulega svipuðum málum undanfarin ár og virðast vera rekin á svipaðan hátt og svo innilega er Tottenham alltaf orðað við okkar skotmörk að margir vilja meina, bæði í gríni og alvöru að líklega hafi þeir ekkert njósnarateymi heldur hjóli bara í okkar skotmörk og bjóða betur en við. Hvað veit maður, ég myndi ekki útiloka þetta sem factor hjá Daniel Levy stjórnarformanni Tottenham, þeim mikla ref.

Liverpool er ekki ennþá búið að jafna sig eftir tíma Gillett og Hicks og það er ljóst að peningurinn sem Comolli og Dalglish fengu til að eyða í leikmenn árið 2011 hefur ekki fært okkur neitt nær andstæðingum okkar, nema síður sé eins og við sjáum nú þegar verið er að selja nánast alla þessa leikmenn á útsöluverði. Tottenham hefur á sama tíma verið að byggja upp gríðarlega öflugt lið sem hefur tekið okkar sess í baráttunni um meistaradeildarsætið og virðast vera komnir lengra en okkar menn. Þeir tóku framúr okkur þegar Liverpool fór nánast á hausinn og hafa verið skrefi á undan síðan, innan sem utan vallar.

Þessi félög eru skiljanlega að sækja á sama markaðinn og því ekki óeðlilegt að þau séu að eltast við sömu leikmennina af og til en því miður fyrir okkur virðist þetta vera orðið þannig að Tottenham fer alltaf í þá leikmenn sem Liverpool sýnir áhuga á og það sem verra er að þeir eru að ná þeim. Yfirbjóða okkur og/eða selja sitt prodject betur. Það er áhyggjuefni.

FSG eru klárlega brenndir af sínum fyrstu leikmannagluggum og við ættum að vera það líka. Þá var tekið sénsinn sem margir eru að heimta núna og borgað yfirverð fyrir leikmenn sem stóðu svo sögulega illa undir því. Árið eftir var fullkomlega tekið hinn pólinn og nánast ekkert eytt í leikmannakaup. Þá var reyndar verið að skipta alveg um mannskap sem sér um að kaupa leikmenn til félagsins og það hafði líklega meira með það að gera að ekki var gert meira í þeim glugga.

Eftirá að hyggja eru margir á því að það hafi verið hárrétt hjá FSG í fyrra að fara ekki í verðstríð við Tottenham og enginn sér eftir því núna að þeir fengu Gylfa Sig og Dempsey. Ég get tekið undir það og myndi aldrei vilja skipta á Gylfa og Dempsy fyrir Coutinho og Sturridge sem komu í staðin. En áhygguefnið er að það tókst ekki að hjóla í ný skotmörk í sumarglugganum og frekar var farið inn í sumarið með allt of lítinn hóp. Það kostaði okkur gjörsamlega síðasta tímabil sem var nógu erfitt fyrir.

Hópurinn og leikjaálagið er miklu skaplegra núna og gefur mikið betur ástæðu til bjartsýni, jafnvel þó við bætum engu við. Engu að síður er útilokað að Liverpool komi alltaf betur út úr því að bakka frá sínum aðal skotmörkum og láta Tottenham kaupa þá í staðin. Tottenham var 11 stigum á undan okkur í fyrra, stigi frá meistaradeildinni og það bil er ekkert að fara minnka ef við berum saman sumarið hjá þessum liðum.

Totthenham var fyrir síðasta tímabil með mjög öflugan hóp sem þeir höfðu styrkt yfir sumarið. Það gleymist smá í Bale fárinu að þeir eru með mjög gott lið fyrir utan hann. Hann er hinsvegar maðurinn sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi ef svo má segja og var klárlega X factorinn.

Núna í sumar búast flestir við því að hann fari til Real Madríd og að Tottenham hafi verið að eyða þeim peningum sem þeir koma til með að fá fyrir hann. Persónulega er ég efins um að þetta sé bara Bale peningurinn, þó sú upphæð sé sögð vera gjörsamlega út úr kortinu. Þeir eru að kaupa leikmenn fyrir allann Bale peninginn ef ekki meira og launakostnaðurinn hækkar líklega töluvert samhliða því þó vissulega hafi nokkrir feitir bitar farið af þeirra launaskrá í sumar. Ég er reyndar ekki ennþá alveg viss um að Bale sé að fara frá þeim.

Ég ræddi þetta aðeins við vin minn sem heldur með Spurs sem segir að fyrr í sumar hafi verið slúðrað um það að Joe Lewis eigandi Spurs hafi gefið Daniel Levy lán á litlum sem engum vöxtum upp á 50m til að nota í leikmannakaup. Það kæmi aukalega við það þessi venjulegum 20m sem þeir setja í leikmannakaup og einnig sölu á þeim leikmönnum sem til eru hjá þeim. Við sjáum hvort eitthvað sé til í þessu þann 3.sept. Þeir hafa núna keypt leikmenn fyrir um 58m og selt fyrir um 13m. Kaupi þeir Willian á 30m er ekkert öruggt að það þýði að Bale fari. Kaupi þeir hinsvegar Willan og Lamela er öruggt að Bale fari.

Fyrir ári síðan losuðu þeir sig við mikið magn af leikmönnum og notuðu þann pening mjög vel á móti í leikmenn sem styrktu liðið. Þeir komu ca. á sléttu frá þeim leikmannaglugga. Eina skarðið sem þeir þurftu að fylla var Luka Modric sem líklega tókst ekki alveg en þeir hafa greinilega lagt mikla áherslu á að laga það í sumar og jafnframt eru t.d. Holtby og Gylfi núna árinu eldri og mun betur undirbúnir fyrir að spila með Tottenham.

Markverðir:

Fyrir ári síðan keyptu Spurs landsliðsmarkmann Frakka, Hugo Lloris á 12m og er hann einn af betri markmönnum deildarinnar og á besta aldri. Brad Fridel er ágætur til vara þó hann sé orðinn 42 ára sem og Gomes sem er fínn þriðji kostur.

Miðverðir

Þeir keyptu einnig Belgíska landsliðsmanninn Jan Verthongen frá Ajax sem virðist hreinlega hafa verið þjófnaður á 10m. Hann er nú þegar talinn einn af betri varnarmönnum deildarinnar og jafnframt góður sóknarlega. Barcelona hefur m.a. verið orðað við hann en Spurs vilja ekki selja. Hann hefur líklega þrefaldast í verði. Með honum er Michael Dawson og Younnes Kaboul en Spurs hefur ekki styrkt sig í þessari stöðu ennþá í sumar enda Liverpool ekki búið að bjóða í miðvörð ennþá. Ég lofa því að Spurs fer beint í þann miðvörð sem Liverpool reynir að fá. Þeir seldu Caulker til Cardiff sem segir manni ennfrekar að þeir kaupi miðvörð í sumar.

Bakverðir

Bakvarðastaðan hefur verið einn helsti styrkleiki Spurs undanfarin ár (Bale var auðvitað bakvörður) og þar eiga þeir mjög öfluga menn sem smellpassa í kerfi AVB. Kyle Walker er farinn að banka á landsliðið og að keppa við hann er hinn ungi Kyle Naughton. Hinumegin er Danny Rose kominn úr láni og í byrjunarliðið. Eins er Ekotto ennþá á mála hjá þeim. Slúðrið segir að Contreao verði partur af Bale dílnum sem myndi ekki veikja þessa stöðu neitt, nema síður sé.

Varnartengiliðir/miðjumenn

Miðjan hjá Spurs er bara orðin scary. Þeir voru að losa sig við Parker sem var líklega á mjög góðum Harry Redknapp samningi og fá í staðin eitt mesta efnið í heiminum, Paulinho. Fyrir eru þeir Dembele og Sandro með betri miðjumönnum deildarinnar. Etienne Capoue bætist einnig við þennan hóp. Þetta eru bara þeir sem teljast meira sem djúpir miðjumenn

Sóknartengilliðir/miðjumenn

Að auki er Bale ennþá á mála hjá Spurs. Lewis Holtby kom í fyrra sem og Gylfi Sig. Þar fyrir utan eru Townsend og Carroll mjög efnilegir kjúklingar. Þessir fjórir gætu fengið eitthvað minna að spila í vetur myndi maður ætla, ekki nema að Levy fái það í gegn að nota meira en 11 menn í byrjunarliði, eitthvað sem ég myndi ekki útiloka.

Kantmenn

Tottenham eru sagðir verið að kaupa Willen og Lamela. Báðir gríðarlega öflugir leikmenn sem sagðir eru kosta um 30m og myndu líklega fara í stitthvorn kantinn, sérstaklega ef Bale fer. Fyrir utan þá eru þeir með Aaron Lennon og Nacer Chadil sem kom í sumar og er talinn vera hörkuleikmaður líka.

Sóknarmenn

Þessi staða var veikust hjá Spurs í fyrra en það er klárlega búið að laga það því þeir keyptu ofan á allt annað einn heitasta sóknarmanninn í boltanum í dag og aðalsóknarmann besta landsliðs í heimi, Roberto Soldado. Hann gæti einn og sér fyllt upp í það skarð sem mörkin hans Bale skilja eftir sig. Hvað þá með Willien og Lamela sitthvorumegin við sig. Eins eiga þeir Defoe og Adebayor sem er orðinn hálfgert grín hjá Spurs. Ekkert ónýtur þriðji kostur samt.

Það er óhætt að segja að á pappír sé Spurs að byggja upp gríðarlega öflugt lið. Þetta er lið sem maður sér alveg fyrir sér geta barist um meira en bara þetta fjórða sæti. Þeir eru a.m.k. all in fyrir þetta tímabil og ljóst að Arsenal og Liverpool þurfa að hafa verulegar áhyggjur af því hvað Spurs eru að gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvort þetta smelli allt hjá þeim og tölfræðin segir okkur að um 50% leikmannakaupa heppnist í raun.

Við Liverpool menn erum að verða geðveikir á að sjá margra vikna orðróm um góða leikmenn enda á því að Tottenham komi inn á síðustu stundu og kaupi hann eins og það sé bara sjálfsagt að fara frekar til Spurs frekar en Liverpool. Arsenal menn eru í ennþá skrítnari málum því þeir eru ekki einu sinni að reyna við þessa leikmenn. Samt ná þeir líka að bögga okkur með því að herja á okkar besta leikmann og bara hann.

Hvað svo sem er í gangi bak við tjöldin er alveg morgun ljóst að Arsenal og Tottenham vilja ekki sjá Liverpool koma til baka í toppbaráttuna. Spurs yfirbýður í öll okkar skotmörk á meðan Arsenal reynir að kaupa okkar besta leikmann. Ég er alveg hrifinn af stefnu FSG að finna leikmenn eins og Coutinho og Sturridge en þeir verða líka að taka aðeins þátt í leiknum. Meðan næstu keppinautar Liverpool eru að sýna miklu miklu meiri metnað þýðir lítið að ætla sér í baráttuna með því að snappa upp gullmolum á 5-15m eða 32 ára gömlum varnarmönnum á frjálsri sölu. Liverpool er ennþá í plús á leikmannamarkaðnum og það er rétt rúmlega vika eftir af honum.

Ég segi eins og Maggi sagði í dag ég bíð órólegur eftir 3.sept og dæmi þetta þá. Það er ennþá góður séns á að Liverpool styrki sig og það þarf alls ekkert að vera að við verðum eitthvað fúl yfir því að hafa misst af Willian fyrir 30m. Hans tölfræði er ekkert svakaleg ef maður rýnir aðeins í hana þó vissulega sé þetta mjög flottur leikmaður. Það er verra að missa af honum til Spurs heldur en í raun að missa af honum.

Mesta áhyggjuefnið er samt að þetta var bara Tottenham sem ég var að fara yfir. Þeir lentu fyrir neðan Arsenal sem hefur ekki verið yfir utan topp 4 í 16 ár. Þar fyrir ofan er Chelsea sem hefur eytt miklu meira en Spurs undanfarin ár og var með miklu betra lið fyrir. Það áður en ég minnist á Jose Mourinho. Man City er búið að styrkja fáránlega gott lið sitt enn frekar og ráða nýjan og afar spennandi stjóra og United vann deildina með afgerandi hætti. Þeir eiga alveg eftir að styrkja sig.

Ég get ekki sagt að ég sé of bjartsýnn með okkar tilburði í sumar. Af öllum þessum liðum þurftum við mest að láta til okkar taka. Liverpool þarf að taka langstærsta stökkið af þessum liðum. Fyrir neðan eru svo lið eins og Southamton sem er búið að eyða 40m í sumar. Everton sem var fyrir ofan okkur í fyrra. Norwich og Swansea sem eru að styrkja sig verulega. West Ham er einnig að styrkja sig mikið og með stjóra sem hefur alveg skilað ólíklegum liðum ofarlega í deildinni, þeir kaupa okkar reject á tilboðsverði.

Ef að nefndin sem sér um leikmannakaup hefur ekki fleiri hugmyndir í sumar (rétt eins eins og fyrra) er nokkuð ljóst að þar erum við ekki með nógu öflugt teymi. Það hefur enginn leikmaður komið í sumar sem liðin fyrir ofan okkur voru að reyna að fá og/eða liðin fyrir neðan okkur gátu ekki keypt til sín.

Ég neita að trúa því að svo sé og ætti salan á Downing að vera staðfestning þess að eitthvað sé í gangi bak við tjöldin. Ég geri ráð fyrir því að þetta Willian dæmi sé frágengið við Spurs. Spurning um að skoða þessi Lamela viðskipti og fella Spurs á eigin bragði? Hér eru einnig ágæt skotmörk sem hægt væri að skoða. Damiao, Muriel…fleiri?

John W henry sendi stuðningsmönnum Liverpool opið bréf eftir að leikmannaglugganum lokaði í fyrra þar sem hann var að afsaka/útskýra skituna undir lok þess glugga og stappa í okkur stálinu. Þar stóð m.a. þessi gullna setning:

Our ambitions do not lie in cementing a mid-table place with expensive, short-term quick fixes that will only contribute for a couple of years.

Ég man ekki eftir mörgum klúbbum sem hafa eytt eins miklum pening í leikmenn sem endast varla heilt tímabil hjá klúbbnum, hvað þá tvö áður en þeir hafa hrunið í verði og þeir komnir á brunaútsölulista heldur en Liverpool undir stjórn FSG. Þeir segja jafnan réttu hlutina en mikið óskaplega tekur þetta langan tíma hjá þeim og gengur hreinlega illa.

Ég hef samt ekki misst trúnna á þeim ennþá og það er ekki eins og þeir séu að ganga á bak orða sinna er þeir bakka frá leikmannakaupum sem eru komin langt frá því verði sem þeir meta leikmenn. Þetta kom líka fram í bréfinu í fyrra.

We will build and grow from within, buy prudently and cleverly and never again waste resources on inflated transfer fees and unrealistic wages. We have no fear of spending and competing with the very best but we will not overpay for players.

We will never place this club in the precarious position that we found it in when we took over at Anfield. This club should never again run up debts that threaten its existence.

Það telst ekki að borga of mikið fyrir leikmenn sem bæta Liverpool og koma því á hærri stall, þeir gætu kostað örlítið meira en upphaflega var áætlað og stundum þarf að taka því. Góð þumalputtaregla er að vera ekki að eltast við ofmetna breta á dýrasta markaði í fótboltanum. Leikmenn sem voru afskrifaðir og sagðir allt of dýrir um leið og þeir voru keyptir.

Trikkið er að finna þessa menn sem bæta liðið og helst strax. Annars er lítið framundan annað en ósannfærandi barátta áfram um sætin rétt fyrir ofan miðjumoð.

FSG, þið eigið leik.

138 Comments

 1. fsg þarf sko aldeilis að sannfæra mig. Ég er að upplifa tottenham “stela” af okkur hverjum leikmanninum á fætur öðrum, tottenham takið eftir, ekki manutta.. hamborgararassarnir þurfa að drulla sér á lappir og láta verkin tala, ekki eitthvað froðusnakk í fjölmiðlum.

 2. Fyrir það fysta, þá þurfa menn að slaka aðeins á.

  Tottenham eru að selja sinn langbesta leikmann á metpening og eru greinilega að eyða þeim peningi í sumar. Síðustu ár hefur eyðslan ekkert verið í líkingu við þetta hjá þeim. Þeir eru einfaldlega tilbúnir að eyða meira í leikmenn en Liverpool í suma leikmenn. Það kom í bakið á þeim með Dempsey og Gylfa og það er spurning hvað gerist með Willian.

  Willian er líklega einn dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar (sjá lista). Samkvæmt því verði sem er verið að tala um eru það bara Torres, Shevchenko, Rio Ferdinand, Sergio Aguero, Robinho og Veron, sem eru dýrari. Myndum við virkilega treysta okkur í slíkt fyrir leikmann sem er 25 ára gamall, hefur spilað í rússnesku deildinni og flest okkar höfðu ekki heyrt um fyrir tveim vikum? Fyrir mér hljómaði til dæmis Mikhitaryan miklu betur og ég var miklu svekktari yfir að missa af honum.

  Varðandi strategíuna hjá FSG, þá er þetta að einhverju leyti svipað vandamál og City hafði í byrjun. Það er liðið átti pening, en bestu leikmennirnir vildu ekki koma til þeirra. Þeir leystu það (af því að þeir áttu svo stjarnfræðilega mikinn pening) með því að kaupa topp leikmenn úr minni enskum liðum, sem þeir hafa svo smám saman losað sig við (Barry, Milner, Santa Cruz o.s.frv.) með gríðarlegu tapi.

  Það er hins vegar spurning hvernig FSG ætla að leysa þetta. Þeir eru í catch-22 stöðu – til að komast í Meistaradeildina þurfa þeir leikmenn, sem vilja ekki koma af því að við erum ekki í Meistaradeildinni.

  Ein leiðin til að komast framhjá þessu er bara að borga rugl prísa fyrir allt með alltof háum verðum á leikmönnum og launum. Það höfum við hins vegar ekki efni á.

  Hin leiðin er væntanlega að fókusera á leikmenn með mikið potential, sem hafa kannski ekki náð að skína síðustu tímabil (þar eru Sturridge og Coutinho frábær dæmi). En sú leið getur tekið langan tíma og er líkleg til að mistakast.

  Málið er að strategían fyrir FSG er ekki augljós. Það er ekki augljóst hvernig við eigum að komast upp í fjögur efstu sætin. Eina augljósa leiðin er að fá ríkan sykurpabba til að hjálpa okkur, en það vil ég allavegana ekki.

  FSG vita það að framtíð þessa liðs er í húfi ef að við verðum mikið lengur án Meistaradeildarinnar. Ég hef enn trú á því að þeir hafi metnað til að láta þetta ganga upp (þessir menn vilja ekki hafa mistök á sinni ferilsskrá) en málið er bara að þetta er ekki auðveldur bransi til að takast vel uppí.

  Það sem er þó líklegast til árangurs er að fylgja liðum einsog Dortmund að strategíu – kaupa leikmenn áður en þeir verða 35 milljón punda virði. En sú strategía kallar á þolinmæði, sem að leikmenn og oft aðdáendur hafa ekki.

  Þetta er ekki auðvelt.

 3. Er þetta tottenham.is ?

  Hvað er að frétta af þessum 2-3 topp leikmönnum sem Brendan ætlaði að kaupa til að styrkja byrjunarliðið???
  Meðalmennska og ekkert annað.

 4. Babu hefur sannarlega lög að mæla! Tottenham virðast vera stalli fyrir ofan okkur og leikmannakaup þeirra í sumar hafa gert þeirra lið einfaldlega vel sterkara en okkar. Það er bara þannig… =(

 5. Stendu upp og klappa fyrir þessum pistil hans Babú. Þetta er nákvæmlega það sem ég hef reynt að halda fram hér en er bara ekki jafn góður penni og Babú og því ekki náð að koma þessu jafn vel frá mér og hann.

  Ég veit ekki hvaða gleðitöflum sumir hér inni eru á sem eru bara bjartsýnir á tímabilið og liðið eigi eftir að vera í baráttu um þetta blessaða 4 sætið þegar það eru 4 lið fyrir ofan Liverpool sem eru með töluvert betra lið (United, City, Chelsea og Tottenham). Tottenham voru í toppbáráttuni lengi vel í fyrra en hikstuðu svo eftir áramót og klúðruðu þessu svo á lokasprettinum.

  Ég er reyndar ekki að skilja þetta Bale dæmi. Ég verð að viðurkenna að ég sá ekkert marga leiki með Tottenham á síðustu leiktíð en hann sé að verða dýrasti leikmaður sögunar finnst mér svolítið út í hött.

  Varðandi þetta að Liverpool sé síðan alltaf að tapa baráttunni við Tottenham um leikmenn er mikið áhyggju efni. Ég væri alveg til í að hafa Gylfa í liðinu í dag. Hann var að standa sig vel eftir áramótin og ég er nokkuð viss um að hann hefði staðið sig enn betur undir stjórn Brendans. Veit ekkert hvort þessi Willan sé 30 milljóna virði. En Anzi keyptu hann í janúar á þessu verði og Tottenham eru tilbúnir að bjóða það verð í hann þannig að þá hlýtur það að vera markaðsvirðið á honum.

  Þessi kaupstefna hjá Liverpool hefur nefnilega lengi verið í gang og er ekki eitthvað sem FSG hefur verið að taka upp. Eina skipitið sem menn hafa ekki farið eftir þessu er þegar Carroll og félagar voru keyptit. Liverpool keypti ekki Ronaldo, Shearer, Canton og fleiri á sínum tíma því þeir kostuðu of mikið eða meira en menn töldu þá virði. Er það ekki merki um það að menn séu að verðmeta leikmenn vitlaust ef aðrir eru tilbúnir að borga þennan pening.

 6. Það lítur allt út fyrir að Tottenham séu að missa Bale, manninn sem hefur verið allt í öllu bókstaflega hjá þeim, þó svo að þeir séu að kaupa í staðinn Brassa sem fáir vissu af fyrir nokkrum vikum síðan á yfirverði, styrkir þá ekki að mínu mati.

  Það eitt að missa Bale (ef svo fer) er gríðarlegur blóðmissir fyrir þá.

 7. 4 – Sá þennan í umfjöllun á BBC um daginn, virkar mjög spennandi leikmaður með hausinn í lagi.

 8. Tottenham er einfaldlega ad sýna mikin metnad i leikmannakaupum , eru ad kaupa gæda leikmenn og þad kostar . Þad þarf ad eyda peningum til ad græda peninga ég hélt ad eigendur okkar væru svo rosalega klárir peningamenn , vid megum ekki enda nedar enn 4 sæti þetta timabil bara alls ekki !
  4 sæti ? Ef madur hefdi skrifad þetta fyrir 30 árum þá hefdi fólk sagt mig vera rugladan , Liverpool á ekki ad enda nedar enn 1 sæti  breyttir timar 🙁
  Enn verum bjartsýn kannski gengur allt upp i ár hjá okkur og ekkert hjá hinum stóru lidunum og vid endum sem meistarar i vor , skrýtnari hlutir hafa nú sked 

 9. Dreymdi í nótt að um leið að Móri væri búinn að klára þetta Roney dæmi þá tækjum við aftur við Torres á slikk. Síðan var einhver miðvörður þarna líka……sé ekki nafn hans eða man.
  Þá vitið þið það. Sáuð það hér fyrst ! 😉

 10. Allir sem hafa eitthvað fylgst með fótbolta síðasliðin ár hljóta að hafa vitað hver willan er , allaveganna var þetta ekki í 1 skipti sem hann hefur verið í umfjölluninni þegar
  hann var orðaður við liverpool.

 11. Góður pistill, en er langt frá því sammála um að Tottenham eða Arsenal séu með betra lið en við. Bale var Tottenhams lang lang lang besti leikmaður á síðasta tímabili, með lang flest mörk og líka flestar assists. Þeir sem að halda það styrkingu að þeir séu að missa Bale fyrir Soldado, Willian, Lamela og Chadli held ég að hafi einfaldlega ekki séð nóg af leikjum Tottenham síðustu leiktíð.

  Tottenham var allavegana miklu meira háðir Bale á síðustu leiktíð, en við nokkurn tíman Suarez. Þessi frétt sýnir það ágætlega: http://www.eplindex.com/36318/life-gareth-bale-tottenham-replacement-waiting-wings-comparisons-bale-potential-replacements-tottenham-squad.html.

  Mér finnst þeir án efa verða veikari á þessum skiptum. Er þó sammála um að Tottenham liðið sé sterkt og með mun stærri leikmannahóp en Liverpool, en engan vegin að þeir séu með sterkari 11 leikmenn en við. Þá sérstaklega ef að við lítum á hversu vel okkar lið er að ná saman, á meðan Tottenham er með þetta marga nýja leikmenn sem að við vitum ekkert hvernig eiga eftir að spila saman.

  Mörgum finnst það kannski bjartsýni, en fyrir mér er Liverpool og Tottenham nokkurn vegin á sama stalli, þó að bæði lið gætu notað 1-2 byrjunarliðsleikmenn. Arsenal sé ég sem eina liðið sem að nauðsynlega þarf að styrkja sig, þá mest út af meiðslalista þeirra.

  YNWA! 🙂

 12. Flottur pistill Babú minn.

  Ég er reyndar ekki sammála því enn að við tókum ekki Gylfa. Hann lék mjög vel seinni part síðasta árs, átti frábæra leiki í sumar og er lykilmaður í liði sem er betra en við. Svo ég er algerlega sannfærður um það að hann væri í lykilhlutverki hjá okkur og þar sem að ég veit hver laun hans eru hjá Tottenham þá er alveg ljóst að hann er ekki nálægt hæstu laununum hjá okkur, þó vissulega að þau séu hærri en það sem við buðum honum. Coutinho “í staðinn” er ég ekkert heldur viss um. Það væri frábært að hafa þá báða, Coutinho er eini alvöru AM-C maðurinn í liðinu okkar sem hefur sannað sig í deildinni og ef að enginn annar fæst í sumar þá verða margir leikir þar sem Suarez eða Aspas spila þar, sem mér finnst einfaldlega veikja liðið okkar. Svo ég er alltaf að verða svekktari með Gylfa-dílinn.

  FSG skoruðu fínt mark stönginn inn í Suarez málinu nýlega. En sama hversu margir góðir menn, hér inni sem annars staðar, eru ákveðnir í að vera þolinmóðir þá má ekki líta framhjá því að stjórinn okkar og fyrirliðinn hafa verið mjög afdráttarlausir frá því í júlí varðandi það að við þurfum 2-3 leikmenn inn í byrjunarliðið. Við erum að mínu mati búnir að fá einn þegar við fengum Cissokho.

  Þá eru tvær leikstöður eftir að mínu mati. Við erum alltof þunnir í sóknarstöðunum og hafsent. Við eigum ekki að fara inn í tímabil og stóla á Ibe, Sterling, Luis Alberto og Borini þegar að Aspas og Coutinho verða þreyttir eða meiðast. Á sama hátt er Coates nú klárlega út í 6 mánuði og Skrtel virðist ekki vera nálægt liðinu. André Wisdom er ekki tilbúinn til að verða hafsent í aðalliðinu okkar að ráði í vetur.

  Þetta held ég að allir viti á Anfield, dettur ekki í hug að reikna með að við vitum betur en þeir sem vinna þarna. Ég var ekki eins spenntur fyrir Willian og Mkhitaryan, viðurkenni það. Og ég styð í grunninn alveg þá stefnu LFC að byggja til lengri tíma.

  En stundum er það nú þannig að “quick fix” leikmenn geta hjálpað liðinu til að ná ákveðnum árangri og þó þeir eigi ekki margra ára feril með gylltum stöfum. Per Mertesacker t.d. kemst ekki í mörg draumalið en spilaði 34 deildarleiki í Arsenalliði sem komst í CL. Sumir tala um að Clint Dempsey hafi feilað hjá Tottenham. Hann lék 41 leik, skoraði 12 mörk og átti 7 stoðsendingar í fyrra. Tölfræði okkar besta miðjumanns í fyrra, Gerrard er 45 leikir, 10 mörk og 11 stoðsendingar.

  Svo mér finnst málið snúast um það hvað við sjáum 2.september. Clint Dempsey með þessa tölfræði hjá Tottenham hefði klárlega þýtt fleiri stig en t.d. “skynsömu” Nuri Sahin kaupin (lánið) gerðu. Hann er svo seldur sumarið 2013 en við skiluðum Sahin í janúar.

  Mér finnst ekki nokkur einasta spurning að við þurfum fleiri leikmenn í hópinn í sóknarstöðuna og einn hafsent í viðbót. Fyrsti kosturinn er að sjálfsögðu að fá framtíðarleikmenn sem munu meika það frá byrjun. EN. Ef að ekkert hefur gerst nú um helgina í að fá stórstjörnur þá vill ég bara alveg sjá það að við kaupum leikmenn sem eru líklegri til að færa okkur 4.sætið en ungir og efnilegir leikmenn. Svo að þá er ég bara alveg til í að sjá leikmenn sem kosta 5 – 8 milljónir og verða góðir “squad players” fyrir okkur.

  Það má t.d. vel vera að Martin Kelly, Wisdom, Ibe og Sterling geti styrkt sig verulega nú í vetur og þá verðum við á betri stað næst. Hins vegar vitum við öll að við erum ekki nálægt Manchesterliðunum, Chelsea eða Tottenham í getu þó vissulega maður geti horft til Arsenal á niðurleið.

  Svo að ef við fáum ekki menn til næstu 10 ára þá er bara að finna annan Toure frammi og mögulega svipaðan kost í hafsentinn.

  Og please látum okkur ná í Will Hughes. Hann er að mínu mati mesta miðjuefni Englendinga lengi. Horfi á marga Derby leiki og hann er snilldin hrein!

 13. Ég nenni nú ómögulega að velta Spurs fyrir mér. Ég held hinsvegar í ljósi frétta af hafsentamálunum okkar eins og Maggi kemur inn á, erum við í dag með þrjá leikhæfa hafsenta. Koli, Dagger og Wisdom. Kelly verður kannski klár í nóvember m.v. meiðslasögu hans, Skrölti er að koma til en á örugglega mánuð eftir í að verða heill sem og að koma sér í eitthvað form og Coates er out með slitið krossband. Ég held að þetta hafi haft áhrif þegar menn hættu við að eyða peningum í willian, og nýti sér þá afsökun að hann vildi fara til spurs …. þeir hefðu geta mögulega boðið betur.

  Í dag er ég að lesa greinar um að menn hafi farið um helgina í Iliori og Papadopulus og ég er að finna linka á það, líklega mun þá Spurs finna það líka, en þar er staða sem verður að bæta alveg klárlega. BR og FSG vita að Kolo er short term fix, það kann vel að vera að þeir treysti Kelly og Wisdom í að vaxa áfram og upp í að taka við keflinu ásamt þá Dagger og Skrötla og ég ætla ekki að velta því fyrir mér núna, það verður tíminn að leiða í ljós.

  Hafandi sagt þetta kæmi mér ekki á óvart að núna yrði farið feitt í að finna hafsent sem er hið besta mál og mun þarfa heldur en að svekkja sig á Willian dílnum. Vonandi fáum við frið til að kaupa það sem virkilega þarf á þeim kjörum sem við teljum æskilegt.

 14. Varðandi þessi blessuðu leikmannakaup sem talað er um að FSG séu brenndir af (Dalglish + Commoli) þá var ekkert á bak við þau annað en einhver rómatísk hugsun um að fylla liðið af Breskum leikmönnum sem ekki höfðu inneign til að borga til baka á vellinum þær stjarnfræðilegu upphæðir sem þeir kostuðu. Þ.e.a.s. ekki jafnvægi milli kaupverðs og hæfileika leikmanna.

  Ofan á það allt saman var verið að selja þessum gæjum hjá FSG (sem greinilega vita ekkert um fótbolta) 30 ára úrelta humyndafræði um hvernig knattspyrna á að vera spiluð. Ekki ósvipað og það sem Stoke eru að átta sig á í dag.

  Að mínu mati er Tottenham að sýna það á leikmannamarkaðnum að þeir ætla ekki að vera að berjast um eitthvað sæti sem gefur þátttökurétt í meistaradeild heldur ætla þeir að berjast um titilinn við City, United og Chelsea en þau enduðu í efstu þrem sætum í deild í fyrra og eru öll búin að skipta um stjóra, hvenær hefur það gerst áður?

  Hvað varðar Bale þá er klárt mál að ef hann yfirgefur Tottenham þá munu þeir fjárfesta í allavega einum leikmanni til viðbótar sem styrkir þeirra hóp ennfremur.

  Ef maður skoðar þessa Bale vs. Suarez umræðu þá fannst mér á síðustu leiktíð helsti munurinn á framlögum þeirra til sinna liða að Bale var að vinna stig (oftast 3) fyrir Tottenham á meðan Surarez var að skora mikið á móti minni spámönnum í deildinni. Þegar Suarez fékk svo bannið sprakk Liverpool liðið út og boltinn flaut betur og liðið varð mun meira léttleikandi á meðan Tottenham voru í vandræðum þegar Bale var ekki með.

  Frá því að Brendan Rodgers tók við hafa FSG því miður ekki sýnt mér að þeir hafi metnað til þess að lyfta klúbbnum á þann stall sem hann á heima á. Þvert á móti hafa þeir gert hvað þeir geta til að spenna niður væntingar stuðningsmanna til liðsins og staðið fyrir niðurskurði sem engan endir virðist ætla að taka.

  Svo að lokum til að klára þessa Willian umræðu þá veit ég ekki hvað Einar Örn gerir á meistaradeildarkvöldum en þessi leikmaður hefur klárlega það sem þarf til að lyfta klúbbum eins og Tottenham og Liverpool upp á það “level” að hægt sé að keppa við Chelsea, United og City enda engin tilviljun að Chelsea, City og fleiri klúbbar hafa gert fleiri en eina tilraun að ná í kauða.

 15. Finnst mönnum Willain virkilega 30 m punda virði,ekki nema með 2 leiki fyrir Brassa. ? Miðað við verðið á Coutinho ! Vissulega hefði verið gaman að sjá hann í rauðu treyjunni en að fara í verðstríð við Spurs sem eru að fá 80m+ fyrir bale er bara ekki hægt.Það má þó segja eitt um FSG við erum þó að halda tveimur af okkar bestu mönnum Suarez og Agger þrátt fyrir tilboð í þá.Menn vilja mikið lofsyngja Levy og hans innkaupa stefnu.Hvað hefur það skilað þeim ? CL ? Nei.Titli ? Nei !!! Skulum aðeins róa okkur hér.Að mínu mati gerðum við mjög góðan díl í gær með Cissokho.Lán í 1 ár sem kostar 1 m punda og kauprétt eftir tímabilið sem yrði 4 m punda.Held að kaupin á Sturridge og Coutinho sýni að þú þarft ekki alltaf að eyða 25m + til að fá topp leikmenn.

 16. Low Risk, high potential… Það er leikurinn hjá Liverpool þessa dagana…

 17. Flottur pistill. Ég er hins vegar ekki alveg jafn svartsýnn á getu Tottenham og flestir (Maggi, Babú o.fl). Þeir eru með frábært lið en ég tel þá ekki mikið betri en okkur miðað við þessa fyrstu umferð.

  Ég veit ekki hvernig menn myndu meta styrkleika Palace vs Stoke en að mínu mati áttum við leik við erfiðara liðið um helgina og sýndum miklu meiri yfirburði. Tottenham átti 3 skot á markið á móti 3 hjá CP. 15 skot í heildina og fundu bara netið úr víti sem segir að færanýtingin var ekki betri en hjá okkur! Einnig fannst mér CP vera meira með boltann en vantaði afgerandi slútt á sóknir, sem er í raun eðlilegt á móti góðri vörn Tottenham.

  Kannski er þetta vanmat hjá mér og nýju leikmennirnir eiga eftir að spila sig betur saman hjá þeim og verða frábærir en… miðað við fyrstu leikina myndi ég alveg bjóða í að mæta Tottenham núna og leggja nokkra Brynjólfa undir á rauðan sigur!

  A því sögðu er ég því sammála nokkrum hérna um að okkar fyrsta target núna ætti að vera góður hafsent og svo ungur/góður eða 30+ maður sem getur hjálpað til á köntunum! Þá er ég sáttur.

 18. Frabær pistill

  Annars kitlar það mig lika að fa bara Torres heim, er klar a þvi að hann færi að skora hja okkur aftur og tæki gleði sina a ný. Bjoða þeim 15-20 milljonir i hann og torres er orugglega til i að taka a sig launalækkun til að koma heim aftur.. kaupa svo einn miðvorð lika og við erum on i baratuna

 19. Í fyrsta lagi að þá held ég (og vona) að 30 millj + fyrir Willian sé of mikið fyrir leikmann sem hefur í raun ekki sýnt eða sannað neitt. ,,Bara” einn landsleikur hjá 26 ára gömlum leikmanni segir manni að betri leikmenn séu á markaðnum og því græt ég það ekkert að Tottenham séu að kaupa þennan leikmann fyrir slíkar upphæðir. Eins og sumir að þá getur maður verið fylgjandi þessari kaupstefnu Liverpool að borga ekki of mikið og að sjálfsögðu er það pirrandi þegar þeir eru ekki tilbúnir að borga örlítið meira til að negla leikmanninn, en eins og áður hefur komið fram höfum við svo sannarlega brennt okkur svakalega á slíkum viðskiptum.

  Hins vegar er ég, eins og svo margir aðrir, handviss á því að Liverpool þarf að kaupa a.m.k. tvo sterka leikmenn í viðbót svo þeir verði samkeppnishæfir út alla leiktíðina. Má vera að það að vera ,,lausir” við þátttöku í Evrópukeppnum komi til með að hjálpa Liverpool í ár með þann hóp sem þeir eru með.

  Af og til í sumar hafa verið fréttir af áhuga Liverpool á því að krækja í Eriksen og Alberweireld og ef við náum að kaupa þá tvo á 30 millj í staðin fyrir Willian að þá segji ég fyrir mína parta Já takk. Vona bara að þetta sé raunin.

  Hvað varðar liðin fyrir ofan okkur og svo í kring að þá hafa fjögur lið af sex skipt um stjóra núna fyrir komandi tímabil, reyndar JM kominn aftur í Chelsea þannig að þrjú af sex sé nær lagi. Annað af þessum liðum sem ekki eru með nýjan stjóra hafa engu bætt við sig frá síðasta ári og var að auki að missa einn af sínum sterkari leikmönnum í langvinn meiðsli. Þá er bara Tottenham eftir en þeir virðast vera missa sinn LANGsterkasta leikmann. Eru reyndar að fá sterka leikmenn til sín. Að þessu sögðu held ég að Man City og Chelsea séu þau lið sem eiga eftir að berjast um titilinn í ár. Ef Man Utd kaupa ekki leikmenn í viðbót og en frekar ef þeir missa Rooney að þá tel ég þá góða ef þeir ná 3. sæti. Gleymum ekki að einn stór lykill í þeirra spilamennsku þ.e. Scholes er líka farinn.

  Mér líkaði vel við spilamennsku Liverpool í fyrsta leiknum á meðan mér fannst Tottenham strögla í sínum leik. Þurfum ekkert að nefna Arsenal en City, Chelsea unnu sína skyldusigra en eina liðið sem kom mér á óvart var Man Utd. Held samt að við eigum eftir að sjá þá tapa fleiri stigum en áður.
  Einhversstaðar smellti ég upp þessari spá minni þó með þeim fyrirvara að Liverpool kaupi 1-2 sterka leikmenn í púslið og ég ætla að leyfa mér að standa við hana (fram til 3. sept hehehe, breyti henni kannski þá)
  1. Chelsea
  2. Man City
  3. Liverpool
  4. Tottenham
  5. Man Utd
  6. Arsenal

  (það var reyndar einn sem kallaði mig þennan ,,eina” ofurbjartsýna púllara en það er þá bara ágætt að einhver sé bjartsýnn fyrir okkar hönd 😀 )

 20. 15-20milljónir í Torres??!!??

  Hvaða lyf ertu að bryðja, Viðar? 🙂

 21. Ég myndi frekar spyrja; Hvað er í gangi hjá Arsenal !

  Þetta er allt skiljanlegt með Tottenham og Bale peningana sem þeir eru örugglega búnir að semja um.

  En hvernig stendur eiginlega á því að Arsenal er ekki að keppa um þessa bita eins og WIllian og Lamela ? Telur Wenger þessa menn ekki vera nógu góða eða hvað er eiginlega málið. Hallast helst að því að Wenger sé bara endanlega gengin af göflunum.

 22. Það er allavega komið núna í ljós afhcerju við höfum alltaf yfirborgað miðlungsmenn í staðinn fyrir að næla í stærri fiska af markaðnum. Þeir sem halda um budduna ættu fara að hugsa aðeins. Við borguðu. 20m fyrir Downing og 35m fyrir Carroll án þess að blikka. Svo þegar við erum að næla í stærri bita að þá stoppar allt á 2-4m mismun sem önnur lið borga fegins hendi. ÞETTA AKKÚRAT er ástæðan fyrir því að við höfum hrapað niður töfluna sl. 10-15 árin.

  Nú ÞARF BR að ná í Eriksen til að geta friða okkur LFC aðdáendur. Við erum orðnir að Spurs sem allir leikmenn i heiminum voru orðaðir við en enginn vildi koma. Verulega pirraður á þessari stefnu!

 23. Góður pistill og Tottenham verða klárlega í toppbaráttunni í vetur.

  Annars góðar fréttir fyrir okkur…..

  Gareth Barry er til sölu 🙂 Yesssss!!!

 24. Nú virðast kurlin vera að komast til grafar í þessu Willian máli öllu saman. LFC lagði ekki inn tilboð í kappann, það er því erfitt að tapa bidding war við Spurs ef menn taka ekki einu sinni þátt í því. Áhugi LFC á honum hefur hvergi í rauninni verið staðfestur og ætli það sé ekki líklegast í þessu máli sé að LFC hafi sent inn fyrirspurn vegna cost cutting stefnu hjá Anzhi, fengið svar og ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu. Flottur leikmaður og allt það, en við verðum líka að átta okkur á því að ef mismunur á því sem menn eru tilbúnir að borga, og uppsett verðs er í kringum 10 milljónir punda, þá er það bara eitt stykki Papadoupolus (eða hvernig sem það er nú skrifað). Menn hafa greinilega annað hvort ekki nægjanlega mikinn áhuga á Willian og því snúið sér annað, eða þá að áhuginn hefur einfaldlega aldrei verið mjög mikill. Held að það sé allavega engin ástæða fyrir því að fríka út og fordæma hinn og þennan á meðan ekki hafa komið fram frekari upplýsingar og ekkert boð hafi verið sett í kappann.

 25. Góður punktur steini.

  en eg fyrir mína parta finnst verra ef að okkar menn lögðu ekki einu sinni inn tilboð heldur en eg þeir hafa boðið hátt í 30 milljónir pund í leikmanninn og hætt svo við. Ef við buðum þessa upphæð í manninn er ljóst að peningurinn er til og við erum ready í að kaupa einn alvöru leikmann en ef við ekki einu sinni buðum þessa upphæð og bara spurðumst fyrir hvort hægt væri að fá hann á útsölu þá er alls ekki víst að við eigum 25-30 milljónir til þess að eyða í einn leikmann.

  Varðandi Torres þá seldum við hann á 50 milljónir punda fyrir 2 og hálfu ári, hann er ekki nema 29 ára í dag og ég se Chelsea ekkert selja hann á 5-10 milljónir þó hann hafi aldrei fundið sig hjá þeim. Það þyrfti eflaust 15-20 kúlur til þess að þeir séu til í að selja manninn hvað þá til liðsins sem seldi þeim hann á 50 milljónir fyrir 2 og hálfu ári síðan. Ég er bara klár á því að Torres er ekki búin á því, eg sa glytta í gamla takta í sumar hjá honum á álfumótinu, maðurinn hefur einfaldlega aldrei fundið sig í bláu treyjunni og virðist alls ekki henta leikstíl Chelsea heldur. þetta er samt eitthvað sem þarf ekki einu sinni að ræða því Torres er ekkert á leiðinni til Liverpool.

  Væri samt ekket leiðilegt að sjá

  Gerrard- Lucas – Coutinho á miðjunni

  Sturridge, Torres – Suarez sem fremstu menn…

 26. Ég held að ég sé búinn að fatta þetta. Liverpool rjúka á eftir einhverjum manni sem þeim langar ekkert í. Bjóða mettilboð í hann og láta alla vita af því. Tottenham rýkur í þann mann og yfirbýður og kaupir. Við förum svo á eftir og kaupum manninn sem okkur raunverulega langar í. Þessi Willian getur ekki rassgat – wait for it – it will be good.

 27. Eru Liverpool ekki bara að senda smoke-screen til annara liða með áhuga á þessum leikmönnum, þegar að hin liðin eru síðan búin að eyða sínum pening kaupum við Alderweireld og Eriksen eða Kyriakos Papadopoulos +1!

 28. Sælir kappar

  Mér varð ekki orða bundist en er þó samt orða vant. Hvaða orð er andheiti við amen?? Óamen eða and-amen? Eða bara afturábak: NEMA! Ég vildi í það minnsta að slíkt orð væri í boði því að ég myndi nota það yfir þennan pistil hjá Babú. Því þó að ég skilji alveg að menn geti orðið frústreraðir yfir því að missa af spennandi leikmanni til keppinautar þá hefði ég haldið að nóg var að draga djúpt andann og telja upp að 42 í stað þess að fara í ritgerðarsmíð um Tottenham. Þeir landi eflaust Willian sem getur tekið þúsund skæri á mínútu en samt ekki klippt á sér hárið. Hann virkar öflugur en tökum samt nokkrar róandi til að stilla taugarnar. Það eru fleiri fótboltafiskar í sjónum og veiðitímabilið er enn í gangi.

  Persónulega er ég afar lítið fyrir að sitja á grindverkinu og glápa öfundaraugum á nýja bíl nágrannans, stóra grillið hans eða aðrar veraldlegar eignir. Bæði finnst mér óþægilegt fyrir óæðri endann að sitja á mjóu tréverki en einnig er ég sallarólegur yfir því að bílinn minn sé nógu góður til að koma mér á leiðarenda og grillið geri sitt gagn þrátt fyrir að verðmiðinn sé lægri eða græjan glansi minna. Kannski leiðinleg naumhyggja og skynsemi en engu að síður virkar hún fyrir mig.

  Þess vegna hef ég verið afar sáttur við ferska nálgun FSG í hinu fjármáladrifna fótboltaumhverfi að temja sér aga í innkaupum og beita skynsömum og allt að vísindalegum aðferðum við að endurbyggja liðið. Vissulega var slíkum aðferðum ekki til að skipta til að byrja með þegar um of var treyst í blindni á taktík KKD og kaupsnilli Comolli. Og síðasti sumargluggi með nýjan stjóra og kaupnefnd í garðyrkjustörfum endaði illa en batnandi englum er best að lifa. Þeir áttu flottan janúarglugga þar sem frábærir leikmenn voru keyptir á undirverði. FSG, Rodgers, Ayre & co virðast hafa lært af reynslunni og komu vel undirbúnir inn í sumarið og keyptu 4 leikmenn snemma og hafa síðan verið að vinna að frekar styrkingum. Við höfum endurskipulagt okkur og erum aftur á uppleið.

  Samt kallar Babú eftir “miklu miklu meiri metnað” og að “þeir verða líka að taka aðeins þátt í leiknum”. Bíddu, vorum við ekki akkúrat að sýna téðan metnað og taka þátt í samkeppninni um fokdýran og flottan Willian?? Og Diego Costa? Og Rikka Mikka? Já, það tókst ekki að landa þeim en metnaðurinn og monningarnir voru alveg til staðar. Viljinn var fyrir hendi þó að kapallinn hafi ekki gengið upp. Verum sanngjarnir í gagnrýninni. Það að Mikki refur valdi CL-fínalista og DC valdi launahækkun og CL er varla LFC að kenna og í raun auðskiljanlegt. Og varla flytjum við LFC til London til að fullnægja löngun Willian um staðsetningu en hann hefur auk þess fyrri kontakt við AVB ásamt Evrópukeppni umfram okkur. Í þetta skiptið voru THFC ekki að stela okkar skotmarki heldur við að reyna að nappa gamla sénsinum hans AVB.

  Þess utan, ef Willian vill ekki spila fyrir LFC þá er hann hvort sem er ekki rétti leikmaðurinn til að fá í liðið. Ég hefði aldrei viljað rembast við að yfirborga honum til að “selja honum” Liverpool og ég flokka það ekki sem metnað. Maðurinn hefur verið að eltast við rúblur um fyrrum USSR síðustu ár og það má alveg efast um hvað hann hungrar mest í. Annað hvort kann hann frábært að meta í formi okkar ástsæla klúbbs eða hann getur bara átt sig. Frekar vil ég fá snillinga eins og Agger með YNWA á hnúunum og líka alla okkar nýlega keyptu leikmenn sem eru hungraðir í að sanna sig og kaupa sýn LFC & Rodgers á framtíðina. Menn með hungur, getu, karakter og hjarta sem slær í takt við Liverpool.

  Þess vegna finnst manni sérstakt að sjá meirihluta Kop-kappa (Kristján, Babú og Maggi) vera að sveiflast á milli yfirvegunar og örvæntingar frá viku til viku. Sérstaklega í ljósi þess að margur góður pistillinn hefur einmitt predikað þolinmæði, skynsemi og reglulega minnt á hversu stutt er síðan LFC var bjargað af barmi gjaldþrots. Ekki er heldur nema tæpur mánuður síðan að Babú sjálfur fór yfir þá þröngu stöðu sem LFC er í varðandi að laða til sín topptalenta án Evrópukeppni og án sykurföður. En skömmum samt Ian Ayre og FSG fyrir vangetu og metnaðarleysi. Nútíminn er trunta og það er ekki svo auðvelt að fara hljótt & hratt leikmannakaup á þessari stærðargráðu með gráðuga umba, flókið eignarhald og twitter-væddar farsímafréttir útum allar trissur. Einar Örn og Ssteini mega hinsvegar eiga það að þeir eru pollrólegir í auga stormsins og fara með einkunnarorð forsíðu biblíunnar: DON’T PANIC! (in large friendly letters). Fá hrós fyrir það.

  Það er því greinilegt að silly season er í fullum gír þegar þessir ágætu pennar eru að flakka á milli félagsliðanna Team Panic & Desperation United og FC Stóísk ró & innri friður. Mér finnst það nefnilega undarlegt því að liðið okkar lítur fantavel út, spilar flottan bolta, 3 af nýju leikmönnum okkar byrjuðu inná gegn Stoke og spiluðu mjög vel og við erum svo sannarlega að reyna að styrkja liðið með kaupum á góðum leikmönnum. Búið er að taka til í mistökum fortíðarinnar og við erum komnir á beinu brautina að mínu mati. Hvað með það þó að Tottenham sé að gera góða hluti?? Kom on kappar: við erum Liverpool for kræing át lád. Höldum haus og klárum þennan sumarglugga með yfirvegun og stæl.

  Pís át

  YNWA

 29. Viðar Geir, við vorum klárlega á eftir HM og buðum þar um 25 milljónir punda, þannig að það er klárt að peningurinn sé til staðar.

  Annars afar sammála honum Peter hérna að ofan í svona megin dráttum og þá aðallega það sem snýr að þessu panic dæmi sem er í gangi hjá mörgum úr röðum stuðningsmanna LFC. Það þarf líka að taka hæfilegt mark á fréttamönnum nú til dags, það er oft erfitt að finna út hvað sé satt og hverju er logið í sambandi við hver er að bjóða í hvern og þess háttar.

  Persónulega ætla ég að segja það enn og aftur, ég ætla að taka stöðuna þann 3. september og leggja mat á gluggann þá. Ef við verðum þá búnir að styrkja okkur um einn öflugan leikmann til viðbótar, þá yrði ég nú bara býsna glaður.

  En af því að þetta er nú um Spurs, þá held ég að þeir séu að styrkja hópinn sinn, en menn séu jafnframt að vanmeta þátt Bale í þeirra velgengni á síðasta tímabili, það verður mikið áfall fyrir þá að missa þann leikmann, það er alveg morgunljóst.

 30. Hahahha… Af hverju skrifardu ekki oftar her Peter Beardsley?

  Virkilega flottur pistill hja Babu en eg er ekki einn af theim sem tharf ad skeina mer i hvert skipti sem twitterbylgja fer af stad.
  FSG, BR og allir their sem eru i teyminu eru ad gera flotta hluti med lidid okkar. Vissulega langar manni i toppstykki i lidid og breiddina tharf ad auka. Thad er klart!
  Thad sem mer finnst virkilega, VIRKILEGA jakvætt er attitudid i lidinu okkar sem endurspegladist i Stoke-leiknum. Fotbolti er nefnilega lidsithrott, ekki pissukeppni verdmida og storstjarna.

  Mikid rossalega mun hlakka i mer ef Spurs na ekki ad pusla sinum stjørnum saman i goda lidsheild. G.Bale er ad øllum likindum a leidinni ut, annars er eg hættur ad skilja thetta dæmi hja theim!

  YNWA!

 31. Langar að leggja smá í umræðuna án þess að rakka niður skoðanir annarra á nokkurn hátt.
  Ég verð að segja að neikvæðni og öfund út í aðra ber okkur ekki fram á veginn. Að horfa í baksýnisspegilinn ber okkur Liverpool-menn heldur ekki fram á veginn… nema þá til að læra af .. ekki gorta sig af. Að feta í fótspor annarra hefur aldrei leitt til forustu á neinu sviði.

  Stend 100% bakvið eigendur og stjórann og er hrifinn af þeirra stefnu að fá til félagsins unga leikmenn sem hungrar í vegsæld á vellinum og byggja þetta upp á lengri tíma markmiðum og falla frá því að kaupa leikmenn í fljótfærni (líkt og Kenny gerði) á allt of háu verði. Ég persónulega held að okkur stafi meiri ógn af endurkomu Móra til Chelsea en einhverju Tottenham leikmanni eða mönnum. Hinsvegar er leikmanna og stjórans að hugsa um næsta leik og einbeita sér að eigin styrkleikum og veikleikum … þannig verða til meistarar og þannig held ég að BR sé að hugsa og innprenta í sinn hóp. Að sjálfsögðu er hann að huga að nýjum andlitum einnig en það má ekki trufla hópinn.

  Ein spurnig er hvort við stuðningsmenn værum sáttari við hópinn ef Cotinho hefði kosta 30 millur punda? Held ekki. Fyrir mér er sama hvað menn heita (og kosta) ef þeir bara standa sig á vellinum.
  Varðandi að Tottenham sé orðin stalli ofar en við og betra lið…blablabla. Við erum ekki búnir að keppa við þá inn á vellinum í vetur og þar eru 11 leikmenn i hvoru liði síðast þegar ég vissi! Staðan núna er 3 stig á móti 3 stigum THFC. Seðlar eru ekki ávísun á einhver sæti í deild en geta verið ávísun á góð sæti í leikhúsi eða á áhorfendastæðum á vellinum! Hef bullandi trú á betri tíð og Dortmund var mikið nefnt hér í vor sem fyrirmynd … það tók tíma hjá þeim að komast á þann stall sem þeir eru í dag án svo stórra útgjalda í leikmannakaupum.

  YNWA / at.

 32. Flott grein hjá Babu, Hvernig er ekki hægt að taka eftir því sem spurs eru búnir að gera í sumar? í júni kláruðum við kaup á 3 leikmönnum á sirka 5 dögum. Eftir það Kemur Rodgers með þá yfirlýsingu að núna væri hann búinn að styrkja breiddinna í liðinnu, núna væri komið að styrkja byrjunarliðið. Sem sagt eins og við þráum “Marquee signing” Núna tæpum 6 vikum erum við að sjá Tottenham gera þessi kaup með miklum árangri,

  Eðlilega er maður pirraður yfir gang mála hjá Liverpool þessa daganna, Enn miðað við reynsluna sem maður hefur af síðasta sumar þá er eðlilegt að við séum hræddir að upplifa það rugl aftur, Sjáum Arsenal 2011 Skitu þeir svo hressilega á sig, töpuðu stórt fyrir united og enduðu á kaupa Arteta – Mersaker – Santos á lokadeginum. 2012 kaupa cazrola – podolski – giroud snemma greinilega ætluðu ekki að gera sömu mistök og 2011, Skoðum dæmið 2013 það er bara 2011 all over again hjá þeim. Það er sama hægt að segja með Barcelona þeir eru búnir að vera á eftir miðverði í mörg ár samt gerist ekki neitt hjá þeim.

  Ef Tottenham fær til sín willian og Lamela. þá hafa þeir styrkt byrjunarliðið það mikið að fráfall Bale ætti ekki að vera eins og heimsendir fyrir liðið, Enn á móti kemur það er ekki sjálfgefið að liðið verði mulningslið eftir nokkrar æfingar þrátt fyrir að kaupa nokkuð mörg “Marquee signing” á nokkrum vikum, Eins og staðan er núna þá held ég að það sé soldið skemmtilegur tími hjá Spurs stuðningsmönnum, Aldrei hafa þeir verið svona aktívir á markaðinum og verið að ná svona feitum bitum til sín, ég vil meina að Spurs hafi komið mest á óvart í þessum glugga í sumar og klárlega sputnik liðið. Paulinho – Soldado – Willian og Lamela á einu sumri er hreint út sagt ótrúlegt, Meira svona hey Babu geturu vakið mig úr þessum vonda draum þetta getur ekki staðist að Tottenham sé að gera þetta í alvöru.

 33. Hvaða Torres þvæla er þetta ?? Hafið þið ekki séð þennan ruggustól spila síðustu mánuði, og fyrir utan það að FSG er ekki að fara borga 175k á viku eða um það bil. Hann var einu sinni góður þessi drengur, en það er bara liðin tíð og ekki er hann nú að yngjast blessaður..

 34. Held að menn megi heldur alls ekki gera of lítið úr framlagi Bale til síns liðs og þá sérstaklega á seinni hlutanum á síðasta tímabili. Bara frá lok janúar og til loka deildarinnar að þá tryggir Bale sínu liði a.m.k. 18 stig þ.e. bara með skoruðum mörkum. Ekki tekið inní leikir fyrr á tímabilinu, stoðsendingar eða jafnvel ekki mörk ef hann skoraði í leikjum sem unnust með meira en einu marki. Ef hann fer að þá er það gríðarlega mikill missir fyrir Tottenham og mjög erfitt að að bæta þann missi þrátt fyrir þessi kaup.

  En varðandi félagaskiptagluggan að þá er ég ekki neitt sérstaklega stressaður yfir honum enn sem komið er en vonast samt yfir þessum 1-2 kaupum sem við nauðsynlega þurfum.

  Bara benda þér á Beggo að þó að spænskir framherjar, sem voru sterkir á Spáni, hafi komið í enska boltan að þá er það engin ávísun á að þeir verði sterkir á Englandi. Við Liverpoolarar ættum nú að þekkja það

 35. En að fá bara Rooney ? Hann á fullt af vinum í liðinu og er fyrir löngu búinn a sanna sig í deildinni 🙂

 36. Nú virðist ástæðan fyrir því af hverju við keyptum ekki Willian vera sú að Kia Joorabchian (umbinn hans) vildi fá 5mp við söluna á Willian. Verð að viðurkenna það að ef þetta er raunin að þá er ég ánægður með að klúbburinn láti ekki draga sig á asnaeyrunum. Til samanburðar kostaði Coutinho 8mp, ekki séns að við ættum að borga umboðsmanni 3mp minna.

 37. Sælir er hægt að finna einhverstaðar á netinu á hvaða dögum FA cup leikir eru spilaðir, 3 umferð er nátturulega 4 jan.

  En er að spá hvort það er vitað hvenær 4 umferð, 5 umferð og svo framvegis fari fram?

 38. Hef ekki tíma til að lesa allt hérna eða svara.

  Mér varð ekki orða bundist en er þó samt orða vant. Hvaða orð er andheiti við amen?? Óamen eða and-amen? Eða bara afturábak: NEMA! Ég vildi í það minnsta að slíkt orð væri í boði því að ég myndi nota það yfir þennan pistil hjá Babú. Því þó að ég skilji alveg að menn geti orðið frústreraðir yfir því að missa af spennandi leikmanni til keppinautar þá hefði ég haldið að nóg var að draga djúpt andann og telja upp að 42 í stað þess að fara í ritgerðarsmíð um Tottenham

  Hvað er að því að skoða Tottenham hérna? Ég er einmitt ekkert hrikalega svekktur að við séum ekki að missa af Willian (fyrir þennan pening) en ég hef áhyggjur af því að Spurs eru að styrkja sig mikið meira og betur en við. Þetta átti alls ekki að koma út sem einhver móðursýki eða svakalegur pirringur heldur bara vangaveltur.
  En ég bíð órólegur eftir að þessu glugga loki því ég er ekki sannfærður ennþá.

 39. Ég hef viljað dæma árangur FSG útfrá stöðu Liverpool í deildinni og vissulega var sá samanburður hálf klikkaður eftir KD var látinn fara og allt fór aftur á byrjunarreit. Í dag höfum við bara eitt tímabil af nýju fyrirkomulagi og varla það þar sem púslin í lykilstöður innan sem utan vallar hafa hægt og bítandi verið að bætast inn.

  Í fyrra var árangurinn ekki viðunandi, það er alveg klárt mál. Liðið bætti þá árangurinn um eitt sæti frá árinu á undan og það með miklu minni tilkostnaði. Heilt yfir var vörnin ekki nægjanlega góð en sóknin var nokkuð öflug, sérstaklega eftir jól. Í sumar er búið að kaupa nýjan markmann, vinstri bakvörð (lán) og einn hafsent fengin til starfa. Það er því alveg klárt mál að þeir hafa lagt höfuðáherslu styrkingu öftustu línunnar og er ég gríðarlega ánægður með það enda tel ég það skila okkur fleirri stigum heldur en styrking framlínunnar eins og staðan er í dag. Ég vona þó enn að það komi annar miðvörður þar sem ég tel okkur enn vera of tæpa þar fyrir. Vissulega megum við ekki við miklum skakkaföllum lykilleikmanna og höfum ekki mikið um match winnera af bekknum. En við erum ekki i neinni evrópukeppni og því smá borð fyrir báru til þess að vonast eftir að menn haldist sæmilega heilir.

  FSG hafa klárlega verið að eltast við stór nöfn í sumar með litlum árangri en það eru vissulega skiljanlegar ástæður á bakvið það að þau kaup gengu ekki og í raun finnst mér lítið meira sem FSG hefðu getað gert ef mark er takandi á fréttum af þeim málum.

  Staðan í dag er sú að við erum með frábæra samsetningu af hóp, fullt af ungum og efnilegum leikmönnum í bland við reynslubolta. Ég held að launakostnarður sé mjög hóflegur í dag (meira byggt á tilfinningu en akkút tölum). Það sem vantar er match winnerar (vörn og sókn) en það er ekki þar með sagt að liðið sé ekki gott, enda kom það fínt út úr undirbúningstímabilinu og vann fyrsta leikinn sinn í PL. Í raun finnst mér að í fyrsta skipti í mörg ár geti stuðningsmenn Liverpool verið frekar bjartsýnir heldur en svartsýnir og því finnst mér ögn skrítið að sjá hversu margir eru neikvæðir. Eðlilega geta menn verið svekktir með að fá ekki ákv leikmenn en væri ekki réttara að bíða með þunglyndið þegar úrslitin eru á þá leið að við sjáum ekki fram á bjarta tíma 🙂

  Kannski er ég alltof bjartsýnn en ég er bara mjög sáttur við að eigendur séu samkvæmir sjálfum sér og ég held að þeir séu ekki að renna út á tíma með að sanna sig. Haldi þeir áfram að bæta klúbbinn þá finnst mér rétt gefa þeim sénsinn. En auðvitað verðum við að sjá fram á árangur, það er ekki ásættanlegt að hanga í 7 sætinu.

  Það koma alltaf aðrir nýjir spennandi leikmenn sem vert er að eltast við.

  YNWA
  AL

 40. Trausti 41.
  Extra Preliminary Round: Aug 17, 2013

  Preliminary Round: Aug 31, 2013

  First Round Qualifying: Sept 14, 2013

  Second Round Qualifying: Sept 28, 2013

  Third Round Qualifying: Oct 12, 2013

  Fourth Round Qualifying: Oct 26, 2013

  First Round: Nov 9, 2013

  Second Round: Dec 7, 2013

  Third Round: Jan 4, 2014

  Fourth Round: Jan 25, 2014

  Fifth Round: Feb 15, 2014

  Quarter-finals: Mar 8, 2014

  Semi-finals: Apr 12-13, 2014

  Final: May 17, 2014

 41. Ánægður með Babú, þetta er flottur pistill. Undirtektirnar hér eru líka flottar, mikið af flottum punktum sem hér hafa komið fram.

  Ég vil þó beina einni spurningu til Babú. Hann segir:

  Liverpool er ekki ennþá búið að jafna sig eftir tíma Gillett og Hicks

  Hvað áttu hérna við?

  Var þessum klaufabárðum ekki hent út úr félaginu í október 2010?

  Eru ekki 3 ár síðan, tæplega þó?

  Hversu lengi fá menn að lifa á því að vera að “þrífa upp eftir aðra”?

  Nei, þessu er ég algjörlega ósammála. Ég gæti bara alls ekki verið meira ósammála þó ég glaður vildi.

  En ég væri til í að fá svar við þessari spurningu minni … ok… þremur spurningum 🙂

  Með vinsemd og virðingu
  Homer

 42. Ég hef lítið verið við tölvu í dag og var því bara að sjá þessa umræðu um Joorabchian og féð sem hann á að hafa fengið fyrir dílinn. Ef það er satt að Tottenham hafi þurft að borga Anzhi 30m punda og Kia Joorabchian 5m punda umboðsfé ætla ég að skipta algjörlega um skoðun og segja að ég styð 100% ákvörðun Liverpool og FSG að halda sig sem lengst í burtu frá þessum díl.

  Hæfileikaríkur knattspyrnumaður eða ekki þá er geta Willian ekki næg til að við séum að bjóða krabbameini eins og Joorabchian sæti við borðið hjá okkur. Hann er týpan sem hvíslar í eyrað á sínum leikmönnum og myndi eflaust reyna að selja Willian til næsta liðs á næsta eða þar næsta ári. Gerði það sama með Mascherano hjá okkur, t.d. Þannig að ég mun vorkenna Spursurum eilítið næsta sumar ef/þegar Willian er að reyna að komast í næstu launahækkun og redda Joorabchian næsta feita tékka.

  Ef þetta er rétt, ef ef ef, þá styð ég þá ákvörðun að hækka boðið ekki alveg fullkomlega.

  Annars er pistillinn fróðlegur. Þetta sumar hjá Spurs, fyrir mér, meikar ekkert sens nema bara ef þeir eru að selja Bale. Ég sé þá ekki eyða öllum þessum peningum, þ.m.t. í a.m.k. tvo menn í stöðu Bale (Chadli og Willian), ef þeir ætla að halda Bale líka. Það bara gengur ekki upp. Þeir eru að selja hann fyrir heimsmetfé og nota það í að kaupa 4-5 feykisterka menn sem gera liðið enn sterkara. Þeir hafa ekki lengur manninn sem þeir eru háðir en þeir hafa í staðinn Soldado (sem ætti að skora meira en Bale upp á eigin spýtur), Chadli, Willian og jafnvel Lamela sem geta raðað inn fleiri mörkum og stoðsendingum sem hópur en Bale gerir einn.

  Og svo eru þeir að fá Paulinho og Capoue líka. Geggjað sumar hjá þeim. Ég á erfitt með að spá þeim öðru en 4. sætinu, og jafnvel hærra en það, ef Villas Boas getur púslað þessu öllu saman. En það er líka stórt EF.

  Svekkelsið hjá mér sem Púllara er ekki endilega í að elta upphæðirnar hjá Spurs, enda eru þeir að selja mann á 90m punda en ekki við. Það er fyrst og fremst yfir því að það hefur gerst allt of oft að þeir hafa betur í baráttu við okkur um leikmenn og svo það að ég hef áhyggjur ef Rodgers er núna kominn í 4. eða 5. valkost á lista sínum (og transfer-nefndarinnar) eftir að hafa misst af Mkhitaryan, Costa eða Willian.

  Hver veit? Kannski er einhver eins og Arda Turan eða Christian Eriksen næstur á listanum og slær í gegn. Kannski hefði Mkhitaryan verið ömurlegur fyrir okkur en Diego Costa frábær, og svo framvegis. Við verðum bara að taka vel á móti þeim sem kemur, hver sem það verður, og vona það besta í stað þess að svekkja okkur á þeim sem sluppu.

  Það er að því gefnu að það sé einhver að koma. Ég bíð eins og margir aðrir rólegur til 2. sept. með að fella dóma en það er ljóst að mínu mati að við verðum að fá a.m.k. einn miðvörð og einn sóknarmann inn ef við ætlum að vera samkeppnishæf um 4. sætið. Engin panik-kaup heldur, ég vill ekki hvern sem er heldur einhvern sem Rodgers trúir að geti hentað sínu liði. Vonandi eru fleiri slíkir menn eftir á shortlistanum eftir Mkhitaryan, Costa og Willian.

  Bíðum róleg. Ég held í vonina um sóknarmann og miðvörð fyrir lok gluggans. Annars eigum við ekki séns í þetta Spurs-lið að mínu mati. Kannski í innbyrðis viðureignum en ekki yfir heilt tímabil.

 43. Spurningin hjá okkur er að verulegu leyti hvort við náum að byggja á því sem var að gerast í síðari hluta deildarinnar í fyrra. Þrátt fyrir skelfilega byrjun enduðum við með 11 clean sheets í 19 heimaleikjum, +28 markatölu í heildina og fleira býsna jákvætt.

  Liðið var að spila stórskemmtilegan sóknarbolta og virtist vera nánast samfelld stígandi í gangverkinu allt til loka tímabilsins. Við tókum fleiri glæsilega (og þægilega!) skyldusigra en ég man eftir að hafa séð síðustu ár, en náðum ekki nógu góðum úrslitum á móti topp 4-6 liðunum. Þau lið fengu samt allnokkur útsölustig út úr þeim viðureignum; svona geta skilin milli feigs og ófeigs verið í boltanum.

  Við höfum getu til að stjórna leikjum, halda boltanum og skora mörk, það er ekki spurning. Ef Mignolet og vörnin ná að stilla saman strengi sína, getur þetta tímabil orðið töluvert betra en síðasta. Á heildina litið hef ég meiri áhyggjur af breidd (m.t.t. leikbanna og meiðsla) en gæðum. Hvað gerist hjá okkur það sem eftir lifir núverandi félagaskiptaglugga gæti skipt miklu máli, jafnvel þótt það komi engar rándýrar kanónur inn. Eins og staðan er núna gætu meiðsli fremst eða (frekari) meiðsli miðvarða gert okkur umtalsverða skráveifu.

  Nú samhengið. Balinn hlýtur að vera farinn frá Tott. Annars er eitthvað stórundarlegt í gangi. Maðurinn var gjörsamlega allt í öllu hjá þeim stóran hluta síðasta tímabils. Það er engan veginn sjálfgefið að aðgerðir þeirra í þessum glugga – eins uggvænlega og þær kunna að líta út – skili sér, hvað þá í snatri. Ef þetta er allt að fara að smella saman, er hins vegar hæglega hægt að sjá þá fyrir sér ofar en í 4. sæti. Og þvílík klókindi í rekstri ef þeim tókst virkilega að nýta meirihluta Bale fjárins án þess að skapa sér teljandi verðbólguáhrif. Nágrannar þeirra í Arse líta svo aftur mun verr út.

  Auðvitað er sorglegt að við séum að velta fyrir okkur líkum á að okkar ástkæri klúbbur nái að ljúka deildarkeppninni í fjórða sæti. Ég finn þó lykt af umróti og hasar í vetur. Það eru fleiri blikur á lofti nú en oft áður.

 44. Frábær umræða hérna og ágætur pistill. Þetta er að sumu leyti sama umræða og hefur verið hérna og vaxið eftir því sem hefur liðið á sumarið.

  Ég tek heilshugar undir með Magga við síðasta pistil varðandi Cissokho að hann er einn af 2-3 leikmönnum sem við hefðum viljað í sumar. Og þar hefur svo sannarlega verið fyllt í eina af vandræðastöðunum. Hinir er sterkur haffsent og öflugur sóknarmaður. Ég sé varla fram á að við náum tveimur svoleiðis nema það sé satt sem sagt er að verið sé að bjóða í tvo leikmenn frá Ajax, Alderweireld og Eriksen. Sem ég er nokkuð viss um að myndu nýtast okkur vel. Hitt er líklegra að við þurfum að bíða eftir rétta leikmanninum í stöðurnar og á meðan notum við Toure eða Skrtel í vörnina og einhvern af fjölmörgum leikmönnum okkar í sóknarstöðuna.

  En þetta eru ennþá vandræðastöður og miðað við styrkingar Tottenham – sem koma okkur vissulega mikið við í baráttunni um 4. sætið – hafa þeir styrkt sínar veikustu stöður mjög rækilega. Að vísu er góður punktur hjá Babu með miðverðina hjá þeim, sú staða er ekkert mjög vel mönnuð og lítil breidd þar.

  Hinn punkturinn í þessu, þar sem eru eðlilega mjög skiptar skoðanir, er þessi frústrasjón yfir því að missa af skotmörkum. Ég skil það ágætlega að menn séu fúlir. Ég hef hins vegar trú á því að það vari frekar stutt.

  Hitt skil ég enn betur. Það er að Liverpool vilji ekki borga yfirverð fyrir leikmenn. Þarna þarf að finna gullinn meðalveg og menn þurfa að geta unnið hratt. Menn þurfa að geta stokkið á bitana ef menn eru klárir á því að þeir geti nýst en samt má ekki fara of langt frá eigin verðmati á leikmönnum. Einhversstaðar þarf að segja stopp og eins og sagt er hér að ofan þá er fullt af gæðaleikmönnum út um allt, sérstaklega í þessar sóknarstöður.

 45. Ég er ekkert að sveiflast neitt.

  Í dag tel ég Chelsea, Spurs og bæði Manchester liðin með betri 11 manna lið og leikmannahópa.

  Arsenal er í ruglinu og Everton held ég að muni stama. Svo ég er alveg á því að við eigum séns á að komast ofar en áður. En það þarf ekkert mikið í viðbót til að stíga kröftuglega yfir þau tvö lið og nálgast hin fjögur. Það er margt jákvætt í gangi í byrjunarliði og hjá yngri liðunum okkar, t.d. frábær 2-4 sigur á United á mánudaginn í U21 sýndi okkur það.

  En ég hef sagt það nú um sinn að mér finnst við eiga að bíða til 3.september og sjá hvar við stöndum þá. En ég er ekki viss um að það veki meiri gleði en í fyrrasumar. Ef það er svartsýni þá það. En í dag er það bara staðreynd að við höfum losað álíka marga menn sem væru í hópnum okkar á leikdegi og fengið inn. Enginn held ég að geti nú neitað því er það. Reina, Carra, Shelvey, Downing og Suso farnir. Plús ungir varamenn eins og Coady og Robinson auk þess sem Spearing og Carroll fóru. Í staðinn eru komnir fimm, like for like leikmenn að mörgu leyti. Aspas er upgrade á Downing finnst mér og Cissokho mun vonandi skila meiru en Suso.

  Chelsea og Spurs eru mun sterkari held ég en þau lið voru í vor. United er ekki að fara að detta lengra niður en í 3.sæti og City líta ótrúlega vel út. Á því byggi ég þá skoðun mína að það þarf styrkingu þar til í september ef við ætlum í CL haustið 2014. Sem mér finnst eiga að vera stefnan.

  Best væri auðvitað að við splæstum í háklassa hafsent en allavega sóknarstyrkingu. Ég vara mjög við því að við afmörkum tímabil frá janúar til maí sem mælikvarðann eina. Og jafn frábærlega og manni leið á sunnudag þá var nú sennilega eitt atvik í þeim leik sem bjargaði geðheilsunni, á 89.mínútu.

  Rodgers vill fá meiri styrkingu. Gerrard vill fá meiri styrkingu. Ég er bara að vera sammála þeim, því ég held að LFC hafi ekkert efni á því að vera ekki í harðri baráttu um CL sæti í vetur. Á því byggi ég óskir mínar og væntingar til FSG.

  Þeir þurfa að eyða til 2.september til að keppa við þau fjögur sem ég taldi sem mun sterkari lið en okkur. Ekkert endilega Willian en styrkja takk. Því bíð ég, en vissulega órólegur, til gluggalokunar.

  Og mikið er ég sammála þeim sem vilja ekki Torres. Loksins þorðu Messumenn að tala um það sem mér hefur fundist augljóst í nokkur ár. Torres er kominn ofaní dal, ekki lægð, og það er ekki okkar að taka séns á að draga hann upp úr honum. Við höfum gefið honum alveg nóg!

 46. Verð nú að gera stóra athugasemd við innlegg Kristjáns Atla.Hvernig í ósköpunum færðu að út að Soldado muni skora meira uppá eigin spýtur en Bale ? Soldado er fyrst og fremst box striker.Sá einnig á Sky þar sem menn settu upp skilti með þeim leikmönnum sem mest hafa verið í transfer umræðunni í sumar.þ.e.a.s Suarez,bale og rooney.Þar var bale lang hæstur samkvæmt þeirra tölfræði um unnin stig á síðasta tímabili fyrir sitt lið eða 25 stig í deild af þeim stigum sem spurs náði í.rooney var með 15 stig og Suarez 11 stig.Það er alveg ljóst að spurs munu sakna bale gríðarlega á komandi leiktíð.En vona að babu komi á morgun með pistill um transfer arsenal vs LFC á morgun.Verður stutt lesning.

 47. Því miður er staðan bara þannig að við erum með eigendur sem segja allt það rétta og allt sem menn vilja heyra,,,(við eigum peningana og getum keppt við hvern sem er um hvað leikmenn sem er)bla bla bla……en staðreyndin er bara sú að þeir hafa ekkert sýnt í þá átt… gera ekkert annað en að selja frá sér leikmenn til að lækka launakostnað og kaupa meðalmenn sem enginn annar klúbbur er á eftir.. tottenham er bara stærri klúbbur í dag,hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki og mun enda ofar í töflunni ,,Liverpool vantar alvöru leikmenn sem bara vilja ekki koma til okkar,,ekkert endilega útaf því að við erum ekki í meistaradeildinni heldur miklu frekar útaf því að fsg tíma ekki að borga uppsett verð eða laun, grátlegt þar sem ég hef tröllatrú á stjóranum okkar og tel að hann gæti komið Liverpool aftur í hóp þeirra bestu með betri eigendum:( en meðalmennskan verður líklega okkar hlutskipti í ár 6-7 sæti….
  kv svartsýnn.is

 48. Algjörlega off topic, og ég biðst forláts á því, en rakst á þennan á Twitter:

  “Fear of spiders is aracnaphobia, fear of tight spaces is chlaustraphobia, fear of Kolo Toure is called Logic”

 49. 36# Ég get vart orða bundist….”Mér varð ekki orða bundist” ???????

 50. Rósi Magg (#53) segir:

  Verð nú að gera stóra athugasemd við innlegg Kristjáns Atla.Hvernig í ósköpunum færðu að út að Soldado muni skora meira uppá eigin spýtur en Bale ? Soldado er fyrst og fremst box striker.

  Síðustu þrjú tímabil með Valencia skoraði Soldado 25, 27 og nú síðast 30 mörk. Hann er þegar kominn á blað hjá Tottenham. Bale á best 26 mörk með Spurs á síðustu leiktíð. Ég held að þeim muni ganga alveg ágætlega að skora mörk án hans.

 51. Leikmenn vilja bara ekki lengur koma til okkar , það er bara ískaldur veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við, ef að Everton ætti einhvað fjármagn þá væru þeir langt á undan okkur( þeir enda samt alltaf ofar en við). Ég er ennþá að hlæja að Inter sem skeit á sig í fyrra gátu ekki notað Cuntinho sem er orðinn okkar besti leikmaður. Það liggur við að maður sé farinn að skammast sín að halda með Liverpool.

 52. Hvað er í gangi hjá Tottenham?

  Gríðarleg uppbygging undanfarinn ár, innan sem utan vallar. Sem núna er að skila sér í að þeir eru að tryggja sig sem einn af stóru klúbbunum. É

 53. Ég ætla að gef FSG séns fram að lokum gluggans. En ég hef samt áhyggur af þeirri þróun sem er að verða hjá okkur, Það er að stór nöfn sem nefnd hafa verið til leiks velja frekar að fara annað. Það er greinilega hættumerki. Ráðningar á stjórum eins og Kenny Dalglish, Roy Hodgsson, voru vægast sagt fálmkennd. Leikmannakaupin hjá þessum tveimur voru afskaplega döpur, undanskilið kaupin á Louis Suarez.

  Mér fannst líka sérstök ákvörðun þegar ráðinn var núverandi stjóri, hann var ekki búinn að skapa sér nafn til að stjórna klúbbi eins og Liverpool. Það hefði kannsi verið heiladrýgra að fá einhvern sem hefði meiri “vigt” og respect hjá öllum. Get þá nefnt enn og aftur Van Gaal sem var nefndur þegar BR var ráðinn. Í stað þess var ákveðið að ráða BR sem hefur stundum minnt mig á Potemkin greifa og reist Potemkin-tjöld fyrir aðdáendur og fleiri t.d FSG. Við skulum alveg hafa það á hreinu þegar BR er farinn frá Liverpool þá erum við “vonandi” allir enn stuðningsmenn. Þannig að við skulum ekki haga okkur eins og Katarína II keisaraynja sem var blinduð af ást á Potemkin svo hún sá ekki bak við leiktjöldin sem hann reisti til að fela óráðsíuna og drullusokksháttin hjá sér. Ég vill samt segja að BR hefur verið að vinna á hjá mér, þar eru kaupin á Philippe Coutinho og jafnvel Sturridge. Að sjálfsögðu eiga eftir að koma einhver flopp kaup það gerist hjá öllum, Ferguson var með Veron, Wenger með Wiltord og jafnvel fleiri. Hinsvegar þá eru kaupin hjá BR eins og Aspas og Alberto ekki slæm, það er þeir fengust á “lítin pening” og þeir eru sjálfsagt fínir í lið eins og Swansea en varla sem “stóru kaupin ” hjá liðið eins og Liverpool.

  Hvað varðar Tottenham, þá er alveg ljóst að þeir eru að vinna eftir þeirri strategyu að halda Liverpool fyrir aftan sig og eru tilbúnir að borga fyrir það. Það sem mér finnst hinsvegar vera svolítið scary er að við erum að þynna hópinn verulega, s.b.r salan á Shelvy og jafnvel Downing án þess að vera búnir að landa einhverjum í staðinn. Þetta minnir á bóndan sem ætlar að selja mjólkina úr kúni og líka láta kálfin ganga undir hana.

  Fyrir mér eru dagar víns og rósa að vera liðnir hjá FSG, það er ekki hægt að fella dóm um þá meðan sesonið er rétt að byrja, en verði staðan eins og margir hér óttast þá tel ég að við verðum að fara keppa í réttri íþrótt, en það er ekki að sýna flottasta efnhagsreikninginn, mest af handbæru fé, eða bestu framlegð. Nei það er að vera með flestu stigin þegar loka flautið gellur að vori.

 54. Síðustu þrjú tímabil með Valencia skoraði Soldado 25, 27 og nú síðast 30 mörk. Hann er þegar kominn á blað hjá Tottenham. Bale á best 26 mörk með Spurs á síðustu leiktíð. Ég held að þeim muni ganga alveg ágætlega að skora mörk án hans

  Ekkert sem segir að hann eigi eftir að standa sig vel eða betur hjá Tottenham nú þegar Bale er víst farinn http://www.433.is/frettir/england/segja-bale-a-leid-til-real-madrid-stadfestur-a-naestu-timum/

  Svo er þetta ekki bara spurning um að skora mörk (jafn fáranlega og það kann að hljóma) heldur líka hvenær þ.e. í hvaða leikjum og á hvaða tímapunktum. Bale var oftar en ekki að setjann í leikjum sem skiptu máli þ.e. þegar Tottenham þurfti á einhverju að halda að þá kom Bale skot og mark. Reddaði þeim eins og ég sagði áður nálægt 18 stigum á seinni hluta tímabilsins í fyrra þannig þ.e. hann var match winner. Er ekki svo viss að Soldado sé í þeim flokki nema hann sé mataður þeim mun betur.

 55. Flott spjall hjá ykkur og gaman að fylgjast með því.
  Er ekki alveg viss um að vandamál ykkar séu úr sögunni þar sem Wenger er víst að bjóða í Di maria og Benzema hjá Real. Held að það þýði bara eitt ef það verður samþykkt. Þeir bjóða í Suarez.

 56. Það verður að viðurkennast að það lífgar uppá deildina að hafa Móra á svæðinu.

  Snilldarkomment vegna Rooney. Segist ekki vilja bjóða í Rooney fyrr en eftir leikinn við Utd. á mánudaginn.

  I think this period, by the ethical point of view, is a period where we’re going to be quiet.

  Þetta er stíll. Hrærir í málinu með því að segjast vera með siðferðið og tillitsemina á hreinu.
  Ég þoli samt ekki manninn c”,)

  YNWA

 57. Hvort við buðum í Willian eða ekki þá er þetta samt metnaðarleysi hjá fsg. Við förum að festa okkur í sessi sem topp 7 lið, verðum í 6 eða 7 sæti næstu tímabil.

 58. Liverpool close in on £6million deal for Derby sensation Will Hughes

  Já einn góður fyrir framtíðina, en þarna er drengur sem vart af barnsaldri. Varla er þetta það sem okkur vantar fyrir daginn í dag?

 59. Jæja nú hef ég aðeins náð að skoða umræðuna hérna betur. Það er alveg ljóst að einhverjir eru að taka þessum pistli öðruvísi og verr en hann var kannski ætlaður og þá sérstaklega hinn stórgóði penni Peter Beardsley Nr. 33. Ekki vantaði lýsingarnar og ég er bara hissa að hafa ekki fengið símtal frá sálfræðingi eftir lýsingar á ástandi mínu (skv. Beardsley). Ég ætla að svara þessu helsta.

  Því þó að ég skilji alveg að menn geti orðið frústreraðir yfir því að missa af spennandi leikmanni til keppinautar þá hefði ég haldið að nóg var að draga djúpt andann og telja upp að 42 í stað þess að fara í ritgerðarsmíð um Tottenham.

  Aftur spyr ég, hvað er að því að skoða aðeins Tottenham, liðsins sem við þurfum að skáka til að komast ofar í deildinni? Það er ein leið til að skapa umræðu (út frá okkar liði) á bloggsíðu. Er þetta eitthvað viðkvæmt eða? Ég var ekkert móðursjúkur þegar ég var að skrifa þetta og þetta var ekkert skrifað í reiði eða pirringi.

  Helsta ástæðan fyrir því að ég tók þá fyrir var þessi umræða um að þeir væru alltaf að “stela” okkar skotmörkum, eitthvað sem mig langaði að fara aðeins yfir og eins sú staðreynd að þeir eru að gera miklu meira spennandi (á pappír) leikmannakaup en Liverpool. Voru þeir þó með betra lið (skv. deildinni) en Liverpool í fyrra.

  Þeir landa eflaust Willian sem getur tekið þúsund skæri á mínútu en samt ekki klippt á sér hárið. Hann virkar öflugur en tökum samt nokkrar róandi til að stilla taugarnar. Það eru fleiri fótboltafiskar í sjónum og veiðitímabilið er enn í gangi.

  Eins og ég kom inná þá snýst þetta ekki um að missa af Willian. Ekki frekar en Dempsey eða Gylfa Sig. Það er meira þetta að við erum að tapa skotmörkum til Spurs. Við höfðum ekkert uppá að hlaupa í fyrra og komum út eins og kjánar, það er ennþá tími núna.

  Þess vegna hef ég verið afar sáttur við ferska nálgun FSG í hinu fjármáladrifna fótboltaumhverfi að temja sér aga í innkaupum og beita skynsömum og allt að vísindalegum aðferðum við að endurbyggja liðið. Vissulega var slíkum aðferðum ekki til að skipta til að byrja með þegar um of var treyst í blindni á taktík KKD og kaupsnilli Comolli.

  Ég hef bara ekki séð nægjanlega mikið af þessari fersku nálgun sem þú ert að tala um. Þeir byrjuðu herfilega á leikmannamarkaðnum eftir að þeir keyptu félagið (eins og þú kemur inná) þrátt fyrir að hafa sannfært okkur þá um að ætla einmitt að gera hið gagnstæða. Klúðrið þá var ekki vegna þess að þeir voru að eyða pening í leikmenn, þeir voru að kaupa ranga leikmenn og það vissu flestir strax þá þó maður hafi vonað það besta. Þetta er þunn lína, Rafa Benitez kvartaði sáran oft yfir því að fá ekki 2-4m extra til að kaupa leikmenn sem hann vildi fá og gat fengið. Aðeins til að sjá þá springa út annarsstaðar og fimmfaldast í verði og gæðum. Leikmenn sem hefðu líklega skilað okkur ofar. Hans nálgun var ákaflega svipuð og FSG en hann féll oft á því að fá ekki alveg nægjanlega mikinn pening. Þetta á kannski ekki við um þau skotmörk sem mest hafa verið orðuð við okkur núna en þá er að finna rétt skotmörk.

  Og síðasti sumargluggi með nýjan stjóra og kaupnefnd í garðyrkjustörfum endaði illa en batnandi englum er best að lifa. Þeir áttu flottan janúarglugga þar sem frábærir leikmenn voru keyptir á undirverði. FSG, Rodgers, Ayre & co virðast hafa lært af reynslunni og komu vel undirbúnir inn í sumarið og keyptu 4 leikmenn snemma og hafa síðan verið að vinna að frekar styrkingum. Við höfum endurskipulagt okkur og erum aftur á uppleið.

  Sammála þessu og ég er nokkuð ángæður með leikmannakaup og sölur árið 2013 það sem af er. Síðasta sumar var hinsvegar mjög lélegur undirbúningur fyrir síðasta tímabil, ég hef alveg séð nýja stjóra taka við, fá pening og geta strax keyppt leikmenn sem bæta liðið.

  En 2013 hefur verið fínt og það gekk allt upp með Sturridge og Coutinho. Það er samt ítrekað búið að tala um alvöru góða leikmenn sem bæta byrjunarliðið og meðan andstæðingar okkar eru ekkert að slaka á þá er einfeldni að halda því fram að við þurfum ekki að styrkja okkur líka. Meira en með Toure, Aspas og Luis Alberto. Hvort sem það er Costa, Mkhitaryan, Willian eða annar er eitthvað sem Liverpool þarf að finna út. Þeir eru með fjölmarga fagmenn í vinnu við að finna þetta út og það hefur verið þeirra helsta verkefni í sumar.

  Ég tek heilshugar undir að það eru til fjölmargir fiskar í fótboltasjónum sem ættu að styrkja okkar lið verulega, ef ég man rétt tók ég nokkra sem dæmi í þessari færslu minni. Ég er bara órólegur yfir því að Liverpool nái að landa slíkum leikmönnum, bæði í ljósi fyrri reynslu og vegna þess að skammt ef eftir af þessum glugga.

  Samt kallar Babú eftir „miklu miklu meiri metnað“ og að „þeir verða líka að taka aðeins þátt í leiknum“. Bíddu, vorum við ekki akkúrat að sýna téðan metnað og taka þátt í samkeppninni um fokdýran og flottan Willian?? Og Diego Costa? Og Rikka Mikka? Já, það tókst ekki að landa þeim en metnaðurinn og monningarnir voru alveg til staðar. Viljinn var fyrir hendi þó að kapallinn hafi ekki gengið upp. Verum sanngjarnir í gagnrýninni. Það að Mikki refur valdi CL-fínalista og DC valdi launahækkun og CL er varla LFC að kenna og í raun auðskiljanlegt. Og varla flytjum við LFC til London til að fullnægja löngun Willian um staðsetningu en hann hefur auk þess fyrri kontakt við AVB ásamt Evrópukeppni umfram okkur. Í þetta skiptið voru THFC ekki að stela okkar skotmarki heldur við að reyna að nappa gamla sénsinum hans AVB.

  Þetta heyrum við ítrekað, að peningurinn sé til en á á endanum er alltaf úrval afsakana fyrir því að við gátum ekki notað þá. Ég bara neita að trúa því að ekki sé hægt að finna neinn leikmann sem vill spila fyrir Liverpool og bætir liðið. Við höfum haft heilt ár til að finna svona leikmann og það er búið að tala um að kaupa þá í svipað langan tíma. Ef þeir finna þá ekki og nota svona úrval afsakana eins og þú listar hér upp erum við ekki með rétta menn í að vinna þessa vinnu og ekki á eftir réttum leikmönnum. Það að taka þátt í leiknum er að borga stundum aðeins meira fyrir þessa menn. Þetta á ekkert endilega við um Willian enda vitum við ekkert hversu mikill áhuginn á honum raunverulega var.

  Þess utan, ef Willian vill ekki spila fyrir LFC þá er hann hvort sem er ekki rétti leikmaðurinn til að fá í liðið. Ég hefði aldrei viljað rembast við að yfirborga honum til að „selja honum“ Liverpool og ég flokka það ekki sem metnað. Maðurinn hefur verið að eltast við rúblur um fyrrum USSR síðustu ár og það má alveg efast um hvað hann hungrar mest í. Annað hvort kann hann frábært að meta í formi okkar ástsæla klúbbs eða hann getur bara átt sig. Frekar vil ég fá snillinga eins og Agger með YNWA á hnúunum og líka alla okkar nýlega keyptu leikmenn sem eru hungraðir í að sanna sig og kaupa sýn LFC & Rodgers á framtíðina. Menn með hungur, getu, karakter og hjarta sem slær í takt við Liverpool.

  Sammála þessu og þetta var ekkert punkturinn í minni grein, þ.e. Willian per se. En að horfa framhjá öllum leikmönnum sem eru ekki með YNWA tattúverað á lúkurnar er barnasakapur og ekki vænlegt til árangurs. Okkar besti leikmaður er ekki beint hjá okkur vegna ástar sinnar á Liverpool borg eða af virðingu við félagið. Við þurfum stundum að kaupa svona “vitleysinga” og borga fyrir það, ef það bætir liðið.

  Ég er alveg sammála þessu hjá þér með hungrið og eftir því sem maður les meira um Willian og hver er umboðsmaður hans þá minnkar áhuginn á honum, ég setti þetta t.a.m. á twitter í gær (áður en ég gerði þessa færslu).
  “Willian, who is advised by Kia Joorabchian”… óþarfi að segja meira.

  Þess vegna finnst manni sérstakt að sjá meirihluta Kop-kappa (Kristján, Babú og Maggi) vera að sveiflast á milli yfirvegunar og örvæntingar frá viku til viku. Sérstaklega í ljósi þess að margur góður pistillinn hefur einmitt predikað þolinmæði, skynsemi og reglulega minnt á hversu stutt er síðan LFC var bjargað af barmi gjaldþrots. Ekki er heldur nema tæpur mánuður síðan að Babú sjálfur fór yfir þá þröngu stöðu sem LFC er í varðandi að laða til sín topptalenta án Evrópukeppni og án sykurföður.

  Aftur held ég að þú hafir lesið þennan pistil töluvert neikvæðari en hann var hugsaður. Mín skoðun hefur ekkert sveiflast að ráði í sumar (eða vetur). Ég hef verið jákvæðari í garð FSG en margir aðrir og hef alls ekki misst trúnna á þeim. Ég hef sagt (út frá því sem bæði eigendur og stjóri hafa sagt) að Liverpool þarf að styrkja sig töluvert í sumar. Leikmenn sem bæta byrjunarliðið, ekkert stóð af þeim, 1-2 alvöru góðir leikmenn.

  Það er búið að taka gríðarlega til í hópnum hjá okkur og félagið hefur losað sig við marga dýra leikmenn af launaskrá. Við erum ennþá í plús á leikmannamarkaðnum í sumar og á meðan ekki er keypt þessi spennandi leikmannakaup sem styrkja liðið er mikið í lagi að vera aðeins órólegur og gagnrýna FSG ef þetta gengur ekki eftir. Værir þú bara helsáttur við annað bréf frá FSG til að útskýra afhverju þeir skitu svona upp á bak undir lok gluggans?

  En skömmum samt Ian Ayre og FSG fyrir vangetu og metnaðarleysi. Nútíminn er trunta og það er ekki svo auðvelt að fara hljótt & hratt leikmannakaup á þessari stærðargráðu með gráðuga umba, flókið eignarhald og twitter-væddar farsímafréttir útum allar trissur. Einar Örn og Ssteini mega hinsvegar eiga það að þeir eru pollrólegir í auga stormsins og fara með einkunnarorð forsíðu biblíunnar: DON’T PANIC! (in large friendly letters). Fá hrós fyrir það.

  Ég held að það yrði lítið um að vera á þessari síðu ef við færum ekki aðeins yfir eigendur og stjóra Liverpool af og til og þá ekkert alltaf á bleiku skýi. ATH Ég er ekki að saka Einar og Steina um að vera það, þeir eru það ekki og ég er nú allajafna sammála þeirra skoðunum á þessi máli.

  Það er því greinilegt að silly season er í fullum gír þegar þessir ágætu pennar eru að flakka á milli félagsliðanna Team Panic & Desperation United og FC Stóísk ró & innri friður. Mér finnst það nefnilega undarlegt því að liðið okkar lítur fantavel út, spilar flottan bolta, 3 af nýju leikmönnum okkar byrjuðu inná gegn Stoke og spiluðu mjög vel og við erum svo sannarlega að reyna að styrkja liðið með kaupum á góðum leikmönnum.

  Vísa þessu til föðurhúsanna. Við höfum marg oft skoðað okkar lið og einmitt talað um að það sé alltaf að batna og útlitið sé ágætt.

  Þessi pistill þinn er svolítið eins og það bara megi ekki vilja þau stóru/spennandi leikmannakaup sem búið er að tala um svo lengi, a.m.k. ekki ræða þau því þetta er jú svo flókið á tímum gráðugra umba, flókins eignarhalds leikmanna og í heimi twitter-væddra farsímafrétta.

  Lestu upphitun fyrir Stoke leikinn og þá sérðu að ég hef fína trú á Liverpool. Það sem ég var að skoða í mínum pistli nú var hvort við værum hugsanlega ekki að gera nóg m.v. andstæðinga okkar? Hvað þá ef við ætlum oft að sýna sömu skotmörkum áhuga og verða undir í þeirri baráttu.

  Búið er að taka til í mistökum fortíðarinnar og við erum komnir á beinu brautina að mínu mati. Hvað með það þó að Tottenham sé að gera góða hluti?? Kom on kappar: við erum Liverpool for kræing át lád. Höldum haus og klárum þennan sumarglugga með yfirvegun og stæl.

  Hvað með það þó Tottenham sé að gera góða hluti? Þeir voru langt fyrir ofan okkur í fyrra og eru að bæta hópinn sinn umtalsvert. Við erum bara að skoða hvað þeir eru að gera til að bera saman hvort við séum líklegir til að gera betur í ár. Það er ekkert útilokað.

  Hvað þýðir þetta “Við erum Liverpool for kræing át lád”? Að aðeins megi skoða hvað Liverpool er að gera. Við erum að bæta okkur og þá er ljóst að öll hin liðin standi í stað. Alls ekkert skoða þau eða ræða enda erum við Liverpool?

 60. Nr. 47 Homar

  Ég vil þó beina einni spurningu til Babú. Hann segir:

  Liverpool er ekki ennþá búið að jafna sig eftir tíma Gillett og Hicks

  Hvað áttu hérna við?

  Þetta var kannski ekki nógu skýrt og ég var ekki að meina þetta fjárhagslega. Það sem ég er að meina er að þeir fokkuðu gjörsamlega upp frábæru liði sem var að keppa um efstu sætin í deild og meistaradeild. Meðan þeir voru eigendur misstum við af lestinni og erum KLÁRLEGA ennþá að súpa seiðið af því. M.ö.o. að þessu leiti höfum við ekki ennþá jafnað okkur frá tíma Gillett og Hicks. Nærtækast er að skoða (meint) vandræði okkar á leikmannamarkaðnum.

  Miðað við hvernig FSG ætlar að koma okkur aftur á þann stall sem við vorum (og ofar) þá er ekkert óeðlilegt að við séum ekki komin lengra. Þeir þurfa samt að fara sýna mun betri árangur en þeir hafa gert til að sannfæra okkur (mörg) um að þeir séu á leiðinni upp með þennan klúbb.

 61. @ Babu.

  I fyrsta lagi er thetta snilldargrein a allan hatt. Their sem eru eitthvad ad misskilja eru liklega med lesblindu 🙂

  Thetta er ekki flokid…Tottenham er ad missa Bale og leggur allt undir til ad na i meistaradeildarsæti……Ef thad tekst , gott mal hja theim…Ef thad tekst ekki , tha ma buast vid utsølu næsta sumar a White hart lane….

 62. Fólk talar um að Spurs séu að kaupa húsin í kringum Anfield til að koma í veg fyrir stækkunina! 🙂

  Annars varðandi þennan verðmiða á Bale. Ég hreinlega trúi ekki þessu bulli.

  94 milljónir sterlingspunda eru… 17.728.400.000 Ikr!!!

  Hvaða helvítis vitleysa er þetta? Hvar eru feitu kallarnir í FFP núna? Miðað við jöfnunarregluna sem þeir gefa út þá þurfa RM að vera ansi sterkir í að hala inn spírum nú eða afskrifa samninginn á hvað… 10 árum?! Stenst ekki, þeir munu aldrei fá svipaða upphæð fyrir Bale ef þeir selja hann á næstu árum.

  Trúi þessu ekki fyrr en ég sé þetta gerast.

 63. Vardandi Real og Barca…Tha mæli eg med ad menn kynni ser skattamal theirra 🙂 Thad er margt rotid i Spanarveldi og tha serstaklega thegar thessi tvø eiga i hlut…

 64. Ég var að sjá ummæli Peter Beardsley (#33) núna fyrst, renndi einhvern veginn yfir þau í gær en fyrst Babú fjallar sérstaklega um þau hér að ofan verð ég að fá að svara einum punkti hjá Peter:

  Þess vegna finnst manni sérstakt að sjá meirihluta Kop-kappa (Kristján, Babú og Maggi) vera að sveiflast á milli yfirvegunar og örvæntingar frá viku til viku. Sérstaklega í ljósi þess að margur góður pistillinn hefur einmitt predikað þolinmæði, skynsemi og reglulega minnt á hversu stutt er síðan LFC var bjargað af barmi gjaldþrots.

  Finnst fólki ég vera að sveiflast á milli yfirvegunar og örvæntingar? Ég hef ekki á nokkurn hátt fundið fyrir neinni örvæntingu. Ef t.d. Liverpool kaupir ekkert meira verð ég svekktur, rétt eins og í fyrrasumar, en örvænti ekki. Þetta lið verður í topp-6 í vetur og er að spila hörkuskemmtilegan bolta. Þeir eiga eftir að gefa okkur fullt af skemmtilegum leikjum og eflaust nokkra vonbrigðisleiki líka. En ég hlakka til tímabilsins og er allt að því 100% viss um bættan árangur frá síðustu leiktíð.

  Hins vegar má ég alveg líka gagnrýna þegar ég sé eitthvað gagnrýnivert án þess að vera sagður fullur örvæntingar eða geðklofi. Um það snýst þessi síða. Ég er ekki sáttur við að við höfum misst af þremur stærstu skotmörkum sumarsins og ætla ekkert að ljúga því. Það þýðir ekki að ég örvænti, bara að mér finnst að sumarið hefði getað farið betur.

  Vonandi er fólk ekki að skilja mig svo af skrifunum hér eða podcast-þáttunum að ég sé eitthvað að örvænta. Það er alls ekki raunin. Ég hlakka mikið til þessa tímabils hvort sem við kaupum meira eða ekki. Ég er bara á þeirri skoðun að við þurfum meira en núverandi hóp til að ná 4. sætinu. Það er ekki örvænting heldur raunsæi.

 65. Já og ég tek undir með Babú: Tottenham eru stærstu gosar sumarsins á markaðnum og okkar helsta ógn í þessari 4. sætis-baráttu og því er fullkomlega eðlilegt að við skoðum það hér á þessari Liverpool-síðu. Know your enemy.

 66. Rétt sem Kristján Atli segir en það hlýtur samt að vera áhyggjuefni þegar 10 dagar eru eftir af sumarglugganum og ekki er búið að fjárfesta neitt í hópnum. Þ.e.a.s. nettó eyðsla hjá LFC er í plús og hópurinn mjög svipaður stöðu fyrir stöðu og á síðasta tímabili.

  Það er jákvætt ef aðeins eru skoðuð fjármál klúbbsins en staðreyndin er sú að á síðasta tímabili var LFC víðs fjarri markmiðum sínum um að ná fjórða sæti og þegar félög sem enduðu ofar en LFC eru að styrkja sig hlýtur maður að setja spurningamerki við stjórn klúbbsins, ekki satt?

 67. @Babu (#69)

  Takk fyrir ítarlegt svar Babú og veglegar tilvitnanir í mín skrif. Ég hef ekkert á móti því að þú setjir niður nokkur hundruð, jafnvel þúsundir stafkróka um Tottenham eða önnur ensk lið. Það er jú talfrelsi á Íslandi og um gera að nota það til að tjá sín innri hugarefni. Ekki þarftu mína blessun fyrir efnisvali enda er ég enginn prestur með pokarass og jarðlegan mátt til syndaaflausna. Þó er það tilefnið og innihald skrifanna sem vöktu mig úr dvala ritsvefnsins. Og þegar björninn er vakinn þá bítur hann frá sér í það sem að kjafti kemur.

  Það sem ég og fleiri erum að setja ofan í við þig með er að þetta beri vott af taugatitring sem mælanlegur er á sunnlennskum skjálftamælum og kemur það þó úr átt þess penna sem áður hefur á Kop-ritferli sínum boðað gildi bjargfastrar stillu. Einar Örn biðlar strax til manna að “slaka á” og Ssteinn telur engar ástæður til að “fríka út”. Ég veit ekki hvort þú tókst þau tilmæli til þín en ég er því ekki einn um að (mis)skilja skrif þín á þennan hátt. Ég sé þig þó ekki vitna í löngu máli í Kop-pennavinina en allt í góðu, minn er heiðurinn, mátturinn og dýrðin að fá að svara fyrir hönd okkar misskilningsmanna. Geri það eftir því sem tímalengd kaffibolladrykkju minnar leyfir.

  Þú segist hafa “trú á FSG” en að sama skapi ertu “afar órólegur” yfir innkaupum þeirra. Má því efast um styrkleika trúarsannfæringu þinnar. Þú heimtar minna mas og meiri metnað en þó er augljóst að verið er að reyna að landa metnaðarfullum leikmannakaupum. Þú vilt meina að nefndin hafi ekki nægilega margar hugmyndir að þínu mati en þó eru augljóslega mörg járn í eldinum (Papa, Llori, Hughes, Sakho o.fl.). Þú ætlar að dæma þetta 3.sept. en ert samt ansi dómharður þann 21.ágúst. Að Spurs steli öllum skotmörkum steini léttar en þó hafa AVB og Levy verið síðustu ár að reyna að landa Willian. Bölvanlegt að þeir gátu ekki stolið Downing áður en við ofborguðum fyrir hann! Hér er haldið og sleppt og kakan étin þó hún eigi að vera áfram í eignasafninu.

  Þetta er fyrir mér að tala í hringi og elta sitt eigið skott í hringsólinu. Að vera í mótsögn við sjálfan. Þversagnir þvert og endilangt. Nú væri þetta í lagi ef þú væri þekktur fyrir að heimta sykurfeðraveldi í eignarhaldið, splæsingar, FM-innkaup og álíka. Þá værirðu samkvæmur sjálfum þér í málflutningi og röklínan þráðbein. En svo er nú ekki og það er ekki bæði haldið og sleppt. Trú en þó vantraust. Skynsemi en þó skyndiákvarðanir. Yfirvegun en þó óróleiki. Sparsemi en þó splæsingar. En allt í góðu, ég get skilið að frústrasjónir beri menn ofurliði eins og ég sagði en ég taldi þó réttast að leggja orð boltabelg og reyna að renna styrkari stoðum undir titrandi taugar.

  Hvað þýðir þetta „Við erum Liverpool for kræing át lád“?

  Ég hefði haldið að þetta út útskýrði sig sjálft að mestu en ég hef ekkert á móti því að túlka þetta fyrir þig. Ég, og væntanlega þú líka, er þrælstoltur Púlari og fyrir mér á Liverpool FC ekki að fara á taugum þó að THFC eða aðrir séu að kaupa mann eða annan. Við eigum að halda okkar striki af yfirvegun, kaupa þá sem vilja koma og halda okkar ágætu gildum í heiðri. Já, við megum og eigum að styrkja okkur til að klifra hærra í töflunni en það er klárlega verið að vinna í því. Og vinnubrögðin frá því í janúar eru virðingarverð og spilamennskan á sama tíma hefur verið spennandi.

  Eitt ský á björtum degi fær mig ekki til að óttast haustlægðir fyrri ára. Ergó, hvort að Rafa fékk ekki stuðning hjá einum eiganda eða KKD of mikinn hjá þeim núverandi stressar mig ekki á þeim tímapunkti þegar THFC með fullar fúlgur fjár eftir spænsk-velskan lottóvinning eru að spreða pesetunum í gríð og erg. Þetta er tilfallandi og það tekur því ekki að fara á taugum nákvæmlega núna. Við höfum sýnt mikla framför og endurmenntun innan vallar sem utan á sl. 8 mánuðum og það gefur mér því meiri von heldur en efasemdir um að við stefnum í rétta átt. Ég ætla því að njóta þeirra skemmtilegu leikmanna og spilamennsku sem í gangi er og bíð spenntur eftir því hvaða kjarakaupskanínun nefndarmenn draga upp úr hattinum. Ég hef sallarólega trú á þeim og ætla að leyfa þeim að láta verkin tala.

  Niðurlagslínan er því þessi: Ég er mestmegnis ósammála þessum skrifum þínum í rökrænni vinsemd og virðingu. Kaffibollinn tæmdur.

  Respect

  YNWA

 68. Gaman af þessu spjalli, við Arsenalmenn erum vanir árlega tottenham splashinu en held að Pauli se eina trompid a meðan að Þeir missa sinn LANG besta mann og bjargvætt i ótal leikjum. Mögulega er Wenger síðan að fjármagna kaup real að stóru leiti, svo gæti mögulega Suares farið líka til RM, kannski var það dillinn hjá S, þegja a meðan að keypt er inn og fá að fara til RM, who knows, en ef wenger kaupir og heldur sinu (2 besta vörnin i fyrra) þá þykir mér menn her vera heldur brattir i afskriftum sínum a nollunum þetta árið (eins og reyndar breskir fjolmidlar síðastliðin 2-3 ár) . Takk fyrir skemmtilegt spjall 🙂

 69. @Kristján Atli (#74)

  Hins vegar má ég alveg líka gagnrýna þegar ég sé eitthvað gagnrýnivert án þess að vera sagður fullur örvæntingar eða geðklofi.

  Vóhóhó! Obbobobb og obbosí Kristján. Enginn verið vændur um geðklofa í mínum skrifum. Höldum því til haga og leggjum ekki svo þung orð í stílfært ginið á yðar einlægum og undirrituðum.

  En sveiflukenndur taugatitringur sem túlka má sem örvæntingu í brátt lokuðu söluglugga?? Jú jú, það er nú varla oftúlkun nema að sumt sem frá þér kemur séu svo eitursnjöll kaldhæðnisöfugmæli að lesandinn er ringlaður sem skopparakringla í hringekju.

  Í það minnsta les ég álíka út úr þessu og öðru. Biðst forláts ef ég tek þig orðrétt á orðinu en ég á greinilega bágt með að lesa blindraletrið á milli línanna.

 70. Sælir félagar

  Ég legg til að Peter Beardsley, Babu og Kristján Atli skrifist á á E-mil formi og hlífi okkur fákunnandi og lítilsigldum pöpulnum við þrasi um keisarans skegg.

  Að öðru leyti hafa þetta verið góðar og málefnalegar umræður og um margt fræðandi. Pistill Babu góður og þarf mikinn vilja til að misskilja hann. Hinsvegar geta menn verið ósammála eða amk. sammála um að vera ósammála án þess að setja á langar tölur um orðhengilshátt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 71. Sigkarl 80

  Ég legg til að Peter Beardsley, Babu og Kristján Atli skrifist á á
  E-mil formi og hlífi okkur fákunnandi og lítilsigldum pöpulnum við
  þrasi um keisarans skegg.

  Gæti ekki verið meira ósammála 🙂 Það hefur ekki verið svona gaman að lesa Liverpool-spjall síðan framfarasinnaði flokkurinn kom Houllier frá völdum fyrir hartnær áratugi síðan.
  Babu og Beardsley… haldið áfram. F5 er að öðlast nýtt líf hjá mér.

 72. sammála finnst sorglegt að tott-enham sé að sigla fram úr liverpool ,og hef pælt sl. 2 ár hvar i fjandanum þeir hafi haft þessa seðla frá til að ná í alla þessa leikmenn, og hja liverpool að kaupa menn eins og toure er ofar minum skilningi (gamall og hægfara flak) það þarf að kaupa bakvörð og fá annan 20-30 marka framherja , þessir leikir vinnast ekki nema við skorum og suarez er frekar tæpur a tauginni þannig það kemur eflaust e-r sirkus aftur með hann i vetur

 73. Ég segi það með Biscant #81, Babu og Beardsley – haldið áfram. Ég á erfitt með að ímynda mér nokkura bloggsíðu sem bíður upp á rökræður jafn rökfastra og orðheppinna penna.

 74. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað menn eru sáttir við gengi Liverpool. Ég get tekið undir það að liðið var að spila skemmtilegri bolta á síðustu leiktíð en var það að skila liðinu eitthvað meira en undan farin ár? Ekki vannst neinn bikar, Liðið jú var einu sæti ofar en það var leiktíðina á undan sem var ef ég man rétt lélegasti deildar árangur í einhverjar áratugi. Þannig jú frábært, liðið var skemmtilegra á að horfa (þó það lið hafi skilað einum bikar í hús). Ef maður skoða stiga öflun og í hvaða sæti liðið hefur verið að lenda í þá eru nú ekki mikil merki um framför og af því að kanar hafa svo gaman að tölfræði þá er hún þeim ekkert sérlega hliðholl.

  2013 – 61 stig 7. sæti
  2012 – 52 stig 8. sæti
  2011 – 58 stig 6. sæti
  2010 – 63 stig 7. sæti

  Þannig jú á síðasta tímabili var næstum jafnaður lélagasti árangur Benitez. Liðið er vissulega búið að fara í gegnum einhverja rússibana reið á þessum tíma en þá finnst manni líka þeim mun meiri ástæða fyrir því að það sé lagt allt kapp á að styrkja liðið með kaupum á betri leikmönnum en þeim sem eru fyrir. Það er ekki að sjá að það hafi verið gert í ár í besta falli eru þeir leikmenn sem komu í sumar á pari við þá sem hafa farið en þeir eru á lægri launum sem virðist vera aðalmarkmið þessara eigenda (þeas að lækka launakostnað).

  Undan farin tvö tímabil hefur leikmannahópurinn ekkert styrkst að ráði eins og sést á genginu í deildinni. Menn geta alltaf haft svona Dortmund drauma en í raun eru þeir undantekning frá reglunni og als ekkert auðvelt að láta það takast.

  Er það eitthvað skrítið að menn séu farnir að örvænta að það komi einhver styrking núna 10 dögum áður en gluggin lokar. Menn hafa haft núna í kringum 90 daga til að fá inn leikmenn sem hefur ekki tekist. Það aukast líka alltaf líkurnar á því að gera panic kaup eins og í tilfelli Carroll þegar það er farið að styttast í lok gluggans.

  Það hefur lengi verið einkenni Liverpool aðdáenda að vera bjartsýnir enda gera aðdáendur flestra liða grín af okkur með því að segja að við séum alltaf búnir að vinna titillinn í ágúst eða það sé alltaf næsta tímabil. Þetta hefur vissulega minkað síðustu ár enda þurfa menn að vera nett klikkaðir ef þeir trúa því að Liverpool sé að fara að vinna deildina.

  Það eru fáir að tala um að það þurfi að fara einhverja City leið og kaupa fyrir 100 milljónir á ári. En það þarf að finna leikmenn sem eru góðir og jafnvel að borga eitthvað meira fyrir þá en menn ætluðu sér fyrst.

  Minni bara aftur á það sem ég sagði hér í öðrum pósti Liverpool hefði getað náð sér í menn eins og Ronaldo, Shearer, Cantona, Alaves og jafnvel einhverjar fleiri ef menn hefðu verið tilbúnir að borga aðeins meira fyrir þá.

  Það er alltaf gott að vera með aðahald í fjármálum en það má þá ekki koma niður á frammistöðunni eða árángrinum.

 75. Ég var spenntur fyrir því að fá Willian.. en það breytir því ekki að 35 millur er alveg væn yfirborgun held ég. Ég verð alveg jafn sáttur ef við finnum einhver Coutinho/Sturridge kaup fyrir lok gluggans. Góðan leikmann á 10-15m sem á eftir að ná toppnum

 76. @AuðunnG 81
  ég sé ekki betur en við höfum safnað 17% fleiri stigum árið 2013 miðað við 2012, það er ágætis hagvöxtur, með sömu bætingu í ár endum við með 71 stig.

 77. Ótrulega gaman af umræðunum á milli Babú og Beradsley og ekki skemmir þegar Kristján Atli kemur inní þær, þrír frábærir pennar og þetta er svooo spennandi að maður veit ekki einu sinni hverjum maður heldur með i þessum samræðum. Mér fanst Babú svara silldarlega fyrir sig en svo kom Beardsley og skaut fast til baka aftur hahaha,

  annars finnst mér ekkert að því að menn ræði hérna Tottenham og finnst upphafspistill Babú frábærlega skrifaður. Persóulega sé eg svo ekkert að því að menn sveiflist frá því að vera jakvæðir einn daginn eða einn klukkutímann og svo neikvæðir næsta dag eða næsta klukkutímann, ég persónulega er þannig þegar kemur að Liverpool enda ekkert annað hægt þegar Liverpool er annars vegar. Hvernig geta menn annað en verið jakvæðir og neikvæðir til skiptis td þegar Suarez sagan tók nýjar stefnur klukkutima frá klukkutima eða þegar Willian eða Mkhityraian voru að skrifa undir einn klukkutimann en svo farnir eitthvað annað þann næsta.

  Akkurat nuna veit eg ekki hvort eg se neikvæður eða jakvæður því það kemur ekki i ljós fyrr en glugginn lokar margt á eftir að gerast og maður er stressaður, ánægður með fyrsta leik og allt það en það vantar fleiri leikmenn og maður víður spenntur eftir þvi hvort eitthvað annað gerist…

 78. Ég legg til að menn hætti allri umræðu um umræðuna. Við Babú erum alveg til í að ræða við Beardsley og hann má alveg setja aðeins ofan í við okkur. Þetta er allt fyllilega eðlilegt allt saman.

  Ég skal sjá um að ritskoða ummælin hér á síðunni. Ef ykkur finnst einhver ummælandi vitlaus eða leiðinlegur, haldið því þá fyrir ykkur.

  Annars er Beardsley með marga fína punkta. Kannski kemur það þannig út stundum, þegar maður er að kvarta, að maður sé í einhverri örvæntingu. Það er ekki meiningin, ég er sallarólegur yfir þessu öllu saman. Bara eilítið svekktur að illa gengur að kaupa stórstjörnuna sem Rodgers er klárlega að reyna að fá til sín.

 79. Ben Smith (BBC) has said we have scouted him extensively but have no plans to bid this summer. (Will Hughes)

 80. Nr. 77

  Ekkert að þakka, svaraði þessu þar sem mér fannst þú alls ekki skilja póstinn á þann hátt sem hann var hugsaður og finnst þú ekki fara með rétt mál í ásökunum um að sveiflast á milli yfirvegunar og örvæntingar frá viku til viku.

  Ég get skilið að þetta komi stundum þannig út, sérstaklega hjá okkur sem opnum oft á okkar skoðanir yfir þriggja mánaða “dauðan” tíma en ef þú kafar betur í þetta hefur línan afskaplega lítið breyst. Auðvitað getur tóninn aðeins flökt á þriggja mánaða tímabili, sérstaklega þegar langar og spennandi leikmannasögur enda annarsstaðar. (ATH ekki að tala um Willian).

  Þú lendir mjög líklega í basli með að finna margar greinar eftir mig og Magga þar sem við tölum ekki um að það sé nauðsynlegt að bæta alvöru gæðum við þetta lið. Engin krafa að þeir leikmenn kosti það sama og Chelsea borgaði fyrir Torres en menn sem styrkja byrjunarliðið, ekki bara hópinn. Gott ef ekki a.m.k. KAR og SSteinn hafi ekki talað á svipuðum nótum.

  Þetta er ekkert sem við vorum að detta niður á í brjáluðum pirringi yfir því að klúbburinn hafi ekki viljað troðfylla vasa umboðsmanns Willian, þó vissulega sé það pirrandi að slíkur gæðamaður endi frekar á því að fara til Spurs og styrkja það lið. Það er ekki eins þetta sé óraunveruleg krafa, eigendur Liverpool og stjóri hafa talað um þetta í marga mánuði og eru ennþá að því (og það er alls ekki öll nótt úti enn). Ég gæti reyndar komið með önnur innihaldsrík rök fyrir þessari skoðun minni og bent á að við erum jú Liverpool, for kræing át lád.

  Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur ef okkar helstu skotmörk fara oft frekar til Spurs enda við í bullandi samkeppni við þá og höfum verið of langt á eftir í því stríði. Að ræða það og skoða Spurs í heild aðeins ítarlega er ekkert merki þess að núna hafi skoðun mín á FSG tekið afgerandi 90 gráðu handbremsubeyju og að allt sé fullkomlega ómögulegt hjá Liverpool. Það sagði ég ekki og raunar hefur ekkert breyst í nokkra mánuði. Liverpool þarf að kaupa gæða leikmenn sem styrkja byrjunarliðið og það hefur ekki gengið vel.

  Ég get ekki betur séð en að stjóri Liverpool hafi ekki virkað neitt sérlega sáttur í síðasta viðtali er talið barst að leikmannakaupum sumarsins. Fundur sem var núnaí dag. Tíminn er naumur og FSG hefur ekkert alltaf sannfært mann og hvað þá staðið undir öllu því sem þeir tala um og lofa í hálfkveðnum vísum. Það er fullkomlega eðlilegt að vera aðeins órólegur enda andstæðingar okkar ekki að fara eftir handritinu sem sagði skýrt til um að þeir ættu ekki að styrkjast milli ára.

  Það að hafa ennþá trú á FSG er alls ekki það sama og treysta þeim bara gagnrýnilaust í blindni. FSG hefur ekki gert margt til að verðskulda slíka einfeldni og sagan kennir okkur að það skal taka eigendum uppfullum af loforðum með varúð.

  Það er hinsvegar margt sem mér lýst mjög vel á hjá þeim og hef því ennþá trú á þeirra stefnu. Þessi trú mín kemur til með að fá smá högg ef við ætlum “bara” að styrkja okkur með fulltrúa ávaxtakörfunnar, varaliðsmanni frá Bacelona og ellismell frá City. Plús lánsmanni frá Valencia og ódýrari markmanni fyrir Reina.

  Ekki misskilja mig samt, mér lýst vel á alla þessa sem hafa komið og var ánægður með að FSG kláraði “kaupin” á þeim strax. En á móti hafa farið menn í svipuðum gæðaflokki og alveg klárlega svipuðum ef ekki dýrari verðflokki. FSG talar um að hafa metnað og nægan pening fyrir kaupum á réttum leikmönnum. Helsta ástæða þess að ég er orðinn órólegur er að ég er ekki sannfærður um að FSG sé með rétta menn í að finna og landa þessum topp skotmörum okkar.

  Órólegur er ekki það sama og að flakka á millið þess að spila með félagsliðunum Team Panic, Desperation United og FC Stóísk ró & innri friður.

  Þú talar um að það sé augljóst að verið sé að reyna landa metnaðarfullum leikmannakaupum og ég tek undir það svona eins mikið og maður getur lesið í slúðrið. En takist þeim ekki að landa neinum slíkum kaupum (rétt eins og í fyrra) þá hljómar þetta afskaplega mikið eins og innkaupastefna Arsenal. Ég ætla að dæma þennan glugga 3.sept og útiloka hann ekki ennþá. Ekkert breyst hérna en á sama tíma er ekki þar með sagt að ekki megi ræða það sem er í gangi fyrir 3.sept og hvað þá að maður þurfi að sjá allt sem klúbburinn er að gera í rósrauðum bjarma.

  Liðið er að mínu mati betra núna heldur en fyrir ári síðan (áður en við bætum stórum leikmannakaupum við) en ekki nægjanlega mikið betra til að ég sjái okkur berjast um 4.sætið af nægjanlega mikilli hörku. Eins hef ég trú á að margir leikmanna Liverpool í dag geti lyft okkur á hærra plan í framtíðinni en á móti er ljóst að við þurfum að bæta okkur líka núna (í núinu) til að þessir leikmenn sem eru að verða stjórstjörnur nenni að vera hjá okkur þegar þeir hafa slegið í gegn. FSG er á þriðja ári með félagið og ég veit ekki hvort það sé ósanngirni eða óþolinmæði að vilja sjá betri árangur. Seinni hluti síðasta tímabils var mjög jákvætt start, smá gæði í viðbót við það lið gæti tekið okkur skrefi ofar.

  Hvað þetta varðar finnst mér t.d. eitt af þeim þremur liðum sem við þurfum að ná vera að gera merkilegri hluti í sumar (það sem af er) og ákvað því að skoða betur hvað þeir væru að gera. Þetta var ekkert skoðað vegna neikvæðni eða öfundar út í aðra (Anton T), við erum að halda úti bloggsíðu og þetta var áhugaverður punktur til að skapa umræður, auðvitað út frá okkar liði.

  FSG eru eigendur Liverpool for kræing át lád og þá má alveg gera sér vonir um að þeir láti aðeins til sín taka á leikmannamarkaðnum, það er ekkert merki þess að maður vilji bæði halda og sleppa eftir því hvaða dagur. Væntingarnar fyrir góðum glugga eru frá þeim sjálfum komnar að mestu.

  Ég er ekki að tala í hringi, ekki að elta skottið í hringsólinu og get ekki séð þetta sem mótsögn við sjálfan mig. FSG hefur sagt ítrekað að þeir hafi bolmagn til að kaupa alvöru leikmenn og að þeir geti keppt við hvern sem er um réttu leikmennina. Núna hljóta þeir að hafa sigtað út úrval leikmanna og þurfa að standa við stóru orðin.

  Það er ekki nokkur maður að fara fram á að eyða á við Chelsea eða City. Ekki heldur á við það sem Spurs fær fyrir Bale en róum okkur með að vera himinlifandi með að koma út í plús og vilja ekki ræða það.

  Það að kaupa alvöru leikmenn til Liverpool hefur hingað til alveg þótt raunhæft, bæði í raunveruleikanum og FM. Sparsemi FSG er gott mál meðan þeir losa okkur við leikmenn sem nýtast ekki vel en þeir hafa jafnframt sagt að þeirra stefna sé ekki að lækka launakostnaðinn heldur vera svo eitursnjallir að fá meira út úr launaútgjöldunum. Einhverntíma sögðust þeir stefna á að auka launakostnað. Það er sú lína sem ég hef jafnan hlustað eftir frá þeim og fylgt í þráðbeinni línu (þó ekki á DV).

  Það er virðingavert að vera sallarólegur og bíða með kaffibolla í hönd eftir því að leikmannaglugganum loki, sannfærður um að allt fari þetta nú vel. Fáránlegt að vera spá í eitthvað tilfallandi flipp hjá Tottenham sem unnu í lottó og verða því væntanlega fjórða ef ekki fimmta liðið sem skákar okkur í vetur. Það er tilfallandi og ekki Liverpool manni sæmandi að spá í slíkt, enda við Liverpool for kræing át lád.

  Sannleikurinn er samt að við erum ekki svo ósammála og ef ég er að lesa þig rétt þá gerir þú frekar ráð fyrir því að eitthvað af skotmörkum sumarsins skili sér inn fyrir 3.sept og styrki liðið.

  En þetta væri fróðleg (eða ekki) vefsíða ef við tækjum allir þennan pólinn í hæðina og bíðum bara og sjáum, treystum FSG fyrir þess. Óþarfi að stressa sig á þessu fyrr en glugganum er lokað og óþarfi að ræða þetta.

  p.s.
  Ég geri mér enga grein fyrir því hvort þetta comment hljómi eins og að skapofsamður hafi verið að berja lyklaborðið og finnst því rétt að árétta að þetta er skrifað af mikilli yfirvegun af manni liggjandi nokkurnvegin í L á náttbuxum upp í sófa.

 81. Ég verð að taka aðeins undir orðin hans Babú, hvernig geta menn setið bara sallarólegir með kaffibollann í höndinni og treyst FSG fyrir því að þetta fari allt saman frábærlega fyrir lokun gluggans. Muna menn ekki eftir síðasta sumri eða ? fyrir mér er þetta mjög einfalt, þessi gluggi getur enn endað algjör martröð en getur líka ennþá endað þannig að maður sé alsæll.

  Ef ekkert kemur inn fyrir lok gluggans er eg langt frá því að vera ánægður og held að flestir taki undir það hjá mér, talandi nu ekki um það að ef Suarez yrði seldur síðasta dag gluggans á 65 milljónir til Real Madrid og við fengjum engan í staðinn þá er þetta algjör martröð þessi gluggi. Ef hins vegar við fáum einn öflugan varnarmann og einn alvöru leikmann fram á völlinn og missum engan þá er eg alsæll með gluggann.

  Okei við unnum Stoke í fyrsta leik og það hjálpar til við að menn séu jakvæðir, hvernig væri staðan nuna ef við hefðum tapað 0-1 fyrsta leik gegn Stoke ? jú það væru allir geðveikir svona eins og hjá Arsenal. Bara minna menn á það að þrátt fyrir að spila mjög vel gegn Stoke og mér lyst rosavel á liðið og allt það þá sáum við ansi oft i fyrra engan stöðugleika og liðið spilaði vel og tapaði næsta leik, eg gæti td alveg trúað því að liðið okkar kæmi ömurlegt til leiks á laugardag gegn Villa og mundi tapa þeim leik sannfærandi þó eg voni að slikt verði ekki raunin.

  Þetta er ekkert flókið það er gríðarleg pressa á FSG, menn verða langt frá því ánægðir ef við komum úr þessum glugga í plús eða 5-10 milljónum í mínus.

  Steini vinur minn er sanfærður um að það seu til peningar til þess að kaupa einn leikmann a 25-30 milljónir, um það er eg alls ekki sannfærður, mer synist okkar menn vera mjög viljugir nuna til að fá menn á láni td. okkar menn gætu alveg verið í sama leik og Arsenal menn sem er sá að blöffa stuðningsmenn sína og þykjast hafa seðlana en ætla svo ekkert að eyða þeim, kannski lögðu okkar menn inn tilboð í Mkhitaryan vitandi það að við værum aldrei að fara fá þann leikmann en vildu syna okkur stuðningsmönnunum að við gætum keypt dyran leikmann. Er ekki að segja að þetta se raunin en hver veit. trúa menn þvi td að Arsenal hafi 100 milljónir til að eyða en þeim bara takist það ekki ? þetta er bara kjaftæði, þeir væru fyrir lifandis löngu bunir að kaupa eitthvað ef þeir syntu í seðlum um það er eg sannfærður. Wenger sagði td að nuna byrjaði glugginn því það væri litið hægt að kaupa í upphafi sumars því þá væru menn í fríji og blablabla, ef eg væri stuðningsmaður Arsenal þá hefði eg verið til í að skjóta Wenger fyrir þessi ummæli enda mesta bull sem eg hef lesið, hellingur af góðum leikmönnum hafa farið útum alla evrópu fyrr í sumar eins og td til Tottenham og Napoli og hingað og þangað en nei Wenger segir að það se ekki hægt að kaupa neitt fyrr en seint í ágúst. Vissulega hafa okkar menn fengið til sín 5 leikmenn sem er ágætt en við getum varla hlegið mikið af Arsenal því okkar menn hafa engu eytt í sumar frekar en þeir.

  Ég er bara drullu stressaður um að FSG leiki sama leik og í fyrra og seu ekkert að fara styrkja liðið okkar meira í þessum glugga, ef þeir voga sér að styrkja liðið ekki meira og koma fram í byrjun september og segjast ekki ætla að ofborga fyrir leikmenn eða að rettu mennirnir hafi ekki fundist þá skal ég glaður taka þátt í kröftugum mótmælum gegn þeim í vetur. Heimurinn er stútfullur af knattspyrumönnum sem gætu styrkt byrjunarlið Liverpool sem endaði í 7 sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og eg ætla rétt að vona að okkar menn reyni ekki að ljuga því sama að okkur nuna i sept 2013 og í sept 2012.

  Auðvitað dæmir maður gluggann eftir 10 daga og allt það en ég á frekar von á vonbrigðum frá FSG heldur en jakvæðum fréttum svona ef maður skoðar hlutina út frá td síðasta sumri. ef menn eru raunsæjir þá sjá þeir að FSG hefur mun meira verið í því að tala en að framkvæma og þessar endalausu skerðingar á launakostnaði eru farnar að valda mér verulegum áhyggjum. Marga af þessum mönnum mátti alveg losa út og allt gott og gilt með það en maður væri alveg til í að sjá einhvern leikmann koma til liðsins sem mundi þiggja meira en 30-50 þús pund a viku í laun.

  Menn sem eru farnir síðan sumarið 2012 má nefna Kuyt, Bellamy, Maxi, Reina, Carroll, Carragher, allt menn á góðum launum og yfir 50 þús á viku en þeir sem koma í staðinn eins og Borini, Allenn, Assaidi, Alberto, Mignole, Aspas eru liklega allt leikmenn á undir 50 þús á viku. Toure hefur sennilega komið inn á sirka laun Carragher en annars má sjá að launakostnaður hefur minnkað allrosalega siðustu 2 sumur hjá okkur. Þeir töluðu um þegar þeir keyptu felagið að þeir ætluðu ekki að lækka launakostnaðinn heldur að hækka hann, hafa þeir gert það ? NEI …

  Þeir hafa líka haft 3 ár til þess að byrja á að byggja nýjan völl eða byrja á að stækka Anfield sem var skilyrði fyrir því að þeir fengu að kaupa félagið, eru þeir byrjaðir á því ? NEI …

  Það er bara ekki nóg að mæta í viðtöl endalaust og lofa öllu fögru og framkvæma svo ekki rassgat.

  Treysti eg FSG til að halda Suarez og styrkja liðið um 2 góða leikmenn fyrir lokun gluggans ? NEI ..

  Mér finnst þetta allt saman sorglegt því eg er alsæll með Brendan Rodgers og held að hann geti komið Liverpool í hæstu hæðir fái hann einhvern stuðning til þess en mér synist hann alls ekki vera að fá neinn stuðning til þess að gera það. Mér lyst vel á liðið og mér finnst margt jakvætt hjá þessu félagi sem eg elska en ég se ekki FSG koma liðinu í meistaradeildina á komandi árum og það er ekki sagt að neikvæðni heldur raunsæji.

  Ég man eftir því í fyrra og fæ ógeðishroll þegar Rodgers lofaði framherja ef eg man rétt í hádeginu síðasta dag gluggans en svo sat maður orðlaus í sófanum 12 tímum síðar og engin kom. Ég man líka eftir því í sumar þegar Rodgers sagði að Reina yrði áfram og Mignole yrði samkeppni við hann, ekki það að eg og Allir vissum að hann laug þessu en hvað vitum við um það ef suarez verður seldur á næstu dögum, eg treysti FSG ekki fyrir neinu og eg hef enga ástæðu til þess að treysta þeim fyrir neinu enn sem komið er.

  Ég vona að FSG troði einhverju stóru ofan í kokið á mér á næstu dögum en ég efast um það, boltinn er hjá þeim, framkvæmið eitthvað NÚNA og þá skal ég halda kjafti.

 82. Eins og vanalega skemmtilegur pistill og það sem meira er frábærar umræður um stöðu liðsins og andstæðinga okkar.

  Ég spyr að leikslokum og fyrir mér eru leikslokin í maí. Þá fyrst kemur í ljós hvaða leikmannakaup heppnuðust hjá liðunum og hvaða leikmenn floppuðu, þetta er ekki flóknara en það.
  Mörg undanfarin ár hef ég tekið þátt í rökræðum þar sem við félagarnir höfum verið að bera saman hópinn hjá Liverpool og Man Utd og oftar en ekki hef ég fussað yfir hinum og þessum leikmönnum Man Utd og fullyrti það að þeir kæmust aldrei í liðið hjá mínum mönnum. En því miður þá varð mitt lið aldrei meistari. Það sem gerði Ferguson að eins sigursælum þjálfara og raun bar vitni var að hann var snillingu í að búa til góða liðsheild og ná því besta sem hægt að að ná út úr leikmönnum. Fótboltinn er nefnilega liðsíþrótt og hvernig heildin vinnur saman er það sem skiptir máli, eitt skemmt epli getur eitrað út frá sér skemmt fyrir öllu liðinu.
  Það að byggja upp og gott og heilsteypt lið þar sem hver og einn leikmaður þekkir sitt hlutverk er ávísun á árangur. Við sem höfum fylgst með fótboltanum lengi höfum séð Dani og Grikki verða evrópumeistara ekki voru þeir með bestu hópana. Ef ég man rétt þá fjárfesti QPR ansi vel síðasta sumar ekki skilaði það þeim miklum árangri.
  Það mikilvægast er að kaupa réttu mennina ( eins og við öll vitum). Menn með rétt viðhorf og ríkan sigurvilja og menn sem vilja leggja sig 100% fram fyrir klúbbinn (Agger), ekki einhverja ofdekraða vitleysinga sem flýja strax og illa gengur (Suarez).

  Mér finnst BR vera á réttri leið með liðið og hópurinn virkar samstilltur og það sem meira er að það er eins og hópurinn sé glaðbeittur og þeir hafi gaman að þessu, allavegna miða við myndir frá æfingunum.
  Því segi ég enn og aftur, spyrjum að leikslokum, en að sjálfsögðu væri ég alveg til í að sjá styrkingu á hópnum bara að finna réttu mennina sem er tilbúnir til að leggja sig fram fyrir klúbbinn.

  Takk fyrir skemmtilegar umræður

 83. Willian eitthvað að hika … Móri að hijacka?

  Æj sorrý, who the F*** is Willian?

  YNWA

 84. Ég myndi ekkert hata það að sjá Chelsea stela Willian af Spurs. Aðalega af því að ég sé ekki hvernig það getur mögulega styrkt lið sem spilar með Hazard, Mata, Schurrle, Oscar , Lampard, De Bryne í sömu stöðu…

 85. Óli #97

  Ég er hjartanlega sammála þér. Mér er nokk sama hverjir eru í hópnum ef hann stendur sig vel og nær viðunandi árangri. Maí er mánuðurinn til að meta árangur.

 86. Alveg ótrúlega gaman að lesa þessar umræður, flugbeittir pennar í ham. En ég er einn af þessum slöku og bíð til loka gluggans með að taka stöðuna, sáttur með fyrsta leik og bíð spenntur eftir drulluerfiðum leik á mótí Villa. Mjög sáttur við boltann sem við spilum, sáttur með stjorann og bara sáttur með lífið. Það væri svo alveg til að toppa sápuna að Móri stæli Villian, kæmi þá í ljós eins og oft áður að spikfeitir Tékkar skipta sköpum.

 87. Villa líta rosalega vel út, skíthræddur við þá eftir seinasta season og eftir framistöðuna á móti Arsenal og Chelsea. Vonandi að þeir séu þreittir.

 88. Sælir félagar

  Það er dásamlegt og ekki alllítil tilbreyting að lesa jafn snöfurmannlegan texta og hjá Dolla#102. Tólf orð sem segja nákvæmlega allt sem segja þarf af fullkominni rökvísi, algerri einurð og með fádæma skemmtilegri framsetningu.

  Gott væri ef langhundasmiðir um ekki neitt (nema þá helst keisarans skegg) tækju sér Dolla til fyrirmyndar í því að korta sinn texta og auka hans innihald.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 89. Babu@95

  Liverpool þarf að kaupa gæða leikmenn sem styrkja byrjunarliðið og það
  hefur ekki gengið vel.

  Í lengsta kommenti kop.is sögunnar er kjarni málsins. Það er þetta sem skiptir öllu máli og þetta á ekki við um einn af helstu keppinautum okkar, Tottenham.

 90. Það vill nú svo skemmtilega til að athugasemdakerfi gefur mönnum tækifæri á að tjá hugsanir sínar og skoðanir. Það er hinsvegar ekkert sem neyðir mig eða aðra að lesa þær skoðanir sem þar koma fram, það er algjörlega mitt val. Hins vegar vilja sumir ræða málin í löngu máli og ítarlega og með rökstuðning á meðan aðrir láta nægja að koma með stutt og hnitmiðuð svör þó svo rökstuðning vanti og allt er þetta í góðu lagi.

  En mál málanna er greinilega kaupstefna Liverpool en ljóst er (allavega miðað við flestar athugasemdir hér inni) að Liverpool þarf einn til tvo leikmenn sem helst væru að fara beint í byrjunarliðið til að eiga möguleika á að gera atlögu að fjórum efstu sætunum. Það eru enn 10 dagar til stefnu og ég hef kosið að bíða og sjá hvað verður en á móti skil ég mjög þá aðila sem eru orðnir langþreyttir á að Liverpool sé ekki að kaupa þessa leikmenn sem nauðsynlega þarf. Held að menn geti flestir verið sammála að þau kaup sem eru búin nú þegar hafi aðallega verið til að (eins og BR sagði) til að tryggja breiddina, en nú þarf að gefa í. Bara 10 skemmtilegir dagar framundan 😀

  Að lokum vil ég spyrja vissa aðila að einu (taki til sín sem vilja 🙂 ) er ekki nafnið ennþá Liverpool FC en ekki Liverpool for kræing át lád ???? 😉

 91. BR on Willian: “It’s the owners money and they will always have the final say, it’s they who run the club. There’s no doubt quality will cost you money.”

  BR on Willian: “It wasnt a football reason, I dont really want to go into it that, It’s disappointing because this is a player that would have been perfect for us.”

  Er ég eini sem líst ekkert á það að eigendurnir hafa lokaorðið í leikmannakaupum?
  Hélt að Rodgers fengi bara ákveðinn pening til að eyða eða þessi nefnd sem er í starfi þarna.

 92. Ég veit ekki alveg hvort Rodgers var að lesa þennan pistil í gærkvöldi eða ekki en hann virkar ansi langt frá því að vera sáttur við leikmannagluggann það sem af er og “máttleysi” FSG.

  Þetta er fyrir mér smá deja vu frá öllum árum Benitez
  http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/chelsea/10260981/Jose-Mourinho-leads-late-Chelsea-charge-to-hijack-Tottenhams-30m-Willian-deal.html

  og

  http://www.theguardian.com/football/2013/aug/22/liverpool-real-madrid-transfer-luis-suarez?CMP=twt_gu

  Sérstaklega þetta

  Rodgers was evidently frustrated he had not secured a player he said would have been a “perfect” addition. “No, it wasn’t a football one [decision] and I don’t really want to go into it.

  En bíðum og sjáum. Ef að Chelsea er komið í þessa baráttu um Willian held ég að hann hafi alltaf verið fjarlægur möguleiki. En mögulega er Rodgers ekkert bara að pirra sig á því að missa af honum?

  Vona bara að hann segi ekki eitthvað á þessa leið í næsta viðtali

  „I’m just focused on coaching and training my players.“

 93. hahahaha þetta er nú allra skemtilegasta umræða hér lengi og mér fynnst Peter Beardsley jafn góður penni og nafni hans var í boltanum. 😀

  Ég er salla rólegur og vona að sem flestir verði það með okkar ástkæra þó svo að það komi ekki stórir pósta í viðbót. Ég var ekki fyrir svo löngu á því að við þyrftum tvo sterka kalla í viðbót en í dag er ég á öðru máli eftir að hafa séð liðið spila æfingal og leikin gegn Stoke. Mér fynnst himin og haf á milli liðsins í dag og liðsins frá því í fyrra. Núna erum við með þrjá sterka gutta ( Ibe, Sterling og Alberto )sem bakkupp fyrir liðið ásamt Allen,Henderson og Borini ásamt fleirum.

  En það sem mér fynnst vera mesta breytingin er að liðsandinn er frábær og hann getur fleygt okkur yfir fjöll og firnindi.

  Skál drengir. Það er virkilega gaman að fylgjast með okkar mönnum þessa dagana og við eigum að njóta þeirra.

  PS. kannski koma fleiri hver veit hummm

 94. Nú fer að vanta pistilinn “Hvað er í gangi hjá Liverpool?” efst á þessa ágætu síðu

 95. Rodgers að láta eigendur liðsins heyra það(það þarf engan snilling til að lesa út úr þessum skilaboðum).

  Góðir leikmenn eru einfaldlega dýrir og það þarf að eyða til þess að græða stundum og segjum sem svo að Liverpool myndi kaupa alvöru 30 milljón punda mann(ekki Andy C) og komast í meistaradeildina þá mynda þau kaup einfaldlega borga sig upp.

 96. Þessar umræður hér væru eflaust tölvert öðruvísi ef Simon Mignolet hefði ekki valið rétt horn í vítinu.

  Ég er spenntur fyrir tímabilinu en sé ekki að Liverpool sé að nálgast toppliðin þó síður sé. Hef persónulega meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan okkur. Ef Rodgers heldur okkur í baráttu um Meistaradeildarsæti til loka þá finnst mér hann hafa unnið frábært starf annað árið í röð.

  Fyrir mér er ennþá mikilvægast af öllu að halda Suarez. Hann var að mínu mati besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili. Án hans tel ég okkur ekki eiga möguleika á Meistaradeild. Því miður.

  Þetta er bara mitt mat í dag, það þýðir ekki ég óski þess ekki jafn heitt að við stöndum okkur vel.

  Áfram Liverpool !!!

 97. Wake up and smell the coffee. FSG er ekki að fara lengra með þetta lið. Hvort Rodgers eða FSG kveðji næsta sumar er stóra spurningin fyrir klúbbinn.

  Menn vilja auðvitað styðja “sýna menn” og FSG eru “okkar menn”. Þeir björguðu klúbbnum á ögurstundu og þóttust skilja hvað þeir voru að fara út í. En ef menn þurfa að bíða til 3. Sept til að sjá stóru myndina sem hefur verið að myndast síðasta ár, gott og vel.

 98. Finnst hálfgerð uppgjöf í þessu hjá managernum okkar…

  “Chelsea have won the Champions League and spent millions upon millions, Tottenham could spend up to 90-odd million and they are outside the Champions League.”For us it is a huge, huge challenge, there’s no doubt about that, but I don’t want to be defeatist. We just have to try to ensure we can get quality through the door and that will give us a chance for fourth. But make no mistake about it, it’s a big ask and a big challenge.”

  Ef við missum Suarez til RM til viðbótar við þetta getuleysi á markaðnum þá getum við kvatt þetta season. Fínt kannski að klára það í ágúst frekar en desember eins og venjulega og spara pening sem hefði annars endað hjá 365…

 99. Brendan er að skjóta á FSG töluvert fast. Það eru greinilega ekki til peningar til að kaupa leikmenn á yfir 15 millz. Rodgers er ekki sáttur!!!

 100. Jæja strákar eru þið byrjaðir að ganga til berja eitthvað þetta haustið? Mér skilst að það sé þokkaleg spretta á aðalbláberjum fyrir vestan.

 101. Var að lesa eitthvað slúður um að Messi væri að koma á lokadegi gluggans fyrir 200 millur + Borini.

  Þessi samningur var víst kláraður í byrjun júní.

  Allur þessi eltingarleikur við hina og þessa væru bara leikrit og svo ætla þeir að koma með þessa rosalegu bombu á síðustu mínútum gluggans og allir verða helsáttir og við meistarar í vor.

 102. Kannski lítið hægt að bæta við góðan þráð.

  Það er allavega held ég öllum ljóst hvar stoppið liggur, ekki það að því miður kom það mér ekki á óvart. Rodgers er búinn að staðfesta það að hann vill hafsent. Þar er ég honum algerlega sammála.

  Það er líka klárt að Willian er ekki fótboltaákvörðun heldur fjárhagsleg. Eins og Gylfi, Dempsey og Sturridge í ágúst.

  Ég hef áður sagt og segi enn að mér finnst FSG ekki sýnt mér neitt sem fyllir mig sjálfstrausti til þess að halda niður í mér andanum og bíða eftir tveimur risanöfnum. Bara alls ekki.

  En fyrst og síðast finnst mér Rodgers í dag hafa gengið í lið með okkur sem erum orðin þreytt á að fá ekki inn leikmenn sem munu gefa okkur þá innspýtingu sem þarf til að keppa um 4.sætið. Því verða allir að taka eftir.

  Og ef stjórinn er stressaður og pirraður, þá hljótum við sem deilum þeirri skoðun hans að mega það.

  Jafn mikið og ég hef áður sagt að ég vildi virkilega sjá hlutina jafn bjart og margir hér, en því miður geri ég það ekki.

  En það eru vissulega 11 dagar eftir til að breyta myrkrinu í ljós!!!

 103. Tek 1000000% undir með þér Maggi minn. fsg á alveg eftir að sannfæra mig, þeir sögðu eftir síðasta sumarglugga að þeir væru reynslunni ríkari og ætluðu ekki að gera sömu mistök aftur, að hafa of þunnan hóp en þá vorum við í Evrópudeild líka. Ég fylltist bjartsýni í byrjun sumargluggans, en síðan ekki sögunar meir og sú bjartsýni sem ég hafði þá fer dvínandi, reyndar mjög lítið eftir af henni. Ég samt VONA að á þessum síðustu dögum fram að 2 sept að við verðum búnir að bæta við okkur varnarmanni og sterkum vængmanni, ÁN þess að selja frá okkur menn.

 104. Eins og ég hef alltaf sagt þá eru þessir kanar ekki hæfir til þess að eiga Liverpool og eru bara meðalmennsku rúnkarar af verstu sort ég segi bara stórt og feitt YANKS OUT

 105. Þeir sem segja “Yanks out”; Hvar vorum við þegar þeir tóku við? Gjaldþrota. Eruði að grínast? Liðið orðið miklu betra, gaman að horfa á það þó við séum ekki að vinna deildina. QQ moar or fight, stfu.

 106. 122# Þó að staðan hafi verið slæm þegar FSG tóku við þá er ekki þar með sagt að það þurfi að lát allt yfirn sig ganga, Liverpool stuðnings menn hafa ekki verið varnir því að vera velt fyrir sér einhverju miðjumoði.

 107. Grunar að þeir séu búnir að gefast upp eftir financial fairplay fíaskóið, klúbburinn er til sölu og þeir vilja ekki eyða krónu…

 108. Það er helvíti hart, heeeellvíííítti hart ef seasonið er búið áður en það byrjar.

  Ég er tilbúin að borga undir Gauja Þórðar til Boston, hann getur eflaust kreist einhverja peninga útúr þessum könum.

 109. We identify the targets and then try and get the deal done financially. That’s how it was. The club pushed as hard as they felt they could financially but it wasn’t to be.

  It’s the owners’ money and they will always have the final say because it’s they who run the club. What they have taken on here is a huge job. You have seen over the last few years they will finance a project we are trying to develop and what we have to make sure of is we get the right players and the value and worth of the player is right. It’s disappointing because this was a player who would have been perfect for us. It wasn’t a football reason [why the deal collapsed] and I don’t really want to go into it. That’s for us as a club really. The bottom line is he hasn’t come here for whatever reason and we move on.

  Chelsea have won the Champions League and spent millions upon millions, Tottenham could spend up to 90-odd million and they are outside the Champions League. For us it is a huge, huge challenge, there’s no doubt about that.

  Rodgers. Ekki tekinn úr samhengi heldur ummælin í heild sinni. Það er engu líkara en að hann hafi lesið rökræður okkar Babú við Peter Beardsley í gær og hugsað með sér, “nei heyrðu ég er reyndar nokkuð fúll eins og Babú og Kristján.”

  Þetta verður ekki mikið skýrara. Hann tekur fram opinberlega að þetta hafi verið fjárhagsákvörðun, ekki fótboltaákvörðun, og að eigendurnir ráði þessu, ekki hann. Svo leggur hann áherslu á hvað Chelsea og Tottenham geta eytt miklum peningum, og það þó Tottenham séu ekki einu sinni í CL.

  Hvað er þetta annað en þrýstingur á eigendurna eftir að þeir bökkuðu út með Willian?

  Þetta er það sem maður óttast. Mér er sama hvort ég er hrifinn af leikmanni eða þið. Það eina sem skiptir mig máli er að sá stjóri sem ráðinn er til að byggja liðið upp fái stuðning til þess. Og það er augljóst að Rodgers er ekki sáttur við þann stuðning sem hann er að fá.

  Og ef Rodgers er ósáttur, þá er ég ósáttur. Þannig er það bara. Auðvitað verða menn að vera raunsæir og mér sýnist Rodgers vera það en þetta er búið að gerast þrisvar í sumar og Rodgers er klárlega orðinn pirraður. Og þá er ég líka pirraður.

  Tíu dagar eftir. Rodgers er búinn að setja pressu á eigendurna núna. Sjáum hvað gerist.

 110. Hvernig væri bara að spila smá póker við þá láta þá borga fyrir þessa menn og þar afleiðandi eyða upp peningunum hjá þeim ekki bara folda um leið og þeir byrja að sína áhuga !

 111. Með núverandi kaupstefnu þá hafa menn verið að ná athyglisverðum árangri (Coutinho Aspas og Sturridge) sem er mjög gott. Mér finnst að Liverpool verði að gefa sér þann tíma sem þarf til að ná inn skynsömum kaupum. FSG eru illa brenndir af stór innkaupastefnu en að samaskapi hafa ánægjulega reynslu af skynsömum kaupum af undervalued players sem geta sprungið út við réttar aðstæður. Í hita leiksins er alltaf freistandi að taka shortcut áhættur sem geta svo reynst dýr mistök. Ég styð FSG heilshugar í því að halda coursinum og focusnum sem kominn er á klúbbinn. Góðir hlutir gerast hægt.

 112. Mörg orð hafa fallið til sjávar síðan í gær, bæði hér á spjallinu og á blaðamannafundi Rodgers. Sitt sýnist hverjum og ætla ég ekki að rekja slíkt orð fyrir orð í of löngu máli enda gæti Sigkarl orði fúll og bannað kopverjum að ræða taðskeggvöxtinn á Didi Hamann. Virðum skaplyndi eldri kynslóðarinnar enda er hún neydd til að lesa hvert einasta orð hér inni, aftur og aftur. Enga langhunda, bara púðlur takk fyrir.

  En nóg um það. Málin hafa þróast hratt. Chelskí að stela Willian frá Spurs með rússkí-karamba-tengsl, CL og enn meiri pening að vopni. Willian þarf víst að borga af rússnesku húsnæðislánunum sínum með rúblum og Roman á nóg af þeim. Spurning um gjaldeyri. Þessi þróun ætti ekki að koma á óvart með gullkónginn Kia að toga í strengina. Þegar maður vingast við eiturslöngu þá eru líkur á að maður verði bitinn.

  Og Maggi og Kristján Atli tala um ósáttan Rodgers og vitna réttilega beint í hann. Enginn ósammála um það. En hvað er Rodgers nákvæmlega ósáttur við? Það fer eftir því hvaða gleraugu menn setja upp. Rósrauð eins og mér er gefið að sök eða bikasvört eins og “Yanks out” ber vitni um. Er BR ósáttur við FSG? Við græðgina í Kia og Willian? Við yfirburðar fjármagnsstöðu keppinautanna? Eða bara einfaldlega af því að hann náði ekki að landa leikmanni sem hann virkilega langaði í?

  Hann sagði nefnilega fleira á fundinum góða:

  “I think the owners will spend the money,” he said. “They are ambitious for the club to progress and get into the Champions League places, and we also know in order to not get left behind you have to spend money.

  “That’s rightly important, to get quality in to help you progress, and the owners want to do that. We just need to make sure we can compete and get some players in.

  “What they have taken on here is a huge job. You have seen over the few years they will finance a project we are trying to develop and what we have to make sure of is we get the right players and the value and worth of the player is right.”

  Þetta segir mér að hann er ekki að saka FSG um metnaðarleysi eða nísku heldur skilur hann einfaldlega stöðuna. En honum leyfist alveg að vera sorrý, svekktur, sár en ég sé ekki að hann sé að hengja eigendurna fyrir það. Svona gerist og eins og hann segir sjálfur: We move on. Rétt er það hjá Magga og Kristjáni Atla að við höfum misst þrisvar af stórlaxinum í sumar en fyrstu tvö skiptin voru óháð fjármagni eftir öllum fregnum. Leikmennirnir þar kusu að vilja vera í CL-liði og því miður er það þannig að við getum ekki keppt við slíkt. Og viti menn, Willian er líka að enda hjá CL-liði.

  En ég styð klúbbinn í að vilja ekki borga meira en þeir telja vera rétt verð. Það er grundvallaratriði fyrir lið í okkar stöðu að verða ekki desperat. Að væna FSG um að vera líkt og Arsenal & Wenger tel ég ekki sanngjarna gagnrýni þar sem að þau vinnubrögð við verðlagningu byggjast meira á skapgerð Arsene en nokkru faglegu. Enn eitt dæmið um hversu hættulegt fúllyndi heldri manna getur verið. Mér finnst Willian flottur á þúvarpinu og það litla sem maður hefur séð til hans í CL. Meira en til í að fá hann í liðið miðað við getu hans sem leikmanns. En ég tel að við getum landað álíka góðum bita á sanngjarnara verði ef við sýnum biðlund, skynsemi og þolinmæði.

  Við höfum staðið okkur vel í að koma okkur í þá stöðu í sumarglugganum að geta keypt flottan kantframherja fyrir 22-27 millur og einnig öflugan miðvörð fyrir 12-15 millur. En ef við eyðum 30 millum í Willian plús 5 í Kia þá er orðið lítið eftir fyrir miðvörðinn. Og Coates var að meiðast út tímabilið. Skynsemi og kaldir kollar er þörf við svona aðstæður. Ég virði það að FSG eru að gera sitt besta í að taka sem bestar ákvarðanir fyrir LFC. Þeir eru ekki að mínu mati að vera nískir til að fóðra eigin vasa og vita alveg að þeir fá gagnrýni fyrir að missa af afróhærðum-raðskæringjum. Þess utan held ég að Willian hefði alltaf endað í London hvort sem við jöfnuðum boðin þaðan eður ei.

  Ég ætla því áfram að anda rólega með nefinu og vona það besta en fyrir mér væri það bónus að landa byrjunarliðsmanni næstu 10 daga í þessum villta vesturs bransa. Annars höfum við betri tíma til að stilla upp góðum sénsum fyrir janúargluggann. Mér líst vel á liðið eins og það er uppbyggt núna og ég er spenntur að sjá hvernig það þróast. Bíð spenntur eftir morgundeginum.

  YNWA

 113. Sælir f?lagar

  góður Peter B. og ekkert meira um það að segja.

  Það er nú þannig

  YNWA

 114. Tek heilshugar undir að líklega er Willian með sinn umba er varhugaverður díll og EF það er hægt að kaupa svipuð gæði plús miðvörð á sama pening þá væri það frábært. En að bíða með það þar til í janúar (sem á að vera svo erfiður gluggi) er sama vitleysa og á síðsta ári þegar við nánast gáfum tímabilið upp á bátinn.

  Trúi varla eftir þennan síðasta blm. fund Rodgers öðru en að þeir nái nú að landa einhverjum snilling blessaðir. Tottenham menn hljóta líka að vera spenntir að sjá hvaða leikmann Rodgers sigtar út til að vita hvað þeir eigi að gera. Vænlegast væri líklega að skoða hvað er í boði hjá Chelsea því þaðan fá Spurs líklega ekki lykilleikmenn.

 115. Ég skil vel óánægju manna og efasemdir með FSG en ég efast um réttmæti þessara kennda.

  Spyrjum að leikslokum þ. 3. september. Það er möguleiki á að á þeim, tímapunkti verði það aðrir aðdáendur en Púlarar sem spyrji sig og eigendur liðanna sinna erfiðra spurninga.

  Hvað ef ManU missir Rooney án þess að geta fyllt hans skarð? Hvað ef stungan hjá Mourhino tekst og þessi Willian fer til Chelsea á meðan að Bale flýgur til Madrid? Ætlar einhver að halda því fram að Tottenham hafi þá styrkt sig í baráttunni þótt þeir séu með afturendann fullann af peningum? Fram til þessa hefur ekkert gengið upp hjá Arsenal og allir sjá að frústrasjónin skríður hægt og bítandi inn og þessi gluggi stefnir í mikil vonbrigði.

  Það er að vísu rétt að Brendan hefur ekki fengið allt það sem hann vildi en Óðinn forði okkur frá því að fara þá að vilja það sem maður fær. Svalur haus og þolinmæði er það sem þarf.

  Ef allt er tekið með í reikninginn er heilmikill fagmennskubragur á málum hjá LFC í dag eins og allir góðir menn hljóta að sjá.

  Couthino og Sturridge eru brilljant kaup. Aspas og Toure lofa góðu og Cissokho hefur lengi verið á óskalista Brendans. Þá hefur þetta mjög erfiða Suarez málið verið vel af hendi leyst og fleira mætti tína til sem bendir til að eigendur og þjálfari hafi lært hratt og vel af fyrri mistökum.

  Það verða aðrir en við með eggið á andlitinu í lok leikmannagluggans spái ég.

  Ég síðan fulla trú á að við vinnum Villa á morgun og sýnum að LFC hefur ekki bara lært heilmikið í viðskiptahlið boltans heldur bætt sig umtalsvert í leiknum sjálfum.

 116. @Babu (#135)

  Ég var búinn að slíðra sverðið en þessi setning kveikti í mér. One for the road.

  “En að bíða með það þar til í janúar (sem á að vera svo erfiður gluggi) er sama vitleysa og á síðsta ári þegar við nánast gáfum tímabilið upp á bátinn.”

  Hver segir að verið sé að bíða?? Af öllu sem gengið hefur á í sumar og síðustu daga þá erum við að bjóða í en ekki bíða. En ef ekki tekst að landa styrkingum í þessum glugga þá “bíður” það að sjálfsögðu betri tíma þar til í næsta glugga. Menn eru klárlega mjög virkir í að kaupa leikmenn sem henta okkar þörfum á verðum sem hentar okkar fjárráðum. Skynsemi er ekki níska.

  Að vitna stöðugt til síðasta sumarglugga, þegar Rodgers var sem nýfæddur kálfur sem átti erfitt með fóta sig í nýjum heimi og leitaði því í öryggi leikmanna sem hann þekkti, finnst mér frekar marklaust. Margt hefur gerst síðan þá. Mikil tiltekt í að losna við fortíðarvanda og leiðrétta mistök í innkaupum. Kaupnefndin góða komin á fullt skrið í sínum verkum og Ayre & FSG vaxið í sínum hlutverkum. Rodgers er orðinn harðnaður kúreki sem virkar meira sem hann beri fornafnið Roy (þó ekki Woy) frekar en Brendan. Skýrari línur komnar í vallarmálin og framtíðarhorfurnar því bjartari. Liðið betur undirbúið og búnir að læra taktík BR. Þetta er ekki sumarið 2012 og þó að engin bætist í hópinn fyrir lok gluggans þá er þetta engan veginn endurtekning á klúðri þess tíma.

  Ég legg til að þú og fleiri skoðannabræður þínir lesi þessa nýbirtu grein á This is Anfield því að hún kemur því kristaltært til skila sem ég og aðrir spakir spekingar erum að hugsa með okkar kaffibolla og afslappaða afstöðu varðandi innkaup á stórlöxum. Og svo legg ég til að þú lesir hana aftur. Skruggugóð skyldulesning fyrir púlara á öllum aldri.

  Að lestri loknum mættirðu skella þér á LFChistory.net og skoða dýrustu 10 leikmenn í sögu Liverpool með það í huga að vega og meta hversu margir af þessum “marque” rándýru innkaupum okkar stóðu undir verði og væntingum. Einungis 2 hafa slegið í gegn (Suarez & Torres) og aukið verðgildi sitt svo einhverju nemi og bara tveir aðrir sem stóðu undir sínum verðmiða (Johnson & Mascherano). Aðrir voru annað hvort flopp sem við stórtöpuðum á eða eiga enn eftir að standa almennilega undir verðmiðanum (Allen & Henderson). Það er því ljóst að hár verðmiði einn og sér tryggir ekki gæði nema síður sé því að áhættan á dýrkeyptu floppi eykst. Við megum einfaldlega ekki við því að gera of dýrkeypt mistök í okkar stöðu.

  En allt í lagi, þér finnst það metnaðarleysi að gera ekki 25 ára Brassa með tvo landsleiki að baki og 6 ár röngu megin við járntjaldið að okkar næstdýrasta leikmanni eða jafnvel þeim dýrasta þegar allt er talið til. Til að toppa það þá hefur hann verið duglegur að elta peningaslóðina með Krimma-Kia sem sinn handrukkara. Ég er þér ósammála. Það opnaðist ákveðið tækifæri á útsölumarkaði Anzhi sem reyndist vera dýrari en við var búist. Því kýs ég frekar að leita áfram að betri díl þar sem við fáum meira fyrir peninginn, jafnvel þó það taki lengri tíma. Það er sannur metnaður í minni bók og betra fyrir hag LFC til lengri tíma litið.

  Lokatilvitnun í þig (#43):

  “Ég er einmitt ekkert hrikalega svekktur að við séum ekki að missa af Willian (fyrir þennan pening)”

  Einmitt?!? Ég geri alveg ráð fyrir að við séum ekkert óskaplega ósammála um margt sem viðkemur LFC þegar allt er tekið saman. En með setningar eins og þessa er nema vona að maður verði stundum ringlaður á þeirri afstöðu sem þú ert að setja fram. Nóg um tvöfaldar neitanir og margfaldar tilvitnanir. Helgarfrí. Farinn á pöbbinn. Skál.

  YNWA

 117. En allt í lagi, þér finnst það metnaðarleysi að gera ekki 25 ára Brassa með tvo landsleiki að baki og 6 ár röngu megin við járntjaldið að okkar næstdýrasta leikmanni eða jafnvel þeim dýrasta þegar allt er talið til.

  Nú held ég að lestrarskilningi sé bara ábótarvant hjá þér. Enn og svo oft aftur, þetta snýst ekki um Willian og hvað þá að slá metið okkar í að eyða í leikmenn. Ég var búinn að benda á þessa grein á This Is Anfield á undan þér og tek undir hana að flestu leiti.

  En það er búið að tala í marga mánuði um að kaupa „alvöru“ leikmann sem bætir byrjunarliðið NÚNA Í SUMAR og ef það tekst ekki (og stjórinn er hundfúll út í eigendur félagsins) þá er ég með efasemdir um að við séum með rétta menn í að finna þessa leikmenn fyrir Liverpool, vandamálið gæti líka legið hjá eigendum félagsins.

  Leikmenn sem styrkja byrjunarlið Liverpool kosta líklega svipað og Suarez og Torres gerðu og því er maður að vonast eftir þannig kaupum. Ef það eru til fleiri hræódýrir Coutinho eða Sturridge bitar þarna úti þá bara frábært, skiptir ekki öllu hvert verðið er ef þetta er réttur maður.

  Willian var líklega hugsaður sem svona kaup upphaflega þegar fréttir bárust af því að Anzhi væri með haustútsölu en það breyttist auðvitað þegar fleiri lið fóru í hann. Þetta er auðvitað misjafnt eftir hverju tilviki en ef við tökum aldrei þátt í svona „verðstríði“ um leikmann þá styrkja keppinautar sig bara um þá leikmenn sem okkar stjóri er búinn að eyrnamerkja.

  „En að bíða með það þar til í janúar (sem á að vera svo erfiður gluggi) er sama vitleysa og á síðsta ári þegar við nánast gáfum tímabilið upp á bátinn.“

  Ef við náum ekki að bæta við þessum leikmanni sem styrkir byrjunarliðið í sumar og bíðum (eins og í fyrra) til janúar þá er liðið veikara um þessa styrkingu til janúar og núna er búið að selja einn leikmann í viðbót sem hefði þá a.m.k. verið cover ef ekki byrjunarliðsmaður (Downing).

  M.ö.o. nákvæmlega sama staða og fyrir ári síðan.

  Núna höfum við a.m.k. meiri tíma og ég trúi því að við höfum fleiri ása upp í erminni en þennan Willian.

Aly Cissokho til Liverpool (Staðfest)

Aston Villa á morgun