Luis Suarez í viðtölum

Luis Suarez er búinn að veita bresku pressunni viðtal og segist vilja fara frá Liverpool. Hér má lesa frétt Guardian

Hundur (Small) (Custom)

Enginn er stærri en klúbburinn er það fyrsta sem mér dettur í hug eftir að hafa lesið þetta. Ég er í sumar gjörsamlega búinn að fá nóg af Suarez og þessi froða frá honum er auðvitað kornið sem fyllir mælirinn. Liverpool þarf að losna við þetta rotna epli og því fyrr því betra. Hann er ekki lengur með hugann við það að spila fyrir Liverpool og honum fylgja of mikil vandræði, eitthvað sem við erum að sjá núna að tekur því ekki að eiga við. Það er nýtt stórmál í kringum Suarez á nokkra mánaða fresti.

Hann er ekki vitlaus og er að leika leik sem hann hefur alveg leikið áður, reyndar er þetta skuggalega líkt því þegar hann fór síðast frá sínu félagsliði. Hjá Groningen fór hann í hart við félagið og fyrir dóm til að knýja í gegn sölu til Ajax, það mál vann Groningen en Ajax hækkaði á endanum boð sitt. Hjá Ajax beit hann andstæðinginn í sínum síðasta leik fyrir félagið og eftir þetta sumar er ég frekar á því að hann hafi bitið Ivanovic fullkomlega meðvitað um hvað hann væri að gera frekar en ekki. Núna er hann svo búinn að nota öll trikkin í bókinn við að komast frá Liverpool. Fyrst með því að pissa utan í Real Madríd og tala um hvað allir væru vondir við sig í Englandi. Þegar það gekk ekki er hann núna farinn í bresku pressuna og vælir yfir því að félagið sé ekki að standa við gefin loforð. Ég skal segja þetta aftur, Luis Suarez er að saka Liverpool F.C. um að standa ekki við orð sín! Fjandinn hirði það…og hann.

Að því sögðu tel ég að Liverpool sé betur sett með Suarez á bekknum hjá varaliðinu frekar en að samþykkja tilboð í hann frá liði eins og Arsenal (eða Tottenham sem dæmi). Hann er það góður að það væri með öllu fáránlegt að fara selja þeim okkar bestu menn og fá í staðin pening sem við getum ekki notað í leikmenn í þessum gæðaflokki, það er nánast bein uppgjöf svipað og sala RVP til United var hjá Arsenal. Hann átti þó bara ár eftir af samningi. Þá er betra að hafa þá áfram og í tilviki Suarez mætti að mínu mati næstum geyma hann á bekknum í þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi við Liverpool, samningi sem hann skrifaði undir í fyrra og hætti ekki að dásama Liverpool.

Ef að það er eins og Suarez segir eitthvað í samningi Suarez sem leyfir honum að fara til Arsenal eða annara liða fyrir 40m pund þá bara gott og blessað, ekkert við því að gera nema urða yfir Ian Ayre og félaga sem kvittuðu upp á þann samning. Félagið hefur ekkert farið leynt með að ekkert svona sé að finna í samningi Suarez og meðan svo er ætla ég rétt að vona að þeir standi í lappirnar eins og þeir hafa gert í allt sumar hingað til.

Skoðum aðeins nokkra punkta úr þessari mögnuðu frétt Guardian

Luis Suárez has pleaded with Liverpool to fulfil the promise they made a year ago and let him leave Anfield. The Uruguay striker insists that he is prepared to submit a written transfer request by the end of the week if the club continue to block his move to Arsenal. Speaking for the first time since Arsenal made a £40,000,001 bid for him, Suárez told the Guardian he believes that he has been left little alternative.

Þetta er nú í það allra minnsta byrjunin, ef honum langar svona mikið að fara þá er eins gott fyrir hann að sýna það með því að leggja fram formlega sölubeiðni og afsala sér þannig þeim “tryggðar” bónus sem samningar leikmanna kveða á um, hjálpi mér hvað hann ætti ekkert svoleiðis skilið og næsta lið sem situr uppi með hann getur varla haft þannig ákvæði með í næsta samningi sem Suarez skrifar undir.

Suárez claims the club told him they would let him depart if they failed to qualify for the Champions League this season and that a clause in his contract allows him to leave should someone make a bid of more than £40m. He says he has the backing of the Professional Footballers’ Association and that he his prepared to take the issue to the Premier League to force his exit and move to the Emirates before the transfer window closes on 2 September.

Það verður að viðurkennast að það er frekar fyndið að sjá hann leita til bresku pressunnar og PFA með sitt mál, hann hefur einmitt fengið svo mikinn stuðning hjá þeim hingað til. Ég er nokkuð rólegur meðan eigendur Liverpool eru svona öruggir með samning Suarez og vorkenni manninum minna en ekki rassgat ef einhver er ekki að standa við það sem sagt var við hann fyrir ári síðan.

“Last year I had the opportunity to move to a big European club and I stayed on the understanding that if we failed to qualify for the Champions League the following season I’d be allowed to go,” he revealed. “I gave absolutely everything last season but it was not enough to give us a top-four finish – now all I want is for Liverpool to honour our agreement.”

Ég er nokkuð viss um að hann var einnig leikmaður Liverpool fyrir ári síðan og hafði enganvegin ákvörðunarvaldið þegar kom að tilboði Juventus og á ekkert inni hjá Liverpool eftir það sumar. Það var ekki lítið búið að styðja við hann þann vetur og verðið á honum líklega grín sem aldrei hefði verið tekið. Hvað fékk hann frá Liverpool? jú betri samning og meiri laun.

The letter of the law is one thing, the spirit of the law is another. Suárez clearly feels let down by what he sees as a broken promise. Nor does he speak lightly; the doubts continue over the best way to proceed. Suárez says he was reluctant to reach this point. But he believes that the message that has come out of Anfield has not always been entirely true and that being portrayed as someone who just wants out has not always been fair.

Brendan Rogers, the Liverpool manager, insisted that he had spoken to Suárez and publicly claimed that the Uruguayan understood and accepted the club’s position. Those were remarks that surprised the striker when he saw them. The two men had indeed spoken but when they did Suárez made it clear that he wanted to go and felt that he was entitled to do so.

Þetta er áhugavert því þarna er hann beinlínis að saka Brendan Rodgers stjóra Liverpool og hans næsta yfirmann um lygar. Það fer vel ofan í Rodgers.

But he disputes suggestions that he has lacked loyalty and says most fans would understand his position. His performances allow him to build a case: 51 goals in 96 appearances, 30 last season. In terms of talent, or commitment on the pitch, few doubt him. The problems have been elsewhere. He also notes that Liverpool could make an enormous profit on the £22.8m they paid Ajax for him in January 2011. Besides, loyalty cuts both ways and he was swift to paint his decision as a purely professional one.

“They defended me, just like I defended them on the pitch. The players have always supported me and I’m grateful for that. It’s the same with the supporters. I got a great reception at the weekend and I am grateful. I don’t think the supporters are angry – I think they understand a player when he has the ambition to triumph at the highest level.

Hann gæti ekki misreiknað stöðuna mikið meira. Jú það er skilningur að hann vilji komast í meistaradeildina, við viljum það öll. En alls ekki með því að fara til keppinauta Liverpool og liðs sem hefur bókstaflega ekkert unnið átta tímabil í röð. Það eru lið frá Rússlandi að spila í meistaradeildinni og mikið óskaplega mætti eitt þeirra koma með gott boð sem myndi veita honum tækifæri til að spila í meistaradeildinni.

“I’m 26. I need to be playing in the Champions League. I waited one year and no one can say that I did not give everything possible with my team-mates last season to get us there.”

He continues: “It is not as if I am asking to move to a local rival. And I would not consider moving to a club outside the Champions League. I have made my desire to move known in private various times and now it feels like the time for me to make it public.

“I have to put my career first. People say Liverpool deserve more from me but I have scored 50goals in less than 100 games and now they could double the money they paid for me.

Sama hérna og ef þetta gengur í báðar áttir þá var það Liverpool sem hjálpaði honum að skapa sér það nafn og virði sem hann hefur í dag (sem leikmaður). Það er eins og hann vilji að við séum honum þakklát fyrir að hann sé ekki að fara til Everton eða United.

Ég nenni ekki að greina þetta meira úr Guardian. Eftir þetta og raunar fyrir líka er ég endanlega kominn á þá skoðun að Liverpool er betur sett án Suarez og þarf að losna við hann, því fyrr því betra. En sú sala verður fullkomlega að vera á forsendum Liverpool og aldrei til liða sem við stefnum á að ná. Ef það er betra fyrir félagið að halda Suarez óánægðum í eitt tímabil þá vill ég það frekar. En hann verður ekki mikið lengur leikmaður Liverpool og nú held ég og vona að hann fái ekki aftur viðlíka móttökur og hann hefur fengið undanfarið, hann á það svo innilega ekki skilið.

Þetta er auðvitað mikið til það sem hann er að reyna og vill til að losna frá Liverpool en “so be it” honum tókst það hvað mig varðar. Liverpool hefur oft misst miklu stærri nöfn og mikilvægari leikmann. Aldrei þó með þessum hætti og mér er það til efs að nokkur leikmaður hafi sýnt stuðningsmönnum Liverpool eins litla virðingu og Suarez hefur gert núna í sumar.

Að lokum vil ég taka fram að ég er skrifa þetta í þeirri trú að hann hafi í raun og veru sagt allt þetta við bresku pressuna og hef litla ástæðu til að efast um það. Svona til að fullkona vitleysuna og bullið sem kemur úr Suarez þá er þetta fyndin frétt frá sama blaði fyrr á þessu ári.

Guardian í janúar

118 Comments

  1. Vonandi bíður Liverpool eftir formlegu transfer requesti svo að hann fái ekki 1% af sölufénu, svo vona ég líka að við fáum meira en 40m fyrir hann.

  2. Please ég geri allt til þess að sjá Pier Morgan killast yfir því að Wenger muni ekki kaupa Suarez jafn vel þótt Suarez biður um það.

  3. Leiðindarmál frá a-ö, Enn Liverpool getur sjálfum sér kennt að við séum að missa hann frá okkur. Hann þurfti að bera þetta lið á herðum sínum síðasta tímabil til 1 feb, Hann gaf meira enn allt í að koma okkur í toppbáráttu því verður ekki neitað, Enn þessi kaupstefna á liðinu er greinilega ekki að sannfæra hann til að vera áfram. Síðasta sumar var hörmung Januar var ágætur, Ef Liverpool væri búin að gera heimavinnuna í sumar og ná inn leikmönnum á sama kalíberi og Tottenham þá væri kannski léttara fyrir okkur að halda okkar Besta leikmann, Paulinho-Soldado versus Alberto-Aspas? Ekki erfitt að velja þetta!! Svo getum við líka farið í hina sálma Ef hann myndi drulllllllast til að hafa hausinn rétt skrúfaðan á þá værum við kannski búin að eiga meira möguleika á þetta 4 sæti!!

  4. Varaliðið ef ekki fæst 50 + fyrir hann … Helvîtis vanþakkláta fífl … Hver vill kaupa svona leikmann ég spyr bara ….

  5. Segist ekkert “skulda” Liverpool af því að hann hefur skorað 50 mörk í 100 leikjum (í svona 1000 færum).

    Þessir leikir, og mörkin væru fleiri ef hann væri ekki slíkt erkifífl að BÍTA annan leikmann.

    Við sem höfðum staðið með honum í gegnum Evra ruglið og dýfu umræðuna, skiptir það þá engu máli þar sem hann skorar í öðrum hverjum leik?

    Ótrúlegur kúkalabbi en að sama skapi frábært hvernig Rodgers, Henry og co hafa spilað þetta. Og það að hann líti á Arsenal sem næsta skref á sínum ferli? Ég veit að ég er svosem að segja það sama og hefur verið sagt 100 sinnum hérna áður, en þetta er bara svona.

    PS svo var Anzhi að setja alla sína menn á sölu. Er ekki eitthvað nothæft þar á bæ?

  6. Þvílíka fórnarlambið! Hann þykist virkilega hafa gert allt sem hann gat til að hjálpa Liverpool að komast í meistaradeildina. Djöfull meika ég ekki þetta væl í honum!

    “I have to put my career first. People say Liverpool deserve more from me but I have scored 50 goals in less than 100 games and now they could double the money they paid for me.”

    Hann hefði einmitt átt að sleppa því að fara í bann og ná að spila fleiri en 100 leiki.

    “I’m 26. I need to be playing in the Champions League. I waited one year and no one can say that I did not give everything possible with my team-mates last season to get us there.”

    Að láta dæma sig í 18 leikja bann er ekki að gera allt sem maður getur.

    Nú er bara að fá sem mest fyrir hann og skella á eftir honum!

  7. Ég skil það að hann vilji fara og að klúbburinn vilji ekki selja hann undir 40m punda.
    Við vorum langt frá því að komast í Meistaradeildina á síðustu leiktíð og klúbburinn hefur ekki ennþá gert neitt sem bendir til þess að við verðum e-ð nær því á næsta ári.

  8. Þá er hann loksins búinn að segja þetta beint út. Sennilega að ósk umboðsmans. Nú vita allir hvað hann raunverulega vill. Hann vill fara, og maður verður bara að skilja það, það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að Liverpool verði í baráttu um titla næstu ár. Sama hvað fólk hefur mikla trú á Rodgers.

    Ég kveð Suarez með söknuði, það var gaman að horfa á Liverpool leiki með hann í liðinu. Fari hann til Arsenal, vona ég þeir nái ekki meistaradeildarsæti á næsta tímabili og falli út snemma í ár.

  9. Og svo ef hann vill svona endilega fara frá Liverpool þá getur hann bara andskotast til að leggja inn transfer request og missa af þessum bónus sínum.

  10. Þá bara fer hann. Þetta er ekki flókið. Hann langar til að spila í CL. Við erum ekki þar, því liðið er ekki nógu gott ennþá. Svona er fótboltinn bara. Við skulum ekki kalla Suarez illum nöfnum. Hefjum okkur yfir svoleiðis rugl. #itsjustagame

  11. Þvi fyrr sem að hann fer því betra. Stærsta vandamálið er nátturlega það að það vill ekkert lið kaupa hann, fyrir utan Arsenal. Fáranlega erfið staða sem að klúbburinn er í og maður vonar svo innilega að það komi tilboð frá einhverju liði utan englands sem fyrst þannig að það sé hægt að horfa fram a veginn. Bara meika ekki þessar endalausu sápuóperur í kringum klúbbinn okkar.

  12. Hvað er fólk að rugla með þennan bónus hjá Suarez, hann skrifar bara undir að hann fái jafn mikið frá Arsenal og hann átti að fá frá Liverpool. Getur ekki verið erfitt fyrir hann.
    Plíz Bayern komið með 35 milljón punda tilboð og Liverpool selur hann þanngað.

  13. Ef þetta væri leikmaður sem hefði ekki verið í banni útaf sjálfum sér, hataður um allt england (já af arsenal mönnum líka) en varinn af liverpool mönnum, myndi ég alveg veita honum skilning. Liverpool er slappt lið í dag og með innkaupastefnu liðsins eru meiri líkur að við förum neðar á töflunni en ofar, hvaða leikmaður vill spila í því liði. En fyrst hann hefur farið að þessu svona, vill svo á endanum fara til Arsenal þá vil ég sjá félagið einfaldlega koma fram með tilkynningu: “Suarez mun aldrei spila aftur fyrir Liverpool, hann er falur fyrir 80m punda og þangað til æfir hann með varaliðinu”. Annars held ég að við ættum bara að bjóða Tottenham hann fyrir Bale peningin.

    Coutinho fer á næstu 2-3 árum, Sterling á næstu 5 árum. Ekki fleiri merkilegir þarna (fyrir utan Lucas, Agger og Gerrard sem fara væntanlega ekki) en ef svo væru myndu þeir sjálfsagt á endanum fara líka. Það vill enginn hágæða leikmaður keppa um 6.-7. sætið, að er staðreynd. Liverpool þarf sykurpabba, sorglegt en svona er þetta bara…

  14. Vonandi er þessarar fréttir réttar:

    http://fotbolti.net/news/06-08-2013/thjalfari-anzhi-rekinn-eftir-16-daga-i-starfi-hopurinn-a-solulista

    Suleiman Kerimov, eigandi Anzhi, hefur því ákveðið að bregðast við á heldur truflaðan hátt, en hann hefur ákveðið að setja allan leikmannahóp liðsins á sölulista og treysta á það að byggja upp yngri leikmenn.

    Suarez væri alveg fíinn þarna kannski skipta hann við Lacina Toure og Willian og mæti líka bæta við eto’o.

  15. Á Liverpool ekki bara að gera skiptidíl við United: fá Rooney + pening og þeir fá Suarez? #ekkiaðfaraaðgerast

  16. Maður minn lifandi.

    Stekkur í Guardian sem er blað frá Manchester, talar um traust og leitar til PFA. Ég viðurkenni bara það að ég hló…upphátt!

    Það er ljóst að með þessu hefur Suarez málað sig út í horn. Ég hef eytt svo mörgum orðum í þetta mál undanfarið að ég segi ekki mikið meira.

    Nú bara tökum við Tevez á þetta mál, hann má bara alveg vera á launum og æfa með varaliðinu. Við vitum öll að með því að selja Suarez til Arsenal kyssum við 4.sætið bless og ef að það verður endingin held ég að það sé eins gott að hrista fram stóra ása fram úr erminni áður en að því kemur.

    En ég hlakka til viðbragðanna. Við erum að díla við ótrúlegt eintak hérna, alveg ótrúlegt eintak!

  17. Það var alltaf von á þessu. BBC vöruðu við þessu um helgina og nú er það komið. Hann afsakar sig frá æfingu í dag, sleppir fluginu til Noregs og á meðan liðið er á fullu í jákvæðum viðtölum í Noregi fer hann á bak við klúbbinn og talar við Guardian og Telegraph. Ekki Echo heldur tvo af þeim miðlum sem hafa hamast hvað mest á honum og lagt hann í svo mikið „einelti“ að hann varð að komast frá Englandi í vor. Eins langt frá Englandi og hann kemst. Alla leið til Arsenal.

    Þetta er náttúrulega alveg sérstök týpa af hræsni sem við erum að díla við hérna.

    Ég stend enn við allt sem ég sagði í pistli mínum fyrir nokkrum vikum: Et tu, Suarez?

    Ég vona núna að Liverpool og FSG sýni hvað í þeim býr. Ef enginn býður í hann nema Arsenal eigum við að standa fast í fæturna og láta hann sækja þetta alla leið í réttarsal. EKKI selja af fúsum og frjálsum vilja til keppinauta okkar um Meistaradeildarsætið.

    Boltinn er algjörlega í horni FSG. Láta þeir undan þrýstingi þegar hann leggur inn sölubeiðni og taka 40m punda tilboðinu? Eða hafa þeir bein í nefinu til að fara alla leið með þennan slag?

    Ég vona svo innilega að það sé hið síðara. Látum hann æfa einan, sviptum hann Sjöunni, og seljum hann svo til meginlandsins í janúar. Það, frekar en að selja ótilneyddir til Arsenal í dag.

  18. Já og mig langar líka til að segja hæ við alla stuðningsmenn annarra liða! Það er minnst á Kop.is á Twitter, Fótbolta.net og víðar í kvöld. Greinilegt að stuðningsmenn annarra liða hafa gaman af að sækja sér popp og kók og lesa ummælin hérna þegar eitthvað gengur illa hjá Liverpool.

    Verði ykkur að góðu, segi ég bara. Það er ekki eins og Arsenal-menn á Íslandi eigi sitt eigið stuðningsmannablogg. Þið megið alveg fá Kop.is lánað af og til … 😉

  19. Mín skoðun er sú að Suarez er eini leikmaðurinn sem við gætum mögulega fengið almennilegt cash fyrir að fráskildum Coutinho. Suarez er einn besti center heims og við gætum vel fengið yfir 50 milljónir punda fyrir hann. Hins vegar tel ég að við ættum ekki að selja hann ef við viljum halda okkur í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni. Hann dró okkur áfram síðasta tímabil og ef ekki hefði verið fyrir hann hefðum við lent í neðri part deildarinnar.
    Hins vegar vil ég meina að það sé ekki gott fyrir liðsheildina að halda honum. Frekar vildi ég fá peninginn, kaupa nokkra efnilega leikmenn og þá kannski, en bara kannski, eigum við séns á að keppa í Meistaradeildinni innan 15 ára.

  20. Suarez er topp leikmaður og sá allrar besti síðustu ár. Að fólk hér sé að drulla yfir hann sýnir bara barnaskap og ekkert annað.
    Hann vill spila í CL og það vilja eða geta ekki helvítis kanarnir sem eru Skera allt niður eins og metnarlausir ….
    Reynir frekar að drulla yfir þessa kana sem hafa ekki hundsvit á fótbolta, eru ekki búnir að leggja neitt inní þenna klúbb, reyna bara að græða eitthvað sjálfir og selja svo klúbbinn á rétta augnablikinu.

  21. Takk Kristján.

    Kem oft hingað inn og öfunda Íslenska Liverpool-menn af þessu bloggi. Suarez er skemmt epli og ég vil alls ekki fá hann í mitt lið Arsenal og það er ég ekki einn um. Hann er frábær í fótbolta en ég vil ekki sjá hann. Það segir nú eitthvað um manninn, eða er það ekki?

  22. Jæja þá tek ég heilvítis pollyönnuglergaugun niður og treð þeim í ra##gatið á mér……… Er alveg að missa þolinmæðina fyrir þessum gaur, dásemaði klúbbinn í vor og sagðist mundi vera þrátt fyrir ekkert meistaradeildarsæti.
    En skil að hluta til ástæðuna hjá honum, er á besta aldri núna og Liverpool virðist eingöngu hugsa um að lækka launakostnað með að lána eða gefa leikmenn, og varla maður á móti manni inn.

    Ef þetta eru réttar fréttir með að Downing og skrtl. og greinilega eingir að koma inn.

  23. Arsenal stuðningsmenn. Hámark hræsninnar. Drulla yfir RVP að fara til liðs sem er að vinna titla og fagna svo að Suarez vilji fara frá Liverpool til liðs sem er ekki að vinna titla.

    Og btw ef Man Utd stuðningsmenn eru að gangrýna okkur fyrir að snúa baki við Suarez eftir þessa sprengju eftir að hafa varið hann fyrir mörgum vafasömum atriðum langar mig að segja eitt: ROONEY,,,,shut the fuck up….. I rest my case.

    Hvað Suarez varðar þá er einkennilegt að segja að hann hafi gert allt til þess að koma Lfc í meistaradeild með 18 leiki í banni. Síðan talar hann um eins og hann hafi bara skorað þessi aragrúa mörkum upp á sitt eigið einsdæmi. Veit ekki betur en Gerrard er búinn að mata þetta kvikindi hvað eftir annað og hann skal ekki halda að það verði walk in the park að hann fái sömu þjónustu hjá Arsenal.

    Við ættum að selja hann til Anzi fyrir 40 mills og eitt pund. Hann ætti þó eitt sameiginlegt með stuðningsmönnum Anzi………….. þeir hata svertingja!!!!

  24. Maður er að veraða svo leiður á þessu Suarez máli að það hálfa væri nóg… En engu að síður langar mig bara tilað að segja þetta. Eins og málin eru i dag, hann farinn með þetta í fjölmiðlana (þessa sömu og eru svo vondir við hann) þá er þetta búið spil hann fer að ég held…. En að selja hann til Arsenal á 40 millur er ekki að selja það er að gefa sé litið til þeirrrar upphæðar sem Real eru að borga fyrir bale… Persónulega held ég að Suarez sé betri leikmaður en Bale og því verð meiri. Vill að við seljum hann til einhvers liðs untan Englands, að öðrum kosti látum við hann virða samningin sinn… Hann skrifaði undir þennan sammning og í þessum heima á að virða samninga til þess eru þeir gerðir…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  25. Svo kemur Arsenal á morgun og hættir við þetta boð og þá hafa þeir náð að skemma innviðina hjá Liverpool= veikir liðið mikið

    Eru einhver önnur lið búnir að bjóða? Nei

    Takmarkinu náð hjá Arsenal

  26. Bara svona rétt að spá í einu, er einhver séns á því á að þetta viðtal sé bara uppspuni? Virðast allir vera 100% á því að þetta sé orðrétt frá gæjanum?

  27. Verd daudfegin þegar hann fer , hefur bara ordid klúbbnum okkar til skammar . Svo mun þetta vonandi þjappa hópnum saman og vid eigum gott timabil .

  28. Djöfull er ég reiður út í þennan andskota! Rússland, Ítalía, Spánn, Þýskaland, Frakkland……..þið getið átt þennan skrattakoll gegn 55 milljón punda greiðslu. Ensku liðin, gleymið þessu! Við höfum hann frekar í fýlu á bekknum í 3 ár heldur en að selja hann til keppinauta í Englandi. Það má bara ekki gerast, punktur!

    Liverpool verður að spila þetta klókt og fara að leita að a.m.k. tveimur topp leikmönnum í staðinn fyrir Suarez (hvar svo sem í andskotanum við eigum að finna þá). Megum alls ekki selja Suarez fyrr en við erum búnir að tryggja okkur þessa leikmenn. Ekki lenda í annarri Torres-vitleysu……..plís!

    Helvítis focking fock!

  29. Ekki alveg þráðrán en samt.

    Í gegnum tíðina hef ég oft pirrað mig á því að við leikum þann leik oft og mörgum sinnum að tala niður bresk kaup til þessa liðs okkar og höfum verið hund dónaleg við gæðablóð eins og Kuyt, Carra, Spearing, Hendo, Carroll og Downing.

    En á sama tíma varið menn eins og Masch, Torres og Suarez. Ég held í alvöru með þessu ævintýri núna bara beinlínis eigum við allavega að hætta að uppnefna og troða í svaðið leikmenn sem hafa ekkert gert annað af sér en að vera ekki jafn góðir í fótbolta og við vildum. Því miður eru það ekki þeir sem leika klúbbinn okkar verst.

    Bara áminning krakkar mínir, en svo skulum við alveg halda áfram að hrista hausinn yfir því hvað er í gangi í úrúgæjskum kolli Suarez.

  30. Svona á björtu hliðina þá höfum við unnið titla tímabilin eftir að við missum stjörnu framherjana okkar seinustu tvö skipti.

  31. Gott kvöld strákar!

    Hvað er að frella? Ég er sko eldrauður í kvöld og ekki út af treyjunni.

    Mamma og pappi í mat og ég að snappa AUMINGJA ÞAU! Þetta er seinasta skiptið sem að ég hef kindelinn minn mataborðið.

    Suarez nei! Meira svona Tyronnasuarez! Kolrassa krókríðandi ÞÚ VEISST!

    Jæja homeys! HVAÐ SEGJA KEPPZ?!?! Plís kommentið vinir!

  32. Varaliðið. Lata manninn rotna þar. Sýna smä hörku, láta þessar ofborguðu primadonnur ekki teyma klúbbana a asnaeyrum! Halda menn að United selji Rooney til Chelski..ekki sens. Liverpool eigendur ef þid seljid hann til Arsenal, þa verðið þid ad selja klúbbinn.

  33. 27 Guardian er eitt áræðanlegasta blað heims. Þegar það setur eitthvað í blaðið sitt er það 95% líkur á því að það sé rétt. Þannig ég held að hann hafi farið í viðtal.

  34. Ég skil ekki alveg hvað ég er eitthvað ekki æstur yfir Suarez, líklega er maður ennþá það brenndur eftir söluna og söguna um Torres. Suarez er a.m.k. alls ekki á sama stalli hjá mér og Torres var þó ég sé auðvitað mjög mikill aðdáandi leikmannsins Suarez þegar hann er að spila fótbolta af heilum hug.

    Ég hef þó áður velt því fyrir mér hvort Liverpool verði endilega veikara án hans og eftir útspil hans sl. vikur er ekkert erfitt að komast að niðurstöðu. Hann var ekki búinn að opinbera alveg þá hversu illa rotið epli hann er en ég skrifaði þetta í byrjun júní http://www.kop.is/2013/06/09/17.25.22/

    Núna er hann búinn að saka stjórann um beinar lygar og gefur skít í stuðningsmenn Liverpool sem og eigendur, fyrirliða og stjórann sem allir hafa gengið nánast of langt við að segjast endilega vilja halda honum.

    En eins og ég sagði í færslunni og flestir aðrir segja, selja hann úr landi. Ef það er ekki hægt þá halda honum. Ég hef í allt sumar haldið því fram að Suarez endi í Real Madríd og oft komið inn á það og efa ekki að þeir fylgist vel með þróun mála næstu daga og skemmti sér mjög vel. Núna er hann búinn að sýna sín spil, ætlar að fara fram á sölu og heimar að fá að fara á tombólu verði m.v. leikmann í hans klassa. Liverpool er komið upp við vegg og “þarf” að selja og alls ekki til liðs sem þeir eru í beinni samkeppni við, voila = Real Madríd.

    Ef hann endar hjá þeim er ekki annað hægt en að hrósa þeim fyrir þetta leikrit.

    Hvað okkur varðar þá er ansi vægt til orða tekið að halda því fram að eftir 3. ára build up eru næstu vikur RISASTÓRAR fyrir FSG.

    Síðasta sumar ekki gleymt.

  35. Ég skil svosem hans stöðu, Að hann vilji halda áfram að vaxa sem leikmaður, Og að hann vilji spila í Meistaradeildinni en persónulega finnst mér að hann hafi átt að sleppa þessu Fjölmiðla rugli og bara sætta sig við stöðu mála og halda áfram að spila fyrir Liverpool Football Club, Hver einasti maður getur séð það að við erum að taka skref fram á við, Og það að loksins eigum við raunvörulegum möguleika á Meistaradeildar sæti.

    Torres gerði mjög svipað, Fór þegar við vorum að taka stórt skref fram og það gjörsamlega rústaði möguleikunum okkar á Meistaradeildar sæti, Ætla rétt að vona að maðurinn verði seldur á rúmar 50 Milljónir Punda til Spánar. Það að Suarez vilji fara til Arsenal er ekkert nema fáranlegt hjá honum, Hann vill komast svo langt frá Englandi að London virðist vera næsti ákomu staður hans! Við stóðum flestir með honum í gegnum súrt og sætt, Hann benti á að Pressan á Englandi væri of hörð á hann, Og hann vildi fara frá Bretlandi og ég skildi það.. En svo kemir hann núna og segist vilja fara til Arsenal? Þetta er bara asnalegt. Allt saman, Losa okkur við hann og fá Benteke, Jafnvel Costa.

  36. Fyrir mér er þetta hið hinsta próf fyrir FSG. Annaðhvort rísa þeir eða falla (og missa stuðningsmennina).

    Persónulega bíð ég gríðarlega spenntur eftir þeirri niðurstöðu.

  37. Ein spurning sem stendur út af eftir kvöldið. Af hverju fór hann ekki bara fram á sölu?

  38. Ja hérna ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að ég skil Suarez bara óskup vel að vilja komast frá Liverpool enda hafa eigendur Liverpool sýnt í sumar að þeirra metnaður er hvorki að komast í meistaradeildina né að vinna titla. Þeirra metnaður virðist liggja í því að lækka launakostnað og kaupa einhverja unglinga á lágum launum í þeirri von að þeir breytist í súperstjörnur eins og í einhverri klisjukenndri bandarískri bíómynd. Ef að þeir hefðu sýnt smá vott af metnað í sumar og gert eitthvað til þess að styrkja liðið ekki bara lækka launakostnaðin þá sæi Surez kannski einhverja ástæðu til þess að gefa þessu eitt tímabil í viðbót í þeirri von um að komast í meistaradeildina. En þessir punglausu kanar eru bara eins og krabbamein á okkar ástkæra klúbbi og eru að breyta okkur í brandara sem að engin leikmaður sem hefur metnað og eitthvað getur vill spila fyrir því þeir eins og aðrir sjá að þessir kanar eru ekki tilbúnir að gera það sem til þarf til að koma okkur aftur í hæstu hæðir. Ég held að skipti bara nákvæmnlega engu máli hvort við seljum Suarez til Arsenal eða Tottneham því við höfum hvort eð er enga möguleika á því að enda ofar en þessi lið hvorki með eða án Suarez. Að þessu sögðu þá þó svo að ég skilji Suraez mæta vel fyrir að vilja fara frá okkur þá finnst mér hann engu að síður algjör drullusokkur fyrir það hvernig hann er að gera það ef hann hefði bara sagt í maí ég vil fara frá Liverpool til að spila í meistaradeildinni og beðið eftir því að einhver hefði komið með gott tilboð í hann þá væri sennilegast engin sem gæti veriðið fúll yfir því. En staða Liverpool í dag er því ver og miður sú að við erum sökkvandi skip og okkar ömurlegu amerísku eigendur eru bara að ausa vatni inn í skipið ekki út úr því.

  39. Skil mannin vel, það er ekkert við kaupstefnu lfc sem segir að það sé metnaður fyrir að færa klúbbinn í topp 4 í pl. Ég myndi líka vilja fara en þó ekki til Arsenal.

  40. já, nú reynir svo sannarlega á eigendurna. Stóra prófið hefur verið lagt fyrir þá. Hvernig spila þeir úr þessu? Hvaða leikmenn geta þeir fengið í staðinn fyrir Suarez. Miðað við yfirlýsingar BR undanfarið + sprengjan hjá Suarez í dag þá verðum við að fá a.m.k. 4 toppleikmenn fyrir lok gluggans og þá er ég auðvitað að ganga út frá því að Suarez fari. Þetta er risaverkefni, hvar í andskotanum eigum við að fá 4 toppleikmenn sem eiga að ganga í byrjunarliðið eða gera í það minnsta verulegt tilkall til þess??

    Svo er b) liðurinn í stóra prófinu. Hvert selja þeir Suarez. Ég fullyrði það að mjög stór hluti stuðningsmanna LFC munu ALDREI fyrirgefa þeim ef þeir selja Suarez til liðs í Englandi.

    Vá hvað reynir á FSG núna.

  41. @39 hann fer ekki fram á sölu því hann vill fá tryggðarbónusinn. All about the money

  42. Góður pistill Babu.

    Þvílik spengja sem þetta var. Það sem er ekki búið að reyna að gera fyrir þennan dreng hjá LFC. Staðið með honum í gegnum súrt og sætt, jafnvel súrsætt! Má í raun segja að hann hafi átt stóran þátt í að besti eða næstbesti leikmaður í sögu félagsins missti starf sitt.
    Í gegnum allt þetta kjaftæði sem hann hefur verið í hjá okkar klúbbi og tímarnir sem farið hafa í að verja hann…….. og svo allt þetta Fkn bull á honum í sumar… hvað gerðist gegn Olympiakos….. jú ÖLL KOP stúkan stóð upp fyrir honum.! Og hvað gerir hann nokkrum dögum seinni, vippar sér í blöðin og vælir um að allir hjá klúbbnum séu að svíkja hann. KRÆST!…..

    Sko, ef að það á að selja hann, þá verður það á okkar forsendum, á verði sem við sættum okkur við, til liðs sem við sættum okkur við…PUNKTUR

  43. Babu: það er “hann langar”
    Annar trúður, The Guardian er sennilega með virtari dagblöðum. Þeir færu ekki að skálda neitt.

  44. Hvaða væl er þetta… LFC mun spjara sig vel án Suarez.
    Það er nákvæmlega ekkert að liðinu eins og það er í dag. Fullt af ungum, mjög góðum og hungruðum leikmönnum með frábæra tækni og hraða sem geta veitt hvaða liði sem er harða keppni.
    Það munu bætast við leikmenn í liðið, hvort sem Suarez fer eða ekki.
    Nú ef hann fer verður bara til meiri peningur til leikmannakaupa og maður kemur í manns stað.

    Alveg eins og Suarez lét okkur gleyma Torres, þá mun Coutinho láta okkur gleyma Suarez. Varð þess heiðurs aðnjótandi að sjá hann live á Anfield í vetur, þá rétt að byrja að aðlagast enska boltanum. Boltatæknin og fótboltaheilinn sem þessi drengur hefur er frá annarri plánetu. Hlakka mikið til að sjá hann og Sturridge blómstra í vetur.
    LFC mun spila frábæran bolta í vetur með þetta lið sem við höfum núna, sannfærður um það.

  45. Svona satt að segja þá gæti mér eiginlega ekki verið meira sama leyfum honum að fara sturridge á eftir að standa sig eins og hetja næsta season svo þetta skiptir engu

  46. Ég held að það eigi bara betur við Liverpool að vera 11 manna lið heldur en að vera með eina bjánalega prímadonnu og 10 aðra. Við sáum hvað Liverpool spilaði frábæran bolta þetta hálfa ár eftir að Torres fór(þá var Suarez ekki stjarnan sem hann er í dag), það var eins og þá væri þungu fargi af þeim létt og eins þessir 4 leikir eftir að Suarez fór í bannið í vor.

    Það er eins og þeir hafi losnað úr einhverjum álögum og loksins fengið að fara og spila fótbolta sem ein heild.

  47. Mest af öllu langar manni til að segja beint út “látum hann rotna í varaliðinu” en það víst gengur ekki, ekki góð skilaboð til annara leikmanna sem við erum á höttunum eftir. Held samt að Liverpool verði að draga ákveðna línu varðandi hegðun hans, t.d. með að láta hann dúsa í varaliðinu fram að jólum og sjá hvernig hann verður þá. Eftir það í versta falli þá bjóða hann til einhvers stórs klúbbs í evrópu á smá útsöluverði, kannski svona 30 m punda. Þessi piltur er augljós bully og það eina það sem hann skilur er líklega álíka hegðun á móti. Synd hvað maður hefur eytt tíma og orðspori í að verja þennan pörupilt.

  48. Voðalegar DramaQueens eruð þið hérna. Best að bíða með að skjóta sig í fótinn þangað til endanlega niðurstaða er komin fram í þessu máli. Suarez vill enn fara, við viljum ekki selja fyrir 40 millur. Það á enn mikið eftir að gerast. Bale er td ekki farinn til Real, ef það gengur ekki upp þá munu Real vafalaust vilja fá Suarez.

    Eins má líka segja víst að hann er kominn fram í dagsljósið með sín mál, þá eykur það vafalaust líkur á því að aðrir klúbbar í evrópu bjóði í hann.

    Allt opið ennþá og spennandi dagar framundan !

  49. Fólk verður að skilja það að við höfum ekki efni á því að “Látið hann rotna í varaliðinu” Við erum ekki City! Það eru þrjár vikur eftir af glugganum, við þurfum að losna við Suárez sem fyrst til þess að geta keypt staðgengil.

  50. Hvern eigum við að kaupa í staðinn?? Eg meina ekkert hefur gerst, Armeninn sem var okkar helsta takmark for til Dortmund. Hvert var næsta target? Af hverju er Liverpool ekki orðað við Benteke? Micu? Er það vegna þess að eigendur okkar hafa ekki fjárráð eda getuna til ad keppa a markadnum?

  51. Það eina jákvæða sem ég sé ef Suarez fer til Arsenal er þegar við mætum þeim og Suarez kemur nálægt Dagger-num.

  52. Baldur, er ekki til einhver franskur gimsteinn sem við getum uppgötvað, í anda Pongolle og Le Tallec?

  53. Ansi væri það nú fínt ef gott tilboð kæmi frá Rússlandi.

    Ég spái því að ef ekki kemur eitthvað gott tilboð frá útlandinu þá verði kappinn ekki seldur. Hann verður með hundshaus fram eftir hausti en þegar blessaða banninu líkur og Liverpool á fínu rönni, þá fær hann að finna fyrir þvi að hann á ekkert frátekið sæti í liðinu.

    Hann verði að berjast fyrir sínu sæti eins og aðrir og haga sér. Ef hann vill láta taka sér sem pro (umdeilt) þá setur hann undir sig hausinn og heldur kjafti (lokuðum) Ef ekki þá fellur hann hratt sem fótboltamaður því menn þurfa jú að spila.

    YNWA

  54. Vona svo innilega að þeir selji þessa mannleysu á 50m+. En hvaða masókisma hugleiðingar eru þetta með þennan Costa hjá A.Madrid,sem er nú ekki skárri tertuspaði en Suarez. Hann er fullkominn sori inn á velli sem yrði ekki lengi að koma sér í löng bönn á englandi fyrir viðbjóðs aðgerðir eins og í fyrra þegar hann var að hrækja í lófann á sér og sletta slummunni í andlit andstæðingana og ýmislegt fleira.

  55. Ég held svei mér þá að þessi maður slagi í það að hafa lægri greindarvísitölu en meistarastykkið El-Hadji Diouf. Munurinn er sá að LS er mikið betri í fótbolta, og þar af leiðandi ekki sama hvert hann fer. Þvílíkur froðuheili!

  56. 54

    Ég sé nákvæmlega ekkert jákvætt við það. Við vitum það öll hér inni að Suarez á eftir að styrkja Arsenal-liðið verulega. Vissulega á Wenger kallinn eftir að lenda í vandræðum með þetta villidýr, en gaurinn er samt þyngdar sinnar virði í gulli, enda algert náttúrubarn sem elskar að spila fótbolta, leggur sig 100% fram og það sem er mikilvægast……..er með rosalegan sigurvilja.

    Vill einhver hér í alvörunni sjá hann spila með öðru liði í Englandi???

  57. Mín tvö cent í þessa umræðu er að láta hann æfa með varaliðinu fyrst um sinn. Ef LS hefur vott af atvinnumanni í sér þá rjátlar þetta af honum þegar hann verður ekki valinn í landslið Uruguay því hann spilar ekkert og annað hvort fer fram á sölu eða klárar tímabilið með Liverpool.

  58. Við megum alls ekki selja hann til mótherja okkar í Englandi. Ef FSG gerir það þá eru þeir búnir sem eigendur LFC.

  59. Flakk á twitter í morgunsárið getur hjálpað manni. Raheem Sterling er vaknaður og farinn í morgunmat í Noregi. Skaut inn flottir setningu á Tístið…

    “Being humble is key” kom fyrir kortéri og ég gat leyft mér að öðlast smá von á því að fótboltamenn nútímans séu ekki allar egósentrískar prímadonnur sem bera ekki virðingu fyrir þeirri aðdáun sem þeir öðlast oft með spilamennsku sinni.

    Las aðeins fyrir svefninn í gær og rifjaði upp hvað hefur verið gert fyrir þennan dreng þrátt fyrir allt. Við keyptum hann sem skemmt epli á mikinn pening – því verður aldrei neitað. Það hálfa tímabil sem hann spilaði þá gaf fyrirheit um að framundan væru góðir tímar en í dag hristir maður hausinn yfir því hversu blindur maður varð á hann sökum getu hans.

    Tímabilið 2011 – 2012 spilaði hann ákaflega vel í liði sem átti erfitt. En við sáum dýfurnar hans, dómararöflið og pirringinn inn á milli. Breiddum auðvitað yfir það. Evra málið bítur ennþá og þar varði ég hann eins og allir. Enginn varði drenginn meira en Dalglish og ansi mörg stór nöfn, menn eins og Aldo og Redknapp hafa reglulega rætt það að Suarez farsinn, og kannski ekki síst þegar Dalglish missti sig í viðtali eftir OT-leikinn og sagði Suarez víst hafa tekið í hönd Evra, hafi verið stór þáttur í að kóngurinn var rekinn frá klúbbnum. Í dag verður sá brottrekstur enn ömurlegri.

    Fair enough, Rodgers tekur við. Það er auðvitað uppspuni hjá Suarez að ímynda sér það að stjórinn hafi lofað honum CL sæti eða fara. Mér finnst það einfaldlega svo augljóst að það þarf ekki að ræða. Hins vegar er augljóst að þegar að Rodgers fór að vinna með liðið byggði hann það í kringum hæfileika Suarez. Dró AM-C aftar á völlinn og gaf Suarez frjálsara flæði og meira rými til að vinna í. Uppspilið fór eftir jörðinni og beint á vörnina þar sem Suarez var yfirleitt sá sem var spilað á. Fyrst eftir að Sturridge kom setti BR Suarez út á kant, sem svínvirkaði, en fljótlega var hann aftur kominn upp á topp. Mér fannst það þá, og finnst enn, skrýtin ákvörðun. En sennilega var hún byggð í kringum það að allt átti að fara í gegnum hann.

    Á þessu tímabili var t.d. tekin ákvörðun um að láta Andy Carroll fara. Ég ætla ekki að láta eins og það sé lykilákvörðun í sögu félagsins, en það er augljóst að BR er í dag á þeim stað að hans “Plan A” er búinn að gera, ekki upp á bak, heldur hringinn og niður á nafla og nú þarf að fara í gegnum Plan B. Coutinho átti svo margar gegnumstungur í fyrra að maður gerir sér vonir um að hann geti verið sá sem byggt er á. En ég minni samt á það að hann átti mjög erfitt í leikjum þar sem gæðaleikmenn pressuðu hann stíft (Everton, Tottenham) svo það verður fróðlegt að sjá hann í haust. En ég treysti honum samt.

    Ég myndi í dag segja að við værum ágætlega settir með sentera í Sturridge og Aspas en þá þarf að breyta til og auka hættuna og grimmdina á vængjunum, fá þar inn skorara í töluvert meira mæli en er í dag.

    En svo núna þá þrátt fyrir að Dalglish, Rodgers og aðdáendurnir hafi bakkað þennan gaur upp í drep þá kemur þetta.

    Eina leiðin fyrir FSG til að vinna baráttuna er að standa fast í lappirnar og fylgja því sem við viljum. Manninn frá Englandi takk.

    Og ég þarf í andlega upprifjun og fyrirgefa sjálfum mér varnir mínar og trú gagnvart manninum…

  60. Þetta kemur svo sem ekkert á óvart eftir allt vesenið í sumar og ég er alveg merkilega rólegur yfir þessu máli öllu. Torres málið hefur kennt manni það. Ég varð til að mynda töluvert pirraðari yfir að Mikhitaryan kom ekki heldur en þessu Suarez máli.

    Ég tel þó að það sé nokkuð klárt miðað við komment frá Henry og Rodgers að þessi meinta klásúla er ekkert í þessum samningi, heldur eitthvað óljóst tal manna á milli. Henry og Rodgers væru ekki svona cocky ef þeir væru ekki pottþéttir á þessari klásúlu.

    Besta lausnin fyrir Liverpool er áfram sú að selja hann til liðs á meginlandinu og ég hálfpartinn skil ekki af hverju ekkert lið býður ekki 50 milljónir í hann. Af hverju eltist Real Madrid ekki við Suarez í staðinn fyrir Bale. Á meðan þeir eru með Di Maria og Ronaldo, þá hefði ég talið að Suarez væri frábær kostur sem fremsti maður í stað þess að kaupa mann í stöðuna hans Ronaldo.

    Arseblog skrifar verulega góðan pistil um þetta mál. Ég öfunda Arsenal menn ekki af þeirra stöðu. Þeir hafa kallað Suarez rasista og skíthæl í nokkur tímabil og verða að horfa uppá það að hann verði hugsanlega dýrasti leikmaðurinn í þeirra sögu og þeir vita það líka að tryggð hans við liðið verður sama og núll þegar að lið frá Spáni byrja að hringja.

    Ef ég væri í stöðu Rodgers og Henry þá myndi ég einfaldlega hringja í þessi lið á meginlandinu, sem að koma til greina og bjóða þeim Suarez. Tala við Real Madrid, Atletico Madrid, PSG, Monaco og svo framvegis. Bjóða þeim Surez til sölu fyrir 40 milljónir plús og hugsanlega einhverja leikmenn uppí ef það passar.

    Ég hefði svo sem ekkert svo mikið á móti því að selja Suarez til Arsenal, en komment frá Henry og Rodgers hafa verið svo afgerandi að það er nánast ómögulegt núna.

  61. Kristján Atli !

    Takk fyrir ég fer oft hérna inn enda er þetta langbesta fótbolta blogg í boði á íslandi í dag. Maður er ekki alltaf sammála en þræl skemmtilegar pælingar hérna . Meðan blogg er opið út á netið þá hlýtur það að vera opið öllum þeim sem eru þar . Vertu bara feginn að bloggið ykkar er svona vinsælt þá mun það lifa lengur.

    Hvað Suarez varðar þá ætti það alls ekki að vera skrítið að einn besti framherji í heimi vilji spila í meistaradeildinni, Liverpool eru búnir að gefa það skýrt út að þeir vilji ekki selja og þess vegna held ég að hann sé að nota þessa leiðinda aðferð að grenja í blöðin.

    Annars er þessi gaur of mikið vandamál og væri ég ekki hissa að það myndi hjálpa Liverpool að komast í 4.sætið ef þið losnið við hann. Skemmd epli eru ekki góð í ávaxtakörfunni.
    Tevez er sami drullusokkurinn , City spilaði langbesta boltann tímabilið sem þeir unnu deildina þegar hann var víðs fjarri í golfi einhverstaðar, og svo í fyrra hjálpaði hann ekkert upp á liðið þó góður sé í fótbolta. En ég spái því að þið náið 4.sætinu ef þið losnið við þetta epli og mikið væri nú gaman ef það væri á kostnað United, en maður má nú dreyma. Gangið ykkur vel á næsta tímabili ég fullyrði það hafandi fylgst með enska boltanum síðan 1981 að þið munið koma til baka .

  62. Já, og ég sammála Þresti Cityfan að ég tel að miðað við allt (óánægju Suarez og hans ummæli) að þá séu Liverpool líklegri til að komast í 4.sætið án Suarez einsog staðan er.

    Einsog ég sé valkostina fyrir Liverpool þá væri röðin svona:

    1. Selja Suarez til PSG fyrir 150 milljónir punda og Zlatan. Ég myndi láta hægri handlegginn á mér fylgja með í þeim kaupum.
    2. Selja Suarez til einhvers liðs á meginlandinu fyrir 40 milljónir punda plús.
    3. Hafa Suarez áfram
    4. Selja Suarez til Arsenal.

    Ef að Suarez verður áfram í fýlu þá mun hann samt sem áður spila, þar sem að HM er næsta sumar. En einsog Þröstur bendir á þá er dæmið með Carlos Tevez einna næst þessu og það segir okkur að það geti verið best fyrir liðið að einfaldlega láta hann fara.

  63. http://www.juicefm.com/news/sport/pfa-helping-suarez-in-his-bid-to-leave-liverpool/

    Enn eykst bros mitt, Taylor hjá PFA að hjálpa Suarez að losna frá LFC. Snilld, ekki hægt að skrökva svona sögu!

    En það besta í þessari frétt er auðvitað það að ef að Suarez ætlar að ýta málinu til dómstóls þá mun það þýða að þessi gluggi líður án þess að málið sé leyst.

    Hann er að mínu mati algerlega tromplaus á sínum höndum drengurinn og FSG ráða þessu máli fullkomlega.

  64. I fyrsta lagi er ekkert i raun athugavert vid thad ad LFC fans verji og stydji sinn besta leikmann sama hvad a dynur 🙂 Thetta gera flestir ef ekki allir.
    Skil ekki ad thetta vidtal skuli koma neinum a ovart , hefur i raun legid i loftinu sidan hannn var i heimalandinu.
    Eitt sem mig langar ad vita , hversu mørg stig hefur LFC ad medaltali fengid thegar LS hefur leikid og hversu mørg stig thegar hann hefur ekki leikid…Mig grunar ad LFC gangi betur an LS… Allavegna spilar LFC tha eins og lid , annars er alltaf verid ad leita ad LS og bida eftir ad hann geri hlutina…

  65. Var ekki ákveðinn séns að signa þennan gaur, þ.e. tekinn sénsinn á svona bulli vinstri-hægri? Og núna þegar hann hefur bætt við bull-söguna með alls kyns uppákomum, haldiði að lið önnur en Arsenal (sem hljóta að vera ansi desperat að vilja hann, miðað við áðurnefnda sögu) séu til í að taka sénsinn fyrir meira en 40 millur?

  66. Það er alveg ljóst úr þessu að LS fer frá okkur og það er bara alveg nauðsynlegt að hann fari til þess að við getum einbeitt okkur að því að koma sterkir til leiks þegar tímabilið hefst.
    Þessi sápa er búin að standa alltof lengi og nú er bara að selja hann sem fyrst svo við náum að styrkja hópinn enn frekar fyrir fyrsta leik !

  67. Mér er alveg sama þó svo að Suarez fari á 30 miljónir svo framarlega að hann fari frá Englandi. Ég vil ekki sjá þennan mann í Liverpool búning aftur og það er eins gott að það komi eitthvað annað lið inn með tilboð í hann.

    Er ekki hægt að tala við Real og fá Coentrao og Di Maria í staðinn.

  68. Eftir alla vitleysuna þá getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en að hann fari. það er bara spurning um með hvað hætti það verður. Allra allra best væri að selja hann úr landi
    fyrir þessar 40 kúlur og fá bærilegan leikmann uppí. Snúa sér svo að því að finna
    auðmýkri leikmann sem þykist ekki vera guðsgjöf til fótboltans. Get ekki ímyndað mér að Suarez sé góður fyrir team spirit og liðsheildina. Það er ljóst eins og að sólin kemur upp á morgun að Luiz Suarez mun alltaf,allsstaðar vera til vandræða. Hann er snillingur með boltan,unun að horfa á en að hafa hann í sinu liði er ekki án vandræða.
    LFC verður að halda sínu striki og ekki láta eitt skemmt epli eyðileggja alla körfuna.

  69. hvað er ekki best fyrir okkur að lousa okkur við hann núna starx í dag?

  70. http://www.mbl.is/sport/enski/2013/08/06/suarez_segir_liverpool_svikja_loford/ ef þetta er rétt þa´vill ég Suarez fari..meina hver skilur Suarez ekk.??.Ef hann er besti sóknamaður í heimi og á hann þá ekki að spila í mestaradeildini..?? Mein það sjá það allir að Liverpool er eki að fara ná í 4.sætið með eða án Suarez. þetta er hóp íþrótt en ekki bara Suarez gegn 11. Þótt að Persie,Nasri og fleiri hafa farið fá Arsenal og unnið bikara.´Þá segir það ekki að Arsenal se metnaðarlausir..Hérn eru menn að tala um 4.sætið ég held að Everton verði sterkir á nýju lektimabili og fleiri sem voru á undan okkur á síðasta timabili og svo má ekki tapa stigum á móti “lakara”líðum.Það er eitthvað sem efstu 4 gera ekki.! og lika að breyta jafntefli í sigra. Tökum bara leik fyrir leik og masterum það.! Áfram Liverpool…..) Min skoðu er sú að deildin verði miklu jafnari núna en í fyrra með við hvað “litlu” líðn hafa verið að kaupa.

  71. Varðandi vinningshlutfall með og án Suarez, þá er það svona.

    “Since joining, Liverpool have won just 37.8% of their Premier League games with Suárez starting, compared to 62.5% without him”

    Þetta er reyndar mjög gallað þar sem að Suarez spilaði nánast 100% af leikjum þar sem hann var ekki í banni og því frekar lítið mengi af leikjum þar sem hann spilar ekki. Hann reddaði okkur ótrúlega oft þegar að liðið var að spila illa, en það er auðvitað spurning hvort að nærvera hans hafi spillt fyrir spilinu hjá liðinu að einhverju leiti.

    Suarez er stórkostlegur leikmaður, einn sá besti sem hefur spilað fyrir Liverpool, en liðið hefur lent í 7. og 6. sæti með hann sem aðalstjörnuna. Það er ekki nógu gott.

  72. http://www.theguardian.com/football/blog/2013/aug/07/luis-suarez-liverpool-arsenal-loyalty?CMP=twt_gu

    Þetta er að snúast í höndunum á LS – get ekki sagt að ég gráti það:

    “The first thing to understand about Luis Suárez’s interview with the
    Guardian is that he came to us. There was no pursuit this side. It was
    Suárez’s idea, impatient that he was not getting his own way,
    aggrieved by some of the things he was hearing, increasingly starting
    to think of that red shirt as little more than a straitjacket.

    You wonder, does he realise how rich it is he has turned to one of the
    newspapers he previously blamed for everything? Or whether he
    particularly cares now it is increasingly transparent how far he is
    willing to go to get his move to Arsenal and that, next, lawyers will
    be involved and Liverpool face the ultimate indignity of being
    reported to the authorities by the player they have cherished and
    protected and defended, often to the point of ridicule.”

  73. Hélt að ég myndi aldrei segja þetta en maðurinn er fífl! sendum hann burt úr deildinni eða bara á bekkinn þar til viðunandi tilboð berst í hann.

  74. @ Einar Ørn 74
    Takk fyrir thetta.
    Veit ad tølfrædin segir ekki alltaf allt…Og thegar hann er hvildur tha er thad gegn sløkum lidum a heimavelli.
    En mer hefur fundist LFC spila mun betur an hans og tho hann hafi stundum reddad malunum a 11 stundu tha er alltaf verid ad leita ad honum og senda boltann a hann thegar hann spilar…
    Eg held ad LFC ætti ad skipta honum upp i leikmann /menn hja Real t.d

  75. Í þessari Guardian grein, sem að Eyþór vísar á, er þessi snilldarmoli:

    “My record shows that I’m not the kind of player who wants to change
    clubs every season,” Suárez says. No, this would be his fourth
    transfer in eight years. So, to clarify, every other season. That kind
    of player.

  76. Það hefur líka verið talað um það að liðið spili betur án Gerrards, betri tölfræði þeas. Spurning um að fylla liðið af tómum Aspösum og sjá hvað gerist. Bull og vitleysa.

    En mikið er þetta samt leiðigjarnt allt saman. Vel gengið á undirbúningstímabilinu og styttist óðum í að tímabilið hefjist, en þá hanga þessi leiðindi yfir eins og regnský á sólardegi. Við þurfum að fá lausn í þetta mál sem allra allra fyrst, þetta má ekki dragast fram í lok gluggans því það mun hafa neikvæð áhrif á allt og alla.

  77. Nr. 78 HH
    Ég kom inn á grein sem ég setti inn í júní í ummælum nr.35. Hún er mikið til um þetta og hvert virði Suarez er raunverulega fyrir leik Liverpool.

    Reyndar nánast vonlaust að meta það fyrr en hann er farinn en staða hans utanvallar hjá Liverpool síðan í júní er ekkert flókin, hann þarf að fara og það sem lengst í burtu.

  78. Málið er að LFC þarf ekki peninginn fyrir Suarez til að kaupa nýja leikmenn og að Suarez á eftir 3 ár af samningnum. Það væri hægt að sekta hann feitt fyrir að mæta ekki á æfingar og þannig ná laununum hans tilbaka. Láta hann síðan rotna í fýlu í varaliðinu.

  79. @81 Babu.
    Takk fyrir thetta…Var ekki buin ad reka augun i thessa frabæru grein sbr komment 35.
    Eg skal alveg jata thad ad eg mun sakna Suarez ur ensku ef hann a annad bord fer eitthvad annad. Tho mer hafi alltaf fundist hann frekar rotin tha lifgar hann upp a helgarnar hja manni…
    Stora spurningin er samt sem adur su hversvegna er ekki meiri ahugi a honum en raun ber vitni ?? Er hann alitinn svo vafasamur ad engin stjori treystir ser til ad hafa stjorn a honum ?? Hefdi Sir Alex getad notad hann ??
    Fyrir mer er Suarez knattspyrnulega einn af 10 bestu leikmønnum heims thessa dagana og ef allt væri edlilegt væri verdmidinn lamark 50 millur og lid myndu slast um kappan….
    En thad er til litins ad eiga hradskreidasta bilinn..ef hann er alltaf biladur…

  80. Er að verða geðveikur á þessu máli!!

    Vil fá flöt í þetta mál sem allra fyrst svo hægt sé að halda áfram að byggja upp bjarta framtíð klúbbsins. Það verður allavega ekki gert með svona leikmönnum innanborðs!

  81. Málið er að LFC þarf ekki peninginn fyrir Suarez til að kaupa nýja
    leikmenn og að Suarez á eftir 3 ár af samningnum. Það væri hægt að
    sekta hann feitt fyrir að mæta ekki á æfingar og þannig ná laununum
    hans tilbaka. Láta hann síðan rotna í fýlu í varaliðinu.

    Reyndi City þetta ekki með Tevez og sektinni var hafnað / lækkuð eftir að málið var sett í gerðardóm hjá PFA ? Eins fáránlegt og það nú hljómar.

    Áður en þetta viðtal kom var viðhorf mitt þannig að þetta er HM tímabil og LS vill vera í góðu standi þar. Því væri ekkert því til fyrirstöðu að halda honum og hann myndi leggja sig 110% fram eins og hann hefur gert hingað til.

    Eftir það hinsvegar, þá er það erfitt. Ég sé ekki leið til baka fyrir hann og ég myndi ekki vilja að hann væri að æfa með aðalliðinu. Myndi aftur á móti láta hann æfa með varaliðinu eða krökkunum í staðinn fyrir að selja hann til Arsenal.

  82. Ég hef ætíð elskað þennan mann finnst hann keppnismaður mikill og leggur sig allan framm alltaf þó hann sé auðvita lítið smábarn inn í sér !

    En Núna er komið gott hættum að spá í Luiz suarez sem leikmann liverpool.
    Sem stuðningsmenn eigum við ekki skilið svona framkomu í garð okkar í mínum augum er Luiz suares ekki lengur leikmaður Liverpool leikmenn liverpool eru ekki stærri en klúbburinn ( Sést með Gerrard 2005 )

    Svo ég bið ykkur að gera það sama og ég geri ekki hugsa um hann sem leikmann Liverpool hugsið frekar um hversu flottir menn eins og Sterling ibe couthinio Gerrard Mignolet og fleiri munu verða á þessu tímabili

    Enginn er stærri en klúbburinn Suarez þú mátt labba einn !

  83. Jæja… eigum vid ekki bara ad gleyma thessu Suarez dæmi i svona 4-5 klukkutima og njota thess ad thad er leikur rett handan vid hornid. Eg i thad minnsta er ad gera mig klaran i ad hoppa upp i sporvagn og fa mer sæti upp a Ullevål og mun fagna øllum theim leikmønnum sem bera Liverpool buninginn stoltir og audmjukir.

    Afram Liverpool!

    p.s. tel rett ad benda a tilvitnun i Brendan fra thvi a bladamannafundi herna i Oslo vardandi Agger.

    “He’s world class. There were a number of big clubs looking to sign
    Daniel but he gave me his word that for as long as I wanted him to be
    at Liverpool, he would be at Liverpool. ”

    Svo mørg voru thau ord.

  84. hvaða rugl er þetta í þér Gummi þurfum ekki á peningunum að halda við erum ekki búnir að eyða nema kúk í nýja leikmenn á þessu tímabili búnir að selja fyrir svipaða upphæð og keypt er fyrir og svo losa dýran mann af launaskrá fuck the americans

  85. Þetta er alveg ljóst í þessari grein sem nr 89 bendir á. Ef Suarez vill komast burt í þessum glugga er ekki margt í boði. Fyrir utan Arsenal þá gæti Chelsea tekið hann ef þeir fá ekki Rooney og svo Real ef þeir fá ekki Bale. Annað er eiginlega ekki í boði.

    En um áramótin gæti staðan verið önnur, spurning um að láta hann bíða í fílu hjá okkur þangað til.

  86. Þetta er allt saman hundleiðinlegt mál. En eitt er á hreinu að ef Suarez fer til Arsenal að þá verður að semja við Carra um að spila tvo leiki á næsta tímabili.

  87. jæja liverpool menn. við skulum nú bara hætta að hugsa um þetta og drulla okkur á kaplakrika og harfa á FH vinna þetta vín-ar lið og, tryggja okkur 500 millur, tryggja okkur sæti í evrópudeildinni, og skemmta okkur

  88. Rotna í varaliðinu – rotna í varaliðinu – rotna í varaliðinu

    þetta er einhvers konar frasi sem gengur hér, ef menn spila með varaliðinu rotna þeir þá?

  89. Það er bara 1 maður í þessu liði sem vill (líklega) ekki spila fyrir önnur og stærri lið – það er fyrirliðinn okkar. Munum að hann var rétt farinn um árið – til Chelskí hvorki meira né minna. Allir hinir eru alveg til í að vera hjá stærra/sigursælla liði. Leikmönnum þykir ekki vænt um klúbbana sína – nema helst þeir sem hafa alist upp hjá þeim og eru tengdir þeim einhverjum tilfinninga og samfélagsböndum (SG), og þó slík bönd séu til staðar er allt eins víst að þeir elti budduna (MO). Þeir bestu geta svo leyft sér að blanda metnaði sínum (til að vinna til verðlauna) saman við eltingaleik sinn á eftir hæstu launum. LFC borgar ekki hæstu launin og er ekki að fara að verða sigursælt lið á næstu 2-3 árum. Þannig er það bara. Auðvitað vill LS burt – hann á bara 3-5 ár eftir af prime. Allir aðrir leikmenn (f.utan SG) myndu líka vilja burt ef þeir héldu að þeir væru nægilega góðir til að komast að hjá stærra liði eða fengju hærri laun. Þeir eru bara ekki betri en þetta – það er ekki eftirspurn eftir þeim nema hjá minni liðum sem borga mjög líklega lægri laun.

    Hættum að vera smábörn og hættum að væla um framkomu LS – hún skiptir engu máli. Það eru bara 2 kostir í stöðunni 1) selja LS til liðs utan EPL – og þá bara fyrir + 55-60 milljónir punda 2) Neita öllum tilboðum og henda honum á bekkinn/í varaliðið – potentialið fyrir skaða er meira fyrir hans feril en LFC.

    Sjálfur er ég miklu hrifnari af kosti 2 en 1 – vill alls ekki selja manninn.

  90. “…farðu bara, mér er alveg sama
    Ég þoli ekki svona barnaskóla drama”

  91. Það þarf að losna við þetta fífl, því fyrr því betra.

    En ég er dálítið spenntur að sjá hann í Arsenal treyju upp á von að hann verði þeim jafn “góður” og Torres var Chelsea.

    En það er auðvitað allt upp í loftinu og hann gæti auðvitað brillerað með nöllurum og hvað þá á móti okkur.

    En samt. Ég er tilbúinn að taka sénsinn á því. Selja gaurinn til Arsenal á 45millur. Strax. Nota restina af ágúst í að kaupa rétta leikmenn og einbeita sér á jákvæðu hlutunum.
    Horfa síðan á Suarez feila með Arsenal væri síðan stórkostlega skemmtilegt.

  92. Ég hef ekki verið jafn svartsýnn á tímabil hjá Liverpool svo ég muni, ekki einu sinni þegar Roy Hodgon var ráðinn.

    Við höfum keypt varnarmann sem allir voru nokkuð sáttir með að koma inn sem backup, hann kemur inn sem fyrsti kostur. Við erum látin trúa því að annar komi en við áttum líka að trúa því að Mignolet væri samkeppni um stöðuna.

    Suarez hefur gert það versta sem hann hefði getað gert. Hann er búinn að mála sig þannig út í horn að það er orðinn vanvirðing við Liverpool aðdáendur að nota þetta fífl í leik og hvað þá? hvernig horfir FSG á það? Ætlum við að hafa 40m og 1pund manninn í varaliðinu eða ætlum við að fá þennan pening. Ekki spurning um að þeir selji hann og meðan Arsenal er eina liðið sem býður, þá fá þeir hann… og það kæmi mér lítið á óvart ef það myndi gerast í lok ágúst.

    Aspas lítur þokkalega út en er kominn til að spila lykilhlutverk hjá liðinu myndi ég halda, ekkert sem einhver óskaði eftir. Er í raun með 1 tímabil á baki í efstu deild. Aðrir sem hafa komið er ekki vert að minnast á.

    Ég stórefa að það verði keypt meira. Smokescreen um einhver kaup leka eflaust í liverpool echo og allir voða spenntir. Fáum svo einvhern 18 ára bakvörð sem er langt frá því sem fólk vill. Það mun enginn koma i stað Suarez enda kannski ekki auðvelt að fylla slíkt skarð.

    FSG hafa ekki gefið okkur neitt. Þeir lifa á því að vera skárri en fyrri eigendur en ég hugsa að íslensku bankarnir séu skárri en þeir. Það er bara ekki nóg. Eyddu helling að pening í byrjun í lélega leikmenn og hafa síðan haldið fast um budduna. Ekki eins og Liverpool stuðningsmenn hafi verið að öskra eftir Andy Carroll á 35 milljónir og Downing á 20. Svo uppteknir af launakostnaði eru þeir, að það var lánað Pepe og líklegast Skrtel til Napoli. Að hugsa sér þetta fyrir 1-2 árum. Ég veit ekki hver stefna klúbbsins er, en hún er langt frá því að vera í topp4, ekki einu sinni í topp6. Stefnan virðist vera að reka klúbbinn með miklum hagnaði. Sé okkur ekki vera nálægt Everton þetta tímabilið. Spurning hvort það laumist ekki 2-3 lið til viðbótar yfir okkur.

    Það sem ég sakna hvað mest við Rafa Benitez er hvað hann var ekki þarna til að verja Eigendurnar. Hann hefði verið okkar megin gegn þessum eigendum. Ekki notað hvert tækifæri til að hrósa þeim og starfi þeirra, budgetinu og ég veit ekki hvað. Rodgers er svo sem ágætis náungi en hann veit ekki hver borgar launin hans, það eru ekki FSG heldur aðdáendur klúbbsins.

    Yanks OOUT! STRAX!!!! og takiði Ian Ayre með ykkur… og farið fjandans til. Fokk hvað ég er búinn að vera í vondu skapi síðan þetta gerpi kom með þetta Guardian-spil sitt.

  93. Ótrúlegt ad horfa upp á svokallada studningsmenn hérna hrópa “burt med FSG”, eins og einhver ofdekrud krakkarassgöt. Thad tharf ad reka klúbbinn thannig ad hann sé sjálfbaer. Thurfti Shankly einhverja formúgu til ad gera LFC ad stórveldi? Thurfti Dortmund ad ausa peningum í lidid til ad koma thví aftur í fremstu röd? Hefur Arsenal ekki haldid sér á toppnum ár eftir ár thrátt fyrir ad selja sína bestu leikmenn og treysta á kjúklingana sína? Og Tottenham, sem hafa á hverju ári selt sína bestu leikmenn til annarra lida?
    Ömurlegt ad hlusta thetta vael. Lidid er ad spila meiriháttar skemmtilegan bolta, betri en man nokkurn tímann eftir ad hafa séd lidid spila sídan tímabilid 1987-88.
    FSG er ad gera thad sem er rétt fyrir klúbbinn. Haettid thessu rugli og stydjidi lidid!

  94. Eg styð liðið að fullu en við erum ekki Dortmund sem hefur alltaf verið útungunarstöð og hefur skotist upp á toppinn en hefur alltaf þurft að selja og við erum stærri klúbbur en Nallarnir og við bara einfaldlega viljum betri leikmenn en hafa verið keyptir undanfyrir misseri það bara gengur ekki að kaupa miðlungs leikmenn ár eftir ár þá á eg við Hendo Downingog fleiri og ætla að byggja liðið upp á svoleiðis dúdum.

  95. Ég hef sagt það frá upphafi og það á aldrei eftir að breytast.

    Suaréz hefur að geyma ógeðslegan karakter sem er miður því hann er stórkostlegur knattspyrnumaður. Karma is a bitch og þú uppskerð því sem þú sáir, hann er búin að brenna allar brýr að baki sér og ekki í fyrsta skipti og klárlega ekki í síðasta.

    Það getur ekki verið gott að hafa svona einstakling í hópnum og því er engin spurning að liðið er mun betur statt án hans og það sýndi sig ágætlega á síðasta tímabili þegar hann var í banni að liðið er fullfært um að spila góðan og árangursríkan fótbolta án hans.

    Suaréz er ekki Liverpool og Liverpool er ekki Suaréz.

    Hans verður ekki saknað.

  96. Sæl öll og velkomin aftur.

    Næstu vikur munu einkennast af miklum tilfinningasveiflum stundum svo miklum að við gætum farið að efast um andlegt heilbrigði okkar, EN það er það sem fylgir því að vera stuðningsmaður Liverpool. Það lofaði okkur engin að það yrði dans á rósum en okkur var lofað samstöðu og að sigrarnir yrðu sætir en að sama skapi yrðu töpin súrari.
    Ég er búin að lesa allt hér á Kop.is fylgjast með Suaréz málinum í blöðunun og ég er gráti næst, ég var loksins að jafna mig á brottför Torres. En kæru félagar ekki hugsa illa til hans eða tala illa um hann það er ekki okkur sæmandi hann vildi ganga með okkur og við nutum þess en nú vill hann fara og við skulum þá bara kveðja hann en reyna að halda í virðingu klúbbsins. Muna ekki allir eftir orðatiltækninu ” What goes around comes around” við viljum ekki senda bölbænir og illar hugsanir til handa Suaréz því þá fáum við það bara til baka.
    Liverpool hefur verið til síðan 1892 menn hafa komið og farið klúbbnum hefur gengið upp og niður ég hef trú á því að leiktíð 121-122 verði okkur fengsæl og að við komum til með að fagna sætari sigrum en áður sérstaklega ef við gleymum okkur ekki í bölbænum handa þeim sem ekki vilja ganga með okkur.

    Njótum framtíðarinnar sem mér finnst verða bjartari og bjartari kveðjum vin okkar í huganum við þurfum ekki að óska honum velfarnaðar við getum bara þakkað honum fyrir vel unninn störf. ( Þá daga sem hann gat mætt í vinnu vegna ýmissa furðulegra atvika þá vann hann vel) Þegar hann leggst á koddan í London og horfir á keppnistreyjuna sína merkta Arsenal þá mun hann heyra í fjarska stóran og mikin kór syngja You never walk alone og þá gerir hann sér grein fyrir því að hann gengur einn og að orðatiltækið What goes around comes around gæti hitt hann illa.

    Kæru vinir þangað til næst
    YNWA

  97. fyrst að hann er svo óánægjur hjá okkur þá er bara eitt í stöðunni að selja hann fyrir eins mikinn pening og hægt er að ætla sér að halda óánægjum leikmanni er bara rugl mér fynnst þetta LS dæmi orðið alltof langt og það þurfi að leysast sem fyrst svo við getum litið á aðra strikera.

  98. Sammála hverju orði hjá Babu. Suarez er endanlega dottinn úr náðinni hjá mér og getur étið það sem úti frýs! Hann má aldrei fara til keppinauta okkar í PL…. það má bara ekki gerast. Ef samningurinn hans getur haldið honum þá á að halda honum allan daginn fyrir allann peninginn!! Setja svo manninn bara á bekkinn ef ekki betur lætur. En sennilega er hundfúll Suarez betri en enginn Suarez! Láta mann******** bara standa við gerða samninga! 🙁

  99. http://liverpool.theoffside.com/liverpool-transfer-rumours/2013/8/7/4599268/gordon-taylor-luis-suarez-transfer-release-clause-does-not-have-to-be-sold?

    Það er enginn klausa í samningnum hjá Suarez,

    Thankfully today it’s at least somewhat good news–if that actually exists in a situation that’s only getting more and more miserable–as PFA chief Gordon Taylor has reviewed the striker’s contract and reported that there is no obligation on Liverpool’s part to sell. Not because of failure to qualify for the Champions League, not because of a release clause (which doesn’t exist), and not because of mopey interviews with The Guardian.

  100. Skil Suarez fullkomnlega. Þarna er heimsklassaleikmaður á hátindi ferilsins. Hann er hinsvegar í metnaðarlausu félagi sem var langt frá því að komast í Meistaradeildina og virðist ekki vera að fara í hana á næstu árum.

    Höfum ekki ennþá gert nein alvöru kaup sem gefa manni einhverja von um að ná þessu sæti. Á meðan Spurs hafa t.d. keypt einn skæðasta framherja Evrópu.

    Menn þarna á Anfield verða að átta sig á því að þeir verði að gera meira og betur en liðin fyrir ofan. Ætli þeir sér einhverntímann að brúa þetta bil og koma sér inn í keppnina sem allir vilja spila í. Og varðandi Benteke þá verður hann áfram hjá A.Villa það var staðfest í sumar kom á fotbolti.net. Menn tala um Gerrard hann væri löngu farinn ef hann hefði ekki unnið mestaradeildina ..en það er synd að hann munn aldrei vnna ensku deildina :/ Svo skil ég ekki suma hverju sikftir hvert hann fer ..Það eru alir á móti öllum..Við áttum í vandræðum með WBA á síðustu leitið mer synist nu við vera í vandræðum me “litlu” liðin það þá sem við þurfumað vinna !!

  101. Gleymdi að bæta við áðan að það að vlja fara er það ekki að fara fram á sölu..?? eða hvað..?? http://www.dv.is/sport/2013/8/6/suarez-ryfur-thognina-vill-fara-til-arsenal/ og sá áðan það sem þjálfarin sagði að það er enginn stærri en félagið veitt ekki betur en svo að menn ætla að gera Suarez stærri en félagið með þvi að halda honum..Látiði hann fara! Vegna þess að það kemur maður í manns stað.:) og með Gerrard man einhver þegar B.Munic vildi fá Gerrard á síðasta ári..?? Er ekki frá þvi að Gerrard j ætl ekki segja ljugi ener með kaldhæni hvort sem það er til þess að halda Suarz eða ekki…

  102. Engin klausa í samningnum. Bæði gott og slæmt. Það gefur á FSG allt frumkvæði í þessu söluferli, ef hann verður seldur. Réttlætir alla vega fullkomlega hvernig þeir hafa staðið í þessu fram að þessu og kemur í veg fyrir að hann fari til rival klúbbs. Á samt sennilega eftir að lækka verðmiðann talsvert.

    Held samt að það verði ekkert af því að hann fari. Ef við gefum okkur það að engin af PL klúbbunum komi til greina lengur þá eru það í raun bara Real Madrid og Monaco sem koma til greina. Ef menn eru að fara fram á þessa upphæð sem hangir í loftinu (50 mill).

    Real díllinn hangir að sjálfsögðu á Bale, lets face it 85 mill kaupa hvern sem er. Ef þeim er alvara með þessu þá selur Tottenham hann.

    Monaco er ekki í CL en gætu alveg og ættu að reyna að kaupa hann. Sem yrði náttúrulega alveg stórkskemmtilegur díll. Sé alveg fyrir mér viðtalið þar sem Suarez segist alltaf hafa dreymt um að spila fyrir svo stóran klúbb með svona magnaða stuðningsmenn.

    Þetta mál snýst samt reyndar líka um meira en bara að selja eða losa sig við Suarez. Það þarf að hafa í huga framkomu klúbbsins gagnvart leikmönnum og ímynd klúbbsins út á við. Það er fín lína á milli þess að þurfa ekki að selja leikmann og halda honum gegn vilja sínum. Það að setja hann í varaliðið eða frysta hann í ár eða 3 virkar ekki heldur. Hann verður bara óánægðari og þetta er ekkert að fara að hafa áhrif á HM heldur. Hann myndi spila þar einfættur.

    Það að það sé engin klausa gefur FSG boltann aftur, núna geta þeir gert í raun það sem þeim sýnist og komið þokkalega vel út. Það skilja allir að klúbbur skuli ekki selja til annars klúbbs í deildinni. Það eru ekki margir klúbbar sem gætu keypt Suarez og flestir af þeim í deildinni.

    Gæti trúað að það komi nokkur málamyndatilboð, svona just in case að þeim yrðu tekið. Efa að þau fari upp fyrir 30 mill. Monaco gæti komið með þetta 50 mill tilboð, sem ætti að sjálfsögði að taka. Aðallega til að sjá hvernig Suarez tekur á því.

    Eftir ár verður Suarez ennþá 30 mill. virði, ef hann spilar vel í vetur meira. En sennilega á hann samt eftir að verða hvað verðmætastur í janúar. Heimsklassa spilari sem ekki er búinn að spila evrópuleik. Hvalreki fyrir hvað klúbb sem er sem ennþá í meistaradeildinni og vantar sóknarmann.

    Þess vegna segji ég. Ekki selja hann, nota hann fram að áramótum sjá hvort ekki fáist fyrir hann þokkaleg upphæð þá, ef ekki þá má alltaf selja hann fyrir 30 til 40 næsta sumar. Jafnvel meira ef einhver samkeppni verður um hann, sem er bara því miður ekki í boði í dag. Þannig tekst klúbbnum að standa á sínu og fær prik fyrir að leyfa Suraez að fara af mannúðarástæðum og hugsanlega fæst góð upphæð fyrir hann.

    En að sjálfsögðu þarf að undirbúa klúbbinn undir þetta og þar þarf FSG í raun að koma með þessar 50 millj sem þeir vilja fá fyrir Suarez og kaupa leikmann í staðinn. Ætti ekki að vera svo mikil áhætta í því, megnið ef ekki allt ætti að fást til baka þegar hann verður seldur á endanum. Hver veit, ef það tekst og Liverpool verður í nágrenni við toppinn gæti kallinn skipt um skoðun. Ef það gerist, selja hann samt.

  103. Áhugavert að skoða ótal gömul komment frá prinsinum okkar um Liverpool og framtíð sína.
    Suarez Loyalty

    Suarez er náttúrulega algjörlega búinn að skíta í deigið. Hann hefur vonast til þess í allt sumar að Liverpool aðdáendur og leikmenn snúist gegn honum og ætlaði að nota það til að réttlæta brottför. (allir væru svo vondir við sig) Það hefur bara ekkert gerst og hann hingað til fengið stuðning beggja aðila. Í þessu viðtali toppar hann ósvífnina með að nota þennan sama stuðning okkar til að réttlæta það að hann myndi fara án eftirmála…..stuðningsmenn Liverpool sé enn svo vel við sig að þetta yrði ekkert mál á endanum! Svo græðir Liverpool sko líka helling af monní á að selja mig til Arsenal á 40m punda!

    Suarez er alvarlega búinn að láta umboðsmanninn fokka í sér og taldi greinilega líklegt að þetta tilboð Arsenal myndi ganga í gegn, ef ekki myndi Real redda honum. Þetta nýjasta viðtal hans er bara desperat tilraun rökþrota manns sem er búinn að mála sig algerlega útí horn og fattar að hann getur ekki tekið neitt Groningen sjitt á þetta.

    Þetta er ósköp einfalt. Ef hann fer ekki í þessum glugga til erlends liðs á +50m punda og heldur áfram að tuða þá er það bara varaliðið um leið með þetta ofvaxna barn. Láta hann æfa með krökkunum eins og Chelsea gerðu við Winston Bogarde þegar hann neitaði að láta selja sig eða ræða um launalækkun til að halda í ofurlaun sem hann var á. Liverpool er búið að stóreyðileggja afburða orðspor sitt í knattspyrnuheiminum til að kóa með Suarez. Þetta er bara komið gott, búið að vera vitað í marga mánuði að Liverpool væri alls ekki bundið af neinum samningsklásúlum. Suarez hefur komið þannig fram við okkur og enska knattspyrnu að hann á bara einn kost. Virða þessi 3 ár sem hann eftir af samningi við Liverpool eða verða útskúfaður sem knattspyrnumaður. Hann muni ekki spila með neinu öðru liði á Englandi það sem eftir er af ferlinum.

    Nú setjast forráðamenn Liverpool bara niður með Suarez og tilkynna honum þetta. Ég spyr mig að því sama og John Henry. Hvað er Suarez eiginlega að reykja dags daglega að halda hann komist upp með svona barnalega hegðun gagnvart 5-földum Evrópumeisturum í CL og 18-földum Englandsmeisturum?

  104. AEG Liverpool hefur ekki unnið úvarldeildina! þetta er eins og að segja Fram,ÍA,Víkingur R se bestu líðin á Íslandi…

  105. Á hverju ert þú AnnaLFC? 🙂

    Hvar tala ég um úrvalsdeildina? Ætlar þú að neita því að Liverpool hafi unnið ensku deildina 18 sinnum? Ef svo er þá stórefast ég um að þú haldir yfirhöfuð með Liverpool FC. Svo mætti reyndar líka halda miðað við önnur skeyti frá þér…gætir alveg eins verið Man Utd aðdáandi að reyna trolla.

  106. AEG ertu eki ða grynast? Fyrir það fyrsta er ég 31 ára.. svo er ég raunsæ..annað en þú synist mer , og þu segir það á endanum skoðaðu það bara, og er buin að halda með Liverpool frá þvi að ég var 15 ára!…Það hafa bara 4 líð unnið ensku úrvalsdeildina! og svo þá geta önnur líð sagt ja við höfum lika unnið esku urvalseildina tottenham,newcastle..og fram vegis.. vill tala fram að úrvalsdeildina er ja 20-21 ára…Liverpool vann hana 1989/90! Notthingam var tvivegis evrópu mestari..Það er ekki eins o að Liverpool se guð ..og ´Suarez meg ekki segi sun skoðun…og ef þu lest það sem eg hef verið að segja varðandi eigendur þa hlitur þu sjá hvað ég meina..Gett svo tekið annað dæmi er K.A(Akureyr) þa íslandmestarar í úrvaldeild..??? þeir unnu han ef ég man rétt 89…Þetta sem þu segir synir það bar að þu serð ekkert nema Rautt og Liverpool..! Þa e öruggleg í lagi en að erlikaí lagi þegar það er til fólk se getur rétt mani hjálpar hönd ! NO OFFENCE!

Kop.is Podcast #41

Valerenga – Liverpool 1-4