Downing á leið til West Ham – seldur (uppfært).

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Uppfært – Maggi

Opinbera síðan staðfestir nú í dag söluna á Stewart Downing til West Ham. Ekki komin upphæð en hún er á bilinu 6 – 8 milljónir.

Liverpool Echo staðfesta nú í morgun það sem slúðrið hefur sagt um helgina: Stewart Downing er á leiðinni til West Ham! Downing lék í byrjunarliði gegn Glasgow Celtic á laugardag en flaug í kjölfarið beint til Lundúna þar sem hann samdi við Hamrana og er núna að klára læknisskoðun. Hann mun kosta West Ham 6m punda sem er ágætis verð fyrir 29 ára leikmann en þó bara brot af þeim 18m punda sem við borguðum fyrir hann fyrir tveimur árum.

Þetta er best fyrir alla aðila, held ég. Downing var því miður ekki nógu góður fyrir Liverpool og eins og við höfum séð áður í sumar er hann á allt of háum launum til að sitja á bekknum, skv. fjármálaplani FSG.

Hins vegar er alveg ljóst að þessi brottför eykur pressuna á kaupum á sóknarmanni enn frekar. Það eru þrjár vikur til stefnu í félagaskiptaglugganum og það er orðin talsvert mikil pressa á FSG og Rodgers að finna réttu mennina. Í fyrra létu menn Carroll fara og klúðruðu því að fá inn mann í staðinn. Ég bara neita að trúa að það gerist aftur og því þýðir þessi sala að við getum verið nær örugg um að það kemur a.m.k. einn maður inn í staðinn.

Annars líkar mér alltaf betur og betur við Sam Allardyce. Hann er núna búinn að taka af okkur Joe Cole, Andy Carroll og Downing á þessu ári og láta okkur fá ágætis pening fyrir. Það er fínt að eiga eitt svona lið sem tekur við leifunum af borðinu.

66 Comments

 1. Ég held að menn verði nú samt að fara varlega í að losa okkur við alla reynsluboltana úr liðinu.
  Downing er svo sannarlega ekki besti leikmaður liðsins en þarf ekki að vera hægt að hafa svona menn á bekknum eða munu þeir Ibe og Sterling taka við keflinu.
  Það er líka mikið talað um Agger til Barcelona, en frekar vildi ég láta gefa Suarez eitthvert heldur en að missa Daggerinn hrikalega.

  Vonandi munu þeir Rodgers og félagar koma okkur á óvart og skella góðum leikmanni í Liverpool treyjuna. Rodgers var að í viðtali á opinberu síðunni og þar sagði hann þetta.

  Expanding on his plans for Coutinho, Rodgers continued: “No question, Coutinho’s best position is the No.10.

  And once we get the right kind of quality to put on the sides, he will play in that central role. That is where he affects the game best.

  Þannig að vonandi kemur leikmaður með gæði þarna inn.

 2. Líklegast er þetta fínn díll fyrir bæði liv og wh. Stórfurðulegar fréttir um þessa sölu um helgina og það að Downing hafi spilað leikinn á laugardag finnst mér lykta af því að BR hafi ekki viljað selja en fjármálaplan FSG hafi í raun yfirtrompað BR.

  Persónulega hef ég ekki verið hrifinn af Downing í Liv treyju, ég átti von á miklu meira og mér finnst hann sjaldnast ná að impressa mig, nema þá helst á móti verulega slökum andstæðingum. Hann er alls ekki slakur spilari en mér finnst nauðsynlegt að maður í hans stöðu ógni meira sóknarlega. Ég skil samt BR vel ef hann hefur viljað halda honum því það er ekki eins og mennirnir séu að hrannast inn og enginn veit hvernig þessi Suarez saga endar og ekki voru það skemmtilegar fréttir af hinum unga Sterling fyrir helgi.

  Vonandi þýðir þetta að það sé eitthvert nafn á leiðinni inn sem getur stimplað sig hressilega inn í byrjunarliðið þó svo að ég sé nú nokkuð viss um að þessi sala ein og sér sé ekki mikil veiking á hópnum.

 3. Nú hefur FSG 21 dag, annars missi ég og örugglega fleiri algerlega trú á að þeir ætli eitthvað meira með þetta lið en að selja það.

  Það er ljóst að Downing er ekki virði 80 þús á viku og að kaupin á honum voru mikil mistök ( keyptur í staðin fyrir Mata). En það breytir því ekki að tvær stöður á vellinum í kerfi Rodgers AML og AMR eru núna prýddar fimm leikmönnum. Aspas, Borini, Sterling, Ibe og Suarez. Tveir þeirra eru krakkar og annar þeirra m.a.s nokkur vandræðapési, tveir þeirra eru umfram allt CF og svo Suarez sem engin veit hvort að muni spila aftur fyrir klúbbinn.

  Downing var alltaf að fara að halda sér í liði sem hefur þessa samkeppni. Hann getur tekið menn á ( ekki Borini ) og skotið utan teigs ( ekki Borini, Ibe, Sterling, Aspas) og hefur nokkurn hraða.

  Ef Liverpool fer inn í mótið, veikari í þessari stöðu heldur en á síðasta tímabili, er þegar búið að gefast upp. Rodgers er þolinmóður maður en skyldi hann láta bjóða sér þessa vitleysu mikið lengur?. Á móti Stoke mun kannski Ibe byrja leikinn og ef Agger verður ekki búinn að jafna sig í hnénu mun Wisdom eða Coates byrja með Kolo Touré í vörninni.

  Þetta er að stefna í einn enn hryllilega sumargluggann. Það stefnir í að auka eigi samkeppnina við José í LB en sóknarleikurinn verður ekki betri en á síðasta tímabili, ef þeir sem sækja eiga með Sturridge og Coutinho verða Aspas, Borini, Ibe og Sterling. Þrátt fyrir að Rodgers hafi sagt að hann vildi bæta 20 mörkum við liðið skal ég hundur heita ef þessi hópur nær að skora jafn mörg mörk og í fyrra.

  Ég skil bara nákvæmlega ekkert í því að veikja sóknarlínuna, 5 dögum fyrir mót með allt í tómu rugli með Suarez og vera ekki tilbúinn með replacement fyrir Downing. 21 dagur, þá sjáum við hvort FSG er að reyna að selja klúbbinn eða hvort við erum að fara enn eina hringekjuna.

 4. Nú er kominn tími til taka hausinn út úr rassgatinu á sér og kaupa gæða leikmann/leikmenn og leyfa Suares að fara (samt ekki til Arsenal). Getum ekki verið að selja alla bara til að skera niður launakosnað , eigum eftir að enda neðar en West ham með þessu áframhaldi :S

 5. Væri gaman að fá einn Being Liverpool þátt núna um þetta sumar og hvað er að gerast hjá klúbbnum, án gríns.

  Það að segja að Downing sé ekki nógu góður fyrir Liverpool er að mínu mati stór orð. Það mætti alveg snúa þessu við. Kannski var hann á of háum launum, en er ekki allt umsemjanlegt, skrýtið að þurfa hreinlega að losa sig við fólk sem er á of háum launum.

  En til að hafa glasið hálffullt þá vonar maður að það komi annar leikmaður til að styrkja liðið í staðinn á næstu dögum.

 6. jæja hlaut að koma að þessu. ég kveð þá að sinni og finn mér annað spjallborð. Takk fyrir mig meistarar

 7. Úff ég er að fá massíft deisjavú frá síðasta sumri það myndi kóróna þetta sumar að Suarez verði lánaður til RM á deadline day og það komi engir nýjir inn.

 8. Carragher hættur, Suso og Reina lánaðir, Carroll, Shelvey, Spearing og Downing seldir.
  Inn koma svo Toure, Mignolet, Aspas og Alberto.

  Get bara ómögulega séð að það sé eitthvað verið að styrkja hópinn, hvað þá að auka breiddina þó að Carroll og Spearing hafi verið á láni síðasta tímabil.

  Ekki það að maður sé ósáttur við það að Downing fari enda lítið annað sýnt en hvernig á að fiska hornspyrnur.

  Hvernig væri að þessir eigendur myndu rífa sig upp af rassgatinu og sýna örlítinn metnað með liðið. Ekkert búið að vera í gangi síðan þeir tóku við annað en launaniðurskurður.

 9. Við skulum nú spara alla sleggjudóma og svartsýnistal fram að lokun leikmannagluggans. Það er í raun enn nægur tími til stefnu til að finna og kaupa leikmenn.

 10. Sælir félagar

  Ég er sammála mönnum hér að það fer að kortast tíminn sem eigendur og stjóri hafa til að sanna að metnaður sé til staðar á þeirra bæ. Þó er ekki ástæða til örvæntingar ennþá en eðlilegur óróleiki er óneitanlega farinn að hríslast um mann. Því miður.

  Það er held ég morgunljóst að ef eigendurnir leggja ekki fram fjármuni til afgerandi leikmannakaupa þessar síðustu þrjár vikur verður þeim illa vært og það eðlilega. Sjáum hvað setur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 11. Þetta vekur upp spurningar um hugmyndir Brendan um byrjunarlið Liverpool. Nú hljóta allir innan klúbbsins að vinna hörðum höndum að því að fá klassa kanntmann (helst tvo).

  Eins og staðan er í dag eigum við ekki einn þroskaðann topp klassa kanntmann, vissulega eigum við mikið efni í Sterling og Ibe. Suarez og Aspas geta spilað á kanntinum sem og Coutinhio. Trúi samt ekki öðru en að metnaðurinn sé meiri en svo að vera vopnaðir hálfmótuðum strákum og leikmönnum sem eru ekki “natural” kanntmenn.

  Alvöru kanntmann, vinstri bakvörð og festa nokkrar skrúfur í kollinum á Suarez. Þá verð ég bara nokkuð kátur með þennan glugga.

 12. Þeir hljóta að kaupa 2 til 3 góða leikmenn sem eru með reynslu , annars geta þeir alveg eins selt . Langar allavega ekki að vera í þeirra sporum ef þeir klúðra sumrinu . Ætla að gefa þeim séns út ágúst og vera jákvæður 🙂

 13. Er drullu stressaður með hvort LFC nái að fá inn nýja menn fyrir lokun gluggans.

 14. Jæja, með þessari sölu hafa FSG sett aukna pressu á sjálfa sig. Nú hafa þeir 20 daga til að sannfæra suðningsmenn um að klúbburinn sé í höndum eigenda sem hafa metnað til að ná árangri.

  Mér finnst við eiga heimtingu á amk tveimur sterkum leikmönnum fyrir helgina.

 15. Er sammála Ian Ayre #3 í flestu. Brendan Rogers sagði undir lok síðasta tímabils að það skorti gæði og breidd í hópinn ef Liverpool ætlaði sér í baráttuna um 4 efstu sætin á þessari leiktíð. Í ljósi þeirra orða frá Brendan skil ég ekki sumargluggan sem af er, breiddin er minni en undir lok síðasta tímabils. Það eru 5 dagar í fyrsta leik og ef síðasta tímabil kenndi okkur eitthvað þá er það mikilvægi þess að byrja vel í deildinni.

  Liverpool er búið að losa Reina, Carra (hætti), Suso, Carroll, Shelvey, Spearing, Robinson og Downing. Í staðinn er komnir inn 4 leikmenn Toure, Mignolet, Aspas og Alberto. Reina og Mignolet núlla út hvor annan, sama á við um Carra og Toure. Alberto er að mínu mati ekki betri en Suso ( Shelvey). Þannig að eina bætingin er huganlega Aspas í stað Shelvey.

  Til viðbótar við minni breidd er okkar lang besti leikmaður hund óánægður og vill fara sem veikir liðið en frekar.

  Eigendur Liverpool hafa haft allt sumarið til að kaupa leikmenn í ákveðnar stöður sem ljóst var að styrkja þyrfti, eftir hverju er verið að bíða. Þarf alltaf að selja leikmann eða lána til að hægt sé að kaupa inn nýja leikmenn. Það var ljóst síðasta vor að meiri samkeppni vantaði í vinstri bakvörðinn, einnig þurfti að bæta við miðverði umfram þann sem kæmi í stað Carra, Brendan hefur ekki trú á Skrtel og Coates og því var nauðsynlegt að bæta við klassa miðverði. Toure var held ég allan tímann hugsaður til að halda góðri breidd. Og að lokum hefur stjórinn talað fyrir þvi síðan síðasta vor að liðinu vantaði winnera í fremstu línu, 10na eða kantmann.

  Ég skil ekki síðasta viðtal Brendan þar sem hann talar um að Coutinho hafi alltaf verði hugsaður sem 10 fyrir aftan sóknarmann. Samt fór allur fyrri hluti sumarins í að eltast við Armenna sem spilar í holunni. Sama á við um skotmark nr. 2 Costa er líka fyrst og fremst 10.

  Er nema furða að maður spyrji sig hvort menn viti hvert þeir ætla með þetta ástkæra lið okkar.

  Nú hafa eigendurnir 3 vikur til að galdra fram 4 ása annars verður stefnan enn eitt árið sett á 7 sætið.

 16. Einu sinni sagði einn ágætur maður í upphafi tímabils um m.uht. “You dont win anything with kids”.

  Við vitum alltof vel hvernig það fór.

  Mér líst ekkert svo illa á Liverpoolliðið. Ungir og hungraðir leikmenn.

  Hef eiginlega bara áhyggjur af vinstri bakvarðastöðunni.

 17. Afhverju eruð þið að stressa ykkur svona mikið?
  Rodgers er búinn að vera að berja því inn í blaðamenn á englandi að hann muni kaupa fleirri leikmenn fyrir enda gluggans.

  Og bara svona ef við lítum á kaup og sölur hingað til.

  Inn: Kolo Toure, Luis Alberto, Iago Aspas, Simon Mignolet

  Út: Carroll, Shelvey, Suso(Lán), Reina(Lán), Robinson(Lán) og Spearing.

  Caroll – Spilaði ekki.
  Shelvey – Spilaði sjaldan og þegar hann gerði það skemmdi það leikinn oft (eins og Man-u leikinn svo dæmi sé tekið)
  Reina – Var skipt út fyrir tölfræðilega séð betri markmann.
  Suso – Spilaði ALDREI nema í byrjun tímabilsins þegar allt gekk illa,
  Robinson og Spearing þarf nú varla að nefna.

  Við erum búnir að selja EINN aðalliðsleikmann (Reina) og honum var skipt út fyrir betri mann.
  LFC er bara að hreinsa til launakostnað af leikmönnum sem við erum ekkert búnir að pæla í því en um leið og þið sjáið mann fara þá klikkist þið afþví enginn er keyptur í staðinn?

  Langar líka að bæta inn að á sama tíma í fyrra höfðum við ekki Coutinho og Sturridge, síðan var Allen meiddur meiripart tímabilsins og svipað með Lucas (og Borini)

  Við erum með miklu betra lið en á sama tíma í fyrra, Og samt er Rodgers að segjast ætla að kaupa fleirri menn fyrir lok gluggans!
  Og núna erum við í færri keppnum og einbeitum okkur meira að deildinni.

  Chill out!

 18. VIð enduðum í 7. sæti á síðasta ári. Ef við ætlum að minnka muninn eitthvað þá verðum við að kaupa 2-3 þrjár mjög góða leikmenn. Annars getum við sleppt þessu og haldið okkur við meðalmennskuna og berjumst um 6. sætið.

 19. Hvenær lýkur þessari sumarútsölu hjá Liverpool eiginlega ? Ég bara spyr, það er sífellt verið að þynna hópinn og ekkert kemur í staðin.

  Litli sam hjá west ham er að kaupa, cole,carrol og downing á réttu verði, og ég held að hann sé að gera góð kaup. Allir þessir þrír leikmenn eiga eftir að nýtast west ham vel í vetur, þeir eru á góðri leið með að verða varalið Liverpool.

  Liverpool gerði ekki góð kaup og keypti þessa leikmenn á fáránlegu verði, og á fáránlegum launum. Nú eru þeir komnir á par.

  Ég hef frá byrjun haft áhyggjur af fsg og þeirra stefnu, og ekki batnar þð núna síðustu vikurnar.

  Menn voru að tala um að það væri snjallt hjá Liverpool að gera sín viðskipti snemma í glugganum, en hvað er svo að gerast núna, við erum að losa okkur við leikmenn nokkrum dögum fyrir fyrsta leik ! ! ! !

  BR er að nota Spearing, Downing, Robinson, og fleiri í marga af þessum æfingaleikjum og síðan eru þeir lánaðir eða seldir.

  MÉR ER EKKI SKEMMT ! ! Nú mega þeir fara að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum, í staðin fyrir að vera barnapíur fyrir suarez.

 20. Hjartanlega sammála “einum rólegum nr 21”

  Menn virðast gleyma því alveg að þegar þeir tala um að við enduðum í 7 sæti þá vorum við í slæmri stöðu um áramót. Í janúar komu inn tveir mjög góðir byrjunarliðsmenn og liðið var að spila mun betru eftir áramót.

  Lucas verður alveg pottþétt mun sterkari í vetur og guttarnir árinu eldri. Líst vel á þetta.

 21. Auka breidd, auka breidd, súmó glímukappi myndi að sjálfsögðu auka breiddina í orðsins fyllstu 🙂

 22. Fínt komment númer 21, en það VERÐUR að auka breiddina. Það þýðir ekki að koma með svona afsakanir ár eftir ár að þessi og hinn var meiddur osfv. Menn meiðast, það er hluti af leiknum, og það þarf að gera ráð fyrir því. Það gerir maður með því að auka breiddina. Það er bókað að við lendum í meiðslum í vetur, og við þurfum að bregðast við því. Og það þarf að gerast núna.

  Okkur vantar bara einfaldlega miklu meiri gæði til að nálgast Meistaradeildina, og eins og Hinn rólegi benti á, höfum við ekki bætt leikmannahópinn neitt. Við erum á pari ennþá.

  ÞAÐ er áhyggjuefni flestra.

 23. BR er alveg með þokkalegt byrjunarlið í höndunum en gallinn er sá að breiddin er engin.
  Um leið og meiðsli detta inn þá er fátt í flestum stöðum til að bakka upp.

  Því þarf að verzla, því fyrr því betra. LS tekur hausinn úr rassgatinu þegar Ars hafa dottið út fyrir tyrkjunum.

  YNWA

 24. Alltaf gamann að koma á kop.is skrifa sjaldan en les daglega 🙂

  “einn rólegur ” alveg með þetta!

  En það sem okkur vantar mest er að hafa breidd,og þá ekki síst menn sem koma af bekknum og geta breytt leikjum.Það er ekki nóg að vera með breidd heldur þarf gæði og það vantar okkur alveg klárlega.Og eins og aðrir benda á ef við lendum í meiðslum hvað þá,fórna tímabilinu til þess að þjálfa fl unglinga og eiga sénsinn á að missa fl góða leikmenn því við náum ekki einusinni uefa cup.

  En ég ættla að vera þolinmóður og treysta BR YNWAL :))

 25. Mig langar að benda á að það er búið að gera samning við 6 leikmenn á árinu sem eru í aðalliðshóp + Ibe sem bætist við hópinn.

 26. Ætti þá vonandi að minnka eitthvað af langskotum sem enda hátt í stúkunni.

  Bjóst við meiru af Downing, en því miður, þetta Liverpool syndrome er sterkt þegar keyptir eru enskir leikmenn.

  Þeir hreinlega verða að kaupa amk einn sterkann sóknarmann núna fyrir laugardaginn.

 27. Vantar breidd? Brendan Rodgers hefur gefið út, ef ég man rétt, að hann vilji nota 18 menn í verkefnin vetrarins. Okkur vantar þá ekki breidd. Okkur vantar meiri gæði og 2-3 leikmenn sem geta gengið beint inn í byrjunarliðið. Við þá viðbót munu 2-3 fara á bekkinn og þar með verður reyndar komin meiri breidd 😉 Tek svo reyndar undir að við erum með betra lið en í fyrrahaust því Sturridge og Coutinho komu inn um áramót og gerbreyttu í raun sóknarleiknum. Ps. Vil svo alls ekki missa Aggerinn til Barca en hvort sem það gerist eður ei þá er ég til í að fá Mascherano aftur. Það væri alvöru upptjúning á miðjunni!

 28. Shit hvað Downing spilaði marga leiki fyrir Liverpool, mikið er ég glaður hann sé að hætta með liðinu. Það segir náttúrulega meira um gæði Liverpool en aumingja Downing að hann hafi átt fast sæti í byrjunarliðinu en ég trúi því við fáum meira út úr þessari stöðu án Downing.

  Nú vona eg hann fari til West Ham og verði sami leikmaður og hann var hjá Villa, þá getur maður sagt að Daglish hafi verið óheppinn.

  Er Siqueira á leiðinni?

 29. Held að menn séu að missa sig aðeins, Downing hafði litlu við þetta lið að bæta og ég er í raun feginn að hann er farinn. Hann var einu númeri of lítill fyrir LFC og ég þakka honum bara vel fyrir unnin störf, en því miður verður hans nú ekki saknað.

  Eini maðurinn sem í raun ég sakna þess að sé ekki kominn í gang er Suarez og án hans munum við ekki ná sama árangri og í fyrra. Það verður að sleikja fíluna úr kallinum, hann er greinilega með of stórt egó.

  Hinsvegar ef við ætlum að ná betri árangri en 5-7 sætið þarf að setja inn í hópinn fleiri gæðaleikmenn og ég bíð spenntur eftir því að Kanarnir taki nú upp veskið og komi með alvöru signing. Það er enn bara 12 ágúst þannig að best er að slaka aðeins á F5 takkanum og spara líka yfirlýsingarnar.

  YNWA!

 30. Ótrúlega eru menn fljótir að hella sér yfir greyið Downing. Maðurinn er keyptur inn í lið sem átti að byggja á því að koma sér upp að endalínu og klína fyrirgjöf á kollinn á Carroll.

  Sem betur fer var skipt um leikstíl enda leiddist mér að horfa á Liverpool undir stjórn Woy og Dalglish.

  Downing er ekki búinn að sýna það að hann eigi heima í liðinu en hann hefur svo sannarlega reynt. Ekki hvaða hægri kanntur í heimi sem segist glaður vilja spila vinstri bak sé óskað eftir því.

  Vona að Carroll og Downing verði magnað tvíeyki hjá West Ham. Aldrei að vita nema þeir ræni stigum af okkar helstu keppinautum í vetur.

 31. Þetta eru bara góðar fréttir,stór launapakki út. Fyrir utan hvað kom nú lítið út öllu hjá kallgreyjinu þrátt fyrir viljann hlaupin og eljusemina þá gekk bara ekkert upp hjá honum. Þá er bara Skrtl næstur þannig að tiltektinni á launaskránni hjá BR ætti að vera lokið þetta árið.

 32. Missti ég af einhverju því Alexander nr. 2 talar um að einhverjar slæmar fréttir af Sterling frá því fyrir helgi og hvert fór Spearing og fyrir hvað mikinn pening?

 33. Krizzi og þið hinir. Reina er mörgum klössum betri en Belginn … og í guðannabænum aldrei líkja Carragher og Toure saman.

  Ég bara skil ekki umræðuna um Downing. Hann var mjög gòður eftir áramót og nánast fastur maður í byrjunarliðinu allan síðasta vetur. Um að gera að gagnrýna hann en segja um leið að liðið sé á réttri leið.

  Við skulum svo rétt vona að West Ham lendi ekki fyrir ofan okkur í deildinni.

  Áfram Liverpool!

 34. Downing hefur góð heildar áhrif á liðið. Hann heldur breiddinni inni á vellinum og oftar en ekki spilar heildin betur saman með hann innanborðs. Ekki besti leikmaður í bransanum en lúmst drjúgur. Getur hoppað í mismunandi stöður og berst alltaf. Verðum að hafa efni á að hafa svona menn í hóp, tala nú ekki um þegar fækkað hefur svona í okkar röðum. Reynslu mikill leikmaður sem skilur kerfið sem BR vill spilla. Var mikilvægur hlekkur í uppgangi seinni helmings síðasta tímabils

 35. Ég tek helst undir með Ian Ayre og krizza hér að ofan. Það eru nokkrir punktar varðandi þessa sölu:

  Fyrsta janúar 2013 hafði Liverpool leikið 20 leiki. Unnið 7, gert 7 jafntefli og tapað 6. Frá 1. janúar og til loka tímabilsins unnu spiluðu þeir 18 leiki, unnu 9, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 3. Alls 33 stig úr síðustu 18 leikjunum, eftir komu Sturridge og Coutinho.

  Eftir komu Coutinho og Sturridge hélt Downing stöðu sinni í liðinu. Sterling datt meira og minna út. Það segir mér að Downing er enn sem komið er betri en Sterling og Ibe.

  Síðan síðasta vor, eins og margir hafa komið inn á hér að ofan, hafa Shelvey og Suso horfið af miðjunni. Spearing var lánaður og var því ekki hluti hópsins. Menn tala um að þynna hópinn – mér finnst hann vera á leiðinni í meira ójafnvægi. Núna höfum við þrjár stöður á miðjunni, Lucas og Gerrard eru fastamenn og svo berjast Allen og Henderson um þriðju stöðuna. Þarna finnst mér vera orðin of lítil breidd, fjórir leikmenn um þrjár stöður. Hugsanlega getur Coutinho spilað þriðju stöðuna en við glímum enn við sama vandann, það vantar back-up fyrir Lucas. Henderson og Allen geta báðir vel spilað í einu ef Gerrard meiðist.

  Í sóknarstöðunum þremur (AML, STC, AMR (AMC)) erum við með eftirfarandi leikmenn: Sterling, Sturridge, Suarez, Luis Alberto, Coutinho, Aspas, Borini, Assaidi og Ibe. 9 leikmenn í þrjár/fjórar stöður. Það er heldur mikið, sérstaklega ef Rodgers hefur hugsað sér að nota Sterling og Ibe að einhverju ráði. Þá þykir mér líklegt að Assaidi verði lítið notaður. Ef við kljúfum þetta niður og skoðum bara AMR stöðuna þá er einfalt mál að í dag er Downing líklega betri en nánast allir þessir leikmenn. Væntanlega verða Sturridge, Suarez og Coutinho notaðir annars staðar á vellinum (einn þeirra gæti þó spilað AMR) og Aspas virðist helst spila STC ef marka má æfingaleikina. Það skilur eftir Sterling, Ibe, Assaidi og Borini. Ég myndi segja líklegast að hann setji Borini eða Sterling þarna til að byrja með og það er einfaldlega klár veiking frá Downing.

  Ég skil samt alveg þessa ráðstöfun. Borini þarf að fá annað tímabil, Sterling og Ibe eru ótrúleg efni, Aspas nýkominn til liðsins og aðrir eru lykilmenn. Assaidi er spurningarmerki og ég gæti alveg eins trúað því að hann fari líka.

  Downing hefur verið á háum launum og ekki skilað nógu miklu til liðsins. Ef Sterling eða Borini geta skilað aðeins fleiri mörkum og stoðsendingum þá verður þetta góð ráðstöfun, því líklega eru þeir samtals á lægri launum en Downing var, og líklega snýst þetta um það “at the end of the day”.

  Ég legg þó áherslu á að okkur vantar enn upp á hópinn til að bæta okkur frá því eftir áramót í fyrra. Á síðasta tímabili náði Arsenal í 73 stig í 4. sæti og Tottenham 72 stig í 5. sæti. Breytingarnar á liðinu eru ekki til þess fallnar að ná í 75 stig, sem eru 14 stigum meira en við náðum í í fyrra. Og það þótt við tökum bara árangurinn eftir áramót, sem var að mörgu leyti ágætur, samt ekki nógu góður til að ná 4. sætinu. Ég ítreka að okkur vantar enn betri miðvörð, Cissokho gæti komið með bætingu í vinstri bakvörðinn og okkur vantar líka að fá betri hægri kantmann. Aspas er spennandi leikmaður sem gæti leyst þessa stöðu. Þá finnst mér líka farið að þynnast á miðjunni. 20 dagar eftir af glugganum og nokkrir dagar í fyrsta leik. Menn verða að drífa í stórum kaupum ef fjórða sætið á að vera raunverulegur möguleiki. Og nótabene, hér er ekki reiknað með því að Suarez fari. Svo einfalt er það.

 36. Það sem sló mig hvað mest við þessar ,,fréttir” eru þær staðreyndir að Downing var keyptur á 18 mills fyrir 2 árum cirka og er með um 80.000 pund á viku!!

  Hvað voru menn að reykja á Anfield á þessum dögum?

  Mikið rosalega er ég ánægður með nýju stefnuna okkar, það er að kaupa skynsamlega og hætta að spreða skrilljónum í meðaljóna.

  Liverpool eru á leiðinni upp, það er algjörlega klárt að mínu mati og ekkert til skamms tíma!

 37. Hlustaði á Danmarksradio í dag i vinnunni þar sem að fréttamaður fullyrti að það væri ekki bara út af knémeiðslum sem Agger hafi boðað forföll frá landliðinu núna í vikunni hledur er hann að hugsa um tilboð frá Barcelona. Ef að það reynist rétt og flestir vita að Suarez á sennilega aldrei eftir að spila aftur fyrir Liverpool þá er ég ekki viss um að ég nenni að fylgja þessum klúbbi lengur . Ég byrjaði fyrir 41 ári að horfa á Keegan og Higway í svarthvítu sjónvarpi hjá Bjana Fel .
  Ekki það að ég sé neytt svekktur bara einhvern veginn kominn með nóg af því hvernig allt hefur þróast til verri vegar fyrir Liverpool síðan klúbburinn var seldur og það virðist ekkert vera að lagast ástandið og verst þykir mér að heyra stjórnendur og þjálfara ljúga aftur og aftur að stuðningsmönnum klúbbsins.
  p.s Megi Downing farnast vel á nýjum stað.

 38. Ég hef bara eina spurningu Ívar Örn, þú heldur því fram að þetta skapi ójafnvægi og telur upp leikmenn sem leysa ákveðnar stöður.

  Heldur þú í alvörunni að Rodgers viti ekki betur hvaða menn hann ætli að nota hvar og hvernig, heldur en við sparksérfræðingarnir uppá fróni?

 39. Downing átti aldrei að verða knattspyrnu maður heldur spretthlaupari. Getur ekki gefið fyrir, skorar ekki mörk. Farið hefur fé betra

 40. @ #42:

  Heldur þú í alvörunni að Rodgers viti ekki betur hvaða menn hann ætli
  að nota hvar og hvernig, heldur en við sparksérfræðingarnir uppá
  fróni?

  Hallelúja!

  Með þessum rökum geta síðueigendur bara lokað þessari síðu, og allar aðrar fótboltaspjallsíður ættu að loka.

  Hvað eigum við að ræða ef við samþykkjum bara að “X veit miklu betur en við”?

  Bara vinsamleg spurning, ekkert illa meint 🙂

  Ég sagði fyrr í sumar að ég ætlaði ekkert að hafa áhyggjur af þessum leikmannakaupum Liverpool fyrr en í fyrsta leik á næsta tímabili.

  Ég ætla bara að treysta því að það sé verið að vinna statt og stöðugt í því að fá leikmenn til félagsins.

  Með sölu á Downing þá er ljóst að það þarf annaðhvort að vera búið að festa leikmann til að koma inn í staðinn, því það er klárlega verið að veikja hópinn með þessari sölu.

  Ekki það að Downing sé svo góður, en hann er flottur back-up leikmaður og sennilega besti leikmaður Liverpool eftir áramót á síðasta ári.

  Ég hlusta ekki á svona rugl að hann hafi verið á of góðum launum til að vera á bekknum. Gæðaleikmenn eru á góðum launum, og þú vinnur ekkert nema að vera með gæðaleikmenn bæði í byrjunarliðinu og til taks á bekknum þegar á þarf að halda.

  Svo gæti auðvitað verið að Rodgers ætli Ibe stærra hlutverk í vetur. Þannig myndi hann þurfa að treysta meira á Sterling, Ibe, Wisdom, Coutinho og Luis Alberto.

  Og eins og einhvern tímann var sagt – you never win anything with kids.

  Oh, wait ….

  Homer

 41. Homer#44

  Ekki það að Downing sé svo góður, en hann er flottur back-up leikmaður og sennilega besti leikmaður Liverpool eftir áramót á síðasta ári.

  Þú ert vonandi að grínast með þessum orðum. Manstu eftir Sturridge og Coutinho, og jafnvel Gerrard og svo mr. pirraður??

  Ótrúlegt að lesa þetta.

 42. Í augnablikinu skil ég ekki hvað BR á við þegar hann talar um að hafa breiðan hóp! Þetta er fyrir ofan minn skilning eins og margt í þessum heimi … eins gott að það er ekki ég sem stjórna þessu

 43. Sam Allardyce is set to have a medical at West Ham today after agreeing to spend £5 million on Stewart Downing.

 44. Þú ert vonandi að grínast með þessum orðum. Manstu eftir Sturridge og
  Coutinho, og jafnvel Gerrard og svo mr. pirraður??

  Neibb, alls ekki að grínast.

  Afsakaðu, en ég dáist einfaldlega af Downing. Hann var sá sem heillaði mig mest eftir áramót á síðasta tímabili.

  Af hverju? Jú, að því að hann datt út úr liðinu fyrir jól og var sagt að hann mætti fara og ætti sér ekki framtíð hjá klúbbnum. Hann fékk boð um að fara í janúar en ákvað frekar að vera karlmaður og gefast ekki upp við smá mótlæti. Í kjölfarið vann hann sér inn sæti í liðinu og var nokkurn veginn ávallt fyrsti maður á blaðið.

  Þú þarft samt ekkert að taka þessu sem svo að ég sé að gera lítið úr Coutinho, Sturridge eða Suarez. Eða Reina, sem spilaði líka afar vel eftir áramót. Ég einfaldlega dáist frekar af mönnum sem ná að vinna sig af botninum.

  Homer

 45. Björn Torfi: Eflaust er Rodgers með eitthvað plan. Hvort sem hann vilji nota Conor Coady sem back-up á miðjuna eða hvað. Ég treysti honum í sjálfu sér ágætlega en síður eigendum félagsins. Þeir virðast setja framkvæmdastjóranum ansi þröngar skorður hvað varðar launamál. Og það skilar sér í ójafnvægi, lítilli breidd og miklum veikleikum í hópnum.

  Tek annars undir með Homer, það væri ansi tilgangslítið að halda úti spjallsíðu ef við ættum bara að segja já og amen og hallelúja og spá ekkert í spilin.

 46. Jamm það er rétt mér finnst þessi sala afar undarleg sérstaklega í ljósi þess að það er ekki búið að kaupa neinn sem að á að fylla þetta skarð. Downing var einfaldlega besti maðurinn okkar í þessari stöðu seinasta tímabil og óx mjög eftir áramót og var algjör fastamaður í byrjunarliðinu. Hann var kannski ekki með einhverjar flugeldasýnigar og það eru eflaust til menn sem eru mun betri í þessu en hann en þeir eru bara ekki í Liverpool og því þykir mér undarlegt að hann skuli vera seldur þegar ekkert hefur verið keypt í staðin eru kannski allir hérna búnir að gleyma fíaskóinu síðasta sumar? Það eru nú ekki eins og topp leikmenn séu búnir standa í röðum til að koma á Anfield í sumar. Ekki miskilja þetta ef það væri búið að kaupa einhvern ásættanlegan í staðin þá væri mér drullusama en það er bara ekki búið að því. Nú er svo verið að orða okkur við 27 bakvörð sem að ég hef aldrei heyrt talað um einu sinni ég meina hvað getur maður sem að er orðin 27 og hefur spilað mest allan sinn feril í neðri deildunum á spáni gert til að styrkja Liverpool liðið er þetta orðin standartinn hjá okkur í dag?

 47. rosalega er ég fegin að sjá að sá rólegi #21 skuli fá 120 like, þetta sýnir bara að það er hávær minnihluti hér inni sem commentar mest og er að farast úr áhyggjum yfir sumrinu meðan flestir eru rólegir og hafa traust og trú á stjóranum.

  staðreyndin er sú að við erum betri en í fyrra og það tekur meira en eitt ár að búa til mjög gott lið, ég hef allavega fulla trú á því sem Rodgers er að gera

 48. Takk fyrir góð viðbrögð á gamla commentinu mínu. 🙂

  Hinsvegar talið þið um breidd eins og sjálfsagðan hlut hjá Liverpool þessa dagana.
  Ef við hefðum endað í 5 sæti væri það sjálfsagður hlutur en með smá raunsæi þá er það ekki svo einfalt.

  Liverpool hefur ekki jafn mikla þörf fyrir því vegna þess að við erum ekki í jafn mörgum keppnum.
  Þeir sem sitja á bekknum eiga það til með að sætta sig við að fá að spila í Evrópukeppninni og svona hliðarkeppnum en nú er það ekki möguleiki.

  Með meiri breidd koma fleirri möguleikar en það vegur á móti minni mórall innan liðsins vegna skort á spilatíma hjá mörgum leikmönnum, leikmenn verða pirraðir, fara væla í fjölmiðlum og á endanum missum við þá fyrir helmingi minni pening en við keyptum þá á afþví við notum þá ekkert!

  Liðin fyrir ofan okkur hafa meiri breidd en við, en þeir eru líka í fleirri keppnum og við og GETA notað alla leikmennina.
  Og svo auðvitað bendi ég á það að núna eru yngri krakkarnir einu ári eldri en í fyrra.
  Sterling / Ibe / Wisdom, þessir menn geta léttilega fyllt í skarðið ef það koma upp eitthver meiðsli, og það er extra bónus að þeir fái smá spilatíma sem er mjög mikilvægur á þeirra aldri.

  Left back og ég verð Sáttur með stöðuna.
  Left back og Sóknarmaður er að mínu mati ólíklegt en ég myndi aldrei neita því 🙂

 49. Nr. 53
  Aftur sammála þessu hjá þér og reyndar hefur umræðan að mestu (alveg frá því í fyrrasumar) verið mun meira á þá leið að okkur vantar gæði í (byrjunar)liðið heldur en góða squad leikmenn. Hugmyndin var þá líklega að með því myndu þeir sem eru í liðinu fyrir færast aftar í goggunarröðina og bæta hópinn í heild, en þetta virkar auðvitað ekki alltaf þannig.

  Þess vegna var viðskiptum Liverpool fyrr í sumar ágætlega tekið og þar sem við erum ekki að keppa í mörgum keppnum er enginn að gráta lánsdíla á ungum leikmönnum sem þurfa spilatíma. Rodgers sagði hreint út að þetta hafi verið hugmyndin, bæta hópinn en núna eigi eftir að bæta við þessum tveimur gæðamönnum sem vantar til að taka okkur á næsta skref. (Suarez þá eins og nú auðvitað partur af þeim plönum).

  Alvöru miðvörður og sóknarþenkjandi leikmaður í þessum Mkhitaryan klassa er það sem við þurfum, helst þá einhvern sem getur spilað á kantinum. Ofan á það þarf klárlega back up í vinstri bakvörðinn.

  Ef vörnin (miðverðir) verður óbreytt er það engin heimsendir en ekki nógu gott heldur og best væri að selja þá sem ekki njóta trausts fyrir betri leikmenn. Hinar tvær stöðurnar er 100% öruggt að við þurfum að bæta til að koma ekki eins og kjánar frá þessum glugga, hvað þá ef að Downing er farinn.

 50. Sælir aftur meistarar. Til að drepa þessa umræðu hef ég öruggar heimildir fyrir því að Downing hafi verið fáránlega góður á æfingum sem skiluðu honum þessum byrjunarliðssætum.

 51. Er þessi sala á Downing ekki bara vegna HM? BR vill ekki selja enn getur ekki lofað honum sama spilatíma og í fyrra og Downing vill komast í HM hópinn og verður að fá spilatíma sem hann fær hjá WH.

 52. Nr. 56

  Hugsa ad Downing komist i HM a milli æfinga og leikja ef hann vantar Hello Kitty barnaføt eda David Beckham naríur. Eg geri rád fyrir thví ad thú sért ad tala um verslunina en ekki HeimsMeistara mótid í fótbolta. Vona ad hann geri sér grein fyrir thví ad thangad á hann ekkert erindi. 🙂

 53. Og enn lækkar meðalaldurinn í blessaða liðinu okkar.
  Gerrard og Toure að spila með krökkunum á Anfield í vetur.

 54. Öllum er ljóst að Downing stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og launin of há, fyrir of lítil gæði. Hins vegar óx hann ásmegin og miðað við núverandi hóp liðsins spyr maður sig hvort við værum ekki betur settir með hann innanborðs.

 55. Ég held þetta breyti litlu sem engu fyrir tímabilið. Mun færri leikir en á síðasta tímabili og ef við ætlum að leyfa kjúklingum að spreyta sig þá þurfa þeir að fá smá fjölda af leikjum. Geri ráð fyrir sterling, Ibe og að einhverju leiti borini berjist um þessa stöðu.

  Downing er fínn squad leikmaður en það er bull að hafa hann á þessum launum, þessi sala er bara hið besta mál fyrir alla held ég. “Einn rólegur” er með þetta nokkurn veginn að mínu mati.

  Klúbburinn er nokkurn veginn með jafnsterkt lið og í vor (og það lið btw var bara búið að standa sig bærilega vel frá áramótum) en hinsvegar höfum við lækkað launakostnað töluvert og fengið smá pening í kassann þannig að við höfum klárlega burði til þess að bjóða réttum mönnum samkeppnishæf laun.

  Ef Suarez málið leysist ekki þá þurfum klárlega mjög sterkan leikmann til þess að replace-a LS7 en annars held ég að styrking á vörninni myndi vera nauðsynleg til þess að þoka okkur ofar á töflunni. Af þeim varnarmönnum sem við höfum í dag þá er ég eiginlega bara spenntastur fyrir Toure, Agger og Wisdom. Wisdom vantar held ég reynslu og því ekki hægt að treysta mikið á hann. Ég myndi setja miðvörð og vinstri bak í forgang.

 56. LFC var að vinna Newcastle 3 – 1 á Melwood í dag, Sturridge með tvennu (1 víti) og Alberto 1.

 57. Fá þá bara nýjan kantmann í stað Downing.
  Mér finnst eins og við ættum að halda honum áfram í liverpool , en hann er farinn.
  Jæja erum við ekki að fara að ná í einhvern leikmann áður en glugginn lokar?

 58. Liverpool að spila við Newcastle á Melwood, staðan einsog er 3-0 og Sturridge með 2(1x víti) og Alberto með 1 🙂

  Talið er að þetta sé liðið sem er inná:

  Jones, McLaughlin, Sama, Kelly, Flanagan, Henderson, Alberto, Texeria, Ibe, Sturridge, Borini

 59. Lásuð það fyrst hér.. Liverpool tapar fyrir West Ham á anfield í desember 3-1, carroll með tvö mörk, downing og cole með assist og downing með eitt mark.

 60. En ef að Suarez vill fara til að fá hærri laun og Liverpool er búið að skera niður launakostnað, höfum við þá ekki alveg efni á að borga honum bara hærri laun. Afhverju ætti hann að vera að sætta sig við eithvað lægri laun en heldur en aðrir topp leikmenn í deildinni, þá hættir hann að væla og hann er alveg leikmaður sem á skili 140 – 180 þus pund á viku …. Bara smá pæling

 61. Byrjunarliðið er sjáfsagt alveg nógu stert, og ekki mikið spilaálag, en það meiðst alltaf menn, í fyrra með fleiri menn í hópnum vorum við að setja hitan og þungan af sókninni á 17 ára strák. hópurinn er fámennari en sjálfsagt sterkari. það vantar samt gæði til að geta keppst um 4 sætið, einn sóknar mann, einn varnaðsinnaðan miðjumann og svo má skipta coades fyrir miðvörð. það þarf fjóra svo við lendum ekki í aðstðu að þurfa að spila wistom þarna, hann er finn á kantinum en ekki i bakverði. svo er að koma vinstri bakvörður, vonandi bara einn, en það þarf að styrkja þá stöðu, halda enrique á tánum.

Komdu með Kop.is á Anfield!

Kop.is Podcast #42