Æfingapælingar, nýr búningur og slúður. Opinn þráður

Æfingar dagsins voru nýttar til að kynna nýja þriðja búning LFC um leið, með miklu myndaflóði.

Fyrst um búninginn, mér finnst hann hroðalega ljótur, en það eru skiptar skoðanir um það sýnist mér á spjallsíðum og það verður auðvitað að viðurkennast að þessi varabúningalína í ár er ansi sérstök. Ég reyndar skil ekki hversu mikið hvítt er í báðum varabúningunum, er bara ekkert viss um að dómararnir leyfi þennan þriðja búning í leikjunum við Stoke og Sunderland sem verða vonandi þeir einu sem við notum þá í.

En æfingar aðalliðsins í dag gefa kannski einhver merki um hvað er í gangi, því að U-21s árs liðið okkar æfir á sama tíma og því er kannski gaman að spekúlera hvaða leikmenn æfðu hvar. Það voru þrjú nöfn sem ég rak mig á þegar ég fór yfir myndirnar sem hefðu kannski vanalega verið með U-21, það eru þeir Ngoo, Adorjan og Ibe. Samkvæmt twitter slúðri var Rodgers ánægður með veru Ngoo hjá Hearts og vill gefa honum séns á að sanna sig næstu vikur. Ég var glaður að sjá Adorjan og Ibe líka. Ungverjinn var að mínu mati besti leikmaður U-21s árs tímabilsins og Ibe hjá U-18 liðinu.

Af eldri mönnunum greinir maður Assaidi og Spearing í göllunum. Það eru kjaftasögur um að Spearing sé að fara til Wigan og það kæmi nú ekkert á óvart og mörg hollensk lið vilja víst fá Assaidi lánaðan en við viljum bara hreina sölu þar.

Annars er slúður dagsins mest tengt brotthvarfi. Töluvert púður fór í að lýsa því hvernig Brendan talaði Jonjo til að velja Swansea og alls konar samsæriskenningar um að það tengist því að við bjóðum svo í Ashley Williams. Sem ég vona að sé ekki neitt til í. Hitt stóra slúðrið er svo enn vitlausara, en það er að Luis Suarez verði seldur til Arsenal.

Einfalt. ALDREI. NOKKURN. TÍMA. Við seljum ekki okkar langbesta mann til hreinna keppinauta og Wenger er ekki að fara að kaupa mann með mikinn farangur sem hefur lýst því að hann vilji yfirgefa England. Nýjast af Suarez er að liðið hefur tilkynnt honum að hann eigi að mæta til Ástralíu 20.júlí til að taka þátt í æfingaferð félagsins “Down under” og að íþróttaritstjóri Liverpool Echo segir að hann fari ekki neitt.

Annað er ekki nýtt, armenskar fréttastofur eru jú enn að tilkynna kaup LFC á sinni stærstu stjörnu en það virðist ekki mikið vera skothelt þar í gangi.

Annars er þráðurinn galopinn elskurnar!

40 Comments

 1. Mér finnst aðalbúningurinn ekkert svo slæmur en varabúningarnir hef ég ekki smekk fyrir.
  ég held að það sé ekkert liklegra að Suarez verði um kyrrt en það var fyrir mánuði, ég held að blaðirið í honum hefi skilað þeim árangri sem til var ætlast en verðið situr í liðunum og á meðan um það er óformlega rætt liggur umræðan niðri, eg vona að samkomulag næst ekki og höldum honum á næstu leiktíð en í ljósi reynslunnar þá mun ég ekki anda léttar fyrr en fyrsta september.

  á sama hátt í ljósi reynslunar held ég að aremeninn sé ekki að koma , hvessu oft hefur maður verið svaka spenntur fyrir leikmanni, einsog Mata, eða Agüero og sjá þá fara annað á meðan við kaupum Assaiti, sem maður hefur aldrei heirt um og gat ekki raskgat, hef það á tilfinninunni að þessir tveir sem eru að koma frá spáni verði eitthvað svoleiðis dæmi.

  vonandi er ég bara svona svartsynn og hef rangt fyrir mér

 2. Ef við vinnum í þessum búning þá er mér slétt sama hversu ógeðslega ljótur hann er

 3. Vildi frekar sjá þá spila í pollagöllum frá 66 Norður. Hræðilegur búningur, það eina sem bjargar honum er að það eru leikmenn Liverpool í honum. vildi t.d. ekki sjá manutta leikmenn í svona búning, þeir yrðu enn veri á þeim.

  Annars bjallaði ég í BR og lýsti áhyggjum mínum við hann um að við værum ekki búnir að kaupa varnarmann(menn). Hann sagði að mér að vera rólegur, þeir koma.

  FLOTT MÁL ! ! !

 4. manju unnu deildina i viskastykkjunum sinum. Vid gætum allt eins gert rosir i thessum buningum. Finnst their fyrst og fremst ødruvisi og their vinna a! 🙂

  Held ad sludrid um LS hafi nad algjørum botni med thessu Arsanal bulli! Er anægdur med LFC, hann er med langtimasamning vid LFC og ber ad virda hann eda fara fram a sølu, formlega!

  Eg tippa hins vegar a ad hann fari ekki rassgat.

 5. Það má með sanni segja að þessir varabúningar tveir eru án efa forljótir en Liverpool merkið gerir þá merkilega. Held að sala á þeim verði ekki mikil og Warrior muni, step up their game, fyrir næsta season. En aðalbúningurinn er aftur vel heppnaður að mínu mati og með þeim flottari sem ég hef séð. Kaupi mér þá treyju pottþétt.

 6. Þetta Assaidi mál er auðvitað ekkert Bebe-dæmi og ekki um stórar fjárhæðir um að ræða, en hvaða flipp var eiginlega í gangi þegar hann var keyptur?
  Hvað búningana varðar þá er ég illa haldinn af einhverskonar ólæknandi Liverpool-sumarsjákvæðnis-heilkenni og finnst þeir barast flottir.

 7. Var að henda í nýja færslu á bloginnu mínu, skoðaði miðaverð í enska boltanum og hvað væri hægt að gera.. Í þessu rugl miðaverði…. Endilega tékkið á þessu hjá kallinum: kopice86.wordpress.com Kop-Ice @ragnarsson10

 8. Var að henda í nýja færslu á bloginnu mínu, skoðaði miðaverð í enska boltanum og hvað væri hægt að gera.. Í þessu rugl miðaverði…. Endilega tékkið á þessu hjá kallinum**: **www.kopice86.wordpress.com Kop-Ice @ragnarsson10****

 9. Svona í ljósi sögunnar finnast mér þessar fullyrðingar um að tilteknir klúbbar muni aldrei fá að kaupa tiltekna leikmenn – tja – áhættusamar. Ég man það a.m.k. eins og það hafi verið í gær þegar sögur bárust um að Chelsea vildu fá að kaupa Torres, og þá voru einhver svipuð orð viðhöfð. Tek það fram að mér finnst staðan í dag ekki vera sú sama og þá, en maður veit aldrei…

 10. Sá einhvers staðar skemmtilegar pælingar með þriðja búninginn að hann væri hugsaður fyrir asíumarkað enda þekkt að smekkurinn er annar þar.

  Þá vildi einn meina að það vantaði pokemon framan á til að það skyldi virka.

  Því var fljótsvarað, annar varabúningur er með smurðan pokemon eftir að vel munstrað vetrardekk.

  YNWA

 11. Mér finnst íþróttin missa “karlmannlegan” sjarma sinn þegar karlmenn fara að rífast um útlit búninga liðanna. Ekkert illa meint gagnvart neinum sem hafa skrifað hér við þessa færslu, heldur meira bara svona almennt.

  Þetta er líklega afleiðing af markaðsvæðingu íþróttarinnar síðustu 20 ár eða svo, og eðlilegt framhald af bleikum takkaskóm og leikmönnum með buff í hárinu.

  Ég vona bara að það komist ekki í tísku að leikmenn fari að naglalakka sig líka fyrir leiki, þá fyrst gefst ég upp.

 12. Hvað með Higuain? Það er ljóst að hann er að fara og einhver lið að keppast um að bjóða honum besta dílinn. Afhverju yfirbýður Liverpool hann ekki og tryggir sér hrikalega solid leikmann. Ef hann getur farið í Arsenal þá er alveg ljóst að hann getur farið í Liverpool.

  Skipti á Higuain og Suarez gæti kannski verið undir borðinu.

 13. Daníel var fyrri til.. ætlaði einmitt að fara rifja upp söluna á Torres til Chelsea.

 14. 14 vandamálið er að Higuain er alltaf að fara í meistaradeildina, eitthvað sem Arsenal hefur en við höfum ekki.

 15. Elvar minn, þú getur gefist upp. Ég naglalakka mig alltaf í stíl við búninginn þegar ég fer að keppa. Nota samt mjög karlmannlegt naglalakk.

 16. Það er farin að læðast að manni sú tilfinning að BR ætli sér að nota Agger og Toure sem fyrsta kost í miðvörðinn og mögulega hafa síðan Skrtel, Wisdom og Kelly sem backup. Reyndar vona ég nú að wisdom verði frekar lánaðar heldur en að spila einungis örfáar mínútur því hann er heilmikið potential en verður einfaldlega að vera að spila competitive bolta til þess að halda áfram að þroskast.

  Mín tilfinning er allavegana sú að það verði ekki keyptur varnarmaður fyrr en annað hvort Skrtel og/eða Coates verði seldir og þá verði ekkert endilega keyptur einhver skotheldur leikmaður heldur frekar einhver 3 kostur.

  Ef Toure er í formi þá er hann reyndar virkilega áhugaverður kostur í byrjunarliðið, hryllilega sterkur og mögulega ennþá með hraðann sem hann hafði. Mig minnir jafnframt að hann hafi verið töluverð ógn líka í föstum leikatriðum frammávið.

  Persónulega held ég að við verðum að fá betri varnarmenn til þess að þokast hærra en 6 sætið í töflunni, vonandi nær Kelly að koma sterkur til baka úr meiðslunum en maður bíður einhvern veginn ennþá eftir að hann nái að sína sig því hann hefur eiginlega aldrei náð að spila samfleitt í svolítinn tíma án þess að meiðast, reyndar er hann tiltölulega ungur ennþá en það er ljóst að ekki er hægt að treysta mikið á mann með hans meiðslasögu. Wisdom er mjög spennandi en of ungur til þess að spila einhverja alvöru rullu í liðinu ennþá, væri frábært ef hægt væri að lána hann innan PL.

  Miðað við hvernig BR frysti Coates og Skrtel síðasta vetur þá hef ég litla trú á því að þeir spili stóra rullu næstkomandi vetur. Einnig vantar sárlega meiri samkeppni um bakvarðarstöðurnar og var ég ekki nægjanlega sáttur með frammistöðu bakvarðana á síðasta tímabili, vonandi getur Kelly veitt Johnson smá samkeppni og síðan er spurning hvort Robinson ætli að halda áfram að reyna að gleyma fótboltahæfileikum sínum eða reyna að gera tilkall til þess að spila eitthvað með liðinu.

 17. 17 Liverpool verður í meistaradeildinni þarnæsta ár…Arsenal ekki.

 18. Fyrst þetta er opinn þráður að þá hendi ég þessari spurningu hingað.
  Hvar er best að versla Liverpool bjórglös- eða könnur? Er búin að vera leita lengi en ekki fundið neitt almennilegt.

 19. Það er ekkert víst að þessi Armeni sé almennilegur Armeni. Er ekki hægt að kaupa Brassa?

 20. Sælir félagar

  Ég er yfiir mig ánægður með allt sem hefur gerst og mun gerast. Það er ekki hægt annað eins og allir sjá sem vilja sjá en hinir eru óánægðir og ekkert við því að gera. Suarez er eða fer og Jonjo er ekki lengur en kemur seinna þegar hann er tilbúinn sem besti miðjumaður Englands. Undan hverju er þá að kvarta þegar lífið er eintóm hamingja og allt.

  Hér á Skaganum hefur pöpullinn tekið þann pól í hæðina að fótbolti sé ekki allt heldur bara sumt. Ef til vill hefur gengi Skagaliðsins eitthvað með það að gera ég veit það ekki en er ekki ómögulegt. Nú halda Skagamenn upp á írskan uppruna íslensku þjóðarinnar og er gulir og glaðir í roki og rigningu á “Írskum dögum”.

  En hvernig er það – eru ekki einhverjir írskir unglingar, bráðefnilegir, í sigtinu hjá LFC. Mér finnst það vera málið í dag að ná í íra, rauðhærðan og geggjaðan, og planta honum á miðjuna hjá okkar ástkæra liði. Þegar við erum svo komnir með 11 miðjumenn inná í hverjum leik þá koma sigrarnir og stigin. Skítt með sókn og vörn. Miðjan er það sem blívur og þar vinnast leikirnir fyrst og fremst. Tökum bara Skagann á þetta og sýnum íþrótta-anda þar sem málið er að vera með en sigur skiptir engu máli.

  Það er þannig

  YNWA

 21. Úr því að við fáum ekki Mikka þá vil ég sjá danskan Eriksen hjá Liverpool.

 22. Og ótrúlegt en satt þá tókst honum Sigkarli vini okkar að toppa sig í pointless rausi!!
  Eitthvað gott hlaut að koma úr þessum degi.

 23. Mikki til dortmind BÖMMER en okei kaupa Eriksen strax i staðinn og eg er sáttur 🙂

 24. Sigurkarl ,eigendur Liverpool eru löngu búnir að sætta sig við meðalmennsku og eru aðeins í þessu til að græða sjálfir á þessu og það munu þeir gera svo lengi að fólk í Noregi og á Íslandi borgar fúlgur fjár fyrir boli og sjónvarpsleiki. Spurningin er bara hverssu lengi heldur það áfram þegar meðalmennskan verður búin að festa sig í sessi eins og margt bendir til að verði raunin.

  Margir okkar bundu vonir við armenann sem fór annað eftir að FSG voru búnir að klúðra málonum eins og í fyrra með Gylfa og amerikanann frá Fulham .
  Það virðist aldrei vera til plan B hjá stjóranum svo að við skulum ekki reikna með einhverjum leikmanni á sama level og armeninn er.
  Festir sem halda með klúbbnum vita líka að Suarez á sennilega aldrei eftir að fara í rauðu sjöuna aftur og svo fer Reina og kanske Agger líka og þá verður bara Gerrard eftir af þeim sem leikið hafa í meistaradeildinni og hann er 33 ára.
  Ég er hundfúll með stöðuna og verð það þangað til ég sé alvöruleikmenn á Melwood, ekki bara efnilega unglinga og noboddies frá Spáni.

 25. Já glugginn opnaði fyrir 5 dögum síðan og menn eru strax byrjaðir að grenja.
  Suarez er ekki farinn frá félaginu, Reina fer kannski eftir næsta tímabil en vorum við ekki að fá flottan markvörð í Mignolet ?
  Agger mun ekki fara nema að hann verði þvingaður í burtu, drengurinn er gallharður Liverpool maður og verður með fyrirliðabandið trúlega í vetur þegar að Gerrard verður ekki með.

  Rodgers hefur sagt að hann sé að leita af sóknarþekjandi leikmanni og varnarmanni.
  Ef að þessi Mkhitaryan kemur ekki þá verður vonandi reynt að fá Eriksen og miðað við fyrri reynslu þá gætum við þess vegna verið á eftir leikmönnum sem hafa ekkert verið orðaðir við félagið.

 26. Flott hjá Mk…….an og hjá Dortmund. Nú ætti Liverpool bara að kaupa Eriksen frá Ajax og við grátum engan Armena eftir það. Ekkert mál.

  En ég endurtek bara það sem ég hef áður sagt – það á ekkert að vera neitt forgangsmál að kaupa varnarmann. Auðvitað erum við spenntir fyrir Grikkjanum Papadopoulus því hann er mikill töffari og no-nonsense varnarmaður.

  Liverpool er núna hins vegar með Agger sem er fyrsti valkostur. Næstir eru Skrtel og Toure. Þeir berjast um hina miðvarðarstöðuna.

  Það þarf vitanlega 4ja manninn þarna inn, og þá getum við valið á milli Kelly, Wisdom og Coady.

  Kelly og Wisdom eru miðverðir upphaflega og þetta er því þeirra náttúrulega staða. Minna veit ég um Coady, annað en að hann spilar bæði sem miðvörður og varnarsinnaður miðjumaður.

  Ég skil ekki af hverju menn hér tala um að lána þennan eða hinn – Shelvey, Wisdom o.fl. Við eigum ekkert að vera hræddir við að henda þeim í byrjunarliðið þegar á reynir. Við erum fáliðaðir í vörninni, og þeir munu án nokkurs vafa fá sína sénsa.

  Ég er ekki sáttur við kaupin á Toure – en menn segja að kaupin á honum séu fyrst og fremst hugsuð til að fá reynslu inn í liðið. Það segir sig þá sjálft, að spila Toure með Wisdom/Kelly/Coady við hliðina á sér, hjálpi þeim þá mikið. Og ekki gleyma því að þeir hafa þá Glen Johnson hinum megin, Gerrard og Lucas fyrir framan sig, Agger, Reina og hvað þeir heita nú allir saman.

  Þannig, ekkert lána Wisdom, Kelly, Sterling, Suso, Coady og þessa spaða. Frekar að vera óhræddir við að gefa þeim sénsa þegar vantar. Ég er til í það.

  Homer

 27. Þó ég viti ekkert um Mkhitaryan þá verð ég vonsvikinn ef Rodgers fær ekki sinn mann inn. Þetta er hans aðal skotmark virðist vera. Hans stóru kaup þetta sumarið.

  Það er best að dæma Rodgers ef hann fær inn sína menn. Hann hefur verið nokkuð heppinn, fengið Allen, Borini, Sturridge… missti reyndar af Glyfa og Dempsey til Tottenham.

  En Rodgers fer hratt í hlutina eins og hjá fyrri liðum og þess vegna vona ég hann fái inn sinn mann. Nóg er búið að losa af mönnum.

  Hræðist það ef hann missir af Mkhitaryan að það sé ekkert plan-b. Að það verði ákveðið að geyma stóru kaupin fram í janúar jafnvel. Þetta er trúin sem ég hef á stjórn Liverpool í dag.

  Næst á dagskrá : Selja Suarez til Arsenal ?

 28. Ef ég væri ungur og efnilegur atvinnumar í knattspyrnu og valið stæði á milli þess að fara í Dortmund eða Lfc. Þá væri valið alltaf Dortmund, þannig er bara staðan hjá Lfc í dag.
  Vonandi breytist þetta strax eftir næsta tímabil, hef lúmskan grun um að við verðum í top 4 næsta vor. Nema þetta sé bara gamla góða sumar-bjartsýninn, enn eina ferðina.

 29. Deus, gerðu okkur og öðrum greiða og finndu þér nýtt lið að halda með. Miðað við skrif þín virðustu vera nógu ungur til þess að geta skipt um lið.

 30. Ef satt reynist að Henrikh sé búinn að semja við Dortmund þá er það vitanlega svekkjandi en hinsvegar alls ekki óskiljanlegt og held ég að ekki sé endilega við forráðamenn Liv að sakast þar sem Dortmund er mjög spennandi klúbbur, með geggjaðan heimavöll.

  Eins svekkjandi og það er að missa af spennandi leikmönnum þá eru nú alltaf fullt af möguleikum samt, ekki er víst að við hefðum keypt sturridge og Coutinho í jan ef við hefðum keypt Dempsey í sumarglugganum á undan. BR er algjörlega að snúa þessum hóp við hægt og rólega og ekki ólíklegt að það verkefni haldi áfram eftir þennan glugga. Liv er klárlega að tjalda til lengri tíma en einnar nætur með sínum viðskiptum í undanförnum leikmannagluggum og það gerir það að verkum að við sem stuðningsmenn þurfum að bíða lengur eftir árangri. Persónulega er ég ánægður svo lengi sem ég sé framfarir og er sannfærður um að við séum að fara í rétta átt.

  Að því sögðu þá vona ég svo innilega að við fáum ein rosa kaup amk í sumar. FSG eiga ennþá eftir að sannfæra mig um að þeir hafi það sem þarf til þess að virkilega koma klúbbnum í fremstu röð aftur en vissulega held ég að þeir séu að haga sér í takt við þeirra væntingar og skilning og á virkni UEFA FFP reglunum og mun tíminn einn leiða í ljós hvort það hafi borgað sig að fylgja reglunum eftir samviskusamlega.

 31. Hvað segirðu Kristján er útsýnið gott af bleika skýinu? Ég bara biðst forláts á því að ég skuli ekki dansa af gleiði yfir miðlungs þjálfara sem skilaði okkur alveg 7 sætinu í ár og snemma út úr öllum bikurum. Sem var að missa af eina spennadi leikmanninum sem hefur verið orðaður við okkur í sumar afsakaðu á meðan ég dansa af gleði.

 32. Ég held að það sé forgangsatriði hjá klúbbnum að kaupa einhvern í “holuna”, einhvern sem getur skorað mörk og lagt upp. Mér sýnist að menn hjá LFC búist allir við að LS fari. Ég er ekkert stressaður ef hann fer, við höfum Sturridge, Aspas og Borini sem geta leyst þessa stöðu, okkur vantar aðallega mann í holuna sem getur lofað 15-20 mörkum. Líklegt byrjunarlið hlýtur að líta svona út, nema að BR vilji kaupa miðvörð.

  Sturridge

  Coutinho Downing
  ?
  Lucas Gerrard

  Enrique Agger Skrtel? Johnson

  Reina

Tilboði Swansea í Shelvey tekið – (uppfært) SELDUR

Liverpool nær ekki að landa Mkhitaryan