Luis Alberto kominn – staðfest

Opinbera síðan er búin að staðfesta það að Luis Alberto hefur verið keyptur frá Sevilla.

Þráðurinn hér að neðan hefur rætt um strákinn, en það sem er kannski nýtt í dag er það að Ian Ayre segir hann hafa verið efstan á lista félagsins yfir þá leikmenn sem við vildum kaupa í sumar.

Velkominn Luis Alberto, mikið vona ég að þú eigir eftir að spjara þig á Anfield!

53 Comments

  1. Jæja velkominn og gangi þér vel….. EN var hann í alvöru efstur á listanum?
    Og hver gefur svona út ef hann ætlar sér í fullri alvöru að kaupa fleiri leikmenn í sumar?

  2. liverpoolecho segir 9 m/p en sunderlandecho segir 12 m/p. hvað er rétt verð fyrir manninn?

  3. Segir Ian Ayre ekki að Luis Alberto hafi verið efstur á lista af leikmönnum sem þeir vildu kaupa í þessa stöðu? Og því spyr ég hvað er hans besta staða á vellinum?

  4. Hann segist sjálfur ekki eiga neina sérstaka stöðu á vellinum, hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem sóknarmaður eða á köntunum.
    Mér líst vel á þessi kaup og flott hjá Rodgers að næla sér í unga og efnilega stráka sem hann getur gert að klassaleikmönnum á næstu árum.
    Það tekur tíma að byggja upp gott lið og þetta er rétta leiðin.

  5. Flott velkominn til Liverpool megi þér ganga sem allra best í okkar ástkæra búning…..en ég vill meira bíð spentur eftir fleiri fréttum 🙂

  6. Ég bíð spenntur eftir að sjá þennan strák spila, veit samt ekki hverju ég á að eiga von á þar sem ég hef ekkert séð til hans fyrir utan smá youtube myndbönd.

    Frábært að sjá viðskipti sumarsins ganga í gegn svona fljótt, liv hefur undanfarin ár verið mjög lengi að klára viðskipti sem oft hefur leitt til þess að leikmenn mæta til leiks þegar undirbúningstímabil er þegar hafið og jafnvel lokið og gæti það kannski verið ein af ástæðum þess að það tekur hópinn lengri tíma að þjappa sér saman.

  7. Rétt að Ayre talar um að hann hafi verið kostur nr. 1 í sína stöðu. Of fast að orði kveðið hjá mér að segja hann nr. 1 alfarið.

    Luis Alberto spilaði í vetur sem “fölsk nía” sem er undir senter. Getur verið köntunum báðum. Spjöllum örugglega meira um þetta í podcasti mánudagsins en ég held að menn eins og Shelvey og Suso hljóti að vera eilítið uggandi um sína stöðu eftir kaup sumarsins…

  8. Suso á nú framtíð, en ég held að við getum sagt bless bless við Shelvey

  9. meiriháttar til hamingu að vera kómin í LIVERPOOL sem er besta liðið í heimi.

  10. BR er að kaupa menn með knatttækni og hraða sem fittar vel í spilakerfið okkar, ég er á því að þetta eru mjög góð kaup, Svo er verið að tala um annan Barselona strák sem er víst með hraða og tækni. Ég er bara mjög sáttur með það sem er að gerast hjá guðsgjöfinni Liverpool.

  11. Ég vona eins og eflaust allir stuðingsmenn Liverpool að hann eigi eftir að brillera hjá félaginu. Vertu velkomin til liðsins Luis Alberto og gangi þér sem allra best 🙂

  12. Það hafa nokkrir heimsklassaleikmenn spilað fyrir Barcelona b liðið. Pepe reina, luis garcia, messi, xavi, iniesta ofl. Það eru góðar líkur á að þessi leikmaður verði seldur aftur til Barcelona eftir nokkur fyrir mikla peninga.

  13. Sælir félagar

    Ég er sáttur enn sem komið er – en eins og fleiri þá vil ég meira. Hvað með vinstri bak og miðvörð? Er eitthvað að frétta af því?

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. gaman að heyra að það komi podcast á morgun maggi !

    er farinn að hafa smá áhyggjur ef við kaupum markmann og þá eigum við eftir að kaupa miðvörð og óskandi einn samkeppnis hæfan bakvörð.. fynnst eins og peningurinn sem hann átti að fá sé að verða búinn .6

  15. Lýst vel á þennan strák þó ég þekki hann lítið sem ekki neitt nema af smá youtube myndböndum, eg hef það nu samt a tilfiningunni að hann se ekki að fara styrkja byrjunarlið okkar a næsta tímabili en vonandi hef eg rangt fyrir mér þar.

    Einhver facebook slúðursíðan segir að hann hafi fengið numer 9 hjá okkur sem ætti egilega að þýða að hann á að spila mikið og vera byrjunarliðsmaður. vonandi er þetta bara gullmoli..

    Ég vill samt fá 1-2 alvöru kaup og það væri td Mkhiteryan eða Eriksen. Svo er náttúrulega spurning hvað verður um Suarez, ef hann verður áfram sem ég reikna ekki með þá lýtur þetta bara vel út.

    Hér er smá póstur sem einn af stjórnendum stórrar aðdáendasíðu Liverpool á facebook póstaði inn í morgun….

    ok here we go, this is a true story and if anyone knows me you know I don’t post bullshit, one of my mates is on holiday in Marbella and guess who he bumped into on a night out with his family…Brendan Rodgers..He openly answered questions about Liverpool as my mate told me but he asked him about Suarez….his answer was that he has spoke to Luis and he will 100% be a Liverpool player next season and he told my mate to put his house on this…..he also said that the club have not even received a phone call about his services….believe if you want to but this mate would not bother telling lies…..and hes a lifelong red…….YNWA Lee

    Ákvað að leyfa ykkur að lesa þett svona uppá gamanið, finnst þetta smá hæpið en andskotinn hafi það hver veit…

  16. Rodgers var í viðtali á TalkSport.

    Rodgers: “Pepe is terrific keeper in his own right, but we’re looking for competition

    Rodgers on Carroll – Hints he basically didn’t fit into his style of play despite being a “terrific player“.

    Rodgers on Suarez – “I haven’t spoke to him, I’ve exchanged messages. LFC are in control of the situation

    Rodgers – “We’re in a situation that we’ve got a player that we don’t want to lose and Suarez is important to the team we’re building”

    Rodgers feels the stuff Suarez says about loving LFC isnt highlighted enough & its part of modern day football to highlight other aspects.

    Rodgers told Reina over lunch that they’re bringing in competition and apparently Pepe was open to it.

    Rodgers says Suarez will be staying at LFC.

    Rodgers didn’t directly say Suarez is staying, the interviewer at the end took it from Rodgers’ answer to the question.

    Rodgers says Iago Aspas has “a winning mentality“. Stresses he wants to bring in players who will “fight for the shirt“.

  17. Var að rekast á þetta á Facebook

    LFC Transfer Speculations
    BR: “The club are in control of the Suarez situation…Luis signed a new contract here last season. We don’t want to lose him.”
    LFC Transfer Speculations

    Rodgers just said on TalkSport that Mignolet is signing next week as ‘competition’ as Reina is staying..

    Ekkert nema gott um þett að segja..

  18. Hvernig er staðan með lágmarksfjölda enskra eða uppalinna leikmanna ef við ætlum að losa okkur við Carroll, Shelvey, Spearing etc og fá í staðinn Aspas, Alberto og Mkhitaryan?

    Er sú regla bara tilgangslaus, gæti einhver frætt mig um þessa reglu. Ég hélt að hún væri ein af ástæðum þess að við borguðum yfirverð fyrir Downing, Carroll og Henderson.

    Anyone?

  19. Liðið má hafa 17 leikmenn sem eru ekki “homegrown”.
    Fyrir utan þá leikmenn má hafa 4 leikmenn sem hafa verið hjá Liverpool og 4 í viðbót sem hafa verið hjá liði á Englandi í 3 eða fleiri ár á milli 15. og 21. afmælisdags. Það þarf svo ekki að skrá u21 leikmenn.
    Vona að þetta sé skiljanlegt.

  20. Flottur punktur hjá Lofti, vert að skoða á morgun…verð allavega búinn að finna út úr þessu þegar podcastið kemur…

  21. Varðandi pælingarnar hjá Lofti þá er þetta af því sem ég best skil svona:

    Það er hámarks 25 manna hópur sem lið geta stillt upp af leikmönnum eldri en 21 árs. Liverpool var á síðustu leiktíð með aðeins 18 leikmenn sem voru eldri en 21 árs í leikmannahópi sínum, þar af voru 10 ‘homegrown’ (Jones, Johnson, Gerrard, Hendo, Sturridge, Downing, Carra, Allen, Kelly og Gulacsi). Feitletraðir eru uppaldir hjá LFC. Það voru því aðeins 8 ‘útlendingar’ í leikmannahópnum frá síðustu leiktíð (Enrique, Agger, Suarez, Assaidi, Coates, Lucas, Reina og Skrtel).

    Coutinho, Shelvey, Sterling, Borini, Wisdom töldust t.d. ekki með í þessa jöfnu og það mun Alberto ekki heldur gera. Coutinho verður áfram u21 árs leikmaður á næstu leiktíð en Borini fer úr þeim hópi en ég er ekki frá því að hann gæti talist ‘homegrown’ því hann var í fjögur ár hjá Chelsea/Swansea (2007-2011) og það getur að ég held talist sem ‘homegrown’.

    Kolo Toure, Iago Aspas og Simon Mignolet munu allir koma inn í útlendingahópinn og eins og hópurinn er eins og hann er í dag (gefið að Aspas og Mignolet kaupin gangi í gegn) þá er Liverpool áfram með tíu ‘homegrown’ leikmenn og ellefu ‘útlendinga’ að ég held. Liverpool er því með 21 aðalliðsmann og gæti fengið til sín allt að fjóra ‘útlendinga’ í viðbót.

    Vona að þetta geti gefið einhverja útskýringu, þó með fyrirvara um að þetta sé kannski ekki alveg 110% rétt.

  22. Liverpool þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessari Homegrown reglu. Þar sem þessi regla segir að að lið meiga ekki skrá fleiri en 17 útlendinga yfir 21 árs í þennan 25 manna hóp. Þannig að lið meiga alveg vera með enga homegrown leikmenn en meiga þá bara skrá 17 manna hóp og svo nota leikmenn undir 21 árs.

    Þar sem Liverpool eru bara með 11 útlendinga þá meiga þeir bæta við 6 útlendingum í viðbót. En eins og Óli Haukur bendir á þá eru Liverpool með 21 leikmann yfir 21 árs og meiga því bara bæta við sig 4 leikmönnum yfir 21 árs.

    En ef litið er á listann af útlendingum hjá Liverpool þá er mjög líklegt að leikmenn eins og Coates, Assaidi, Skrtel og Reina verða ekki að spila fyrir Liverpool á næstu leiktíð og því er nóg pláss fyrir útlendinga hjá Liverpool.

    Einnig er Liverpool með mjög gott unglinga starf og er ég viss um að margir leikmenn eru að koma upp úr unglingastarfinu sem munu vera áfram hjá liverpool eftir 21 árs aldurinn. leikmenn eins og Sterling, Wisdom, Suso og Ibe. Því munu fleiri homegrown leikmenn bætast við listann á næstu árum.

    Þannig að Liverpool þarf ekki að leita sérstaklega að leikmönnum með þennan homegrown status.

  23. Mjööög spennandi tímar núna og ég er þvílíkt ánægður með vinnubrögð okkar manna. Flott að mynda hópinn sem fyrst og svo verður tekið á því frá fyrstu mínútu á nýju tímabili.

    YNWA!

  24. Ég tók þessar upplýsingar um homegrown regluna hérna.

    http://www.thenational.ae/sport/football/premier-league-clubs-agree-home-grown-quota

    Sumar síður segja að það verði að hafa 8 homegrown leikmenn í liðinu en ég held að það sé bara ef þú skráir 25 manna hóp. Þannig að ef þú ert með 24 manna hóp þá þarftu bara að hafa 7 homegrown leikmenn og svo framvegis.

    Ef þið sjáið einhverstaðar betri útskýringu á þessari reglu, þá endilega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt.

  25. Luis Alberto ,þú velkominn.
    Ég hef ekkert séð til hans og ætla því ekki að dæma hann strax,en verð samt að viðurkenna að ég hefði frekar viljað sjá armenan koma á undan þar sem að ég held að hann mundi bæti okkar byrjunarlið frá fyrsta degi.

    Sá Brasiliu og Italiu í gær og þar var enginn Liverpoolleikmaður og það fannst mér skrítið,ég hefði búist við að okkar Cutchinio(ekki viss um að nafnið sé rétt skrifað) væri allavega á bekknum hjá Brössum. Þessi Neymar er náttúrulega algjört monster,en samt mér finnst það furðulegt að okkar maður sé ekki á bekknum.
    Það eina góða við þetta er að drengurinn verður þá ekkert að ofgera sig og getur einbeitt sér að því að spila fyrir Liverpool en fróðlegt væri að vita hverrs vegna hann kemst ekki í hópinn.Ég a vil ekki trúa því að það ekki sé lengur litið á leikmenn Liverpool af því að við höfum ekki getað keppt um stærstu bikarana síðustu árin.

    En Aculani var að spila fyrir Italiu og sýndi mér að það var rétt ákvörðun að leifa honum að fara frá Liverpool hann er enginn Alonso,þó að hann sé samt ekkert lélegur.

    Það er gott að sjá að verið er að kaupa menn hægri,vinstri og nú vantar bara herslumuninn,svona eins og tvo góða leikmenn sem bæta byrjunarliðið og ég er nokkuð viss um að það sé það sem þarf til að sannfæra Suarez um að vera eitt ár í viðbót og ef hann gerir það og kemur liðinu í meistaradeildina næsta vor ,kveðjum við hann allir glaðir en ekki súrir eins og mun ske ef hann fer í sumar.

  26. Var einmitt að fara að skrifa um homegrown regluna en Óli var á undan og þetta er rétt hjá honum. Hins vegar held ég líka að Kolo Toure fari nálægt því að vera homegrown, hann er búinn að vera svo lengi í Bretlandi (12 ár) að hann er væntanlega orðinn “British citizen” og þar með í kvótanum.

    Ég finn ekki betri heimild en Freyr23, en ég held örugglega að það verði að gefa upp 25 leikmanna hóp og þar af 8 “home-grown” en þú þarft ekkert endilega að spila þeim…

    En svo er líka hárrétt að við munum fækka í útlendingahópnum, allavega Assaidi og Coates.

  27. Ég fann homegrown skráningalistann yfir síðasta tímabil sem liðinn sendu inn.

    http://www.premierleague.com/content/dam/premierleague/site-content/News/publications/squad-lists/Squad-Lists-September-2012.pdf

    Þar sést að það þarf ekki að skrá átta homegrown leikmenn ef þú skráir ekki 25 menn á listann. Wigan eru til dæmis bara með 6 homegrown leikmenn en þá gilda u21 leikmennirnir sem homegrown leikmenn sem vantar uppá.

    Kom á óvart að Arsenal eru bara með 7 homegrown leikmenn.

    Kolo Toure er ekki homegrown. Greinilega kom ekki nógu ungur til Arsenal.

    Þannig að reglan virðist vera sú að það má ekki vera fleiri en 17 erlendir leikmenn yfir 21 árs. En það er ekki nauðsinlegt að vera með 8 homegrown leikmenn á 25 manna listanum.

  28. Ég held alveg örugglega að ég sé að fara með rétt mál hnér.
    Það þarf ekki að gefa upp 25 manna hóp. Hópurinn má að hámarki vera 25 yfir 21 árs, en það mega vera færri. ætlast til að 8 séu “british citizens” og þar af 4 uppaldir hjá klúbbnum. Uppfylli klúbburinn ekki þessi skilyrði þá mega þeir skilja eftir autt pláss til að uppfylla þessi 8 sæti.

  29. Tommi

    Ég held að þú þurfir aðeins meira en hálfan vetur hjá Liverpool til að komast í landslið Brasilíu, eins og sást í gær eru þeir ekki beint í basli í þessari stöðu og reyndar eru mun fleiri góðir sem komust ekki í hópinn hjá þeim, einn heitir t.d. Kaka.
    Vonandi verður Coutinho (sem er ennþá gjaldgengur í U21) nógu góður hjá Liverpool til að komast í landsliðið.

    En frekar ættum við að búast við Lucas í hópi hjá þeim.

  30. Babú þú segir rétt með það að Brassarnir eigi fullt af mönnum í stöðuna hans Coutinho og auðvitað sé erfitt að komast í landslið þeirra en það vakti furðu mina að Oscar sé í landsliðinu en ekki Coutinho, Coutinho er miklu betri leikmaður en Oscar og var hann td ekki með mun betri tölfræði en Oscar á Englandi í vetur ?

  31. Til að leikmenn teljist homegrown verða þeir að hafa spilað fyrir lið á Englandi / Wales í 3 tímabil fyrir lok þess árs sem þeir verða 21 árs.

    Ef leikmaður er ekki orðinn 21 árs þann 1.jan þess árs sem tímabilið hefst telst hann sem undir 21 á því tímabili.
    Fyrir tímabilið 2013/2014 teljast allir þeir sem eru fæddir 92 og seinna sem undir 21.

    Eins og liðið er í dag skipast þetta svona:

    Homegrown: Gerrard, Jones, Johnson, Downing, Spearing, Sturridge, Allen, Henderson, Kelly, Borini. (Reikna með að Pacheco sé farinn / fari)

    Foreign: Toure, Reina, Agger, Skrtel, Enrique, Lucas, Suarez, Aspas, Assaidi, Coates.

    Þetta er útskýrt ágætlega hérna: http://www.mirrorfootball.co.uk/news/New-Premier-League-25-man-squad-rules-explained-What-the-new-regulations-mean-for-your-club-article569649.html

  32. Þetta er bara flott að auka breiddina. Seinni hluta síðasta tímabils var byrjunarliðið nokkuð sterkt en það sem háði liðinu var að það var nákvæmlega ekkert að frétta á varamannabekknum, svo ef einhver var ekki að eiga góðan dag þá var í raun litlu hægt að breyta.

  33. Það var akkúrat vandamálið. Með 7 manna bekk og kannski 3-4 varnamenn á bekknum.
    Núna er verið að auka gæðin í hópnum og vonandi verður líka bætt við gæðum í byrjunarliðið.

  34. Veit einhver hvort það verða gerðir fleiri Being Liverpool þættir fyrir komandi season?

  35. Er einhver herna með númerið hjá Rodgers eða Ian Ayre ? þá má sá hinn sami bjalla í þá félaga og spurja þá bara hreint út hvort við séum að reyna að kaupa Mkhiteryan eða ekki. Þessi saga er að verða andskoti þreytt. Á twitter nuna er allskonar slúður um að Liverpool sé búið að bjóða þessar 20 kúlur í manninn og Armenska pressan á að vera að segja að Liverpool sé búið að semja við alla þrjá aðilana sem eiga leikmanninn og blablabla, svo er líka fullt um það að þetta séu bull fréttir.

    Væri fínt að fara fá það bara á hreint hvort við séum að reyna að kaupa þennan leikmann eða ekki, orðin þreytt saga…

  36. Hér er smá um Aspas sem ég tók af slúðursíðunni LFC transfer speculation a facebook

    Iago Aspas was one of the revelations in the last season of the Spanish League. The star of Celta Vigo is not the typical striker compared to past Liverpool forwards like Fernando Torres or Fernando Morientes and present ace, Luis Suarez. Outside, Aspas is a quiet and shy man, but his personality changes in the field.

    He lives for and by football and his job makes him happy. Aspas has a winning character and always wants the victory. He is a hyperactive player on the field and a nightmare for the defenders due to his style of playing. The other teams can’t trust his physical appearance because Iago Aspas is a player who likes tackling and dribbling past defenders. Fear doesn’t exist in his vocabulary.

    He was born in Moana, a seaside village near Vigo. In his family, there are two more professional players – his old brother, Jonathan Aspas (Alki Larnaca) who now works as his agent and his cousin Aitor Aspas (Guijuelo). Aspas has always played in Celta and like myself and the majority of vigueses, he has been a supporter since he was born.

    His first match in Celta’s Balaídos was in June 2009. Celta Vigo had to win Alavés to avoid relegation. With Celta badly needing to score, Aspas came on as a substitute in the second half. Surprisingly, the young player scored two goals in the last ten minutes, Celta won 2-1 and continued in Segunda División. Aspas became an idol for the fans since that day.

    In the 2011-12 season, he emerged as a star. Manager Paco Herrera opted to use Aspas as a forward and in this position, he discovered he was a goal scorer – a leftfooted who shoots equally well with his right foot. In addition, he has a good penalty shot. His ability was recognized as he was named Best National Scorer in Segunda División with 23 goals and Best Forward in that league. He was the leader of the rise of Celta to Primera División. At the age of 25, Iago Aspas debuted in La Liga and showed his quality from the first match.

    Aspas finished the Liga 2012-13 with 12 goals and 8 assists in 34 games. He was the best player for Celta and he was the architect of the permanence. However, his strong character played a dirty trick on him. In an important match against Deportivo, the eternal rival of Celta Vigo, Aspas head-butted Marchena and saw a straight red card. The forward received a four-match ban, as a consequence. Sometimes Aspas can’t control his impulses… and that is his greatest fault. He protests most of the referee’s decisions, even though he isn’t a violent player.

    Tactically, Aspas is accustomed to play in a 4-2-3-1 system. For this reason, I think he will adapt quickly to the Liverpool style of play. I expect Aspas to have a good understanding with Coutinho because both have a lot of quality and love attacking football. He can play as the lone stricker or with another forward similar to him. I also think he would be the ideal partner for Luis Suárez up front. Both are fast, clever and can score.

    From my point of view, Iago Aspas will win at Liverpool as Michu did in his first year at Swansea. My only doubt is if he can adapt to English customs because he is a man who loves his Galician origins. Aspas barely knows English and he will need the support of the Spanish players. With Aspas keen on showing his quality on a whole new stage, Celta fans will support Liverpool because we want our hero to succeed in England.

    Marcial Varela is a Spanish journalist and a lifelong Celta supporter. He writes for the football website http://www.ceroacero.com and leads the podcast ‘El Fútbol es Celeste’

    (www.elfutbolesceleste.com), the first radio online about Celta.

    Follow him on Twitter @MarciVarela.

    Spennandi leikmaður, hlakka til að sjá hann..

  37. 46

    Klárlega – en shit. Nýr Suarez? Ef svo, vonandi þá getulega séð líka, ekki bara geðbilunin og hin miður ótrúlega frammistaða sem sá magnaði drengur hefur sýnt af sér.

    “However, his strong character played a dirty trick on him. In an important match against Deportivo, the eternal rival of Celta Vigo, Aspas head-butted Marchena and saw a straight red card. The forward received a four-match ban, as a consequence. Sometimes Aspas can’t control his impulses… and that is his greatest fault. He protests most of the referee’s decisions, even though he isn’t a violent player.”

  38. Liverpoolecho með þetta

    Liverpool FC Transfer Rumour Mill: Henderson for sale as Rodgers chases Wanyama, Mkhitaryan deal close, City in for Suarez, Reina welcomes Mignolet competition
    24 Jun 2013 09:46
    Reds plan to sell midfielder and replace him with Celtic midfielder in £12m deal

    Liverpool FC are to sell Jordan Henderson to help finance move to sign £12m Celtic midfielder Victor Wanyama.

    Liverpool boss Brendan Rodgers has set his sights on the Parkhead youngster but having spent fairly heavily already this summer, and with more additions on the way, the Northern Irishman is looking to sell England man Jordan Henderson to help cover a move for Wanyama.

    Meanwhile, Liverpool FC have reached an agreement on the transfer of Armenian national football team and Ukraine’s FC Shakhtar Donetsk attacking midfielder Henrikh Mkhitaryan according to reports in Armenia.

    In other news, Manchester City are reportedly to launch a surprise £35m bid for Liverpool striker Luis Suarez as Pepe Reina welcomes ‘keeper competition as Simon Mignolet looks set to complete Reds switch.

    það væri ekkert slæmt að Mkhiteryan og Wanyama, selja Henderson er eg ekki hrifin af, hefði frekar viljað selja Allen sko.

    eitthvað slúður á twitter segir að annað enskt lið se einnig að reyna að fa Mkhiteryan og það se ekki Tottenham heldur Chelsea…

    BBC on Mignole medical tomorrow LFC still tracking Mkhiteryan og Llori BBC

    Mkhiteryan didnt join Shakthar for pre season taining yesterday, as was initially planned. a transfer to another club is imminent, imo .. þetta tek eg af twitter.

    Það er endalaust slúður a twitter.. Það verður gaman að sj hvað snillingarnir segja um þetta mal i podcasti kvodsins…

  39. Haldið þið að Downing sé jafnvel á förum fyrst Aspas er kominn til Liverpool?

    Kæmi mér ekki á óvart þótt nokkuð margir leikmenn, líka byrjunarliðsmenn síðasta tímabils, yrðu seldir. Ekki væri ég ánægður með það en ég yrði ekki hissa ef Rodgers myndi gera það. Slúðrið segir að Rodgers vilji Victor Wanyama í staðinn fyrir Henderson. Sel það ekki dýrar en ég keypti það, en mér þætti það vera algjört rugl enda Henderson búinn að vera frábær.

Luis Alberto að koma

Kop.is Podcast #39