Mignolet og Mkhitaryan næstir?

Slúðrið heldur áfram að rúlla. Skoðum aðeins stöðuna á helstu nöfnunum:

Kolo Touré: Kemur, frágengið. Skrifar undir samning 1. júlí.
Iago Aspas: Kemur, fyrst klúbburinn var nógu öruggur að þeir þorðu að tilkynna hann formlega á opinberu síðunni. Jú, það er eitthvað verið að rífast um hvaða umboðsmenn fái borgað fyrir viðskiptin en það ætti ekki að vera neitt sem stöðvar söluna. Tefur hana kannski en stöðvar ekki.
Tiago Ilori: Sporting neituðu fyrsta boði í vikunni en það er fastlega búist við að við reynum aftur.
Luis Alberto: Echo sögðu í gær að við ætluðum að klára þessi kaup þegar Aspas er í höfn, fyrir svipaðan pening og Aspas kostaði. Tveir sóknarmenn á samtals 15m (eða það sem við fáum fyrir Andy Carroll) er ekki slæmt, að því gefnu að þeir geti eitthvað í fótbolta.
Kyriakos Papadopoulos: Lítið nýtt að frétta hér. Við buðum 12m en þeir höfnuðu því og vilja nær 20m punda en okkar menn vilja ekki teygja sig svo hátt vegna meiðslasögu hans. Toby Alderweireld er að semja við Bayer Leverkusen og Dejan Lovren fór í gær til Southampton þannig að valkostirnir í miðvörðinn fækka ef eitthvað er. Ég hef enn trú á að af þessum kaupum verði en það er alls ekki öruggt í dag.

Í dag eru svo að detta inn fréttir um tvo leikmenn:

Simon Mignolet: Sunderland Echo segja frá því í dag að Liverpool séu að bjóða 8-9m í markvörð Sunderland og Belgíu og þar sem Sunderland vilji fá 10m sé þetta bara spurning um hvenær þeir finna rétta verðið sín á milli. Þetta blað á víst að vera vel tengt í norðri þannig að það er ansi líklegt að Mignolet sé að koma. Hann verður þá væntanlega nýr aðalmarkvörður okkar, sem þýðir að þið-vitið-hver er að fara til Barcelona. Ég sé Mignolet allavega ekki koma á 10m, árið fyrir HM, til að sitja á bekknum.

Henrikh Mkhitaryan: Telegraph og Guardian segja bæði að við séum að bjóða 20m í hann í dag og ríkisútvarp Armeníu segir einnig að viðræður séu „formlega hafnar“. Mkhitaryan, ef af verður, verður væntanlega stóru kaup þessa sumars og það er vonandi að hann standi undir því.

Já, og nafnið hans er borið fram MIKKI TARYAN. Eins og Mikki Mús. Mikki Taryan. Stafsetningin er flókin, framburðurinn er mjög auðveldur.

Luis Suarez: Andvarp … ekkert að frétta hér. Hann veitir örugglega annað viðtal fljótlega og drullar meira yfir allt sem tengist Liverpool og Englandi. Dæs.

Þetta er helgarslúðrið. Við fylgjumst að sjálfsögðu með fréttum en á meðan halda allir þræðir áfram að vera opnir. Ræðið það sem þið viljið.

80 Comments

  1. Það er líka mjög gott að muna hvernig nafnið hans Mkhitaryan er skrifað svona = MK-Hita-Ryan. Menntskælingar í MK ætla að hita óheppna skiptinemann Ryan.

    Líst annars vel á sumarkaupin. Hlakka til að sjá hvernig leikmenn Aspas og Alberto reynast Liverpool ef af kaupunum verða.

  2. Þessi yfirferð finnst manni ansi líkleg til þess að endurspegla þau viðskipti sem Liv ætli sér að eiga í sumar m.v. hvað maður hefur lesið hér og þar á netinu. Vissulega er maður pínu smeikur þar sem flestir af þessum aðilum voru stuðningsmönnum liverpool ókunnugir í upphafi gluggans en kannski er það líka bara jákvætt og ber þess merki að scouting starfið okkar sé orðið markvissara en það hefur verið undanfarið. Tíminn leiðir svo í ljós hvort að þessi kaup verði að veruleika eða ekki. Ef LS7 fer þá vissulega gætið orðið viðbótarkaup á sóknarmanni og vonandi eru menn tilbúnir með plan b fyrir það scenario.

    Frábært að það skuli vera hreyfing á þessum viðskiptum snemma, ljóst að tveir kappar mæta í upphafi undirbúningstímabilsins Toure og Asapas og vonandi verða fleirri viðskipti frágengin á svipuðum tíma

    Ætli spennan verði ekki hvað mest í því hvaða leikmenn muni fara í sumar. Ef Mignolet orðrómurinn er sannur þá er alveg ljóst að klúbburinn ætlar sér ekki að standa með lókinn í lúkunum ef/þegar Reina óskar eftir því að fá að fara…..það er ekkert nema gott mál að vinna að því að vera tilbúnir með öflugan mann til þess að taka hans stöðu ef af verður. Síðan veltir maður fyrir sér hvað gerist með : Coates, Skrtel, Downing, Shelvey en þeir eru allir myndi ég segja spurningamerki. Hvorki Coates né Skrtel hafa notið trausts hjá BR undanfarið og vilja eflaust fá spilatíma í vetur fyrir HM 2014 í Brasílíu. Downing spilaði mikið eftir jól og stóð sig ekki illa, hann er hinsvegar á frekar háum launum held ég og eflaust með þokkalegt value ennþá og ef við gefum okkur að Luis Alberto og mögulega Mkhitaryan bætist við hópinn þá eru þeir tveir ásamt Aspas og fullfrískum Borinin mögulega að draga verulega úr notagildi Downing og þá veltir maður fyrir sér hvort klúbburinn kjósi ekki að fá frekar að fá peninginn. Shelvey var settur í frystinn upp úr áramótum eftir að hafa staðið sig nokkuð vel, þá sérstaklega í UEFA. Hann er ennþá nokkuð ungur en því miður virðist hann ekki vera að vaxa í þann leikmann sem stuðningsmenn liv óskuðu sér. Leikmaður á hans aldri þarf að spila og því held ég að það sé nauðsynlegt að lána hann út ef hann verður ekki seldur því nokkrir leikir yfir tímabilið duga honum varla til þess að bæta sig.

    Þessu til viðbótar er rétt að hafa í huga að það verður engin evrópukeppni hjá okkar mönnum og því töluvert færri leikir enn á sama tímabili ásamt því að BR hefur nú talað um að hann vilji ekki stóran hóp af leikmönnum.

  3. Mér lýst vel á Mkhytarian, mjög vel. Coutinho yrði þá væntanlega á vængnum. Gætum þá stillt upp td:

    ————Sturridge———–

    Coutinho – Mkhytarian – Suarez

    ——–Gerrard—Lucas——-

    En ef Suarez fer, þá kaupum við vonandi einhvern annan, til dæmis Lamela.

    Á bekknum ættum við þá menn eins og Henderson, Luis Alberto, Aspas, Sterling ofl.

    Þetta lítur vel út, vonandi að Popoudopulus komi, lýst einnig vel á hann. Spurning hvort meiðslin sem hafa plagað hann trufli LFC of mikið… Chris Bascombe segir í Telegraph í dag að:

    “The chances of signing Kyriakos Papadopoulos are receding, however, due to injury concerns surrounding the Greek defender. Papadopoulos was an attractive option for Rodgers, but suffered a serious knee injury last season and the fee involved, well above the £12 million Liverpool initially anticipated, has made the Merseysiders consider other options.”

    Heimild.

  4. Sælir

    Varðandi kaupin á Mignolet, getur ekki verið að B. Rogers vilji ekki bara að hann aðlagist klúbbnum? þar sem Valdes ætalar að taka 1 ár í viðbót hjá barca. þannig þá verða þeir 2 að berjast um byrjunaliðssætið í vetur. svo fer Reina til barca næsta sumar.

  5. Búnir að kaupa Aspas og Mkhitaryan hugsanlega á leiðinni eru þetta skýrar vísbendingar um að Suarez sé að fara? Það er það helsta sem að ég velti fyrir mér þessa dagana, því að það lítur út fyrir að okkar forgangskaup snúi að sókninni þegar að maður hélt að áherslan yrði lögð á vörnina. Annað hvort það eða að þetta verður stór gluggi hjá okkar liði þar sem að ekkert verður til sparað til að auka breiddina við skulum vona það allavegana. Annars er ég virkilega spenntur yfir Papadopoulos eftir að hafa skoðað nokkur vídeó af honum, harður eins og kúbein!

  6. er einhver með á hreinu hvernig hlutfall enskra og erlendra leikmanna er orðið hjæa okkur eftir þessi kaup og hvernig reglurnar eru í sambandi við það… er orðinn svo kalkaður að ég man það ekki alveg…

    annars er þetta spennandi gluggi.. fullt af lítið þekktum leikmönnum að koma og svona… ég t.d. vissi akkurat ekkert hver coutinho var áður en við keyptum hann… þetta litla augnkonfekt…

  7. Fá Mkhitaryan og halda Suarez væri alveg hreint kengilmagnad. Vill jafnvel halda Downing og lána Sterling bara hálft tímabil og Suso jafnvel líka. Svo koma þeir eftir áramót og gera tilkall að sæti… Ég var Shelvey maður, enn held að hann sé bara með eitt klipp eftir á klippikortinu mínu.

    YNWA

  8. Eg skil ekk afhverju menn vilja selja Shelvey nuna. Er með frekar litið value nuna og frekar senda hann a lán þar sem hann getur fengið reynslu og komið sterkari aftur til Liverpool eða aukið verðgildi sitt. Getur hvort eð er ekki lækkað mikið. Segi að við lanum hann til smærri liða i premiunni þar sem hann fær run af leikjum og getur þroaskast.

  9. Reyndar alveg hjartanlega sammála því 🙂 Síðasta klippið hans fer í það. Hringir þú í Brendan eða á ég að gera það ?

  10. Voðallega er Reina þreyttur eitthvað. Skilur Suarez að vilja fara og er sjálfur að bíða eftir að fara en ef ekkert er á borðinu þá er hann alveg til í að vera áfram næstu árin á massívum samningi sínum. Algjört aukaatriði að hann er ekki búinn að geta blautan enda samkvæmt honum sjálfum búinn að vera traustur.

    Það er hægt að telja á fingrum annarrar handar hversu oft hann ver einn á einn. Vítabaninn rosalegi hefur ekki varið víti í nokkur ár. Fær reglulega á sig mörk sem maður hugsar með sér….hefði ekki betri markmaður tekið þennan bolta?

    Held að mestu framfarirnar á töflunni næsta ár verði með nýjum markmanni á milli stanganna ekki hvort Cavani eða Mario Gomez komi.

    Gæti náttúrulega haft óendanlega rangt fyrir mér en vonandi er þetta rétt með Mignolet.

  11. Nú þegar upphæðin á Mkhitaryan er komin í 20 milljónir er ég orðinn ansi hræddur og óviss um hvort hann sé þess virði. Vissulega spennandi leikmaður en er að spila í Úkraínu og alls óvíst hvernig hann plummar sig á englandi. Mér finnst 20 milljónir allt of há upphæð fyrir svona spurningamerki.

  12. Þegar skoðaður er listann hér að ofan yfir leikmenn sem eru líklega á leiðinni til Liverpool kemur fyrst upp í hugan meðalmennska í leikmannakaupum. Einungis einn leikmaður vekur spennu hjá manni það er Mkhitaryan. Hann er búinn að sanna sig í meistaradeildinni og er með flottar tölur bæði hjá góðu félagsliði og landsliði. Aðrir eru minna spennandi og líklega erum við að horfa upp á enn eitt skipti þar sem Liverpool borgar yfirverð fyrir meðalmannin.

    Luis Alberto var í láni hjá Barcelona B þar sem hann skoraði 11 mörk í 38 leikjum, þetta er 20 ára sóknarmaður sem Barca vildi ekki kaupa. Afhverju vill Liverpool kaupa Alberto? Hvað þá að greiða meira en 5 milljónir punda fyrir hann, úff mjög lítið spenntur.

    Svo les maður að Liverpool sé að borga nálægt 10 milljónum punda fyrir Simon Mignolet markmann Sunderland. Jésús pétur í alvörunni er verið að mjólka klúbbinn eða hvað. Hverjum öðrum dettur í hug að greiða næstum 10 milljónir punda fyrir markmann sem kemst ekki á lista yfir 10 bestu markverði úrvalsdeildarinnar.

    Tiago Ilori á 3-5 milljónir lítur ekkert ílla út fyrir framtíðina ef það rætist úr honum. En hann mun ekki gera gæfumuninn næsta vetur.

    Aspas mun líklega styrkja hópinn en ekki okkar besta lið, eins er Kolo Touré fenginn til að auka breiddina í vörninni þ.e. ekki hugsaður beint inn í byrjunarliðið.

    Eina leiðin til að ná bestu liðum deildarinnar og koma Liverpool aftur í topp 4 er að kaupa leikmenn sem fara beint inn í byrjunarliðið og eru betri en þeir sem fyrir eru. Liverpool liðið í dag er ekki betra en staða þess í deildinni segir til um, við verðum að horfast í augu við það. Hættum að kaupa endalaust leikmenn til að styrkja hópinn, kaupum leikmenn sem fara beint inn í byrjunarliði og gera Liverpool að betra liði en það var á síðasta tímabili.

    Afhverju er Liverpool ekki að á eftir Christian Eriksson eða Gonzalo Higuaín sem dæmi þeir myndu labba inn í Liverpool liðið í dag.

  13. Liverpool getur ekki boðið uppá meistaradeildina fyrir heimsklassaleikmenn á næstu leiktíð, það hefur töluverð áhrif á að LFC getur ekki keppt um leikmenn eins og t.d Higuaín, Eriksson, Cavani o.s.fr.

  14. Rosalega er maður orðinn þreyttur á þessu stanslausa rugli í Suarez! Getur maðurinn ekki drullast til að biðja formlega um að vera seldur? Ég hef varið þennan mann aftur og aftur og dásamað hann, en ég er búinn að fá nóg. Selja hann sem allra fyrst takk fyrir. Það er gjörsamlega ekkert í hausnum á honum, nema “ég um mig frá mér til mín”

  15. Krizzi Nr. 15.

    Ég held að vandamálið sé ekki að Liverpool vilji ekki kaupa Higuaín. Vandamálið er að maður í hans klassa hefur örugglega engann áhuga á að spila fyrir lið sem að er ekki einu sinni í Euro League, ekki þegar að það eru lið sem að eru í CL sem að eru að berjast um hann. Eins og staðan er núna verðum við bara að sætta okkur við að fá menn á lægra caliber-i og vona að þeir geti komið okkur aftur í topp 4 til að við getum aftur farið að berjast um stæðstu bitana á markaðinum.

  16. Krizzi #15.

    Af hverju talarðu um að þetta sé meðalmennska ?

    Luis Alberto er hvað 19 ára gamall og þó svo að Barcelona hafi ekki not fyrir hann, heldurðu þá að við höfum ekkert með hann að gera ?
    Hann getur spilað á kantinum, í holunni eða frammi og hann skoraði 11 mörk og var með 17 stoðsendingar. Já þessi kappi virðist ekki hafa mikið fram að færa, eða hvað ?

    Aspas er 25 ára og ég efast um að þú hafir séð marga leiki með honum en tölfræðin hans lýgur ekki og hún lítur svo sannarlega ekki illa út. Hann er að koma á rúmlega 7 miljónir.

    Þú minnist á Kolo Toure, hvaða annan miðvörð með alla þessa reynslu hefðir þú viljað fá frítt til Liverpool ? Ég á von á því að við eigum eftir að sjá dýran, yngri og betri miðvörð fengin i sumar líka og því tilvalið að fá inn Toure (frítt) sem er mikill leiðtogi og gríðarlega reynslumikill.

    Mkhitaryan er svo klárlega á lsitanum hjá Rodgers ásamt fleiri leikmönnum.
    Það er ekki ennþá búið að opna leikmannangluggann en menn strax byrjaðir að tala um meðalmennsku og eitthvað fleira fáranlegt.

    Takið nú bara internetið úr sambandi ef þið getið ekki beðið eftir því að menn vinni sína vinnu og finni réttu leikmennina.

  17. Fallegt mark hjá Borini í kvöld. Hef enn fulla trú á honum. Heild hann eigi eftir að koma mörgum skemmtilega á óvart.

  18. Sammála Hafliðason,
    Hann var nú ekki mesti Lukku Lákinn á síðasta tímabili og mig hlakkar bara svolítið til að sjá þennan strák komast í form..

  19. Ég held einmitt að Borini gæti komið skemmtilega á óvart á næsta tímabili ef hann heldur sér meiðslalausum. Þessi strákur er góður að klára færin og góður að koma sér í þau.
    Hans vandamál hafa verið þessi leiðinlegu og löngu meiðsli sem hafa sett stórt strik í tækifærin hans hjá LFC en vonandi verður hann laus við þau.

  20. Þetta er nokkuð áhugavert þar sem Bloomberg er ekki mikið að blanda sér í svona mál og þetta er blaðamaður sem ég held að hægt sé að taka mark á. Hann var mikið með fréttir af dómsmáli FSG/Liverpool gegn Gillett og Hicks og þegar FSG var að kaupa liðið. Tariq Panja
    http://www.bloomberg.com/news/2013-06-15/liverpool-executive-said-to-scrap-brazil-trip-to-sign-mkhitaryan.html

    Vonandi að Ayre nái að klára þetta og sannfæra Mkhitaryan ef þess þarf.

  21. Toure og Aspas sama og komnir.
    Alberto og Mikki nokkuð örugglega á leiðinni.
    og svo Llori og sterkur miðvörður í farvatninu.

    Ég er gífurlega spenntur fyrir þessum kaupum. Mér er eiginilega orðið næstum sama þótt Suarez fari, svo bjartsýnn er maður að verða með sumarkaupin – svo lengi sem miðverðirnir detti inn og þá jafnvel einn í stað Suarez (kannski Mikki sé hugsaður í það)

  22. Mikið er ég glaður að sjá allan þennan unga “talent” koma í okkar lið. Svona starfsemi vill ég sjá hjá Liverpool FC. Skemmtilegast verður að sjá hvað verður með Luis nokkurn Suarez, ætli að hann vilji ekki bara fá hærri laun og spila (Alltaf) í meistaradeild. Ég held að ef að LFC væri hærra í töflunni og væri að komast í meistaradeild ár eftir ár væru aðstæður öðruvísi fyrir hann.

    En þetta er hans missir 🙂 (hehe)

    YNWA!!!

  23. Mignolet ekki einn af tíu bestu markmönnum deildarinnar? Hvílík vitleysa.

    Hann er líklega í topp fimm, hann hélt Sunderland uppi einn síns liðs.

  24. Ég segi bara Mikka Mús á diskinn minn og það STRAX… Ég er buin að glápa herna á öll myndbönd sem eg finn með þessum dreng og ég get svo svarið það að ég hef ALDREI verið jafn spenntur fyrir neinum leikmanni sem orðaður hefur verið við okkur, ja allavega ekki i lengri tíma. Þessi gaur lýtur fáránlega vel út og já eg treysti þessum myndböndum enda er slatti af þeim sem syna hann gegn liðum í meistaradeildinni eins og Chelsea sem dæmi og þar er maðurinn að brillera. Þetta er fáránlega snjall leikmaður, fljótur með gríðarlega tækni, jafnvægi, mjög mikla yfirferð, boltameðferð frábær og sköpunarhæfileikar uppá 11 í einnkunn. Ég á ekki orð yfir þessum gæja og ég leggst sjuklega spenntur á koddann nuna og bið guð um að koma með þennan snilling á Anfield.

  25. Ástæðan fyrir því af hverju Barca er ekki að fara að Luis Alberto er sú að þeir hafa takmarkað fjármagn og þurfa að styrkja mikilvægari stöður heldur en miðjuna hjá sér, enda voru þeir að blæða hárri upphæð í Neymar.

  26. Viðbót

    Svo fáum við Sergi Canos í næstu viku, hann var mikils metinn í La Masia (fótboltaskóli Barca).

    Sergi Canos, RF/CF, deemed best among the 94-97 generation of La Masia
    players by Quique Álvarez, will be flying to Liverpool next week.

    Barca’s Cadet A Technical Dir & Manager, Quique Álvarez, stated in an
    interview in AS, 2012 that in Canos, Barca have “another David Villa.”

  27. Jú, þessi leikmannagluggi er framar mínum vonum hvað varðar hröð vinnubrögð og spennandi leikmenn sem eru á leiðinni. Mér líst ótrúlega vel á þetta og er hæstánægður með BR og félaga að vilja greinilega fullmóta hópinn sem fyrst.

  28. Skil ekki afhverju menn eru að dissa Assaidi, hefur lítið sem ekkert fengið að sýna sig ennþá, segji með hann eins og aðra “gefum honum séns að sanna sig”

  29. Vona innilega að þessir dúddar sem eru að koma núna, Aspas, Mikki og Alberto séu allir svona Couthino leikmenn….dúddar sem við vitum ekkert hverjir eru og hljóma í fyrstu sem svona efnilegir en ekki nógu til að einhver alvöru lið séu á eftir þeim en springa svo út ala couthino 🙂

    Brendan keypti hollenska markmanninn litla til Swansea af því að hann sá í honum eitthvað sem aðrir sáu ekki, góður í fótunum og eitthvað þess háttar.
    Veit einhver hvað hann sér við Mignolet sem fittar svona svakalega vel inn í hans hugmyndafræði og “style of play” hjá liðinu?

  30. Mikið af spurningamerkjum þetta sumarið líkt og sl. sumur. Við virðumst nota sama Kolaportið og sl sumur til að nálgast nýja leikmenn, en munurinn núna er að mínu mati sá að hugmyndafræði núverandi þjálfara okkar er mun jákvæðari alla leið síðan 1989. Leikmaður með einhverja getu/hæfileika á að geta aðlagast betur í jákvæðara umhverfi sem við höfum núna.

    Nú þurfum við bara Real Madrid til að losa okkur við “illkynja æxlið” sem herjar á okkur þessa dagana. Það sem LFC hefur ekki fórnað til að geðjast ónefndum leikmanni sem hann borgar til baka með þessum hætti. Hann hefur þroska á við 7 ára barn og því fyrr sem einhver tekur hann af okkur því betra.

  31. Þessi Mignolet-kaup eru afar athyglisverð. Sá sem segir að hann sé ekki á topp 10 í ensku deildinni fylgist greinilega ekki vel með, því hann var aðalmaðurinn í liði Sunderland. Án hans hefði liðið án efa fallið rækilega um deild á síðustu leiktíð.

    En þetta vekur upp spurningar um stöðu okkar manns Reina. Það var fastlega búist við því að hann myndi fara til Barca þar sem Valdes var á förum þaðan. En svo hættir Valdes við og ætlar að vera áfram hjá Barca í eitt ár. Allt í einu segir Reina að hann ætli sér að halda áfram hjá Liverpool.

    Hvað er þá Liverpool að gera með að kaupa Mignolet?

    Reina mun aldrei sætta sig við að vera #2, ekki á HM-ári og sérstaklega ekki þar sem Iker hefur misst sæti sitt í Real Madrid (hann verður samt #1 bæði hjá Real og hjá Spáni á næsta ári).

    Mignolet mun heldur ekki sætta sig við að vera #2 af sömu ástæðu – það er HM ár framundan og Mignolet aðalmarkmaður Belga.

    Ef Liverpool er að kaupa Mignolet, þá er augljóst að Reina fer, hvort sem hann vill vera áfram eða ekki. Hann er þá einfaldlega til sölu.

    Orðið er að Reina hafi sagt Rodgers að hann vildi fara til Barca þegar og ef tilboð kæmi þaðan. Nú mun Barca ekki vera lengur á höttunum eftir Reina og því situr hann uppi með svarta pésa. Rodgers mun ekki vilja halda Reina lengur, þar sem hann vildi/vill fara.

    Mín spá – Reina fer annað hvort til Monaco eða Arsenal. Líklegra að hann fari til Arsenal.

    Homer

  32. mun Rodgers kaupa Mignolet núna, lána hann til baka til Sunderland út komandi tímabil og svo þegar Reina fer þá kemur Mignolet til baka?

  33. Bond #21

    Luis Alberto er 20 ára og verður 21 árs næsta september. Þrátt fyrir að vera með fína tölfræði hjá B-liði Barcelona þá ákváðu þeir að nýta sér ekki forkaupsrétt á honum. Hann kemst ekki í landslið Spánverja á Evrópumóti undir 21 árs sem er núna í gangi. Mér þykir því ekkert óeðlilegt að setja spurningamerki um gæði þessa unga leikmanns. Auðvitað vonar maður að allir ungir leikmenn sem Liverpool kaupir verði súperstjörnur framtíðarinnar. Ég hef samt mínar efasemdir um þennan leikmann með hliðsjón af stöðu hans hjá 21 árs landsliði Spánverja og afstöðu Barcelona til hæfileika hans. Þykir ólíklegt að hann bæti okkar besta lið eins og staðan er í dag.

    Afhverju er Liverpool ekki að eltast við Rodrigo eða Iker Muniain sem eru aðalmenn 21 árs liðs Spánverja.

  34. Ef að þetta er satt með Mignolet þá er ég bara alls ekki viss hvor myndi vera Nr.1 ef við höldum Reina líka. Mignolet hefur alls ekkert verið síðri en Reina sl. ár og það var ekki fyrr en fyrst núna eftir áramót að Reina fór að sýna sitt rétta andlit aftur.

    Það er sagt að hann sé með um 100.þúsund pund á viku og eins og hann hefur verið að spila sl. ár þá er það langt frá því að verðskulda þessi laun og FSG horfir klárlega í það.

    Það er mjög í taugarnar á mér að heyra Reina pissa utan í Barca og segja það skiljanlegt ef aðrir leikmenn vilji fara til annara liða. Hann ætti að einbeita sér að sínum leik frekar.

  35. Þetta hér að neðan hljómar nú ekkert endilega eins og maður sem er að reyna að knýja fram félagaskipti. N.b. þetta er viðtalið sem flestir miðlar stilltu upp sem: “I will give my all for Real Madrid”. Lesum milli línanna, en ekki bara fyrirsagnir kokkaðar upp af Marca sem ætlað er að ókyrra bæði stuðningsmenn og Suarez sjálfan. Það er þekkt taktík hjá Real að kokka upp fyrirsagnir sem verða til þess æstir stuðningsmenn fara að hrauna yfir leikmanninn sem ýtir undir löngun hans til að fara.

    Luis Suarez Q&A with El Pas:

    Are you afraid of the chance to play for Real Madrid?
    No, I have never felt pressure, but obviously that doesn’t mean I’m going. I am a Liverpool player.

    What would a player like you give to a team like Real Madrid?
    I’d give my soul in every match as I do every time I set foot on the pitch, be that for Uruguay, Ajax or Liverpool. I never hold anything back.

    Do you have an agreement with Real Madrid?
    No, I have a contract with ­Liverpool.

    Would you like to have an ­agreement with Real Madrid?
    A player always aspires to the top, and Madrid are always one of the highest ambitions for any footballer. Every player would love to get to the absolute top and Real Madrid is it. But, do you know what it is like to represent Liverpool?

    Fernando Torres said that you have to set foot on the Anfield turf to understand.
    It makes the hair stand up on the back of my neck to think about it… It is a big club on a global level, but we didn’t qualify for the Champions League nor did we fight for the Premier League, which is where the club has to be. And the club knows that I have suffered”

  36. Er að horfa á spánn – úrúgvæ. Hvað var lfc að spá þegar þeir létu Albeloa fara fyrir klink (minnir að það hafi verið 2m punda) á sínum tíma? Hörku bakvörður og byrjunarliðsmaður í bæði Real M. og spænska landsliðinu.

  37. Og bitvargurinn og óþekktaranginn okkar að skora eina mark úrúgvæ. Kallinn farinn að gera trikkin fyrir framan heiminn, svo er bara að vona að hann geri ekki einhvern skandal í næsta leik sem færir hans hlutabréf undir núllið…aftur.

  38. Finnst alltaf alveg magnað hvað fólk á það alltaf til að hrauna yfir leikmenn þegar þeir sjá fyrirsagnir blaðanna, kalla menn öllum illum nöfnum og ég veit ekki hvað og hvað, án þess að skoða viðtalið í heild sinni.

    Það er ALLTAF þannig að viðtölin eru tekin úr samhengi og legg til að menn finni viðtölin í heild sinni áður en menn byrja að hrauna yfir allt og alla

  39. Hagsmunir umboðsmanna eins og í tilviki Suarez við svona félagaskipti hlaupa á stjarnfræðilegum upphæðum, hundruðum milljóna, þannig að það eru miklir hagsmunir hjá þeim að keyra í gegn félagaskipti hjá leikmönnum sem eru búnir að hækka mikið í verði eins og Suarez. Því meiri óánægja hjá leikmanninum því verra verður að fá hæstu mögulegu upphæð fyrir hann fyrir Liverpool.

    Eina sem klúbburinn og stuðningsmennirnir geta gert er að rýna í kúamykjuna sem birtist í fjölmiðlum, finna alltaf frumheimildir og knúsa leikmanninn ef mönnum er virkilega annt um hann. Ég hef verið að horfa á leiki með Liverpool frá liðnu tímabili og held að sumir séu að gleyma því aðeins hvað Suarez er fáránlega góður í fótbolta og að hann skilur í alvörunni allt eftir á vellinum fyrir klúbbinn.Þannig að ég hef ákveðið að knúsa hann og vona að hann verði áfram.

  40. Eg mun aldrei gleyma hvad LS er faranlega godur i fotbolta, sennilega sa besti i søgunni! En fjandakornid, ef hann vill fara tha verdum vid ad fa feitan pening fyrir hann!!

  41. Málið er einfalt. Mignolet er betri markmaður en Reina í dag. Reina er ekki heilagur enda sér Brendan að þetta er staða sem Liverpool þarf að styrja. Ekki flókið!

  42. Muniði þegar Real var að reyna að ná Ronaldo frá Man Utd? Þeir töluðu stanslaust um hvað hann væri fullkominn fyrir Real, það sama átti sér stað með Fabregas vs Bara og svo núna Real vs Bale. En hvað gerir okkar maður? Hann gerir þetta akkúrat öfugt sem kemur Real í samningsstöðu gegn félaginu.

    Og Station, hvaða sögu ert þú að tala um? Suarez er frábær leikmaður en ekki í top 10 í heiminum í dag, hvað þá sögunni.

  43. Ímyndið ykkur EF Suarez fer ekki. Okkar fremstu fimm.

    Sturridge

    Coutinho Mkhitaryan Suarez

    Lucas Gerrard

    Smá br*** í mínar nöllur.

  44. Vil ekki vera leidinlegur en mig grunar ad enn eina ferdina se LFC ad eyda of miklu i medalgoda leikmenn…Thad hefur lengi verid min skodun ad LFC ætti ad sætta sig vid ad vera um midja tøflu i 2 – 5 ar…Kaupa unga og efnilega straka ( 17 – 21 ars ) og bua til nytt lid….LFC er ekki samkeppisfært um bestu og efnilegustu leikmennina i dag , fyrir thvi eru 2 megin astædur. Annarsvegar engin meistardeild og hinsvegar peningar…. Kaupa tiltølulega odyrt…Syna thessum ungu strakum ad theim se treyst og eftir 5 ar…..Englandsmeistarar….Thetta er eina leidin….Fyrir utan Chelsea / City leidina 🙂

  45. Ég var að lesa frábæra færslu á Times blogginu, eftir Rory Smith.

    Ég pósta henni allri hérna, en færslan er hér, en hún verður víst aðeins opin í smá tíma. Hún er almennt séð um enska markaðinn og fer aðeins yfir kaupin á Llori, svona sem dæmi. Frábær grein.

    Ilori’s arrival is a sad sign of the times for English football

    Rory Smith

    June 17 2013 11:06AM

    His name is not especially relevant. Nor is his position, or his cost, or his nationality, or the colour of his skin or who he plays for now or where he will be transferred in the future. It is not about him, or them. But it is useful, when discussing an abstract, to focus on something specific, and specifically real. The best way of understanding the forest is to look at a single, individual tree.

    With that in mind, let us consider Tiago Ilori.

    Tiago Ilori is a 20-year-old central defender currently employed by Sporting Clube do Portugal, the team generally, mistakenly known as Sporting Lisbon. He has made just a couple of dozen appearances for their first team, played a few times for their second team, and has won a handful of caps for some of Portugal’s age-group teams, too. Despite that comparative inexperience, at some point in the coming days and weeks – as long as Sporting prove amenable – Liverpool intend to pay somewhere between £3 million (the buyer’s estimate) and £8 million (the vendor’s) for his services.

    There are a number of possible reactions to that sentence.

    The first, for Liverpool fans, is excitement. Any new signing at any club engenders a feeling of tingling anticipation, a hope that, at last, that glaring weakness has been rectified or that underpowered front-line strengthened. That sentiment is heightened when the new arrival comes from foreign shores, and is extended yet further when he is shrouded in mystery.

    There is a limit to how much you can expect from a player you have seen toiling in midfield for Sunderland or as West Brom’s second-choice left-back. Familiarity, in a sense, breeds contempt. You know, more or less, what they are capable of, what they will bring to your team. It is hard to get too excited.

    The exotic import, one with an unfamiliar face and an unpronounceable name, though, is different. They bring with them untold promise, the sense of almost limitless possibility. Even if you have seen them play in Spain or Italy or Russia or whatever, you do not know quite how good they might turn out to be here. They cast a spell on our imaginations.

    Look at Georgi Kinkladze, or Michu, or Hotshot Hamish: they were obscure when they first arrived on these shores, too. Maybe Ilori can be like that. Maybe he will be the rock on which a title-winning side is built. Maybe he is the new Beckenbauer. Maybe. Maybe.

    From the outside, though, such heady optimism is likely to be altogether more baffling. Why are Liverpool spending all of this money on a player who, simply put, cannot possibly be ready for the first team? If Ilori was good enough to play in the Barclays Premier League, he would have managed more than 20 games in Portugal by the age of 20. Liverpool need to attend to their present before they start thinking about the future, surely?

    This segues seamlessly into a third response: disappointment at the arrival of yet another foreigner in the Premier League, one more import whose presence will stymie the development and stifle the opportunities of a young English player. In a summer when England’s Under-21s have been so roundly humiliated in the European Championships, such a point of view feels in tune with the zeitgeist. English football is rotting at its core. Something must be done! Ban the foreigners! Revoke all passports! Close Dover! Leave the EU!

    This call to arms, though, misses the point. England’s failure at international level does not coincide with the mass influx of foreign players into this country. Look at the 1970s, when two World Cups went by without the national side present at a time when English club football was at the strongest point in its history.

    The presence of imports is not the cause of England’s lack of quality; it is a symptom of it. Liverpool want to pay somewhere in the region of £3 million to £8 million for an untested Portuguese centre back because they have adjudged him better than any English central defender in that price bracket.

    That is not to say that there are no English defenders better than Ilori, but that those of similar ability would cost far more. Premier League sides look abroad for players because of gross inflation in the domestic market.

    It is this which stops the best teams in the country stocking their squads with Englishmen: the greed of club owners right down the leagues in charging absurd premiums for home-grown talent. Why give a rival £15 million for a player when, for half that amount, you can get the same quality and not fill an opponent’s coffers? Until that pattern stops, until there is an element of self-policing, clubs will look abroad, where there is value to be had.

    That is not the only structural problem in English football that must be addressed if the likes of Ilori – and all of the players he stands for, of whatever nationality – are to thrive.

    The Premier League’s big beasts stockpile bright young players, whole squadrons of them, bought early and in bulk in the hope that one of them might prove a bargain. Some, the ones whose talent burns brightest, fulfil their potential. The vast majority, though, fall by the wayside. Partly, that is unavoidable: not everyone can make it, even when they have reached the rarefied heights of Chelsea’s or Tottenham’s reserve team. But the drop-off rate could be improved, vastly, by a change in the way we approach youth development.

    Two years ago, Liverpool last signed another hugely promising central defender. Sebastian Coates arrived from Nacional in Uruguay for £7 million in August 2011, just weeks after being voted the best young player at the Copa America. He prompted all of the excitement and hope and expectation that Ilori has trailed in his wake, too.

    Coates will leave Anfield this summer. Liverpool will not recoup £7 million on him, much less make the profit they would require to cover the costs of his wages for two years. Was he a bad signing? Was that young promise all an illusion? Did he just get lucky in the Copa America? Was he a myth?

    No, of course not. Coates has talent, but like all talent, it needs to be nurtured. The best way to do that is to play. Coates did not. He sat on the bench for much of his first year, and often did not manage that in his second. Without action, without oxygen, he stagnated, and withered.

    In Spain, he would certainly have played, even if it was just for the B side of Barcelona, Real Madrid, Sevilla or Valencia. In Germany, too, where Bayern Munich and Borussia Dortmund have B teams playing competitive football. In Italy, he might have been half-owned by Genoa – say – and half-owned by AC Milan. He would have played at Genoa while Milan waited to see if he grew into a player of sufficient quality to grace the San Siro. The shared ownership system means big clubs do not always have to pay a premium for talent, but ensures that young players can still play.

    England has no such provision. Roberto Martínez, now the Everton manager, has long identified the hiatus in a player’s development between the ages of 18 and 22 as the point where English football struggles; teams can get prospects through their academies, but have no way of finessing them into the first team. They sit, and they wait. Some get a chance, but most disappear. Liverpool will have to hope Tiago Ilori does not just become another name, another lost hope.

  46. Ég skil vel Rory Smith og það sem hann er að segja í þessari grein. Enn miðað við BBC þá er Tiago Ilori ekki besta dæmið þar sem hann er með tvöfald ríkisfang og fæddist í London.

  47. England á að hætta þessu bulli og á að leyfa stóru liðunum í deildinni að hafa b-lið sem keppa í neðri deildunum.

  48. Yngvi í 61, ég held að “pointið” sé að það væri eðlilegra ef Liverpool keypti einhvern sem spilar á Englandi og hefur spilað þar síðustu ár. Svo er ekki, kannski af því það eru fáir leikmenn um tvítugt sem eru mjög efnilegir, sem fást á þessu verði, og vilja koma. Ein lausn er þessi b-keppni sem Rory Smith bendir á.

    Margir átta sig etv ekki á því að Barcelona B, sem títtnefndur Luis Alberto spilaði fyrir á síðasta tímabili með góðum árangri, lenti í 9. sæti í næst efstu deild Spánar á tímabilinu. Real Madrid lenti í 8. sæti.

    Þó að það sé ekki lið í efstu deild, þá er samt spilaður alvöru fótbolti þar. Það væri ekki amalegt ef Liverpool væri með varalið í Championship deildinni. Þá væru þar menn eins og Shelvey, Coates ofl að spila reglulega, og myndu þróast betur sem leikmenn, í stað þess að spila í varaliðsdeildinni, og sjaldan með aðalliðinu…

  49. @LFCTS: Tony Barrett on The Times – Liverpool are willing to match the £22 million release clause of Henrik Mkhitaryan

  50. það virðast flestir miðlar röfla um Mikka kallinn, verðmiði hef eg sed nefndur 20, 22 og 25 milljónir.. sumir miðlar og twitter notendur segja læknisskoðun a morgun og aðrir segja að þetta gerist síðar í vikunni..

    carroll a að vera að ganga til liðs við west ham a morgun a 15 milljónir

    Mignolet og Luis Alberto ættu að koma svo síðar i vikunni, það er allavega nóg í gangi..

    Langspenntastur er eg fyrir Mikkataryan samt og vona innilega að það gangi í gegn…

    Mjög spennandi dagar framundan það er á hreinu

  51. 54.

    Jú, LS skorar 30 mörk á tímabilinu þrátt fyrir leikbönn og vitleysu. Hverjir hafa náð því hjá LFC… Rush og owen? Hvað myndi gerast ef hann spilaði alla leikina á einu tímabili??

    Hann skorar mörk í öllum regnbogalitum. Hans tækni er framúrskarandi. Hann er lítill geðsjúklingur sem ég hata að elska.

    Ég hef varið hann fram í rauðann dauðann og ég verð drullusvekktur ef hann flýr af hólmi núna, þá í það minnsta vil ég fá feitan pening og ekkert rugl!

    Mér líst ótrúlega vel á Mkhitaryan, sá lúkkar vel!!

  52. Mikið væri það sweet ef að Suarez myndi nú sjá að sér varðandi þetta Real kjaftæði og spila með liverpool eitt ár enn.
    Liðið er á réttri leið og með réttum kaupum í sumar þá gæti þetta lið gert góða hluti.

  53. verðum eigilega bara að halda Suarez, hann er þriðji besti knattspyrnumaður heim i dag a eftir Messi og Ronaldo þrátt fyrir að vera geggjaður…

    svavar station er með þetta herna fyrir ofan, tek undir allt sem hann segir…

    bara að neita honum að fara, ef það er ekki að ganga og suarez vælir og vælir þá er allt undir 50 kúlum rán, eg vill 55-60 fyrir hann. ef Cavani a að kosta 60 þá á suarez að kosta 90 eigileg finnst mer…

  54. Við fáum jafn mikið fyrir Suarez eftir ár. 40m er grín. Hann mun alltaf gefa sig 100% í alla leiki, sama hvað. Ef við eigum gott tímabil og náum meistaradeildarsæti er kannski möguleiki hann vilji vera áfram næsta sumar. Segja honum að halda kjafti, spila bolta og við höldum áfram að elska hann. Kaupum svo duglega í liðið og byrja frá fyrsta leik.

    Höldum Suarez !!!

  55. Ég er á því að Sterling eigi eftir að springa út á næsta ári. Hann verður 10 marka maður. Suarez vonandi fær vit fyrir sér og tekur eitt þrusuár með Liverpool og hjálpar liðinu í meistaradeildina. Hann getur ekki bara farið eftir eitt mannbit þá er hann að gera það nákvæmlega sama og hjá Ajax.

  56. Jæja, á morgun verður gert opinbert leikjaplanið fyrir tímabilið 2013-14. Kl 09:00 að staðartíma. Spennandi að sjá hvernig byrjunin verður!

  57. Andy Carroll að fara á 15 milljónir punda! Liverpool tapar ekki nema 20 milljónum punda á þessum viðskiptum….

    En hvað er West ham að spá? 15 milljónir er alltof mikið fyrir þennan strák. Talandu um að englendingar séu verðlagðir alltof hátt! 10-12 miljónir ætti að vera algjört hámark fyrir Andy kallinn.

  58. Það er talað um 15,5 miljónir fyrir Carrol og þeir borguðu 2 millur fyrir að fá hann lánaðan.
    En ef þessi peningur verður nýttur til þess að fá Armenan þá verð ég sáttur.

  59. maður er enn að bíða frétta af Mikka kallinum, er orðin pínu smeykur um að þetta með hann se kannski bara algjör tilbúningur hja blöðunum og twitter notendum svona svipað og við höfum svo oft séð áður, maður er orðin hrikalega spenntur og svo kannski er bara ekkert til æi þessu.. ohh hvað eg hata silly season …

  60. Borini að skora í úrslitaleiknum á móti spáni, hefur verið að standa sig vel. Kemur vonandi ferskur inn næsta season og stingur upp í þá sem voru búnir að afskrifa hann, þá m.a mig sjálfan.

    Þessi Sevilla gutti sem við erum orðaðir við ekki í hóp hjá spánverjum, vonandi getur hann eitthvað samt sem áður, á landsleiki fyrir yngri landslið.

    Líf í Liverpool á leikmannamarkaðnum,er eins og mér sýnist flestir aðrir á þessari síðu spenntastur fyrir mikka hinum armenska. Virðist hörkuleikmaður miðað við það sem maður getur lesið og skoðað á netinu.

    Svo bara standa harðir í Suarez málum, helst halda honum, mér gæti ekki verið meira sama hvort maðurinn er fífl eða ekki hann er einn besti leikmaður deildarinnar og spilar í réttu liði. Hann er nýbúin að skrifa undir framlengingu á samning ef ég man rétt og því hljótum við að vera í sterkri stöðu til að halda honum eða ef ekki að klára þá díl fljótlega fyrir alvöru upphæð og hafa tíma og pening til að reyna að finna arftaka sem verður þó ekki létt verk.

    Því miður erum við eins og staðan er í dag nokkuð á eftir topp 4-5 liðunum að styrk og þau lið eiga eftir að kaupa vel í sumar og eyða miklum fjárhæðum. En við litum betur út eftir áramót og keyptum vel í janúar, ég hef því ákveðið að vera fullur bjartsýni og hafa trú á því teymi sem er að stjórna leikmannakaupum, inn með alvörumenn og finnið nú endilega fleiri falda gullmola eins og Coutinho.

    Áfram Liverpool, topp 4 næsta season og svo bara heimsyfirráð í framhaldinu.

  61. Að fá hátt í 20 milljónir fyrir Carroll er mjög vel gert. 15.5 er kaupverðið, fáum líklega 2 milljónir í add-ons og svo borguðu þeir milljón fyrir lánið í fyrra = 19.5 milljónir. Ofan á þetta kemur það sem við spöruðum okkur í launakostnaði. Þannig að við töpum líklega ekki “nema” 15 milljónum á Carroll.

    Að fá Mkhitaryan inn fyrir það væru frábær kaup! Vonandi ganga þau eftir.

  62. Liverpool are closing in on Porto winger Christian Atsu in a £3 million deal. (Tony Barrett – The Times)

  63. Hver er eiginlega Christian Atsu hef aldrei heyrt um þennan dreng áður er þetta annar Assaidi?

Iago Aspas til Liverpool (staðfest)

Andy Carroll sögunni að ljúka – uppfært