Æfingarnar byrja á morgun – staðan í dag.

Þessi pistill hér hefur verið í smíðum nú í þrjár vikur cirka.

Frá þeim tíma sem berast fóru fréttir af leikmannakaupum klúbbsins og umræðu um leikstíl og framtíðina hjá Brendan Rodgers. Allan þann tíma hafa verið alls konar meldingar um leikmenn sem eru hugsanlega á leiðinni og ég einhvern veginn frestaði alltaf því að setja pistilinn inn. Nú ætla ég ekki að bíða lengur, glugginn er opnaður formlega og ég vona bara að jinxa það sem ég pirra mig á þessa dagana í gang. Here goes!

Sumarið er tíminn

Söng Bubbi einu sinni.

Undanfarin ár hefur sumarið verið tíminn okkar Liverpool fólks. Við höfum einokað fréttirnar undanfarin sumur held ég bara og svo yfirleitt þegar boltinn byrjar að rúlla kemur að öðrum liðum að stela senunni og halda henni heilan vetur. Svo kemur sumarið og við tökum við.

Síðustu ár hafa það ansi oft verið stjóraskipti eða endurhönnun starfsliðs klúbbsins með öllum þeim kostnaði sem því fylgir verið þær fréttir sem duglegast hafa á okkur dunið með misjafnri gleði. Sumarið í fyrra verður svo lengi í minnum haft þegar við byrjuðum á að sjá alls konar trailera á sjónvarpsþætti í kjölfar Ameríkuferðalags með skrýtnu handriti og síðan vonlausum enda á leikmannaglugga, einum þeim versta í sögu klúbbsins. Sumarið 2012 var semsagt “daprafréttasumar”.

En það er að baki. Sumarið 2013 er komið.

Það verða engin stjóraskipti. Allt þjálfarateymið heldur sér. Við erum komin með fullskipað njósnarateymi. Við erum byrjuð að versla leikmenn í aðalliðið. Við erum byrjuð að versla leikmenn í yngri liðin. Við förum ekki til Ameríku. Við erum ekki að fara að spila í Evrópudeildinni um miðjan júlí.

Við erum farin að verða bjartsýn. Enn eitt sumarið!

Í dag er 1.júlí. Dagurinn þar sem glugginn opnar formlega og við getum farið að fylgjast með starfinu á Melwood á opinberu síðunni og þá förum við væntanlega að heyra í Brendan karlinum á reglulegum basís. Reikna með viðtali í vikunni sem mun taka á leikmannamálunum.

Leikmennirnir tístu í gær á fullri ferð um ferðalög sín til Liverpool. Luis Alberto, Aspas, Shelvey, Wisdom og Lucas sá ég og væntanlega eru þeir allir að taka til skótöskuna og rifja upp leiðina á Melwood í dag. Fyrir utan Suarez, Coates og Reina allavega. Þó hafa margir ungu mannanna okkar verið að leika með landsliðum sínum, Suso er að því ennþá, og því gæti verið að fleiri verði ekki á svæðinu í fyrramálið þegar opnunaræfingarnar hefjast. Þær snúast yfirleitt um að taka á stöðu manna eftir sumarfríið, það verður ekki fyrr en á fimmtu- eða föstudag sem alvöru æfingar fara í gang.

Æfingahópurinn

Í fyrra var eiginlega hálf grátlegt að horfa á þá sem Rodgers stjórnaði á fyrstu æfingunum. Vissulega spilaði EM inní en það voru samt ansi margir að fá æfingasett þá sem ekki var séns á að yrðu í rauðri treyju þegar tímabilið hæfist. Ég einfaldlega vorkenndi karlinum stundum að halda þessar innblásnu ræður sem við sáum í “Being Liverpool” yfir leikmönnum sem voru ekki að fara að eiga framtíð undir hans stjórn.

Nú, ári síðar, hvernig er þá þessi staða?

Ég fer í leikmannakaupin á eftir en þegar maður veltir fyrir sér nafnalistanum sem er að mæta á morgun finnst mér ennþá stór hópur vera þar á ferð sem Rodgers mun reyna að losa fyrir 1.september. Vonandi þarf hann ekki að taka jafn marga með sér til Ástralíu og hann þurfti til Kanalands í fyrra.

Þarna á ég við leikmenn eins og Assaidi, Spearing, Coates og Pacheco sem klárlega hafa lokið þátttöku sinni fyrir klúbbinn og við munum vonandi fá einhvern smápening fyrir. Þar eru líka leikmenn sem hafa verið að leika með U21s árs liðinu og hafa fengið litla möguleika hjá stjóranum og líklegt má telja að fari. Annað hvort varanlega eða á láni. Þarna erum við að tala um Flanagan, Robinson, Adorjan, Ngoo, Morgan, Sama, Sokolik og jafnvel Teixeira og Bijev. Allir þessir strákar eru nú að verða 20 ára (eða eru orðnir) og eru satt að segja að ná þeim aldri að í stað þess að vera í flokknum “efnilegur” að vera komnir í “ekki nógu góðir”.

Ég mun því flakka á myndasíðum opinberu heimasíðunnar til að fylgjast með hverjir þessara nafna hér að framan verða joggandi á grænu grasi í LFC varningi næstu dagana. Í fyrra fannst mér alltof stór hópur vera þar og á Ameríkuflakkinu. Það er afskaplega lítið hægt að vinna með 30 manna plús æfingahóp af viti. Ég skildi alveg að BR skoðaði fullt af mannskap í fyrra en nú vill ég sjá svolítið miskunnarleysi.

Svona svipað eins og var sýnt þegar Andy Carroll var látinn fara. Mikið hefur verið látið með þessi “verstu kaup LFC” (sem mér finnst rakalaust bull) og það að hann hafi ekki “fallið inn í stíl stjórans”. Núna tveimur vikum seinna eru blöðin farin að tala um “frábær og metnaðarfull kaup West Ham”, sem geta hæglega “komið Hömrunum í keppni um Evrópusæti”. Carroll sjálfur virkar einbeittur á verkefnið og ég ætla hér að leggja höfuðið á stokkinn og spá því að hann verði byrjunarliðssenter Englendinga í Brasilíu næsta sumar. Og er bara alls ekki viss um visku þess að láta hann fara.

Hann er ekki sá eini sem er farinn. Danny Wilson og Gulasci fengu mínútur í fyrrasumar og við munum ekki sjá Carra aftur. Svo það er fjórum færra í æfingahópnum.

En nú berast svo fréttir af fleirum sem gætu verið á burtleið. Líklegastur til að fara er Skrtel, þar á eftir Shelvey og síðan er verið að ræða töluvert um brotthvarf Downing þessa dagana.

Ef að við teljum þá sem ég hef rætt hér sem farna, örugglega eða mögulega á burtleið þá erum við að tala um tólf nöfn sem voru að leika æfingaleiki síðasta sumar. Bætum við Charlie Adam, Joe Cole, Dirk Kuyt og Alberto Aquilani þá værum við að tala um fimmtán leikmenn sem voru á aðalliðsæfingum vorið 2012 sem eru farnir, auk Assaidi sem kæmi þá og færi. Það er nokkuð.

Leikmannastefnan og kaup

En það eru ekki bara útgöngudyr á Melwood, heldur líka öflugar inngöngudyr. Frá þessu vori, 2012 höfum við séð Joe Allen, Borini, Borini, Coutinho og Sturridge koma inn varanlega. Auk ungra leikmanna frá Akademíunni. Sterling, Wisdom og Suso má telja líklega til að vera á fullu á æfingunum fram að leiktímabili og nú höfum við keypt fjóra nýja leikmenn sem verða væntanlega allir á Melwood á morgun. Kolo Toure, Mignolet, Aspas og Luis Alberto. Þegar við teljum þessa einstaklinga þá förum við upp í töluna tólf.

Sem ætti þá að þýða það að við séum á svipuðu róli og ef að þeir þrír sem falla undir liðinn mögulega verða áfram þá séum við á sama rólinu og við vorum í fyrra.

Við hefðum þá losað frá leikmenn sem Rodgers ætlar sér ekki að nota og fá í staðinn menn sem hann og njósnarateymið hans telur henta í þann leikstíl sem hann ætlar að spila.

En er það nægileg styrking til að koma liðinu ofar?

Mitt mat í dag er að það sé afar hæpið. Jafn glaður og ég er með að við höfum náð í leikmenn strax við opnun gluggans þá finnst mér ennþá, eins og síðustu þrjú sumur, liðinu okkar vanta tvo sterka leikmenn sem enginn verður í vafa um að verða í byrjunarliðinu okkar 17.ágúst gegn Stoke og munu verða þeir sem tryggja okkur stig í þeim leikjum sem við varla fengum nokkur úr í fyrra. Þá er ég að meina í leikjunum við þau sex lið sem voru ofan við okkur í fyrra.

Það vantar að mínu mati hjálpina sem verður til þess að við höldum hreinu á OT og skorum sigurmarkið á Stamford.

Við sjáum auðvitað öll hver meginstefnan er í leikmannakaupum Rodgers og FSG. Kaupa leikmenn yngri en 25 ára sem falla að leikstíl stjórans og reyna að hámarka virði þeirra. Auk þess virðist klúbburinn líka ætla að halda áfram að styrkja yngri liðin með gæðaleikmönnum svo að línan úr Akademíunni verði stöðug flæðilína í stað “happogglapplínunnar” sem verið hefur í gangi undanfarin ár. Koma Kolo Toure held ég að sé frekar undantekning þar sem að liðið er svo svakalega ungt heldur en að við sjáum reglulega einhvern yfir 30 ára koma á frjálsri sölu til okkar.

Í grunninn er þetta flott fótboltaleg hugsun og ég held að við styðjum hana öll í meginatriðum. Það er ekkert skemmtilegra en að fá 18 ára gaur með skrýtið skyrtunúmer verða að stjörnu eða þegar við finnum demant í rykinu fyrir litla upphæð og brosum til njósnaranna okkar þegar sá fer á kostum.

En fótbolti er ekki hugsjónastarf. Það er drifið áfram af úrslitum og sigrum í leikjum, mörgum í röð helst.

Ég hef af því töluverðar áhyggjur að menn í brúnni á Anfield ofmeti þolinmæði stuðningsmanna félagsins ef að menn munu ekki hafa styrkt leikmannahópinn töluvert 1.september 2013.

Því þrátt fyrir að mér finnist þeir Aspas, Mignolet og Luis Alberto spennandi þá eru það allt leikmenn sem eru óskrifað blað í átökum þeim sem við viljum vera að berjast í, á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar. Vissulega þekkir Kolo Toure þá baráttu, en hann hefur lítið tekið þátt sjálfur í þeirri baráttu síðustu tvö ár utan æfingavallarins.

Stærsta umræðan þessa dagana er Armeninn Henrik Mkhitarian. Ég hef beðið eftir fréttum um hann síðustu daga en þar virðist vera hnútur sem erfitt er að leysa. Upphæðin sem við munum þurfa að greiða fyrir hann er veruleg. Væntanlega 25 milljónir punda. Yrði þá næst dýrustu kaup í sögu félagsins, á eftir Andy Carroll. Það ætti að þýða að þar fari leikmaður sem mun leika alla leiki og verða lykilmaður. Mikið vona ég það innilega og hef á því trú. En hann er þó líka töluvert óskrifað blað, komandi úr úkraínsku deildinni sem er veik utan stærstu liðanna og átti erfitt uppdráttar í CL leikjunum heyrist nú. Svo að mögulega værum við að setja stærsta peninginn í óskrifað blað. Við eyddum 27 milljónum í Joe Allen og Borini í fyrra, vorum flestöll glöð með það þá. En meira vonum núna að sá peningur verði virkjaður næsta tímabil.

Er kannski svipuð staða að fá þennan armenska strák og setja þá pressu á hans herðar að verða lykilmaður? Við þekkjum söguna af Carroll. Um 90% umræðunnar um hann snerist um peninga og át allt innanfrá. Sama má eiginlega segja um Joe Allen, en svo getum við bent á Coutinho sem hina hliðina á svona “leikmannakaupapeningi”.

Og hvað þá?

Eins og ég sagði í byrjun hef ég lengi verið að velta pistlinum upp og ætlað að bíða eftir því að sjá leikmannakaup sem eru hafin yfir allan vafa hjá klúbbnum okkar. Ég hef eins og alltaf farið í að viða að mér upplýsingum um nýju mennina okkar og er spenntur fyrir þeim. Eins og ég var með Allen, Borini og Nuri Sahin. Þar á undan Shelvey og Downing.

En nú er ég alltaf að læra betur af reynslunni og gef mér það að það er alls ekki víst að leikmenn sem eru að koma til nýs lands og í nýjar aðstæður hjá liði á heimsvísu virki. Hvað þá frá fyrsta degi.

Og þess vegna held ég áfram að vona eftir því að áður en að liðið fer til Ástralíu verðum við komnir með nýjan leikmann / leikmenn sem hafa reynslu af stórliði og eiga að baki nokkur tímabil þar. Helst eitt eða tvö stórmót með landsliði.

Ég veit það að slíkt kostar pening í innkaup og launum. En við þurfum svoleiðis styrkingu til að fara af alvöru í það að keppa við liðin frá “vonduborginni”, Arsenal, Chelsea og Tottenham.

Þar hlýtur metnaðurinn að liggja, treysti því að allir séu búnir að fá nóg af því að keppa við Everton, W.B.A., Swansea og slík lið um 6.sætið.

Koma svo, FSG og Brendan. Stilla njósnarateymið tímabundið á þannig leikmenn. Svo endilega halda áfram að leita í rykinu að demöntunum!

34 Comments

  1. Frabær pistill Maggi, sammala öllu hja þer. Það vantar a hverju sumri þessa 2 leikmenn sem styrkja liðið verulega, hef sma ahyggjur af þvi að þeir leikmenn komi ekki i sumar en vona að eg hafi rangt fyrir mer.

    Mikhiteryan er eg langspenntastur fyrir og slúðrið a twitter i gær og dag segir hann a leið til okkar þott eg trui þvi ekki ennþa. Eg skoðaði morg myndbond með honum og sa hann meðal annard i leik gegn Chelsea i meistaradeildinni og sa ekki betur a klippunum en að hann væri að eiga storleik þar.

    En vonandi fara að koma frettir af leikmannamalum oh fleiri detti i hus.

    Veit einhver herna hvort suarez se með 40 milljon punda klasulu i samningi ? Er það ekki orugglega kjaftæði ? Vill sja okkar menn drifa i að selja hann ef það a annað borð a að gera það, vill ekki sja þetta dragast fram i agust. Annars ef hann er ekki með klasulu þa eiga okkar menn að setja a hann 55-60 milljon punda verðmiða og segja að hann fari ekki fet nema su upphæð se boðinn.. okkat menn þurfa að taka ser Daniel Levy til fyrirmyndar og fara vera harðir i sinum viðskiptum.

  2. Glugginn lokar siðasta a miðnætti 31 ágúst er eg 99,9 prosent viss um…

  3. Frábær pistill Maggi!! Margt fróðlegt þarna…… Vill að liðið fari að fjárfesta í ,,proven,, alvöru leikmönnum…. Og fari að huga að vörninni, og mögulega DMC leikmanni… Að sjálfsögðu vill ég fá ,,HenryMac,, frábær leikmaður þar á ferð… En nú vill ég að við förum að kaupa varnarmann, alvöru monsterHafsent!! Svona Hyypia týpu.. Endilega kíkjið á bloggið hjá kallinum : Tók viðtal við Liam Griffin fyrirliða u-16 liðs Liverpool, margt fróðlegt þar, ma, fer hann yfir týpiska æfingu hjà Liverpool á youth level ofl… http://www.kopice86.wordpress.com Twitter: Kop-Ice @ragnarsson10

  4. 100% sammála þér Maggi. Okkur vantar tvo leikmenn sem styrkja byrjunarliðið hjá okkur. Ég veit ekki mikið um þessa tvo Spánverja sem við keyptum en það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Liverpool FC kaupir þá, vonum það besta.

    Ég held að eigendur þessa Armena séu að biðja um allt of mikin pening fyrir þennan leikmann. Eru ekki einhverjir þrír aðilar sem eiga hlut í honum ? Það kann ekki góðri lukku að stýra. Þeir vilja fá meiri pening fyrir hann heldur en tottenham er að kaupa Pauliniho á, það meikar ekki sens. Ég vona að BR og hans teymi sé bara að slá ryki í augun á okkur og að það sé einhver annar leikmaður sem verður keyptur á 20 millur, eða þá tveir góðir á 30 millur, það er alltaf hægt að vona……………. Það vantar t.d. góðan varnarmann til okkar. Það ætti að vera forgangsatriði núna.

  5. Samkvæmt þessu má er Armeninn að koma..

    [http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-transfer-rumour-mill-4799477][1]

  6. 8

    Þeir eru samt bara að vitna í rússneskar og einhverjar UK fréttir. Fyrir mér er þetta ekkert nýtt. Þangað til þessi orðrómur kemur frá trúverðugari source þá ætla ég ekki að leyfa mér að gerast spenntur fyrir þessum kaupum! Maður vonar samt sem áður!

  7. ég sá þetta á RAWK hann á að hafa sagt þetta eftir leikinn í gær:

    Suarez : “All these questions about (Real Madrid) rumours are now getting tiring. I have a contract with Liverpool.”

    Meanwhile

    “Real Madrid will table a bid for Stefan Jovetic.” – Reports AS.

  8. Sammála öllu hjá nafna mínum,en stóra spurningarmerkið er Mignolet eða Reina hvor þeirra verður númer 1 ég ætla að veðja á Mignolet ég er ekki að fara sjá BR skipta leikjum á milli þeirra,næsta transfer frá Liverpool verður Reina.Hvað haldið þið?

  9. Þetta er ekki flókið

    Luis Alberto Suárez Díaz ÚT

    Gonzalo Gerardo Higuaín og Ángel Fabián di María Hernández INN

    Á SLÉTTU PUNKTUR OG BASTA

  10. Held að Higuain og Di Maria hafi liklega engan ahuga a að spila fyrir Liverpool, þeir vilja sennilega baðir vera i meistaradeildinni…

    Frekar að biðja um 40 milljónir plús Xabi Alonso og tékka hvort hann sé ekki til i að koma heim bara…

  11. Prýðilegur pistill !!! Maggi !! Zauraldine má fara ef hann vill en gott ef hann verði bara kyrr! Ynwull ?????????????????????

  12. Flottur pistill Maggi.

    Það eru klárlega gjörólíkar aðstæður þetta sumarið m.v. það síðasta. Persónulega átti ég ekki von á því að við yrðum þetta öflugir á leikmannamarkaðinum og hvað þá án þess að vera búnir að selja neina (nema carroll). Það verður gríðarlega gaman að fylgjast með hvað gerist á næstu vikum, ekki ólíklegt að nokkrir muni frá hverfa annað hvort á láni eða með sölu. Einnig hugsa ég að liv aðdáendur muni bíða með öndina í hálsinum eftir því hvort við fáum einhver kaup á leikmönnum sem fara beinustu leið í byrjunarliðið.

    Ég er farinn að hallast að því að mögulega fari Touré beint í byrjunarliðið við hliðina á Agger kallinum í staðinn fyrir að vera þessi squad leikmaður sem ég held að flestir hafi reiknað með. Ég hugsa líka að það hljóti að vera hangandi niðurskurðarhnífur yfir hópnum enda engin evrópukeppni næsta vetur og BR þekktur fyrir að spila á frekar fáum mönnum.

    Ég hef þó enn mestar áhyggjur af vörninni og væri svo sannarlega til í að sjá einn topp klassa varnarmann koma inn…….hvað með Lescott eða Shawcross?? Sá fyrri er óviss með framtíð sína hjá city og gæti komið fyrir ekki svo mikinn pening. Sá síðarnefndi er þrátt fyrir ungan aldur orðinn mjög reyndur í PL og gríðarlega sterkur í loftinu. Hvað finnst mönnum?

  13. Amen á eftir efninu, Maggi!

    Það er augljóst að það vantar leikmenn sem detta beint í byrjunarliðið. Helst þrjá, að mínu mati – varnarmann, vinstri bakvörð og sóknarmann/tengilið. Liverpool hefur gert vel með því að kaupa leikmenn og bæta hópinn hingað til – en enginn okkar býst við að Aspas sé næsti Ronaldo og Luis Alberto sé næsti Messi.

    Og ég ætla bara að viðurkenna það hér og nú, að mér líst mjög illa á kaupin á Toure. Ég hef bara vonda tilfinningu fyrir því, kannski vegna þess að ég hef aldrei kunnað vel við hann sem leikmann. Hann er kominn yfir sitt besta, og hefur ekki spilað af neinu ráði í 2 ár.

    Í framhaldi af því sem #16 talar um, þá tek ég undir áhyggjur hans af vörninni. Það þarf allavega einn varnarmann – og miðað við það sem ég sagði um Toure, þá vil ég ekki sjá hann í liðinu. En svo fór ég að pæla aðeins í þessu:

    Er virkilega þörf á varnarmanni? Liverpool hefur Agger, Skrtel og nú Toure. Að auki þá er Kelly upprunalega miðvörður og sama á við um Wisdom. Báðir hafa þeir staðið sig vel í hægri bakverði þegar þeir hafa fengið sénsinn – þó þeir séu nú ekki beint næsti Dani Alves eða Cafú í þeirri stöðu. Og svo má ekki gleyma því að við eigum einn annan efnilegan miðvörð (sem spilar líka sem varnarsinnaður miðjumaður) í Conor Coady.

    Eins mikið og ég vil sjá Liverpool kaupa heimsklassamiðvörð, þá myndi það eflaust færa mér meiri ánægju ef einhver af þessum kjúklingum myndu brjóta sér leið í byrjunarliðið. Þeir ná auðvitað engum árangri nema að vera hent í djúpu laugina!

    Og með því þá væri hægt að eyða meiri pening í vinstri bakvarðarstöðuna, en það eru víst engir efnilegir bakverðir í varaliðinu í dag. Því mætti alveg skoða til dæmis Kolorov, ef það væri möguleiki, eða aðra sem ég treysti njósnaliðinu alveg til að finna.

    Homer

  14. Flott greining á stöðunni, ég er mest stressaður yfir varnarhliðinni. Hafandi misst Carra og vörnin ekki alveg nógu solid síðasta tímabil þá vantar að bæta inn hér. Reikna síðan með að við höldum Suarez.

  15. Ef við skorum fimm mörk í hverjum leik með þessa frábæra framlínu þá megum við alveg fá á okkur fjögur mörk þannig að ég hef ekki áhyggjur af varnarhliðinni 🙂

    Erum komnir með frábæran markmann og reynslubolta í vörnina auk þess sem ég er alveg fullviss um að það verður eitthvað verslað þarna inn og ungu strákarnir eru að koma upp.

    Framtíðin er svo sannarlega björt!

    P.s. Nú má LS fara að koma með svör!!!

  16. Flottur pistill maggi nú þurfum vid bara ad klára hann mikka minn,og halda suarez þá förum vid i meistaradeildina punktur

  17. Erum við að nálgast meistaradeildarsæti eða fjarlægast það?

    Maður er að rembast við að bera okkur saman við Arsenal og Tottenham. En við náðum aldrei að ógna stöðu þeirra á síðasta tímabili. Og núna, þrátt fyrir kaupin á öllum þessum mönnum finnst mér Tottenham standa okkur enn framar með sínum kaupum á Paulinho. Ef Tottenham halda Bale þá sé ég okkur ekki fara hærra en 6.sæti.

    Vona það verði komið annað hljóð í skrokkinn fljótlega. En þetta er annar raunveruleki en árið 2008.

  18. Kolo Toure búinn að skrifa undir og fær töluna 4 á treyjuna sína.

    Hef verið að þræða ýmsa breska fréttamiðla og er öll flóran í gangi þar.
    Ég er persónulega lítið spenntur fyrir því að missa af Shelvey, myndi frekar vilja lána hann í eitt ár og taka ákvörðun eftir það svo að við séum ekki að taka annan Tom Ince pakka á þetta.

    Jay Spearing; MIKIÐ VAR. Vil sjá þetta staðfest asap!

    Henryk; Síðasta Instagram myndin hans er af honum í flugvél (hvert veit ég ekki 🙂 ) en hann er víst búinn að setja þrýsting á eigendur að ganga frá viðskiptunum til LFC samkvæmt sumum miðlum. Sumir segja að þetta eigi að klárast á næstu 72 klukkutímum. Á sama tíma segir forseti Shaktar að það sé skref niður á við að fara frá þeim til LFC eða Tottenham og að hann hefur ennþá tíma til að skipta um skoðun. Þetta eru kaup sem ég held að verði að ganga í gegn. Þá erum við að fara að leggja atlögu að 4 sætinu.

    Luis Suarez; Nýjasta nýtt í hans málum er að hann segir að hann sé ennþá leikmaður LFC. Vonandi höldum við honum og þá getur maður látið sig hlakka til þegar að rauðliðar leggja af stað upp völlinn með boltann. Er ekki að venjast tilhugsuninni að hann fari eitthvert annað…

    Vörn; Ég vil sjá Skrtel frá og að við styrkjum okkur um vinstri bak og miðvörð. Ashley Williams díllinn er víst úr sögunni þar sem að LFC vill ekki borga 10 mills fyrir hann og svo þessi Sakho líka. En þessi pappalodusus (Veit ekkert hvernig þetta er skrifað!) gæti verið key factor fyrir okkur. Luis Enrique má finna sér annað lið enda búinn að vera hrikalega óstöðugur hjá okkur og þá er bara sp hvaða vinstri bak menn vilja sjá. Hvað varð um þennan afríkubúa í frönsku deildinni sem tók aukaspyrnur á 100 km hraða og var orðaður við LFC síðasta tímabil? Var það kannski það eina sem hann gat?

    2 varnarmenn + Henryk og þá held ég að við séum ágætlega settir.

    Ætli Gylfi sé ánægður með stöðu mála hjá Tottenham núna?? 🙂

  19. Hafliðason:

    Ég verð að vera ósammála þér. Varðandi tímabilið í fyrra þá er búið að fara oft ofan í saumanna á því. Byrjunin varð okkur að falli ásamt því að klúbburinn skeit uppí hnakka í sumarglugganum. Ef skoðað er seinni hluti tímabilsins í fyrra er Tottenham með 3 stigum meira en við og Arsenal 6 stigum.

    Varðandi svo sumarkaupinn þá eru Aspas og Alberto algjörlega óskrifað blað rétt eins og Coutinho var. Hvort þau kaup munu hafa áhrif verður að koma í ljós. Gangi þessum leikmönnum vel að aðlagast erum við komnir með góða frammlínu sem var þó ekki slæm í fyrra. Það eina sem okkar vantar er annar klassa varnarmaður. Fáum við mjög góðan varnarmann þá held ég að það séu ekki margir frá Tottenham sem ég myndi vilja til Liverpool. Það væri þá hægt að tala um Bale, Vertonghen, Dembele og mögulega Paulinho en hann er einnig óskrifað blað.

    Ég tel okkur vel geta gert betur en Arsenal og Tottenham í ár en liðið þarf að bæta við sig varnarmanni og sýna meiri stöðugleika. Svo er spurning hvernig toppliðin þrjú frá því í fyrra muni ganga undir nýjum knattspyrnustjórum. Ég sé liðin frá Manchester hyggsta smá sökum þess. Chelsea verða held ég hvað sterkastir.

  20. Ég er undarlega spenntur fyrir næsta tímabili, seinni hluti síðasta tímabils var flottur. Ágætis kaup kominn í hús og þyrfti lítið til að ég yrði mjög ánægður. Miðað við það mikla sem ég hef lesið og litla sem ég hef séð þá er ég spenntur fyrir Mkhititaryan en ásamt honum myndi ég vilja Alderweireld og Luke Shaw. Vinstri bakverðir vaxa ekki á trjám og fyrst Robinson ákvað að taka ca sjö skref aftur þá vil ég sjá Shaw á næsta tímabili. Hann er 1995 módel, 17 ára gamall, og hefur spilað 25 leiki í úrvalsdeildinni. Því miður erum við ekkert orðaðir við hann.

  21. Er eg einn um það að finnast Enrique flottur vinstri bakvorður ? Það er vonlaust að komast framhja honum, hann er bæði fljotur og sterkur og mer fannst hann standa sig mjog vel eftir aramotin 2013 og vera að komast i flott form.

  22. ,ég hélt að vísir hefði staðfest að hann hefði hafnað Liverpool fyrir Dortmund fyrir 2 dögum,.

    furðuleg fréttamenska hjá þeim,þeir ættu í það minnsta að gera eins og fótbolti.net og tilgreina hvaðan þeir fá þessar fréttir

  23. djö…. hlakkar mig til þegar deildin byrjar, ekki það að þetta sé búið að vera leiðinlegt hingað til.
    Ég held að Toure eigi eftir að verða gullmoli fyrir okkur og svo eru bara margir spennandi leikmenn komnir og margir margir eftir að koma en.
    Þetta stefnir bara í eina átt við tökum
    MEISTARADEILDAR SÆTIÐ.
    Hahahahahahahaha

Opinn þráður – Gúrkutíð

Tilboði Swansea í Shelvey tekið – (uppfært) SELDUR