Melbourne Victory 0 Liverpool 2

Byrjum á byrjuninni. Það er kominn nýr haus á síðuna og sem fyrr er það snillingurinn Kristinn Geir sem á heiðurinn. Í þetta skipti fær tryggasta Liverpool-goðsögn allra tíma sviðsljósið einn. Hann á það skilið. Gerrard er kóngurinn.

Annars fór vart framhjá neinum að Arsenal bauð aftur í Luis Suarez í gær. 40m punda plús eitt pund. Samkvæmt klausu í samningi hans gefur þetta þeim leyfi til að ræða við hann (öll boð yfir 40m mega það) en Liverpool þarf ekki að selja og neituðu tilboðinu strax.

Í nótt sendi eigandi Liverpool, John W. Henry, svo frá sér þetta á Twitter:

Menn eru eitthvað að spyrja sig hvort hann var hakkaður eða hvort hann tísti þessu sjálfur (og þá mögulega í glasi, þar sem klukkan var milli 3 og 4 um nótt í Boston þegar þetta fór í loftið) en þetta er eiginlega alveg kostulegt tíst. Ég vona að þetta sé frá honum sjálfum því þá er kannski vonarglæta um að þeir ætli ekki að selja til Arsenal, sama hversu hátt þeir bjóði.


Þá að leiknum. Suarez er á bekknum og spilar í seinni hálfleik á meðan Kolo Touré og Philippe Coutinho missa af þessum leik með lítið hnjask. Brad Jones spilar í markinu eins og búist var við:

Jones

Johnson – Skrtel – Wisdom – Enrique

Gerrard – Allen – Henderson

Ibe – Borini – Sterling

Bekkur: Mignolet, Kelly, Coates, Agger, Flanagan, Spearing, Lucas, Downing, Alberto, Aspas, Suarez, Robinson, Assaidi.

Ég uppfæri þessa færslu í leikslok. Það verður fróðlegt að sjá hvaða móttökur Suarez fær þegar hann kemur inná.


Uppfært: Leiknum er lokið með 2-0 sigri okkar manna. Steven Gerrard sjálfur skoraði fyrra markið upp úr miðjum fyrri hálfleik eftir góða sókn og stoðsendingu Joe Allen, 95 þúsund aðdáendum á MCG-vellinum til mikillar kátínu. Gerrard lék 60 mínútur áður en Lucas Leiva kom inná fyrir hann en aðrir fóru út af eftir 72 mínútur. Þá hafði fjölmenn stúkan hrópað á Luis Suarez í nokkurn tíma og varð að ósk sinni. Hann lagði svo upp seinna markið fyrir Iago Aspas í uppbótartíma.

Þetta er liðið sem kláraði leikinn:

Mignolet

Kelly – Coates – Agger – Flanagan

Spearing – Lucas – Luis Alberto

Downing – Suarez – Aspas

Sem sagt, annar auðveldur sigur hjá Liverpool án þess þó að blómstra neitt sérstaklega sóknarlega. Kannski erfitt án bæði Sturridge og Suarez að vera of beittir. Ibe og Sterling halda áfram að vera líflegir og Wisdom var góður í miðri vörninni í dag. Gerrard virkaði líka freskur. Annars er lítið að dæma leikmenn svona snemma á undirbúningstímabilinu.

Næsti leikur verður um helgina í Bangkok og eftir þann leik snýr liðið heim og fær kannski sterkari mótherja þegar nær dregur móti.

86 Comments

 1. Klukkan hvad er kick off? Eg tharf ad skipuleggja kaffitimann minn i kringum thetta

 2. ef við missum Suarez þá einfaldlega er verið að klára liðið. Hann er svo langsamlega besti leikmaðurinn okkar.

  Við borguðum 35 m pund fyrir Carroll – hvað á þá eiginlega Suarez að kosta?

 3. Iibe og Sterling að ná virkilega vel saman af því sem ég hef séð.
  Verður spennandi að sjá Suarez í seinni, hvort hann verður í fýlu eða brosir smá.
  En mikið er samt gaman að sjá liðið spila aftur.

 4. Já það er gaman að sjá hversu frískir þeir félagar Ibe og Sterling eru á þessu undirbúningstímabili. En sóknarleikurinn auðvitað slakur enda engin Suarez eða Sturridge inná. Ég vona að Suarez komi inná strax í seinni og fái smá gleði í þetta.

 5. Flottur haus og auðvitað á að láta Kafteininn um þetta.

  John Henry er á þeim aldri sem vaknar til að pissa 3 eða 4, og gæti þá hafa heyrt tíst í snjallsímanum og ákveðið what the hell 🙂 Kannski var hann að vakna snemma til að renna fyrir fisk 😉

 6. Vá hvað Suarez langar að komast burtu! Það sást á honum langar leiðir.
  Hann fer samt ekki fet, þó ekki nema í refsingarskyni fyrir síðustu vikur.

 7. Það sást langar leiðir að Number 7 var í fílu ættum bara að henda honum á bekkinn fram að janúar og selja hann svo láta hann ekki komast upp svona rugl!

 8. Horfði á smá af þessum leik. Lærði eitt mikilvægt. Luis Suarez vill fara frá Liverpool. Einfalt að sjá það.

  50 mills til Arsenal og ég skal taka flug til Englands og skutla honum sjálfur til London.

 9. Frábært að sjá hvað leikgleðin skein úr anditi Suarez…not! Vá hvað hann var ekki að nenna þessu…

 10. Sá ekki leikinn en velti fyrir mér hvort þetta var síðasti leikur Suarez fyrir Liverpool. Eins og ég sagði um daginn býst ég við að hann fari í sumar (síðasta lagi næsta sumar).

  En því meira sem maður hugsar út í það þá er Arsenal líklega eitt síðasta liðið í heiminum sem við ættum að vera selja okkar bestu leikmenn til akkurat núna. Það væri fullkomin uppgjöf nema við höfum enga aðra kosti. Hvar eru Anzhi Makhachkala þegar maður þarf á þeim að halda, hann á skilið að vera sendur til Rússlands.

  Að sama skapi gæti Suarez ekkert gefið mikið meiri skít í stuðningsmenn Liverpool heldur en að fara til raunhæfustu mótherja Liverpool, lið innan Englands sem tók alveg sérstaklega illa á móti honum sl. ár er hann mætti á Emirates. (Ein af helstu ástæðum þess að hann vill fara frá Liverpool skv. honum sjálfum til að byrja með er hann var að steypa haugalygi í fjölmiðla).

  Ég er að fá upp í kok á Suarez en frekar vill ég halda honum og láta hann ekki spila eina mínútu frekar en að selja hann til Arsenal. Blessunarlega virðist John W Henry vera á sömu skoðun en ég trúi klúbbnum fullkomlega til að hafa fokkað upp klásúlu inn í samninginn hans sem gerir honum kleyft að fara á 10-20m lægri upphæð en gangvirði leikmanna í hans gæðaflokki er.

 11. Ok, ég er ekki haldin ofsóknaræði en það sést alla leið frá Ástralíu til Íslands að Suarez þráir ekkert meira en að losna frá okkur. Nú er bara spurningin sú hvort við viljum hafa svo hjá okkur í vetur eða hvort það væri ekki betra að fá 45-50 millur til að kaupa gæða leikmann/leikmenn? Sjálfur vel ég seinni kostinn eftir að hafa horft á Suarez i þessar 20 min!

 12. Suarez má ekki fara til Arsenal PUNKTUR. Mér er alveg sama hvað Arsenal vill borga fyrir hann. Frekar vildi ég sjá hann fara til Real fyrir 30 millur heldur en til Arsenal á 40 millur.
  Það sást vel á honum að hann hafði engan áhuga á að vera þarna inná en samt lagði hann upp mark, þannig að það sést hvað þessi strákur er mikilvægur fyrir okkur.
  Núna þarf bara að ræða við hann og fá hausinn á honum í lag fyrir tímabilið.

 13. Þetta lið er á réttri leið. Allen virkilega öflugur. Ungu strákarnir stóðu sig vel. Spearing og Flanagan eru ekki nógu góðir til að vera í þessu liði. Alberto á eftir að sannfæra mig en er ekki slæmur leikmaður.

  Stóra vandamálið er Suarez. Hann er langbesti leikmaður liðsins. Hann er augljóslega ekki sáttur! Þetta Real Madrid plott virðist ekki vera ganga upp og þá vill hann fara til Arsenal!!
  Það er álíka skynsamlegt að selja hann til þeirra og fyrir Arsenal að selja RWP til MU.
  Það er augljóst að umboðsmaðurinn er búinn að hræra hressilega í honum.
  Rodgers hefur hefur haldið vel á þessu máli fram til þessa, og Henry kom sterkur inn í nótt ????

  Verð að viðurkenna að ég vona innilega að Suarez verði áfram hjá okkur.

 14. Babu, það eru bara klúbbar eins og city og chelsea sem hafa efni á því að frysta 50 millj menn á bekknum. Við þurfum allar þær krónur sem við getum fengið. Tala nú ekki um þegar talan er komin í 50 mills.

 15. Suarez er nýbúin að endurnýja samning sinn við Liverpool. Hann skuldar klúbbnum og aðdáendum hans að vera út þetta tímabil hjá LFC.

 16. Ég er að bíða eftir einhverju klúðri að hálfu klúbbsins í þessu Suarez máli. Ætla samt rétt að vona að hann endi ekki í Arsenal. Verðum samt að fara að klára þessa sölu sem fyrst. Það er best fyrir alla.

  Þetta þýðir að við verðum að versla tvo öfluga menn í sóknina.

 17. Selja hann til Arsenal a aldrei að vera “option”! Maðurinn er eini world class spilarinn hjá LFC (verum raunsæ) en greinilega ósáttur með prímadonnu stæla. Suarez er með langtima samning, nu eiga okkar menn að setja fotinn niður segja honum til syndanna og hafna öllum tilboðum innan 60m! Vil frekar sja Henry og co setja fylupukann i varalidid en lata hann komast upp með svona crap.

 18. Gleymum því ekki að okkar menn spiluðu restina af síðasta tímabili mjög vel eftir að prímadonnan beit sig í enn eitt bannið, hann er ekki ómissandi.

  Helst af öllu vildi ég að hann spili eitt season í við bót, hann skuldar Liverpool big time þó svo að hann sé líklega of heimskur til að fatta það.

 19. Hann fer til Arsenal. Þeir eru eina liðið sem er tilbúið að borga klásúluna 40m. Leikritið sem okkar menn eru í er til þess gert að hann fari fram á sölu sem þýðir að við þurfum ekki að borga honum 3-4m pund af þessum 40. Ég vona að hann verði áfram en menn eru bara að berjast um goodwill bónusinn í þessu. Sennilega svipað í Reina casinu menn ákváðu þar að reyna að ná í 1-2m punda í fee frá Napoli með því að koma alltíeinu með nei við ætluðum ekki að lána hann bara selja bullið allt.

 20. það á bara að grýta súra litla í varaliðið!!!!!

  það getur ekki verið einsog einhverjir hérna eru að segja að LFC sárvanti hverja einustu krónu og eitthvað svoleiðis bullshit!!! þó að liverpool sé ekki syndandi í peningum þá á það ekki að þýða að það sé hægt að taka liðið í rassgatið í hverjum einasta glugga og hananú….

  forsvarsmenn liðsins eiga bara að standa í fokking lappirnar og sýna að svona hegðun sé bara ekki í boði!!!!

  og hananú

 21. Eftir að hafa horft á þennan leik fannst mér Liverpool vera í 2 gír. Kannski eðlilegt á undirbúningstímabili, veit ekki. Það var eins og Melbourne væru að spila Brendan Rodgers fótbolta en ekki Liverpool en heimaliðið hélt oft boltanum vel innan liðsins en ógnuðu lítið. Sterling og Gerrard voru góðir í leiknum og hinn ungi Jordan Ibe mjög góður. Johnson og Enrique voru skelfilegir og ég er farin að hafa virkalega áhyggjur ef þetta á að vera varnarlína Liverpool í vetur. Ég taldi 2 snertingar hjá Borini í fyrri hálfleik og það er alveg ljóst að hann er ekki framherji af þeim gæðaflokki fyrir lið sem ætlar sér topp- eða meistaradeildar baráttu. Aftur á móti fékk hann litla þjónustu miðjumönnum.

  Þegar 20 mín voru eftir kom nánast nýtt lið inn á. Samt sem áður var Liverpool í 2 gírnum áfram og lönduðu þægilegrum sigri. Af nýju mönnunum virkaði Aspas mjög graður framherji og potaði einu marki eftir frábæran undirbúning Suarez. Alberto missti boltan stundum klaufalega það litla sem maður sá til hans. Eftir að hafa horft á fýlusvip Suarez og sú lágmarks vinna sem hann nennti að leggja fram í leiknum hef ég enga löngun lengur að hafa hann áfram. Vissulega er hann góður fótboltamaður en með svona fýlu og attitude skemmir hann meira í kringum en hann færir fram á vellinum. Ég fullyrði að Luis Suarez verði ekki leikmaður Liverpool í byrjun leiktíðar. Það sést langar leiðir að honum langar burt og þannig leikmenn viljum við ekki. Ég er sammála Babu að selja hann til Rússlands. Hann á ekki betra skilið.

 22. Ég skil nú ekki alveg hvaða þvermóðska þetta er í mönnum varðandi Suarez. Hann má alveg fara til Arsenal mín vegna, svo framarlega sem þeir borga uppsett verð 50-60 milljónir punda. Það er á engan hátt niðulægjandi fyrir Liverpool. Þarna væri verið að fá algjört toppverð fyrir leikmanninn. Við gætum líka sagt við Arsenal að við séum til í að selja þeim Suarez, en fyrst viljum við ganga frá kaupum á öðrum framherja (t.d. Higuain), og að við viljum fá þann framherja + 20-30 milljónir frá Arsenal. Það væri frábær díll fyrir Liverpool.

 23. Er ekki bara spurning um að senda samningateymi til Frakklands og gera díl við olíuliðin þar.
  Alveg ótrúlegt að miðað við hversu góður Suarez sé þá hefur ekkert tilboð komið frá Monaco né PSG.

 24. Nr. 36 Bond
  Monaco var að kaupa Falcao og PSG var að kaupa Cavani!

  Ótrúlegt er kannski ekki rétta lýsingin.

 25. Jú því fyrir mér er Suarez betri leikmaður en bæði Falcao og Cavani.
  En er ekki verið að tala um að Zlatan sé kannski á listanum hjá Real.
  Eða mér er svo sem slétt sama hvert Suarez fer svo framarlega að það verði ekki lið á Englandi.

 26. Ein pæling varðandi samninga leikmanna: eru almennt ekki ákvæði í þeim um að leikmönnum beri að leggja sig fram? Geta þeir bara farið í fýlu en samt fengið borgað sín 100.000 pund á viku eða hver svo sem upphæðin er?

 27. Selja þennan djöfulsins leiðindapésa.

  En frekar ættum við að seljann á hálfvirði til Real en að leyfa honum að fara til Arsenal…

 28. Byrja á að þakka gott podcast.

  Sá ekki þennan leik frekar en fyrri leikinn en miðað við slúðrið virðist Suarez færast nær Arsenal frekar en öfugt. Ég vona ennþá hann spili fyrir Liverpool á næstu leiktíð en ef hann vill fara og það fæst eitthvað vel yfir 40m pund fyrir hann þá finnst mér ekki eins galið og mörgum að hann fari til Arsenal. Real virðast ættla að setja allt sitt í Bale og þá er Chelsea sennilega eitt eftir. Ég vil miða Liverpool við toppliðin, sem að mínu mati eru Manchester liðin og Chelsea. Styrkja Chelsea finnst mér jafn galið og að styrkja Arsenal.

  Hinsvegar gæti hann fallið vel inní lið Arsenal og það kostað okkur meistaradeildarsæti, skil það. En FSG ættla greinilega að sigla mjög hægt að þessu sæti miðað við kaup sumarsins og þá gæti þessi sala á Suarez kannski sýnt þeim að það er ekki hægt að taka því svo rólega. Allavega ekki ef þeir ættla sér í meistaradeild á næstunni. Það munaði 10 stigum á liðunum á síðasta tímabili. Ef Suarez vill ólmur komast til Arsenal af öllum liðum þá hefur hann greinilega enga trú á Liverpool eða mjög mikla trú á Wenger og Arsenal sem að mínu mati hafa dalað síðustu ár.

  FSG hefðu kannski getað komið í veg fyrir þetta með kaupum á byrjunarliðsmönnum í A-klassa, nú verður erfiðara að lokka þá til Liverpool, því menn eins og Suarez virðast ekki hafa trú á verkefninu. Eða hafa ekki tíma eins og kannski Torres. Kannski bara best að selja og byggja upp á ungum verðandi stjörnum og sætta sig við enga meistaradeid í nokkur ár.

  Jæja, út í sólina. og Áfram Liverpool.

 29. Leikurinn bar þess auðvitað merki að liðið er að æfa tvisvar á dag þessa dagana og í töluverðri keyrslu. Fáar hraðabreytingar í leiknum almennt og svo er það þannig þegar að skipt er um heilt lið í miðjum leik fara hlutir í skrýtinn farveg.

  Mér fannst Ibe bestur í dag, Sterling missti sig aðeins og svo voru Allen og Gerrard að vinna virkilega vel saman á miðjunni, það gladdi mig mikið. Á sama hátt var gott að sjá hvað Wisdom var öruggur á boltann og öruggur í varnaraðgerðunum sínum. Ég vona að hann verði lánaður til liðs í Úrvalsdeildinni sem mun spila honum, þessi strákur er framtíðarhafsent.

  Svo þessi umræða um Suarez, vissulega var nú ekki hægt að kalla hann diskókónginn en mér fannst þó gaman að sjá að hann og Aspas fundu hvor annan þarna nokkrum sinnum og hann skapaði mark.

  Ég fyrir mína part vona að Liverpool láti ekki detta sér í hug að selja hann innanlands og hvað þá til þeirra stærstu keppinauta allavega. Vel má vera að Arsenal sé tilbúið að borga 10 milljón pundum meira en hin liðin en það er auðvitað öllum ljóst að við erum í mesta lagi að eiga séns í 4.sætið í vetur og það að selja Suarez til Arsenal þýðir að mínu viti einfaldlega það að við eigum ekki séns í þá keppni og hún er töluvert meira virði en 10 milljónir punda.

  Ef að ekki tekst að sansa hann til þá á að selja hann út fyrir Bretland. Þó minna fáist fyrir hann þar. Bara alveg eins og Rauðnefur gerði á sínum tíma þegar við ætluðum að kaupa Heinze…

 30. Það er amk 80m punda virði að láta þennan hálfvita rotna i varaliðinu í 3 ár.

  Annars að mikilvægari málum, flottur stuðningur í Ástralíu!

 31. Aðeins að léttara hjali þó það tengist færslunni ekki beint 🙂

  ?@DietmarHamann 6m
  @djimi_traore19 How are you Jimbo? Saw your two goals a few weeks ago.Have you had a foot transplant?

 32. Varðandi Suarez þá líður mér eins og gaur sem á erfiða kærustu. Búinn að ausa í hana pening, búinn að styðja hana þrátt fyrir að hún sé alltaf full í partíum að slást við mömmu mína. Svo segist hún bara vilja fara til annars gaurs því hann á flottari bíl. Mann langar bara hreinlega að henda henni öfugri út en hún er bara svo andskoti flott. Goddamn hvað hann Suarez getur verið mikil pilla. Maður er eiginlega hundfúll.

 33. BBC: Luis Suarez can talk to Arsenal but Liverpool have no intention of selling until £50m-plus valuation is met

  Ég er alveg hættur að botna í þessu máli, ég er farinn til Úganda og ætla bara að vera þar þangað til glugginn lokar.

 34. Aspas nýkominn til liðsins, skorar mark í einum af fyrstu æfingaleikjunum, snýr sér við til að fagna með besta manni liðsins til tveggja ára sem lagði markið upp og hvað gerir hann… snýr sér undan með fýlusvip og skoðar stráin á vellinum eins og grasasninn sem hann er.

  Hef ekki verið pirraður yfir þessum Suarez farsa hingað til en þetta sprengdi allan skala… Ayre má taka upp símann og bjalla beint í rússnessku mafíuna! Úr landi með hann og ekkert rugl!

 35. Að heyra 95 þús plús syngja YNWA og það í Ástralíu segir allt um hversu stór klúbburinn okkar er. Ef Luiz Suarez vill ekki vera í okkar ástsæla félagi þá skal hann bara drulla sér eithvað annað.
  Maður er búinn að verja manninn með kjafti og klóm síðan hann kom til Liverpool og þetta eru þakkirnar. Ég er hundfúll með þetta enda er hann frábær leikmaður, en hann ber enga virðingu fyrir liðsfélögum sínum, þjálfarateiminu eða okkur aðdáendum og hann má bara drulla sér í burtu. Flest stöndum við alltaf með okkar mönnum og það hefur maður gert svo um munar þegar kemur að Suarez en nú er nóg komið. LS hefur oft sagt hvað hann elski klúbbinn, kyssir merkið á búningnum, sagt að það hafi alltaf verið draumurinn að spila fyrir Liverpool og svo er þetta framkoman eftir allt sem hefur gengið á, skítlegt og ekkert annað. Margir myndu gefa líf og limi til að spila með liðinu og svo er hann með fílusvip og vannvirðingu í leiknum í dag og heldur endalaust áfram og koma með allskonar drullu í fjölmiðla.

  Enginn er stærri en klúbburinn, þannig að LS ef þú vilt ekki taka þátt í þessu með okkur hunskastu þá bara eithvað annað með skottið á milli lappana og láttu ekki sjá þig í liverpool borg aftur.

 36. 29
  …Selja hann til Arsenal a aldrei að vera „option“! Maðurinn er eini world class spilarinn hjá LFC…

  er gerrard ekki world class leikmaður ?!!!

  hneykslaður#skandall

 37. Hei, Suares er nýkominn til liðsins og er bara nervus og þarf bara að jafna sig á allri umfjöllun, hættum allri neikvæðni um liðið okkar, Suares er ekki ómissandi. Koma svo.

 38. Ef Suarez er að fara sem mér synist eigilega vera orðið nauðsynlegt bara því það er ekki mikið vit í því að halda þessum fúlupúka hjá okkur þá heillar það mig einna mest að bjóða chelsea hann fyrir 30 milljónir og Tores heim í kaupbæti bara… Annaðhvort það eða selja hann útúr landi fyrir 55 milljónir lágmark.. Arsenal ALDREI TAKK…

  Annars hef eg áhyggjur af því að okkar menn virðast ekki geta keypt neitt meira nema selja, allavega er ekkert að gerast hjá okkur varðandi það að bæta nöfnum inn..

  Ég vill allaega að við afgreiðum þetta suarez mál sem allra allra fyrst…

 39. 53

  Torres brenndi líka allar brýr að baki sér á Merceyside og á að mínu mati ekkert erindi tilbaka. Ég vil allavega ekki sjá hann. Áleit sjálfan sig stærri en klúbbinn einsog nokkrir aðrir, ergo, sögu hans einsog þeirra í LFC var þ.a.l. lokið.

 40. Verðið á Suarez er 40 millur án múls. en 55 með múl. Ég held að arsenal vilji ekki kaupa hann án þess. Þvílík vanvirðing sem hann er að sýna klúbbnum ef satt er sem skrifað er að hann vilji tala við arsenal.

 41. Fínir sigrar í þessum æfingaleikjum sem búnir eru. Er kominn á þá skoðun endanlega að Borini sé einfaldlega ekki nógu góður, finnst hans fyrsta snerting léleg sem oftar en ekki kemur honum í vandræði og flæðið í kringum hann þessvegna lélegt, mikill munur á honum og hinum framherjunum sem við eigum hvað þetta varðar., ef einhver vill borga 10-12 millur, segi ég að selja eigi pilt. Finnst líka athyglisvert að BR spilar Wisdom í miðverði í öllum leikjunum og Kelly í hægri bakverði. Magnaður stuðningur sem okkar menn eru að fá, gaman að því. Um sjöuna nenni ég bara ekki að ræða, það verður bara að koma í ljós hvað verður.

 42. Ég er sammála ykkur. Suarez má alls ekki fara til Arsenal. Vil ekki sjá hann í því liði.

 43. “Wayne Rooney has asked for a transfer.
  David Moyes said he wants it in writing.

  That’s the end of that then.”

 44. skil ekki afhverju menn eru að afskrifa REAL MADRID þeir voru að selja gonzalo higuain á 40 mill til napoli og þeir eru þá bara með benzema sem hreinræktaðan striker þessi ungi leikmaður spilar ekki nema svona 5-10 leiki á timabili ef hann er heppinn… þannig ég býst við því að næsta skref hjá Real Madrid verði að sækja leiðindar pésan Luis suarez!!

  skelfilega leiðinlegt að við séum að eyða öllu undirbuningstímabilinu í svona leiðinlegar umræður í stað þess að fókusa á liðið okkar ! Sterling,ibe og Wisdom yndislegir fynnst sterling og wisdom hafa þroskast virkilega mikið !

 45. Reina farinn á lán.

  Pepe Reina @PReina25
  Thanks everybody for the support!!really appreciate it..in the next few days I’ll say good bye like I wanted to.

  Þetta er það sem hann vildi þannig að það er ástæða fyrir því af hverju við fengum Mignolet. Menn geta núna hætt að drulla yfir klúbbinn fyrir að hafa látið hann.

 46. Hvaða máli skiptir að sökkvandi skipin reina og suarez séu að fara?
  Ef þessir menn vilja fara þá eru þeir einfaldlega ekki nógu góðir fyrir okkur.

 47. Held að Real fari á fulla ferð eftir Bale.

  Svo sjá þeir til með Suarez.
  Efast um að þeir hafi efni á þeim báðum þessa dagana.

 48. Snilldar ummæli hjá Henry, hefur aukið álit mitt á honum. Ef þessi sem er nr 7 hjá okkur núna þvingar í gegn sölu til ARS þá undirstrikar hann hversu mikill skíthæll hann er. Hann hefur viljað fara en er alltaf að búa til nýjar ástæður fyrir því. Ef það er rétt að það hafi verið heiðursmanna samkomulag um að hann yrði ekki seldur til annars liðs á Englandi og hann fer samt til ARS þá er hann endanlega búinn fyrir mér. Við stuðningsmenn liðsins sem og klúbburinn, sem hefur staðið á bak við hann og stutt hann í allri þessari vitleysu sem hann hefur hellt yfir okkur, eigum þetta ekki skilið frá honum.

 49. Einu sinni var Liverpool besta lið á Englandi og með bestu liðum Evrópu. Svo varð Liverpool feeder klúbbur fyrir bestu lið Englands og Evrópu (sbr Torres og Mascherano sölurnar). Ef við seljum Suarez til Arsenal verður Liverpool feeder klúbbur fyrir miðlungs klúbba sem svo eru feeder klúbbar fyrir bestu lið Englands og Evrópu (sbr van persie og song sölurnar). Hvað næst?

 50. Maður óskar engum þess að slasast í fótbolta. En það er náttúrulega ljóst að ef Suarez fer til Arsenal eftir allt sem á undan er gengið þá mun einhver eins og Skrtel fórna sér og splæsa í góða 2 fóta tæklingu og fullorðins olnbogaskot í öllum leikjum Liverpool og Arsenal hér eftir.

  Annars er ekki séns að við seljum hann til mótherjanna Arsenal.nema á einhverja stjarnfræðilega upphæð. Eftir að hinn nýlega eitursvali John Henry sá hvernig Arsenal gaf Man Utd titilinn í fyrra með að selja Van Persie þá er hann ekki að fara fremja harakiri með að jarða Liverpool strax í baráttu um CL-sæti. Stjórn Liverpool. eru að bíða eftir að Real gefist uppá Bale og komi með ásættanlegt tilboð.

  Ef við leyfum honum að fara til annars liðs í Englandi þá lítur ekki bara Suarez út eins og bullukollur sem ekkert er að marka heldur lítum við líka út eins og fáráðlingar og endalaust gert grín að okkur yfir því hvernig við látum endalaust taka okkur í þurrt ****gatið á leikmannamarkaðinum. Þá værum við hreinlega ekki stórlið lengur að mínu mati.

 51. Vinsamleg ábending kæru síðuhaldarar 🙂

  NÆSTI LEIKUR
  Indonesia – Úrvalslið
  Indonesia
  Vináttuleikur
  20. júlí kl. 13:30

 52. GamliJr #38. Ég á góða Liverpool vini í Úganda. Ef þér leiðist láttu mig vita og þá muntu ekki ganga einn þar 🙂

 53. Nr 7 á eftir að enda á slæmum stað í lífinu ef hann fer með fýlu og yfirgang frá okkur . Það er nú bara oft þannig að þú uppskerð eftir þvi sem þú sáir . Vona innilega að hann sjái aðsér og sjái ljósið en ef ekki þá mun hann sjá eftir því og getur sjálfum sér um kennt .

 54. Svolítið svekktur að Liverpool skyldi ekki reyna almennilega við Higuain…einn af mínum uppáhalds framherjum.

 55. Ég held það væri best fyrir klúbbinn að leyfa Suarez að fara, ef hann verður óánægður hjá Liverpool í vetur yfir því að fá ekki að fara mun hann gera enn meiri og jafnvel stærri skandala í vetur en á síðasta vetri í einhverjum pirringi yfir því og ég held að það yrði ekki neinum til góðs hvorki honum né klúbbnum. Það geta fleiri skorað mörk en Suarez og ég kvíði því ekki að hann fari en ég myndi ekki vilja sjá hann fara til liðs í Ensku úrvalsdeildinni samt…. selja hann ef við getum fær mitt atkvæði.

 56. Nr 63 það er í samningnum hjá Nr 7 að hann megi ræða við þá sem bjóða meira en 40m en Liverpool þarf ekki að selja, svo þurfum við ekki að stressa okkur Real Madrid býður 45-50 á næstu dögum Hiquain stóðst læknisskoðun hjá Napoli í dag og þeir eru að fá 40m fyrir hann

 57. Ég hef nú bara aldrei heyrt það að leikmaður ræðir við önnur félög en klúbburinn hefur engan áhuga á að selja. Hvað er í gangi?

 58. Suarez hefur reyndar aldrei sagt neitt til um það að hann vilji fara til Arsenal. Hann var spurður út í þetta fyrir nokkru og sagðist bera virðingu fyrir Arsenal og það væri honum heiður að þeir heðfðu áhuga. Ekkert um að það væri draumur að spila fyrir Arsenal.

  Ég held ég að Suarez hafi akkúrat engan áhuga að spila fyrir Arsenal, það væri alveg galið move fyrir hann og hans feril. Ef hann fer þangað á met upphæð þá verður hann eiginlega að vera þar næstu tvö til þrjú árin og þá mun stóri draumurinn aldrei rætast þeas að spila fyrir Real. ( enda verður hann orðin 29 ára þá )

 59. Jæja þá er Reina farinn, erfitt að sjá hann fara en svona er þetta víst, life goes on!

  Goodbye and thanks for all the fish!
  [img]http://imgur.com/XvybLnx[/img]

 60. Segir kannski allt um það hversu mikið skítseiði Suarez er að hann getur ekki einu sinni þóst hafa áhuga á því sem hann er að gera fyrir framan tæplega 100.000 áhorfendur – já það voru tæplega 100.000 áhorfendur á vellinum að fagna honum og hann var í fýlu og það sást langar leiðir. Mér finnst þessi drulludelaháttur og vanvirðing við alla þessa áhorfendur eignlega miklu verra en þegar hann reyndi að éta Ivanovic og var með kynþáttafordóma gagnvart Evra. Það voru þó hlutir sem voru í stundarbrjálæði eða hann var snarvitlaus inni á vellinum að berjast við Evra.

 61. Jahá – víða eru bleik ský greinilega.

  “Luis Suarez skal selja afþví hann er ekki nógu góð manneskja – honum þykir í alvöru ekki vænt um okkur og LFC, við skulum selja hann afþví hann hefur greinilega ekki gott hjartalag”. Þetta er í raun og veru það sem verið er að segja þegar vælt er yfir þvi hvað LS sé mikið skítseiði og sagt að hann megi drulla sér burt afþví hann vill ekki spila fyrir okkur.

  Luis Suarez er málaliði á knattspyrnuvellinum, alveg eins og allir hinir. Það sem gerir hann sérstakann eru óvenju miklir hæfileikar, hann er lang, lang, lang, langbesti málaliðinn okkar – sá næstbesti er nokkrum klössum neðar. Það væri algjört rugl að selja hann nú – hann hefur aldrei þurft eins mikið á því að halda að standa sig vel. HM 2014 rétt handan við hornið og honum nauðsynlegt að halda sæti í landsliði með góðri frammistöðu og miklum spilatíma. Það er á vettvangi landsliða sem flestir atvinnumenn spila af ástríðu – ekki á vegum félagsliða.

  Hafandi þetta í huga – þá er algjörlega fáránlegt að að gera einhverja kröfu um að LS (eða einhver annar) eigi að þykja vænt um vinnuveitanda sinn eða stuðningsmenn – það er svo barnalegt að það er á pari við að horfa alltaf á Stundina okkar. Mér er skítsama hvort LS þjáist af þunglyndi eða sé hamingjusamasti maður í heimi – og þá gerir maður að sjálfsögðu ekki þá kröfu að LS sé gull af manni eða þyki voða vænt um klúbbinn. Þannig virkar heimurinn einfaldlega ekki. Maðurin er málaliði – þeir eru allir málaliðar, það eina sem skiptir máli er hvort þeir skili árangri eða ekki.

  Til þeirra sem vilja bara Goody-two-shoes í liðið sitt: Oooooo – þið eruð svo mikil krútt.

 62. “Það væri algjört rugl að selja hann nú – hann hefur aldrei þurft eins mikið á því að halda að standa sig vel. HM 2014 rétt handan við hornið og honum nauðsynlegt að halda sæti í landsliði með góðri frammistöðu og miklum spilatíma.”

  Einmitt vinur. Þó að Suarez væri á bekknum í allan vetur þá væri hann sennilega fyrstur á blað hjá landsliði Uruguay fyrir HM á næsta ári !

 63. Já – Uruguay á enga framherja, engin samkeppni um stöður þar. Þú ert með þetta allt á hreinu – verð greinilega að bera allt undir þig sem ég læt fara frá mér varðandi knattspyrnu.

 64. Hlakka alveg endalaust til thegar timabilid byrjar og thegar glugganum verdur lokad. Tho svo ad eg se Islendingur tha tekur thessi andskotans farsi med Suarez ansi mikid a! Er madur klikkadur eda hvad?

  Vid eigum ALDREI ad selja LS til Arsenal, aldrei!! En til annarra landa, alveg sjalfsagt fyrir rett verd.

 65. Mér er orðið slétt sama hvort Suarez sé á förum eða ekki en játa að ég hef áhyggjur af því að veturinn sem er að skella á gæti orðið þunglyndi því skap mitt veltur ansi mikið á því hvernig Liverpool er að standa sig og ef þeir ætla ekki að drullast til að kaupa 2-3 alvöru leikmenn inní þetta lið fyrir 1 september þá verður næsti vetur sama þunglyndið og sá síðasti því miður….

  Var Rodgers ekki að tjá sig um það fyrir sirka viku síðan að nuna væri hann búin að stækka hópinn og núna ætlaði hann að fara styrkja liðið ? það virðist nkl ekkert vera að gerast, við virðumst ekki einu sinni vera að leggja fram tilboð í einn einasta leikmann.

  Ég held að okkar menn eigi einfaldlega engan pening til að kaupa leikmenn, Rodgers hefur sennilega fengið 0 pund til að eyða í sumar enda ekki eitt krónu ef sölur leikmanna reiknast með í dæmið, núna held ég að beðið se eftir Suarez sölunni og ef hann fer þá fyrst detti einhverjir leikmenn inn hjá okkur.

  Arrg hvað ég væri til í að vera með aðra eigendur en þá FSG menn, ekkert endilega sykurpabba en allavega eigendur sem væru til í að styrkja liðið nógu mikið til þess að geta í það minnsta keppt um 3-4 sætið…

 66. Ef að Arsenal eru svon gráðugir i Suarez finnst mér að Rodgers ætti að fara fram á að fá Walcot með þessum 50 milljónum .Hann hélt víst með Liverpool sem strákur og við vitum nú að það fer ekki svo glatt af mönnum ástin á Liverpool svo að þetta er ábyggilega möguleiki fyrir okkar menn.

Kop.is Podcast #40

Rodgers útskýrir Reina (opinn þráður)