Opin umræða – Willian að ákveða sig

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Jæja, fyrsta helgin afstaðin og hún fór ágætlega af stað. Okkar menn náðu þremur stigum í hús en það gerðu Chelsea, United og Tottenham einnig. Arsenal og Everton töpuðu stigum sem er fínt og eins Swansea sem margir spáðu að myndu þrýsta hvað mest á topp-7 þetta árið. Manchester City ljúka umferðinni svo í kvöld gegn Newcastle, sá leikur verður einnig áhugaverður.

Af leikmannamálum er það helst að frétta að við erum að berjast við Tottenham Hotspur um Willian. Það kemur lítið á óvart – það hefur verið taktík Spurs í nokkur ár að styrkja sig með því að ná leikmönnum sem keppinautar þeirra í deild (Liverpool, Arsenal (Modric, Chadli, Vertonghen) og Newcastle (Dembele, Lloris) hafa verið að eltast við. Það er sniðug taktík, styrkir þitt lið og blokkar um leið keppinautana í að ná í sín skotmörk.

Reyndar hafa Spurs verið að elta Willian í einhvern tíma. Villas Boas reyndi víst að fá hann til Chelsea fyrir tveimur árum og reyndi aftur með Spurs í janúar en þá fór hann frá Shakhtar til Anzhi frekar en Spurs (sennilega spurning um peninga þar). Nú varð hann skyndilega til sölu og okkar menn reyndu að klára málin fljótt en AVB ætlar ekki að gefast svo glatt upp. Sagt er að hann muni velja á milli Tottenham og Liverpool á næstu tveimur dögum og það verður spennandi að sjá. Spurs eru ekki í Meistaradeild frekar en okkar menn en geta þó boðið Evrópudeildina og Lundúnir. Það hlýtur samt að vera metnaður hjá okkar mönnum í að ná í Willian eftir að hafa misst af Mkhitaryan og Diego Costa.

Annars er lítið að frétta í bili. Þetta er opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

131 Comments

  1. Vonandi sjá menn að sér núna og bjóða bara hærri laun, það færi langt með að tryggja Willian. Tippa á að þetta snúist ekki um neitt annað hjá honum en peningana, fyrir honum er Tottenham og Liverpool frekar svipað, félög á svipuðum stað, bæði með tvo Brassa innanborðs, og bæði mjög áhugasöm.

    Hann bjór í Úkraínu og Rússlandi, held að London sé ekki að fara að heilla hann eitthvað stórkostlega 🙂

  2. Í tilefni af því að Cissokho er væntanlega að fara að skrifa undir í dag, þá held ég að Enrique muni spila talsvert betur. Hann hefur ekki verið undir neinni einustu pressu á að standa sig, næsti maður í hans stöðu er fyrsti valkosturinn okkar í hægri bakvörð. Svo bara kjúklingar.

    Þannig að um leið og við fáum annan mann þarna í almennilega samkeppni, held ég að Enrique muni taka sig á. Hef enn trú á honum, og þetta er honum fyrir bestu, að fá almennilega samkeppni, og ég bind vonir við það að hann verði góður í vetur vegna þessa.

  3. Einkennilegt með þetta Spurs lið. Þeir virðast vaða í peningum. Þeir eru þegar búnir að eyða í kringum 60 millum í leikmenn. Ef þeir kaupa Willian þá eru þeir komnir uppfyrir CIty í ár í eyðslu !

    Mig grunar að þeir séu búnir að samþykkja söluna á Bale fyrir löngu síðan, vilja bara klára gluggan fyrst svo verðin rjúki ekki upp hjá þeim.

    Ef ekki, þá fer þetta að lykta eins og hjá Leeds um árið og þá er stutt í kúkinn.

  4. Ef Tottenham fara á eftir Willian þá tel ég næstum því öruggt að Bale verður seldur.

    Annars eru Spurs ekkert fáliðaðir í kannt/sóknarmiðjumannsstöðu; Gylfi, Holtby, Dembele, Paulinho, Chadli, Lennon, Carroll, Townsend og þá er ekki talinn með Bale.

    Tel ekki með miðjumenn þeirra: Sandro, Capoue og Parker. Svo er Livermore á láni hjá Hull og hægt að kalla hann til baka.

  5. djöfull finnst mér eins og tottararnir séu að eltast við þennann gæja bara til að eyðileggja þetta fyrir okkur, það er ekki eins og þeir séu í vandamálum með þessa stöðu

    vona bara að við náum að klára þetta sem og góðan miðvörð í viðbót, þá erum við á góðum stað held ég barasta.

    annars bara hress
    Gunnar

  6. það veri meiriháttar fyrir okkur að fá þesa leikmein núna til okkar núna starx!

  7. Það er engin tilviljun að Liverpool og Spurs séu að eltast við sömu menn. Þessi lið hafa ekki endalausa peninga eða CL uppá að bjóða. Þá eru ekkert margir leikmenn eftir sem gætu styrkt þessi lið og er því eðlilegt að þau séu að berjast um sömu bitana.

    Ég er eiginlega að vonast eftir því að Spurs fái hann enda eru 30m punda alltof mikill peningur fyrir hann. Ósanngjarnt að við séum að súpa seyðið af einhverjum rándýrum verðmiða sem Anzi keyptu hann á frá Shakhtar.

    Finnst furðulegt hversu margir eru til í að fá hann án þess að hafa séð hann spila nokkurn leik. Hvað þá fyrir þennan pening!

  8. P.S. Hvernig væri að reyna að fá Hulk frekar?
    Kraftmikill, snöggur og teknískur leikmaður. Baneitraður vinstri fótur og góð spyrnutækni. Hann kæmi með magnaða vídd inn í liðið okkar.
    Versta er að Zenit eru ekki að leitast eftir því að selja hann. Ólíkt Anzhi.

  9. F5 takkinn minn er ekki ad höndla thetta alag. Vinsamlegast klarid thetta svo eg turfi ekki ad kaupa nytt lykklabord !!

  10. Hehe , svipað hér er að kikja á 5min fresti hvort eithvað sé að frétta

  11. Liverpool
    agree £17M fee for Christian
    Eriksen . [AjaxSchare]
    Even the Ajax manager has
    confirmed that Christian
    Eriksen is leaving.

  12. Mar er að verða dáldið þreyttur á þessu Tottenham liði. Lið með dapra vinningsögu.
    Oft verið með góða leikmenn sem eru á heimsmælikvarða en þeir aldrei náð að gera neitt úr neinu. Því miður er ekki hægt að bóka 3 stig á móti þeim. Mér finnst þessi Villa-Bói vera ofmetin stjóri. Hef litla trú á að hann sigri heiminn með Tottenham.

  13. Númer #7

    Það er alveg ljóst að allir sem hafa fylgst af einhverju viti með Meistaradeildinni síðustu ár vita hver Willian er. Þegar hann spilaði með Shaktar (2012/13) voru hann, Fernandinho (sem City keypti nýverið) og Mkhitaryan að ganga frá liðum eins og Chelsea og ná jafntefli við Dortmund og Juve þar sem Willian var með 4 mörk í 6 leikjum riðlakeppninar.

    Hann var svo seldur til Anzi sl. Janúar.

  14. Fói Nr. 12

    Það var töluvert verið að grínast á twitter í gær með þessa heimild sem var vægast sagt vafasöm og þeir komu svo stuttu seinna og báðust afsökunar. Þeir vita ekki hver setti þetta inn í síðuna sína og þetta er helbert bull https://twitter.com/ajaxschare

  15. Hvað segja menn ( og konur) um stöðu Skirtel þessa dagana ? Heldur fólk að hann verði seldur eða að hann sætti sig við downgrade og þá um leið að vera einn af þeim þremur sem fór í umslagið góða frá því i fyrra ( ásamt Downing og Coates)

  16. Djofull vona eg að við seum að negla willian.

    AVB a víst nuna að hafa sagt a sky aæ tottenham hefði ekki lagt fram tilboð i willian.

    Koma svooooo klára þetta 🙂

  17. Ands…hvar voru Tottenham þegar við buðum í Christian Poulsen og Paul Konchesky?

  18. Úr frétt sky http://www1.skysports.com/football/news/11675/8878591/transfer-news-andre-villas-boas-wont-rule-out-further-arrivals-at-tottenham

    Pressed on whether he could shed any light on rumours suggesting that Spurs have edged ahead of Liverpool in the race for the Brazil international, Villas-Boas said: “Not really. I have spoken about him in the past, very long ago.

    “He is a player that I appreciate, but a player that belongs to Anzhi and I will respect them.”

    Þetta segir nákvæmlega ekki neitt um stöðu Tottenham gagnvart Willian. Það væri auðvitað óskandi að þetta væri hreint nei svar sem væri hægt að taka gilt.

  19. Ég á mér blautan draum… um að Arsenal kaupi Suarez í örvæntingu eftir slæma byrjun á 65 milljón pund… Suarez fái svo ævilangt keppnisbann í febrúar á næsta ári.

  20. Suarez má ekki fara núna frá okkur ef við æilum að ná í 3-4 sæti!

  21. Swansea aðdáendur fá prik fyrir þetta svar við commentum Saurnum um að Ashley Williams hefði getað drepið RVP: “We thought you were dead, we thought you were dead, Robin Van Persie, we thought you were dead!”

  22. Hvers vegna spyr enginn hins augljósa? Getur will.i.am eitthvað í fótbolta??? Er þetta ekki bara eins og Usain Bolt og man utd??

    /spé 🙂

  23. Er Liverpool ekki að fara taka titilinn ef Sissi og Villi mæta á svæðið?

    Ég spáði 4.sætinu í vor en það var miðað við að Suarez myndi sýna puttann í staðinn fyrir að biðjast fyrirgefningar og engir nýjir menn væru á leiðinni.

    Ég held að þetta verði barátta á milli okkar, United og City og restin berst um 4.sætið.

  24. Mæli með því að menn skipti yfir á LFC TV NÚNA þar sem u-21 lið Liverpool er að vinna United 1-3, Borini, Ibe og Morgan með mörkin.

  25. Ég hélt að Willian væri betri en það að vera eftirsóttur af Liverpool.

  26. Vonandi að Borini sé að hrökkva í gang líka. Hann er með 2 mörk í kvöld í 4-2 sigri U21 liðsins.

  27. Góðir þarna í messunni, sýndu ekki einu sinni öll færi Liverpool i leiknum og ekkert af þætti coutinho…

    og váá hvað eg valla að meika að horfa á þennan þátt ef þeir ætla að eyðileggja hann með því að hafa Bjarna Guðjóns eitthvað í þessu með þeim, maðurinn er agalega leiðinlegur og hefur svo sem ekki langt að sækja þann eiginleika….

  28. Sammála siðasta ræðumanni… voru aðalega í þvi að að dissa liverpool…og voru ekkert að sýna það jákvaðasta í leik liverpool.. Svo eru þeir ekki sjá sólina fyrir motormouth…. ufff… vona að Liverpool verði í efsta sæti.. sem lengst og endi þar í lokin… bara til þess að loka munninnn á þá…..
    aðeins nétt pirraður á þá..
    Svalur Poolari hefur talað

  29. Bjarni Guðjóns og Pabbi hans munu skiptast á að vera með þeim. Að sjálfsögðu sýndu þeir ekkert að þætti Coutinho, hann hvorki skoraði né lagði upp mark. Töluðu bara um hann, en ég fæ vatn í munninn að hugsa um Suarez, Sturridge Coutinho og Aspas alla inná vellinum í einu.

  30. Á hvaða þátt voruð þið eiginlega að horfa? Alveg örugglega ekki messuna. Þeir hrósuðu allir Coutinho og bjuggust við miklu af honum í vetur. Hjörvar sagði svo að hann hefði trú á að Liverpool gætu náð 4 sætinu og væru ekki með lélegra lið en Arsenal. Bjarni sagði að hann hefði ekki trú á að Liverpool yrðu í 4 sæti, en hvað með það? Er það eitthvað fáránleg skoðun? Meira að segja flestir Liverpoolaðdáendur hafa ekki trú á því eins og staðan er núna. Fara menn fram á eintómar blindar lofræður um Liverpool í svona þáttum, annars sé þetta bara drasl sem ekki er mark takandi á?

  31. Halli 44

    Ég er nú bara að tala um Bjarna Guðjóns svona heilt yfir í þættinum, finnst hann bara leiðinlegur. var líka hissa á að þeir syndu ekki einu sinni öll færi Liverpool í leiknum.

    Syndu ekki snilldarsendingar frá Coutinho sem dæmi.

    Ég helt nú að Bjarni Guðjíns væri svo púllari en ef hann er það þá er hann klárlega einn sa neikvæðastu púllari sem eg hef heyrt í því ekki bara í þessum þætti heldur alltaf þegar hann tjáir sig um Liverpool þá virðist hann hata þá..

    Er Bjarni kannski ekkert púllari ?

    Ef að feðgarnir eiga að skiptast a að vera gestir í þessum annars frábæra þætti þá er þessi þáttur að fara ansi mörg skref niður á við miðað við síðustu ár, fannst fyrirkomulagið frábært eins og það var alltaf, alltaf með nyjan ferskan gest í hverjum þætti og maður var alltaf spenntur að sja hver yrði gestur þáttarins..

  32. Bjarni sagði í viðtali fyrir stuttu að hann hefði enga trú á þjálfara Liverpool svo hann er allavega ekki bjartsýnn poolari ef hann er þá Poolari .

  33. 43# Ég er að velta því fyrir mér hvort þú sért að skrifa undir dulnefni? Heitir þú kannski Vigdís Hauksdóttir?

  34. Eitt sem ég er að spá. Afhverju eru Valencia að selja Cissokho? (Lána hann til að byrja með en síðan hugsanlega selja) Og það á mun minni pening en hann var keyptur á og samt er hann á “betri aldri”…

  35. OK Viðar Skjóldal,
    En afskaplega væri gott ef eitthvað færi að gerast hjá okkar annars ástkæra félagi. Ég hef verið sérstaklega spenntur fyrir Chr. Ericsen, var að vonast til að við gætum náð að skúbba hanna til okkar. Tel reyndar að hann sé með hausinn rétt skrúfaðan á og og sé því betri “long term investment” en S. Ameríku peyjarnir.
    En það er bara að bíða og vona, reyndar farið að minna svolítið á bölin í gamla daga þegar kl var að verð korter í þrjú, trollið úti og ekki kviknað á einum einasta “pung”

  36. Rólegur viddi…það er fullt af liði með neikvæðni herna, man ekki hvort þu sert einn af þeim þo mig minni endilega að eg hafi lesið eitthvað neikvætt herna eftir þig. Bjarni hefur bara hellings vit a fotbolta(klarlega meira en þu) og er bara bara raunsær og segir sina skoðun. Svo er hann lika bara mjog finn að utskyra það sem er að gerast a vellinum, bara mjog goður i þessum þattum.

  37. Sammála Viðari. Hrikalega lélegt að hafa þá feðgana skiptast á. Sá ekki þáttinn í kvöld en ég man eftir Bjarna þau skipti sem hann var gestur í messunni í fyrra og hann var hundleiðinlegur. Þessi þáttur verður þá fljótt þreyttur ef þeir tveir verða einu “spekingarnir” allt tímabilið. Svo finnst mér tímabreytingin ekki góð. Kl 17 eða 18 var einmitt heilög stund á sunnudögum. Eina messan sem maður hlustaði á þann daginn.

    Annars bendi ég áhugasömum á síðuna; http://www.premierlivestream.net fyrir þá sem streama. Sá fyrri hálfleik hjá city í kvöld. Þeir voru suddalega góðir. Þetta tímabil verður eitthvað.

    Ég kýs Eriksen allan daginn fram yfir Willian. Það vantar breidd og gæði á miðsvæðið.

  38. Viðar, Þeir hafa ekki tíma í að sýna öll færin. Ekki sýndu þeir mikið úr Chelsea leiknum, né Arsenal, Man City, Man Utd, né Tottenham. Þeir sýndu eitt færi úr Sund vs Fulham. Þannig það er ekki eins og þeir eru með einelti. Þeir sýndu markvörslur Mignolet, eitt dauðafæri hjá Hendo og svo færi sem Enrique klikkaði(Hendo átti svo endurtekingu af því færi). Það er ekki hægt að sýna öll færin og við þurfum ekki að sjá þau öll aftur, sérstaklega ef maður sá leikinn. Fannst þetta bara mjög gott hjá þeim akkúrat svona lengd sem maður vil sjá.

  39. Í bljúgri bæn og þökk til þín
    sem þekkir mig og verkin mín.
    Ég leita þín, Guð leiddu mig
    og lýstu mér um ævistig.

    Ég rata oft á ranga leið
    sú rétta virðist aldrei greið.
    Ég geri margt, sem miður fer
    og man svo sjaldan eftir þér.

    Sú ein er bæn í brjósi mér
    ég betur kunni þjóna þér,
    því veit mér feta veginn þinn
    að verðir þú æ Drottinn minn.

  40. Það er aldrei hægt gera öllum til geðs og alls ekki þeim sem virðast alltaf geta fundið eitthvað að öllu og öllum. Bara mjög fínn þàttur og hæfileg lengd á hverjum leik þar sem farið er yfir það helsta með manni sem hefur vit á fótbolta…ekkert til að væla yfir!!

  41. við spilum klárlega skemmtilegasta boltan í dag og hvernig stendur á því að menn eru að pirrast yfir einhverju sem skiptir engu máli.

    Við erum með fullt hús stiga og reynum að vera jákvæðir.

    Ég hef trölla trú á að BR reddi Villa inn og ef ekki þá fynnur hann bara annan spennandi leikmann.

    Vá hvað mig hlakkar til næsta leiks. 😀

    ÁFRAM LIVERPOOL.

  42. Skv. ýmsum rússneskum miðlum (sem eg þó veit ekki hvort séu áreiðanlegir) hefur Willian ákveðið að ganga til liðs við Spurs : ( – Held þó áfram að lifa i voninni…

  43. Samkvæmt sömu rússnesku miðlum þá var Armeninn 100% á leiðinni til Liverpool. Við vitum öll hvernig það endaði.

    En ég tel nú samt að Willian endi hjá Spurs. Þá er bara Scott Sinclair næstur 🙂

  44. BREAKING: Tottenham have reached an agreement with Anzhi to sign Willian. [Terrikon] #THFC #LFC

  45. Slaka slaka. Þessar fréttir frá Rússlandi núna segja bara að Tottenham hafi náð samkomulagi við Anzhi. Við getum gert ráð fyrir að báðir klúbbar nái samkomulagi við Anzhi. Þetta snýst um hvað Willian vill. Um leið og við vitum hvað Willian velur verður það ÚT UM ALLT NETIÐ, ekki bara á einni rússneskri fréttastofu.

    Ég er rólegur. Þetta er 50/50 á milli okkar og Spurs og hann er ekki búinn að velja ennþá. Slökum á.

  46. Ókei, um leið og ég skrifaði þessi ummæli birtist þessi frétt á Daily Mail: Willian mættur í London fyrir læknisskoðun. Sjáum til hvort þetta er raunveruleikinn eða æsifréttamennska. Það er mikið áfall fyrir okkur ef við missum enn eitt stóra takmarkið í sumar. Mkhitaryan, Diego Costa og nú Willian. Hvað gera menn þá? Sjáum hvort þetta er rétt áður en menn panikka.

  47. Þá er bara eitt eftir, fara á fullum þunga á eftir Cristian Eriksen. Sá drengur er rosalegur og á bara eftir að verða betri.

  48. hehe flott comment á einu erlendu spjalli.
    Fuckin typical every player we go after so do they I.e. siguardsson soldado and now willian.
    ekki má gleyma svo Dempsey líka 🙂

    Spurs eru í Meistaradeild og ef menn vilja ekki reyna að alvöru við menn með því að bjóða háar upphæðir, þá er bara meira freistandi að fara til Spurs.

    Liverpool þarf að vinna að krafti við að komast í CL sem fyrst og það verður meira spennandi að spila fyrir félagið.

    En maður vonar að þessi komi þangað til maður sér eitthvað annað stafest.

  49. “Está claro que el Barça es un club muy grande, pero nunca pensé en dejar el Liverpool, a no ser que me quisieran vender. Las personas, los funcionarios y los jugadores son una parte integral de mi vida. Yo también tengo YNWA tatuado en mi puño. Francamente es una cuestión indiferente para mi si vamos a cabar entre los cuatro seis primeros o en medio de la clasificación, amo al club como a mis familiares”

    Það er ljóst að Barca er gríðarstórt félag, en ég hef aldrei hugsað mér að fara frá Liverpool, nema þeir vilji selja mig. Fólkið, starfsmennirnir og leikmennirnir eru óaðskiljanlegur hluti lífs míns. Ég er líka með YNWA húðflúrað á hnefann á mér. Satt að segja skiptir það mig ekki máli hvort félagið endar á meðal fjögurra eða sex efstu eða í miðri deild, ég elska félagið jafn mikið og fjölskyldu mína.

    http://www.sport.es/es/noticias/barca/agger-nunca-pense-dejar-liverpool-2586874

    Agger er meistarsnillingur!!

  50. f (#64) segir:

    Spurs eru í Meistaradeild og ef menn vilja ekki reyna að alvöru við menn með því að bjóða háar upphæðir, þá er bara meira freistandi að fara til Spurs.

    Spurs eru ekki í Meistaradeild. Þannig að ekki er sú afsökun gild.

  51. Afsakið mig með það.

    Þá á Liverpool að klára þetta.
    nema að Spurs séu að bjóða svo svakalega mikið af peningum.
    þeir hafa verið að eyða mikið í sumar.

    kannski eru menn að eyða hluta af tékkanum af Bale fyrirfram.

  52. Gjörsamlega getulaust dæmi þetta FSG. Það hefur alveg komið á daginn.

  53. Þetta var fyrirsjáanlegt. Ayre og Hogan geta ekki klárað svona díla með knöppum fyrirvara. Liverpool liðið sem við sáum spila á móti Stoke verður sterkasta liðið okkar fram að áramótum, að Suarez undanskyldum. Það er verið að auka breiddina í vörninni, kannski að Ilori komi inn, enda búið að reyna að kaupa hann í nokkra mánuði, sem er lágmarkstíminn sem þessir herramenn þurfa til að hreyfa legg og lið.

    Góðu fréttirnar eru þó að það er greinilegt að Bale er að fara frá Tottenham, ætli þeir hafi ekki samið um að geyma að tilkynna það fram yfir kaupin sín.

  54. Sniðugasta í stöðunni útaf þessu outbid rugli í Tottenham er að gera skóna að öllum sem þú vilt í raun ekki fá í liði… Láta Tottenham kaupa súpu af liði og fara svo og kaupa leikmanninn sem þú raunverulega varst á eftir allan tímann…

    Þessi taktík hjá Tottenham er einstaklega pirrandi og þetta er eina leiðin til að “díla” við hana.

    Ekki ólíklegt að Liverpool “láti” Tottenham kaupa Willian og kannski aðra til að fylla liðið þeirra áður en þeir láti til skarar skríða og kaupi t.d. Eriksen.

  55. Jahérnahér, enn lítur út fyrir að Tottenham valti yfir okkur á markaðinum og FSG virðist ekki eiga séns þegar lenda í samkeppni við þá. Og Tottenham virðist líka í viðræðum við E.Lamela hjá Roma, og það gengur líka eftir hjá þeim þá er er ljóst að við sjáum bara undir illjarnar á þeim í vetur. (Dapurt) sniffsniff…

  56. Ef FSG lætur Spurs stela enn einum leikmanninum frá okkur þá er alveg ljóst að þeir eru ekki þess verðugir að eiga þetta lið. Að menn telji það betra að fara þangað segir þá líka hversu ílla Liverpool stendur. En það er alveg ljóst að ef hann fer þangað þá þurfa menn að endurskoða sína stefnu því hann er þá 3 leikmaðurinn sem Spurs fær til sín sem Liverpool hefur sínt áhuga og ekki eru þeir að bjóða uppa CL fótbolta og því eru þeir eingöngu að fara þangað vegna þess að þar eru meiri peningar í boði og það er eitthvað sem maður fer að hafa áhyggjur af.

    Það eina sem maður hefur tekið eftir er umræða um að það þurfi að skera niður í launakostnaði en ekki hefur af sama skapi farið mikill peningur í að styrkja liðið í staðinn þannig að nú þurfa þessir kanar að fara að gera eitthvað af vita og hætt að blaðra í fjölmiðlum um hvað þeir ætli sér að gera.

  57. Höfum við ekki bullandi tækifæri á því að gera Tottenham gjaldþrota? Bjóðum bara í alla leikmenn í heiminum…. þá neyðast Tottenham til að kaupa þá leikmenn 🙂

  58. Ég held að menn ættu að slaka á og hætta að tala um getuleysi FSG vegna þess að ákveðnir leikmenn voru ekki keyptir. Varðandi Willain, þá virðist sem Tottenham hafi boðið betur og lítið við því að gera. Þeir ætla sér að eyða 100 millj. punda í leikmenn (fimm leikmenn) vegna þess að þeir geta það og ástæðan er sú að Bale er að fara fyrir þessa upphæð (mega rugl). Kannski kaupa þeir líka þennan Lamela enda vantar þá framherja. Mér finnst líka barnalegt að verið sé að úthrópa Tottenham af því að þeir eru að bjóða í sömu leikmenn og Liverpool. Þetta er bara pjúra bissness en ekki góðgerðastarfsemi. Svona gerast nú bara kaupin á eyrinni.

    Liverpool átti aldrei séns í Armenann (náðu ekki einu sinni að ræða við hann) og Costa vildi aldrei fara frá Atletico. Jákvæðu fréttirnar eru þær að FSG er tilbúið að kaupa leikmann á 25-30 millj. punda, vandamálið að það er mjög erfitt að fá þannig leikmann.

  59. Kristján #77 er ekkert við því að gera að Tottenham sé að stela leikmönnum frá Liverpool !!!! Ef Tottenham er að bjóða hærra þá á bara að jafna það boð eða bjóða meira. Ég get ekki séð en það sé einmitt vegna getuleysis FSG ef Tottenham er að yfirbjóða Liverpool bæði í launum og verði á leikmönnum.

  60. Anfskotinn að missa þennan leikmann að öllum likindum til tottenham

    Nu er bara rett að vona að okkar menn seu med eitthvað annað uppí erminni.

    Hvernig væri að vaða i eriksen eða brassann damiao, eða þa baða bara ?

  61. Þetta er eitthvað grunsamlegt, því að afhverju er ekki búið að staðfesta Cissokho dílinn? Það var tekinn mynd af manninum að skrifa undir samning og síðan var henni lekið á netið, Afhverju er maðurinn byrjaður að æfa með liðinu og samt er ekki búið að staðfesta kaupin?

  62. Munurinn á okkur og Spurs er sú að við erum með CL sem langtímamarkmið á meðan Spurs er með það sem straxtímamarkmið.

    Trú mín á FSG og Ian Ayre er að rýrna.

  63. Næstur á dagskrá hlýtur þá að vera Arda Turan. Hann hefur lýsti því yfir í fjölmiðlum fyrir 2 árum að hann elskaði Liverpool. Gæinn vill fara þangað.

  64. Getuleysi. Sammála. Einu sinni enn láta FSG menn taka sig òsmurt á markaðnum. Fèlagsskiptaglugginn er þannig að LFC hefur eytt c.a 26m punda (Aspas 8, Mignolet 9, Alberto 7) selt fyrir c.a 30. (Carrol 17, downing 6, shelvey 5, spearing 2)

    Er þetta metnaðurinn??

    Erum svo endalaust orðaðir vid menn sem svo fara annad. Tottenham eru ekki i meistaradeild en ætla ser svo sannarlega þangad.

    FSG hafa nuna 12 daga til ad taka hausinn ur görn

  65. Við erum farnir að líta út eins og Arsenal ekkert nema kjafturinn ! það er löngu kominn tími á að fá menn inn í liðið lítur frekar ílla út að losa okkur við 9 manns og fá ekki nema 4 inn plús bönnin sem Suarez á eftir að sitja af ser það er klár veiking á liðinu frá því í fyrra !

  66. þó svo að daily fail skrifi frétt og Fótbolti.net api eftir þeim er ekki staðfesting á því að willian sé farinn til spurs.

    það hefur verði talað um að hann ætli að ræða við báða klúbba sem líklegast allir myndu gera í hans sporum og það er ekkert óeðlilegt að hann fari fyrst til London, svo skemmir ekki að Liverpool er líka með skrifstofur í London.

  67. Mér er farið að líða eins og Everton stuðningsmanni. Erum ekki í sömu deild og hinir heldur rétt fyrir neðan og telst frábært að ná europa league sæti. Höfum ekki séns í bestu bitana en getum náð í einn og einn góðan/efnilegan sem er svo keyptur af stóru liðunum þegar hann er búinn að sanna getuna í 2 tímabil hjá okkur.

    Helvítisandskotansdjöfulsinsandskoti!!!

  68. Spurs eru að standa sig frábærlega á markaðnum, hefði verið til í alla menn sem þeir hafa keypt í sumar. Þeir selja sinn besta mann á yfirverði og setja nokkrar milljónir til viðbótar, kaupa einhverja 5-6 frábæra leikmenn sem styrkja liðið gríðarlega.

    Frábærlega gert hjá þeim ef þeir fá Willian, Lamela og Coentrao. Því miður, algjörlega frábært. Þeir eru þarna að fara að stinga bæði Arsenal og Liverpool af sýnist mér, eins sárt og það er.

    Að vísu er ég viss um að það séu til betri menn þarna en Willian fyrir Liverpool. Er ekki sannfærður um hann. Þekkjandi sjálfan mig rétt fæ ég það í grímuna þegar hann brillerar hjá Spurs. Fokk.

  69. sammála mörgum hér að þer bara fullkomlega eðlilegt að við séum að slást við Spurs um leikmenn, enda eru þessi lið á mjög svipuðu róli að styrkleika og bæði ætla þau sér stóra hluti á þessu tímabil. Fer samt að verða ansi þreytandi að við virðumst ansi oft tapa baráttu um leikmenn, þó það eigi sér eflaust eðlilegar skýringar.

    Verðum við bara ekki að treysta því að við séum með eitthvað backup plan?

  70. Þurfum ekkert þennan leikmann!
    Búnir að styrkja vinstri bakvarðarstöðunna og þá er bara fá einn klassa hafsent!
    En ef það er verið að kalla eftir marquee signings væri ég frekar til í þenna damiao eða lamela,þar sem mér finnst þörfinn á markaskorara vera meiri en öðrum couthino þar sem þessi willian er frekar en striker!
    Annars þykir mér það vera orðið nokkuð klárt að stefna félagsins er búin að breytast og það sé komin ákveðinn uppgjöf,allar leiðir til sparnaðar eru farnar og hvað varðar þessi boð í alla þessa leikmenn í sumar finnst mér lykta af einhverju leikriti þar sem það var aldrei ætlun að kaupa þá leikmenn.
    Og hvað varðar tottenham og þau hlaup hjá þeim í að taka leikmenn sem önnur lið eru á eftir finnst mér bara sýna metnað í verki sem á eftir að koma þeim ofar en þau lið sem þau eru að berjast við.

  71. úffff ég held að ég muni þurfa að fara í svona öskur jóga ef að Willian fer til Tottenham. Það fer í mínar fínustu ef þeir næla í hann en ekki Liverpool. Pirringurinn er samt ekki beint að Tottenham enda eins og einhver segir hér að ofan, þetta er bisness en ekki góðgerðastarfsemi og ekkert óeðlilegt við að þeir séu á eftir sömu leikmönnunum. FSG verða að fara að stíga upp og klára dæmin því annars verður þessi sumargluggi ekki mjög frambærilegur. Ekki ætla ég samt að örvænta frekar en fyrri daginn en þetta lítur samt ekki vel út fyrir FSG að missa af svona mörgum targetum og set ég þá einna helst spurningamerki við Ian Ayre og hans starfslið sem á að skila sínu en eru ekki að gera það 100% að mér finnst.

  72. Frikki #87
    Ertu til í að leggja undir á þetta?
    Ég held að þetta sé veruleikafyrring hjá þér… en það kemur í ljós.

  73. Á móti Crystal palace fannst mér Tottenham heppnir að fá stig… It is what it is sko, Tottenham á ekki breik. Skoruðu úr eitthverju drasl víti og svo er Bale að fara frá þeim. Er bara að segja ykkur að AVB er ekkert góður þjálfari og held að Tottenham sé bara það seinasta sem við þurfum að hafa áhyggjur af… Arsenal er búið og Manu fer niðrávið á næstu árum…

  74. @95
    það er ekkert óeðlilegt að bíða rólegur eftir alvöru fréttum af málinu, ég var ekki að segja að Liverpool væri líklegri til þess að fá hann, bara það að menn ættu ekki að byrja að grenja strax því það var í raun ekkert búið að gerast.

    Ég er hinsvegar til í að veðja upp á það að Willian sé í London, Liverpool sé með skrifstofu þar, Daily mail er ekki áreiðanlegasti miðillin og það að fótbolti.net fái sínar fréttir frá misgóðum fótboltavefsíðum.

  75. Ef Tottenham eru sannarlega að ráðstafa hátt í 100 milljón punda gróða af sölu á balanum er svo sem skiljanlegt að samkeppnisstaðaa á markaðnum sé erfið þetta seasonið. Alveg burtséð frá fyrri syndum okkar í transfer málum!

  76. Þó svo að það sé ekkert sem bendi til þess að Willian sé á leiðinni til okkar þá heldur maður samt í vonina og að það sé líka ástæðan fyrir því af hverju það sé ekki búið að tilkynna Cissokho ennþá þrátt fyrir að hann sé byrjaður að æfa með liðinu. Sem sagt að þeir vilji tilkynna þá báða í einu en líklega er maður að halda í veika von.

  77. Ástæða þess að Cissokho hefur ekki verið formlega kynntur er að þeir ætla að kynna Cissokho og Willian saman á morgun sem nýja leikmenn klúbbsins !! Heyrðuð það fyrst hér ; )

  78. Kristjan #77 Mikið sammála þessu.

    Það er líka annað sem að menn verða að horfa í þegar kemur að þvi að velja á milli klúbba eins og í þessu tilfelli. Þarna eru Tottenham í kjörstöðu gagnvart Liverpool, þeir eru búnir að vera ofar í töflunni undanfarin ár og hafa verið í meistardeildinni 2. á síðustu 4 árum og í fyrra voru þeir stigi á eftir Arsenal í 5. sæti.

    Tottenham eru búnir að eyða alveg svaðalega í sumar og sýna fram á mikinn metnað og það er eitthvað sem leikmenn sjá og vilja því eðlilega frekar taka þátt í slíku en einhverju mjattli.

    Tottenham er í London og það hlýtur að vera meira heillandi að vera í London en td Liverpool eða einhverri annari smáborg.

    Þegar menn tala líka um afhverju klúbburinn sé ekki búin að ganga frá þessu áður en Tottenham kemur til sögunar með sitt boð, það er að segja að klára þetta bara á einum degi, kviss bamm búmm, bara ekkert mál, ööööööööö……. það er ekki verið að kaupa einn líter af mjólk í Nóatúni.

  79. Smá athugasemd.vegna ##77. Tottenham hefur aðeins einu sinni verið í CL. Það var tímabilið 2010-2011. Voru í 4 sæti 2012 en þar sem Chelsea vann CL og var í 5 sæti fór Chelsea inn.

  80. Bara svona fyrir forvitnis sakir, hafa Liverpool einhvern tímann lýst formlega yfir áhuga á Willian eða gert tilboð í hann ef út í það er farið? Ég las einhvers staðar að hann hefði lýst áhuga á að fara til Liverpool (eða væntalega hvaða liðs sem er svo framarlega sem launaseðilinn væri honum þóknanlegur) en hefur það einhvers staðar verið staðfest af klúbbnum að Liverpool hafi áhuga eða hafi gert tilboð? Er bara velta því fyrir mér hvort þeir hafi einhvern áhuga á honum yfir höfuð.
    Finnst eins og þetta fárviðri út af honum sé allt tilkomið þar sem leikmaðurinn sjálfur henti út svona “Come and get me” beiðni til klúbbsins án þess að það hafi staðið til að kaupa hann. Just thinking….

  81. Það er ekki eins og Tottenham hafi stokkið til bara allt í einu, þeir eru búnir að skoða hann/bjóða í hann í 2-3 gluggum í röð.

  82. Það er reyndar 1 sem Liverpool hefur fram yfir Tottenham eins og staðan er í dag og það er eitthvað sem ég held að gæti skipt meira máli en peningar og leikmannahópurinn. Spilatími, HM ár og Vllian er fringe landsliðsmaður. Held hann eigi erfitt með að komst í hópinn ef hann spilar ekki og samkeppnin hjá Tottenham er að verða mun meiri en hjá Liverpool. Sennilega er Arsenal sá klúbbur sem ætti að geta lokkað til sín flesta svona leikmenn, en það þarf víst að borga fyrir þá líka.

  83. Ísak 102 segir

    Tottenham er í London og það hlýtur að vera meira heillandi að vera í London en td Liverpool eða einhverri annari smáborg.

    Er ekki sammála þessu, ef menn myndu skoða þessar tvær borgir þá mundu þeir sjá að Liverpool er reyndar hundrað sinnum skemtilegri borg en London, London er klárlega ein af leiðinlegustu borgum sem eg hef komið til.

    PS Liverpool er svo engin smáborg…

  84. Andri m 104

    Ég held að það se alveg ljóst að Liverpool er buið að vera reyna að krækja í Willian og virðast vera að klúðra malunum svona eins og vanalega,

    Virtir blaðamenn og blöð hafa tjáð sig um að Liverpool se i viðræðum við Anzhi

  85. Twitter í algjörum Meltdown yfir þessu Willan dæmi og við sjáum aftur þetta um FSG sem snýr að getuleysi, níska og hvaða nöfnum menn vilja gæða þetta. Kannski eru það bara þessar töflur sem ég er að bryðja, en ég er voðalega rólegur yfir þessu ennþá. Jú, ég var spenntur fyrir Willian, en þegar verðmiðinn er kominn yfir 30 milljónir punda, þá fer maður að rýna aðeins meira í hlutina. Ég myndi einmitt halda að þegar þú pungar út 30+ fyrir sóknarmann/sókndjarfan miðjumann, þá væru menn að kaupa slatta af mörkum inn í liðið. LFC hefur núna (greinilega) ákveðið að verðið sé komið í þær hæðir að það sé ekki þess virði að borga þann pening fyrir leikmanninn. Eða kannski, þegar leikmaðurinn er kominn upp í þessa upphæð, þá sé hægt að fá betri leikmann fyrir svona gríðarlega háar upphæðir.

    Menn hafa verið að jagast í því að þetta sé þriðji leikmaðurinn í röð sem FSG eru búnir að klúðra. Því er ég reyndar ekki sammála. Ég varð gríðarlega svekktur þegar við misstum af HM til Dortmund, en það var erfitt að eiga við það þar sem hann vildi CL bolta og hann getum við einfaldlega ekki boðið eins og staðan er í dag. Alveg sama hversu við reynum að berja hausnum við steininn, við töpuðum þeirri viðureign út af CL bolta. Varðandi Costa, þá misstum við ekki af honum. A.Madrid vildu ekki selja og hann notaði okkur til að ná fram betri samningi, hann sem sagt vildi vera áfram. Erfitt að tala um klúður þar.

    Ég skal taka undir með mönnum ef glugginn lokar þann 2. september og við höfum ekkert styrkt liðið frekar. Er ánægður með að vera kominn með öflugan vinstri bakvörð og yrði hyper ánægður ef við næðum að bæta við okkur öðrum sókndjörfum manni, helst með slatta af mörkum í sér. Það eru nokkrir fínir bitar þarna úti á markaðnum og því langt frá því að vera öll von úti enn, þó svo að Spurs nái Willian. Hefði alveg verið til í hann, neita því alls ekki. En menn hafa metið það sem svo, að hann sé ekki virði þeirra peninga sem hann er að fara á núna.

    FSG hafa alveg sýnt það í sumar að þeir eru með peninga til taks sem þeir eru tilbúnir að eyða í einhvern ákveðinn leikmann og við erum að tala um háar fjárhæðir fyrir einn leikmann. Ég vona að menn nái að klára það í tíma, þó svo að það hafi ekki tekist í þetta skiptið. Ég ætla allavega ekki að missa mig yfir þessu og sér í lagi ekki þegar ennþá eru 2 vikur eftir af leikmannaglugganum.

  86. Einhvern tímann hefði manni fundist það óhugsandi að Tottenham væri að “stela” mönnum af Liverpool. Ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur. Erum við orðinn svona lítil klúbbur ?
    Það verður ekki af þaim tekið að þeir eru sniðugir í viðskiptum.Selja Bale fyrst “undir borðið” og kaupa síðan þá leikmenn sem vantar í púslið. Þegar það er búið er síðan tilkynnt um söluna á Bale. Þetta er nó ekki mjög flókið. Við hefðum örugglega farið hina leiðina. Selt mann á toppverði og gengið illa að fá menn í staðinn því önnur lið vissu að vissum nógan pening.
    Hef áhyggjur af næstu dögum og efast um að eitthvað bætist í hópinn. Finnst við alltaf vera lengra og lengra á eftir hinum liðunum. Fyrst við getum ekki barist við Spurs þá er vonlaust að ætla að keppa við hin “stóru”liðin. Kannski er ég bara alltof svartsýnn og Rodgers og kanarnir með back up plan. Samt efast ég um það

  87. SSteinn, þeir hafa náð að sýna það á svona svipaðan hátt og Arsenal, með því að bjóða í leikmenn en ekki með því að kaupa neitt að ráði (Aðeins Arsenal sem hefur “eytt” minna í þessum glugga en við)

  88. Verð að segja að ég er algjörlega sammála Steina í þessu máli. Reyndar berast tíðar fréttir að Liverpool hafi einfaldlega ekki verið tilbúið að kaupa Willian fyrir þessa upphæð. En ef um er að ræða svo flott plott, að þeir gefi út að þeir vilji þennan leikmann bara svo að Tottenham eyði fjárhæðum í hann, og skelli sér á Erikssen í staðinn að þá væri það hreinasta snilld 🙂 (óskhyggja)

    Ég ætla ekki alveg að missa vatnið yfir þessu þar sem þessi brassi er orðinn hvað 26 ára gamall, á einn landsleik að baki o.s.frv. Spurning hvort það séu í raun svo mikil gæði eftir allt saman. Efast stórlega að hann sé 30 millj. virði miðað við aðra leikmenn sem eru á markaðinum.

  89. Það er spurning hvort við þurfum endilega eitthverja dýra “marquee signing” til að verða topp klúbbur. Hvað hafa Dortmund verið að kaupa mikið af þessum stóru nöfnum undanfarin ár? Þeir kaupa bara ódýrt vinnuafl frá Póllandi og heimaalin kvikindi. Þó svo seinustu 2 ár hafa þeir keypt Reus og svo Henrik Mikk en þá hafa þeir verið að selja sín stærstu nöfn á móti. Málið er bara að fá góða uppalda leikmenn, kaupa menn sem henta í kerfið og hafa langtímaplan. Virkar ekkert að henda peningnum eitthvað út um allt.

    Hversu reiðir hefðu menn verið ef að Liverpool hefði verið að kaupa eitthvern no-name Pólverja sem bara Blackburn Rovers væru á eftir? Sá Pólverji var Robert Lewandowsky og fór ekki til Blackburn útaf því að hann gat ekki flogið útaf Eyjafjallajökuls eldgosinu.

    Það ætti líka alveg að vera nóg creativity í þessu liði okkar með suarez, coutinho, Gerrard og Aspas. Þyrfti helst að fá vinnuhesta og skallamenn til að hjálpa þeim.

  90. Skil ekki hvernig menn geta hraunað yfir FSG sem eru sjálfir sér samkvæmir í einu og öllu. Þeir eru ekki tilbúnir til að fórna sínum gildum og kaupa/semja við leikmann á fáránlegu verði/kjörum. Af hverju eru allir að fara á límingunum yfir Willian sem ég efast um að margir hafi þekkt haus eða sporð á fyrir örfáum vikum? Af hverju er þessi gaur allt í einu orðinn gjöf Guðs til fótboltans?

    Tottenham er með vasa fulla fjár í augnablikinu og við það er hreinlega engin leið að keppa. Ef þessi Willian vill keppa við þennan haug af góðum miðvallarspilurum hjá Tottenham verði honum að góðu. Ef Tottenham vill kaupa þennan leikmann á yfirverði verði þeim að góðu.

    Engin ástæða til að upplifa einhverja höfnun yfir þessu eins og ætla mætti af sumum skrifum hér inni. Bíðum til loka gluggans með dómana yfir FSG.

  91. 1

    LFC were offered the chance to match Spurs’ bid for Willian but refused because price had gone beyond owners’ valuation.

    2

    We have seen with a number of targets, Dempsey most memorably, that

    LFC and FSG no longer want to pay over the odds.

    Það er erfitt að ætla að vera á bömmer yfir þessu, þeir töldu hann ekki vera þess virði að borga það sem Spurs var tilbúið að borga fyrir hann. Vonum bara að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Eins og SSteinn segir þá er hægt að fá þó nokkra klassa leikmenn á 30mp+. Við vöðum ekki í peningum og því kannski ágætt að það sé vandað til verks.

    Þessi “tvít” eru frá Ben Smith, BBC. Sem er nokkuð áreiðanlegur. Guardian sagði það sama sem og Tony Barret.

  92. Sammála Steina , er greinilega á sömu lyfjum 🙂
    Ég hef akki verið svona ánægður með framtíð Liverpool í langan tíma , mikið af ungum góðum leikmönnum að koma upp og með þjálfara sem nýtir þá þegar þess gefst kostur . Hef trú á að við fáum góðann miðvörð þar sem C og S virðast ekki alveg vera inni , svo kæmi ekki á óvart ef það kæmi einn sóknarsinnaður inn .
    Svo má ekki gleyma að það er HM ár svo þeir sem eru að skipta um lið horfa á spilatíma en ekki bara $$$ ..

  93. Ég hef verið fylgjast með í twitter um Tottenham kaupin og saman bera hæfi Daniel Levy og Ian Ayre en ég held ekki sé hægt saman bera hæfni vegna þess að það ekki Levy sem helst sjá um kaupin heldur það þeirra Director of Football Franco Baldini.

    Og eftir hafa lesið þesa grein hér: um hann Franco Baldini:
    http://www.theguardian.com/football/blog/2013/aug/09/transfer-window-analysis-sporting-directors

    Þá vissi ég það er ekki furðulegt að Tottenham séu standa sig mjög vel í þessum sumar glugga en svo fannst líka þessi frétt þótt hún sé gömull mjög áhugaverð að það var André Villas- Boas sem bað um að fá sér Director of Football til að hjálpa honum til kaupa betri leikmenn sem er mjög áhugavert þar sem Brendan Rodgers sagði hann vill ekki vinna með Director of Fottball.:

    http://www.theguardian.com/football/2013/may/17/andre-villas-boas-tottenham-technical-director

    Eitt af því sem var áhugavert í fyrri greininni var þetta hér:

    it’s understandable why some top clubs have taken the step of recruiting executives who are dedicated to the area of player recruitment and have the contacts, background, knowhow and overview of players on a worldwide scale – and, most crucially, know their true value. You can’t reasonably expect managers to have this knowledge – their job is to focus on coaching and match preparation – and the pressure on them, and the need to work 18-hour days, means their attention should be directed elsewhere. A chief scout rarely possesses the complex understanding of the business aspect of the transfer market, whereas Premier League CEOs are usually from business or commercial, not football backgrounds and their contacts, while invaluable in certain areas, are of little use in the transfer market

    …fundamental, to my eyes at least. There’s nothing more important within a
    football club than recruiting players. The one real “alchemy” within the operations of a club is identifying players, understanding their correct value and ultimately attracting the right ones, as they are the only assets with the potential to increase in value even tenfold in a relatively short time, and can eventually help to build a more successful club (Ajax, Borussia Dortmund, FC Porto and Udinese are some examples of continental clubs who have perfected this art). In that regard it’s strange that Premier League clubs don’t bring in these specialists to the extent that they do for, say, marketing – while you can significantly increase commercial sales through being successful on the pitch, you need a steady stream of very talented players (for the right price) to achieve it. Successfully operating and understanding the transfer market is a specialist task and should be treated and respected as such. Of course, much like finding players, getting the right man is itself quite an undertaking.

    Kannski er þetta af þeim ástæðum þessa Tottenham er standa sig betur í markaðinum heldur en Liverpool og Arsenal.

  94. Ég vildi fá Willian en 30m er helvíti mikið, vonandi eigum við ekki eftir að gráta þetta eftir 2 vikur

  95. Það getur ekki verið markmið í sjálfum sér að vinna bidding war við Tottenham. Svona uppboðsstríð er versta staða sem kaupendur lenda í og mér finnst það því sýna fram á fagleg vinnubrögð FSG að láta ekki teyma sig út í slíkt. Þeir gera einfaldlega verðmat á leikmann og eru ekki tilbúnir að fara 15-30% hærra eins og virðist vera tilfellið með tilboð Tottenham í Willian. Mögulega er FSG með annað target linað upp sem hægt er að fá á mun betri deal. Klúbburinn hefur ekki lítið verið gagngrýndur fyrir að borga of mikið fyrir leikmenn eins og Carroll, Downing, Allen, Henderson o.fl.. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu. Eru allir sem tala um getuleysi FSG vissir um að Willian sé 30 m punda virði – sem þýðir að hann raðar inn mörkum og stoðsendingum ?

  96. Zigurður. Við vorum með Director of Football hérna fyrir 2-3 árum. Hann hér Comoli og keypti leikmenn til okkar sem kostuðu formúgu fjár. T.d Downing á uppsprengdu verði, Andy Carroll á metfé og svoleiðis getum við talið upp áfram. Það að vera með Director of Football er ekkert samansemmerki með því að ganga vel í glugganum, framtíðin ein fær úr því skorið. Rodgers ákvað það að vera ekki með þannig mann í vinnu, hann vildi sjálfur sjá um þessi mál ásamt aðstoðarmönnum sínum og Ian Ayre. Rodgers hefur á þessu rúma ári gefið ungum leikmönnum mikikið fleiri tækifæri í aðalliði Liverpool heldur en nokkur annar forrennari hans. Hann hefur gersamlega breytt um leikkerfi hjá klúbbnum sem við getum verið virkilega stolltir af og hann hefur keypt gæðaleikmenn til klúbbsins sem kostuðu ekki Jack Shit miðað við Will-I-An. Cotinho, Sturridge, Aspas, Allen.

  97. Ef Suarez verður áfram, þá held ég að það sé óþarfi að vera að væla yfir því að hafa ekki fengið sókndjarfanleikmann.

    Skoðum aðeins málinn hjá liverpool.

    Sturridge – maðurinn hefur verið sjóðheitur í Liverpool búning

    Suarez – Einn besti leikmaður ensku úrvaldsdeildarinar á síðasta tímabili

    Coutinho – Ein bestu kaup Liverpool í langan tíma, snillingur og ekkert annað

    Aspas – Hefur litið virkilega vel út í æfingarleikjum og fyrsti leikurinn lofar góðu

    Sterling – Eitt mesta efni sem við höfum haft og verður vonandi betri með hverju árinu.

    Þetta eru 5 frambærilegir leikmenn og er ég ekki að telja með

    Ibe – Sem virkar á mig sem Sterling 2 (ótrúlega fljótur leikmaður sem á eftir að spila fullt af leikjum fyrir liverpool á næstu árum).

    Borini – Fyrir mitt leiti þá finnst mér hann lélegur en kannski ágætur sem 6 – 7 valkostur.

    Hefði verið gaman að fá Willian í liðið? Já en á kostnað hvers? Ættu þá ungu leikmenirnir okkar eins og Sterling og Coutinho að fá færi mín og svo er Sturridge ekkert gamalmenni.

    Þegar menn eru að tala um 30 milljónir punda þá viljum við fá algjöran snilling og hef ég ekki séð nóg af Willian til þess að meta það hvort að hann sé þess virði(hef séð 3 heila leiki og virkaði hann á mig sem flottur leikmaður en kannski ekki 30 milljónkróna virði)

  98. 30 m punda átti þetta að vera, 30 milljónir íslenskar eru auðvita bara klink þarna úti.

  99. Mér finnst frábært að vera bunir að fá Cissokho, leikmaður sem hefur verið orðaður við okkur nokkur sumur i röð ef eg man rétt en nennir einhver að segja mér af hverju Valencia var til i að lána hann bara ? er hann a svaka launum hjá valencia og valencia vildi spara laun eða er hann bara ekki nógu góður þessi leikmaður ?
    ég hef ekkert seð þennan dreng spila nema skoðað á Youtube og hann lýtur ágætlega út eins og flestir þar. veit einhver eitthvað meira um þennan dreng ?

    En það er ljóst að FSG eru undir pressu og það er eins gott að það sé eitthvað annað uppí erminni á þeim fyrst þeir ákveða að sleppa Willian. Þeir virðast hafa peningana til að eyða í leikmann nema þetta se allt blöff hjá þeim svona svipað og Asenal er að blöffa sýna stuðningsmenn.

    Hvernig væri ef okkar menn þó erfit sé fyrir okkur að kaupa af Everton reyndu bara við Fellaini, djofull væri eg til í að fá hann inna miðjuna okkar, prófa að leggja fram 25 milljón punda tilboð bara, sakar ekki að reyna.

    Sá eftir einhverjum hvort það var Ben Smith að Damiao væri ekki á óskalista Liverpool.

    Skildum við loksins fara í Eriksen ? það er díll sem hægt er að klára fyrir sirka 15 kúlur enda á maðurinn ekki nema ár eftir af samningi. Er ekki bara málið að taka tvennuna frá Ajax, Alderveireld og Eriksen ?

    Annars er ég einna spenntastur fyrir Jackson Martinez hjá Porto, það er leikmaður sem eg vill fá til okkar og virðist markamaskína.

    Hafiði annars einhverjar fleiri hugmyndir um nöfn sem hægt er að fá og gætu hentað okkur ?

  100. Svolítið blendnar tilfinningar í gangi hjá mér, og reyndar fleirum sýnist mér. Vill ekkert sérstaklega fá þennan Willian, ég vill bara fá einhvern sem kostar slatta. Ég vill ekki eyða 30 mill í einhverja vitleysu en ég vill eyða helling af peningum í bara einhvern sem er nógu góður.

    Það þarf að bæta hópinn, ekki svo mikið að mínu mati samt. 2 klassa leikmenn og annar þeirra verður að vera miðvörður hinn sóknarmaður. En það er samt einhver krafa um að kaupa til að kaupa. Klúbburinn verður að fá einhver stórkaup í gegn þó ekki væri nema bara til þess að minna á sig.

    Skynsöm kaup, væru Eirkson ef hann vill koma. Ben Arfa ekki svo slæmur kostur. Þessi Tiago Ilori örugglega fínn líka. Ég mæli með að við kaupum þá alla. Ætti ekki að kosta mikið meira en 40 mill. En gallinn við það er að engin þeirra myndi vera þetta BIG name signing 25 til 30 mill punda maður sem krafan virðist vera um.

  101. Það sem menn verða að átta sig á er að Liverpool leit aldrei eins illa út og þegar Enrique var meiddur og við þurftum að láta Glen Johnson í vinstri bakvörð og eiginlega áttum engan í hægri bakvörð.

    Nú er þetta vandamál vonandi úr söguni og Glen getur haldið sig í hægri bakkverði.

  102. Ég veit ekki hvort ég eigi að vera eitthvað rosa spenntur fyrir þessum Brazza, hann er fringe spilari í landsliðinu og ég held að ég tali fyrir munn flestra hérna, við vissum eiginlega ekki af honum almennilega fyrr en LFC fór að bera víurnar í hann ….

    Staðan sem hann spilar er tiltölulega vel mönnuð og að kasta 30 kúlum í þetta eða meira fyrir ekki merkilegri pappír er svona smá tungubrjótur hjá mér.

    Ég er alveg á því að það vantar vá faktorinn í kaup sumarsins en ég held að þetta sé ekki það sem ég vill muna, minnugur þess hvernig allt þetta Dempsey mál fór í fyrra ….. Ég vil miklu frekar fá góðan hafsent fyrir þennan pening eða góðan gaur sem er bæði akkeri á miðjunni og góður spilandi hafsent, það nýtist liðinu miklu miklu betur en Will I am. …. sorry.

    Ergó: Já endilega komiði með VÁ faktorinn í kaupum sumarsins, en ekki koma með eitthvað sem þið haldið að sé VÁ en er svo hvorki fugl né fiskur.

  103. Sælir félagar

    Ég missti mig í öðrum þræði yfir aumingjaskap LFC manna að láta Tottarana ná góðum bita rétt fyrir framan nefið á sér. Sagði svo á eftir að ég hefði ef til vill aldrei átt að setja þetta komment inn. Nú er ég sammála því sem ég sagði áður. Það er, ég hefði aldrei átt að setja þetta komment inn.

    Það er nefnilega rétt sem hér hefir komið fram að það er hægt að fá ansi góða leikmenn fyrir 30 kúlur. Leikmenn sem eru enginn vonarpeningur heldur örugg kaup. Því hallast ég að sama meðalaglasi og SSteinn og ætla að vera rólegur til 3. sept.

    Átti ég ef til vill aldrei að setja þetta komment inn heldur?

    Það er nú þannig

    YNWA

  104. Hvort mynduð þið frekar hafa gylfa eða countinho í Liverpool? Þeir kostuðu sama pening. Eða dempsey í stað sturridge? Willian kostar meira en suarez og torres voru keyptir á. Hann er einfaldlega of dýr miðað við gæði. Ég vona bara að Tottenham haldi áfram að forða okkur frá miðlungs leikmönnum sem kosta allt of mikið og eru á allt of háum launum.

Liverpool 1 Stoke 0

Aly Cissokho til Liverpool (Staðfest)