Breytingar á liði milli ára

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Ég hef ekki ritað pistil hér á síðuna í alltof langan tíma, nú skal verða gerð breyting á því. Ég verð fyrst að viðurkenna það að ég fylgdist lítið með málum núna í júlí og virðist nú ekki hafa misst af miklu, nema endalausum sögum í kringum hann Luis okkar. Sem betur fer virðist vera komin lausn í það mál, við fáum að njóta krafta hans í ár í viðbót og vonandi mætir hann til leiks eftir bannið sitt og þá með hausinn á sér rétt skrúfaðan á. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að Liverpool er mun sterkara og líklegra til árangurs með hann í fullu fókus að spila fyrir okkur, heldur en án hans. En hvernig hefur liðið okkar breyst á milli ára?

Af kommentum að dæma, þá eru ansi margir fúlir og svartsýnir á gengi liðsins fyrir tímabilið. Ég er reyndar ekki í þeim hópi, þó svo að væntingum mínum sé stillt í hóf. Ég tel okkur klárlega vera með lið sem getur keppt um að komast í Meistaradeildina að ári. Ég er jafnframt á því að okkar leikmannahópur sé talsvert lakari en hóparnir eru hjá City og Chelsea og því munum við ekki vera nálægt því að berjast um titilinn, enda stökkið alltof stórt fyrir slíkt á milli tímabila. En af hverju tel ég að við getum vel keppt um þetta Meistaradeildarsæti? Jú, nokkrar ástæður. Fyrir það fyrsta, þá skiptum við ekki um stjóra og þjálfarateymi í sumar. Það að hafa skipt enn og aftur síðasta sumar, plús þetta fáránlega erfiða prógramm í byrjun síðasta tímabils, gerði það að verkum að þetta var alltaf að fara að verða uphill battle. Svo er ekki núna, heldur erum við með sama teymi og mun “léttari” byrjun (á pappírunum).

Annað atriði er svo liðið sjálft. Það voru allir brjálaðir yfir því hvernig leikmannaglugginn síðasta sumar endaði, enda með algjörlega réttu. Þar klúðruðu menn big time og fóru inn í tímabilið ákaflega þunnskipaðir þegar kom að fremri hluta vallarins. Ef við lítum á breytingarnar sem hafa verið gerðar frá 1. september á síðasta ári til dagsins í dag, þá var Sahin skilað eftir afar dapurt gengi. Suso hefur verið lánaður í eitt tímabil, enda langt frá því að fá mikið af tækifærum. Svo hafa þeir Downing, Shelvey og Joe Cole verið seldir. Í stað þessarra leikmanna haf Coutinho, Sturridge, Aspas og Alberto bæst í hópinn. Þar fyrir utan held ég að það sé algjörlega ljóst að við eigum eftir að henda stórum fjárhæðum í allavega einn leikmann til viðbótar í sóknarlínuna og hefur Echo staðfest að búið sé að spyrjast formlega fyrir um Willian hjá Anzhi. Ég veit ekki með ykkur, en í mínum huga eru sókn og miðja MUN sterkari núna á þessum tímapunkti heldur en fyrir ári síðan. Þar fyrir utan erum við með Lucas heilan á ný, sem var ekki raunin fyrri hluta síðasta tímabils.

Varðandi aðrar stöður, þá hefur Reina verið skipt út fyrir Mignolet, Carra hætti og Kolo Toure kom í staðinn og svo hafa Echo gengið svo langt með að segja að við séum nánast búnir að tryggja okkur vinstri bakvörð til að veita Enrique langþráða samkeppni.

Það er alveg ljóst að Liverpool ætlaði að bæta við sig mönnum sem myndu bæta byrjunarliðið núna í sumar. Það hefur ekki ennþá tekist þrátt fyrir tvær öflugar tilraunir. Við misstum af Mkhitaryan í hendurnar á Dortmund og svo skrifaði Costa undir nýjan samning við A. Madrid. Menn reyndu, en hlutirnir gengu ekki upp. Þá er bara að snúa sér að næsta og það virðist einmitt vera Willian. Menn virðast gleyma því aðeins að það eru ennþá tæpar 3 vikur eftir af leikmannaglugganum, og 3 vikur eru langur tími þegar kemur að svona málum. Ef hjólin byrja að snúast, þá geta hlutirnir breyst hratt. Ég yrði ekki hissa þótt við værum komnir með vinstri bakvörðinn og tvo aðra leikmenn áður en glugginn lokast. Ég segi allavega fyrir mitt leiti að mér finnst margfalt öflugra að vera með Coutinho, Sturridge, Aspas, Alberto og hugsanlega Willian í lok gluggans, heldur en Sahin, Downing, Shelvey, Cole og Suso. Gleymum því ekki heldur að eftir kaupin okkar í janúar sl. þá vorum við í topp 4 klassa, held að flestir séu sammála um það og ég sé ekki eftir neinum af þeim sóknar- eða miðjumönnum sem við höfum látið frá okkur.

Betri leikmannahópur (sem samt er hægt að bæta ennþá meira), engin stjóraskipti og léttari byrjun, af hverju ættum við ekki að geta lyft okkur upp um nokkur sæti í deildinni. Ég er allavega fullur tilhlökkunar fyrir tímabilið sem framundan er og MIKLU bjartsýnni en ég var fyrir ári síðan. Ég tel alveg raunhæft að við náum að keppa um þetta hundleiðinlega fjórða sæti, hvort sem það svo tekst á endanum eða ekki, verður auðvitað að koma í ljós. Ég nenni allavega ekki á þessum tímapunkti að vera fastur í einhverjum bölmóð og svartsýni. En menn auðvitað sjá þetta hver með sínum gleraugum, ég sé þetta allavega svona í gegnum mín sólgleraugu.

En ég minni á færsluna hér fyrir neðan sem Babú setti inn, endilega giska á úrslit leikjanna.

47 Comments

  1. Mikið er ég sammála þér Steini , verður skemmtilegt tímabil 🙂

  2. Loksins smá jákvæðni 🙂

    Ég er alveg á þessari línu, þetta er í takt við það sem þú sagðir í podcastinu en liðið er einmitt betra á öllum vígsstöðvum miðað við sama tíma í fyrra og það er einmitt miklu eðlilegra að ætlast til þess að liðið sé að fara að spila á svipuðu róli og það var að gera eftir áramót og sú spilamennska er ansi nálægt topp 4.

    Sjálfur er ég ekki alveg jafn bjartsýnn á að við náum að fá sterka menn inn í þessum glugga en vonandi kemur einhver bomba sem færir okkur nær efstu liðunum.

  3. Flottur pistill eins og kemur vanalega frá ykkur snillingunum.
    Ég fer nokkuð bjartur inní þetta tímabil en auðvitað veltur þetta ansi mikið á því hvað gerist hjá okkar mönnum og liðinum í kring.
    Þó svo að City og Chelsea séu með miklu betri hóp en Liverpool þá eru þeir líka að berjast á fleiri vígstöðum en það breytir því ekki að þegar að þessi lið mætast þá eru það 11 á móti 11 og ef okkar lykilmenn haldast heilir þá er byrjunarlið Liverpool alls ekki verra en hjá mörgum af liðunum sem enduðu fyrir ofan okkur seinasta tímabil.
    Ef Suarez heldur haus og verður áfram, ásamt því að fá inn 2 góða leikmenn þá getum við vel gert atlögu að þessu 4 sæti og komast langt í bikarkeppnum.

    Rodgers er klár stjóri og við eigum unga og hungraða leikmenn sem gefa allt í þetta.

  4. Mér finnst ákveðin ranghugmynd lita alla umræðuna um næsta tímabil. Menn fullyrða að ein af ástæðunum fyrir döpu gengi hafi verið að ákveðnir leikmenn hafi meiðst á síðasta tímabili o.sv.frv. Málið er að það eiga leikmenn eftir að meiðast á næsta tímabili. Hvað ef Coutinho og Lucas meiðast í byrjun næsta tímabils eða Gerrard og Sturridge??? Hvernig lítur tímabilið út þá? Við erum ekki með eins breiðan hóp og menn gefa í skyn, nema við göngum út frá því að leikmenn verði að mestu leyti lausir við meiðsli og annað (ákærur (Sterling), bönn o.þ.h.). Ég viðurkenni fúslega að hópurinn lítur betur út núna en á síðasta tímabili þegar Lucas var að ná sér að meiðslum að því gefnu að flestir haldi sér heilum. Hver á til dæmis að leysa Lucas af ef hann tapar geðheilsunni eða er tæklaður illa? Allen? Hver á að leysa Sturridge af ef hann hleypur á tréverkið og brýtur á sér nefið? Borini?

  5. Ágætur pistill þótt ég sé honum í meginatriðum ósammála. Tek frekar undir með Ibbarabba hér að ofan, back-uppið er ekki nógu gott. Ég myndi vilja að nokkrir af 11 manna byrjunarliði færu í back-up eða rotation klassa.

    Þetta fer þó töluvert eftir því hvernig við náum að byrja tímabilið. Ég minni á að það er ekkert bara á síðasta tímabili sem byrjunin var brösótt, alveg síðan ég man eftir mér (1980 eða eitthvað) hefur Liverpool byrjað tímabilin frekar rólega. Þess vegna er ég ekkert endilega ánægður með að fá “létt” prógramm til að byrja með.

    Að því sögðu þá sé ég fyrir mér að ef 10 stig nást í fyrstu 5 leikjunum og 20 í fyrstu 10, þá getur allt gerst varðandi 3-4 sæti. Eins og ég hef komið inn á áður er ég samt ekkert sérstaklega bjartsýnn á slíka bætingu því eftir komu Coutinho og Sturridge í fyrra náðust 33 stig úr 18 leikjum. Jú, Lucas ætti að vera kominn í betra stand en Sturridge er ekki kominn á fullt, Suarez verður í banni og svo þarf maður að krossa fingur fyrir meiðslalitlum Gerrard og Agger. Toure og Mignolet eiga eftir að sýna og sanna að þeir séu betri en þeir sem þeir komu inn fyrir og Aspas á eftir að aðlagast.

    Vonumst eftir hinu besta, það kæmi mér hins vegar ekkert á óvart þótt þetta færi ekki alveg eins og hinir bjartsýnu telja líklegt.

  6. Sælir

    Nú er Suares búinn að fullyrða það að hann hafi ekki talað um að ætla verða áfram enda sagði einhver blaðamaður í Úrúgvæ að Suares ætlaði að vera áfram án þess að vísa í heimild eða hafa nokkuð fyrir sér í því. Ég held að það sé bara ekkert að marka 90% frétta af leikmannamálum!

    http://www.mbl.is/sport/enski/2013/08/14/suarez_ber_meint_ummaeli_til_baka/

    Þannig að þessari sögu er langt í frá lokið og henni lýkur sennilega ekki fyrr en við lok gluggans.

    En nú er ég nýfluttur á Akureyri. Hvar horfa Akureyringar á Liverpool leiki? 🙂

    Kv.
    Hákon

  7. Fluttur til Akureyrar, (ritskoðað – var ekki bara nóg að segja þetta?)

  8. Hákon þú ert velkominn á Sportvitan þar er okkar vígi þar er einn stærsti skjár á Íslandi fullyrði ég og fínn díll á veigum.

  9. Ég met þetta þannig núna að það er stutt á milli hláturs og gráturs.

    Ef td Suarez spilar áfram, við kaupum jafnframt einn mjög góðan leikmann eins og td Willlian ásamt einum varnarmanni finnst mér við geta keppt um4 sætið og verð mjög spenntur fyrir timabilinu,

    Ef Suarez verður bara áfram og engin kemur i viðbót finnst mér 5-7 sætið verða okkar hlutskipti

    Ef allt fer á versta veg og Suarez færi og engin kæmi erum við að tala um sæti 6-9..

    Núna verða bara FSG menn að sýna smá púng og koma með eina 2 góða kalla sem styrkja byrjunarliðið….

  10. Vel gert Steini ég er svo sammála þér. En ég hefði reyndar viljað lána Shelvey frekar en sölu. Ég held að Brendan eigi eftir að gera stóra hluti með þetta Liverpool lið. Hann er að kaupa skemmtilega leikmenn með mikinn hraða, góða tækni, góðan leikskilning, vision, karakter og ef FSG styðja almennilega við bakið á honum leyfa honum að kaupa A kostinn ekki B núna og á næstu tímabilum þá held ég eitthvað rosalegt sé í vændun.

    Maður verður að vera bjartsýnn og brosa framan í næsta tímabil. Maður má aldrei missa trúna eins ég og Steini fengum nú að kynnast í Istanbul.
    Ég stoppaði nú góðan mann þar við útganginn í hálfleik af því hann missti trúna en ég náði að tala hann til og fékk nú aldeilis þakkirnar í leikslok. Það var stokkið á mann og risa koss á ennið en við hrundum reyndar niður tröppurnar af því bretinn fyrir aftan okkur gat ekki hamið sig í gleðinni að fagna með okkur en maður verður að fagna með stæl.

    En bara gamann að fylgjast með þessu liði verða sterkara á næstu tímabilum ég hef mikla trú á Sturridge og Coutinho, þeir eiga bara eftir að verða betri og vill ég meina að þeir hafi alla burði til þess að fara alla leið á toppinn. Svo eigum við unga efnilega spilara í hópnum núna Sterling, Ibe, Alberto, Borini, Wisdom og fleiri efnilegir fyrir utan hóp t.d Suso, Coady, Mclaughlin, Adorjan, Morgan, Sinclair, Yeasil þannig að framtíðin er björt hjá Liverpool FC.

    Þannig að ég er fullur tilhlökkunar og get varla beðið eftir fyrsta leik, ég hef fulla trú á okkar mönnum að landa meistaradeildar sæti í lok leiktiðar og jafnvel krækja í einn bikar í leiðinni og segi bara ÁFRAM LIVERPOOL við höfum allt að vinna. Takk fyrir YNWA.

  11. Ég væri til í Scott Sinclair frá Manchester City í staðin fyrir Downing
    Ryan Bertrand vinstri bakvörðinn frá chelsea til að fara í vinstri bak.
    Og líka hann Romelu Lukaku frá Chelsea í framlínuna og selja Boríni

  12. Ég er sammála mörgu en ekki öllu 🙂 Eins og staðan er í dag get ég ekki verið bjartsýnn á að Liverpool nái í top 4 á næsta tímabili en vonandi mun það breytast með nokkrum góðum kaupum fyrir lok gluggans. Ástæðan fyrir skorti á bjartsýni er aðalega sú að mér finnst Liverpool ekki vera með jafn góðann hóp og liðin sem enduðu fyrir ofan okkur í fyrra, að Everton undanskildum. Hvað ætla menn til dæmis að gera ef að Lucas meiðist aftur? Það er augljóst það er enginn annar í liðinu sem getur leyst stöðu varnarmiðjumans almennilega, þannig að ef Lucas meiðist þá finnst mér við ekki eiga séns í top 4.

    Hvað vörnina varða þá eru að mínu mati öll liðin sem enduður fyrir ofan okkur í fyrra með betri vinstri en við. Þetta verður eingöngu lagað með því að kaupa mann sem er betri en Jose Enrique og ég bind miklar vonir við að það verði gert.

    Sóknin er ágætlega mönnuð að því gefnu að hann Suarez okkar nái áttum aftur. Aftur á móti finnst mér hvorki Allen eða Henderson vera nógu góðir til að hafa fremst á miðjunni. Þeir eru vissulega báðir mjög góðir miðað við ungann aldur og verða því vonandi mun betri á þessu tímabili en ég held samt að það vanti betri mann í þessa stöðu. Það gerist vonandi ef að Liverpool kaupir Willian því þá myndi hann væntanlega vera á vinstri kant og þá gæti Coutinho spilað sem fremstur í þriggja manna miðju. Svona kaup myndu breyta mjög miklu og auka gæði byrjunarliðsins til muna og þ.a.l. auka sénsinn á top 4.

    Allavega þá finnst mér í dag Liverpool vera aðeins á eftir hinum liðunum en ég vona svo innilega að það breytist núna á síðustu dögum gluggans. Liverpool einfaldlega verður að koma sér í meistaradeildina til þess að laða að betri leikmenn. Svo er náttúrulega svo ógeðslega gaman að horfa á sitt lið spila meðal þeirra bestu og þó að maður sé ekkert alltof bjartsýnn þá getur allt gerst í þessari íþrótt, þannig að það má alltaf vona. Djöfull er maður orðinn spenntur!

  13. hvað er að frétta ?

    Luis Suarez has denied reports that he has decided to stay with Liverpool until at least the end of the season. Suarez told Japan’s Kyodo news “I didn’t say that, maybe someone else did and the main thing is that I am here now with the national team,” these comments come after Suarez scored for his nation in a 4-2 victory over Japan. (Telegraph)

    hvor lýgur, áræðanlegi blaðamaðurinn í urugvæ eða þetta ? þessi saga ætlar engan engi að taka…

  14. rosalega skritið að suarez er að bakka, eða leiðrétta lýgi á þessu tímapúnti nema ef hann er handviss um að hann verði seldur.

    annars er ég að spá, hvar verður heimaleikvandur liverpool klubbsinns á næsta tímabili þegar górullan er lokuð og maður myndi aldrei fara inn á man shit h-fuðstðvarnar í kópabogi, spot.

  15. jón ásgeir #7: Takk fyrir þitt hugvit og manngæsku

    Sævar Sig #8: Er hann (Sportvitinn) á Strandgötunni við höfnina?

    Kv.
    Hákon

  16. Joi#14

    Hvíti Riddarinn í Mosó er lang besti staðurinn. Flottur og góður matseðill og fullt af skjáum og tjöldum. Skiptir engu hvar maður situr, maður sér leikinn alltaf mjög vel.

  17. hérna … er það ekki örugglega rétt munað hjá mér að Liverpool hafi verið fáránlega heppnir með meiðsli lykilmanna síðasta tímabil?

    … sérstaklega miðað við tímabilið á undan.

    Stórefast reyndar einnig um að byrjunarliðið verði sterkara en hvað um það.

    Væri svo einhver til í að benda mér á að liðin sem enduð fyrir ofan okkur hefðu veikst. Sýnist svona almennt ekki.

    Er samt brjálæðislega jákvæður á gengi Liverpool … í framtíðinni.

    Áfram Liverpool1

  18. Hef hugsað þetta lengi. Engin ástæða til að halda að Liverpool endi aftur í 7. sætinu. Góður punktur líka með spilamennskuna eftir áramót í fyrra, hví ætti liðið, sem er örlítið betur skipað en í fyrra, ekki að geta haldið áfram á þeirri braut og jafnvel bætt sig enn meira? Auðvitað viljum við samt fleiri (og sterkari leikmenn), auðvitað en punktar Ssteina eru góðir.

  19. Sammála þessum pistli í einu og öllu. Er ákaflega spenntur og jákvæður fyrir tímabilinu.

    Af hverju í fjandanum ætti Liverpool að strögglast við það að koma sér í baráttuna um fjórða sætið eða jafnvel hærra en það? Kannski er ég bara svona hrikalega jákvæður miðað við marga hérna en ég sé ekki mörg önnur lið í PL spila svona hraðan og flottan bolta. LFC var að rústa neðri liðunum í fyrra, í flestum tilvikum og svo áttu toppliðin flest í miklu basli með að innbyrða stig á móti okkar liði.

    Ég sé allavega ensku deildina sem ótrúlega spennandi skemmtun í vetur. Eins og Didi Hamann sagði að þá er árangur ákveðin hefð hjá liði eins og LFC og það þarf bara að halda áfram að vinna þetta góða starf eftir áföllin undanfarin ár.

    YNWA!

  20. Ég er sammála því að liðið í dag er betra og sterkara en liðið fyrir réttu ári síðan. En sá samanburður nær ekki langt, því, eins og SSteini bendir réttilega á, þá fengum við tvo sterka leikmenn í janúarglugganum síðast.

    Liðið í dag er á pari við það sem var í lok síðasta tímabils.

    Sá samanburður skiptir öllu. Við viljum bæta liðið milli tímabila, vera betri á þessu tímabili en á síðasta tímabili.

    Og með fullri virðingu fyrir Mignolet, Aspas, Luis Alberto og Toure, þá er ekki um mikla bætingu að ræða, frá þeim leikmönnum sem þeir komu í staðinn fyrir.

    Ég ætlaði ekkert að stressa mig á leikmannakaupum fyrr en leikmannaglugganum lýkur, og ég stend við það. Það þarf klárlega 2 sterka leikmenn, ef ekki 3. Og því fyrr því betra. Það ættu allir að sjá.

    Þá finnst mér SSteini vanmeta getu annarra liða, sem lentu fyrir ofan okkur á síðustu leiktíð. Það á sér þó þá skýringu að við erum ekki alveg sammála um hvort leikmannahópurinn sé betri eða verri en þá.

    Leikmenn ManUtd gleyma því ekkert hvernig á að vinna leiki, Tottenham hefur heldur betur styrkt sig, og sama á við um ManCity. Chelsea er náttúrlega með fáránlega góðan leikmannahóp, Everton virðist ætla að halda í stærstu póstana sína, og Arsenal skemmtir sér við að gera okkur lífið leitt.

    Nú reynir á hvað FSG og Rodgers geta töfrað fram. Þeir hafa ekki mikinn tíma, en það hlýtur að vera yfirlýst stefna klúbbsins að stefna ekki á lægra en 4ja sætið. Til þess þurfa þeir að rífa upp um sig brækurnar og bæta liðið.

    Homer

  21. Frábær pistil er svo samála honum í einu og öllu ég er frekar bjartsýn á næsta tímabil. YNWA

  22. Núna eru Reina, Carra, Suso, Shelvey og Downing farnir frá liðinu. Komnir eru Aspas, Mignolet, Alberto og Toure. Það er nú bara þannig að það er mjög erfitt að ætla að halda því fram að það sé búið að styrkja liðið, við erum í besta falli á pari, eins og Hómer segir. Aspas og Alberto eru mikil Wildcard, sérstaklega Alberto, sem ég er ekki viss um að spili mikið i byrjunarliðinu á þessu tímabili.

    Ég er búinn að lesa mikið af viðtölum við FSG, Rodgers ofl. um að menn séu sko aldeilis ekki hræddir við að eyða stórum fjárhæðum í leikmenn og borga þeim há laun, en það þurfi bara að kaupa “rétta leikmenn”. Ok, allt í góðu með það, skil það vel, og það er búið að reyna við tvo leikmenn, Mkhitaryan og Costa. En það eru 3 dagar í fyrsta leik. Enn einn gluggann er búið að lækka launakostnaðinn, og við erum núna um 10 milljónir í plús eftir kaup og sölur. Nú skulu menn hætta að tala í bili, við viljum fara að sjá alvöru leikmenn. Fram að því ætla ég ekkert að taka undir svona bjartsýnispistla, þó ágætir séu, staðan núna býður bara ekkert uppá það að mínu mati. Ég vil sjá minna tal og meiri aðgerðir. Kaupa þessa alvöru leikmenn sem menn þreytast ekki á að tala um að þeir þori sko að kaupa. Það það er 3 dagar í fyrsta leik, og við seldum mann í gær sem byrjaði alla leikina eftir jól. Nú bara verða þessir “stóru” leikmenn að fara að koma inn. Ekki fleiri viðtöl við Rodgers um að það sé verið að reyna, ekki fleiri viðtöl við John W. Henry.

    Endar þetta kannski alltsaman með svona bréfi frá John W. Henry í byrjun september? http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/john-henry-s-open-letter-to-fans

  23. Sýnist að klúbburinn er búinn að lofa Suarez launahækkun. Hann á það skilið, hann má bíta áhorfanda fyrir mér svo lengi sem hann er langbesti maður vallarins.

    Þokkalega fínar fréttir ef satt reynist að hann er hættur við að hanga í fýlu.

  24. En hvað er frétta af William leikmanni Anzi..?? það er verið linka hann við Liverpool. á spjallsiðum,, það er samt ekki hægt að taka mark á þvi.. En mjög spennandi leikmaður..þarna…Held að þetta sé stóru kaupin klúbburinn verður að fara í og sanna fyrir öllum að klúbburinn er ekki verða eftir hinum félögum..
    Vonandi gengur þetta í gegn..
    Svalur Poolari hefur talað..

  25. Eru allir búnir að gleyma að greyið Andy Carroll var seldur í sumar?

  26. 4.

    Þú ert auðvitað bara að reyna að vera hnittinn og allt það, en menn geta nú alveg spilað með brotið nef eftir að hafa hlaupið á tréverkið 😉
    Leyfum þessu tímabili að byrja og sjáum hvar við stöndum eftir 4-6 fyrstu leikina, þangað til ætla ég að anda rólega og halda með mínum mönnum eins og ég hef ávalt gert.

  27. Tottenham kaupir og kaupir……, verið að tilkynna um enn einn hjá þeim – og svo virðast þeir vera í baráttu við okkur um allt sem við ætlum að kaupa !, Willain, Eriksen, Alderweld o.s.frv.

    Eins og er þá sýna þeir meiri metnað eigendur þeirra hvítu en þeirra rauðu, sem er ekki nógu gott…….

  28. Er Willian þessi Marque signing sem menn eru að tala um? Er það þá verðmiðinn eða? Ég veit ekki mikið um hann, nánast ekki neitt, nema það að hann hefur aldrei skorað meira en 8 mörk í öllum keppnum á ári síðan hann hóf ferilinn 2006.

  29. Tottenham má kaupa það sem þeir vilja. Ekki gerði Dempsey mikið…..eða Sigurðsson ef því er að skipta. Rogers er örugglega farinn að fífla þá með því að spyrjast fyrir um leikmenn.

    Varðandi liðið þá finnst mér mikil bæting á þessum markmannsskiptum, Mignolet er miklu betri en Reina í dag. Sterkari í teignum og mun betri shoot stopper.
    Persónulega finnst mér að við ættum að halda vörninni eins og hún er núna fyrir utan þennan bakvörð sem virðist vera að koma á næstu dögum. Hætta leitinni að miðverði og láta Skrtel, Kolo og Whisdom sanna sig í þessari stöðu með Agger.
    Miðjan er mun betri en í fyrra að því gefnu að Gerrard spili á miðri miðjunni og Cautinho fyrir aftan senterinn. Þá reyndar sitja Allen og Hendo fyrir utan byrjunarliðið tilbúnir að koma inn fyrir Gerrard og hann þarf pásu.
    Sóknin er stærsta málið. Með Suarez þurfum við ein stór kaup, án hans þurfum við tvo stór kaup. Vandamálið er hins vegar að við fáum líklega aldrei tvo góða leikmenn þó það séu 3 vikur eftir af glugganum. Við sjáum hvað hin liðin hafa verið í miklum erfiðleikum með að ná í topp quality leikmenn.

    En Róm var ekki brennd á einum degi (eins og einhver sagði) þannig að ég er mjög ánægður með þróunina hjá Brendan og eigendunum. Þó það sé nú ansi langsótt að ætla að giska á öll úrslit Liverpool eins og stungið er upp á í færslu hér fyrir neðan (t.d. getur sundbolti breytt úrslitum í leik) þá er ég viss um að við tökum þessa leiki núna sem við höfum verið að ströggla við síðustu ár og missa niður í jafntefli eða tap (ekkert sem fer meira í taugarnar á manni en þegar Liverpool dettur niður með eins marka forskot eins og hrædd kanína). Bjartsýni…þangað til annað kemur í ljós!

  30. Alltaf gaman að sjá hvað menn eru bjartsýnir á haustin. Liverpool aðdáendur hafa einmitt haft þetta orð á sér að vera mjög bjartsýnir áður en tímabilið byrjar og jafn vel farnir að spá titilinum í ágúst.

    Það hafa kannski orðið smá breitingar á þessum væntingum því núna virðast menn dreyma um að komast í 4. sætið og finnst liðið betra og allt það þannig að það ætti að vera vel mögulegt að ná í þetta góða 4. sæti. Sæti sem Liverpool hefur ekki náð síðustu 3 tímabil.

    Ok gott og vel. En kíkjum aðeins á stöðuna. Á síðustu leiktíð voru 6 lið fyrir ofan Liverpool. United, City, Chelsea, Arsenal, Tottenham og Everton. Liverpool er kannski með betra lið en Everton af þessum liðum en miðað við kaup og þá leikmenn sem fyrir eru hjá félögunum þá get ég nú bara ekki séð hvaða lið Liverpool ætti að fara uppfyrir. Tottenham hafa verið að styrkja sig mjög mikið og virðast ætla að halda sínum besta manni líka þannig þeir eru klárlega sterkari en á síðustu leiktíð. United eru meistarar en með nýjan þjálfara og vinna kannski ekki deildina en þeir eru langt frá því að fara að detta af topp 4 (þó það væri vissulega óskandi). Chelsea eru komnir með “hinn útvalda” aftur til sín og með gríðarlega sterkan hóp. City eru með nýjan þjálfara en eru bara með fáránlega sterkan hóp fyrir og því ólíklegt að þeir séu að detta af toppnum. Arsenal hafa verið í sama veseni og Liverpool að þeir hafa ekki verið að ná að kaupa þá leikmenn sem þeir vilja fá og hafa bara keypt einn leikmann það sem af er og eru kannski það lið sem Liverpool á einhvern möguleika á að ná.

    Menn tala um að Liverpool sé með betra lið en í fyrra. Jú vissulega hafa Coutinho og Sturridge styrkt liðið en þeir sem hafa verið keyptir í sumar hafa í besta falli komið út á jöfnu við þá sem hafa farið frá félaginu. Þannig að ég get bara ómögulega séð hvernig Liverpool á að ná þessu 4 sæti. Sem mér finnst í raun sorglegt að sé aðalmarkmið sigursælasta klúbb Englands.

    Að mínu mati miðað við hópinn sem er hjá okkur núna raunhæfur möguleiki að ná Everton og Arsenal en annað finnst mér frekar ólíklegt.

    Ef við skoðum byrjunarliðið þá lítur það svo sem ágætlega út en það er ekki mikið pláss fyrir meiðsli í hópnum. Varnarlínan hjá okkur lítur nú heldur ekkert allt of vel út, segir í raun allt um hana að leikmaður sem hefur spilað samtals 30 leiki síðust tvær leiktíðir labbar inn í byrjunarliðið. Vinstri bak þarf ekki að tala um allir vita stöðuna þar.

    Miðjan er líka svolítið brothætt er ekki að sjá neinn leisa Lucas af. Allen verður vonandi betri en í fyrra. Henderson hefur verið að standa sig vel og síðan er það Gerrard. Coutinho er svo leikmaður sem gæti coverað þarna á miðjuni en breiddin er nú ekkert svakalega mikil.

    Sóknarlínan lítur svo sem ágætlega út en má heldur ekki við miklum skakkaföllum og Suarez verður ekki með fyrstu 6 leikina. Borini þarf að girða sig í brók og sína að hann geti eitthvað, Sterling gæti verið á leið í fangelsi, Ibe hefur enga reynslu þannig að þarna vantar klárlega leikmann.

    FSG og Brendan hafa haft 3 mánuði til að styrkja liðið og ekkert tekist neitt sérlega vel upp á þeim tíma. Afhverju ætti maður að vera bjartsýnn á að þeim takist að koma með 1, 2 eða 3 góða leikmenn á næstu 3 vikum.

    Það er alltaf gaman að vera bjartsýnn og vona að það besta en ég held að næsta tímabil sé því miður ekkert að fara að vera mikið betra en þau síðustu. Liðið mun örugglega taka einhver skref fram á við og jafn vel ná að taka fram úr Arsenal og Everton. En hvort liðið ná eitthvað lengra finnst mér als ekki líklegt.

  31. Bara til gamans þá virðist nú Babú ekki vera neitt sérlega bjartsýnn því ef hans spá rætisti þá erum við að lenda í sama sæti og á síðasta tímabili alla vega spáir hann Liverpool sama stigafjöld og í fyrra.

  32. Nr.33

    Ekki greini ég þessa ofsalegu haustbjartsýni sem þú ert að tala um þó menn séu auðvitað misjafnir.

    En ég skil fyrir það fyrsta ekki alveg hvað þú ert að blanda mér inn í þetta hérna enda hef ég ekki sagt orð í þessum þræði, líklega ertu að meina þráðinn á undan þar sem við giskum á hvað við sjáum fyrir okkur mörg stig í vetur. Skora á þig að lesa þann póst töluvert betur yfir því ég var ekki að spá því að stigasöfunun Liverpool verði nákvæmlega eins og á síðasta ári!

    Skoðaðu frekar ummæli nr.1 við þá færslu.

  33. ég er alveg viss um að það verða 4 lið að berjast um 3 og fjórða sætið. það mun vera Man Utd, Arsenal, Tottenham og Liverpool

    Arsenal – eru ekki ennþá búnir að kaupa leikmann og þeir rétt slefuðu í fjórða sætið seinast.

    Moyes er strax byrjaður að búa til afsakanir og undir hans stjórn verður Man Utd í miklum erfileikum, enda hennti hann út öllu þjálfaraliðinu og er byrjaður að bakka með liðið(sá einhver samfélagsskjöldin þar sem þeir litu ekkert vel út?)

    Tottenham verða í titilbaráttu ef þeir halda bale en ef hann fer þá verða þeir á svipuðu róli og í fyrra en eiga þó fínan séns á þessu fjórða sæti.

    Liverpool, Við erum með betra lið en í fyrra og leikmenn byrjaðir að venjast hugmyndafræði stjórans. svo erum við einnig með ágætis leikjaprógram fram að jólum.

  34. Já sitt sýnist hverjum í þessu. Ég vil nú taka það fram því einhverjir virðast vera að misskilja mig í þessu, ég sagði hvergi að við værum með lið sem myndi ná 4 sætinu guarenteed, ég tel okkur vera með lið sem getur vel barist um það sæti. Ein aðal rökin voru líka þau að núna vorum við ekki að skipta um stjóra, aldrei þessu vant. Ég var fyrst og fremst að horfa á liðið eins og það hefur verið frá áramótum, sem er mun sterkara en það var á fyrri hluta síðasta tímabils. Stjórinn kominn meira og meira inn með sínar hugmyndir og menn byrjaðir að læra á leikstílinn og hvern annan. Annað í jöfnunni er það að 4 af 6 liðunum sem voru fyrir ofan okkur á síðustu leiktíð, hafa einmitt sjálfir skipt um stjóra og þjálfarateymi. Við vitum full vel hvernig slíkt getur haft áhrif, þó kannski að það hafi minnst áhrif hjá liðum eins og Chelsea og City, sem eru með suddalega hópa. Bjartsýniskast mitt snýst sem sagt um að við séum að fara að hækka okkur um 2-3 sæti á milli tímabila, er það svona algjörlega útilokað?

    Arsenal hafa ekkert styrkt sig ennþá. Everton eru á svipuðum stað og áður með leikmenn, en hafa skipt út þjálfarateyminu. Spurs hafa styrkt sig, en óvíst er ennþá með manninn sem gjörsamlega allt í öllu hjá þeim á seinni hluta síðasta tímabils og svo eru erkifjendur okkar úr næstu borg, ekkert búnir að styrkja sig ennþá og með nýtt þjálfarateymi. Hvernig sem þetta allt nú fer, þá tel ég okkur alveg eiga að geta gert atlögu að 4 sætinu, en það er langt frá því að vera öruggt og margt þarf að ganga okkur í vil.

  35. Nr. 32 – vel skrifað.

    Það sem vantar kannski inn í hjá þér er að liðin sem enduðu fyrir neðan okkur hafa mörg hver verið að styrkja sig. Þau eins og Liverpool stefna á að gera betur og eru mörg með líkamlega sterkari leikmannahóp en Liverpool bíður upp á. Við verðum í vandræðum í loftinu á móti mörgum þessara liða það þori ég að fullyrðia.

    Svo er Everton með frábæran stjóra og hafa haldið í sína sterkustu leikmenn. Það sama má segja um Arsenal. Það er vissulega möguleiki en ekki gefið að við verðum sterkari en án Suarez tel ég að möguleikinn sé lítill.

    Það að missa þrjá byrjunarliðsleikmenn mun veikja hvaða lið sem er. Sérstaklega öfluga menn eins og Reina, Carra og Downing. Jafnvel þótt nýjir leikmenn séu keyptir í staðinn. Leikmenn þurfa tíma til að aðlagast og lið þarf tíma til að spila sig saman.

    Það er svo þrennt sem fer innilega í taugarnar á mér í umræðunni hér á spjallinu og ég bara verð að koma aðeins inn á.

    1 Fullyrðingar um að markvarðarstaðan sé betri eða á pari við það sem var.

    Ég get ekki séð annað en að þetta sé óskhyggja. Reina er heimsklassa leikmaður. Það veit Benites og flestir eru sammála um að hann viti svona nokkurn veginn hvað hann syngur. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu og þekkir sína varnarmenn út og inn. Það var engin ástæða til að skipta honum út. Flestar ef ekki allar stöður liðsins þurfti að styrkja á undan markvarðastöðunni. Nú er staðan háð mikilli óvissu. Er Mignolet nógu góður fyrir Liverpool? Verður hann óumdeildur 1. markvörður liðsins næstu ár? Er vörnin veikari eða sterkari með hann fyrir aftan? Í mínum huga mun hann ekki fylla í skarð Reina hvað sem gerist og engin rök sem hníga í þá áttina.

    2 Fullyrðingar um að stjórinn og eigendur hafi skýra stefnu.

    Eina skýra stefnan er að eigendurnir munu aldrei setja auka pening í liðið. Fjarfesti í árangri þó flestir viti að það sé eina leiðin til að gera betur(sögðu það reyndar sjálfir þegar þeir komu). Það hafa þeir lofað stuðningsmönnum Boston Red Sox ítrekað. Peningar til að kaupa leikmenn í lið Liverpool koma frá Liverpool.

    Og hvaða stefna. Átti ekki að byggja upp á ungum leikmönnum. Hverjum? Eru þeir sem komið hafa til Liverpool ungir? Hverja var verið að selja eða losa?

    Sagði Brendan svo ekki í vor að liðið vantaði sárlega reynslu. Maður sem hefur nánast ekkert annað gert en að losa sig við reynsluboltana í liðinu frá því að hann kom.

    Veit ekki – sýnist því miður að eigendurnir hafi nákvæmlega ekkert vit á fótbolta sem mun alltaf há þeim hverjir sem eru í kringum þá og að Brendan hafi hvorki reynslu eða getu til að vinna úr því litla sem hann hefur úr að spila.

    3 Skipting stuðningsmanna niður í bjartsýna og svartsýna.

    Ég er hundóánægður með eigendurnar. Ég hef líka bara svona bærilega trú á Brendan Rodgers. Finnst hann meðal. Ég er örugglega flokkaður sem svartsýnn og neikvæður.

    En getur verið að við sem gagnrýnum séum kannski raunsæir. En hvað um það -plís ræðum liðið og gagnrýnum það án þess að flokka menn í hópa.

    Við vonum allir að liðinu gangi allt í haginn.

    Sjáum svo til.

    Áfram Liverpool!

  36. Afsakaðu Babu. Ég var nú bara að benda á þessa spá að hún væri ekki bjartsýnis spá ekki gagnrýni á þig á einn eða annan hátt frekar bara til að styrkja það sem ég var að segja.

    Ég er sammála Hossa í 37 og mín aðalgagrýni á eigendurnar sérstaklega er sú að núna er það bara í góðu lagi að tala um þetta blessaða 4 sæti sem eitthvað aðal markmið. Fyrir mér á bara að vera eitt markmið hjá Liverpool og það á ekki að setja markið á neitt annað. Veit að þetta er kannski óraunsæ krafa í dag en mér finnst að það meig nú alveg koma með pressu á þessa eigendur röfla út í eitt um hvað þeir geti nú gert og ætli nú að gera hitt og þetta en gera svo ekki neitt. Þess vegna get ég ekki skilið afhverju menn eins og Ssteini eru bara ánægðir með það að Liverpool sé komið með lið sem gæti mögulega náð 4. sætinu. Ég er reyndar líka ósammála því að liðið sé eitthvað nær því heldur en á síðustu leiktíð. Því það er ekkert búið að styrkja liðið frá því janúar, vekja það frekar ef eitthvað er.

    Það að skipta um þjálfara þarf ekki að þýða vandræði man nú ekki betur en að Wenger hafi gengið ágætlega á sínu fyrsta ári og Mourinho líka. Ef liðið er gott fyrir þá á góður þjálfari að geta gert góða hluti með liðið.

  37. Hvernig haldiði að Nöllurunum líði ?
    Hafa selt sýna bestu menn ár eftir ár og það til liða eins og United og City sem hafa gert hvað ? Jú hirt 1 og annað sætið af þeim og Arsenal ekki unnit titil síðan ég veit ekki hvað.
    Það er þó eitthvað sem að eigendur Liverpool vilja ekki gera eftir þetta með Torres og það ber að virða þá fyrir það þó.

    En vonandi munu þeir koma okkur skemmtilega á óvart og negla inn eins og 2 klassa leikmenn sem munu hjálpa liðinu í áttina að titlum.

  38. Ég algerlega sammála SSteini um að ég hef meiri trú á núverandi leikmannahópur geti komið Liverpool í meistardeildarsæti eins og hann kemur inná í pistlinum. Á sama tíma er ég einnig drulluhræddur við að Liverpoolliðið nái ekki að klára leikina þegar liðið yfirspilar andstæðinginn og skapar sér marktækifæri eftir marktækifæri sem “eiga” að duga til að skora fleiri mörk en andstæðingurinn.

    Þessi hræðsla mín ´”braust út” aftur þegar ég horfði á Celtic leikinn um daginn. Ég veit að um var að ræða æfingaleik og allt það…, en mér fannst holningin á leikmönnum Liverpool vera í umræddum leik á leið að þeir reyndu hvað þeir gátu að koma inn marki en án árangurs.

    Það sem ég er að reyna að koma út úr mér er að ég er mjög spenntur fyrir þessu tímabili þar sem ég hef trú að að betri tímar séu handan við hornið en að sama skapi er ég hræddur um að Liverpoolliðið séu sjálfir sér verstir þegar kemur að leikjunum þegar liðið “liggur” í sókn án þess að klára leikina með mörkum.

    YNWA
    Magnum

  39. Þess vegna get ég ekki skilið afhverju menn eins og Ssteini eru bara ánægðir með það að Liverpool sé komið með lið sem gæti mögulega náð 4. sætinu.

    Er ég BARA ánægður með að Liverpool sé komið með lið sem mögulega geti náð 4. sætinu? Voðalega finnst mér þetta vera á döpru plani svona umræða. Auðvitað vill maður að liðið sitt vinni titilinn á hverju ári, en er það að vera bjartsýnn á að liðið taki nú skref upp á við og hækki sig um nokkur sæti, það sama og að vera bara saddur og ánægður? Ég vil að liðið bæti sig á hverju ári og ég tel bara ekki raunhæft að liðið nái að stökkva beint úr því að vera í 7unda sæti og yfir í það að verða meistarar.

    Menn þurfa að setja þetta 4 sæti aðeins í samhengi og hætta að hrærast í einhverjum draumaheimi þar sem allir leikmenn heims vilji spila fyrir Liverpool. Það er bara á tæru að það skiptir lið gríðarlegu máli að ná í Meistaradeildarsæti, bæði hvað varðar peningaflæði inn í félögin, sem og að margir af bestu knattspyrnumönnum heims hugnast það hreinlega ekki að spila fyrir lið sem er utan hennar. Þess vegna er fyrsta skrefið að ná inn í topp 4 áður en hægt er að fara að hugsa um eitthvað enn hærra. Komist menn hærra, gott og vel og frábært.

    Það hefur bara verið staðreynd núna að það hefur gengið erfiðlega að næla í klassa leikmenn, þeir vilja spila í CL og þeir heimta há laun. CL þátttaka gefur svigrúm til að borga hærri laun. Það eru einfaldlega fleiri stór lið sem eru að ströggla við að næla sér í virkilega góða leikmenn. Eða vilja menn halda áfram í þeim pakka að kaupa bara til að kaupa, eitthvað sem passar illa og þarf svo að losa sig við með miklu tapi stuttu síðar.

    Ég held að við séum öll hérna sammála um það að það væri algjör draumur í dós að ná að kaupa 2-3 heimsklassa menn sem viðbót við hópinn, við stuðningsmenn (hvernig sem menn vilja nú flokka okkur niður í hópa), þjálfarar og eigendur. En því miður þá tekst það ekki alltaf og þar að baki liggja alls konar ástæður, þurfa ekki að vera skortur á metnaði eða vilja.

  40. Nr. 38 AuðunnG

    Afsakaðu Babu. Ég var nú bara að benda á þessa spá að hún væri ekki bjartsýnis spá ekki gagnrýni á þig á einn eða annan hátt frekar bara til að styrkja það sem ég var að segja.

    Held að þú sért ennþá að ruglast á þessu hjá mér. Ég spáði okkur 70 stigum, listinn sem þú sérð í færslunni er hvernig þetta fór í raun og veru í fyrra er við náðum 61 stigi.

  41. Willian jákvæður biður Liverpool um að bjóða í sig

    http://www.espn.com.br/post/349130_willian-elogia-liverpool-e-confirma-objetivo-de-jogar-na-inglaterra

    ” Now I’m hoping, of course, in the coming days to receive an offer from a club like Liverpool.” (google translate)

    http://www.433.is/frettir/england/willian-vonast-til-ad-fa-tilbod-fra-liverpool/

    Topp leikmaður, langar að koma, liðið vill selja hann. Nú hefur Liverpool enga afsökun ef þeir klúðra þessu!

  42. Þá biðst ég forláts Babú las þetta greinilega ekki næginlega vel.

    SSteini ég veit að það er kannski ekki raunhæft að ætlast til þessi að liðið vinnu alla bikar sem til eru en takmarkið á alltaf að vera það. Það að geta ekki verslað leikmenn vegna skorts á CL leikjum er bara ekki að öllu leiti rétt. Tottenham hefur nú verið að fá til sín frekar góða leikmenn undanfarið og ekki hafa þeir verið að spila í CL. Það sem skiptir máli eru peningar og það virðist bara vera að eigendur Liverpool séu ekki tilbúnir að eyða þeim til að styrkja liðið. Ég er ekki að óska eftir því að það verði eitt 100 milljónum í hverjum glugga en það þarf að fara að kaupa gæði í þetta lið og það hafa þeir ekki verið að gera mjög markvisst.

    Það er útaf þessu sem ég er ekkert bjartsýnn á að þetta tímabili verði eitthvað örðvísi en síðustu tímabil á undan.

  43. Verður þetta ekki bara liðið á móti Stoke?

    Willian – Suarez – Hulk
    Coutinho
    Lucas – Gerrard
    F.Contreau – D.Agger – Papadopolos – G.Johnson
    Mignolet

Spá fyrir um stigasöfnun Liverpool

Áminning: allt að fyllast í ferðina!