Tilboði Swansea í Shelvey tekið – (uppfært) SELDUR

Uppfært – Maggi

Liverpool tilkynnti nú áðan að Jonjo Shelvey er orðinn leikmaður Swansea City. Honum voru þökkuð störf, 69 leikir og 7 mörk. Þráðurinn virkar alveg áfram…

Guardian og Telegraph segja bæði frá því í kvöld að 6m punda tilboði Swansea í unga miðjumanninn Jonjo Shelvey hafi verið tekið. Báðir miðlar segja að honum hafi verið gert ljóst í upphafi vikunnar að hann mætti fara fyrir rétt verð og nú hefur það náðst.

shelvey_swanseaNorwich og Crystal Palace hafa líka verið orðaðir við hann en það verður að teljast líklegra að hann vilji ganga til liðs við Swansea en þau tvö.

Þetta er frekar sorglegur endir á veru Shelvey hjá Liverpool og ég verð að viðurkenna að ég er ekki yfir mig hrifinn af þessu. Shelvey var framarlega í goggunarröðinni fyrir ári síðan og byrjaði síðustu leiktíð af krafti áður en hann hálf týndist á miðju tímabili og endaði sem fastamaður á bekknum. Engu að síður er hann bara á tuttugasta og fyrsta ári og algjör synd að ætla að gefast svona fljótt upp á honum.

Þetta var svo sem skrifað í skýin þegar Luis Alberto kom til Liverpool sem ungur leikmaður í sömu stöðu og Shelvey fyllir og ég verð bara að vona að það sé nógu mikið varið í Alberto til að réttlæta söluna á Shelvey.

Eitthvað segir mér að við eigum þó eftir að sjá eftir þessari sölu næstu árin. Mér finnst bara allt, allt of snemmt að afskrifa Shelvey eftir hálfa slæma leiktíð á hans unga aldri.

Ekki minnkar pressan á Rodgers við svona ákvarðanir, það er allavega alveg á hreinu. Yfir til þín Luis Alberto. Ég vona að þú látir okkur og Rodgers ekki sjá eftir þessu.

77 Comments

 1. Lán ætti alltaf að vera fyrsti kostur fyrir þennan dreng. Sjá hvernig hann fúnkerar á heilu tímabili í úrvalsdeild. Okkar menn virðast ekki vera með viðskiptanefið opið. Líka allt of lítill peningur. Svo var efnilegur varnarmaður að fara frítt til Stoke frá Barcelona – svipaður prófíll og Luis Alberto sýnist mér hvað aldur og leikjafjölda varðar.

  Ég endurtek það sem ég hef sagt áður um þessi kaup, þau eru enn sem komið er ekki að færa okkur ofar í töflunni. Sammála að mestu pistli Magga, maður er ekki upprifinn yfir þessu þótt eflaust 1-2 af þessum kaupum eigi eftir að bæta liðið smávægilega. Forgangsröðunin er ekki rétt og gæðin virðast ekki nægjanleg við fyrstu sýn.

 2. Er nauðsynlegt að selja 21 árs breskan gæja með potential?

  Ef ekki er pláss fyrir hann í hóp á þessum tímapunkti þá hefði ég kosið að lána hann í eitt tímabil og skoða svo stöðuna eftir það.

 3. Bara í beinu framhaldi af því sem ég skrifaði.

  Er mjög ósáttur að sjá Rodgers henda þessum strák frá borði og eins og þú segir Kristján þá er heldur betur verið að skipta um gír og færa sig Shelvey-um yfir í Alberto-a.

  En ég skil Shelvey vel. Hann fékk lítið að spila á meðan að t.d. Joe Allen gat ekki bleytu og spilaði út mars. Þessi strákur bað um að fara niður í U-21s árs liðið okkar til að læra betur inn á áherslur stjórans og stútaði öllum þeim leikjum.

  Rodgers hrósaði honum í hástert síðasta haust og nú aftur í vor.

  En nú er verið að selja hann. Er bara hundsvekktur, það er eina orðið og þetta einfaldlega ýtir ofar pirringnum sem ég lýsti í síðasta pistli. Ég er bara ekkert viss um að það sé verið að fara í rétta átt núna….

 4. Tek undir vonbrigði ykkar með þennan díl. Maður hefði viljað sjá hann fara að láni til félags í úrvalsdeildinni og endurmeta stöðuna næsta sumar.

  Þetta gæti mögulega orðið gott fyrir Shelvey sjálfan samt….

 5. Eigum við ekki bara að bíða rólegir þangað til þetta er staðfest áður en við förum að missa okkur? Eigum nú að vera búnir að læra að það virðist ekki vera alltof mikið að marka þar sem blöðin eru að segja um leikmannakaupin okkar

 6. Bar af í þeim U21 leikjum sem ég sá hann spila og sýndi alltaf baráttu, vilja og potential þegar hann fékk tækifæri í aðalliðinu. Auk þess man ég ekki eftir að hafa séð neinn annan leikmann rífa kjaft við Ferguson. Vil endilega lána hann en alls ekki missa hann for gúd.

 7. Ég held hann geti orðið góður…held samt hann hefði ekki fengið neitt svaka af sjénsum og 6 millur eru velkomnar fyrir Liverpool.

 8. En er ekki samt möguleika að þessi samningur verður einsog Barcelona gerir þegar þeir selja unga leikmenn með því hafa klásu í samningum að geta kaupið leikmanninn fyrir eitthvað verið ef hann myndi standa sig.

 9. Ég er smá á báðum áttum með þessa sölu, það er nokkuð ljóst að við erum ekki að fara nota alla ungu og efnilegu leikmennina sem eru á mála hjá Liverpool og Shelvey er líklega eitthvað sem þjálfarateymið var til í að fórna. 6m er alvöru peningur og eitthvað sem Rodgers getur líklega alveg notað í þessum glugga.

  Hann fékk séns í fyrra og nýtti hann ekkert sérstaklega. Spilaði samt ágætlega og er klárlega með potential sem gæti skilað sér í góðum leikmanni. Það gerist ekki nema hann fái að spila og sama hvar við viljum setja hann í Liverpool er hann allt of aftarlega í goggunarröðinni. Það að hann sé nógu góður til að 3-4 “minni” EPL lið vilji fá hann sýnir að hann er með hörku potential og ég er alls ekkert ósammála þvi að maður hefði frekar viljað sjá hann fara a.m.k. eitt ár á láni frekar en að selja hann alveg, en það er enginn heimsendir að selja hann á þrefallt hærri upphæð en við keyptum hann.

  Besta staða Shelvey er líklega fremstur í þriggja manna miðju. Ekki alveg í holunni sem annar sóknarmaður og ekki heldur sem annar af tveimur miðjumönnum í 4-4-2. Hann hefur ekki nálægt því hraða og kraft til að verða kantmaður.

  Ef við skoðum miðjuna þá er a.m.k. Gerrard, Henderson og Allen á undan honum í röðinni og enginn þeirra er að fara fyrir næsta tímabil. (tel Lucas ekki með enda allt önnur tegund af leikmanni).

  Coutinho, Aspas og Suarez er líklega allir fyrir framan hann í stöðunum fyrir aftan sóknarmanninn og meira að segja voru Downing, Suso og Sterling líka fyrir framan oft á tíðum í fyrra út á kanti. Bætum núna Luis Alberto við sem eru úthugsuð leikmannakaup Rodgers og þá er ekkert erfitt að sjá afhverju Shelvey vill fara. Hvað þá ef við kaupum svo líka leikmann í Mkhitaryan eða Eriksen klassa, leikmenn sem báðir eru bestir í þeim stöðum sem henta Shelvey best.

  Ég trúi ekki öðru en að Shelvey verði í EPL klassa næstu árin eða áratuginn. Mögulega nær hann í hæsta klassa enskra miðjumanna en þangað nær hann aldrei með því að vera á bekknum hjá Liverpool og það veit hann líklega. Engin Evrópudeild þetta tímabil gerði líklega endanlega útslagið með feril Shelvey hjá Liverpool og af sömu ástæðu fara líklega 1-3 ungir (góðir) leikmenn á láni fyrir lok gluggans.

  Shelvey er einn af sorglega fáum ungum leikmönnum sem fara frá Liverpool sem maður hefur í alvöru smá trú á. Það er bara óvanalegt að sjá svona unga leikmenn fara sem maður sér fram á að sjá spila í EPL áfram og það er kannski ágætt dæmi um betri ungliðastarf hjá Liverpool undanfarin ár.

  Vonandi gengur Shelvey sem best og vonandi var verið að losa þarna um 6m punda sem fara upp í fyrstu alvöru “marquee signing” sumarsins. Mkhitaryan eða t.d. Eriksen sem spila sömu stöðu myndu fá mann til að gleyma Shelvey samstundis.

 10. Shelvey er ekki nógu góður fyrir Liverpool. Sáttur við þessa sölu.

 11. Ég vildi lán en ég skil vel að Rodgers vilji selja hann. Sumir sjá Gerrard í honum, ég sé hinsvegar Charlie Adam, alltof óagaður sem á erfitt með að halda stöðu og með fólskulegar tæklingar upp úr þurru.

 12. Gæti verið, ef satt reynist, að menn séu að liðka fyrir kaupum á Ashley Williams? Það fyndist mér reyndar alls ekki svo vitlaust. Við erum að drukkna í miðjumönnum en okkur sárvantar miðverði.
  Annnars skulum við bíða eftir að fá þetta staðfest áður en við missum okkur.

 13. Verð að vera sammála Babú þarna, ég er á báðum áttum með þetta. Hinsvegar er ljóst að hann þarf spilatíma til að bæta sig og í ljósi stöðunnar er hann ekki að fara að fá mikinn spilatíma hjá Liverpool. Ég hefði samt haldið að það væri betra að lána hann frekar en að selja en 6 milljónir punda er fín upphæð fyrir þennan leikmann.

  Vonandi vegnar honum vel annarsstaðar en ég vona að hann muni ekki láta okkur sjá of mikið á eftir þessari sölu.

 14. Það sem mér hefur fundist vanta í þetta lið okkar ásamt betri vinstri bakverði og heimsklassa miðverði er hraði, Shelvey út og fljótari maður inn með sömu eða meiri getu inn. Já takk.

 15. Vonbrigði. Kúlstigum leikmannahópsins fækkar talsvert.

  youtu.be/yJns1EepSZU

 16. Ég neita að trúa öðru en að verið sé að fjármagna kaup á stærri leikmanni. Fyrir mér meikar ekkert sens að selja ungnan enskan leikmann með fjölda unglingalandsleiki að baki fyrir litlar 6 milljónir punda. Ekki síst þegar núverandi samningur hans rennur ekki út fyrr en 2017. Ef ekki er verið að sækja í fjármagnið þá hefði að sjálfsögðu átt að lána hann út og gefa honum tækifæri á að ná í reynslu enda engin pressa á að selja hann í ljósi þess hve mikið er eftir að samningi hans. Allar líkur á að verðmæti hans hefði bara geta aukist á næstu tveimur tímabilum.

 17. Kemur mér pínu á óvart að hann sé seldur en ekki lánaður EN það er heldur betur verið að púsla saman liði eftir höfði BR og co. Ég hef fulla trú á því sem BR er að gera og treysti því að hann hafi úthugsað þetta. Ég sá votta fyrir Gerrard í Shelvey, minnti mig mikið á þegar Gerrard var að koma upp en hei! Það er bara einn Steven Gerrard.

 18. Ef Rodgers hefur ekki not fyrir Shelvey er best að selja hann strax. Þannig er það nú bara. Og 6m pund er að mínu mati sanngjarnt verð.

  Ég var persónulega að vona hann yrði áfram, fannst gaman að hafa hann í liðinu og var spenntur að sjá hann þroskast sem leikmann hjá LFC.

  Hinsvegar hef ég mestar áhyggjur af því að Rodgers sé að selja hann að nauðsin til að rýma fyrir öðrum, losa laun og fá smá pening. Ekki hann hafi ekki trú á Shelvey.

  Öll toppliðin hefðu einfaldlega lánað drenginn í annað lið í deildinni. En Liverpool virðist þurfa að selja til að kaupa.

 19. Ósáttur… tel hann eiga eftir að verða mjög flottan leikmann ef hann fær að spila heilt tímabil í minni liði. Bjóst alltaf við að hann myndi fara en var viss um að það yrði á láni.

 20. Eitt sem ég væri til í að fá að vita frá Magga “mark” vini mínum, hvernig stendur Liverpool nú varðandi þessa “homegrown” reglu sem allir eru sífellt með áhyggjur af. Við erum búnir að kaupa fjóra útlendinga og láta allavega tvo Breska leikmenn frá okkur, (þrjá með Shelvey) og þeir verða örugglega fleiri þegar upp er staðið. Hver eru aftur takmörkin á fjölda útlendínga í 25 manna hóp ?

 21. Ég er eins og margir hér á báðum áttum. Ég sé mikið efni í honum. Hann er stút fullur af hæfileikum en hann þarf rétta meðhöndlun til þess að geta orðið gæða leikmaður.

  Það sem Shelvey þarf er reynsla. Ég hefði vilja lána hann í heilt tímabil eins og margir hér til að sjá hvernig hann kæmi undan vetrinum. Það er hinsvegar spurning hvort 6 milljónir fyrir leikmann eins og Shelvey sé hreinlega bara ekki of gott miðað við að hann sé óskrifað blað. Vissulega getur hann orðið 20-30 milljóna króna virði innan 2-3 ára, hann gæti líka orðið 1-2 milljóna króna virði.

  En óska honum alls hins besta hjá Swansea fari hann þangað.

 22. Persónulega finnst mér þetta sniðugt EF það er kauprétts eða buyback klásúla í samningnum.

  Þetta er rétt skref fyrir Shelvey þar sem hann þarf spilatíma til að komast upp á næsta getustig. Ég ætla að skjóta á það að hann muni klæðast Liverpool búningi aftur eftir nokkur ár.

 23. Ég næ ekki alveg þessu mikla áliti á Shelvey, hann getur varla skorað þó hann standi inní markinu. Hrikalega óheflaður leikmaður. Ég bind meiri vonir við Suso en nokkurn tímann Shelvey.

 24. ég skil ekki hvað þið sjáið svona merkilegt við þennan dreng, ég man allavega ekki eftir að hann hafi nokkurntíman átt góðan leik fyrir okkur og eins og fleiri hafa sagt hérna þá höfum við nóg af leikmönnum í hans stöðu.

  þegar ég las að swansea vildu borga 6 milljónir fyrir hann þá var þetta að ennþá meira no-brainer að selja hann, þegar þessi sala gengur í gegn höfum við fengið 21 miljón í kassan og jafnað þarmeð út sumarkaupin.

  Carroll og Shelvey vs Alberto, Aspas, Toure og Mignolet

  ég held að við séum bara í góðum málum!

 25. Ég gæti ekki verið meira sáttur við að fá 6m fyrir hann. Þetta þýðir að Liverpool er búið að fá 21m í kassann og eyða einhverjum 23m og hópurinn klárlega orðinn mun sterkari en í fyrra. Ennþá pláss fjárhagslega til að gera ein til tvo kaup í viðbót.

  Hvað Shelvey varðar er hann og verður aldrei í Liverpool klassa. Hann er 21 árs og hefur komið við sögu í einhverjum 47 leikjum og skorað 2 mörk ef ég man rétt. Fyrir utan að hann hefur engan vegin þennan leikskilning sem menn þurfa að hafa. Sjá Couthinho t.d.

  Sorry Shelvey en þú ert bara einfaldlega þetta, 6m punda maður sem á heima í liði um miðja deild í besta falli. Langt frá því að vera Liverpool standard !!

 26. Ég er nú bara alveg ferlega ósáttur með þessa sölu og finnst algjör skammtímahugsjón í þessu. Bæði peningalega séð og að hann geti orðið flottur leikmaður. Eigum að lána hann og leyfa honum að fá mínútur í hverri viku í ensku premiunni.

  Þótt mér finnst nú sjálfur verð á enskum leikmönnum vera út úr kortinu þá eigum við bara sjálfir að taka þátt í þeim leik, þar sem við höfum nú sjálfir brennt okkur á því. Við kaupum Henderson á svipuðum aldrei, spilaði fyrir meðallið, að mig minnir einn A-landsleik þegar við kaupum hann og það á næstum 3-4 hærra verði en við erum að selja Shelvey á sem á leik fyrir A-landslið Englands, spilað fyrir stórlið á Englandi, spilað í evrópukeppnum og pakkað saman Championship deildinni í þann stutta tíma sem hann spilaði þar.

  Sjá það allir að Shelvey er hrár talent sem góður stjóri væri hægt að vinna með. Sama og með Gerrard þegar hann var ungur. Maðurinn er með flottan skot fót, les leikinn ágætlega, og virðist hafa hugarfar á vellinum sem ekkert alltof margir hafa.

 27. Brendan er að leita að sóknarmanni (Mikki frá Shaktar) skv. frétt inn á Vísi í dag, en minnist ekkert á varnarmann. Ætli hann sé þá bara sáttur við miðverðina Agger, Toure, Skrtel, Coates, Kelly?

 28. ég get horft á þetta atriði svona 100 sinnum í röð…þegar Jonjo treður upp í Fergie og fær hann næstum til að skæla.

 29. Hvernig væri að selja Coutinho fengjum haug af aur heheh vá hvað þetta var holt fyrir liðið að fá þennan kappa bara snillingur gaman að hrfa á klippur af honum .

 30. Gæti bara ekki verið sáttari með þessa sölu,enda ætlar Brendan greinilega að nota menn sem geta spilað fótbolta í einni og tveimur snertingum. Eitthvað sem Shelvey er ekki í blóð borið “frekar en Spearing” Eins og einn góður maður sagði í gamla daga, ef svo væri þá hefði það blóðrennsli ekki skilað sér niður í fæturnar á honum 🙂

 31. Midad vid hvad BR hefur lagt af i sumarfriinu ad tha getur bara vel verid ad hann muni standa sjalfur i vørninni.

 32. Ef maður les á milli línanna þá er líklegt að við séum að ganga frá kaupum á leikmanni sem mun spila sömu stöðu og Shelvey. Sá leikmaður er það góður að hann mun alltaf byrja inn þegar hann er heill. Því mun Shelvey ekki fá marga sénsa í vetur. Þið vitið um hvern ég er að tala.
  Auk þess er Alberto mun fjölhæfar leikmaður en Shelvey og getur spila í mörgum stuðum, þám í stöðunni hans Shelvey

 33. Ég man eftir amk 4-5 leikjum þar sem Shevely var slakastur á vellinum (reyndar stundum spilað algjörlega úr stöðu). Hann hefur eflaust potential og allt það engu að síður, ég er lítill sérfræðingur hvað það varðar…

 34. Eitthvað segir mér það að ef við ættum næga peninga til að styrkja liðið i sumar að þá værum við alltaf að fara lána Shelvey en ekki selja fyrir 6 milljónir, finnst þetta einhvernveginn hljóma þannig að okkur vanti peninga og því til i að selja drengin fyrir 6 kúlur.. Er pínu smeykur um að þessi drengur gæti orðið 10-15 milljón punda virði næsta sumar. En verðum við ekki bara að treysta Rodgers ?

  Sá viðtal við Rodgers inna 433.is læt það fylgja hérna fyrir neðan.
  Brendan Rodgers stjóri Liverpool er ekki hættur að fá leikmenn til félagsins í sumar.

  Rodgers hefur fengið Kolo Toure, Simon Mignolet, Iago Aspas og Luis Alberto.

  Rodgers vill stækka leikmannahóp félagsins og leitar af liðstyrk.

  ,,Annar sóknarsinnaður leikmaður myndi nýtast okkur vel,” sagði Rodgers.

  ,,Við sjáum hvað gerist á næstu vikum.”

  Þarna talar hann ekki um varnarmann eða varnarmenn, pínu athyglisvert.

 35. Er að sja nuna að þetta viðtal við Rodgers sem eg póstaði herna rett fyrr ofan er bara lelegt a 433.is, er að sja nuna a mbl.is og enskum miðlum að Rodgers talar um að fá fleiri leikmenn og tekur fram sóknarenkjandi leikmann hugsanlega annan varnarmann og segir svo að þeir muni bæta við sig vonandi few more players…

  þessi 433.is er natturulega bara aulasíða…

 36. Er þetta ekki bara algengt. Við erum á núlli í leikmannasölum. Svo græðum við tæpar 3 þegar Ince verður seldur og kaupum Ilori á þann pening.

  Svo kemur sóknarmaður fyrir 10 – 15 millur og það verður nettóið í sumar.

  Svei mér þá…er svartur þessa dagana!

 37. Held að það sé erfitt að draga þá ályktun hvort að við séum búnir að styrkja okkur eða veikja okkur í þessum glugga so far. Klárlega búnir að styrkja okkur í markmannstöðunni, en við erum búnir að losa okkar við unga enska landsliðsmenn sem eiga mikið inni og höfum fengið í staðinn tvo leikmenn sem eru algörlega óþekktar stærðir í ensku deildinni og einn sem toppaði tímabilin 2006-8.

  Held að það sé algjörlega ótímabært að hrósa BR eða Ayre fyrir afrek sín í þessum glugga so far. Maður veltir upp ýmsum spurningum á þessum tímapunkti. Hvað gerist er Suarez leggur inn sölubeiðni? Hvaða fíaskó fer þá af stað? Hver verður raunveruleg eyðsla (nettó) LFC í þessum glugga? Er ætlunin að koma út á núlli ætla núverandi eigendur enn og aftur að gera uppá bak á leikmannamarkaðnum?.

 38. Sælir félagar

  Ég var gríðarlega spenntur fyrir Shelvey þegar hann kom frá Charlton fyrir að ég held þremur árum síðan, þetta var gífurlegt efni þar á bæ og byrjaður að spila með aðalliðinu þrátt fyrir ungan aldur.

  Síðasta tímabil fékk hann svo loksins alvöru spilatíma hjá Liv og stóð sig stundum vel en því miður þá datt hann vissulega niður á köflum og virtist síðan frekar búinn á því eftir áramót og var í kjölfarið frystur af stjóranum. Slíkt þarf ekki að vera óalgengt enda spilaði hann nokkuð mikið fyrir jól og held ég að undir venjulegum kringumstæðum þá væri eðlilegra að lána hann. Því miður virðist klúbburinn telja að það sé rétta leiðin að selja hann núna og mun tíminn leiða í ljós hvort það var rétt ákvörðun.

  Persónulega hafði ég vonast eftir því að sjá hann þroskast meira en hann gerði hjá Liv en ég hef engan veginn gefið upp á bátinn að hann verði mun betri leikmaður þar sem hann er ennþá á þannig aldri að hann getur bætt sig. Ég neita þó að líta á þetta sem einhver skelfileg viðskipti þrátt fyrir að kúbburinn sé að eyða nettó nálægt núlli eins og staðan er í dag.

  Í mínum huga þarf ennþá að fá klassa varnarmann og ef þetta styrkir þá vinnu þá er það vel. Það má heldur ekki vera með of þungan leikmannahóp þar sem menn nýtast lítið eða ekki neitt og missa verðgildi sitt hægt og rólega. Það er ekki ólíklegt að við fáum fleirri sölufréttir á næstu vikum hugsa ég.

 39. Kemur manni ekkert á óvart. Frekar ánægjulegt ef eitthvað.

  Átti mörg facepalm augnablik á síðustu leiktíð vegna Shelvey og hans framlags í að tapa boltanum og skapa lítið sem ekkert fyrir utan vonbrigði stuðnigsmanna.

  Að hans besta highlight sé að hafa rifið kjaft við Ferguson segir mikið um hann sjálfan og þá stuðningsmenn sem vilja halda honum eingöngu þess vegna.

  Good riddance to bad rubbish.

 40. Toppurinn á ferli Shelvey hjá Liverpool var í mínum huga þegar hann sagði Ferguson til syndanna og svaraði kallinum fullum hálsi þegar hann var á leið af velli eftir að hafa fengið (óverðskuldað) rautt spjald gegn Utd. Ekki margir menn á hans aldri sem hefðu lagt í það.

  Það verður fróðlegt að sjá hvernig ferillinn kemur til með að þróast hjá stráksa, kannski hefði verið gáfulegra að lána hann næsta tímabil. Hitt er svo aftur annað mál að hann er búinn að fara a.m.k. einu sinni út á lán, til Blackpool að mig minnir, og það má velta því fyrir sér hvort það sé einhver tilgangur með því að halda mönnum samningsbundnum LFC sem eru ítrekað lánaðir til annarra klúbba á samningstímanum. Það má vera að kauði sé óslípaður demantur, hann hefur vissulega gefið vísbendingar um það en þegar öllu er á botninn hvolft fáum við þrefalt meira fyrir hann en við borguðum sem verður að teljast í lagi. Auðvitað má velta því fyrir sér að hann hefði getað orðið mun verðmætari seinna meir, en þá má líka velta því upp að hugsanlega hefði hann lent í alvarlegum meiðslum og verið frá næstu mánuði og ár. Það er alltaf þetta ef og hefði.

  Margir hér kalla eftir kaupum á öflugum varnarmanni og ég tek heils hugar undir með þeim kór. Mín kenning er sú að menn séu vísvitandi að beina athygli fjölmiðla að sóknarþenkjandi mönnum og reyni þannig að fá frið til að ganga frá samningi við öflugan varnarmann/menn. Kannski langsótt en maður getur alltaf vonað!

 41. við erum á pari núna i kaupum og sölum.

  Ég var ad vonaað Rodgers hefði fengið 25 kúlur fra eigendunum eins og Steini sagðist halda i podcastinu, Kaupa þá Mkhiteryan fyrir þær kúlur, selja svo spearing 3-4 milljonir, Coates kannski 3 milljonir og fásvo 3 fyrir Ince og splæsa í alvöru varnarmanm fyrir 10-15 kúlur…

  Halda svo suarez og þá erum við all in i topp 4 baráttu

 42. Finnst engum fáránlegt að selja hann á 6 milljónir punda? Ef við værum að kaupa hann þá væri verðið í það minnsta tvöfalt.

  Ég tel hann eiga bjarta framtíð, Swansea mun eflaust henta honum mjög vel og ég vona að það sé einhverskonar buy-back klásúla eða að við fáum hluta af söluverðinu þegar hann verður seldur frá Swansea.

 43. Swansea segja á sinni heimasíðu að kaupverðið sé 5 milljónir. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 44. Þetta er nú alveg sama og með Ryan Babel. Hæfileikaríkir jojo-leikmenn sem sýndu af og til í hæfileikana en var lífsins ómögulegt að sýna stöðugleika og fara eftir því sem þjálfarinn sagði þeim að gera.

  Margir hérna grétu það þegar Babel fór en sjáið bara hvar sá kappi er í dag. Hjá Kasimpasa í Tyrklandi eftir að hafa klúðrað sénsinum sem hann fékk aftur hjá Ajax. Einhverstaðar las ég líka að Shelvey liti soldið stórt á sig og væri ekki að hjálpa uppá móralinn í klefanum. Liverpool hefur í dag ekkert að gera með menn sýna snilldartakta í 1-2 leiki og detta svo í meðalmennskuna næstu 4-5 leiki.

  Við þurfum stöðugleika og reynslu öllu öðru fremur og menn sem spila bæði vel gegn toppliðunum og þeim í neðri hlutanum. Ég sá fullt að leikjum með u-21 á síðasta tímabili og þar var Shelvey í góðu formi. Shelvey er vaxinn eins og naut og hefur því mikla yfirburði yfir stráka á sama aldri. Þegar hann var match-aður líkamlega í A-liðinu þá gekk ekki jafnvel enda strákurinn ekki enn með stöðu og leikskilning né hraða til að stýra leikjum. Hann er samt voða svipuð týpa finnst mér og Wayne Rooney. Blóðheitur skaphundur og líkamleg undur sem fara langt á hárri einbeitingu og að djöflast í mönnum.

  Hafði rokkara attitúdið sem hefur vantað lengi hjá Liverpool og dásamlegt þegar hann hraunaði yfir Ferguson. En í dag vantar okkur bara ekki þessa týpu af leikmanni heldur hraða leikmenn sem hafa hraða, tækni og geta spilað í fáum snertingum. Liðsheildin er það sem þarf að ganga fyrir á næstunni og því þurfti hann bara að fara. Er nokkuð viss reyndar að ferillinn verði meira í ætt við Babel heldur en Rooney. Við fáu fimmfalt tilbaka það sem við borguðum fyrir hann og það er alls ekki slæmur díll.

 45. Maggi, mér finnst þú vera gera of mikið úr þessu.

  Af hverju eru menn svona ósáttir með þetta? Ef Shelvey væri frá Kuala Lumpur þá væru menn ekki eins ósáttir. Ég horfði á varaliðsleikina sem hann spilaði í og hann gat voða lítið í þeim. Gat hvorki stjórnað miðju, sífellt úr stöðu, léleg skotnýting og braut oft af sér sem er nákvæmlega eins og hann var með aðalliðinu. Hann spilar eins og hann haldi að hann sé orðinn klassaleikmaður.

  Svo vildi hann líklega spila byrjunarliðsbolta sem Rodgers gat ekki gefið honum, hvað annað átti Rodgers að gera en að selja hann? Við verðum bara að virða ákvarðanir Rodgers því hann er auðvitað stjórinn og vill leikmenn sem henta í hans taktík.

 46. Afh talið þið svona illa um hann shelvey minn hann er mun betri en gerrard ????

 47. þú ert þér og liverpool til skammar, John, þegar þú segir svona hluti!

 48. Það er erfitt að segja með þennan dreng,
  Ef Rodgers telur að hann sé ekki sá leikmaður sem hann er að leitast eftir þá treysti ég því.

  BR er 40ára stjóri sem er í raun óskrifað blað sem þjálfari.
  hann hefur nú selt 35mp stjörnuna A.Carroll og Svo núna einn af efnilegrileikmönnum félagsins.

  Shelvey vildi meina að Br hafi svolítið látið hann blæða fyrir tapið gegn Stoke í vetur.
  Það vita allir hvernig Carroll er.

  Br: tekur skertil og frystir hann alveg á tímabili í vetur.

  Og kaupir svo verulega sterkan markvörð til félagsins til að fara gegn einum af bestu markvörum spánar.

  Hann gagnrínir leikmenn opinberlega ef þess þarf (Dawning)

  Hann er óhræddur að fara sínar leiðir í þessu þrátt fyrir ungan aldur.
  Það er mikið í húfi fyrir þennan þjálfara hann fær kannski ekki aftur tækifæri með stórt félag ef hann drullar á sig með Liverpool
  þrátt fyrir það þorir hann og ég er klár á því að hann er viss um hvað hann er að gera

 49. Frábært fyrir Shelvey að komast í skemmtilegt lið með góðum leikmönnum. Það er bara pláss fyrir ákveðið marga leikmenn í hverju liði og hann komst því miður ekki að hjá Liverpool, en það jákvæða er að það þýðir að við erum með nokkra betri leikmenn í þessari stöðu.

  Flott Brendan, þú heldur áfram að taka til á veginum í átt að stjörnufrægð. Núna má Mikki fara koma með smá bensín á bílinn.

 50. Ég hef verið aðdáandi Shelvey og taldi hann hafa möguleika. Sérstaklega þegar hann var í láni í fyrra og var að spila.
  En ég varð fyrir vonbrigðum með hann þegar hann fékk tækifærin í vetur.
  Ég er algerlega sammála mönnum að hann var ekki alveg í takti í vetur þegar hann fékk tækifæri og var ekki alveg með leikskilninginn á hreinu. Skildi stundum eftir sig slæm göt.
  Nokkrar vafasamar tæklingar en hann var líka óheppinn ef hægt er að segja svo þegar hann klúðraði nokkrum upplögðum færum á mikilvægum augnablikum í leikjum.
  Kannski of ákafur á kostnað skynseminnar, þrumað af öllum kröftum framhjá þegar hefði kannski verið hægt að leggjann.
  Hann á eftir að læra hjá Swansea og vonandi verður eitthvað gott úr honum.
  Ég treysti BR í þessu sem öðru.

  YNWA

 51. Ég verð að segja að ég er mjög sáttur við það sem er komið og farið i þessum glugga. Eg sé reyndar Meira eftir Carrol en Shelvy sem mér hefur fundist stórlega ofmetinn við skulum bara sjá en ég hef trú a þvi að eigi eftir að þvælast a milli einhverra milli góðra lið. Enda bara milli góður leikmaður.

 52. Hugsa að Henderson verði ekki lengur sóknartengiliður og detti í miðjumanninn með Gerrard, Allen og Lucas. Í sókninn, eru allir fremstu 4 núna flinkir, teknískir og fljótir. Það er allavega komin einhver stefna í klúbbinn. Reyndar mætti selja Downing. Er ekki að sjá að hann sé á undan Suarez, Sturridge, Sterling, Aspas, Coutinho, Alberto og Mikytarf þegar hann kemur.

 53. Hvorki sáttur né ósáttur með þetta, að mínu mati hefði ekki átt að afturkalla hann úr láni frá blackpool vorið 2011(?).
  Óska honum bara alls hins besta og vona að peningurinn sem fékst fyrir hann fari í að landa einhverjum góðum. Við erum víst komnir á eða um núllið fjárhagslega í þessum glugga og ef eitthvað er að marka slúðrið um 25mp budget þá ætti það að nægja fyrir Mkhitaryan eða Erikssen+alderweireld svo vonandi náum við að losa okkur við Spearing, coates og assaidi, þá gætum við reynt við Wanyama eða eitthverja samkeppni fyrir Enrique.

  Finnst við eiga inni sumarglugga sem bara gengur upp að nánast öllu leiti og öll vonum við jú að það verði raunin þó við séum mis bjartsýn á stöðuna eins og hún blasir við.

  Langar svo bara að enda þetta á þjóðhátíðarkveðju til FSG og vona að þeir haldi uppá það með stórkaupum á morgun 🙂 YNWA

 54. Ég hafði trú á Shelvey enn það hafði BR ekki og ekki meira um það að segja. Hérna er góð grein um Lucas og muninn á honum fyrir og eftir meiðsli. Kannski er hægt gera Henderson að DM?

 55. Tek undir að salan á Shelvy er ótímabær. Hann er bara 21 árs. Lán hefði verið eðlilegra finnst mér. BR á eftir að sjá eftir þessu þegar kvikindið skorar 2 og leggur upp annaðeins á móti okkur ( vona samt að það verði ekki raunin) fyrir hann er þetta tækifærið upp á við. Hann á eftir að spila mikið með Swansea og verður svo seldur þaðan til stærri klúbbs eftir 2- 4 ár. Þetta eru mistök sem BR á eftir að missa svefn yfir þegar frá líður. Við skulum vona að kaupin það sem af er sumri skili sér í árangri uppávið ekki 6-8 sæti.

 56. Segjum sem svo að við hefðum látið Shelvey spilað lengur í Championship deildinni þar sem hann skoraði og skoraði, þá væri hann “upprennandi” stjarna eins og t.d Zaha. Sá leikmaður var keyptur á 12-15 mp til Man United.

  Við kaupum Henderson sem átti einhver season í Premíunni og að mig minnir einn A-landsleik þegar við kaupum hann, og spilaði fyrir meðallið.

  Shelvey spilað fyrir stórlið, með A-landsleik, reynslu úr Premíunni og Championship og er seldur fyrir 6 mp.

  Mér finnst þetta bara ekki vera nógu góður business.

 57. Talandi um þriðja búninginn … ég er hættur að gera grín að viskustykkinu hjá scums.

  En stundum er ljótt svo ljótt að það verður fallegt 🙂

  YNWA

 58. mér finnst 3 búningur Pool flottur. Ég er búinn að fá nóg af Nike og Adidas mainstream búningunum, alltaf eins.
  Verður gaman að sjá liðið á velli í þessum búningum, hlakka til.

 59. Guði sé lof að það eru enn einhverjir með viti þarna hjá Liverpool, salan á Shelvey sýnir það. Það hafa verið mörg óvenjuleg kaup hjá liðinu undanfarin ár og sölur ekki síður, en nú finnst mér vera að koma eitthvert vit í þetta. Shelvey getur ekki rassgat og það á því miður eftir að koma enn betur í ljós á næsta timabili.

 60. Ég trúi þessu eiginlega ekki…. við vorum að missa einn efnilegasta miðjumann heims. Var búinn að sjá fyrir mér að hann mundi slá Gerrard útúr liðinu þetta tímabil sem hefur verið slakur. En annars lýst vel á nýju kaupinn vona að þetta fari allt vel.

 61. Er bara sáttur við þessa sölu. Hann mun hugsanlega geta bætt leikskilning sinn sem hefur verið mjög ábótavant en manninn skortir hraða sem er svo nauðsynlegur í nútímafótbolta. Það eru bara einstaka snillingar sem geta komist upp með það að spila fótbolta í dag án hraða og snerpu. Ég tel að að Jonjo komist ekki í þann hóp, því miður.

 62. Mér er svo sem sama þó Shelvey hafi verið seldur. Ekki einhver stjörnuleikmaður en hafði vissulega hæfileika en ekkert óeðlilegt við hann sé seldur.

  Eina sem ég get ekki skilið og það er afhverju leikmaður sem er búinn að spila tæplega 50 leiki ensku úrvalsdeildinni, einn A landsleik og rúmlega 50 leiki í 1. deild sé metinn á sömu upphæð og jafngamall spánverji sem hefur spilað 7 leiki í spænsku úrvalsdeildini og síðan einhverja 100 leiki með B liðum Sevilla og Barcelona sem spila í 1 og 2 deildinni á Spáni. Jú þessi spánverji á líka 1 U21 landsleik að baka (Shelvey á 12). Ég get bara ómögulega séð það að þessi tveir strákar séu jafn mikils virði og þá verð ég að setja spruninga merki við menn sem sjá um að semja um verð á leikmönnum. Einhverstaðar las ég líka að Sevilla væri í fjárhagskröggum sem gerir þetta verð á þessum leikmann enn óskiljanlegra.

  Síðan er spurning hvort Liverpool reyni þá að kaupa Shelvey aftur til baka eftir áramót líkt og þeir reyndu við Tom Ince.

  Ég er eiginlega á sömu blaðsíðu og Maggi ég bara get ekki sagt að maður sé eitthvað ánægður með sumarið hingað til. Það hafa ekki verið keyptir neinir gæðaleikmenn sem koma til með að bæta byrjunarliðið sem ég myndi nú halda að væri megin fókusinn. Meðan að Tottenham kaupir Paulinho þá kaupir Liverpool Luis Alberto og það er fjallað um það bara eins og það séu kaup sumarsins og menn að tala um hvað þeir séu spenntir fyrir þessum leikmanni sem hefur nákvæmlega ekkert afrekað.

  Ef menn ætla að halda þessari stefnu áfram þá get ég nú ekki séð en að baráttan um 4. sætið (sem er allt í einu orðið ásætanlegt markmið) gæti orðið erfið.

 63. Efnilegasti miðjumaður heims? Vorum við ekki að losa okkur við Shelvey – missti ég af einhverju?

 64. Kannski er ég bara eitthvað skrýtinn, en mér finnst þriðji búningurinn vera helvíti töff. Mun flottari en hvíti varabúningurinn

 65. Þessi sala kemur mér bara akkúrat ekkert á óvart. Lítið spennandi leikmaður þótt hugarfarið sé frábært hjá honum. Að líkja honum saman við Gerrard er stórfurðulegt, þótt hann sé kraftmikill og hafi svipaðan hlaupastíl með bolta þá er hann ekkert líkur Gerrard að öðru leiti. Með meiri leikreynslu getur hann orðið ágætis leikmaður en ég hef aldrei orðið var við neina hæfileika í honum sem eiga eftir að springa út og það virðist sem Rodgers sé á sama máli. Ég held að 6 milljónir séu bara fínn díll fyrir okkur, hefði verið hissa ef upphæðin hefði verið hærri.

  Vonandi gengur honum bara allt í haginn hjá Swansea.

Æfingarnar byrja á morgun – staðan í dag.

Æfingapælingar, nýr búningur og slúður. Opinn þráður