Komdu með Kop.is á Anfield!

Úrval Útsýn og Kop.is hafa nú tekið höndum saman og ætla að fjölmenna á Anfield!

anfield_panorama

Um er að ræða ferð á leik gegn Crystal Palace á Anfield laugardaginn 5. október. Flogið verður út föstudaginn 4. október og heim mánudaginn 7. október.

Strákarnir á Kop.is verða fararstjórar og munu miðla af sinni miklu reynslu af slíkum ferðum en ætla auk þess að bjóða upp á afþreyingu í anda síðunnar:

– Pub-quiz á krá í Liverpool-borg.
– Upphitun „í beinni“ (eins konar live podcast) á kránni þar sem áhorfendur taka þátt í að hita upp fyrir leikinn.
– Söngæfingu með innfæddum Scouser. Það gerist ekki raunverulegra.
– Skoðunarferð á Anfield fyrir þá sem vilja (verð ekki innifalið).
– Almenn fararstjórn og aðstoð við hvað sem þarf.
Bierkeller!

Boðið verður upp á Kop.is-dagskrá í kringum leikinn frá föstudegi og út laugardag en hverjum verður frjálst að nýta sér það eftir eigin óskum. Á sunnudeginum getur fólk svo kastað mæðinni í glæsilegri miðborg Liverpool, verslað smá og farið sýningartúrinn á Anfield með Kop.is-genginu. Endilega lesið borgarvísi okkar um Liverpool-borg til að sjá hvað hægt er að gera í þessari frábæru borg, annað en að sjá stórkostlegan fótbolta.

Eins og fyrr sagði er þetta fyrir heimaleikinn gegn Crystal Palace þann 4. október n.k. Oft sækja menn meira í stórleikina en það er (umtalsverð) reynsla okkar Kop.is-manna að yfirleitt skemmtir fólk sér betur á leikjum gegn „minni spámönnum“. Þá eru meiri líkur á toppframmistöðu okkar manna og andrúmsloftið fyrir leik er allt miklu afslappaðra og jákvæðara. Það er ofmetið að sjá toppliðin ná stigi eða stigum á Anfield. 😉

Verð ferðar er kr. 149.900 og innifalið í verðinu er:

– Íslensk fararstjórn.
– Flug til Manchester föstudaginn 4.október.
– Rúta til Liverpool (tæp klst. löng).
– Gæðagisting í miðborg Liverpool, Casartelli Posh Pads íbúðahótelið í Liverpool One (eins mikið í miðbænum og hægt er)!
– Full English breakfast á hótelinu.
– Aðgöngumiði á leikinn laugardaginn 5.október.
– Rúta til Manchester mánudaginn 7.október og flug heim, auk þeirra viðburða sem hér er getið að ofan.

Það er stutt í leikinn og takmarkað miðaframboð. Hægt er að panta pláss í ferðina hjá Úrval Útsýn, en Luka Kostic er umsjónarmaður ferðarinnar þar. Til að panta hringið í síma 585-4107 eða sendið Luka tölvupóst á luka@uu.is.

Endilega sláist í för með okkur hjá Kop.is í skemmtilega ferð til fyrirheitna landsins!

Kop.is-gengið (frá vinstri): Babú, SSteinn, Kristján Atli og Maggi
Kop.is-gengið (frá vinstri): Babú, SSteinn, Kristján Atli og Maggi

62 Comments

 1. Þess má geta hér í athugasemd að okkur Magga reiknast svo til að þetta verði líklega fyrsti leikur Luis Suarez eftir leikbann, fari svo að hann verði áfram hjá Liverpool. Það er þá enn eitt til að láta sig hlakka til og ekki verra að rökræða stöðu hans hjá Liverpool á kráar-upphitun í miðborg Liverpool, kvöldið fyrir leik! 🙂

 2. Veit ekki hvað ég á að segja. Líklega bara: Halelúja! Krapp hvað ég væri til í þessa ferð. Nú er að athuga fjárhaginn. Ef þetta gæti ekki verið mest skemmtilegasta ferð sem maður færi þá veit ég ekki hvað þarf til.

 3. Öss hvað maður væri til í þetta. Sérstaklega með þessum snillingum……ætli að maður nái að selja innbúið til að eiga fyrir ferðinni (sem mér finnst bæ ðe vei ekki dýr samt)

 4. Maður myndi nú borga 150 þús bara fyrir að hafa kop.is farastjórn! Jafnvel 170 þús ef Babu yrði ekki með 🙂

 5. Djöfull, er að fara á þennan leik. Hefði verið gaman að fara með hópnum

 6. mér finnst frekar dýrt að borga 150 þús fyrir ferð sem hægt er að setja saman sjálfur fyrir 90 þús, en kannski er það bara ég

 7. Er vitað hvar verður sitið ? Hljómar mjög sexy að skella sér með…

 8. Það er ekki enn öruggt hvar við fáum miða en þeir hafa ekki verið lélegir hingað til í gegnum þessa aðila. Í vor fórum við á Liverpool – Everton og fengum miða með sömu leið og við notum núna og þá sátu ég, Babú og Maggi í miðri Kop-stúkunni og SSteinn rétt fyrir aftan varamannabekkina.

  Annars varðandi verðið þá er það eðlilegt þegar skoðað er hótelið sem við bjóðum upp á, staðsetninguna og dagskrána. Auðvitað skiljum við ef fólk vill ekki nýta sér dagskrána en ég lofa að við gerum allt sem við getum til að fólk sjái ekki eftir því að fara með okkur í þessa ferð. 🙂

 9. Bendi á að borgarferð á vegum ÚÚ 18. okt. 3 nætur, tveir í herbergi kostar 77.800 ! Er verið að borga 70þ fyrir miðann á völlinn ?

 10. Ég get líka búið til ferð til Liverpool 10-13 okt fyrir 33.130 en það er ekkert það sama og kop.is er að bjóða upp eða það sem úú er að bjóða uppá. þetta er flottur pakki sem strákarnir eru að bjóða uppá fyrir ákveðna upphæð þannig að við skulum ekki vera að bera saman epli og appelsínur.
  En ef einhverjir eru bara að hugsa um verðið læt ég linka fylgja með þar sem ég fann út þessi verð og ég tek ekkert auka fyrir það. 🙂
  http://www.dohop.is/flights/?d1=101013&d2=131013&a1=KEF&a2=MAN&return=1
  http://www.booking.com/hotel/gb/hatters-liverpool.is.html?sid=ecedd1d75c8a077154986b71a86da324;dcid=1;checkin=2013-10-10;checkout=2013-10-13;srfid=822a82079fc70425cd3d1171b37af9d77e71d597X1

 11. Nr. 4 Fói það er hægt að verða við þessu en þá líka borgar þú aukalega 🙂

  Nr. 11
  Ég þekki ekki þessa ferð en líklega er það ekki tilviljun að hún er þessa helgi, ekki t.d. helgina áður þegar það er leikur?

  Nr. 12
  Þetta er vissulega gott verð en þá er eftir að redda sér rútu yfir, hóteli á leikdegi og miða á leikinn (plús rest sem er í pakkanum). Eflaust alveg hægt en ekki það sem við erum að bjóða upp á. Gallinn við WOW (að mínu mati) hefur líka verið tími heimferðarinnar, kl 7 á sunnudeginum. Það bæði eyðileggur laugardagskvöldið og hvað þá leikinn þegar þeir eru færðir á sunnudaginn.

 12. Suarez mætti spila leikinn á undan, á móti Sunderland. Það er einn Carling Cup leikur þarna þannig að hann er bara í banni fyrstu fimm leikina í úrvalsdeildinni.

 13. Fyrst menn eru að ræða við verð á þessari ferð …

  Vita var einnig með ferð á ManUtd leikinn núna í lok ágúst, sú ferð kostaði 149 þús á manninn. Miðarnir á þann leik eru MUN dýrari en gegn t.d. Crystal Palace.

  Ég set því smá spurningarmerki við verðið á þessari ferð, finnst þetta vera eiginlega rándýrt miðað við það sem ég hef séð á ekki stærri leik en þetta.

 14. Hæ hó elskurnar.

  Mikið er nú gott að þetta er loksins komið upp á yfirborðið, eitthvað sem hefur verið rætt um nú um langa stund. Eins og hér er komið fram þá er ólíku saman að jafna að fara einn í ferð og græja sig til þannig eða að fara í hóp. Peningalega og upplifunarlega.

  Að auki er fyrirvarinn stuttur og við förum þá leið að vera með hágæðagistingu djúpt inni í miðborg hinnar dásamlegu Merseyside. En kjarninn er auðvitað sá að við erum að prófa að keyra á þá hugmyndafræði sem við erum að vinna með á síðunni okkar. Og svo það sé á hreinu þá er ekki launakostnaður fararstjóranna nokkuð sem þvælist fyrir.

  Við sjáum til, vonandi verða nógu margir sem vilja koma í ferðina til að hún verði farin. Ég er viss um að hún verði awsome!

 15. Það er allt í lagi að taka það fram í ljósi umræðunnar að við á Kop.is hirðum ekki krónu fyrir þessar ferðir í okkar vasa. Við komum að þessu sem fararstjórar og lögðum fram smá vinnu í að hjálpa Úrval Útsýn að setja saman sem flottastan pakka fyrir hópinn.

  Það er auðvitað völ hvers og eins hvort verðið er hindrun eða ekki. Við ætlum ekki að neyða neinn til að koma með okkur en einbeitum okkur að því að skemmta þeim sem koma sem best.

  Hafa menn einhverjar aðrar spurningar en verðið? Endilega komið þá með þær og við reynum að svara eftir bestu getu. 🙂

 16. Vá Vá hvað mig langar að fara í þessa ferð…en svo (ó)heppilega vill til að einmitt þessa sömu helgi erum við hjónin að fara í brúðkaupsferðina okkar og ég held að við gætum ekki fengið endurgreitt og skipt um ferð. En þar sem við héldum sannkallað Liverpoolbrúðkaup finnst mér að Liverpool LFC ætti að bjóða okkur á leik.Hvað haldið þið að margar konur gifti sig í hvítri Liverpooltreyju merkt King Kenny og að brúðguminn sé í rauðri treyju merktri Poulsen og báðar treyjurnar áritaðar af meistara Didi Hamann?

  Mér finnst verðið bara alveg fínt fyrir þennan pakka og þessir heiðursfararstjórar eru náttúrulega bara rúsínan í pylsuendanum.
  Vonandi verður þetta bara fyrsta ferðin af mörgum og ég vona að ég komist með einhvern tíma seinna.
  Góða skemmtun félagar og munið að þið arkið aldrei ein.

  Þangað til næst
  YNWA

 17. þrátt fyrir verð þá verð ég að viðurkenna það að þetta er skemmtilegt framtak hjá ykkur.

  ég tek einnig undir það að það sé skemmtilegra að horfa á liverpool vinna smálið en að fá stig á móti sterku liði á anfield.

  fór á minn fyrsta leik í maí gegn everton þar sem ég fékk sæti í centenary standinum og mér fannst andrúmsloftið ekki vera eins og ég bjóst við, enda var þetta frekar daufur leikur. en svo fór ég viku seinna til London þar sem Daniel Sturridge skoraði þrennu gegn fulham og þar var miklu meira stuð og stemming í kringum alla.

 18. Nr.18

  Hélt að sem flestir hefðu verið sáttir með skilnaðinn við Poulsen..

 19. Nr 20

  Þetta var nú reyndar gömul treyja en sérstök ástæða fyrir nafninu aftan á og hafði minnst með leikmanninn Poulsen að gera…:)

 20. Nr.22

  Hafði það þá kannski eitthvað með Pulsen á kallinum að gera, er hún svona massív 😉

 21. verð nú að segja það að allt væl um verð á ekki rétt á sér hérna….. þetta er framtak sem er verið að prófa og hljómar ótrúlega spennandi og þessi luka hjá úrval útsýn er greinilega mikill meistari… hringdi til að forvitnast og endaði á að ræða við hann heillengi um liverpool og málefni tengd þeim… einn alveg grjótharður…

  ég ætla bara að skella mér með í þessa ferð og mæta í fyrsta skiptið mitt á anfield með þessum snillingum sem halda þessa síðu og vona það að “fararstjórarnir” plöggi miðum í kop stúkunni….

  strax farinn að hlakka til 🙂

 22. doddijr (#24) segir:

  ég ætla bara að skella mér með í þessa ferð og mæta í fyrsta skiptið mitt á anfield með þessum snillingum sem halda þessa síðu og vona það að „fararstjórarnir“ plöggi miðum í kop stúkunni….

  Frábært! Við erum enn að ganga frá því hverjir okkar koma í ferðina. Við verðum ekki allir en líklega 2-3 af okkur. Einhverjar séróskir Doddi? 🙂

 23. Verður án nokkurs vafa skemmtileg ferð, enn og aftur flott framtak drengir!

 24. Sælir félagar

  Mikið helv . . . langar mig með í þessa ferð. En ví miður er ekki efnahagslegt útlit fyrir að maður komist. Sumarfríið heldur dýrt – en það var samt mjög gott og hefði ekki viljað sleppa því. Bara góða ferð og skemmtun til þeirra sem fara.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 25. Varðandi verðið þá er ég að spá í því hvort að þið Kop-fararstjórar fáið fría ferð frá Úrvali Útsýn. Ef svo er þá er verðið sanngjarnt enda er ég á þeirri skoðun að þið Kop pennar eigið klárlega skilið að fá umbun fyrir þessa frábæru síðu og ykkar framlag til stuðningsmanna Liverpool á Íslandi.

  En ef svo er ekki þá er ég ekki sáttur við þetta verðlag hjá ÚÚ.

 26. já væri fínt að borða kvöldmat með gerrard og carra….

  það er ekkert mál er það 😉

 27. Sælir meistarar. Ég er búsettur í London og hef verið að klæja í fingurnar að fara á Anfield. Væri möguleiki að kaupa bara miðan, eða kaupa miðan sjálfur og taka þátt í upphituninni? Væri snilld að taka fara í fyrstu Anfield ferðina með fólkinu á þessari síðu.

 28. Mér finnst þetta fráært framtak og ekkert við þetta að athuga nema að það á svooo að vera minnsta mál að hafa miðana í KOP stúkunni klára, Luka getur vel græjað það. Miði i kop stukuna ætti ekki að kosta nema 100-120 pund a þennan leik.

  það muuuunar öllu hvar þú situr a vellinum og eftir að eg sat i fyrsta sinn i kop hef eg ekki látið bjoða mér neitt annað síðan.

  Fyrir mig væri td ferðin handónýt ef eg mætti i þessa ferð og fengi miða EINHVERSSTAÐAR annarsstaðar en i KOP svo strakar fáið það a hreint að miðarnir seu þar, það er MUST…

 29. Ingimar Bjarni (#32) – ég er ekki viss. Það er kannski best að þú spyrjir Luka hjá Úrval Útsýn að þessu.

  Viðar Skjóldal (#33) – Ég er ekki alveg sammála þér. Að vera í Kop-stúkunni er frábær upplifun og ég mæli alveg með því … en mér finnst alltaf skemmtilegast að vera nálægt miðlínunni, neðarlega. Ef ég mætti velja eitt sæti á vellinum myndi ég alltaf velja svona 2-3 röðum fyrir aftan Liverpool-bekkinn. Þaðan sér maður leikinn eins og Rodgers sér hann á hliðarlínunni, og líka hvað fer fram á bekknum.

  En það er bara ég. Við verðum örugglega í góðum sætum, í hvaða stúku sem þau verða.

 30. Flott framtak hjá ykkur og fólk verður bara að velja og hafna þegar svona ferðar eru settar saman.

  Fyrir minn pakka þá væri ég alveg skít sama um hótelgæðinn enda bara hugsað sem staður til þess að sofa á og þarf þetta ekki að vera eitthvað flott hótel í miðbænum.
  Hef farið 3 sinnum á Anfield og er það frábært og mæli ég með því að allir sem halda með Liverpool prófi það.
  Ég efast ekki um að þessi ferð er 150 þúsund króna virði en ég held að flestir sem eru að fara á svona eru fyrst og fremst að pæla í leiknum sjálfum og væru alveg til í að fórna góðu hóteli og skoðunarferðum til þess að hafa ferðina 30-40 þúsund ódýrari.

  Samt flott framtak hjá ykkur strákar og efast ég ekki um að þið fyllið vélina á þennan leik.

 31. Sælir félagar, hef aldrei kommentað hér áður og aldrei farið á anfield þrátt fyrir að vera búinn að vera grjótharður Liverpool maður í 35 ár og ætla ekki að sleppa þessi tækifæri að láta gamlan draum rætast með svona einvala liði.
  Hlakka til að mæta með ykkur, frábært framtak.

  Kv, Gardar ola

 32. Snilldar framtak, ef ég hefði ekki skellt mér út í fyrra og séð okkar menn taka Tottenham 3-2 þá væri ég sennilega klár í þetta. Góða ferð þið sem farið.

 33. Búinn að senda Luka mail, vona að það sé laust pláss fyrir mig 🙂

 34. Það væri sennilega að hægt að fara ódýrari ferð, en að fara til Mekka með ykkur Kop gaurum er sennilega ekki metið til fjár 🙂

 35. Kristján Atli, menn hafa misjafnar skoðanir, eg hef reyndar ekkki setið nkl fyrir aftan varamannabekkina og langar reyndar ekkert til þess. fyrir mer er andrumsloftið aðalatriðið og það er mest i KOP stúkunni, eg vill læti, því meiri læti því meiri skemmtun. Eg var a Liverpool – Juventus 2005, mun aldrei upplifa sömu stemmningu aftur, buin að fara nokkrum sinnum siðan og alltaf hundfúll i hvert einasta skipti því eg er bara þannig maður að ef stemmningin er ekki meiri og betri en eg hef upplifað þá er eg ekki fullnægður. ekki misskilja það er alltaf gaman á Anfield, það er alltaf æðislegt i Liverpool borg og á Park fyrir leik en það er eins með þetta og rússíbana, þegar þú prófar einn stóran þá nenniru valla sumarið þar á eftir í annann eins en helmingi minni hahahahaha…. en þessi ferð er frábært framtak, færi mjög glaður með ef eg ætti 3-400 þúsund á lausu, dauðlangar með ykkur snillingunum i þessa ferð, ef eg vinn i lottó þá kem eg pottþétt, ef eg vinn mikið i lottó þá flyt eg í þessa borg sem eg elska meira en allt enda besta borg í heimi. þið sem eigið pening og hafið aldrei verið þarna, drífið ykkur með og upplifið paradís á jörðu…

 36. Alltaf kemur upp þessi gamla góða öfund og afbrigðisemi sem er svo rík í mörgum íslendingnum.

  Hér er auglýst þessi fína ferð, hún kostar x og hitt og þetta fylgir með. Einfalt og frábært framtak.

  En þá skríða undan steinum verur þær sem líður ekki allt of vel í eigin skinni. Þetta er of dýrt, hótelið ómögulegt, mótherjinn ómerkilegur, ég get gert þetta ódýrara, sætin verða vera hin og þessi, hver fær hvað frítt osfr osfr

  Alveg merkilegt alltaf hreint með þessar smásálir og ég skil bara ekki afhverju menn, sem hafa ekki eitthvað jákvætt að segja, eru yfirleitt að tjá sig um svona hluti.

  Glæsilegt framtak hjá ykkur á KOP og ég efast ekki um að þetta verði frábær ferð í alla staði. Þetta ætti að vera árlegt hjá ykkur og þið getið þá skipt fararstjórninni ykkar á milli.

 37. Nr 46

  Menn hljóta nú að mega hafa skoðanir á þessu máli eins og öðru. Fyrir mér er ekkert skrítið að vilja kannski gista á ódýrara hóteli og sjá stærri mótherja. Það þýðir ekki endilega að menn séu eitthvað neikvæðari eða meira illa líðandi verur eins og þú orðar það.

  En annars finnst mér flott að kop.is sé að bjóða uppá þessa ferð og ég er viss um að þetta verði flott í alla staði. Ég ætla hisnvegar að mæta á Anfield 1. september og verða vitni af fyrsta leik gegn Man Utd undir stjórn Moyes. Úfff fæ hroll bara að hugsa um það!

  Ég hef heimsótt Liverpool oftar en einusinni á ári að meðaltali síðustu 7-8 árin og margoft farið á Anfield en það hefur alltaf verið gegn minni liðum. Stærsti leikur sem ég hef farið á var kveðjuleikur Sami Hyypia á móti Tottenham en þá voru Liverpool ekki að keppa um neitt og andrúmsloftið var afslappað. En núna verður farið á stærsta leikinn og ég verð að viðurkenna að miðinn kostaði handlegg! En ég er svo heppinn að þurfa ekki að borga fyrir gistingu.

  heimaþunnuroghefekkertaðgeraannaðenaðkommentaákop.is

 38. Brjálæðistlega dýrt ef þið spyrjið mig miðað við leik. En hugsanlega þurfa þeir sem fara að borga aðeins meira til að borga undir fararstjórana og hugsanlega finnst mönnum það bara í lagi.

  En ég spyr mig þó, er Kop.is komin í beina samkeppni við Liverpoolklúbbinn í þessum ferðum eða er þetta one off? Bara pæling.

  Ég er á því að hugmyndin sé flott sem slík en set spurningarmerki við bæði verðið og svo að vera fara í einhverja samkeppni við klúbbinn okkar hérna heima.

 39. Það má vel vera að þetta verði æðisleg ferð frá A-Ö.

  Vil samt benda á að Tottenham klúbburinn er að bjóða uppá ferð núna á 89.900 miðað við tvo í herbergi. Allt innifalið, s.s. Flug, Rúta á hótel, Hótel, Miðar á völlinn osfrv. 150þ er okur í mínum bókum, augljóslega verða þeir sem greiða að borga undir haug af “fararstjórum”. Síðan eru ekki einu sinni öruggt hvar miðarnir eru, en t.d. Tottenham klúbburinn kaupir miða beint af Tottenham og allir fá miðana í Keflavík.

  Ég fór í svona ferð um árið og fékk miðana um leið og leikurinn hófst, þá tók við hlaup hringinn í kringum völlinn og leikurinn því hafinn þegar við loksins komust í okkar sæti. Sem btw voru dreifð um allar trissur.

  Það sem ég er að reyna að benda á að þeir aðilar sem eru að fara með hópa á Liverpool leiki eru ekki að vinna sína vinnu almennilega og hafa t.d. engan aðgang að miðum í gegnum Liverpool FC.

 40. Sælir félagar!
  Frábært framtak hjá ykkur Kop-snillingar!. Ég skil ekki hvað menn eru að gagnrýna þetta góða framtak. Fyrir mér lítur þetta út sem hrein viðbót. Það er enginn að neyða neinn í að fara þessa ferð – þarna er einungis frábær möguleiki á að fara á leik undir fararstjórn. Þeim sem finnst þetta dýrt og vilja ekki fara þess vegna, þeir fara einfaldlega ekki. Þá er er allt óbreytt – eins og þessi ferð hafi aldrei verið í boði. En fyrir þá sem vilja fara þá er þetta einn möguleiki á að fara (sem hefði því ekki verið staðar hefði þessi ekki staðið til boða). Þetta er ekkert flókið.

  Við ættum að vera þakklátir fyrir þennan möguleika – áhættan er þeirra sem standa að ferðinni. Engin áhætta er hjá þeim sem ekki fara. Fyrir þá sem fara gefst kostur á skemmtilegri ferð.

 41. Hvaða væl er þetta hérna í mönnum það er enginn að neyða neinn í þessa ferð, eins og kemur fram þá eru fararstjórarnir ekkert að hagnast á þessu. Ég hef persónulega aldrei komist á Anfield því miður en ég væri mikið til í að komast í þessa ferð. Get ekki ímyndað mér að það væri leiðinlegt að öskra sig hásan með Kop.is genginu og fullt af Íslenskum Liverpool mönnum á leiknum. YNWA

 42. Sammála, hvað er verið að undirleggja þráðinn af mönnum sem eiga ekki túkall.

  Mætti halda að þeir eru skyldir FSG?

 43. 46 Einherji

  Það var ENGINN að spyrja þig!

  Svona nettur DV.is fílingur á sumum commentum við þessa færslu. Það er ekki vel. Leiðinda dylgjur um að það sé verið að borga undir meistarana ofl. sem væri bara í góðu lagi btw. Flug til Manc væntanlega dýrara, flott hótel ofl. eðlilegar skýringar.

  Góða skemmtun þið miklu snillingar sem farið í þessa ferð.

 44. Einherji (#46) – Lestu ummælin hér að ofan. Ég var þegar búinn að taka það sérstaklega fram í ummælum #17 að við hjá Kop.is þiggjum ekki krónu að launum fyrir þetta. Við erum fararstjórar en fáum ekki borgað fyrir, þannig að það er ekki verið að „borga undir“ okkur.

  Annars erum við ekki í neinni samkeppni við neinn, lítum allavega ekki svo á málið. Við ætlum ekki að gera þetta að föstum lið en ef vel tekst til í þetta skiptið er aldrei að vita nema við prófum einhvern tíma aftur. Ferðaskrifstofurnar og Liverpoolklúbburinn bjóða reglulega upp á leiki, ákveðinn fjölda á hverju tímabili. Fyrir okkur er þetta einstök ferð og ekki planað að gera þetta aftur á neinum ákveðnum tíma. Það er þó ekki útilokað að við förum aftur ef, eins og ég sagði, þetta heppnast vel.

  Hugmyndin kom í vor þegar við vorum að skipuleggja ferð saman sem fjögurra manna hópur, Kop.is-pennarnir, á leik Liverpool og Everton. Við ætluðum að skemmta okkur saman fjórir en svo þegar við fórum í ferðina enduðum við á því að skemmta okkur konunglega ekki bara fjórir saman heldur með hópi Íslendinga sem var þarna úti. Við komum heim úr þeirri ferð alveg ákveðnir í að reyna að blása til svona ferðar aftur, eins og við fórum í vor, nema að bjóða fólki með okkur. Og það er ekki hægt nema með aðstoð ferðaskrifstofu sem getur sett saman hópferðir. Þar komu drengirnir hjá Úrval Útsýn að málinu.

  Þannig að nei, við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við einn eða neinn. Við höfum allir nýtt okkur ferðir Liverpoolklúbbsins í gegnum tíðina og getum mælt með þeim.

  Hugmyndin í þetta skiptið var bara sú að okkur langaði aftur út saman og okkur langaði að bjóða fólki með okkur. Ef við fáum hressan hóp af Íslendingum til að koma með okkur og skemmta sér vel er það bara jákvætt.

  Ég legg til að fólk slaki aðeins á verðumræðunni núna. Sumir eru ósáttir við verðið, aðrir sáttir og segjast ætla að koma með. Við virðum allar skoðanir í þeim efnum og það ættuð þið hin að gera líka.

  Enn og aftur þakka ég bara áhugann á ferðinni og jákvæðnina. Ég skil vel að sumir séu svekktir að komast ekki með vegna verðsins en við stjórnuðum þeim hluta pakkans ekki og gerðum hvað sem við gátum til að halda þessu viðráðanlegu, þ.á.m. að þiggja engin laun fyrir þetta.

  Ég vona að þetta svari öllum spurningum í bili.

 45. Kemst ekki með að þessu sinni, en ef það hefði ekki verið annað planað á þessum tíma hefði ég klárlega skellt mér með, frábært framtak og vonandi verður meira af þessu í framtíðinni! 🙂

 46. Andskotinn! Maður verður að spjall við konuna í góðu tómi. Þ.e eftir að maður kemur heim 😉 Djöfull langar mann að fara. Sjáum til.

 47. Palli G, alveg rólegur á öskrunum. Maður tekur tekur nú bara svona til orða, ég geri mér fulla grein fyrir því að það var ENGINN að spyrja mig beint. Menn meiga nú ekki vera svona viðkvæmir þó einhverjir vekji upp ákveðnar spurningar. Nær væri að svara þeim og upplýsa þannig fólk.

  En þetta er frekar dýr ferð(miðað við sambærielgar ferðir) og allt í lagi að ræða afhverju hún er það. Það sem ég var að velta fyrir mér, og Kristján Atli svaraði í raun ekki, er hvort fararstjórar fái ókeypis út. Hvort þeir sem fari með séu í raun að borga undir fararstjóranna og þess vegna sé verðið svona hátt. Bara saklaus pæling… ….og þá vaknar önnur pæling, hvernig gera aðrir sem eru með ferðir þetta, t.d. Liverpool klúbburinn á Íslandi og fleirri?

  Mér finnst líka óþarfi að hjá mönnum að tala eins og að annað hvort hafi maður efni á að fara eða ekki. Ef mjólk kostar 1000 krónur út í búð, þá kaupi ég hana ekki þó ég hafi vel efni á henni, enda er hún rándýr. Þetta heitir einfallt viðskiptavit. Það sama á við hérna, ég hendi ekkert 150þ kalli í ferð ef ég get farið sambærilega ferð á 100þ…bara comon sense. Þess vegna finnst mér mikilvægt að allt sé uppi á borðinu og menn geti tekið vel upplýsta ákvörðun útfrá því. Ég tek það síðan alveg sérstaklega fram að ég er alls ekki að tala ferðina niður eða neitt þannig, bara reyna fá botn í afhverju hún er dýrari en sambærilegar ferðir. Í kjölfarið mun ég ákveða hvort ég vilji koma með, en það er alls ekki útilokað enda síðuhaldarar í miklu uppáhaldi hjá manni fyrir sína vinnu á þessu bloggi.

 48. Einherji, ég held að verðmunurinn liggji nú helvíti mikið í gistingunni.

 49. Einherji er ekki allt uppá borðinu? Þú veist hvernig ferðin er. dagskráin, leikurinn, verðið og allt annað sem þarf að vita. Þú tekur þá ákvörðun útfrá því hvort þú vilt fara með eða ekki. Hver fær frítt og hver ekki er í raun ekki issue.
  Ég tek t.d. þá ákvörðun að fara ekki út þar sem mér finnst ferðin frekar dýr. En það er mitt val. Rétt eins og það er val þeirra sem fara ferðina að borga gjaldið og skemmta sér konunglega ef allt gengur eftir.

 50. Ég var þegar búinn að taka það sérstaklega fram í ummælum #17 að við hjá Kop.is þiggjum ekki krónu að launum fyrir þetta. Við erum fararstjórar en fáum ekki borgað fyrir, þannig að það er ekki verið að „borga undir“ okkur.

  ok hver borgar fyrir 4 stk farasjóra.

 51. Ég ætla að loka þessum ummælaþræði. Við höfðum hann opinn til að geta svarað spurningum er varða ferðina en nú er þetta komið út í rugl og vitleysu.

  Fararstjórar borga sinn farmiða ekki sjálfir, það þekkist hvergi í ferðabransanum og það er ekki verið að „borga undir“ fjóra fararstjóra, sérstaklega ekki þar sem það munu tveir fara út en ekki fjórir. Ef þið viljið sjá samsæri í því þá er það ykkar vandamál en svona er þetta alls staðar. Við hins vegar vorum harðir á því að hirða engin laun (umfram farmiðann) fyrir vinnuna sem fer í að skipuleggja þessa ferð og stýra henni á meðan hún stendur yfir, til að halda verðinu sem lægstu fyrir ykkur hin.

  Eftir að hafa stýrt þessari síðu í mörg ár án þess að græða pening á henni og reynt eftir fremsta megni að skipuleggja þessa ferð án þess að hirða laun fyrir ætla ég ekki að sitja undir dylgjum þess eðlis að við séum að féfletta lesendur Kop.is okkur til eigin gróða.

  Við tökum allri jákvæðni í garð ferðarinnar fagnandi og ég bendi áhugasömum enn og aftur á að hafa samband við Luka Kostic hjá ÚÚ eða senda okkur tölvupóst ef þið hafið frekari fyrirspurnir. En þessum ummælaþræði er lokað.

 52. Jæja. Fólk búið að kæla sig aðeins þannig að við opnum þennan þráð aftur ef þið skylduð hafa einhverjar frekari fyrirspurnir.

 53. Sælir félagar, langar að forvitnast um hvar við komum til með að sitja á leiknum.
  Er það komið á hreint?

  Einn spenntur….

  kv, Gardar ola

3 Pings & Trackbacks

 1. Pingback:

 2. Pingback:

 3. Pingback:

Celtic 1 Liverpool 0

Downing á leið til West Ham – seldur (uppfært).