Iago Aspas til Liverpool?

The Guardian og fleiri miðlar halda því fram að Iago Aspas skrifi undir í dag eftir að hafa hætt við sumarfríið sitt er hann frétti af áhuga Liverpool. Echo var á svipuðum nótum fyrr í dag sem gefur þessu töluverðan trúverðugleika. Hann á að hafa flogið til Liverpool í gær (mánudag) og gengur til liðs við Liverpool í dag.

Gaman að sjá þennan áhuga hjá Aspas að ganga til liðs við Liverpool en kaupverðið er talið vera um 7,7m evra og hann er sagður verða með um 27þús pund á viku.

Aspas hefur spilað með Celta Vigo alla tíð fyrir utan er hann fór á láni er hann var yngri. Liðið var fimm ár í næst efstu deild áður en þeir komust upp um deild í fyrra með Aspas sem sinn besta og markahæsta mann. Þeir héldu sér uppi í deildinni í ár.

Það er auðvitað mjög takmarkað hvað maður veit um þennan leikmann en hann er sagður vera fljótur, vinnusamur og skorar ágætlega mikið af mörkum. Hann getur spilað flestar stöður í sókninni og ef ég ætti að giska er hann líklegast að fara auka samkeppnina við Downing.

Echo lýsir honum svona og hefur einnig eftir honum

Aspas, a left-footed player who can play anywhere across the front line, revealed that he had cut short a planned holiday in the Caribbean to seal his dream switch to Merseyside, but says it was an easy decision to make.

He said: “I was forced to cancel my holiday in the Caribbean, but the reason I did more than justifies why.

“Liverpool is one of the biggest clubs in the world and although I had offers from Italy and Portugal and other countries I decided my future was in English football.”

Echo greinir líka frá þvi að orðrómur um klúður er varðar umboðsmann Aspas hafi ekki verið alveg réttur

Reports elsewhere had claimed Liverpool’s deal for Aspas was being held up by an agents’ wrangle, but the ECHO understands the hold-up is due to an outstanding bonus due to be paid to the player by Celta, after the Spaniard helped them avoid relegation from La Liga on the final day of the season.

Við kannski förum betur yfir þennan leikmann þegar búið er að staðfesta þessi viðskipti.

58 Comments

  1. Ég er svo ótrúlega ánægður með að sjá kallana byrja bara strax á markaðnum! Glæsilegt að vera ekki að bíða fram á síðustu sekúndu með þetta, og nota svo fyrstu 10 leikina í að spila liðið saman!

  2. Síðan eru víst líka Kálhaus og Broccoli á leiðinni líka – fara í læknisskoðun á morgun.

    En án gríns – er Liverpool í dag eingöngu á eftir leikmönnum í þessum 5 til 10 m. punda klassa? Er enginn feitur biti sem við erum á eftir eða erum við algerlega komnir út af þeim markaði? Hvað með Lewandowski t.d. – snappa honum fyrir framan nefið á United? ….maður myndi vilja sjá einhver stærri kaup á leikmanni sem er búin að sanna sig þó vissulega sé ágætt að styrkja liðsheildina líka….

  3. Þetta skiftir kannski ekki miklu máli, en flestir miðlar sem ég hef lesið segja að Aspas sé að koma á 9m evra eða 7,7m punda. hann mátti víst fara fyrir 10m evra ef Celta héldu sér uppi en 7m evra ef þeir féllu. Liverpool bauð 9m evra áður en síðasta umferðin var leikin, sem var ágætt því að þeir héldu sér uppi.

    Mér líst ágætlega á þennan mann í hópinn, getur örugglega ekki verið verri en Downing. En ég verð mjög fúll ef við kaupum ekki einhver stærri nöfn líka. Eins og Papadopoulos eða Eriksen.

    http://www.thisisanfield.com/2013/06/iago-aspas-at-melwood-today-for-medical-to-seal-7-7m-liverpool-switch/

  4. Vonandi verða að a.m.k. ein marquee signing í sumar en þetta sumar byrjar alveg ágætlega, fyrir utan kanínumannætu want away gerpið. Maður hefur skoðað youtube myndbönd af þessum gaur og þó að lítið sé að marka þau þá kann þessi leikmaður ýmislegt fyrir sér og mér líst vel á hraðann og slúttið hjá honum. Hann var í fallbaráttuliði og hjá betra liði gæti hann gert betur en að sama skapi gæti hann floppað í öðru landi og sem lítill fiskur í meðalstórri tjörn. Ég er ekkert að deyja úr spenningi en hafa ber í huga að það voru mörg lið á eftir honum sem þýðir að hann gat valið á milli en velur Liverpool sem er vel og því kemur hann dýrvitlaus í að sanna sig.

    Einnig er talað um L. Alberto komi í vikunni. Þessi gaur verður 21 á árinu og ég er frekar spenntur fyrir honum verð ég segja. Ég skoðaði í gær 10 min youtube af honum og hann er þessi Coutinho týpa. Flottur dribblari og skotmaður. En það verður að taka þessi myndbönd með fyrirvara. En þó að þessi leikmenn séu ekki að kosta 20-30 millj.punda þá hafa þeir alveg gæði. Spurningin er bara hvernig þeir aðlagast og hverju BR nær út úr þeim.

  5. Þekki ekki þennan leikmann og er bara svona lala spenntur fyrir honum m.v. það sem ég hef lesið.

    Einhvern veginn grunar mig að hann sé frekar hugsaður til þess leysa Downing af hólmi enda mun ódýrari kostur m.v. ofangreindar upplýsingar. Downing var alls ekki slæmur seinni hluta síðasta tímabils en maður hefur á tilfinningunni að hans framlag sé ekki alveg í samræmi við kostnaðinn tengdum honum og því freysti það eigenda að selja hann og replace-a með ódýrari kosti.

  6. Er ekki hægt að líkja þessum strák við Bellamy, með mikin hraða, rosalegur baráttu hundur og góður slúttari sem getur spilað margar stöður frammi.
    Ef svo er þá held ég að við gætum við að fá inn fínan leikmann á þokkalegu verði.

  7. Ég væri til í Birki Bjarnason…hinn íslenska Dirk Kuyt. 1-2 milljón pund ættu að duga og hann yrði ekki lélegastur í okkar liði það er alveg ljóst.

  8. @Siggi (2)

    Afhverju í verööldinni ætti leikmaður eins og Lewandowski að fara til Liverpool ? Afhverju ætti eitthver að fara frá liði þar sem hann var einn þeirra besti maður og var núna í úrslitum meistaradeildarinnar til liðs sem hva, komst ekki einusinni í Evrópudeildinna. Það er bara líklegra að vinna titla með Dortmund heldur en Liverpool eins og staðan er í dag.

    Liverpool þarf annaðhvort að verða eins og Monaco, City eða Chelsea.. eyða RISA fjárhæðum í leikmenn eða sætta sig við að vera miðlungslið og eiga lítinn sem engann möguleika á leikmönnum í sama gæðaflokk og Lewandowski. 😉

  9. Nr. 6
    Jú Bellamy væri líklega góð samlíking við Liverpool leikmann svona m.v. lýsingar á honum.

    Hvað verðmiðan varðar þá held ég að það sé óþarfi að svekkja sig á því ef við kaupum inn með á lítinn pening, Liverpool var aldrei að fara í baráttu um leikmenn sem hafa þegar sannað sig og kosta hámarks upphæðir, efa það eftir Carroll. Því hef ég litla trú á svona Lewandowski draumum, fyrir utan það að afhverju ætti hann að vilja yfirgefa Dortmund núna fyrir Liverpool?

    Auðvitað vona ég að þetta sé ekkert stóru leikmannakaupin í sumar og ætla rétt að vona að markið sé sett hærra en þetta. En metum sumarið frekar í lok ágúst og þá öll kaupin í stað þess að svekkja sig á svona kaupum eins og Aspas.

    Nýtt njósnarateymi virðist hafa öllu stærra net úti heldur en það sem var áður að störfum hjá Liverpool og því fagna ég mjög. Einhverjir hafa verið að reyna kafa aðeins dýpra ofan í þetta. Paul Grech ? var með áhugaverðar pælingar um þetta á twitter og þá sérstaklega njósnara að nafni Julien Ward sem var áður hjá Man City.

    Been doing some research on Julian Ward, the #LFC scout who has been following Luis Alberto since last October. Some interesting stuff.
    So, Julian Ward is actually a sports scientist who in the past worked for the Portuguese football federation monitoring their talent pool.
    Ward is another who joined #LFC from Manchester City where he helped set up their talent identification and monitoring system.
    At City, Ward monitored South America but at #LFC he is charged with looking at Portugal and Spain. Which seems to be quite a major gig since so much of #LFC transfer targets being from those two countries: Illori, Aspas, Alberto, Canos, Chivella
    Anyway, he looks quite an impressive and knowledgeable man. And not one who relies simply on gut instinct when evaluating a player.
    This is an interview with Julian Ward from when he was working for Portugal FA.

  10. Kannaðist eitthver við Michu þegar Swansea keyptu hann seinasta sumar? Þessi gaur er alveg óskrifað blað fyrir okkur, gæti verið góð kaup en gæti líka verið Assaidi enn og aftur. Gef honum sénsinn.

  11. Eru menn alveg bunir að missa ofurtrúnna á Assiadi síðan seinasta sumar ?
    Ingó sig útskýrði vel fyrir okkur kosti og galla hans. ég vill sjá hann fá meiri sjens.

  12. Ég get ekki verið sem finnst liverpool vera að borga of mikið fyrir leikmenn eins og hann.

  13. Babu, ” I hate to burst your bubble” en af hverju heldurðu að Liverpool muni gera einhver “stór” kaup í sumar ? Er þetta ekki bara óskhyggja hjá þér og okkur öllum hér, síðan pirrum við okkur á því að ekkert svoleiðis gerðist eftir að glugginn lokar aftur.

  14. að eyða stórum fjárhæðum í leikmenn skilar ekkert alltaf áranrgir. Coutinho og sturridge fengust á ágætis verði og myndi segja miðað við spilamennsku þeirra þá hafi þeir verið stórkaup hjá okkur. Vonandi að klúbburinn kaupi ódýra og góða leikmenn í sumar sem bæta leik liðsins.

  15. Síðast liðið ár virðist helsta markmið klúbbsins hafa verið að lækka launakostnað félagsins, losa sig við nokkuð stór nöfn sem ekki hafa skilað nægu miðað við launaseðilinn.
    Ég held að í sumar og næsta tímabil verði í raun fyrsta uppbyggingartímabilið. Nú verða keyptir menn sem teljast passa inn í leikkerfið. Menn sem geta hugsað sér að spila fyrir Liverpool sem ekki tekur þátt í evrópukeppni næsta tímabil. Þannig er helsta hugsun núverandi tímabils líklega að bæta breidd hópsins og auka jafnvægi í spilamennsku á sama tíma og rekstur klúbbsins gengur upp miðað við núverandi innkomu. Næsta sumar getum við svo hugsanlega farið að horfa til þess að fá heldur dýrari leikmenn ef árangurinn skilar sér á komandi tímabili.

  16. Held að verðmiðinn eigi ekki að skifta máli ef maðurinn er að standa sig og skilar sínu og jafvel meira til. Hár verðmiði er ekki endilega ávísun á gæðaleikmann.

  17. Nr. 13 Ég hef auðvitað jafn lítinn aðgang inn á skrifstofu Liverpool eins og næsti maður.

    Ástæða þess að ég hef trú á því að félagið geri “stór” kaup í sumar (stærri/dýrari en þessir 5-10m) er sú að þeir hafa gefið það út að þetta sumar væri crusial, félagið hefur tekið mikið til í sínum rekstri undanfarin ár og FSG hefur sýnt það áður að þeir eru alveg óhræddir við að borga þegar þeir sjá einhvern sem þeir vilja kaupa.

    Þar fyrir utan erum við líklega að fara selja einhverja frá okkur sem fæst bæði peningur fyrir og pláss á launaskrá (Carroll, Skrtel?, Downing?, Suarez?)

    Allen, Henderson, Downing, Sturridge og Borini eru allt leikmenn sem eru í 10-16m verðflokki (gæti hækkað í 20m) og Suarez, Carroll 20-35m. Ég hef fulla trú á því að þeir séu tilbúnir í að borga svona upphæðir áfram ef þeir finna leikmann sem þeir telja “ómissandi” og fáanlegan.

    Auðvitað hafa þessir leikmenn verið missgóðir en nánast allir voru (og eru enn) á góðum aldri og með möguleika á að þjóna félaginu til margra ára.

  18. Áhugaverð grein á heimasíðu Púllara um vinsælustu nöfnin aftan á nýju treyjunni.
    1. Coutinho – aðal maðurinn í dag
    2. Gerrard – kóngurinn selur alltaf sitt
    3. Sturridge – kemur á óvart hvað hann er vinsæll
    4. Suarez – fallandi stjarna
    5. Agger – vinsæll harðhaus
    6. Lucas – Mr. Solid
    7. Henderson – ánægjulegt hvað hann er ofarlega
    8. Reina – alltaf vinsæll
    9. Sterling – cult treyja
    10. G.Johnson – vinsæll bakvörður

    Skrtel á örugglega 1 eða 2 stuðninsmenn. Enrique get ég ekki ímyndað mér að margir kaupi. Allen náði sér aldrei á strik. Borini ekki heldur. Shelvey who? og Downing væri meira djók heldur en annað. Aðrar treyjur seljast líklega einunigs til vina og vandamanna nema jú kannski Kelly sem er efnilegur.

    Ps. Aspas mun örugglega eiga erfitt uppdráttar á þessum lista.

  19. Ég er ennþá spenntur fyrir Borini, hvað áttu annars við ?
    Hann er mjög efnilegur leikmaður sem hefur verið vægast sagt óheppinn með meiðsli en skoraði eftir 2 mín eftir að hafa komið til baka.
    Eftir gott undirbúningstímabil þá hef ég trú á því að hann muni spila mikið í vetur fyrir okkur.

  20. Nr. 19

    Já vá, Einar Örn gerði færslu um kaupin á honum og alveg gleymdi sér í yfirlýsingunum

    Það er alveg ljóst að Borini er ekki að fara að labba inní þetta Liverpool lið framhjá mönnum einsog Carroll og Suarez, en hann er ungur, efnilegur, þekkir Rodgers og kemur á um 8 milljónir punda. Á pappírnum hljómar það allavegana vel og hann mun án efa styrkja hópinn þar sem okkur vantar klárlega góða framherja.

    Að því sögðu þá hef ég ennþá fína trú á Borini og vona að hann sleppi nú við fótbrot sem og önnur meiðsl til að geta sannað sig betur næsta vetur.

  21. Persónulega er ég ennþá spenntur fyrir Borini, fyrsta tímabilið hans var gríðarleg vonbrigði fyrir hann sjálfan fyrst og fremst og að sjálfsögðu stuðningsmenn líka.

    Hinsvegar í þau fáu skipti sem hann hefur spilað þá finnst mér hann hafa verið duglegur að koma sér í færi sem og að skapa pláss fyrir samherja með góðum hlaupum. Miðað við það litla sem ég hef séð til hans þá finnst mér hann skilja vel leikkerfi BR og vona ég að hann nái góðum sprett með byrjunarliðinu á næsta tímabili og þá fær maður vonandi að sjá hans rétta andlit.

    I believe 🙂

    alexander

  22. Aspas
    VÁ þessi gaur getur ekki shit, er þetta hæglætið á ferlinum hahaha.
    Líst als ekkert á þennan gaur. En auðvitað vonar maður bara að hann slái í gegn það er ekkert annað hægt

  23. Thad er alveg sama hvad gert er, thad eru alltaf neikvædir vælukjoar kvartandi og kveinandi.

    Mer list vel a thessi kaup og Aspas virdist vera afar ahugasamur ad ganga til lids vid Liverpool, hver væri thad nu ekki!?!

  24. Sæl öll,
    Ég las um daginn í Berlingske að Monaco væri að falast eftir Agger. Er þetta bara gömul frétt sem á ekki við rök að styðjast eða hafið þið einhverjar frekari fréttir af Agger og hans stöðu gagnvart klúbbnum. Peningar eru jú alltaf freistandi, jafnvel þó menn séu á mála hjá besta klúbb veraldar:)

  25. 26

    Þessi tölfræði er furðulega fram eða í % fyrir lið sitt. Þetta þýðir semsagt að hann var ágætis liðsmaður á tímabilinu fyrir Celta Vigo, en þeir skoruðu aðeins 37 mörk á tímabilinu, samanborið við 115 hjá Barcelona. (Messi var jú næstur á eftir honum í listanum).

  26. Eru sömu mennirnir sem drulluðu yfir kaupin á Coutinho og Sturridge, að drulla yfir kaupin á Aspas? Gefið gæjanum smá sjéns.

    Svo er ég sammála mönnum um Borini, hrikalega óheppinn með meiðsli á síðasta tímabili, hann verður að fá annað tækifæri til að sanna sig.

    Svo er ágætt að minna menn á að júní er rétt byrjaður, mikið eftir af glugganum.

  27. Nei ég held að þetta sé ekki satt…
    …og nei ég myndi ekki vilja fá Gylfa til Liverpool.

  28. afhveru er búið að heinda mer út af þesari síðu!?

    Svar (KAR): Það er ekkert búið að henda þér út. Slakaðu á.

  29. Hvað er að frétta hjá Gaupa í kvöld í íþróttafréttum Stöðvar 2. “Suarez nálgast Madrid segja þeir nú síðdegis”.

    Segja hverjir? Hverjar eru heimildirnar og hversu áreiðanlegar eru þær?

    Girtu þig Gaupi !

  30. Update on Iago Aspas. The player has returned to Spain. Told Radio Galego: “I am happy, but won’t speak until (the move) is official.”

    Aspas brother (and agent) Jonathan, said: “There is not trouble. Just bureaucratic issues”

  31. Vona að það sé eitthvað til í þessu slúðri um Mkhitaryan, það er eini leikmaðurinn sem hefur verið orðaður við klúbbin sem ég er verulega spenntur fyrir og tel það vera mjög raunhæft að hann vilji koma til klúbbsins. Hann er ekki súperstjarna og það er mikill munur á því að spila í Rússnensku deildinni eða EPL, gæðin og athyglin eru ekki samanburðarhæf. Það er engin spurning hvort leikmaður vilji vera spila í rússlandi eða hjá toppklúbbi á englandi, þetta er í raun þá bara spurning um kaup og kjör.

    Það eru engar líkur á að klúbburinn geti laðað að sér leikmenn eins og Lewandowski eða aðra sjóðandi heita leikmenn sem er í raun slegist um á markaðnum af öllum toppklúbbunum sem eru í CL og að berjast um titil í sínu heimalandi, Liverpool er mjög langt frá því að geta boðið uppá slíkt og því verða njósnarar og aðrir sem vinna að leikmannamálum að ná í svona leikmann eins og hann er. Hann er svipaður fyrir Armeníu eins og Eiður Smári var fyrir okkur Íslendinga fyrir nokkrum árum, yfirburðar leikmaður í sínu landsliði. Er á besta aldri og á bara eftir að verða betri, er með frábæra tölfræði á ferlinum bæði í lélegu landsliði og líka með félagsliðum og ætti að vera falur fyrir skynsamlegt verð.

  32. 40 Smá leiðrétting.

    Shakthar Donetsk er í Úrkaínsku deildinni og hún er töluvert síðri en sú Rússneska að styrk. Nokkuð spennandi leikmaður engu að síður.

  33. Ef hann hefur farið í læknisskoðun á þriðjudag eða miðvikudag hlýtur þetta að vera lengsta læknisskoðun sem sögur fara af!!! Er hann enn á brettinu, hlýtur að vera búinn á því ? Hvað er málið með þennan tíma?

  34. Ætli EÖE skýri köttinn sinn Aspas í þetta skiptið?

    Annars líst mér vel á allt sem er í gangi hjá LFC nema að Suarez mætti vera einu ári lengur… Por favor

  35. Byrjunarliðið á næstu leiktíð miðað við slúður?

    Coutinho – Sturridge – Aspas
    Miytahnan
    Lucas – Gerrard
    Enrique Agger Ilori Johnson
    Mignolet

    Varaliðið?
    Alberto – Sterling – Borini
    Henderson
    Allen Shelvey
    Downing Toure Skrtel Kelly
    Reina

    Það er eins og það vanti varnarmiðjumann og vinstri bakvörð ennþá í liðið ef þessi kaup á Miytahnan, Alberto, Aspas, Mignolet og Ilori ganga eftir.

  36. Sé ekkert að því að breikka hópinn, bara fínt. Hvað er annars að frétta hjá ykkur “gúrúunum”? Hvenær kema leikirnir fyrir næsta tímabil? Hlýtur að byrja fyrr núna sökum HM á næsta ári.

  37. Rosalega verður gaman að sjá útgáfurnar af nafninu hans Henrikh Mkhitaryan ef hann verður keyptur. Það eru strax komnar nokkrar skemmtilegar útgáfur. Hann er kallaður Heno – kannski við ráðum betur við það.

    Annars er ég sammála Ísak Stef., hann er sá eini sem maður er virkilega spenntur fyrir, þótt Papadopoulus virki líka spennandi. Allir hinir gætu orðið annar Coutinho eða Assaidi, frekar mikil risk-kaup.

    Ég tek líka undir með Ísaki að við erum aldrei að fara að landa Cavani, Lewandowski, Gomez eða einhverjum slíkum. Þetta verður næsta deild fyrir neðan en vonandi einhverjir spennandi leikmenn sem passa inn í liðið.

  38. Bond Lukaku verður hjá Chelsea á næsta tímabili hann er framtíðar framherji klúbbsins og alls ekkert ólíklegur til að slá jafnvel Torres út úr byrjunarliðinu eða allavega veit honum verðuga keppni. Cavani fer lang líklegast til Real eða Man City eini sénsinn að hann færi til Chelsea er ef Torres verður seldur sem er nú ekki beint líklegt og jafnvel þó það yrði fengi Lukaku nóg að spila sem striker nr. 2. Annars hallast ég nú meir að því að Chelsea fari eftir Gomez ef Torres myndi seljast.

  39. Sé ekki ad hann sé ad fara ad styrkja lidid mikid. Eykur breiddina aðeins og minnkar spilatíma manna eins og Sterling… Hefdi frekar viljad fá einn heitan beint inn í byrjunarlidid og auka breiddina med tví ad ýta einum af byrjunarlidsmönnunum á bekkinn… T.d Shaktar Armenan…

  40. Var ekki Aspas aðal skotmark Laudrup? Og jafnvel ein aðal ástæða nýlegs ósætti milli Laudrup og Swansea? Svona ef maður les í slúðrið.

    Allavega ætti Laudrup að vita sitt hvað um leikmenn í spænsku deildinni og hefur greinilega talið Aspas styrkja Swansea. Spurning hvort honum þætti hann nægilega góður ef hann stjórnaði Liverpool.

    En þó svo mér finnist þetta ekkert svakalega spennandi kaup þá er ég samt sáttur við að verið sé að leita til Spánar eftir mönnum, einnig Austur-Evrópu, skilst Mkhitaryan sé einn sá besti á þeim slóðum.

Kostir og gallar þess að selja Suarez

Opinn þráður – Mennirnir á bak við tjöldin