Rodgers útskýrir Reina (opinn þráður)

Stjórinn okkar kom á blaðamannafund í Bangkok í dag fyrir leik liðsins gegn Thailandi kl. 10:40 á sunnudaginn (sló fyrst inn laugardag, sorry).

Helsta sem hægt er að taka af fundinum er útskýring á því hvers vegna Pepe Reina fer nú á lán til Rafa Benitez og Napoli.

Rodgers fékk semsagt skilaboð einhvers staðar frá að Reina vildi fara til Barca í sumar og þá var farið í að leita að markmanni sem leiddi þá til Mignolet. Svo kom ekkert tilboð frá Barca og við því með tvo markmenn sem báðir vilja spila enda HM í Brasilíu næsta vor og þangað vilja báðir fara. Því var ákveðið að taka tilboðinu frá Hr. Benitez og taka stöðuna aftur næsta vor.

Að sjálfsögðu eru margar hliðar á þessum teningi, segja má að með því að upplýsingarnar um Barca-áhugann sé alveg réttlætanleg ástæða til að ákveða að horfa í aðra átt með markmann en þó má nú líka velta fyrir sér hversu hratt var unnið, því Valdes lýsti því snemma að hann yrði áfram nr. 1 á Nou Camp og í raun er ekkert orðið staðfest að hann fari eftir ár. En auðvitað er það högg þegar félag fær að vita af einskærum áhuga leikmanna á að fara og því ber að bregðast við.

Ég er líka glaður að sjá að þetta er fótboltaleg ákvörðun upp á framtíðina. Ég var alveg gargandi ósammála því að það væri réttlætanlegt að láta Reina fara því hann væri að lifa á fornri frægð og það væri eins og að drekka vatn að kveðja hann bara. Það vekur mér martraðir að rifja upp feril Westerveld, Kirkland, Carson og Dudek áður en Pepe kom og þrátt fyrir að hann hafi átt á köflum erfitt fannst mér hann mjög góður seinni part vetrarins þegar liðið lærði á varnarleikinn sinn.

Auk þess sem að hann spilaði svo með spænska landsliðinu í Brasilíu í sumar og á Spáni er um það rætt að hans tími með landsliðinu sé kominn. Svo ekki sé nú minnst á að Rafa ætlar að kaupa hann til liðs sem stefnir á meistaratitil á Ítalíu og alvöru árangur í CL. Já alveg rétt, svo fer hann líklega til Barca næsta sumar. Er svona maður semsagt kominn yfir hæðina sem markmaður, verðandi 31s árs núna í ágúst? Held ekki…og mér finnst sárt að sjá á eftir honum á sama tíma og Carra fer.

En Mignolet er efnilegur markmaður sem virkilega vonandi siglir örugglega inn í liðið okkar.

Aðrar fréttir eru bara þær sömu, sagan endalausa er bara í beygjufasa. Myndir af Suarez brosandi á æfingu í bland við fréttir um að hann sé kominn með lögfræðiteymið sitt í að skikka LFC til að taka tilboði Arsenal með smá kryddi af Ayre segjandi okkur ekki munu selja hann. Jarajarajarajarajara. Ógeðslega leiðinlegt mál í alla staði og mikið verður maður glaður þegar hann kemur brosandi í alhvítum búningi Real Madrid (koma svo, hugsa hann með mér þangað).

Svo er bara undirbúningur fyrir leikinn á morgun sem verður sá síðasti í æfingaferð sem virðist hafa náð markmiði sínu að auka á sölu varnings fyrir félagið. Völlurinn sem leikið er á morgun virkar slakur og veðurspáin fyrir Bangkok á morgun segir 34°C framundan á leiktímanum svo væntanlega verða nú ekki flugeldasýningar á ferð.

Annars er þráðurinn opinn í alla enda!

78 Comments

  1. Var að lesa það einhverstaðar að Ancelotti væri sáttur við framherjahópinn eins og hann er. Hann vill líka gefa yngi mönnum tækifæri. Spurningin er þá hvort Real ætli sér Bale og Arsenal verði einir um hituna.

  2. Samkvæmt liverpool.is er leikurinn sunnudaginn 28 júlí. Varðandi Reina þá er spurning hvort það var ekki kominn tími til að fara annað, kannski hjálpar þetta honum til að komast í sitt besta form aftur sem væri frábært fyrir hann og okkur því þá fáum við betra verð fyrir hann ef hann verður seldur. Varðandi Suarez þá gerist ekkert held fyrr en þeir koma heim ú þessari æfingaferð, vona að hann fari frekar til Real heldur en til Arsenal.

    KV JMB

  3. Sorry elskurnar, las dagsetninguna vitlaust og uppfæri þráðinn. Leikurinn er á sunnudag auðvitað!

  4. Sælir allir púlarar.
    Veit ekki með ykkur en ég nú komin á þá skoðun, að títt nefndur Luis verði nú að hverfa á braut. Allt hans fas í leiknum bar þau merki að hann mun ekki eiga frammúrskarandi tímabil verði hann “gifsaður” hjá okkur í vetur. Á flestum vinnustöðum sem ég þekki til og svona aðstæður koma upp, alveg sama hversu góður starfskrafturinn er, þá mun ávallt eitt skemmt epli skemma út frá sér í körfunni. Í mínum huga skiptir engu máli hvort að Luis endar hjá Arsenal, RM eða Hettti Egisstöðum, þá er það ekki samboðið Liverpool að hafa svona óánægðan starfskraft. Ef hinsvegar niðurstaðan verður sú að Skytturnar verði eini klúbburinn sem býður nógu hátt, þá far vel franz. Það er ljóst að fari Luis á 50 + milljónir til Arsenal, þá munu verða gerðar miklar kröfur til hans, það mun taka hann tíma ( fyrir utan leikbann) að ná takti við liðið, þannig það munu fljótlega koma upp efasemdaraddir um kaupin á honum. Ég er heldur ekki hræddur um leikina tvo sem hann mun þá eiga við Liverpool sem leikmaður Arsenal. Liverpool mun spjara sig í vetur með eða án Luis Suarez, dollan kannski ekki hús, en jafnvel 4 sæti, hver veit. Hitt málið er svo hver verði keyptur í staðinn ? Nú er Tryggvi búinn að semja við HK, þannig að hann er ekki að fara ….. Nei, nei, Tryggvi, engin óvirðing. En téður Soldado, er hann e-r spíra til að vaxa hjá okkur í vetur ? Er kannski komið að Sturrage að spjara sig með aðstoð Coutinho ?

  5. Ég var að vakna og allt í einu finnst mér eins og liðið sé að sökkkva, kannski var ég að dreyma … vonandi! Hryggjarstykkið úr liðinu er farið að stórum hluta, að því gefnu að LS fari líka. Ég held að þetta sé svipað og þegar Alonso og Arbeloa fóru. Það er ekki hægt að skipta út leikmönnum eins og Reina, Carragher og Suarez án þess að lið taki stóra dýfu niður á við í kjölfarið. Þetta tímabil verður vonbrigði enn og aftur! Það þýðir ekkert að horfa í nýja leikmenn eins og við séum að spila Football Manager, raunveruleikinn er annar. Ég sé þetta eins og fínstillingin fari þegar svona gerist, eins og Arbeloa sagði um Liverpool þegar Alonso var seldur – að liðið missti niður þetta ´tune´sem hélt öllu saman. Auðvitað var Alonso í sérflokki, en leikmenn eins og Reina og Carragher eru í sérflokki þegar kemur að stemningu í klefanum og aftast á vellinum. Fyrirgefið vonleysistóninn en ég held að þetta verði of stór biti fyrir liðið og það sé ákveðið vanmat í gangi varðandi þessar sölur og ofmat á framtíðinni. En kannski er ég bara nývaknaður, svartsýnn og ringlaður eftir alla keyrsluna í gær … vonandi

  6. ætti að bjóða Madrid skipti á Gonzalo Higuaín og Alonso, + 10m, það geriri um 50m og kemur í veg fyrir að hann verði í EPL, þar að auki fáum við mann í staðinn og mann á miðjuna sem getur spilað stöðu Lugas og er harður Liverpool maður.

  7. mun nú aldrei geta sett dudek í þennann rusl flokk. Maðurinn sem færði okkur dolluna í Istanbul í besta leik aldarinnar:P

  8. Getum við ekki kallað Reina til baka ef Mignolet skyldi meiðast eða standa sig illa?
    Ég ætla a.m.k. rétt að vona að það sé inn í þessum lánsdíl.

  9. Ef að lið borgar fyrir að fá leikmann lánaðan eins og Napoli gerir í þessu tilviki þá held ég að það sé ekki hægt að kalla hann til baka.
    Og Jói númer #9
    Higuain er farinn til Napoli.

  10. Þar sem þetta er opinn þráður, þá langar mig að henda einu fram sem veldur mér örlitlum áhyggjum.

    FSG og Warrior eru auðvitar Kanar og segjast vera með stórar og miklar áætlanir varðandi markaðssetningu Liverpool í USA. USA er vissulega risamarkaður – en það eru margar aðrar deildir sem maður þarf að keppa við um athyglina þar, NFL, NHL, NBA, MLB o.s.frv.

    Á ferðalagi mínu um Evrópu núna í vetur, þá urðu margar íþróttaverslanir á vegi mínum. Mest áberandi voru vissulega Nike og Adidas búðir, en einnig local keðjur í hverju landi fyrir sig.

    Í engum þessara verslanna mátti sjá Liverpool treyju hangandi uppi á slá. Það er auðvitað eðlilegt í Nike og Adidas búðum. En það virðist sem að FSG/Warrior hafi algerlega gleymt kjarnanum sínum í Evrópu og LFC treyjur virðast vera ófáanlegar á stórum hluta Evrópu nema í netverslunum.

    Á sama tíma sá ég treyjur Barca, Real, Man Utd, Inter, Juve, Chelsea og Arsenal á hverju götuhorni. (Þetta minnti mig reyndar líka á hvað Tottenham er lítill klúbbur 🙂

    Þó að Liverpool hafi dalað hérna mikið eftir 2007-08, þá mátti þó allsstaðar sjá treyjur þess hangandi í Adidas búðunum. Samhliða treyjum stærstu klúbba heims.

    Allir sem hafa vit á markaðsfræði vita að það er ódýrast að viðhalda núverandi kúnna, frekar en að afla nýrra .. þó þessi speki eigi ekki endilega við um íþróttafélög þar sem tilfinningar spila hlutverk.

    Þetta er að mínu viti mikið áhyggjuefni þegar menn eru að vanrækja markaðinn sem stendur næst liðinu, þó samkeppnin við önnur lið í Evrópu sé auðvitað mikil.

  11. Það þarf bara að segja Súra að grjóthalda kjafti og fara að bæta upp fyrir vitleysuna sem hann hefur boðið uppá þessi tvö tímabil. Stuðningsmenn hafa ekki minna þurft að sitja undir þessari vitleysu sem hann hefur boðið uppá. Hvaða LFC stuðningsmaður hefur ekki setið undir háðsglósum annarra stuðningsmanna eftir einhverja aríu frá honum? Held að það sé leitun að þeim stuðningsmanni. Hann skuldar okkur að taka þetta tímabil og koma okkur í CL!
    Nýta þessa ameríkana og koma honum til Dr.Phil í þerapíu asap!

    Held að Reina hafi bara verið “búinn” á Anfield og þurft á annarri áskorun að halda sem er bara fínasta mál. Held að við séum ekkert að fara á fá meira frá honum. Mignolet er ungur og sannaði sig á síðasta ári og hver veit nema að hann brilleri bara hjá okkur og loki á þessi rusl mörk sem að við fáum oft á okkur?

    En ég vil sjá allavega ein (Krossafingur með tvö) alvörukaup fyrir fyrsta leik í deildinni. Finnst vera svipuð lykt af þessu eins og í fyrra.. Miklar yfirlýsingar en svo bara ekki shit!

    Einn pirraður!

  12. Eftir helgi munið þið sjá Ian Ayre og Suarez brosandi út að eyrum eftir að hafa handsalað nýjan 5 ára samning sem gerir hann að launahæsta leikmanni Liverpool. Wayne Rooney anyone? Anda bara með eyrunum og allt fer vel.

  13. Palli G nr 15

    Líkurnar á því að Suarez skrifi undir nyjan samning við Liverpool eru svipað miklar og að Liverpool vinni deildina með yfirburðum næsta vetur…

    Úr þessu er held eg best að leyfa honum bara að fara og þá helst útfyrir England og drullast til að sækja 2-3 alvöru kalla i staðinn fyrir hann, einhverja sem vilja spila fyrir okkar dásamlega lið..

  14. Á hverju byggirðu það Viðar. Rifjaðu bara upp Rooney farsann frá því fyrir tveimur árum. Wayne kom með töluvert verri og afdráttarlausari yfirlýsingar en Suarez hefur komið með hingað til.

  15. Please, getur bara einhver keypt LS. Verði Arsenal að góðu, farið hefur fé miklu betra. Þegar þessu máli er lokið fær stjórinn vonandi $ til að styrkja liðið með mönnum með hausinn í lagi.

  16. Það er nokkuð ljóst að það verður bætt við manni þarna fram á völlinn, hvort sem Suarez fer eða ekki. Ef hann verður seldur, eigum við að eyða öllum þeim pening í leikmannakaup strax.

    Gefum okkur að stóru kaupin okkar verði Bernard, sem kæmi þá í raun í staðinn fyrir Mkhitaryan þá eigum við allt í einu 55 milljónir til að bæta við hópinn, en missum Suarez. Ég er hættur að kippa mér upp við það, sama hversu góður hann er. Við getum ekki velt okkur upp úr þessu endalaust.

    Auk þess geri ég ráð fyrir því að við eigum enn pening til að kaupa alvöru miðvörð.

    Væri þá ekki fínt að kaupa til dæmis Soldado á 25 og Muriel líka á 20, og svo miðvörð á 20? Samtals 65, eða Suarez + 10 milljónir.

    Ég væri alveg til í að eyða Suarez peningunum svona… Og þá mætti meira að segja selja Downing líka. Þá erum við búin að kaupa fjögur stór nöfn, sem styrkja byrjunarliðið, en missa Suarez.

    Þetta lið ætti að geta keppt um Meistaradeildarsæti.

  17. Eitt skil ég bara ekki ef Suarez er svona ólmur að komast í burtu afhverju er hann ekki þá búinn að óska eftir að vera settur á sölulista eða er hann kannski búinn að því?

  18. Ættir að fjarlægja Dudek út frá þessum markmannslista og kannski bæta David James við.
    Dudek stóð sig ágætlega hjá okkur (þó Reina hafi verið sannarleg bót seinna meir) Hann á allavega ekki skilið að vera settur svona niður.

    Annars má bara alls ekki selja Suarez til liðs á Englandi. Ef Real, eða aðrir, vilja ekki kaupa hann í sumar þá halda honum og leyfa honum að spila. Hann vill spila fótbolta, halda sínu orðspori og landsliðssæti. Um leið og hann er kominn inn á grasið, þá fer hann á full speed og við fögnum með.

    Getur þá bara farið næsta sumar ef hann vitkast ekkert.

  19. nýjustu fregnir segja að við höfum sagt Arsenal að við ætlum ekki að selja þeim Suarez, fréttin á að koma í the times í kvöld

  20. Palli G

    eg byggi það ekkert á neinu serstöku nema tilfiningu minni, maðurinn er greinilega að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að komast í burtu og mér synist okkar menn vera til í að selja hann ef tilboð uppá 50-55 milljónir kemur, eg se það alls ekki gerast að Suarez verði þarna áfram…

  21. Vona hjartanlega og innilega að Suarez fari til RM eða annars liðs á meginlandinu. Get ekki hugsað mér að sjá hann í neinu öðru ensku liði — kominn með algjörlega nóg af honum og þessari þvælu í kringum hann.

    @13: “LFC treyjur virðast vera ófáanlegar á stórum hluta Evrópu nema í netverslunum. Á sama tíma sá ég treyjur Barca, Real, Manchester United, Inter, Juve, Chelsea og Arsenal á hverju götuhorni. (Þetta minnti mig reyndar líka á hvað Tottenham er lítill klúbbur :)”

    Wait, what? Er þetta mælikvarðinn á hversu stór klúbburinn er í raun og veru? En… bíddu — varstu ekki rétt í þessu að kvarta yfir því að hvergi væri Liverpool treyju að finna? Ég er ekki alveg að fatta þessa röksemdafærslu þína…

  22. Komnir
    Kolo Toure
    Luis Alberto
    Iago Aspas
    Simon Mignolet

    Farnir
    Danny Wilson
    Peter Gulacsi
    Andy Carroll
    Jonjo Shelvey

    Menn að tala um metnaðarleysi eigenda og þjálfara Liverpool. Er þetta ekki bara fínasta breyting á liðinu það sem af er.
    Síðan er vandamálið að fá menn til að koma til liðs á háu kaliberi til liðs sem endaði í 7 sæti á síðasta tímabili og er ekki í evrópudeild.

  23. Jah mennirnir hafa í það minnsta verið að éta einhverja sveppi ef þeir héldu að þeir gætu reist liðið úr rústum til dýrðar á þremur árum. Finnst þetta afar ósennilegt. Maður spyr sig oft hvernig þessum blaðamönnum líður eftir vinnudaginn. Eru þeir bara hressir og sáttir með lífið og tilveruna þegar það eina sem þeir virðast gera er að mæta bara í vinnuna og draga fréttir út úr rassgatinu á sér?

  24. @28 Djöfull vona ég að þetta sé satt og að við séum að fara að losna við þessa Kana og þá vil ég frekar fá Sádana heldur en aðra kana í þetta.

  25. Komment 28 er að vekja upp hjá mér gleðilegustu frett sumarsins ef satt reynist…

    eggst á bæn a eftir og bið góðan guð um að þeta sé satt. Plís seljið klúbbinn FSG en í guðanna bænum ekki til annarra amerikana…. Koma með einherja frá miðausturlöndum takk

  26. Vinsamlegast ekki trúa þessari frétt, þetta er bull sem saurhausarnir hjá The S*n bjuggu til.

  27. Maggi…þú hlýtur að hafa orðið vitni af decline hjá Reina síðustu tvö tímabil (btw ég hætti að lesa comment sem byrja á eða innihalda Reyna, are u fucking kidding me að kunna ekki nafnið á aðalmarkmanni LFC síðastliðinn 8 ár!!!). Ég er sáttur með breytinguna á markmanni. Held að þetta sé breyting til batnaðar. Samt er ég ekki sáttur þegar manni er talið trú um að 2 góðir GK ætli að berjast um 1 sæti for the good of the team en svo kemur í ljós að allann tímann var búist við tilboði í reyna…djók reina . Þetta er ekki til framdráttar, bara í alvöru, hversu mikið ætlið þið að fokka í okkur??? Aftur á móti er ekki hægt að segja að Reina sé til sölu því Mignolet er kominn og Reina færi cheap. Þannig að þetta er kannski all by the book

    Ég hef fylgst með Suarez ruglinu, no doubt, og hef lesið mikið hér. En ekki viljað tjáð mig hér á KOP.IS with a capital (takk strákar, þið eruð snillingar ) K hingað til.Ég las greinina á teamtalk um að hann skuldi LFC eitt tímabil. Verið að réttlæta það að hann eigi að vera 1 season í viðbót. Ég hef verið fram og til baka í þessu öllu Suarez máli síðan hann kom til okkar ástkæra klúbbs. Ég viðurkenni að það er frábært að hafa world class player sem gerir allra ótrúlegustu hluti á vellinum sem viðkemur knattspyrnu. Eiginlega verður að fylgja að hann leggur sig 100% fram eins og djöfullinn skipir fyrir. En…og það er stórt en…hvar lenti liðið síðustu 2 ár? Var ég sá eini sem var pirraður yfir þessu useless sóli og stupd skotum 20-30 metrum fyrir utan teig? Auk þess að missa boltann fáránlega oft og ekki gefa á mann í betra færi?

    Knattspyrna er liðsíþrótt. Það hefur sannað sig margoft. Það er hægt að benda á marga titla síðustu ár, hvort sem það world cup, euro cup, champions league, euro leage or whatever og auðvitað epl. Það er liðsheildin sem skiptir máli. Og það er það sem BR er búinn að inplementa í okkar hóp, já ég segi okkar því þetta er okkar hópur liðsmanna sem mun spila til vegsamar og titla.

    Eitt annað. Deildin er 38 leikir. Fyrir utan 4-5 stóru liðin þá getur LFC unnið alla leiki heima og úti við öll hin liðin plús kannski 50% árangur gegn stóru. Það eru næg stig til allskonar. Ekki vera all gloom and down. Sturridge, Coutinho, Sterling, Gerrard, Lucas, Jordan x 2 og nýju gæjarnir gætu gert ýmislegt.

    Ég hef ekki séð neitt af æfingjaleikjunum en samt er clean sheet í öllum leikjunum. Það er heavy gott record miðað við síðustu ár. Long may that continue. Eigið gott season fellow LFC supporters!!

  28. Thad er allt til sølu…alltaf…bara spurning um verd…
    Mignolet a ørugglega eftir ad standa sig vel en eg a eftir ad sakna Reina ur enska boltanum…Klassa marvørdur og persona…
    Verd ad jata ad thad kemur mer verulega a ovart ad thad se ekki meiri ahugi a LS en virdist vera , kannski telja menn hann of skemmdan thratt fyrir einstaka hæfileika.. Annars var eg i veislu sidustu helgi og stakk upp a thvi vid LFC og MU vini mina ad their myndu skipta a LS og WR…WR kemst nær fjølsk. og LS i meistaradeildina..win win dæmi…

  29. Guð minn almáttugur. Nú er það komið út um allt að Liverpool er til sölu.

    Nenni þessu ekki !!

  30. Fyrst að öllum finnst gaman að bjóða í leikmenn þessa dagana, hvernig væri að reyna fá L.Baines og Fellaini?

    …bara svona til að pirra Everton aðeins

  31. Sælir, Liverpool er ekki til sölu eins og sjá má hér, http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/fenway-sports-group-deny-liverpool-5373205

    Og svo er það annað sem mér finnst merkilegt er að Liverpool er ekki að fara að kaupa annan miðvörð, http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/new-centre-back-dont-need-one-5373203 Eins og staðan er í dag þá er enginn eftirspurn eftir Martin Skrtel, það er ekki einu sinni reynt að ljúga því í slúðurpressunni að hann sé á leiðinni annað. Ætli Agger og Toure verði ekki aðalmiðvarðapar Liverpool í vetur.

  32. það er frétt á dv í dag það sem þeir vitna í sorpritið með nafn sem ég ætla ekki að nefna hér, hun er þess efnis að Liverpool er til sölu, ég mæli með að allir skrifi á kommenta kerfi dv til að mótmæla því að vitna í þenna óþvera pésa í sambandi við liverpool, það er með öllu óviðunandi að þeir geri það og það má alveg láta þá vita það, greinin er hér http://www.dv.is/sport/2013/7/27/liverpool-sagt-til-solu/

  33. Daginn.

    Er enn að reyna að átta mig á þessu Reina rugli, hverjum er ekki sama hvort það sé HM í nánd eða mögulega boð frá Barca. Hann er enn samningsbundinn LFC. Hvað þá að lána hann !
    Myndi hugsanlega skilja selja hann til Barca fyrir góða sumu.
    Reina er einn fárra leikmanna LFC sem myndi labba inn í byrjunarlið allra liðana í premier, hugsanlega ekki Chelskí þó ég efa það.
    Svo hefur það ekki þótt gott í gegnum tíðina að vera rugla í markmannsstöðuni nema það sé virkileg ástæða til, mörg dæmi um það kannski helst gott dæmi Arsenal þar.

    Vona með nýjum eigendum kemur nýr stjóri sem veit hvað hann er að gera.

  34. Við feðgarnir erum að fara að skella okkur á Vålerenga – Liverpool hérna í Oslo eftir rúma viku og okkur fannst góð hugmynd að getað tekið með okkur stóran og góðan íslenskan fána. Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvar maður reddar sér svoleiðis fána, tala nú ekki um ef hann sé einnig með Liverpool- merkinu?

  35. Eru menn ekki að grínast hérna nýja eigendur og nýjan stjóra úff ekki nenni ég þeirri hringavitleysu aftur BR er að gera mjög góða hluti Liverpool að spilla flottan bolta aftur loksins og allt að smella saman hverjum er ekki sama hvort LS fari bara vona að við fáum góða sumu fyrir hann og 2 kannski 3 klassa leikmenn í staðinn ekki misskilja mig hann er mjög góður en klúðrar alltaf 90% af sínum marktækifærum ef við fengjum einn sem skapar helmingi minna en hann en skorar úr helmingnum af þeim þá erum við bara í góðum málum

  36. Mitt innlegg í FSG umræðuna þá hafa þeir eytt skrilljónir í framkvæmdastjóra og ýmiss konar starfslið sem hefur mistekist hrapalega. Leikmenn sem hafa komið inn eru ekki beint búnir að slá í gegn ..Carroll, Henderson, Downing, Borini, J.Allen þannig að þeirra stjórnartíð er búin að vera þokkalega misheppnuð.

    ….þýðir ekkert að fegra það neitt.

    Núna er aftur á móti eitthvað smá líf að færast í félagið. Búið er að yngja upp í liðinu talsvert og fleiri efnilegir leikmenn í liðinu heldur en áður. Framkvæmdastjórinn er búinn að innleiða stuttar sendingar sem Liverpool var frægt fyrir og breyta liðinu án þess að spandera hægri vinstri. Fjármálin eru búin að lagast mikið sem ætti að vera betri starfsvettvangur fyrir félagið að vaxa sama hvernig fer.

    ….ég tippa hér og nú að liðið nái topp 4.

  37. en hvernig er með það finnst man shitty eru búnir að eipsjitta á markaðnum núna undanfarið, er þá ekki farið að þrengja eitthvað að hámarki útlendinga í squadinu hjá þeim??

    er ekki málið að hjóla í þá og bjóða væna summu í aguero og para hann upp með súra litla í framlínunni í vetur???

    dæsus hvað það er blautur draumur!!!

  38. Það er nú enginn heimsendir þó að Agger og Toure verði aðalmiðverðir í vetur, þó Toure sé 32 ára þá vitum við alveg hvað hann getur og hann er búinn að vera góður í æfingaleikjunum, minni á að Vidic er líka 32 ára og Rio 35. Svo erum við með Skrtel til vara og kaupum þá nýjan eftir ár. (Væri samt ánægðari með að fá nýjan og góðan núna, t.d. Papadopolous)

    Að öðru, þó að Liverpool fengi nýja eigendur þá er ekkert þar með sagt að við förum sömu leið og City, PSG eða Mónakó. Við gætum haldið áfram með þessa kaupstefnu, bara með meiri peninga.

    Ætla samt að sjá hvað gerist það sem eftir lifir sumri og sjá hvað Kanarnir gera áður en ég fer að vilja losna við þá. Klúbburinn hefur spilað Suarez málið mjög vel. Annars finnst mér nú vanta eitthvað í liðið, sama hvort Suarez fer eða ekki.

  39. 46

    ekki bera toure við Rio. Rio hann er glataður varnamaður

  40. Trúa því ekki örugglega allir að hataðasti fjölmiðill á Merseyside væri fyrstur með fréttirnar ef Liverpool FC væri til sölu?
    Þessi skeinipappír skáldar megnið af sínum fréttum og fengju aldrei svona skúbb frá klúbbnum!

  41. Reina er að fara að spila undir Rafa sem er með sama markmannsþjálfara og var hjá Liverpool þegar Reina var uppá sitt besta. Að loknu næsta tímabili eigum við ennþá Reina og hann búinn að blómstra aftur og Barcelona og Real Madrid fara í bidding war um hann. Endar á að fara til Real fyrir 20 millur sem við fáum beint í vasann.

    Suarez má ekki fara. Þótt hann fagni ekki eitthverju marki í skíta æfingaleik þá þíðir það ekki að hann verði ekki brosandi allan hringinn í treyju Liverpool á næsta seasoni. Muniði hvað Gerrard var mikill fýlupúki þegar hann var að pæla í að fara til Chelsea og meira að segja rétt eftir að hann ákvað að vera áfram. Hann skoraði þrennu á anfield í fyrsta leik eftir að hann skrifaði undir nýjan samning og það leit út fyrir að hann hafi mist ástvin ef marka mátti fýlupúkasvipinn á honum. En í dag gæti hann ekki verið ánægðari.

    Styðjum Suarez og vonum auðvitað að hann verði áfram því það er alveg sama þótt við fáum 100 millur fyrir hann í sumar, liðið verður veikara fyrir vikið.

    Í alvöru hvað gerði hann til að eiga skilið svona mikinn skít frá eigin stuðningsmönnum?

  42. Ég veit ekki hversu mörg ykkar hafa lesið ævisögu Pepe Reina, en hún er frábær lesning.

    Í þeirri bók segir Reina að hann langi óskaplega mikið til að feta í fótspor föður síns, Miguel Reina, sem spilaði fyrir Barcelona, Atletico Madrid og spænska landsliðið.

    Pepe er nú þegar búinn að spila fyrir Barca, tæplega 30 leiki og svipað marga leiki fyrir spænska landsliðið. Það er því ekki loku fyrir það skotið að Reina eigi eftir að enda í markinu hjá Atletico Madrid fyrr en seinna … sér í lagi ef að Victor Valdez snýst hugur. Það má reikna með að Atletico horfi hýru auga til Pepe Reina þegar að Chelsea vill fara að fá Thibout Cortois til sín … en það veltur kannski á frammistöðu Cech og aldri Cech/Reina þegar fram líða stundir.

  43. Er vitað hvort einhver sportbarir opni nógu snemma î fyrramálið til að sýna leikinn

    Kv,
    Andri Freyr

  44. Bjartsýnn. 😀

    Þannig eru mál með vexti nú að ég er ofur bjartsýn á næsta tímabil og tel okkur enda í öðru til fjórða sæti.

    Hvers vegna, jú við verslum snemma mjög góða menn að ég tel og svo eru kjúklingarnir orðnir árinu eldri frá því fyrra og mun reinslumeiri og betri. Agger mun spila mun betur nú en í fyrra. Toure mun spila vel þar sem hann verður fastur maður í liðinu og sjálfstraustið því gott og svo vill hann örugglega sína man sitty mönnum hvað þeir voru að missa af. Ég tel Toure vera einn besta miðvörð sem hægt er að fá.
    Vörnin hefur jú ekki fengið neitt mark á sig í æfingaleikjunum og það er bara frábært fyrir egóið.

    Alberto ( spennandi leikmaður )og Aspas styrkja báðir liðið og svo verður okkar helstu vonar stjörnur ( Sterling og Coutinho ) en betri og þá meiga margir fara að biðja bænir sínar.
    Lukas og Gerrard munu svo standa fyrir sínu svo framalega sem þeir sleppa við meiðsli.

    Ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af framlínunni ( 8 mörk í þremur leikjum nú þegar ) með þá Suarez, Aspan og Sturridge.

    Svo er kallinn búin að segjast ætla að versla tvo góða menn til viðbótar sem verður til þess að hópurinn verður nokkuð þéttur og góð samkeppni milli manna. Ekki má svo gleyma hinum unga Ibe. 😀
    Mér finnst líka góður mórall í liðinu þrátt fyrir allt tal um Suarez og það er sterk vísbending um góðan árangur.

    Ég hef ekki alltaf verið bjarsýnn en ég er það núna og mér finnst allt í lagi að deila því alveg eins og því neikvæða.
    Mig er farið að hlakka til þegar tímabilið byrjar og ekki skemmir það að man u gengur brösulega í sínum æfingaleikjum hehehehe.

  45. Sammála #52 og fleirum um Toure. Hann er virkilega fínn miðvörður. Kannski ekki sá fljótasti í bransanum, en duglegur er hann og klókur, hefur prýðilegt auga fyrir spili og virðist með hausinn í lagi (fínn í klefanum/peppþættinum). Að mörgu leyti var rökrétt að fá slíkan mann í stað öðlingsins Carra. Vitaskuld fyllir þó enginn í það skarð!

    Við gætum séð fram á prýðilegt tímabil ef við fáum svona tvo menn í byrjunarliðsklassa það sem eftir lifir gluggans. Vorum að spila stórskemmtilegan bolta síðasta tímabil og mér fannst stígandi í öllu. Án þess að detta í einhverja sugar daddy þvælu – og í ljósi stöðu klúbbsins fyrir einungis örfáum árum – finnst mér varla hægt að biðja um mikið meira.

    Wildcardið í þessu öllu er auðvitað hvað verður um Suárez. Okkur stæðu fáir alvöru molar til boða (sem væru ekki á uppsprengdu verði) ef hann færi undir lok gluggans. Það væri a.m.k. enginn buyer’s market sem myndi blasa við okkur við þær aðstæður.

  46. Draumurinn væri að losna við þessa kana og fá inn menn með ALVÖRU metnað!

    Svo gæti froðuhausinn Ian Ayre farið að týna sveppi á einhverri umferðareyju!

  47. jæja félagar, er engin stemmning fyrir leiknum á eftir?

    Þetta Suarez mál er alveg að fara með mig, ég er í sumarbústað og dreymir nótt eftir nótt eitthvað endalaust rugl varðandi Luis Suarez, hversu fucked er maður orðinn?

    Eitthvað slúður um að Tottenham sé núna búið að bjóða uppsett verð fyrir Soldado. Ég veit ekki um ykkur en ég er orðinn voðalega þreyttur á að Tottenham skjóti okkur ref fyrir rass aftur og aftur varðandi álitlega leikmenn. Ég meina “Tottenham”!!!….hvert erum við komnir þegar Tottenham er aftur og aftur að ná til sín sömu leikmönnum og Liverpool er að sækjast eftir en tíma ekki að borga fyrir?
    Svo má svo sem spyrja sig hvort Soldado hafi nokkuð verið á radarnum okkar? En voðalega væri nú gaman ef við næðum nú einu sinni t.d. þessum Bernard eða öðrum sambærilegum high profile targeti…

  48. Starting XI: Mignolet, Enrique, Agger, Toure, Johnson, Lucas, Allen, Gerrard, Coutinho, Aspas, Borini.
    Subs: Jones, Skrtel, Kelly, Flanagan, Suarez, Spearing, Wisdom, Robinson, Henderson, Alberto, Downing, Sterling, Ibe, Coates, Assaidi, Ward.

  49. það veri nú gaman að fá einghvað gót stream á leikin okkar

  50. já sæll, þetta mark hjá Coutinho var nú þokkalega glæsilegt 🙂 🙂 :).

  51. VÁÁÁÁÁ.
    Hann Coutinho á eftir að verða einn sá allra besti og hann er í okkar liði.

  52. Byrjaði að horfa ca 30 sek áður en coutinho skoraði og hugsaði með mér… vá þetta á eftir að fara ca 0-10 miðað við hvernig hann labbaði framhjá þeim eins og börnum. Síðan hefur lítið gerst nema hvað Mignolet hefur litið mjög vel út!

  53. Coutinho er stórkostlegur leikmaður! Frábært mark og stoðsending í dag og svo finnst mér Mignolet virka ákaflega traustur og sterkur í markinu.

    Inn á með Suarez! 🙂

  54. 3-0, Gerrard skorar laglegt mark eftir sendingu fra Aspas og Suarez og Ibe eru komnir inn á fyrir Aspas og Borini

  55. Hvað er að mönnum með þetta Carra dæmi, Toure hefur alltaf verið betri en hann og ef Carra hefur verið svona mikilvægur í klefanum og einhvað af hverju höfum við þá aldrei unnið neytt seinustu ár ?
    Það er bara mjög gott að vera laus við Carra þá kannski myndast betra andrúmsloft þarna á Anfield og ekki verður hans saknað vegna knattspyrnuhæfileikana það er víst !!!!

  56. pre season úrslit,
    man utd skorað 9 fengið sjö á sig unnið einn jafn í einum og tapað tveim.

    liverpool skorða 11 fengið ekkert á sig og unnið alla fjóra,

    þetta lítur bara þokkalega vel ut.

Melbourne Victory 0 Liverpool 2

Thailand 0 – Liverpool 3