Kop.is Podcast #42

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Hér er þáttur númer fjörutíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 42. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti ræddum við fyrstu deildarleikina sem fram undan eru, söluna á Stewart Downing, Suarez-sápuóperuna og fyrirhugaða Kop.is-ferð á Anfield í október.

58 Comments

 1. Þið eru að bjarga kvöldinu 🙂 Ætla að hlusta á þetta núna 🙂

 2. Fínt að hlusta á þetta í vinnuni í fyrramálið og jafnvel meðan ég hjóla í vinnuna!

 3. Flottur þáttur hjá ykkur eins og oft áður.
  Ég held að Liverpool verði að fá miðvörð, reiknaði með að þið myndu tala meira um það.
  Annars sammála ykkur varðandi Stoke leikinn þetta er mjög nauðsynlegur leikur og held að það hafi verið gott fyrir Liverpool að tapa gegn Celtic um helgina. Ég vona innilega að Liverpool fái fljúgand start og sigri fyrsta leik, það gerðist síðast tímabilið 2008-9 þegar Liverpool lagði Sunderland með marki frá Torres. Vonum að Liverpool klári þetta Stoke lið, enda sjaldan verið jafn slakt Stoke lið og akkúrat núna.

 4. Suarez vill fara til Arsenal vegna þess að þeir eru í meistaradeildinni. Honum er greinilega slétt sama um allt annað sem hefur verið að angra hann í Englandi fyrst hann er tilbúinn að halda áfram að spila þar.

  Þannig að ef Liverpool kemst í meistaradeildina þá ætti vandamál Suarez að vera úr sögunni.

  Það er því algjört lykilatriði að Liverpool byrji tímabilið af krafti og geri eitthvað í þessum 6 leikjum svo að Suarez fái trú á verkefninu. Hann er greinilega ekki með þá trú í augnablikinu og er gjörsamlega skítsama virðist vera.

  Hvernig væri að FSG kaupi nú einhverja stórstjörnu og sýni smá lit í að halda Suarez. Afhverju stefna þeir ekki á titilinn eins og Arsenal og eru þá í sárum ef þeir lenda í 4.sæti?

  Afhverju er Liverpool að stefna á 4.sætið til að byrja með?

 5. Ætla spá því að Liverpool vinni 4-0,Aspas með tvö ,Sturridge 1 og svo sjálfsmark. en hérna er Agger að fara til Barcelona eða er hann meiddur í allvöruni? Skrtel er hann að fara til Napóli á lán eða ekki..Þetta verður að komast á hreint.Svo segi ég en og aftur burt með Suarez!

 6. djofull verður gott að leggjast uppí rúm núna og setja þetta podcast í eyrun. þyrfti að vera vikulegt á mánudögum, hressir griðarlega uppá leiðinlegasta dag vikunnar.

 7. Því meira vesen sem Suarez skapar því meira vill ég losna við hann. Við vorum aðeins að grínast innbyrgðis þegar umræðan um hann var í hámæli enda allir komnir með æluna upp í háls á að ræða hann. En ég á erfitt með að taka undir þá fullyrðingu af heilum hug að hann sé meðal allra bestu leikmanna í heimi.

  Ég skal umorða þetta, ég efast mjög um að hann sé meðal allra bestu leikmanna í heimi fyrir leik liðsins í heild. Ef fótbolti væri ekki hópíþrótt væri Suarez í flokki með Messi og Ronaldo. Ég var að velta þessu upp fyrr í sumar (og eiginlega bara allt sumar).

  Robin Van Persie hefur t.d. ekki jafn mikið af hæfileikum og Suarez en það sem hann gerir vel gæti ég trúað að hjálpi hans liði meira en það sem Suarez gerir vel. Hann þarf a.m.k. klárlega ekki eins mörg færi til að skora. Það er skemmtilegra að horfa á leikmenn eins og Suarez og þeir lífga heldur betur upp á þetta er andstæðingurinn er fíflaður upp úr stuttbuxunum og/eða þegar hið ótrúlega tekst, (jafnvel þó það sé oftar en ekki í svona tíundu tilraun). En hvor er betri leikmaður fyrir sitt lið?

  Það sem ég er að reyna segja er að ég efast um að það hafi verið algjör tilviljun að Liverpool fór að ganga mun betur þegar við bættum við tveimur leikmönnum við sóknarleikinn í janúar og tókum pressu af Suarez að því leiti að spilið fór ekki eins mikið bara í gegnum hann. Þetta segir sig auðvitað sjálft, tveir góðir sóknarmenn hjálpuðu auðvitað til en með þeim batnaði líka leikur annara leikmanna sem voru hjá okkur fyrir og mörkin fóru að dreifast á mun fleiri leikmenn og liðið skoraði mun meira. Það held ég að sé líka stefnan í sumar, fá inn leikmenn sem geta bætt við mörkum úr stöðum sem hafa ekki skilað nógu mikið af mörkum.

  Eins er hið ófullkomna dæmi um að Liverpool hefur gengið mun betur þegar Suarez er ekki með (með hann inná er vinningshlutfallið 39% en án hans er það 62%)

  Annað ófullkomið dæmi er líklega Ajax þar sem hann var dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum og skoraði nánast að vild, lagði helling upp og leikur liðsins snérist meira og minna um hann. Þegar Suarez var hjá þeim var Ajax í 2. sæti, 2.sæti. 3.sæti og 2.sæti (þeir fara varla neðar). Þegar hann fór á miðju tímabili var liðið í 3.sæti og hann búinn að skora 7 mörk í 13 leikjum. Þeir kvöddu hann svona

  Áfallið var ekki stærra fyrir Ajax en svo að þeir unnu titilinn strax þetta tímabil og Suarez fékk meira að segja verðlaunapening fyrir og þeir hafa unnið deildina tvisvar í viðbót síðan þá.

  Kannski var þetta bara spurning um tímasetningu, PSV varð akkurat veikara á þessum tíma og Ajax betra. En þeim hefur a.m.k. gengið betur eftir að Suarez fór, samt var hann búinn að skora 81 mark og var með 32 stoðsendingar í 110 deildarleikjum. Hann spilaði í heildina 159 leiki hjá þeim, skoraði 111 mörk og lagði upp 39 mörk…og þeim gekk betur í öllum keppnum eftir að hann fór.

  Eins og ég segi það má vera að þetta sé tilviljun en það er þá eins og flest allt annað með Suarez, fjandi oft tilviljun.

  Meira að segja Groningen var í 5.sæti árið áður en Suarez kom, 8.sæti tímabilið sem hann var hjá þeim og svo í 7.sæti eftir að hann fór. Ekki að það sé hægt að horfa mikið í það enda Suarez bara 19-20 ára á sínu fyrsta ári í Evrópu. Þar var hann samt rosalegt efni og skoraði 10 mörk í 29 leikjum sem er frábært fyrir þennan aldur og þeir vildu alls ekki missa hann, ekki frekar en önnur lið sem hann hefur spilað fyrir.

  Þannig að fyrir mér er þetta ekki alveg klippt og skorið, ekkert tengt Suarez er það. Hann er frábær í fótbolta og þegar hugur fylgir máli er hann að mínu mati alltaf að fara styrkja þau lið sem hann spilar með og við komum alltaf til með að sakna hans þegar hann fer. En á móti verður maður líka feginn að losna við hann. Hann er alltaf til vandræða og hefur verið það hvar sem hann hefur spilað, líka í Hollandi.

  Þannig að ef Liverpool selur hann og ég tala nú ekki um nær að nota peninginn til að bæta við öðrum gæðaleikmanni efa ég ekki að hægt sé að byggja upp lið sem skilar engu færri mörkum og er ekkert verra en lið með mann eins og Suarez. Vonandi er tal um að vanta nýjan sóknarþenkjandi 20 marka mann einmitt til að minnka mikilvægi Suarez. Rodgers hefur ítrekað það oft að hann byggði leik Liverpool upp í kringum Suarez og lét menn (Carroll) fara til að gefa honum sviðið. Það er hreint og klárt brjálæði að ætla að leggja mörg tímabil þannig upp á svona óstöðugan karakter, því miður.

  Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé ekki líka stór factor í því að ekkert stórlið sé að reyna fá Suarez til liðs við sig fyrir utan Arsenal? Það er meira en lítið undarlegt þegar annaðhvert lið er að leita að sóknarmanni. Þarna er “einn sá besti” í heiminum og er sagður fáanlegur á dágóðu undirverði og samt er bara eitt lið á eftir honum? Hvernig gengur það upp? Það er auðvitað ekki hægt að horfa til Suarez án þess að taka agavandamálin með inn í reikninginn en ég trúi ekki að þau hafi allt að segja með áhuga(leysi) annara liða… hvað þá þegar Arsenal af öllum liðum, ennþá undir stjórn prinsippmannsins Arsene Wenger lætur agavandamálin ekki stoppa sig. Spurning hvort þau njósnarateymi sem skoði Suarez sjái eitthvað sem maður sér ekki og/eða vill ekki kaupa enda tölfræðin hans svo góð sem leikmaður (mörk og stoðsendingar).

  Þessar efasemdir mínar og þreyta á Suarez breyta því ekki að frekar vill ég hafa hann hundfúlan heldur en að selja hann á undirverði eða til liða eins og Arsenal og Tottenham. Ég er samt farinn að efast mikið um að það sé þess virði eða Liverpool til góða að standa í öllu því veseni sem fylgir því að hafa Suarez á skrá hjá sér öllu lengur.

  (Fjandinn, þetta varð allt of langt, um Suarez, úff).

 8. 5 AnnaLFC – Thad var verid ad gera agger ad varafyrirli?a svo mer thætti mjög skritid ef hann færi svo strax i kjolfarid.. Annars lidur mer sma eins og thad se a?fangadagur, tharf ad bí?a til klukkan 18 til ad geta hlustad a podcastid og get ekki bedid.

 9. Sælir drengir, takk kærlega fyrir þetta. Var búinn að hlusta á podcast #41 tvisvar sinnum og nú er kominn tími á #42.

  Djöfull væri maður nú til í að kíkja með ykkur til Liverpool. Ég er svona að spá í hvort maður eigi að skella sér. Ef ég fæ ekki miða á leikinn þá hef ég þó félagsskapinn með ykkur félögunum á Kop.is.

  Enn og aftur, takk fyrir mig!.

  Peace out! Hjalli Ben

 10. Varðandi Suarez, ef það er svona mikilvægt fyrir hann að spila í Meistaradeildinni. Af hverju var hann þá ekki áfram hjá Ajax???
  Þeir hafa verið þar síðustu 4 tímabil og hafa náð svipuðum árangri þar og Arsenal. Af hverju var hann að koma til LFC ef þetta skipti hann öllu máli? Þú ferð ekki úr meistaradeildinni til liðs sem er að reyna að komast þangað ef það er það eina sem skiptir þig máli.
  Er ekki alveg að skilja manninn!

 11. Willian eru líkur á því eða er það kannski bara draumur hjá mér?

 12. Sælir félagar

  Takk fyrir frábæran þátt og eins og Maggi og Babú segja; sjáum til annan september og hvað glugginn hefur að endingu fært okkur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 13. Downing staðfestur til west Ham….. Takk fyrir allt gamli þó það hafi verið af skornum skammti.
  Fagmaður í alla staði!

 14. Takk fyrir fínan þátt eins og venjulega. Ég hlustaði á hann í dag uppi á fjalli hér í Bergen í fallegu veðri, aldrei þessu vant.

  Ég verð samt að “gagnrýna” ykkur aðeins. Ég var alltaf að bíða eftir að einhver ykkar tæki að sér að flytja 5 mínútna ádrepu um þann þroskahefta hálfvitaskap að hafa landsleikjahlé þegar flest lið í Evrópu eru að klára undirbúningstímabilið.

  Þið skuldið mér ádrepu!

 15. Hey fagna því að búið sé að losa allt út fyrir þá sem komu inn. Strax eftir glugga. Hér eftir verða bara viðbætur.
  Gleymdist ekki að minnast á Sterling úti á hægri kanntinn í staðinn fyrir Downing ? Mjög skrítið að missa sig yfir því að Downing sé seldur…..

 16. Nr. 18
  Fyrirgefðu. Þetta skrifast auðvitað aðallega á Steina en þú getur bara farið ár aftur í tímann og hlusta á sömu ræðu og við hefðu hvort eð er komið með núna.

  Nr. 19
  Veit ekki hvort við gleymdum því, a.m.k. vorum við að tala um að leikur Liverpool batnaði mikið þegar Downing kom inn fyrir Sterling og liðið var þéttara varnarlega. Auðvitað er þetta misjafnt eftir leikjum og vonandi heldur Sterling áfram að vaxa sem leikmaður (og þroskast, honum veitir ekkert af því). Stundum er betra að hafa Downing sem hjálpar bakverðinum miklu betur en t.d. Sterling og stundum er í lagi að sækja meira með Sterling týpu.

 17. Sturridge setti tvö á móti NUFC í þessum leik sem var settur fyrir hann. Hann verður mjög líklega í byrjunarliði um helgina. Aspas, Borini, Henderson, Sterling, Ibe, geta allir leyst þessa Downing stöðu.

 18. Takk drengir enn og aftur fyrir flott podcast.

  Þessi ferð á leikinn verður taumlaus skemmtun frá byrjun til enda, engin spurning.

  Suarez…..eiginlega bara búinn með mín orð í þá umræðu, tíminnn verður bara að leiða þá vitleysu í ljós. Ef hann fer eitthvert núna í þessum glugga þá verður það til Real.

  Downing. Ég skil ekki hví menn eru svona ósáttir yfir þessari sölu, hann hefur að mínu mati skilað svo litlu og þrátt fyrir að hafa spilað mikið eftir jól og liðið staðið sig ágætlega þá tel ég hann ekki ástæðuna fyrir því, miklu frekar Sturridge og Coutinho. Ég er himinlifandi að fá pening fyrir hann og sleppa því að borga honum laun næstu 2 ár. Vonandi verður þetta til þess að öflugur leikmaður kemur inn á lokametrum gluggans eða í versta falli janúar.

  Ég vil einnig að ungu strákarnir fái fullt af leikjum enda er það eina leiðin fyrir þá að taka stökkið í byrjunarliðið, Ibe, Sterling….man up. Ég tel allavegana að við getum alltaf pikkað einhverja menn úr hópnum í þessa stöðu án þess að það verði tilfinnanlegur söknuður í Downing. Kristján kemur held ég akkúrat inn á rétta punktinn með eyðsluna, við eigum peninginn og viljum eyða en við bara náum ekki eyða þeim. Réttu leikmennirnir hafa ekki viljað koma enn sem komið er (Mkhytarian og Costa). Við erum heldur ekki eini klúbburinn í PL sem er að lenda í þessu. Babu bendir réttilega á að menn eru ekki að vinna vinnuna sína ef þeir ná ekki að lenda þessum targetum og nefnir sem dæmi Tottenham fyrir klúbb sem nær í sín skotmörk. Í þessu samhengi er þó mikilvægt að muna að panica ekki og kaupa menn sem valda vonbrigðum og henta ekki leikskipulagi og stíl Liv.

  Ég held að það vanti ekkert rosalega mikið upp á hópinn í dag til þess að challenga 4 sætið og því er ég alveg til í að bíða einn glugga í viðbót til þess að fá réttu mennina frekar en að taka sénsa og halda áfram að skrifa sig enn frekar í sögubækur hvað varðar misheppnuð leikmannakaup en það hefur sko verið nóg af þeim á undanförnum árum.

  Stoke á laugardaginn held ég að verði mjög skemmtilegur leikur, ég spái 3-1 sigri. Ég held að Allen gæti komið okkur á óvart í þeim leik. Aspas mun eflaust spila mikið og vonandi verður Sturridge í byrjunarleiknum. Áhyggjuefni ef Agger verður ekki með eins og Maggi bendir á. Ssteinn talar um að það sé allt annar hópur að byrja þetta tímabil heldur en í fyrra og mikið asskoti er ég sammála. Það er alveg svart og hvítt sama hvar maður kemur niður. Klúbburinn stendur betur á öllum vígsstöðvum að mínu mati. Ég yrði sáttur með 6 stig úr fyrstu 3 leikjunum, við erum betri en 2 af þessum þremur liðum og þriðja liðið gæti verið

 19. assskotinn….allt formatið fór af kommentinu mínu. Jæja þið takið viljann fyrir verkið.

 20. jonjo shelvey að skora laglegt mark fyrir u21, sterling líka búinn að setja eitt.
  Fatta ekki söluna á jonjo shelvey

 21. Scott Sinclair var í Liverpool að horfa á bróður sinn rífa í sig Liverpool u-21 liðið, ekki til að skrifa undir hjá Liverpool 🙂

 22. takk fyrir drengir frábæran þátt eins og venjulega.

  Ég var nú bara að velta því fyrir mér að leikurinn við manu gæti orðið rosalegur. Það vill svo til að það eru bara ágætis líkur á því að þeir komi stigalausir eða kanski bara með eitt stig þegar við mætum þeim. Þeir eiga fyrst leik við Swansea úti síðan Chelsea heima.
  Ekki auðvelt prógram.

  Það yrði ekki leiðinlegt ef svo færi. 😀

 23. Ef að eitthvað verður úr frétt kvöldsins um þennan eftirmann Downing þá efa ég að hann verði nefndur á nafn aftur, en ég ætla ekki að gera mér vonir enn sem komið er.

  Telegraph

  Mirror

  Express

  Daily Fail

  Eins hafa Tony Barrett og Ben Smith m.a. talað um þetta. Þetta væru afar spennandi leikmannakaup en eftir að hafa brennt sig áður í sumar er ekki hægt að taka svona fréttum of alvarlega

 24. Ó já þetta líst mér á, loksins ALVÖRU leikmaður orðaður við okkur. Koma svo Brendan Rodgers klára þetta dæmi. Willian til Liverpool, það væri algjör draumur!

 25. Downing var seldur um 5 milljónir, það segja bbc og skysports afh segiði að hann hafi verið seldur á 8 milljónir?

 26. Uruguayan Journalist Martin Charquero says he Luis Suarez confirmed to him he will not be leaving Liverpool, the support from fans influenced the decision, it is likely he could sign a new deal too.

 27. þessi blaðamaður á víst að vera áræðinlegur, var fystur með fréttirnar af coates til liverpool, Cavani til PSG og áhuga Arsenal á Suarez.

  Willian Sturridge og Suarez sem fremstu þrír hljómar ekkert illa í mín eyru

 28. MartinCharquero
  ATENCIÓN. Luis Suárez me confirma que no se ira de Liverpool. El apoyo de los hinchas en las últimas semanas influyeron en la decision.

  Þýðir: Luis suares hefur staðfest fyrir mér að hann er ekki að fara fra liverpool, stuðningur aðdáenda hafði eittvað að segja um það

 29. Er þessi Willian framherji hann virðist allavegana ekki skora nein óskup 40 mörk í 274 leikjum á ferlinum.

 30. Já ok er bara að velta þessu fyrir mér því menn eru að tala um hann uppi á top með Suarez og Sturridge. En mikið vona ég að hér með sé þessari Suarez sápuóperu lokið.

 31. Stendur á Wikipedia að hann sé left winger. Af winger að vera er hann ekki með mikið að mörkum í sér 1 í 7unda hverjum leik það eru ca. 5 mörk á tímabili.

 32. Martin Charquero å twitter:
  Luis Suárez ve como probable una renovación (extension) del contrato que lo une a Liverpool.

 33. Nú loga allir miðlar um að LS7 ætli að vera áfram og jafnvel að framlengja samninginn?? líst vel á kauða. Gæti verið að hann viti eitthvað meira en við, sem er að það séu stórn NÖFN að koma….. hver veit…

 34. Það er rökrétt að sættir náist með því að Suarez geri nýjan samning með þeirri einni breytingu að “buy-out” klásúla verði sett inn. Þá þurfa menn ekkert að deila um það mál lengur. Bara spurning hvaða tölu verður sæst á, sé ekki að klúbburinn geti haft hana lægri en 55m GBP eftir allar yfirlýsingarnar undanfarið (samanburður við Cavani, Bale o.s.fr.).

 35. Það er nú alltaf betra ef samningar eru skýrir og ekki hægt að túlka hlutina misjafnt. Láta þennan ruglaða umba sem hann hefur og ruglar í hausnum á honum fá eitthvað smá fee og bitvarginn nýjan samning. Hann fær þá skýrt buy out ákvæði og getur þá farið út fyrir landsteinanna á fáránlegu verði, sem er þá bara fínt fyrir klúbbinn (vonandi) ….

  Var eitthvað að gúgla þennan Willian og hann virðist vera eins og Coutinio eða hvað? Helvíti flott ef við náum að setja hann út hægra meginn eða á toppinn fyrir aftan Sturridge og Suarez þegar fram í sækir …

  Gæti orðið spennandi season, í staðinn fyrir að kaupa einhverja varnardreka kaupum við bara fleiri sóknarmenn og notum Keegan aðferðina, skora bara fleiri mörk ….

 36. Ég hef 0% trú á því að 1 sept þá verðum við bæði með Suarez og Willian.
  En ef þessir eigendur ætla sér eitthvað með þetta lið þá þarf eitthvað að fara að gerast og það sem allra fyrst.

  Willian er klassa leikmaður en einhvern veginn þá virkar það svo fjarlægur draumur að við séum að fara að landa klassa leikmönnum í sumar en mikið agalega væri það sweet að geta stillt upp liði sem innihéldi Suarez, Sturridge, Willian og Coutinho. Með Lucas og Gerrard svo á miðjunni að stýra þessu öllu.

  En tíminn leiðir þetta í ljós og sá tími fer að verða tæpur.

 37. Þess má geta að Luis Suarez LEIKMAÐUR LIVERPOOL skoraði eitt af fjórum mörkum Uruguay í dag

 38. Annað hvort elska menn það að hata Suarez eða hata það að elska Suarez.

  Kappinn er eins og ofvirkt eldfjall sem gýs með látum og lúrir óútreiknanlegt þess á milli.

  Við íslendingarnir erum nógu klikkaðir til að elska svona kvikindi, mestöll þjóðin er með þetta syndrome.

  Ef Suarez verður áfram stuðningsmannana vegna að sögn þá er ég sannfærður að hann muni leggja sig 120% fram en hann mun líka lenda áfram í skrítnum uppákomum.

  Ég mun hata það að elska Suarez áfram á meðan hann er leikmaður Liverpool.

  YNWA

 39. Það mátti svo sem vita það.

  Suárez just confirmed after the match Uruguay vs Japan he didn’t say he wanted to stay at Liverpool.

 40. Er ekki alveg að sjá að Willian vilji koma, þar sem hann er á ofurlaunum í Rússlandi, sem eru rúm 80þús pund EFTIR skatt. (skatturinn hjá knattspyrnumönnum þar er 13%) Er ekki viss að Henry og co vilji það, plús það að eyða 30 milj punda í hann.
  Vona samt að hann komi……

 41. Það verður spennandi að sjá til hvaða liðs við munum missa Willian

 42. Hvað sem satt er eða rétt, þá bara einfaldlega linkar maður ekki á þennan sora eins og hér í #54. Vonandi sér maður aldrei linkað á þessa síðu hér aftur.

Downing á leið til West Ham – seldur (uppfært).

Spá fyrir um stigasöfnun Liverpool