Iago Aspas til Liverpool (staðfest)

Þá er það staðfest á opinberu síðunni, Iago Aspas mun skrifa undir samning við Liverpool þegar að einhver formastriði hafa verið kláruð. Gott mál.

25 Comments

  1. Frábært! Af jútjúb klippum að dæma spilar hann mikið hægra megin frammi. Þessi kaup eru þannig augljóslega hugsuð fyrst og fremst til að leysa vinstri bakvarðarvandann því nú getur Downing loksins einbeitt sér aftur að sinni bestu stöðu og veitt Enrique verðuga samkeppni.

  2. lýst bara vel á þennan kappa… voonandi að hann springi bara út í umhverfi með góðum leikmönnum !:)
    tökum vel á móti honum

    YNWA!

  3. ég held að hin toppliðin í deildinni horfi öfundaraugum að við skyldum hafa náð í kappann. Hlakka til að sjá þennan meistara spila!

  4. hvað er málið með þetta lið, erum að verzla menn sem ekkert af stóru liðum er að reyna fá, hef nú ekki mikla trú á þessu lið eða stjóra. þvi miður

  5. Voru nú ekki margir á eftir Coutiniho

    Gefum manninum sjéns, eftir allt er þetta liðsíþrótt og hver veit nema hann plumi sig vel og geri aðra betri í kringum sig

  6. Elvis #4. Ég er sammála því að vilja fá stærri og flottari nöfn en Aspas. En finnst þér í alvöru raunhæft að LFC sé að fara að fá einhvern af þessum mönnum sem önnur af þessum stærri liðum eru að reyna að fá?

  7. Þetta er ekkert voðaelega spennandi svona við fyrstu sýn. Hinsvegar skal mey að kvöldi lofa og því verður maður að treysta Brendan. Hann gerði flott kaup í desember eftir að hann var búinn að koma sér almennilega fyrir í starfi.

    Það væri gríðarlega sterkt að fá inn hraðann og flottann hægri kant í liðið, það er bara nákvæmlega það sem við þurfum.

  8. Tekið frá teamtalk. Greinilega Atl. Madrid fan.

    I think he could be the buy of the season. For those of you who do not know him or have not seen him play he is a cross between David Silva and Jesus Navas. He is a very, very good attacker and I am shocked Ath Madrid did not move for him. He is fast, very good on the ball, can play others in and score goals. Watch out for this one. Great piece of scouting by Liverpool.

  9. Nafnið eitt og sér á eftir að verða þvílíkt skotmark 5aura brandara og er það bara í góðu lagi 🙂

    Annars er maður aðeins smeikur við þessi kaup því án nokkurar röksemda þá finnst mér svoldið einsog við séum að kaupa Assaidi 🙂

    En vonandi stendur þessi drengur sig bara ljómandi vel og fær mann til að byrja að gera sér aspasstykki yfir hverjum einasta Liverpool leik 🙂

    Það sem ég tek eftir í þessum video-um af honum er að hann virðist hafa mjög góða tilfinningu fyrir því hvar markið er, þegar hann fær boltan þá vill hann bara setja höfuðið undir sig (einsog Suarez) og taka á rás, vinnur svo fram úr því á leiðini hvernig hann fer framhjá þeim hindrunum sem í vegi hans eru.

    Svo virðist hann hafa gríðarlega mikinn hraða sem á eftir að gagnast honum vel þegar hann fer að elta utanfórat stungusendingar frá Coutinho allt næsta season 🙂

    Velkominn Aspas og megir þú skora handfylli af mörkum fyrir Liverpool.

  10. Elvis…Ég er svo alls ekki samála þér hef mikla trú á þessu liði svo ég tali nú ekki stjórann okkar Liverpool sækir mikið og skorar slatta af mörkum og spilla mennskan fer sem betur fer batnandi maður missti næstum allan áhugga að horfa á livepool spila þegar Enski landsliðs stjórinn stjórnaði úff þá var allt á niður leið hjá Liverpool og við erum bara en að jafna okkur á því verum bjartsýnir og gefum nýjum mönnum sjéns áður en við dæmum þá YNWA 🙂

  11. Hefur einhver hugmynd um hvort Aspas var að spila sem hreinræktaður framherji hjá Celta eða eitthvað úti á kanti eða í holunni? Þessi 12 mörk í 34 leikjum verða eiginlega að skoðast í því samhengi.
    Annað mál er þessi tilhneiging til að afskrifa menn sem eru ekki heimsfrægir. Vissi einhver hver Sami Hyypiä var þegar hann kom til Liverpool? Eða Xabi Alonso?

  12. Brendan Rodgers kann ekkert að kaupa leikmenn, ekki frekar en King Kenny.
    En við vonum bara að þessi Aspas eigi eftir brillera.
    Brendan er samt snillingur og ég er rosalega ánægður með hann, við þurfum bara að ráða einhvern sem er með gott auga fyrir leikmönnum.

  13. Já þessi fjandans Coutinho og Sturridge sem komu í januar eru glataðir.
    Ekki tala með aftur endanum, það er komið upp flott teymi manna sem eru í því að finna réttu mennina.
    Dæmum Rodgers og hans menn 1 sept þegar að glugginn lokar.

  14. Miðað við komment nr. 18 og frekari fréttir annars staðar frá virðist (staðfest) hafa verið frekar of fljótt á sér…

  15. Bond hvað með Fabio Borini Joe Allen Oussama Assaidi Nuri Sahin Þetta eru allt gaurar sem að Brendan keypti.
    Fjórir ömurlegir á móti tveimur góðum, en auðvitað vonum við bara að þeir eigi eftir að hisja upp um sig í þessum leikmannakaupum og gera eithvað af viti í sumar.

  16. 22 Keyptum ekki Sahin, Assaidi kostaði 3m (alveg rosalegt tap þar?), Borini glímdi við meiðsli allt tímabilið og Allen seinni hlutann, ungir leikmenn, ekkert hægt að afskrifa þá strax (sbr Henderson).

  17. 22

    Mér finnst frekar ósanngjarnt að segja að Borini og Allen séu “ömurlegir”. Báðir hafa glímt við meiðsli en hafa að mínu mati verið góðir þegar þeir hafa spilað.
    Assaidi mætti svosem teljast léleg kaup en það væri líklega hægt að selja hann fyrir meira en hann var keyptur.
    Sahin var ekki keyptur en kostaði þó 3m + launakostnaður. Hann hefði kannski verið betri ef hann hefði spilað sína bestu stöðu en hann var aldrei að fara að ýta Gerrard úr liðinu.

    Ég held að njósnarateymið geti gert góða hluti núna þegar þeir eru búnir að koma sér fyrir eins og þeir gerðu í janúar.

  18. Já reyndar rétt hjá ykkur borini og allen eru náttúrulega bara hálfgerðir táningar enþá, það er algjörlega óréttlátt að gagnrína þá strax, tek þetta til baka, ég hef alltaf haldið að þeir væru mikklu eldri, svona fylgist maður illa með

Opinn þráður – Mennirnir á bak við tjöldin

Mignolet og Mkhitaryan næstir?