Luis Alberto að koma

Liverpool Echo segir í kvöld frá því að Spánverjinn ungi Luis Alberto sé væntanlegur til Liverpool á morgun, föstudag, til að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við Liverpool eftir að liðið náði samkomulagi við Sevilla um kaupverð.

Hann verður þá formlega annar aðilinn sem klárar félagaskipti sín til okkar í sumar, á eftir Kolo Touré, en Iago Aspas mun fylgja í kjölfarið eftir smá tafir og svo er fastlega búist við að Tiago Ilori og Simon Mignolet verði líka kláraðir á næstu dögum.

Málin hjá Henrikh Mkhitaryan eru öllu flóknari þar sem komið hefur í ljós að hann er í eigu þriggja aðila. Ef viljinn hjá okkar mönnum er jafn sterkur og virðist vera að klára þessi kaup sem stóru kaup sumarsins býst ég við að þau gangi í gegn á endanum en þetta gæti samt dregist á langinn vegna þessara flækna. Öndum aðeins rólega með hann og munum hvað þetta var flókið með t.d. Javier Mascherano á sínum tíma. Það er erfitt að þurfa að díla við einn söluaðila, hvað þá þrjá.

Aftur að Luis Alberto. Enginn okkar veit rassgat um þennan strák og sá sem segir annað er að ljúga. Hann er tvítugur Spánverji og lýst sem fjölhæfum miðju- og sóknarmanni (svipað og Mkhitaryan). Hann er í eigu Sevilla en var í láni hjá Barcelona B á síðustu leiktíð og spilaði víst gríðarlega vel þar. Barcelona ákváðu þó að fylgja því ekki eftir af tveimur ástæðum – kaupverðið (£6m punda) of hátt fyrir þeirra smekk og svo eru þeir auðvitað drekkhlaðnir af sóknarþenkjandi miðjumönnum og því lítið vit í að eyða þessari fjárhæð í efnilegan strák sem fengi ekkert að spila með Messi, Pedro, Iniesta, Neymar, Fabregas, Xavi, Tello, Villa og Cuenca alla fyrir framan sig í goggunarröðinni. Ja hérna.

Því sneri hann aftur til Sevilla og þar gripu okkar menn gæsina og tryggðu sér þennan strák. Það verður að koma í ljós hvað hann getur og hvernig hann fótar sig á Englandi en við krossleggjum fingur og tær og vonum að hér sé á ferðinni annar Coutinho, ekki annar Assaidi.

Að lokum sjáum við myndband með hræðilegri tónlist:

Hlakka til að sjá þennan strák í rauðu treyjunni.

45 Comments

 1. Erum að borga hátt kaupverð fyrir 20 ára gamlan dreng svo hann hlytur að geta eitthvað andskotinn hafi það. Hann lúkkar flottur a myndböndum og skorar mörk i öllum regnbogans litum
  Held hann se samt aldrei að fara vera byrjunarliðsmaður næsta vetur em hver veit.

  Ég er með þráhyggju útí Mkhiteryan og vona svo að hann se að koma en er smeykur um að það dæmi se kjaftæði frá A-Ö og i raun og veru grunar mig smá að okkar menn hafi ekki einu sinni áhuga á honum, gæti verið Gylfa sig, Mata dæmi i gangi þarna eða endalaus saga sem svo verður kannski ekkert úr..
  Hafa einhverjir virtir miðlar talað um að Liverpool sé að reyna að fá hann ? er þetta ekki aðallega Daily Mirror sem hefur tuðað um þennan dreng ?

  en allavega hver dagur er spennandi og nóg virðisrt í gangi…

  Er svo ekki bara málið að negla Benteke frá Aston Villa fyrir 15 kúlur ef Suarez fer ? er hann ekkio raunhæfasti kosturinn sem, hægt væri að fá ef Suarez er að fara ?

 2. ég held að þetta séu frábær kaup 🙂

  Áfram liverpool

 3. Nr.1 Viðar

  Held að allir miðlar hafi eitthvað komið inná að Liverpool sé á eftir Mkhitaryan, Echo þ.á.m. Síðast í núna í kvöld í þessari frétt sem Kristján vísar á.

  En eins og Kristján segir þá þurfum við aðeins að horfa í gegnum bullið sem er sagt meðan ekkert er að frétta, t.a.m. að það hafi komið á óvart og hvað þá að það hafi komið upp fyrst núna að eignarhaldið væri flóknara en bara Shaktar. Liverpool er búið að vera á eftir honum lengi og þeir eru ekkert að frétta svonalagað bara núna.

  Þannig að eins og með Gylfa þá er klárlega verið að skoða hann. En ég eins og þú óttast að þessi saga endi eins og með Gylfa, hann fari í annað lið en Liverpool.

  Hvað þennan Alberto varðar þá verður spennandi að sjá hvað hann getur. Að fá mann frá Barcelona B sem getur spilað allar stöður fyrir aftan sóknarmanninn minnir mann helst á Luis Garcia og hann var alveg ágætur hjá Liverpool. Það segir ekkert að Barca hafi ekki viljað kaupa hann.

 4. Skil vel að Barca hafi ekki viljað fá hann enda kaupverðið of hátt fyrir leikmann sem hefur ekki enn spilað í efstu deild.

 5. Frábær kaup held ég, skil ekki hvað þið eruð að tala um of hátt verð…. 6m.
  við erum buin að vera að kaupa eintóma kjúkklinga á 20 – 35m í hverjum glugganum á eftir öðrum, þannig að 6m fyrir 20ára virkilega mikið efni er bara framför hjá okkur.
  list mjög vel á þennan dreng
  góð kaup

 6. Æji ég held að þessi sé köttur í sekk. En gæti samt orðið með árunum svona liðsmaður sem kemur inn á og jafnvel skorar eitt og eitt mark á 10 leikja fresti.

  En fyrir 6m er það ekki allt í lagi? Þurfum við ekki einn svona ungan sem, gæti orðið hvað sem er fyrir litlar 6 milljónir punda?

 7. Ef við gefum okkur það að Lucas og Gerrard byrji flesta leiki í vetur þá eru Allen, Shelvey, Henderson, Couthino og sennilega Alberto að reyna að komast í liðið og berjast um eina stöðu. Kannski einhver af þeim geti farið útá kannt en Allen og Henderson eru varla að fá alltof marga leiki það sem lítii kútur er gjörsamlega búinn að springa út framalega á miðjunni.

  Vantar okkur ekki frekar varnarsinnaðann miðjumann til að leysa Lucas af hólmi. Spurning hvort Henderson geti ekki farið í það hlutverk.

  En spennandi og gaman að sjá að menn eru að versla suður evrópska leikmenn í staðinn fyrir þessa allt of dýru ensku leikmenn.

 8. Echo staðfestir svo í dag líka að við munum ekki kaupa Papadopoulos.

  “Their bid to sign Schalke defender Kyriakos Papadopoulos, however, is over. The Reds’ interest in the Greek international has cooled after initial negotiations with the German club proved fruitless.

  Liverpool rate Papadopoulos, and value him at around £12m, but Schalke’s insistence on a deal worth around £20m means the deal is no longer an option, with Rodgers now set to pursue other central defensive targets. Ajax’s Toby Alderweireld is a potential option.”

  Echo.

  Lýst vel á Alberto, óskrifað blað en það er spennandi líka. Pínu skrýtið að Sevilla sé til í að selja hann, en það var líka skrýtið að Inter vildi selja Coutinho…

 9. Ég mundi halda að við þyrftum að fara að huga að því að fà varnarmenn það vantaði töluvert uppà að hún væri í lagi síðasta season…..

 10. Luis Alberto er pottþétt uppgötvaður af spænska njósnaranetinu okkar sem hefur jú náð fínum árangri oft í gegnum tíðina.

  Youtube myndbönd eru ekki alltaf ávísun en þessi virðist hafa mikla tækni og sparka flott með vinstri og hægri, tölfræðin er góð og þá er það alltaf sama spurningin sem verður aðalmálið með leikmenn sem koma frá S.Evrópu til Englands. Ræður hann við hraðann. Það mun koma í ljós.

  En hins vegar heldur áfram sama munstrið í leikmannakaupunum. Ungir leikmenn sem greitt er 5 – 15 milljónir punda fyrir og ætlunin er að byggja upp í að verða stórstjörnur.

  Ég aftur á móti viðurkenni mikið svekk með Mkhitarian. Manni sýnist Iago þessi Aspas vera í einhverri flækjueigu á Spáni og svo er núna einhver Austur-Evrópumafía sem virðist þurfa að semja við. Það kemur mér á óvart ef að þessi ágæti Armeni á að vera lykilkaup sumarsins og að menn vissu ekki af þessari flækjueigu fyrirfram.

  Því með allri virðingu fyrir ungum Alberto og reynslumiklum Kolo Toure þá þurfum við í sumar tvo leikmenn sem verða lykilmenn í þessu liði.

  Vonandi borgar Aspas þessar upphæðir sem munu þýða að hann losnar úr vefnum og kemur til Liverpool og mikið vona ég að menn ákveði á næstu dögum hvort þeir eru tilbúnir til að klára þetta sullumrugl í Úkraínu eða fari þá strax í að kaupa alvöru mann í stað Mkhitarian…

 11. Varðandi Alberto að þá er 6 millijón pund örugglega með því mesta sem hefur verið borgað fyrir spánverja sem hefur aldrei spilað í efstu deild. Þessi leikmaður er einfaldlega stórt spurningarmerki en það er erfitt að sjá hann labba beint inní byrjunarliðið. Líka svolítið skrítið að vera eyða pening í leikmann sem hugsanlega gæti styrkt þessa stöðu þegar það eru aðrar stöður sem þarf nauðsynlega að styrkja. Hins vegar vonar maður að hann eigi eftir að styrkja liðið og að hann muni fá góðann tíma til að sanna sig áður en hann verður alveg afskrifaður af stuðningsmönnum.

  Ég hef hins vegar smá áhyggjur af því að það séu engir varnarsinnaðir miðjumenn orðaðir við liðið. Það hefur sýnt sig síðustu tvær leiktíðir að það gengur oft mjög ílla að fylla skarð Lucasar ef hann meiðist. Svona leikmenn eru ótrúlega mikilvægir í öllum liðum. Munurinn á gengi liðsins á fyrri og seinni hluta síðasta tímabils má örugglega að einhverju leiti rekja til þess að Lucas var mikið meiddur á fyrri hlutanum.

  Það virðist samt vera mikið í gangi og það er nóg eftir að þessum leikmannaglugga svo það er enþá hægt að vera bjartsýnn.

 12. Er þetta nú ekki bara gaur sem kemur til með að styrkja varaliðið. Þessi strákur er varla með neina reynslu úr alvöru fótbolta þó hann hafi eitthvað spilað í neðrideildum á Spáni. Ég er alla vega ekkert að missa mig yfir komu þessa stráks. Finnst hann nú líka heldur of dýr miðað við reynsluna sem hann hefur með 7 leiki fyrir aðalið Sevilla. Hann er nú enginn fasta maður í liði yngri landsliðum Spánar eða með samtals 6 leiki.

  Ég er nú farinn að hljóma eins og einhver þunglyndissjúklingur hér. En því miður þá finnst mér þessi tvö kaup frá Spáni ekkert sérlega spennand en vonandi á ég eftir að éta það ofan í mig.

 13. Enn einn “Jón Jónsson” að koma sem mun ekki gera neitt fyrir byrjunarliðið. Eru fsg að stefna á það að gera atlögu að titlinum fyrir árið 2020 ? Mér líst vel á að fá þennan Armena, og ef þeim er einhver alvara með að styrkja byrjunarliðið þá munu þeir kaupa hann, og einn til tvo aðra sem geta bætt byrjunarlið okkar. Ekki vera að hirða upp einhverja stráka sem Barcelona vill ekki.

  Ég er ekki sammála Magga vini mínum að njósnanet okkar á Spáni sé að gera einhverjar rósir, síðast þegar við keyptum toppmenn þaðan var RAFA við stjórnvölinn hjá okkur og hann var með allt annað teymi með sér en við höfum núna. Þá keyptum við leikmenn í byrjunarliðið, nú kaupum við “no names” sem er ekki hægt að nota annars staðar.

  Vona það besta.

  P.S. mikið var það gott hjá Ian Ayre að fresta einhverri ferð til Brasilíu til að ganga frá þessum kaupum á Armenanum. Gott að hafa svona fagmann starfandi hjá Liverpool FC. 😉

 14. Já það er nefnilega svo slæmt að taka leikmenn sem stórliðin vildu ekki í unglingaliðum eins og Negredo eða Jose Reina

 15. Það er ágætis skemmtun að lesa yfir sum kommentin hérna og halda að menn viti eitthvað um hvað Rodgers er að hugsa með leikmannakaaupum eins og þessum, bara af því menn hafa Gúgglað gaurinn einu sinni og skoðað tvö myndbönd á YouTube! 🙂

  Sættum okkur nú við að við vitum ekki neitt, leggjum traust okkar á Rodgers og njósnateymið, og dæmum svo eftir á, ekki fyrirfram.

 16. Vissi ekki að það væri hægt að skrifa á lyklaborð með rassgatinu en Höddi B afsannaði þá kenningu.

  Það er alveg rétt að okkur vantar lykilmenn í liðið en okkur vantar líka breydd, myndi ekki heldur kalla Aspas alveg noname hann er alveg ágætlega þekktur á spáni og var lykilmaður í liði Celto. Hvað varðar Luis Alberto þá segir það voða lítið um hann að Barcelona hafi ekki nýtt sér forkaupsrétt á honum, þeir eiga sirka 6 leikmenn sem spila sömu stöðu og hann. Svo voru þeir að enda við að eyða góðri summu í Neymar.

  Var það líka staðfest að Ayre hafði frestað einhverju brasilíu fríi fyrir kaup á Armenanum?

 17. Ayre hefur örgglega frestað ferð sinni til Brasilíu þar sem hann fattaði að hann gat ekki keyrt á mótorhjólinu sínu þangað.

 18. Það sem skiptir máli í þessu er að Brendan Rodgers virðist vera að fá þá leikmenn sem hann vill fá. Ef að menn treysta þeim ágæta manni til að stýra þessum klúbbi, þá verða þeir á sama tíma að treysta honum til að manna liðið.

  Og síðan hvenær er það til marks um að leikmaður sé pottþétt lélegur að Barcelona hafi ekki keypt hann ? Eru þá allir leikmenn sem Barcelona hefur ekki keypt lélegir ?

  Mér er nokkuð sama hvað menn heita og hvort þeir hafi spilað fyrir Barcelona eða ekki ef þeir passa í leikskipulagið og falla að þeirri hugmyndafræði sem verið er að keyra á hjá LFC. Það mun svo koma í ljós á komandi tímabili hversu mikið vit var í þessum kaupum.

 19. 21 , mjög málefnalegt svar hjá þér. Það hlýtur að vera frí í leikskólanum í dag.

 20. 17 Hannes, þarna ertu að tala um tvo leikmenn af hvað mörgum ? Það sem ég er reyna að segja hérna er að á meðan t.d. Arsenal er að reyna að fá Higuain og slúðrið segir rooney, þá er Liverpool að fá Aspas og Luis Alberto, með fullri virðingu fyrir þeim.

  Stefnan virðist því bara vera á sæti 6-7 næsta ár líka. Til þess að komast eitthvað í baráttuna um topp 4 þá þurfum við leikmenn sem BÆTA byrjunarliðið hjá okkur ! !

 21. Heimskuleg umræða en læt leiðast í hana það er hægt að nefna ótal nöfn í kringum þessi félög og scouting kerfi þessara félaga ekkert heilagt en Barca hefur meðal annars látið menn á borð við Arteta, Icardi, Bojan, Fernando Navarro, Luis Garcia og Sergio Garcia svo einhverjir séu nefndir og myndu þeir fjórir fyrst nefndu líklega allir styrkja byrjunarlið okkar í dag.

  Ég skil hinsvegar hvert þú ert að fara en liðið er nánast búið að festa sig í sessi sem 6-8 sætislið og erum ekki í meistaradeild. Hvenær mannstu síðast eftir því að leikmaður á borð við Higuin eða Rooney hafi farið í lið á borð við Everton eða Aston Villa. Meðan við stöndum utan meistaradeildar verðum við að gera sniðug kaup líkt og Coutinho til okkar og Benteke til Aston Villa. Það eru kaupin sem verða að vera gerð í ár og ég hafði miklar vætingar um að Mkhititaryan yrði sá maður en því miður virðist það vera renna í sandin. Það þarf þá að fara vinna í því að finna annan mann í hans stað.

  Leiðinlegt samt að sjá fréttir á borð við þessa http://www.insidefutbol.com/2013/06/21/i-could-have-gone-to-liverpool-but-im-happy-at-dynamo-moscow-balazs-dzsudzsak/89905/

 22. Það er margt í þessu, óskandi að Alberto og Aspas eigi eftir að falla vel inní hópinn.

  Finnst samt sérkennilegt að vera að eyða allt að €20m í meðal(eða óþekkta) leikmenn þegar ekki liggur fyrir hendi hvað verður um menn eins og Downing og Suárez, á meðan varnarlína okkar virkar brothætt ásamt engu backup fyrir Lucas, nema að Spearing fái þann heiður.

  Hefði haldið að það væri einmitt brýnast að styrkja þær stöður sem eru hvað veikastar og sjá svo til hvort Suárez fer og ef hann fer að fá þá nógu andskoti mikið fyrir hann til að geta fengið menn sem eru a.m.k með smá reynslu úr efstu deildum evrópu (Bundesl., EPL, La Liga, Serie A…) í framlínuna hjá okkur. Finnst þessi kaup á Alberto gjörsamlegt fokkjú merki til Sterling, Suso, Ibe og fleirri.

  Sá einhvern bera kaup Coutinho við Alberto, vill nú bara minna á það að hann Coutinho hafði spilað bæði hjá Inter (28 leiki) og á láni hjá Espanyol (16).
  Annars vonar maður bara að tortryggni manns gagnvart þessum nýju mönnum sé tilgangslaus vitleysa með öllu og að þeir slái bara í gegn.

  Sem fyrr verður maður bara að fylgja þessum köllum gegnum sumarið og vona að þeim takist ætlunarverk sitt, þ.e.a.s að gera hópinn samkeppnishæfan í toppbaráttu á ný!

 23. Ef armeninn kemur ekki þá kemur einhver annar fyrir þennan pening.
  Ekki vera svona neikvæðir, Liverpool nær 4 sætinu þið eigið ekki að trúa öðru.

  YNWA

 24. Sammála þér Hannes, “stóru bitarnir” vilja kannski koma til liðs eins og aston villa og everton, en ég held enn að Liverpool sé miklu meira aðdráttarafl en þessi lið. Ég held enn að Liverpool FC geti tryggt sér leikmenn án þess að vera í meistaradeild, en mér sýnist innkaupastefna eigenda LFC gefa það til kynna að stefnan sé að koma Liverpool í meistaradeild eftir ca 5 til 10 ár.

 25. Held að það sé vel hægt að “sætta sig” við Alberto ef maður horfir á hann sem t.d. mann sem fer framfyrir t.d. Shelvey í goggunarröðinni, jafnvel ofar.

  Annars er ekkert hræðilegt ef Barca eða Real vilja ekki leikmenn en ég vissi ekki að Barca væri svona öflugiir

  “Barca hefur meðal annars látið menn á borð við Arteta, Icardi, Bojan, Fernando Navarro, Luis Garcia og Sergio Garcia

  Liverpool Echo er síðan ekkert að útiloka Mkhitaryan þegar þeir segja þetta

  Brendan Rodgers remains in the hunt for at least four other players. Liverpool are locked in negotiations with Shakhtar Donetsk over attacking midfielder Henrikh Mkhitaryan, and Sporting Lisbon for defender Tiago Ilori.

  Mkhitaryan flew to Vienna, Austria on Thursday. Shakhtar are currently at an Alpine training camp, and with no deal in place with Liverpool, the 24-year-old is now expected to join up with his teammates, with his representatives continuing negotiations on his behalf. He is understood to be keen to move to Merseyside, though there are likely to be rivals for his signature.

 26. Eins og Heimir #27 nefnir er engan vegin hægt að bera saman Coutinho og Alberto þar sem Coutinho var búinn að sanna sig þrátt fyrir ungan aldur hjá Inter Milan og Espanyol. Meðan hefur Alberto spilað sem B-liðs leikmaður.

  Alberto á að vera gríðarlegt efni þrátt fyrir það kemst hann ekki í hópinn hjá 21 árs landsliði Spánverja sem vann um daginn Evrópumótið. Þessi staðreynd ásamt því að Barcelona fannst 6 milljónir of hátt verð fyrir hann og vildu því ekki nýta sér forkaupsrétt á Alberto vekur eðlilega upp spurningar um það hvort þessi leikmaður sé nógu góður fyrir Liverpool.

  Eins skil ég ekki hvernig hann á að komast í byrjunarlið eða hópinn hjá Liverpool í vetur, hann er því væntanlega hugsaður fyrir næsta eða þarnæsta tímabil. Miðað við þær upplýsingar sem hægt er að nálgast á netinu um Alberto virðist hann spila sömu stöðu og Shelvey og Suso þ. e. á miðjunni fyrir aftan sóknarmann eða út á kanti. Ætlar Liverpool þá að selja Shelvey eða Suso til að búa til pláss fyrir Alberto? Er Alberto betri leikmaður en þeir félagar?, sem hafa nú haft heilan vetur til að aðlagast úrvalsdeildinni og ættu þvi að vera reynslunni ríkari.

  Ég tek undir með Magga #11 vonandi fara eigendur Liverpool og B. Rogers að kaupa leikmenn sem fara beint inn í liðið og verða lykilmenn þess. Bilið milli Liverpool og topp 4 verður meira með árunum ef Liverpool heldur áfram að kaupa miðlungleikmenn og unglinga sem eiga að gera gæfumuninn eftir 3-5 ár.

  Ég í það minnsta sem aðdáandi Liverpool til 30 ára geri meiri kröfur á gæði leikmanna sem keyptir eru heldur en eigendur og þjálfari virðast gera.

 27. Sky að staðfesta Komu Mignolet!

  Liverpool have agreed a fee in excess of £11m with Sunderland for goalkeeper Simon Mignolet, according to Sky sources.

  The two clubs are understood to have reached an agreement after protracted discussions and the Belgium international could now undergo a medical and discuss personal terms next week.

  Mignolet, who moved to the Stadium of Light from Belgian side Sint-Truiden three years ago for £2m, still has two years remaining on his contract but Sunderland appear to have found it too hard to resist Liverpool’s overtures.

  http://www1.skysports.com/football/news/11669/8787286/Transfer-news-Liverpool-agree-fee-for-Sunderland-goalkeeper-Simon-Mignolet

 28. Mjög athyglisvert að Liverpool skuli vera að kaupa Mignolet á þessum tíma þegar að Reina hefur komið fram og sagt að hann ætli að vera áfram hjá félaginu.
  Annað hvort verður grimm barátta um markmannsstöðuna í vetur eða þá að Reina er að fara. Ég yrði hrikalega fúll að sjá Reina fara til Arsenal t.d, það væri flott að sjá Reina fá alvöru samkeppni um þessa stöðu i vetur og svo fer hann sennilegast til Barcelona á næsta ári og þá er Mignolet búinn að aðlagast liðinu og spilamennsku liðsins.
  Eru menn sáttir með Mignolet ?
  Ég sá það einhversstaðar að hann hafi verið á bekknum í liði ársins í ensku deildinni á seinasta tímabili.

 29. Það er alveg á grauthreinu að Brendan er ekki að kaupa Mignolet á þennan pening til að sitja á bekknum og læra. Kallinn talar um value í öðru hverju orði. Getur ekki verið bara að Barca ætli að hafa bæði Valdes og Reina í markinu.

  Annars er ég gríðarlega ánægður með Aspas og Alberto ef þeir koma. Þetta er þokkalegasti peningur fyrir 2 framliggjandi menn og þeir voru ekkert að vaxa á trjánum í fyrra í liðinu.

  Eitthvað að frétta af Suarez?…..er ekki alveg örugglega verið að vaxbóna bílinn hans og bjóða kellingunni hans í fótsnyrtingu.

 30. 34 talandi um Suarez

  ok getur einhver útskýrt af hverju hann er ekki löngu búin að fara fram á sölu.
  Stjórnendur LFC eru alltaf að segja að Suarez verður að fara fram á sölu ef hann vill fara en drengurinn er samt ekkert að fara fram á þessa sölu , hann heldur bara alltaf áfram að væla í fjölmiðlum um að hann vilji fara.
  Getur einhver snillingurinn hérna útskýrt þetta ferli ?

 31. Ef þeir selja hann fær hann like milljón pund í loalty greiðslu ef hann fer án þess að leggja fram beiðni til sölu.

 32. Btw veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað, klukkan er 5 á föstudegi eða laugardegi

 33. Nei Svavar, það er ekkert að frétta, Liverpool er bara svo gott sem búið að ganga frá kaupum á fjórum leikmönnum (Aspas, Luis Alberto, Toure og Mignolet) nú þegar fyrir um 25 milljónir punda og selja dýrasta leikmann sem það hefur keypt (Carroll) á 15.5 milljónir, og félagaskiptaglugginn er ekki einu sinni opinn!

  Svo það er bara rólegt… #kröfurnar

 34. Mér finnst menn hér inni vera flestir á þeirri skoðun að það sé ekki hægt að bæta liðið nema með því að kaupa einhver stórnöfn inn í aðalliðið, en menn eru að gleyma því að stóru nöfnin voru eitt sinn noname og jafn góðir fyrir það.T.d Reina, Torres, Garcia, Suarez. Alonso ofl. ofl. Gefum þessum mönnum tíma til að sanna sig.

  Svo voru menn hjá Barca ekkert að reyna að kaupa Gerrard áður en hann varð þekktur svo ég viti til.

 35. Liverpool er ekki að berjast um Cavani eða neitt af þessum nöfnum.
  Það var vitað að Liverpool væri ekki á leið í þann pakka strax frá byrjun.

  Þegar Manutd keypti Ronaldo hafa menn örugglega hugsað, Hvað eru menn að kaupa eitthvað noname frá Portúgal (deildinni þá)
  Afhverju eru menn ekki að kaupa Figo?

  Menn verða bara að vona að Rodgers sé “með Þetta” það skiptir öllu
  Ef þetta er frábær stjóri og okkar framtíð.
  þá er eðlilegt að hann byrji á að byggja liðið upp á liðsheild og hóp!
  Og svo fer liðið að ná árangri og þá verður keypt eitt og eitt stórt nafn milli ára.

  Ég trúi á að B.Rodgers sé með þetta.
  ég hef meira segja heyrt grjótharðan Manutd mann segja að Rodgers virðist vera með þetta!.

  Það er aðalatriðið hversu fær stjóri hann er.

 36. Sem dæmi var Isco orðaður við Liverpool fyrir einu eða tveimur árum síðan og þá vissi engin hver hann var, en í hvaða stöðu er hann núna??? Var valinn maður U21 mótsins og öll ríku félögin eru að berjast um þennan pilt.
  Verum bara svolítið róleg á því og styðjum okkar menn eða förum að halda með Cyri þar sem “nöfnin” eru keypt.

Leikjaplanið birt

Luis Alberto kominn – staðfest