Opinn þráður – varabúningurinn!

Ég er ennþá að bíða eftir því að opinbera síðan komi með yfirlýsingu um að þetta sé bara létt grín hjá þeim. Ef ekki er þetta í raun og veru það besta sem Warrior gat saumað saman sem varabúning Liverpool á næsta tímabili.

Það er síðan sterkur orðrómur um að þetta sé þriðji búningurinn

Fyrsta hugsun hjá mér þegar ég sá mynd af Suarez í þessum búningi var að hegðun hans í kjölfarið gæti ekki verið tilviljun. Næsta hugsun er síðan hvað er eiginlega langt eftir af þessum samningi við Warrior? Ég er a.m.k. ekkert hissa að þeir hafi hingað til ekki þótt vera stórt vörumerki í þessum bransa.

Hvað segið þið, er þetta kannski bara þvílíkt mikið málið? Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég væri ekki með puttann á púlsinum í tískubransanum.

66 Comments

 1. Mér finnst í besta falli ótrúlegt að þessar mannvitsbrekkur hjá Warrior hafi ekki í það minnsta skoðað hvað t.a.m Nike og Adidas eru að gera í sinni hönnun.

  Þetta er svo fjarri því að vera flott að það hálfa væri nóg. Hvernig geta þeir ekki séð það? Og þar fyrir utan, hvaða strumpur hjá Liverpool samþykkti þessa hönnun?!

 2. Á ekki klúbburinn síðasta orðið áður en þetta fer á markað, ég hélt að menn væri í þessum bransa til að selja treyjur og flr.
  Þetta er því miður ekki flottir búningar og ekki er þessi 3 búningur betri.

 3. Þessi búningur verður flottur ef við vinnum deildina, annars ekki !!!

 4. Eru menn á lyfjum…… nema hann hafi verið saumaður í Bangladesh og bjargað á þriðja degi úr rústunum af saumastofunni sem hrundi og tjaslað saman 🙁
  Það verður engin sala 🙁

 5. Á meðan aðalbúningurinn er flottur þá er mér sama. Ég hef reyndar alltaf verið á þeirri skoðun að varabúningarnir eigi að vera öðruvísi og mögulega jaðra við það að vera ljótir.

 6. Þetta er svona “uniform” sem maður býst við að sjá trúðinn koma í, í barnaafmælið. Vantar bara rauða nefið og rauðu hárkolluna 🙂

  Þvílíkt grín ! ! !

 7. Mér finnst þetta rosalega flottur búningur, skil ekki þetta væl í fólki. Verður miklu flottari þegar Gerrard er farinn að skora í honum og menn farnir að spila. Finnst flott að Warrior þori að fara aðra leiðir en til dæmis Puma og Adidas og komi með búning sem vekur upp umtal og annað slíkt. Allir að tala um þetta og mér finnst þetta flottur búningur.
  Allavega þá vona ég að Liverpool muni vinna einhverja leiki í þessum búningi 🙂

  PS. Kemur út nýr aðal og varabúningur á hverju ári?

 8. Það er partur af samningnum with Warrior að þeir gera nýja búninga fyrir hverja leiktíð.

  Mér finnst varabúningurinn flottur en 3. búningurinn ljótur.

 9. Þessi maður þarf að svara fyrir ýmislegt…

  Þessi varabúningur er svo hrikalega ljótur að fólk á eftir að enda inná stofnunum við að sjá hann í dagsljósi.

  As they grew sloppier and less alert, the twins argued too loudly about whether Tiger Lily was ugly or beautiful, and finally agreed that she was “ugly beautiful”.
  Tiger Lily pretended she hadn’t heard, but her heart slowed to absorb the blow
  .”

  (Jodi Lynn Anderson, Tiger Lily)

 10. Mjög frumlegur búningur. Alltaf gaman að fara ótroðnar slóðir og prufa eitthvað nýtt. Mér finnst þetta allavega flott 🙂

 11. Þessi búningur er málið. Talandi um að Warrior eigi að skoða hvað Nike og Adidas séu að gera. Nike og Adidas ættu virkilega að skoða hvað Warrior er að gera. Hálfu skrefi á undan.

 12. Mér finnst þetta stórbrotin hönnun. Hlakka til að sjá leikmennina okkar sprikla um í þessum búningum. Verður gott að sjá Gerrard lyfta titlinum í þessum búning næsta vor. Hef mikla trú á því að næsta tímabil verði okkar

 13. Ég fékk að sjá búninginn í desember á síðasta ári og að sjá hann með eigin augum þá fannst mér hann vera mjög töff og gaman að sjá Warrior fara út fyrir það sem önnur lið eru að gera…

  Við verðum Warriors á næsta tímabili og förum beint í toppslaginn 🙂

  p.s. svar við nr. 12, já nýjir búningar koma á hverju ári og eins má geta að varabúningurinn kemur í almenna sölu 1.júlí.

 14. Hefur kannski mistekist að söludeildin og hönnunardeildin töluðu saman.

 15. ekki er þetta til þess að hjálpa við það að laða stjörnuleikmenn til liðsins

 16. Þó Gerrard verður alltaf uppáhalds finnst mér hann ekki eiga skilið að auglýsa búningin fyrir hrottalegt tímabil núna í ár. Vonandi fer hann að rífa sig upp. En er annars mjög hrifinn af treyjunni, skemmtilegir og nýjir fítusar

  YNWA

 17. Er hugmyndin sótt til íslands, því þetta er mun líkara íslenskri lopapeysu en íþróttatreyju. Fínt á útihátíð ekki í enska boltann!

 18. 25 Svenni

  Þó Gerrard verður alltaf uppáhalds finnst mér hann ekki eiga skilið að auglýsa búningin fyrir hrottalegt tímabil núna í ár. Vonandi fer hann að rífa sig upp.

  Ertu á sýru?

 19. Fyrir mína parta er ég ekki hrifinnn. Mér finnst alltof mikið í gangi á búningunum með þessum örvum og pílum og eldglæringum eða hvað þetta er. Hefði viljað sjá þetta stílhreinna og einfaldara en litirnir sem slíkir voru flottir.

  Sammála mörgum öðrum að aðalmálið er nottla aðalbúningurinn og hann þykir mér flottur.

 20. Þetta eru ekki flottir búningar að mínu mati. Ekki var ég heldur hrifin af svörtu búningunum með gráakragan eða hvað þetta átti að vera.
  En aðalliðs búninganir eru flottir. Warriors hefur ekki beint verið að heilla mig hingað til með þeirra hönnun. En fyrir mér eru búninganir ekki eitthvað sem skiptir mig miklu máli þannig ég er rólegur.

 21. Thessi buningur er eiginlega thad ljotur ad hann er flottur! Akkurat thad sem madur leitar eftir i varabuning

 22. Það verður einhver að fara í samkeppni við Barcelona um hver getur búið til ljótasta varabúninginn…

 23. Ég er reyndar alveg sammála mörgum röddum hér um að varabúningar megi alveg vera ljótir á meðan aðalbúningurinn er alltaf flottur. Stúkan á aðvera rauð!

 24. Einar Örn (#10) segir:

  Mér finnst þetta fínn varabúningur.

  Mér finnst það einmitt líka og skil ekki af hverju þessi treyja er að pirra fólk svona mikið.

  Mér fannst myndirnar ekki lofa góðu í vor en þetta er fín treyja. Já, það eru demantar framan á henni en að öðru leyti er þetta bara hvít Liverpool-treyja með rauðri rönd meðfram hliðunum. Big deal. Ég er langhrifnastur af hvítum treyjum, utan rauðu aðalbúninganna, og gæti hugsað mér að fá mér þessa treyju í sumar.

  Þriðji búningurinn er hins vegar ekki góður. Eins og fylliraftur hafi reynt að teikna Blackburn-treyju. En þessi hvíti er fínn.

 25. ….ugly, ugly, ugly – heppnir ef við höldum einhverjum leikmönnum eftir þetta hvað þá að við fáum leikmenn til okkar sem vilja spila í þessari hörmung….

 26. Liverpool búningar eru alltaf flottustu búningarnir alveg sama hvernig þeir eru YNWA

 27. Ég er algjörlega sammála Kristjáni Atla með það að almennt finnst mér líka að hvíta varabúningstreyjan sé málið.

  Þetta venst ágætlega

 28. mæli með greininni @atliryan númer 31 hér að ofan.

  Þessi Grikki virðist vera eitthvað alveg spes….. og tékkið á þessari klippu af honum, sem hefur ekkert að gera með fótboltahæfileika heldur segja menn að þetta lýsi vel karakternum. crazy týpa sem er kannski akkúrat það sem þarf eftir að Carra hættir 🙂 http://www.youtube.com/watch?v=SkLJQu-fHw8

 29. Svei mer ef þessi hviti er ekki farin að venjast sma og verður töff eftir þvi sem eg horfi oftar og lengur a hann.

  En sæll hvað markmannstreyjan er töff…

  Muniði fyrir 2 arum eftir hvita þriðja buningnum með ljósblàa i sem allt varð vitlaust utaf, sa búningur slo að lokum met i forsölu og ef held að þessi hvíti búningur geri eithvað svipað..

 30. Kærastan mín sem er mikill tískuspekúlant og þar að auki Manchester United stuðingskona er mjög hrifin af þessum búning og segir hann mjög flottan. Það er nóg fyrir mig 😉

 31. Mér finnst þessar treyjur það ljótar að þær eru orðnar flottar.

 32. Sælir félagar

  Ég hefi ekki áhyggjur af þessum búningum. Fyrir mér er aðalatriðið hverjir klæðast aðal- og varabúningum Liverpool-liðsins.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 33. Þetta er elsta herkænsku bragðið í bókinni. Andstæðingar okkar munu falla fyrir þessu. þessi búningur mun trufla einbeitingu þeirra á vellinum.

 34. Kannski er þetta heitasta tískan á svæðinu þar sem LFC þarf að selja fleiri búninga?

  Í það minnsta hefur þetta mál fengið gríðarlega athygli, sökum umdeildrar hönnunar, og því er þetta etv publicity stunt í leiðinni? 🙂

  Hvað sem því líður þá finnst mér þetta ekkert sérstaklega flott.

 35. Ég man að þegar ég sá varabúningana fyrir nýafstaðið tímabil í fyrsta sinn, þá fannst mér þeir báðir mjög ljótir. Svo þegar ég sá þá í action, þá fannst mér þeir flottir, sérstaklega 3. búningurinn. Þriðji búningurinn fyrir næsta tímabil er reyndar í sérflokki hvað ófríðleika varðar. Aldrei séð neitt þessu líkt á fótboltavellinum.

  Til gamans, tékkiði á þessu http://www.complex.com/sports/2012/06/the-25-ugliest-uniforms-in-soccer-history

 36. Mér finnst þessi búuningur bara flottur. Ég er hrifin af því að það eru farnar aðrar leiðir, þó svo að þriðjibúningurinn minnir mig pínu á prjónaskapinn hjá konuni minni:) En þetta er eins og staðan hjá LFC er í dag, við förum ekki hefðbundnar leiðir (þ.e. að dæla miljónum punda í leikmenn eins og Chelsea og Man City gera). Það þarf altaf að vera einn sem þorir, svo fylgja hinir eftir.

 37. Haldiði að treyjurnar komi ekki vel út með svona fallegum nöfnum eins og Kyriakos Papadopoulous and Henrikh Mkhitaryan 🙂

  Annars er mér nokk sama hvernig treyjan lítur út svo framarlega að árangurinn á vellinum verði ásættanlegur.
  Spyrjið bara United menn sem spiluðu í borðdúk en unnu samt deildina.

 38. Skil ekki þetta nöldur, þetta er nú bara vara búningur og það töluvert skárri en sá sem hann leysir af hólmi.

  engin ástæða fyrir að vera einsog hinir, það er ekkert að þessu.

 39. Ekkert að þessum búningi, gæti alveg hugsað mér að kaupa mér hann.

  Skiptir samt ekki höfuð máli þeir leikmenn sem spila í þeim? Auðvitað þarf að búa til búning sem stuðningsmenn kaupa en það er aldrei hægt að gera öllum til geðs.

  YNWA – Carra, the legend

 40. Þessi efri hvíti er eins og Amerísk Jólapeysa og þær eru þekktar um heim allan fyrir að vera ljótar.

  þessi nerði er heldur ekki að gera sig.

  Annars hef ég séð rauðu og hún er flott.

  En ef þetta félag fer að rísa upp og spila góðan og árangursríkan fótbolta og fær mann til að gleðjast.

  Þá skiptir treyjan engu máli.
  Ég á alltaf gamla góða Adidas treyju inn í skáp 🙂

 41. Þeir gætu spilað í innanp*kubleikum spennitreyjum fyrir mér, myndi samt styðja þá.

 42. Bréf mitt til Suárez.

  Þú vilt ganga þinn veg
  ég vil ganga minn veg
  einhverntíman mætumst við um miðjan völl
  Þú vilt gera hinsegin
  még vil gera svona
  síðan verðum við að mæta honum öll

  Þú ert lengst til hægri
  ég er lengst til vinstri
  þú elskar svart ég elska hvítt
  Þú ert á leið niðrúr
  ég er á leið uppúr
  ég þrái frið þú stríðið vilt

  EKKI FARA SUÁREZ ÉG NEITA AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÞETTA ER SÍÐASTA SINN SEM ÉG SÉ ÞIG Í LIVERPOOLBÚNINGNUM Á VELLINUM!
  ÉG SKAL HALDA ÁFRAM AÐ VERJA ÞIG ÚT Í RAUÐANN DAUÐANN EKKI LÁTA PRESSUNA NÁ TIL ÞÍN SVARAÐU ÞEIM BARA MEÐ TÖKTUM Á VELLINUM ÞAÐ ER ÞAÐ EINA SEM ÞÚ GETUR GERT!

  Suarez if you see this Google translate gogo.

  http://www.dailymotion.com/video/x10m2px_uru-1-0-fra_sport?start=1#.Ua-
  iWNJswQY

 43. Var að lesa slæmt slúður Suarez vill fara til bayern og við fáum Robben upp í verðið haha þvílíkt bull vona ég því Robben er einn ofmetnasti leikmaður í heimi hann á eitt move hlaupa hægra megin og setja bolta á vinstri og skjóta hahaha hef adrei fattað af hverju varnamenn passa ekki bara vinstri löppina á honum því þá getur hann akkúrat ekkert hehe afsakið þráðarán

 44. Ertu að tala um sama Robben og er allt í öllu í besta liði Evrópu og skoraði sigurmarkið í meistaradeildinni?

  …Og er búinn að vera einn besti leikmaður evrópu síðan 2006.

  Ég myndi allavega ekki segja nei, ef það fást fullt af peningum og Robben.

 45. Já er að tala um hann eina sem heldur honum uppi(að mér finnst) er að hann er umkringdur virkilega hæfileika ríkum leikmönnum hann gerir alltaf það sama væri til í flesta aðra í bayern meina þá byrjunarliðsmenn hjá þeim bara ekki Robben úff…þegar hann fer frá þeim er ferill hans á enda held ég

 46. Finnst þessir gallar vera soldið 80s style, kannski eru einhver undirliggjandi skilaboð þar í gangi? Við vorum helv… góðir þá.

  Annars finnst mér hvíti líta ágætlega út, maður þarf að skoða þetta live til að gera sér betur grein fyrir þessu. Það er í lagi að sulla aðeins á bumbuna, það fellur bara inn í mynstrið.

 47. eru eitthverjir hérna að fylgjast með u-21 mótinu.. henderson var flottur í gær með englandi var að horfa á holland keppa og de vrij leit mjöög vel út miða við þaðað vera svona ungur virkilega fljótur .. væri flottur kostur fyrir okkur í stað coates

 48. Flottir búningar.

  Og varðandi Robben + haugur af peningum fyrir Suarez… Já takk, tek því allan daginn!

 49. Fari það í helv……. Þetta er einhver mesti viðbjóður sem ég hef séð og ég bið til guðs að við þurfum aldrei aldrei aldrei að sjá okkar menn spila í búningi 3.

 50. Drullutöff búningar, grái búningurinn í fyrra var ekki flottur en þessir eru flottir

Óvissa með bæði sókn og vörn

Nýr aðalbúningur kominn í sölu!