Kop.is Podcast #40

Hér er þáttur númer fjörutíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 40. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Babú og Ólafur Haukur Tómasson.

Í þessum þætti ræddum við brotthvarf Pepe Reina, Suarez-málið, fyrstu æfingaleikina og áframhaldandi leikmannaglugga.

45 Comments

 1. Gott podcast!

  Ég er sammála að við þurfum betri Henderson leikmann inn á miðri miðjunni. C.Eriksen væri brillijant því hann er Dani en einhver úr S-Ameríku gæti ábyggilega reddað málinu.

  Ekki gleyma svo Aspas og Alberto…þið minnist varla á þá í podcastinu. Ég er t.d. viss um að Aspas verður í byrjunarliðinu.

 2. Flottir drengir mínir.

  Umræðan um Mignolet og Reina getur aldrei orðið um framtíðarvörnina. Johnson, Agger og Toure eru ekki framtíðarvörnin hjá LFC held ég. Og mér finnst þið alveg ótrúlega á því að Mignolet fylli bara strax skarð Pepe Reina, ég er nú á því að ef við hefðum verið spurð 25.apríl til dæmis hvort við vildum skipta á þessum markmönnum hefðum við sagt “nei-glætan” hlæjandi. En vonandi stendur strákurinn undir þeim stimpli að vera aðalmarkmaður í liði eins og Liverpool. Það er einfaldlega stór munur að vera stjarna hjá Sunderland og að vera góður leikmaður LFC. Spyrjið bara Henderson, hvað þá að vera markmaður sem er að fara frá liði þar sem mikið er að gera yfir í það að vera sá sem þarf að vera tilbúinn að græja heimsklassavörslu í uppbótartíma sem eina skotið sem hann fær á sig í leiknum.

  Svo fannst mér vanta umræðuna um það að ákvörðunin er tekin út af háum launaseðli, sem er í takt við það sem FSG hafa ákveðið, þ.e. að hafa fastan launaramma sem menn munu þurfa að lifa við og stilla væntingum í takt við þann strúktúr. Sú umræða fer of sjaldan fram og við erum öll farin að vera eins meðvirk og mögulegt er með það að skiljum svo óskaplega vel allar þessar peningaákvarðanir að við gleymum því að með þessum peningaákvörðunum hefur klúbburinn mögulega ekki náð að laða til sín leikmenn af ákveðnum kaliberi.

  Svo erum við ansi grimm alltaf að tala upp leikmenn. Við gerðum það áður og gerum það núna með t.d. Luis Alberto, Aspas og Toure. Erum við orðin viss um að þeir séu ekki næstu Assaidi, Coates og Adam?

  Annars margt gott þarna í gangi og ansi mikil jákvæðni í allar áttir, sem ég vona svo að rætist…

 3. Babu 🙂 Áfram KF. Gaman að hlusta á ykkur. Alltaf gaman að hlusta á gesti í þættinum líka. Þið gleymduð reyndar að minnast á að það fæddist prins í Englandi í dag. Annars “coveruð” þið allt annað. Ég var annars mjög sammála Sigursteini í þessu podkasti. Suarez fer ekki, vill fleiri tækifæri fyrir Coates og væri sáttur ef við hefðum fengið Armenan og Sisshoko.

  Það verður gaman að sjá hvað gerist á markaðnum næstu daga, vonandi eitthvað spennandi fyrir Liverpool. Gæðaleikmaður/menn í sem styrkja byrjunarliðið.

 4. Svo fannst mér vanta umræðuna um það að ákvörðunin er tekin út af háum launaseðli, sem er í takt við það sem FSG hafa ákveðið, þ.e. að hafa fastan launaramma sem menn munu þurfa að lifa við og stilla væntingum í takt við þann strúktúr. Sú umræða fer of sjaldan fram og við erum öll farin að vera eins meðvirk og mögulegt er með það að skiljum svo óskaplega vel allar þessar peningaákvarðanir að við gleymum því að með þessum peningaákvörðunum hefur klúbburinn mögulega ekki náð að laða til sín leikmenn af ákveðnum kaliberi.

  Ég mögulega eitthvað að misskilja þig Maggi, en við fórum nú ekkert lítið í það að ákvörðunin um að selja Reina snýst að mjög miklu leiti um launin sem hann er á og að þau hafi ekki passað saman við frammistöðuna undanfarin ár. FSG virðast ekki vilja menn sem eru á “of” góðum launum m.v. frammistöðu og hafa sagt það alveg frá upphafi og eins og þú segir fengið litla gagnrýni fyrir. Ég veit ekki hvort það sé meðvirkni því klúbburinn réð alls ekki við þessi meistaradeildarlaun sem allt of margir miðlungsleikmann voru á fyrir 2-4 árum. (Flestir af þeim farnir núna eftir miklar hreinsanir). Sé ekki að það sé verra að hafa hungraða leikmenn á eðlilegri launum, líklega með bónusa kerfi sem á að hvetja þá. Þetta er fín lína og báðar aðferðir hafa kosti og galla en félagið keyrir sig a.m.k. ekki í kaf með seinni aðferðinni.

  Ef að Rodgers vill skipta um markmann er alveg ljóst að hann er ekki að fara hafa Reina á bekknum á 110.þús á viku. Það væri æði ef við gætum það en svona bara virkar þetta ekki hjá nema svona 3-5 sykurpabbaliðum (og enginn þeirra eru með neinn Reina/Mignolet sem varamarkmann).

  Ég held að þetta flokkist nú meira sem raunsæi frekar en meðvirkni. Ég er ekki að segja að ég væri ekki til í að geta keppt við öll lið í heiminum um laun og við missum klárlega leikmenn annað vegna þess að við borgum ekki hæstu launin en ég efa að það séu mikið meira en 5-10 klúbbar sem eru að bjóða mikið betri laun en Liverpool til sinna bestu leikmanna. Mögulega e-ð í deildum sem er ekki eins spennandi og EPL (Rússland t.d.) en fyrir utan sykurpabbaliðin og sum efstu meistaradeildarliðin virðist Liverpool alveg geta borgað þeim sem þeir vilja borga.

  Það er ekki eins og við vorum ekki að missa af öðrumhverjum leikmanni eða meira þegar Moores átti liðið eða Gillett og Hicks. Þá var liðið í meistaradeild og meira að segja að vinna hana.

  Og mér finnst þið alveg ótrúlega á því að Mignolet fylli bara strax skarð Pepe Reina, ég er nú á því að ef við hefðum verið spurð 25.apríl til dæmis hvort við vildum skipta á þessum markmönnum hefðum við sagt „nei-glætan“ hlæjandi. En vonandi stendur strákurinn undir þeim stimpli að vera aðalmarkmaður í liði eins og Liverpool.

  Ég held að enginn hafi verið að fullyrða að Mignolet sé pottþétt að fara fylla skarð Reina og það má vel vera að við hefðum fussað og svei-að yfir Mignolet í apríl. Við gerðum það líka þegar Brendan Rodgers var fyrst orðaður við Liverpool.Staðreyndin er bara sú að Mignolet er að fara fylla skarð/ koma í stað Reina í vetur og umræðan var út frá þeim punkti, fullkomlega í óvissu núna hvort hann standi undir því.

  En það má ekki heldur gleyma að við vorum farnir að tala um það í vetur að staða Reina gæti alveg verið í hættu og það þarf ekkert að koma svo gríðarlega á óvart að Rodgers / FSG sjái þetta sem stöðu sem hægt er að bæta, þá er ég ekki bara að tala um launin.Hvað þá þegar hann var farinn að pissa utan í mögulega heimför til Barcelona. Eins og ég sagði í podcasti, það eru menn á mjög góðum launum hjá Liverpool við að taka svona ákvarðanir og vonandi vita þeir hvað þeir eru að gera. Annars fer fyrir þeim eins og t.d. Comolli (og Dalglish) og þeir fá að taka pokann sinn.

  Mignolet á eins og allir nýjir leikmenn sem koma til Liverpool alveg eftir að sanna sig og sýna að hann höndli pressuna sem fylgir því að spila fyrir Liverpool. Það er risastökk að taka við af Reina sem er einn besti markmaður sem Liverpool hefur átt og ofan á það með vinsælli mönnum í liðinu undanfarin ár.

  Að lokum, kannski aðeins í mótsögn við sjálfan mig þá er afar ósanngjarnt að dæma Reina sem búinn á því eftir sl. 2-4 ár. Ég kom reyndar líka inná það í þættinum að hann hefur verið með fjóra stjóra á stuttum tíma og með því fjórar nýjar áherslur í varnarleik. Hann hefur verið með 2-3 markmannsþjálfara og jafn margar nýjar áherslur og afar óstöðugan varnarleik sem hefur látið fleiri hátt skrifaða leikmenn virka sem byrjendur.

  Það virðist samt vera komin þreyta í hann hjá Liverpool og eins og Óli Haukur sagði þarf hann kannski bara að komast annað og hleypa hungraðari manni að hjá Liverpool. Ég efa ekki að hann verði kominn í sitt gamla form hjá Benitez stax í ágúst með Napoli. Ef svo er þá lækkar hann a.m.k. ekki í verði og ef allt klikkar verður þá ennþá í eigu Liverpool.

  Annars mæli ég með þessari grein frá Tomkins sem tekur þetta vel saman.

 5. skil ekki allveg með þetta að eriksen brotni niður í mótlæti ,,, verðum að gera okkur grein fyrir því að drengurinn er 21 árs gamall þannig það er ekki eins og þetta sé gamall leikmaður

 6. Varðandi þetta markvarða mál þá hlustaði ég á smá podcast frá TheAnfieldWrap í morgun.

  https://twitter.com/TheAnfieldWrap/status/359559814935883776

  Þeir eru að leika sér í Ástralíu þessa dagana og náðu einu góðu með Brendan Rodgers þar sem þetta markvarðamál kom upp.

  Í hnotskurn, ráðgjafar Reina sögðu að það kæmi tilboð frá Barca, þeir ákváðu bara að fara á stað og ná í nýjan markvörð. Svo breytist staðan og við sjáum hvernig það fór.

 7. Sælir félagar,

  Frábært podcast eins og alltaf og líflegar umræður.

  Hvað Pepe Reina varðar þá lít ég þannig á málið á klúbburinn vill vera með bæði belti og axlabönd. Þ.e.a.s. Reina hefur ekki
  átt góð tímabil undanfarið (held að allir séu sammála þar) og er á háum launum mv. frammistöðu. Kaupum markmann á lægri launum
  og lánum Reina til Napoli í eitt tímabil (til að byrja með). Napoli borgar launin hans háu plús eitthvað aukalega sem dugar sjálfsagt
  fyrir launum hjá Mignolet yfir tímabilið. Ef Reina spilar vel í láninu hjá Napoli hækkar söluverðið á honum, ef Mignolet á slæmt
  tímabil þá er í versta falli hægt að kalla Reina til baka ef fullreynt þykir að Mignolet sé ekki maðurinn í starfið. Ef báðir
  spila illa er Liverpool í slæmri stöðu en tölfræði beggja gefur allavega til kynna að annar eigi gott tímabil. Belti og axlabönd.

  Hvað varðar önnur leikmannamál þá er gífurlega jákvætt ef félagið ætlar að næla í Cissokho, lán eða kaup. Ómögulegt að spá í hvað Rodgers
  ætlar að gera í sambandi við þessi varnarmál. Tel það þó ljóst að ef Coates eða Skrtel fara þá kemur einhver í staðinn. Hvort sem það
  verður Alderweireld eða Sakho sem báðir eru mjög spennandi leikmenn eða einhver annar.

  Fyrir mér er er þó ljóst að hópurinn er orðin ágætlega þéttur mv. þátttöku í deild og tvemur bikarkepnum en eins og mörgum þá fynnst
  mér næstu kaup þurfa að vera til þess fallin að styrkja hjá okkur byrjunarliðið. Eriksen og Bernard myndu t.d. gera það og að sama skapi
  þessir tveir fyrrnefndu varnarmenn.

  Það sem maður er hins vegar hræddur um er að Rodgers er búinn að hamra á því að það sé mikilvægt að fá þá leikmenn sem félagið ætlar
  sér strax til að taka þátt í undirbúningstímabilinu, spurningin er því; erum við hættir?

 8. Flott podcast – takk. Ein spurning samt og kannski helst til SSteins. Ég vil mikið trúa því að það að Suarez endi í Arsenal sé ekki möguleiki og muni aldrei gerast, en hvernig er þetta með kaupklásúlu á honum? Við höfum heyrt nefnt 40m punda klásúla (hef ekki séð staðfest neinsstaðar og kannski veit þetta enginn) og ef svo er að það boð komi og LS er áhugasamur, verðum við þá ekki bara að taka því? Getum við neitað eða reynt að kreista út hærri upphæð?

 9. Ef að hann er með klásúlu upp á 40m og einhver vill borga hana er málið auðvitað ekki í höndum Liverpool. Held samt að þeir hafi gefið það út að hann væri ekki með neina klásúlu og félagið hvorki vill né þarf að selja hann. Rodgers var að tala um það í dag eða gær.

  Klásúla sem myndi heimila sölu upp á 40m væri hræðileg m.v. kaupverð á leikmönnum í þessum gæðaflokki í dag.

 10. Akkúrat – takk Babu. Ætla rétt að vona að það sé engin klásúla og við stjórnum ferðinni 100%.

 11. Arsenal ætlar að bjóða 40 milljónir punda í Luis Suarez framherja Liverpool. (Daily Mirror)

 12. Er LFC í samkeppni við Arsenal eða
  Arsenal er að kaupa Bernard frá Atletico Mineiro á 21 milljón punda. (London Evening Standard)

 13. Baldur rólegur á slúðrinu, ekkert af þessu er frá miðlum sem tekur því að taka of mikið mark á. Það er álíka mikið að marka ef ég myndi segja þér á tölvupósti að Higiaun fari í Napoli og að Goal.com segi það.

 14. Strákar, ég er að seigja ykkur það suarez mun fara til Real Madrid.

 15. sjitturinn hvað þessi gúrkutíð er ERFIÐ!!!!!!!

  eriksen vertu velkominn til LFC!!!

 16. Var að spá í af hverju þið podcastarar hafið svona lítið álit á C. Eriksen. Á hverju er þetta álit ykkar byggt?

 17. sammála… eriksen er flottasti leikmaðurinn sem er á markaðanum sem við eigum möguleika á

 18. Sævar við meigum ekki segja það sem goal.com er að setja inná hjá ser!Sem ég tel mest trúverðugasta fotbolta síða ..Það fer vist eittvað undir skinnið á honum Babu! Vett ekki allveg menn segja ekki taka mark á sky og nefna hitt og þetta..hvað á maður að skoða..meina fotbolti.net og 433.is taka svona frá svoleiðis miðlum og setja að hjá sér!

 19. 24

  Liverpool Echo og BBC eru áræðinlegustu miðlanir sem vert er að taka mark á. Sky var auðvitað áræðinleg en hefur eiginlega skitið upp á bak síðustu glugga. goal, s%n og þessháttar síður búa einfaldlega til slúður, sem ekkert mark er takandi á, því miður.

 20. Ætla að skrifa pistil um það sem ég er að meina á morgun Babu.

  En í hnotskurn kemur mér það mjög á óvart hvað mörgum LFC aðdáendum finnst það skiljanlegt að einn besti leikmaðurinn okkar síðustu 8 ár sé nú orðinn “missable” og eins og Rodgers lýsir því hefur þetta gerst á þann hátt að hann fékk að vita það í vor að samningur Reina hafi verið of stór og hann gert ráðstafanir þess vegna. Þetta sagði hann í Indónesíu og þetta pirrar mig.

  FSG ætla sér greinilega að halda sig mjög fast í það að vera með ákveðinn launaramma byggðan á FairPlay.

  Við sjáum hvað það þýðir, við erum einfaldlega ekki að keppa um neitt af stóru nöfnunum á leikmannamarkaðnum í sumar og sennilega ekki um sinn.

  Þessi stefna þýðir það að við þurfum að finna leikmenn í góðum gæðum og reyna að byggja upp í heimsklassa. Nokkuð sem Rafa minn lét nú vel heyra skoðun sína eftir tap í Aþenu sem leiddi til eina almennilega sumargluggans okkar í 10 ár held ég. Ég var sammála Rafa þá og á því byggi ég pirring minn á því að aðalmarkmaður félagsins er metinn með laun sem Napoli telur sig ráða við (og við skulum átta okkur á því að laun á Ítalíu eru miklu lægri að meðaltali en á Englandi)

 21. Sorry, datt inn svo ég klára stutt

  …en FSG voru ekki tilbúnir í það. Rodgers valdi fínan kost í Mignolet en eitthvað segir mér að t.d. Rafa hefði ekki tekið þetta í mál…en meira á morgun.

 22. jæja boð uppá 40 milljónir og einu pundi betur komið í suarez. spurning hvort hann megi fara að ræða við wengerinn

 23. 40 milljon punda boði arsenal var hafnað segja barrett og liv echo..

 24. Maggi, held að við séum ekkert svo ósammála í þessu en og það er alls ekkert ásættanlegt ef við seljum lykilmenn bara til að lækka launakostnaðinn, vona að það sé heldur ekki málið. En varðandi Reina þá hefur hann bara ekkert verið að spila þannig undanfarin ár að maður sjái það ekki að einhver annar geti gert betur og félagið þannig losað um stóran launapakka sem hægt er að nota í að bæta aðrar stöður. Eins var hann farinn að pissa utan í önnur lið í vor og Rodgers sagði það helstu ástæðuna fyrir því að Liverpool fór að leita annað er hann var hjá TAW í morgun.

 25. Arsenal geta boðið í Suarez eins og þeir vilja. Chelsea geta boðið í Rooney og United geta boðið í Fabregas. Það er einhver della á leikmannamarkaðnum, það er verið að bjóða eitthvað út í bláinn og fjömiðlar búa til fréttir og svo er svarið náttúrulega einfaldlega nei. Auðvitað.

  Það er PR deildin og markaðsdeildin sem er að vinna einhverja yfirvinnu í að bjóða í leikmenn. Á morgun kemur….City býður 150 í Messi. Það verður sagt nei en það eiga allir eftir að missa legvatn yfir þessum fréttum sem samt er ekki frétt.

  En að Liverpool þá er hérna listi yfir topp 5 breytingar þar sem Brendan hefur komið við sögu:

  1) Coutinho
  2) Gerrard, Agger og G.Johnson voru heilir nánast allt tímabilið
  3) Suarez varð einn af 3 bestu leikmönnum deildarinnar
  4) Þorir að skipta Reina út
  5) Lucas kom tilbaka eftir meiðsli

 26. Babu og félagar hversu áreiðanlegir eru þeir á live4liverpool.com??

 27. Í kjölfarið á þessum 40milljónum og einu pundi – tilboði frá Arsenal, ef rétt reynist, þá myndi ég í sporum Ian Ayre koma með opinbera tilkynningu. Þar sem þetta er dónatilboð, 1 pundi meira en meint klásúla, þá myndi ég gefa það út að öllum tilboðum frá Arsenal verði hafnað, sama hversu há þau yrðu. Klúbbur eins og Liverpool á ekki að líða svona framkomu í sinn garð.

 28. Eg næ þvi ekki af hverju liverpool getur ekki gert það sama og tottenham varðandi bale, tottenham segir bale ekki til a sölu sama hvaða upphæð verður boðinn.

  Af hverka taka okkar menn ekki nkl sama pakka ef þeir ætla ser ekki að selja hann ?

  Eg vil sja okkar menn annaðhvort tylkinna að hann se alls ekki til solu sama hvaða upphæð verður boðinn eða þa að segja bara að hann megi fara en þa þurfi að bjoða þa upphæð sem þeir vilja sem eg vona þa að se a bilinu 55-60 milljónir punda.

 29. Brendan Rodger er nú búin að ýja að því að það þurfi a.m.k. jafn hátt boð og fór í Cavani til þess að næla í Suarez. Varðandi Tottenham og Bale Þá eru þeir bara í annari stöðu en Liverpool. Þar sem að Bale er ekki búin að verja sumrinu í að væla um að hann vilji komast í burtu frá Tottenham.

 30. Viðar, það er bara þannig að það er hálf tilgangslítið að segja að leikmaðurinn sé ekki til sölu því það hafa ALLIR leikmenn sinn verðmiða, snýst bara um að komast því hver hann er. Ef það kemur klúbburinn og býður 55-60 millur í Suarez þá munum við taka því. Það er bara þannig að það kemur maður í manns stað hjá Liverpool.

  Nokkur dæmi.
  Keegan fór, í staðinn kom Dalglish.
  Torres fór, í staðinn kom Suarez

 31. 38. Mummi, Keegan fór ekki til liðs í sömu deild, en torres for til liðs í sömu deild. Það er bara rugl að selja Suarez til liðs í sömu deild og styrkja þar með arsenal, lið sem við erum að berjast við um að ná 4 sæti.

  Ef við seljum Suarez á 55 til 60 mills, þá er það fínt verð, en vonandi kemur Real M. með svoleiðis boð eftir að þeir selja Higuain, efast samt um það.
  Það verður fróðlegt að sjá hvað wenger gerir næst.

 32. Núna er gott að hafa Þúsundþjalasmiðinn og Hells-Angels meðliminn hann Ian ayre til þess að segja Wenger og Co. Að fara í Rassgat.

 33. FSG virðast ekki vera neitt spenntir fyrir að selja Suarez – John Henry var að tweeta:
  What do you think they’re smoking over there at Emirates? Þannig að pressan, ef hún er til staðar, virðist koma frá Suares einunigis.

 34. Þar sem að ég er í vinnu eins og margir aðrir hérna, er einhver möguleiki á að horfa á leikinn á netinu ?
  Byrjar hann ekki núna kl 10:00.

 35. Byrjunarliðið á eftir
  Jones, Johnson, Skrtel, Wisdom, Enrique, Gerrard, Allen, Henderson, Ibe, Sterling, Borini.
  Subs: Mignolet, Kelly, Coates, Agger, Flanagan, Spearing, Lucas, Downing, Alberto, Aspas, Suarez, Robinson, Assaidi.

 36. Þessi Suarez vitleysa öll saman er orðin þreytt.

  Suarez vill fara frá Englandi því allir eru svo vondir við hann.

  Arsenal bíður 30mp og svo 35mp – Suarez og maðurinn sem er þekktur fyrir að vera bróðir Pep Guardiola taka upp landakort og komast að þeirri niðurstöðu að Arsenal sé vænlegur kostur til þess að losna við þessa ósanngjörnu bresku pressu.

  Liverpool hafnar tilboðum Arsenal, segir að hann sé amk jafnmikils virði og landi hans sem PSG keypti í síðustu viku. Brendan bætir við að hann skuldi stuðningsmönnum LFC, þó að þeir hafi nú aldrei stutt hann eins og hann benti á…

  Arsenal bíður 40 mp og ætlar að skila pundinu sem Carra henti á Highbury hér um árið. Þeir virkja því tilgangslausustu klásúlu sem hefur verið skrifuð inn í samning frá því að pappír & blek var fundið upp. Samkvæmt henni ber klúbbnum að láta LS vita af tilboðinu.

  Svo kemur JWH með áhugaverðan punkt í umræðuna:

  What do you think they’re smoking over there at Emirates?

  Þessi sápuópera getur ekki endað vel. Ætli hann verði ekki seldur á 25mp á lokadegi til Real. 🙂

Indonesía XI 0 Liverpool 2

Melbourne Victory 0 Liverpool 2