Fantasy – Kop.is deildin 2013/14

Jæja nóg komið í bili af barnaskóla drama, vindum okkur í alvöru mál…

Kop.is deildin hefur verið endurvakin í Fantasy leiknum og er um að gera að sjóða saman nýtt lið og taka þátt. Fyrir þá sem voru með á síðasta tímabili þá ætti að duga fyrir ykkur að skrá ykkur aftur til keppni og þið ættuð að detta sjálfkrafa í kop.is deildina.

Fyrir þá sem hafa ekki verið með áður eða vilja byrja upp á nýtt þá er kóðinn í deildina 1121688-260850 Hér er slóðin inn á síðuna http://fantasy.premierleague.com/

Þetta er að vanda bara til gamans gert og eitt skýrasta merki þess að boltinn fari bráðlega aftur að rúlla. Passið ykkur samt að skrá ykkur til leiks fyrir fyrsta leik.

6 Comments

  1. Hvernig væri að hafa líka keppni á http://www.spadu.is, það er að segja ef sú síða er að virka. Þá væri afnvel hægt að hafa einhvern vinningspott og hafa þátttökugjald kannski 2-3000 kr til að krydda þetta upp.

  2. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er líka deild hérna sem heitir Liverpool.is

    1372700-310868

    Endilega skráið ykkur þar líka.

  3. Síðuhaldarar, væri ekki gaman að búa líka til Head to head deild á kop.is.
    Flott tilbreyting og mjög skemmtileg.

Rodgers tjáir sig um Suarez

John W Henry um Suarez málið