Liverpool hefja viðræður um kaup á Willian

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Liverpool Echo staðfesta að Liverpool sé á eftir Willian, hinum 25 ára gamla brasilíska vængmanni, sem að spilar fyrir Anzhi.

Liverpool FC have stepped up their pursuit of Willian with the £30million-rated Brazilian winger admitting his interest in a move to Anfield.

The ECHO understands the Reds have opened negotiations with Anzhi Makhachkala over a fee following their initial enquiry earlier this week.

Anfield officials have been encouraged by the Russian outfit’s willingness to do business and the player’s desire to head for the Premier League.

Þetta hljómar einsog tónlist í mínum eyrum og núna er bara að vona að Liverpool menn klári dæmið sem fyrst.

77 Comments

  1. Já gæti það verið að Spurs eða eitthvað annað lið komi inn í myndina og stæli honum á síðustu stundu vona ekki væri frábær kaup,kannski styrkir það stöðu okkar að vera með tvo landa hans Mr Leiva og Mr Cauthino.

  2. Í guðs bænum, borgið nú uppsett verð og manninum það sem hann vill í laun hratt og örugglega, ekki klúðra þessu með einhverju bulli. FRÁBÆR LEIKMAÐUR.

  3. Það er erfitt að vera bjartsýnn þrátt fyrir þessa tónlist, í ljósi þess sem gerst hefur í sumar. Auk þess eru bæði Tottenham og Man Utd (samkvæmt Telegraph) bæði sögð vilja stráksa.

    Ég er ágætlega spenntur fyrir honum, hann er ekki með neina stórkostlega tölfræði, en virkar auðvitað spennandi á YouTube, og ég man eftir honum úr Meistaradeildinni.

    Treysti Rodgers, vonandi gengur þetta upp!

  4. Svona úr því ég var að böggast yfir tölfræðinni, þá er hér listi yfir þrjá leikmenn sem ég hef verið mjög spenntur fyrir. Ef við getum eytt 30 milljónum í Willian gætum við alveg eytt í Lamela eða Muriel, og Ljajic er enn ódýrari.

    Aftur á móti er síðan spurning hvort þeir vilji yfir höfuð koma, og hvort þeir passi inn í liðið, osfv. Það þarf margt að fara saman til að leikmaður geti skipt um félag.

    En hér er smá tölfræði (sem ég ítreka að segir ekki alla söguna, við munum td eftir Downing):

    Erik Lamela – Roma. 21 árs, 15 mörk í 33 leikjum á síðasta tímabili + fimm stoðsendingar).

    Luis Muriel – Udinese. 22 ára, 11 mörk í 22 leikjum á síðasta tímabili + 3 stoðsendingar (15 í byrjunarliðinu).

    Adem Ljajic – Fiorentina. 21 árs. 21 leikur, 11 mörk + átta stoðsendingar á síðasta tímabili). Líklega ekki sami kantmaður og hinir þrír, etv meira á miðjunni.

    Willian – Shaktar Donetsk. 25 ára. 1 mark í 11 leikjum fyrir Anzi, samtals 20 í 140 leikjum fyir Shaktar. Finn ekki tölfræði yfir stoðsendingar.

  5. Ætli hann fari þá beint í að leysa Bale af eða er hann að keppa við Gylfa um stöður ?

  6. Já, það væri frábært ef við myndum landa þessum gutta. Krossleggjum fingurna. Væri samt ekki dæmigert ef hann færi til Tottenham eða Man.Utd?

  7. Líst virkilega vel á þessi kaup, held að hann smellpassi inní taktíkina. Er ekki næsta skref að skipta út svarta,hvíta og fjólubláa varabúningnum fyrir gula skyrtu og bláar buxur. Hef núna áhyggur af því að sjá bara brot úr leikjum Liverpool í vetur þar sem plasma sjónvarpið á ekki eftir að halda í við sambaboltann sem Liverpool á eftir að spila.

  8. Áhugaverð tölfræði frá Hjalta…..

    Hefur einhver séð eitthvað af viti frá Will. I. An. ?

    Þetta er gríðarlega há fjárhæð fyrir leikmann sem virðist allavegana ekki vera nein markamaskína?

    Einn skeptískur.

  9. Neibb.

    Ég neita að gera mér vonir um svona góðan leikmann í þessum glugga, ekki eftir allt vesenið hingað til. Ef hann kemur verður það óvænt ánægja, en ég segi að það er ekki séns að hann komi.

    Neibb.

  10. Leikmaður sem City bauð í fyrr í sumar.

    Leikmaður sem hefur verið orðaður við hérumbil öll stórlið í heiminum s.l. 2 ár eða svo.

    Leikmaður sem kostar svipað og Andy Carroll.

    Leikmaður sem er einnig orðaður við Man Utd, Tottenham, Chelsea, Man City o.s.frv. í staðinn fyrir S´land og Southampton.

    Það er bara ekki séns að þetta fari í gegn. Við endum með Sinclair.

    🙂

  11. Liverpool hljóta að vera að tala um að fá hann lánaðan. Allt of mikil áhætta að kaupa Willian á 30m pund.

    En án gríns, fyrir ári síðan fengum við lánaðan leikmann sem ég taldi vera í svipuðum klassa og Willian. Sá kvaddi með orðunum “Thank god I have left Brendan Rodgers” og enginn man eftir honum í dag.

    Ég vil sjá þessi kaup ganga í gegn og helst mann eins og Aly Cissokho líka, þá er þetta ásættanlegt sumar. Meira að segja nokkuð gott.

  12. Sælir,

    ég er svo sammála Kristjáni Atla í þessu máli. Það eru engar líkur á að Liverpool gangi frá kaupum á 30 millj punda leikmanni í bráð. Þeir hafa þetta allt í höndum sér núna Willian vill koma en borga þeir uppsetta fjárhæð ……EKKI SÉNS !!

  13. Vonandi. Ég hef þó enga trú á að þetta gangi í gegn, nafni minn Ayre hreyfir sig of hægt til að landa svona hvölum rétt fyrir lokun. Hann verður í Tottenham eða Manchester búningi 3. sept.

    Þó ég voni innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

  14. Gerrard Leiva
    Coutinho
    Suarez Sturridge Willian

    Hljómar virkilega vel fyrir mér !

  15. Staðan er einfaldlega þannig að stjórn Liverpool hefur ekki efni á því að klúðra öðru máli á leikmannamarkaðnum. Get alveg trúað því að þeir séu tilbúnir til að fara aðeins útfyrir sínar reglur til þess að róa mannskapinn.

    Það er búið a losa um launapakka í sumar og kaupa inn ódýrt/gáfulega. Núna er kominn tími á eina sprengju!

  16. Jæja, BBC stadfestir ad vid seum bunir ad ganga fra díl vid Valencia á Aly Cissokho. Nú thurfi hann bara ad mæta á Anfield til ad skrifa undir. Minnir ad eg hafi lesid einhversstadar i vikunni ad hann væri buinn ad samthykkja kaup og kjør vid Liverpool en thad vantadi bara upp a ad féløgin myndu ganga fra kaupunum/laninu.

    Left back – check

  17. Willian sagði í einhverju viðtali sem ég las í gær (man ekki hvar ) að hann vildi fara til Liverpool þar sem HM er næsta sumar og hann sér okkur sem tækifæri að komast þangað . En vona að þeir komi um helgina . Hann og AC

  18. Missi af leiknum á morgun, er einhver séns að sjá hann eftirá, kemur svona inná torrent ? ( Eyðist ef það má ekki minnast á ólölegt niðurhal hérna:) )

  19. Lysy hrikalega vel a gluggann og liðið ef cissokho og willian kæmu og engin færi i staðinn en óttast sma að ef willian kæmi þa yrði hluti ag sölunni a suarez notaður til að borga hann og restin ag peningnum i að kaupa sóknarmann..

  20. Vonandi góðar fréttir á leiðinlegri sögu:

    Eurosport Transfers ?@eurosportmoves 11m
    BREAKING: Luis Suarez trained with the Liverpool first-team squad this morning but it is yet unclear whether he apologised to team-mates

    Ben Smith ?@BenSmithBBC 10m
    As some have already said, Luis Suarez did indeed train with #LFC 1st team squad today.

  21. Nú herma fréttir að suarez sé farinn að æfa með aðalliðinu ! … Allt að gerast ? óhætt að segja að það verði spennandi að fylgjast með liðinu í vetur ef Suarez er sáttur við að vera og þeir sem eru orðaðir við okkur núna kæmu ! Chissokho og Willian!!

    Maður er þó sennilegast að gera sjálfum sér ljótann grikk með því að vona að willi sé að koma !

  22. Spenntur fyrir Willian og hann er klárlega gæðaleikmaður, hef horft á töluvert af leikjum með honum.

    Hvað varðar Aly Cissokho þá lýtur allt út fyrir það að loksins sé Enrique kallinn búin að fá nauðsynlega samkeppni, nú er bara að vona að það sé ekki tannlæknir! í læknateymi LFC þá ættu þessi kaup að klárast auðveldlega.

  23. Meira um Suarez og vonandi seinasta fréttin í Suarez-sögunni:

    Pete O’Rourke ?@SkySportsPeteO 4m
    Luis Suarez has apologised to his Liverpool team mates and returned to training with first-team squad. #LFC

  24. Cissokho að koma á láni, Willian að koma fyrir 30m og Suarez búinn að segja sorry eru fréttirnar sem maður ere að lesa í dag. Úff mér líður eins skólastrák sem náði að kíkja inní kvennaklefann í leikfimi !!

  25. Afhverju í ands#$ þarf Liverpool að fara svona að hlutunum??? Það liggur við að við sendum út fréttatilkynningu um að við séum að fara bjóða í leikmann, eingöngu til þess að önnur lið komi og bjóði einnig í hann.

  26. 31: Það er nú erfitt að koma í veg fyrir svonalagað þegar leikmaðurinn sjálfur lýsir yfir áhuga á að koma til Liverpool.

  27. Hlevíti got kvót frá Pierce Morgan aðdáenda Arsenik (lauslega þýtt): ” Wenger er eins og kallinn á barnum sem á nóg af peningum, en tímir aldrei að splæsa á línuna”…….. hahahaha…..

  28. Ég vil koma því á framfæri að á einum tímapunkti var ég kominn með Willian, Cissokho og Coutinho í byrjunarliðið hjá Liverpool í FM 2013 og varð enskur meistari um vorið. Þetta er skothelt, ég styð þessi kaup.

  29. Nú er bara að bíða eftir að tottenham bjóði í hann. Við virðumst vera með njósnateymi sem vinnur fyrir tvö lið, svona “tveir fyrir einn” dæmi 😉

    Vona það besta, líst mjög vel á Aly frá Valencia. Hann verður þá í stúkunni á morgun að horfa á Liverpool – stoke. Ég vildi fá fleiri Brassa eftir að við fengum Coutinho, og vonandi er það að ganga eftir. Líst mjög vel á Willian.

    Spennan hjá mér er samt öll fyrir morgundeginum 🙂

  30. Cissokho að koma á láni, Willian að koma fyrir 30m og Suarez búinn að
    segja sorry eru fréttirnar sem maður ere að lesa í dag. Úff mér líður
    eins skólastrák sem náði að kíkja inní kvennaklefann í leikfimi !!

    Þetta gefur ekki góð fyrirheit fyrir helgina. Að vera Liverpool maður er rússíbanaferð fyrir allan peninginn. 😉

  31. Þetta hljómar allt saman afar vel! Ég veit að Willian er eftirsóttur en er hann virkilega svona góður? Í hvaða klassa er hann? Er hann sambærilegur við Mikka sem við misstum af til Dortmund? Er hann í sama klassa og Soldado? Ég spyr því ég þekki ekkert til hans og þessi Youtube myndbönd láta alla líta út eins og algera snillinga 🙂

  32. Willian.. já takk…. minnist lauslega á kappan í nýjasta pistlinum á síðunni minni http://www.kopice86.wordpress.com fer líka yfir liðið sem við erum með, skoða hvað má bæta, og hverja við höfum keypt og selt.. Endilega tékkið á þessu #YNWA

    @kopice86

  33. Ef satt reynist, þ.a.e.s. ef Suarez hefur beðist afsökunar og þessir tveir leikmenn eru á leiðinni til okkar þá held ég svei mér þá að allar mínar áhyggjur fyrir komandi tímabili sé á bak og burt.

    Ég er einn af þeim sem heillaðist mjög svo af spilamennsku liðsins eftir áramót síðasta tímabil og get ekki séð að BR ætli sér að breyta nokkru þar, frekar að bæta í með kaupum á léttleikandi gæjum sem sækja og skora mörk 🙂 Ég held að Liverpool eigi eftir að koma á óvart í vetur, ég sé alveg fyrir mér baráttu við toppinn og jafnvel tilkall til einhvers titils……………

    Ef þið leggið saman tvo og tvo þá vitið þið hvaða titil ég er að tala um því að jú því miður þá erum við ekki að spila í mörgum keppnum í vetur 🙂 En til að auðvelda þetta fyrir ykkur þá er ég auðvitað að meina ENGLANDSMEISTARATITILINN!!!!!!
    Vá hvað er gaman að vera svona bjartsýnn!!!
    Allavega á þetta tímabil eftir að skilja eitthvað eftir sig hjá okkar mönnum og ég held að það verði á jákvæðu nótunum 😉

    Kv. Bjartsýni poolarinn…………

  34. Já það eru aldeilis jákvæðu fréttirnar í dag. Þær eru þó allar þess eðlis að ekkert er frágengið eða staðfest. Ég bíð með að hoppa eins hátt og ég get og öskra úr mér lungun fyrr en

    a) Cissokho er kominn með trefilinn og treyjuna

    b) Willian er kominn með trefilinn og treyjuna

    c) Suarez er kominn inn á völlinn, tuðandi og nöldrandi, skorandi og djöflandi í andstæðingunum.

    Ef þetta þrennt gengur eftir verður góður séns á fjórða sætinu, ef ekki verða hlutirnir erfiðari. Ég óska jafnframt eftir miðverði og miðjumanni 🙂

  35. Willian eru áhugaverð kaup sem guðslofandi ganga í gegn. Ef ég er að lesa þetta rétt þá er hann meira miðjumaður heldur en sóknarmaður og það útskýrir aðeins markaskorun hans. Hann var oft á vinstri vængnum í mjög hreifanlegu liði Shaktar en getur líka spilað fremstur á miðjunni, ca. sömu stöður og Coutinho gerir hjá okkur og líklega svipaðar stöður og Mkhitaryan var að leysa hjá Shaktar eftir að Willian fór frá þeim.

    Ef við höfum áhyggjur af Spurs þá færi hann líklega ekki þangað nema það væri öruggt að Bale sé að fara. Þeir hafa þegar keypt slatta af mönnum til að bregðast við því og miðjan er a.m.k. fáránlega vel mönnum hjá þeim. Ef FSG missir enn eitt target-ið til Spurs eru þeir líklega ekki réttu mennirnir til að taka Liverpool á næsta skref.

    United var fyrir mér lang eðlilegasti og líklegasti kosturinn fyrir hann, en það er ekki ósvipuð staða þar. Þeir eiga alveg eins leikmann (stöðulega) í Kagawa og svo er spurning hvort mál Rooney hefðu áhrif. Þeir þurfa líklega meira miðjumann heldur en nákvæmlega það sem Willian býður uppá en ef ég ætti að spá þá myndi ég samt setja aurinn á að hann fari til United.

    City var á eftir honum snemma í sumar en hafa síðan keypt menn sem fylla vel í það hlutverk sem Willian fengi.

    Chelsea hafði áhuga þegar AVB var stjóri þeirra en þeir eru með yfirfullt lið af gæðaleikmönnum í þessari stöðu og voru að kaupa einn slíkan í sumar.

    Eftir vonbrigði sumarsins bara get ég ekki náð að byggja of miklar væntingar með þennan leikmann.

  36. Umboðsmaður Willian segir nú að Man Utd séu komnir í viðræður við kappann.

    Andvarp. Það var betra að gera sér ekki vonir til að byrja með.

  37. Það er alveg rosalegt að enginn í þessu myndbandi trúi á að við getum náð fjórða sætinu:
    http://fotbolti.net/news/16-08-2013/b-enska-alitid-b-mun-liverpool-enda-i-topp-4

    Þegar að ég horfði á þetta fannst mér þeir margir heldur neikvæðir í okkar garð, en ef að maður tekur liverpool gleraugun af í smá stund sér maður svosem að þetta er mest allt satt. Hef heldur enga trú á Cissokho, en ef við fáum Willian og einn í viðbót ætti þetta að vera mögulegt.

    Come on Mr. Ayre and FSG, show us the money, and prove to us that you at least have some balls…

  38. Féttir ECHO eru skv. ýmsum á twitter eingöngu þess eðlis að Liverpool séu vissir um að þeir hafi efni á að kaupa hann. Sem er ekki það sama og að þeir séu bjartsýnir á að þeir verði fyrir valinu hjá honum. Þessi maður hefur engar taugar til Englands eða enskra liða sérstaklega. Líklega þekkir hann utd. best og er því líklegastur til að velja ensku meistarana fram yfir Liverpool.

  39. Cissokho er klárt upgrade í vinstri bakvörðinn okkar. Hann er sérlega flottur sóknarlega og með mikla spyrnutæki.

    Hóf fótboltaferilinn í Portúgal, svo til heimalandsins Frakklands áður en hann fór til Valencia þar sem hann var fastamaður í liðinu þeirra.

    Vonandi takast þau kaup fyrr en seinna, ég segi eins og Kristján Atli og fleiri að ég hef áhyggjur af því að við munum ekki ná í Williain þegar CL-liðin fara að svífa yfir okkur…

  40. Tottenham komið í viðræður um Willian ( eins og við mátti búast 🙂 ) skv.Sky Sports.

  41. gengur saga á facebook að anzi hafi samþykkt tilboð frá tottenham í willian…. sel það ekki dýrara en ég keypti það

  42. Kæmi ekki á óvart að aðrir verði á undan liverpool. Geigvænleg ákvarðanafælni á hjá okkur. Hef jafnvel minni trú á þessu tímabili en þegar roy hodgson tók við.

  43. 51 “gengur saga á facebook að anzi hafi samþykkt tilboð frá tottenham í willian” nohh, mjög áreiðanlegt :/

  44. Nú er City að bjóða Sinclair á láni. Við vitum alveg hvað það þýðir, hann endar hjá okkur. Alveg ótrúlegt ef að Tottenham fær Willian líka. Þeir verða þá komnir nokkrum ljósárum á undan okkur.

  45. Enda sagði ég aldrei að þetta væri áræðanlegt!!

    Saga á Facebook er ekki það sama og lesa frétt á netinu sko…

  46. Við þurfum nu ekki að gefa upp alla von strax þo önnur lið vilji lika fa hann…nu er siðasti sens að sanna sig fyrir HM svo menn vilja auðvitað spila sem mest og syna sig og þa er nu betra að vera i liði sem er ekki yfirfullt i þessa stöðu. Kannski er þetta bara bjartsyni en hun er lika fin, trui þvi að við naum kauða…

  47. ?LFC? close to agreeing a fee in the region of £30 million for Willian. [via Tony Barrett, Times] – frá því fyrr í kvöld.

  48. Barrett on The Times – Suarez accepted that his agitation for a transfer had been detrimental to club harmony, he pledged to give his total commitment

  49. Andy Hunter on Guardian – #LFC are close to agreeing a £30m fee for Willian

    Kampavínið er komið í kælirinn.

  50. kaupa Alfreð Finnboga á 3-3,5 millur. flestir sem koma úr hollenska boltanum plumma sig vel í PL

  51. Þetta tvitter tvít sem þið eruð að vísa í núna, er eitthvað meira að gerast, einhver vefur fyrir okkur non-tvitter boys?

  52. Andy-Hunter er mjög áræðanlegur og er ekki þekktur fyrir bulla neitt, ekki heldur Barrett svo þetta gæti verið að gerast.

  53. Æji, allt að gerast á twitter…. Hvenær hefur maður heyrt þetta áður?

  54. Djofull væri geggjað ef willian kæmi en eg se okkar menn alltaf na að klúðra þessum díl, efað það a að fa svona sleggju þa er nokkuð ljóst að menn þurfa að vinna mjög mjög hratt sem er eitthvað sem ian ayre er ekki þekktur fyrir.

    En það sakar ekkert áður en maður reynir að sofna að biðja guð um snemmbuna jólagjöf. Halda suarez oh fa cissokho og willian og þa skal eg hafa tru a topp 4 og afsala mer ollum jólagjöfum þetta arið að minnsta kosti.

  55. Maður reynir að halda sér á jörðinni og koma því inn í hausinn á sér að kaup á svona góðum leikmanni munu ekki ganga baráttulaust fyrir sig og getur vel ferið svo að hann endi annars staðar. Hins vegar eru fréttirnar svo óþægilega jákvæðar með þetta að maður getur ekki leynt spenningi lengur.

    Willian yrði frábær viðbót við annars skemmtilegan sóknarleik Liverpool. Sturridge í stuði með þá Coutinho og Willian í kringum sig, hann gæti náð hæðum sem hann myndi líklega ekki telja sig geta náð í markaskorun ef þetta myndi smella. Leikmaður sem skorar ekki beint mikið sjálfur en þrífst á því að fóðra liðsfélaga sína. Kærkomin viðbót við liðið og vona ég svo innilega að þessi kaup gangi í gegn og hann spili heimaleiki sína á Anfield á komandi leiktíð.

    Aly Cissokho er svo flottur díll finnst mér. Fínn leikmaður sem hefur þó kannski ekki náð að sýna sitt rétta andlit hjá Valencia en er líkamlega sterkur, fínn fram og góður tilbaka. Ég býst ekki beint við einhverjum aragrúa af stoðsendingum og mörkum frá honum en að hafa svona fínan leikmann til að berjast við Enrique (sem á sínum degi er mjög fínn) er ekkert annað en jákvætt fyrir Liverpool. Gangi honum vel þá munum við kaupa hann annars ekki, low risk – high reward díll það.

    Það var nú frekar langt síðan Cissokho fékk hetjustatus hjá Liverpool. Eftirminnilegt þegar hann mætti á Old Trafford með Porto skömmu eftir að Liverpool rúllaði Man utd 4-1 á Old Trafford hér um árið og hann sendi þessi skilaboð í cameruna eftir leik.Náum við þessum tveimur leikmönnum fyrir lok gluggans verð ég mjög sáttur með sumarið.

  56. Þetta óvænta bjartsýniskast KAR gerði svo gott sem út um alla Willian drauma enda maðurinn jinx vél. Við getum semsagt kennt honum um.

  57. Þetta yrði hreinlega magnað ef hann kæmi, nú eru taldar vera mikklar líkur á að hann komi…. Ég er ekki sammála mönnum sem segja að við getum ekki keypt leikmenn á þessu caliberi, eða allavega er maður að lesa það í miðjum að eigendur LFC séu tilbúnir að láta pening í stór kaup, gætu þetta ekki verið þau, nú er bara að kross leggja fingur og vona það besta, eins og leikmaðurinn sagði sjálfur ” nú bíður maður bara og vonar það besta”

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  58. Babú, það var einmitt tilgangurinn. Einar Örn skammaði mig á Twitter fyrir að vera of neikvæður fyrir þessu þannig að ég ákvað að koma með smá jákvæðni í þetta. Ef ég jinxa eitthvað í leiðinin skaltu ræða það við Einar Örn.

  59. The Reds team in full is: Mignolet, Enrique, Agger, Toure, Johnson, Gerrard, Lucas, Henderson, Aspas, Coutinho, Sturridge.

    Substitutes: Jones, Wisdom, Allen, Alberto, Ibe, Sterling, Borini.

Stoke fyrstu andstæðingar á nýju tímabili

Byrjunarliðið komið!