Andy Carroll sögunni að ljúka – uppfært

Uppfært – Maggi

Nú í morgun var staðfest að Andy Carroll mun leika í búningi númer 9 hjá West Ham næsta vetur. Kaupverðið á honum er 15,5 milljónir í bili en möguleiki er á að frammistaða West Ham næstu 3 ár gefi okkur 2 milljónir. West Ham greiddi LFC 2 milljónir fyrir lánið á stráknum í fyrra svo ég ætla að segja að sölumiðinn endi sem 19,5 millur…það hljómar betur. Annars stendur allt sem Babu skrifar hér að neðan…

Andy Carroll – Sorgarsögunni um Andy Carroll lýkur væntanlega á morgun þar sem hann flaug heim frá Bandaríkjunum í dag og fór í læknisskoðun hjá West Ham sem hann stóðst með glæsibrag. David Gold annar eigenda West Ham staðfesti þetta á twitter.

David GoldTalið er að Liverpool hafi fyrir nokkrum dögum tekið £15m tilboði í Carroll sem tók sér góðan umhugsunarfrest. Þeir hafa nú þegar borgað um £2m fyrir afnot af honum á þessu tímabili plús laun sem talin eru vera um £100þ á viku, þó það beri að taka með fyrirvara.

Þannig að Liverpool er að tapa u.þ.b. helmingi þeirrar fjárhæðar sem við lögðum í hann og seljum hann nú á pening sem hefði verið öllu eðlilegri er hann var keyptur. Á móti verður að horfa í það að hann skoraði sigurmark fyrir Liverpool á Wembley gegn Everton og það er ómetanlegt.

Ferill Andy Carroll hjá Liverpool er alveg sorglegur og kaupin á honum flokkast sem ein þau verstu í sögu félagsins og hafa líklega kostað nokkra menn starfið (ásamt öðru). FSG líkt og Tottenham hafði ekki þolinmæði í að sjá hvort leikmannakaup Comolli myndu skila sínu og líklega þarf hann því að taka á sig skellinn hvað kaupin á Carroll varðar.

Á móti er eiginlega ekki hægt að vera mjög fúll út í Carroll, hann gerði ekkert af sér hjá Liverpool og stóð sig heilt yfir ekkert hræðilega þegar hann fékk traustið. Það einfaldlega féll ekkert með honum hjá Liverpool og þannig er það bara stundum í fótboltanum.

Hann var keyptur á allt of stóra fjárhæð og þurfti að taka á sig pressuna sem verðmiðinn setti á hann ásamt því að fara í mun stærra félag. Hann var meiddur þegar hann kom en eins og einhverjir kannski muna var hann keyptur til næstu 5,5 ára ekki fimm mánaða. (*hóst* bullshit *hóst*). Hann var einn af okkar betri leikmönnum undir lok tímabilsins 2011/2012 og nálægt því að vinna fyrir okkur bikarkeppnina. Hann virtist vera búinn að spila sig inn í liðið og var farinn að sýna sitt rétta andlit þegar Dalglish var rekinn.

Rodgers tók við og gerði Carroll það ljóst frá fyrsta degi að hann vildi ekki sjá hann hjá Liverpool. Svo innilega vildi Rodgers ekki hafa Carroll (eða svo mikið vantaði FSG pening) að frekar var tekið hálft ár án Carroll sem fór á láni til West Ham án þess að Liverpool fengi neinn í staðin. Eitthvað sem er reyndar verra klúður en upphaflegu kaupin á Carroll.

Allt í allt voru þetta mikil vonbrigði og Carroll fékk aldrei séns til að sanna sig almennilega hjá Liverpool þó honum hafi augljóslega mikið langað til þess. Hann fór til West Ham til að spila í fyrra og fer aftur núna þar sem þeir virðast vera þeir einu sem eru tilbúnir að kaupa hann og borga honum almennileg laun. Hann er að fara í lið þar sem hann verður aðalmaðurinn og hjá stjóra sem spilar upp á hann í 99,99% sóknarlota síns liðs.

Þannig að ekki gleyma þessu nafni mig grunar að hann hafi langt í frá sagt sitt síðasta í Ensku úrvalsdeildinni. Líklega hefur eitthvað gerst bak við tjöldin sem við vitum ekki um því það er ekkert eðlilegt að lána 22 ára gamlan landsliðsmann sem kostaði £35m einu og hálfu ári áður og var nýbúinn að spila vel á stórmóti með landsliðinu.


Blessunarlega virðist salan á Carroll samt ekki vera til þess að losa um pening til að borga eigendum arð eða afborganir af himinháum lánum. FSG hljóta að skrifa kaupin á Carroll sem mistök sem þeir séu nú að leiðrétta og það líður ekki sá dagur núna sem Liverpool er ekki sterklega orðað við nýjan leikmann. Ef ég tel rétt ættum við að vera klára samninga við 4-5 leikmann undir lok þessarar viku (einmitt).

Mkhitaryan – Twitterman fór gjörsamlega á overdrive í gær þar sem hann var ýmist kominn til Englands og búinn að standast læknisskoðun, farinn til Donetsk þar sem Ayre var að ganga frá kaupum á honum eða þá ennþá í Armeníu sem er líklegast. Mirror er svona sterkasti miðillinn af þeim sem hafa sagt frá því að kaupin á honum séu líkleg í þessari viku á meðan aðrir (og virtari) miðlar segja þetta ekki eins langt komið. Ég trúi þessum kaupum ekki fyrr en ég sé hann á Anfield en þetta er leikmaður sem framkallar svipað spennustig og þegar Torres og Suarez voru keyptir. Eins er hann í svipuðum verðflokki og á sama aldri.

Christian Atsu – Þessi ungi og gríðarlega efnilegi kantmaður Porto kom aftur inn í umræðuna í dag og það með látum en Guardian og fleiri miðlar segja frá því að Liverpool sé langt komið með að semja um kaup og kjör á þessum 21 árs landsliðsmanni Ghana. Hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Porto og verður því samningslaus næsta sumar. Talið er að kaupverðið á honum sé um 3m sem er grín fyrir þennan leikmann. Satt að segja á ég bágt með að trúa þessum fréttum og ef verðið er svona lágt er ljóst að Tottenham mun líka blanda sér í baráttuna enda fékk hann upphaflega sénsinns hjá AVB stjóra Tottenham.

Luis Alberto – Það hefur verið mjög hávær orðrómur um þennan leikmann undanfarið og er talið að gengið verði frá kaupum á honum undir lok þessarar viku. Fréttir herma (Echo) að yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla hafi staðfest að Liverpool hafi komið með gott tilboð sem þeir hafi hafnað en samningsviðræður standi ennþá yfir. Einnig er því haldið fram að hann hafi stytt sumarfrí sitt á Karabíska hafinu og flogið heim til Spánar til að ganga frá samningi við Liverpool. Þetta verður að teljst mjög líklegt hvort sem það hefst í þessari viku eða ekki.

Simon Mignolet og Thiago IloriEcho greinir frá því dag að svipuð staða sé uppi með bæði Ilori og Mignolet, þ.e. að samningsviðræður standi ennþá yfir og það muni ekki svo ýkja miklu milli liðanna. Þeir segja að Liverpool vilji klára kaupin á þeim í þessari viku.

Þá erum við ekkert að ræða unga pjakka sem Liverpool er sagt vera við það að kaupa líka.

Þannig að skv. slúðrinu þá ætti að vera búið að ganga frá kaupum á Mkhitaryan, Atsu, Luis Alberto, Ilori, Mignolet og auðvitað Igao Aspas í þessari viku. Persónulega spái ég því að einungis Aspas og Alberto verði kláraðir.

Andre Wisdom – að lokum er sagt frá því í dag að Fulham vilji frá Andre Wisdom á láni út þetta tímabil. Eitthvað sem Rodgers er líklega vel til í að skoða enda nokkuð ljóst að hann þarf að fá leikreynslu í vetur og er ekki að fara spila mikið hjá Liverpool.

 

27 Comments

  1. Frábært ef Carroll sagan klárast núna fljótlega, það hefði verið verra ef þetta hefði dregist fram eftir sumri og mögulega getað tafið fyrir öðrum viðskiptum sem klúbburinn ætlaði sér að klára.

    Mjög ánægjulegt að sjá hvað klúbburinn virðist ganga hart áfram í að ljúka viðskiptum snemma, eitthvað sem hefur verið verulega ábótavant undanfarin ár. Klárlega eitt prik til FSG og BR fyrir það.

    Að öðru leiti lýsir pistillinn fyllilega skoðun minni á Carroll og veru hans hjá Liverpool. Maður ber engan persónulegan kala til hans sjálfs, hann reyndi eins og hann gat.

  2. Varðandi þennan Armena. Þá bý ég nú rétt hjá Glendale (næst stærsta samfélag Armena utan Armeníu) og í California LFC stuðningsmannahópnum er Armeni sem á náskyldan gaur sem er að standa í samningsviðræðum við LFC um Henrikh. Sjá hér email (ég strokaði út email addressur). BINGÓ. Ánægður með þennan gaur. Það mun aukast í stuðningsmannahópi LFC hér í LA ef þetta af verður, það er ljóst.

    Begin forwarded message:
    From:
    Subject: FW: Henrikh Mkhitaryan
    Date: June 17, 2013 6:22:03 PM PDT

    Reply-To:

    I am proud to say that my brother-in-law, who lives in Armenia, is involved with Henrikh’s transfer. Please see e-mail below . So if things get messed up or he turns out to be a shitty player we can all blame him

    Jean Bazikian
    Red since 1974

    From:
    Sent: Monday, June 17, 2013 12:56 PM
    To:
    Subject: Re: Henrikh Mkhitaryan

    Jean,

    About Henrikh as I am involved with this transfer , when two months ago I heard that Liverpool is most interested , automatically it reminded you and the fact that next season Liverpool will have millions of Armenian fans.

    Caren
    Sent from my iPhone

  3. Ef við fáum þennan Christian Atsjú þá er nokkuð ljóst að hann með sínum krafti og hraða er að fara snýta öllum vinstri bakvörðum ensku deildarinnar næstu ár. Hahaha!

    [svosem ekkert verra en blessað Aspas grínið]

  4. Leikjaprogrammið lítur ágætlega út, en jólatörnin er rosaleg vægast sagt. Tottenham, Chelsea og City allt á útivelli !!

  5. Þetta er auðvitað bara að sýna svart á hvítu kaupstefnu Liverpool. Lokka til sín leikmenn á 3-8 milljónir sem slá vonandi í gegn, a la Coutinho. Atsu hefur burði til þess, en hann spilaði samt, merkilegt nokk, ekkert með Porto á síðasta tímabili, heldur var hann lánaður til Rio Ave. Það félag er í úrvalsdeildinni í Portúgal og samkvæmt Wikipedia skoraði hann sex mörk í 27 leikjum. Skil ekki af hverju hann kemur svona ódýrt?

    Svipuð saga með Luis Alberto, og Llori.

    Nú er bara að vona að Mkhitryan komi inn og einhver magnaður miðvörður. Þá erum við búnir að styrka byrjunarliðið um tvo leikmenn og hópinn umtalsvert.

  6. Tottenham hljóta að koma inn fljótlega og hirða flesta þessa leikmenn.

  7. Það er gríðarlega langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir sumarglugganum, líst rosalega vel á alla þessa menn sem eru ræddir hér að ofan.

    Hvað Carrol varðar tel ég okkur nokkuð heppna að Big Sam sé núna hjá klúbbi sem hefur burði til að borga 15m því ég tel að mjög fáir stjórar hafi jafn mikil not fyrir Carrol og einmitt Big Sam

  8. Samkvæmt leikjaniðurröðuninni þá förum við alla leið í úrslit í fa cup

    Ekki verra að vita það fyrirfram

    YNWA

  9. Þá er þessari sorgarsögu lokið. Andy Carroll er einn sá leikmaður sem lenti verst í þessum öru þjálfaraskiptingum. Persónulega vorkenndi ég honum alltaf að koma inn á þessum tíma á þessu verði og vera hent út um leið og hann var farinn að sýna eitthvað.

    Það að hann hafi farið á 17,5 milljónir punda (miðað við fótbolti.net) finnst mér bara mjög jákvætt. Hærri upphæð mátti ekki búast við þegar það lá fyrir að Liverpool var aldrei að fara að nota hann.

    Persónulega finnst mér hann ágætisleikmaður sem er meiri baráttuhundur en listamaður inni á vellinum. Vona að honum gangi vel hjá WHU á móti öðrum en Liverpool

  10. Hver haldið þið að fá níuna fyrst AC er farinn? Ég sé ekki aspas eða mkhitaryan taka hana. Spurnig með sturridge.

  11. Ja grunaði mig þetta ekki i gær þegar eg skrifaði herna inn að eg væri pínu smeykur um að sagan um Mkhitaryan væri oll kjaftæði. Nu virðist sem svo að við seum bara ekkert a eftir þessum gæja eða allavega ekki búnir að bjoða i hann em samt hafa sogurnar flogið um læknisskoðun i gær og dag og seinna i vikunni en við virðumst ekki einu sinni hafa boðið i kauða…

    Ohh hvað eg hata silly season ..

  12. Getur ekki bara verið að Suarez vilji ekki lengur fara frá Liverpool lengur?, allavega mér finnst það ansi augljóst að hann vill/vildi bara fara frá Liverpool því við erum svo slakir en svo sér hann að við erum að bæta liðið og hann er búinn að segja að hann muni aldrei spila fyrir annað lið í BLP en Liverpool og ef hann vill spila í úrvaldsdeildinni og að það sé möguleiki að liverpool verið í topp málum á næsta ári að hann vilji ekkert fara lengur??.

  13. Er þetta ekki bull í þessu viðtali að liverpool séu ekki einu sinni búnir að ræða við þá ?
    Hefur það ekki komið fram í Ecko að það séu viðræður í gangi.

  14. Svekkjandi að Carroll fékk aldrei séns hjá Rodgers. Það var galið að lána hann síðasta haust.

    Vonandi mun honum ganga vel á móti öðrum liðum en okkur.

  15. því miður fyrir okkur mún LIVERPOOL ekki gera það núna!

  16. í Fowlers bænum ekki fara hlusta á það sem fotbolti.net hefur að segja 🙂

  17. Við getum ekki verið að kaupa 3 leikmenn á ca. 15 millj. punda og ætlast til þess að komast í topp 4 með þeim frá því í fyrra.

    Við hljótum að klára þetta með Mikka. Ef ekki og engin stórkaup verða kláruð þá er þessi gluggi vonbrigði.

    Besti glugginn yrði hins vegar Mikki og Suarez saman……hinir mega fylgja með sem bónus. Við erum hvort að er með menn í hópnum sem geta spilað í kringum þessa tvo; Sterling, Suso, Downing, Assaidi, Ibe og fleiri.

    Coutinho er svo rauðvínið sem setur i-ið yfir………fullnægjuna!

  18. Sælir.
    Við erum að tala um solid meðalmennsku á næsta tímabili, 7 sætið.

    Góðar stundir !

Mignolet og Mkhitaryan næstir?

Leikjaplanið birt