Nýr aðalbúningur kominn í sölu!

ReAct570x85-3

Nýr aðalbúningur Liverpool fer í sölu á morgun!

Nýr aðalbúningur Liverpool er kominn til landsins og fer hann í sölu á morgun. Opið verður í ReAct frá kl. 11.00 – 18.00.

ReAct sem er innflutnings-, dreifingar- og söluaðili fyrir official Liverpool vörur á Íslandi er einnig styrktaraðili Liverpoolklúbbsins á Íslandi og mun ReAct því veita öllum meðlimum klúbbsins 15% afslátt af Liverpool-vörum í verslun sinni að Bæjarlind 4, Kópavogi.

Afslátturinn gildir fyrir allar Liverpool vörur og það eina sem þarf að gera er að framvísa félagsskírteini klúbbsins.

Vöruúrvalið hjá ReAct er frábært, en fyrir utan almenna búninga félagsins þá eigum við til legghlífar, töskur, bolta, æfingafatnað, húfur, vettlinga, veski, svitabönd o.s.frv. frá Liverpool.

7 Comments

  1. Gaman að fá búninginn í hendurnar í dag… hann er geggjað flottur og minnir mann á gamla sigurtímabilið 😀

    Ég trúi að strákarnir okkar finni það sama og skili einhverju rosalegu á næsta tímabili!

  2. Eg ætla að kaupa þennan buning og mæli með re act versluninni, algjorir fagmenn þar a ferð og gallharðir púllarar

  3. eru eitthverjir hérna að fylgjast með u-21 mótinu.. henderson var flottur í gær með englandi var að horfa á holland keppa og de vrij leit mjöög vel út miða við þaðað vera svona ungur virkilega fljótur .. væri flottur kostur fyrir okkur í stað coates

Opinn þráður – varabúningurinn!

Opinn þráður – úr einu í annað