Aly Cissokho til Liverpool (Staðfest)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Liverpool hefur loksins staðfest komu vinstri bakvarðarins Aly Cissokho á láni frá Valencia.

Þar með lýkur einni af löngu transfer sögum sumarsins hjá Liverpool F.C. og með hóflegri varkárni er hægt að segja að þessi saga endi með jákvæðri niðurstöðu, jafnvel mjög jákvæðri. Cissokho hefur reyndar svo oft verið orðaður við Liverpool að þetta er eins og endir á áralöngu slúðri.

Líklega fær þessi samningur ekki alveg eins mikla athygli og hann á skilið þar sem aðalfrétt dagsins er sú að Liverpool virðist hafa “tapað” enn einu af sínum helstu skotmörkum annað en kannski ættum við að gefa þessu meiri gaum.

Flest erum við sammála um að staða vinstri bakvarðar er ekki beint okkar sterkasta hlið, svo við orðum þetta blíðlega. Síðasta vetur var haldið inn í heilan vetur með Jose Enrique sem eina kost í þessa stöðu og náði hann reyndar að veita sjálfum sér sæmilega samkeppni því óstöðugri leikmann er vart hægt að finna. Þegar Enrique þurfti hvíld eða var meiddur var jafnan tekið Glen Johnson úr stöðu hægri bakvarðar og sett hann í hinumegin. Það veikir bæði stöðu vinstri bakvarðar og hvað þá hægri bakvarðar. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef sagt “að þetta er vonandi í síðasta skipti sem við þurfum að nota Joohnson vinstra megin”.

Satt að segja höfum við ekki átt cover fyrir vinstri bakvörðinn í að verða áratug því Aurelio var þetta back up síðast, bæði fyrir Riise og Enrique og það er betra að treysta á loforð frá Tom Hicks heldur en að hann haldist heill heilan dag.

Núna þegar búið er að styrkja liðið ágætlega undanfarin ár er vel hægt að halda þvi fram að staða vinstri bakvarðar sé okkar veikasti hlekkur, sérstaklega hvað breidd varðar því Enrique er alls ekkert slæmur kostur. Cissokho er klárlega að fara veita honum mikla samkeppni og líklega slá hann úr liðinu og það getur ekki annað en styrkt Liverpool. Hugsanlega er þetta mikilvægara en að ofborga fyrir vinstri kantmann, hver veit?


Ferill Aly Cissokho er annars smá ráðgáta fyrir mér, aðallega þar sem ég hef ekki fylgst náið með honum en líka vegna þess að hann var ekki fyrir svo löngu síðan heitasta nafnið í sinni stöðu og fór til Lyon á 15m evra eftir að hafa fallið á læknisskoðun hjá AC Milan. Hann hefur marg oft verið orðaður við Liverpool áður, er jafnan fastamaður í sínum liðum og spilar þannig stöðu að ég er hissa á að baráttan um hann hafi ekki verið harðari. Ég var frekar svekktur í fyrra þegar hann fór til Valencia fyrir ekkert verð og okkur vantaði jafn mikið bakvörð eins og nú

Það er a.m.k. mjög auðvelt að sjá hvað FSG sér heillandi við hann því þarna erum við líklega að fá mjög hungraðan mann með mikla hæfileika sem kannski hafa ekki sprungið út að fullu, ólman í að sanna sig. Að fá hann á láni fyrst með möguleika á að kaupa hann hljómar mjög vel, þó það hafi vissulega líka gert það með Nuri Sahin í fyrra.

Aly Cissokho er eins og áður segir vinstri bakvörður og flokkast sem sóknarbakvörður. Hann er með góðan hraða og mikið úthald sem hjálpar til við að taka þátt í sóknarleiknum. Hann er ágætlega stór fyrir fótboltamann (1,81m) en það kemur í ljós hvort hann sé eins viltur varnarlega og Enrique.

Cissokho er fæddur í Blois í Frakklandi, ca. 50.þúsund manna bæ í miðju landinu. Foreldrar hans eru frá Senegal og var hann því gjaldgengur í landslið þeirra líka. Fjölskyldan er öll á kafi í fótbolta því allir þrír eldri bræður Cissokho spila fótbolta þó enginn á sama leveli og okkar maður. Einn þeirra er t.a.m. að spila með Nantes.

Eftir að hafa heillað með unglingaliðum í Blois sá aðstoðarstjóri 2.deildarliðsins Gueugnon hann spila árið 2004 og bauð Cissokho samning hjá akademíu félagsins. Þar var hann tvö ár í akademíunni og eftir það tvö ár í varaliðinu þar til sénsinn kom 25.maí 2007 í lokaleik tímabilsins. Cissokho spilaði vel og fékk þriggja ára atvinnumannasamning í kjölfarið og varð partur af aðalliðinu.

Hann átti upphafalega erfitt með að vinna sér sæti í liðinu en þegar skipt var um stjóra í október 2007 fór hann að fá tækifæri og spilaði á endanum 22 leiki. Liðið gat ekki blautan hinsvegar og féll niður í þriðju deild í Frakklandi.

Cissokho fór ekki með liðinu þangað því Portúgalska liðið Vitória de Setúbal keypti hann í júní 2008. Þar spilaði hann aðeins 13 leiki (hálft tímabil) og stóð sig það vel að langbesta lið landsins, Porto keypti hann í janúar 2009 á €300,000.

Hjá Porto fór Cissokho beint í byrjunarliðið og spilaði 15 leiki það sem eftir lifði tímabilsins. Porto tapaði ekki einu leik á þessum kafla og vann titilinn örugglega, fjórða árið í röð. Þarna spilaði hann líka sína fyrstu leiki í meistaradeildinni og stóð sig mjög vel. Það vel að um sumarið 2009 var hann einn heitasti bitinn á markaðnum, sérstaklega í stöðu vinstri bakvarðar.

AC Milan keypti hann á €15m en ekkert varð af þeim díl þar sem hann féll á læknisskoðun. Stórundarlegt mál sem margir muna líklega eftir, þeir fundu eitthvað vafasamt við tennurnar á honum sem þeir töldu geta leitt niður í mænu hjá honum. Hann stóðst aðra læknisskoðun en AC Milan var komið með bakþanka og vildi breyta dílnum í lánsdíl sem Porto tók ekki í mál.

Lyon sá sér leik á borði og keypti Cissokho mánuði seinna fyrir sama pening og Milan var búið að bjóða. Hjá Lyon var hann fastamaður í þrjú tímabil sem er lang lengsti tími sem hann hefur tollað hjá einu félagi. Hann spilaði tæplega 100 leiki fyrir Lyon og satt að segja skil ég ekki alveg hvernig verðmiðinn á honum lækkaði eins gríðarlega og raunin varð er hann fór þremur árum seinna til Valencia á Spáni fyrir €5m. Líklega hefur lítið verið eftir að samningi hans við Lyon.

Hann gekk til liðs við Valencia fyrir rétt rúmlega ári síðan og spilaði 25 leiki í fyrra. Eins var hann klárlega í plönum þeirra á æfingatímabilinu. Það er altalað að félagið sé í fjárhagsvandræðum og líklega hafa þeir því verið til í að losna undan fjögurra ára samningi sem gerður var við Cissokho í fyrra.

Hvernig svo sem sá samningur hljómar er hann kominn til Liverpool á lánssamningi í eitt ár. Líklega með möguleika á að Liverpool kaupi hann eftir tímabilið. Það er eitthvað slúðrað um að Valencia sé til í að lána okkur hann núna þar sem Lyon tæki stóra köku af kaupverðinu ef Liverpool myndi kaupa hann. Eitthvað sem minnkar eftir því líður á samninginn. Hver veit og hverjum er ekki sama?

Landsliðsferill Cissokho er alls ekki merkilegur frekar en hollusta hans við félagslið. Hann hefur spilað einn landsleik fyrir Frakkland og verið fastur í skugga Patrice Evra í mörg ár. Hann var ekki partur af unglingalandsliðum Frakka þar sem hann kom upp hjá “ómerkilegu” 2.deildarliði og raunar var hann hársbreidd frá því að velja Senegal sem sitt landslið. Hann var boðaður til æfinga sem unglingur en knattspyrnusamband Senegal týndi vegabréfi hans og gaf á endanum út að þeir vildu aðeins nota leikmenn frá Senegal. Hann fór heim með skottið milli lappana og svaraði ekki kalli þeirra nokkrum árum seinna þegar þeir vildu fá hann í landsliðið. En það er eitthvað bogið við það að byrjunarliðsmaður hjá Porto, Lyon og Valencia eigi bara einn landsleik.

Það er margt bogið við feril Aly Cissokho og ljóst að maður er hóflega bjartsýnn, hann getur a.m.k. mjög auðveldlega farið fram úr mínum væntingum. Þetta er a.m.k. cover í stöðu sem við þurftum einna mest að styrkja. Hann hefur spilað með góðum liðum undanfarin ár sem hafa flest verið að gera merkilegri hluti en Liverpool á sama tíma. Hann virkar sáttur með að vera kominn til Liverpool og er vonandi hungraður í að sanna sig sem leikmaður á stóra sviði EPL. Að fá hann á láni gerir þetta að svo gott sem engri áhættu.

Velkominn til Liverpool.

Það að fá vinstri bakvörð á láni ofan á aðrar góðar viðbætur þessa sumars breytir því ekki að næsta vika er gríðarlega stór fyrir FSG. Við þurfum fleiri “Suarez” kaup til að bæði halda leikmönnum eins og Suarez (Coutinho eftir 1-2 ár) og til að taka næsta skref uppá við. Helstu andstæðingar Liverpool koma ekkert veikari til leiks í ár, það er alveg morgunljóst.

20 Comments

 1. Mjög glaður með þessar fréttir, var orðinn mjög pirraður að lesa þetta á alls konar miðlum, koma svo official síða. STEP UP!

  En nú að gleðinni, Cissokho ætti að þýða alvöru samkeppni fyrir Enrique og ég tel hann sérstaklega vera upgrade sóknarlega. Hann er mjög kappsamur og á það til að selja sig frekar ódýrt varnarlega en hann er með mikinn hraða og töluvert öflugri sendingamaður en hann José okkar.

  Sé þá alveg geta skipt á milli sín hlutverkinu og treysti því að maður sjái til hans gegn Notts County í næstu viku til að byrja með. Sagði í vor að þarna væri maður sem ég vildi sjá í alrauðu og er verulega sáttur við hann. Segjandi það þá var ég líka sáttur með Sahin, svo auðvitað er aldrei neitt tryggt, en ég sé þennan strák eiga öflugt hlutverk í hópnum okkar.

  Leitt að fréttirnar af kaupum á honum detti inn í miðjan twitter storm um að við höfum tapað kapphlaupi um leikmann, en þennan fengum við í dag og skulum einblína á það.

  Velkominn Aly!

 2. Það hlaut að koma að því! Hvað er búið að orða okkur við hann í mörg ár? Þetta tók helvíti langan tíma hjá stjórninni! 😀

 3. Hér er gott youtube myndand með Cissokho ef mann hafa áhuga á því.

 4. frábært að fá þennan gaur, erique er svona þannig player að hann þarf að hafa samkepni núna þarf hann að vera á tánnum.

  líst vel á þennan cissokho

 5. Voðalega er hann eitthvað einmana á þessum myndum. Var engin í vinnunni í dag eða hvað.

 6. Mjög ánægður með þessa viðbót, Aly Cissokho er spennandi leikmaður. Held hann geti vel fittað inn í liðið.

  Frábær samantekt hjá Babu, við erum lánsamir Liverpool aðdáendur að hafa kop.is.

 7. Flott viðbót við hópinn, vonandi koma fleirri. Spurs rændu Gylfa og Dempsey, við fengum Sturridge og Coutinho þannig að þeir mega alveg stela Willian.

 8. Nr. 9 Valdimar

  Eru ekki bara allitr úti að leita að nýjum mönnum fyrir Tottenham? 🙂

 9. Fínt fá hann sem cover fyrir Enrique. Spurninginn er bara hvort hann er nógu góður til að kaupa eftir lánssamningurinn endar.
  Annars eru sirka 10 dagar eftir af glugganum og FSG eru í plús. Þéir hafa ekki eytt neinu til að styrkja liðið í sumar. Stærstu kaupin er nýji markvörðurinn.
  Veit ekkert með þennan brassa sem við eru að missa til Spurs. Fínnst hann frekar dýr.

 10. Fjandinn hafi Tottenham…. Þeir enda ofar en við. Eiga meiri pening og kaupa miklu meira af leikmönnum…

  Liverpool og Tottenham hafa skipt um stöðu í hinum veraldlega heimi. Liverpool endar í tíunda sæti og verður þar næstu 20+ árin og tott fá meistaradeildarsætið okkar.

 11. Og berin eru súr sagði refurinn…

  Magnað að sjá þennan viðsnuning hjá sumum hér varðandi Willian og Tottenham…

 12. Er þetta ekki þráður um nýja leikmann Liverpool ekki þennan sem “slap” frá okkur? 🙂 mér líst vel á að fá smá backup fyrir enríke og halda honum við efnið

 13. I can go and meet real estate agents to buy flats in Manhattan. I may not be as rich as others who are looking to buy a lot of flats in the area but at least I have the money to buy one or two flats, problem is I always like to lowball to appear as a tough negotiator, I negotiate back & forth with the real estate agent and set a price at which I won’t go higher than for every flat I want.

  I try to bluff, thinking that the agent would come back to me, but I fail to learn the lesson that probably since I don’t want to pay the asking price, the likelihood is that someone else will do. I am now left with a bunch of decent flats in Staten Island and The Bronx but they’re not as good as these Manhattan flats, they don’t look as attractive as them and they’re less flashy.

  That’s our situation right now.

Opin umræða – Willian að ákveða sig

Hvað er í gangi hjá Tottenham?