Óvissa með bæði sókn og vörn

Það er óhætt að segja að “silly season” fari að stað með látum og Liverpool er að vanda fyrirferðamikið, við erum að sjá menn eins og Aspas og Luis Alberto nánast staðfesta til Liverpool af flestum fjölmiðlum nema þeim sem við treystum eitthvað í þessum efnum, rétt eins og þegar kaupin á Gylfa voru svo gott sem frágengin í fyrra en drógust endalaust. Orðrómurinn um Aspas er þó mun háværari og jafnvel talað um að hann mæti í læknisskoðun í næstu viku. (Uppfært, sá þetta ekki. Tek mark á Echo)

Eins og staðan er núna er allt eins líklegt að Liverpool verði án þriggja helstu sóknarmanna félagsins í upphafi næsta tímabils. Þar er ég reyndar að telja Andy Carroll með en ég á erfitt með að telja ekki með 35m punda manninn okkar og einn efnilegasta sóknarmann Englands. Hinir eru Sturridge sem Times segja að verði frá allt undirbúningstímabilið og Suarez sem verður pottþétt ekki með og m.v. hvernig hann talar þá er hann að fara og ef eitthvað er að marka fjölmiðla er orðið ljóst að við þurfum að losna við hann.

Það er alveg hroðalegt að missa Sturridge í meiðsli og það eftir að helvítis tímabilið er búið, auðvitað með landsliðinu. Ef að hann nær ekki undirbúningstímabilinu og er ekki að verða leikfær fyrr en í ágúst/september er ljóst að við erum að fara horfa á annan Sturridge a.m.k. fyrir áramót heldur en núna frá því í janúar. Mikið rosalega megum við einmitt við því. Andy Carroll er sagður hafa samþykkt að fara til West Ham en reyndar ekki af neinum fjölmiðli sem tekur því að linka á.

Hvað Suarez varðar þá ætla ég ennþá að leyfa honum að njóta vafans fram yfir bresku pressuna og skil hann satt að segja mjög vel hvað varðar meðferð bresku pressunar á honum, stríðsglæpamenn hafa fengið betri meðferð frá bresku pressunni. En ef hann vill fara frá Liverpool þá gerir hann það ekki með því að tala við fjölmiðla í Uruguay. Liverpool og sérstaklega stuðningsmenn Liverpool eiga svo miklu miklu meira og betra skilið frá honum en það. Ef eitthvað er að marka þennan part fréttar Mirror þá er ljóst að vanþakklætið er algjört.

“I have shown courage in England after what had happened with me and the racism allegations against me.
“I was having a bad moment in England, they treated me really bad and nobody defended me.
“Maybe I must change and move to another league.”

Vona að félagið sé tilbúið að fara í hart við Suarez og selja hann ekki nema fá nákvæmlega það sem þeir vilja fá fyrir hann. Frekar myndi ég halda honum, segja honum að halda kjafti og vinna vinnuna sína frekar en að selja hann á um 40m punda. Þ.e.a.s. um 10-15m minna en félagið er að meta hann á. Hann er nýlega búinn að skrifa undir langan samning og félagið þarf því ekkert að stressa sig. Það er ekki svo einfalt að ekki sé hægt að halda leikmanni sem vilji fara, ef hann er með samning er það bara víst hægt. Auðvitað viljum við ekki hafa leikmenn þannig til lengdar en ef hann er með samning er allt í lagi að sýna smá hörku og selja á sínum forsendum. Ef þetta er allt satt og rétt með Suarez í fjölmiðlum á hann nákvæmlega ekkert inni hjá Liverpool.

Þar fyrir utan beið hann ári of lengi með þetta væl sitt um ofsóknir fjölmiðla, hann sá alveg sjálfur um að hella þvíkíku magni af olíu á eldinn þegar hann ákvað að bíta Ivanovic. Umfjöllun um hann hafði snarbatnað á þessu tímabili og var að mestu um snilli hans innan vallar. Það er spurning hvort þetta hafi verið viljandi gert hjá honum til að eiga auðveldar með að komast í burtu í sumar? Maður spyr sig alveg núna þegar hann kemur með þetta strax eftir tímabilið. Hann lauk ferli sínum hjá Ajax með sama hætti og hann var með heljarinnar leiðindi og vesen þegar hann vildi komast frá Groningen.

Staðan á vörninni og markinu virðist ekki vera í mikið betri málum heldur. Það er ljóst að Carragher hættur og við vitum ekkert hvað verður um Coates og Skrtel. Verði Skrtel áfram er ekkert stórt áhyggjuefni að hefja tímabilið með Agger og Skrtel. Toure gæti líka farið strax framfyrir Skrtel í liðið en sama hvað gerist þarf að kaupa einn góðan miðvörð í viðbót sem er sterkari en Skrtel og Coates og hentar leikkerfinu betur (ekki nema Martin Kelly sé ætlað það hlutverk).

Að lokum fer það að verða ljóst að Reina þarf að fara fá almennilga samkeppni í markinu, ef hann hefur verið að pissa utan í Barcelona eins og sagt er í fjölmiðlum er ljóst að við þurfum að fara skoða aðra möguleika. Brad Jones er a.m.k. engin ógn og það er kannski eitthvað sem þarf að breyta.

Annars er það ekkert nýtt eða óeðlilegt að það sé þó nokkur óvissa í gangi núna í byrjun júní og eiginlega vonlaust að meta slúðrið nema þegar opinbera síðan staðfestir það. Bara núna í dag er sú síða með slúðurdálk þar sem skoðað er 20 nöfn sem hafa verið orðuð sterklega við Liverpool undanfarið. Margt af því er mjög spennandi en tímaeyðsla að fara æsa sig of mikið yfir því strax.

52 Comments

  1. Já þetta eru raunar sár vonbrigði bæði með Reina og Suarez. Þegar maður taldi að hægt væri að byggja ofan á síðasta tímabil þá er þetta allt tætt í sundur. Varðandi Sturridge þá eru svona hlutir alltaf viðbúnir og Rodgers verður að bregðast við því. Það er raunar betra að þetta gerist núna þannig að menn geti verið búnir að bregðast við áður en tímabilið byrjar. Ég hef sagt það áður, að ef eitthvað er hægt að læra af Alex Ferguson þá er það að eiga nógu marga sentera. Við gætum jú byrjað með Borini frammi en það er ekki mjög beitt. Þess vegna held ég að það þurfi að kaupa einn striker ef Suarez verður, tvo ef hann fer. Það er ekki hægt að taka sénsinn þarna ef við ætlum að stefna á 4. sætið.

    En svona miklar breytingar á leikmannahópnum gera uppbyggingu erfiðari – það mun alltaf taka tíma fyrir nýja menn að aðlagast og stilla strengi við þá sem fyrir eru.

  2. Ég held að ég hafi lesið eftir Aldridge í dag helvíti gott komment um Suarez, sem var efnislega á þennan veg:

    Ef Suarez fer í sumar, þá fellur hann í sama flokk og Torres. Stendur sig frábærlega vel með Liverpool, talar fallega um klúbbinn og mikilvægi þess að taka þátt í uppbygginguni, en fer um leið og lítill möguleiki gefst á að fá meira fyrir sinn snúð. Með öðrum orðum, þá gerðist Torres málaliði og Suarez færi sömu leið.

    Ekki það að ég haldi að Torres gráti sig í svefn á kvöldin yfir þessari (((((((óskiljanlegu)))))) ákvörðun sinni – hann vann nú t.d. Meistaradeildina, skoraði frábært mark gegn Barca og vann á dögunum Evrópudeildina.

    Fari Suarez – líkt og allt bendir til – þá gæti hann farið til Real Madrid. Þar vinnur hann eflaust titla, fær fullt borgað og grætur sig heldur ekki í svefn yfir ákvörðun sinni að fara frá Liverpool.

    Báðir leikmenn eru/voru frábærir með Liverpool, en Torres mun aldrei verða nein goðsögn hjá Liverpool FC. Suarez, ef hann heldur áfram hjá félaginu, á góðan séns á að verða goðsögn hjá félaginu um aldur og ævi. Því hann er klárlega hæfileikaríkasti leikmaður sem spilað hefur í treyjunni okkar.

    Vandamálið er hins vegar það, að knattspyrna í dag er ekki leikur sem snýst um að verða goðsögn hjá félögum. Hvern djöfullinn skiptir það Suarez máli að vera hjá félagi sem er í bullandi meðalmennsku ár eftir ár, og ná engum árangri öðrum en að vera álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum? Það skiptir bara nákvæmlega engu máli.

    Ég endurtek bara það sem ég sagði í síðasta þræði – ef Suarez vill fara, þá ætla ég bara að skilja það mætavel. Hann nýtur ekki sammælis hjá FA, hann fær háðulega útreið hjá ensku pressunni, hann nýtur engar virðingar frá öðrum leikmönnum á Englandi og dómarar gera 0 til þess að vernda hann fyrir fáránlegum leikbrotum í tíma og ótíma.

    Ég yrði ekkert ánægður ef Suarez fer, en ég mun skilja það. Á sama hátt og ég skil ástæðurnar að baki ákvörðun Torres – þó mér hafi fundist það kolröng ákvörðun og geri enn.

    Leiðinlegt að heyra með Sturridge, ef rétt reynist. Tek þó engan veginn undir með Babú þegar hann segir að við megum ekki við því. Það eru rúmlega 2 mánuðir í að næsta tímabil hefjist, og Brendan ((((((nutcase)))))) og Liverpool FC hafa því 2 mánuði til þess að sjá til þess að við sannarlega megum við því að Sturridge sé meiddur!

    En mikið djöfull held ég að (((((((nutcase)))))) og félagar megi halda vel á spilunum í sumar til að bæta leikmannahópinn en ekki vekja hann (Carra hættur, Skrtel vill fara, Reina vill fara, Suarez vill fara)….

    Homer

  3. Sammála dabbster með að þetta er ekki alveg orðið sem ég myndi nota um Rodgers. Líklga verið að vitna í það þegar hann var að tala um möguleikann á því að lána Carroll í fyrrasumar?

    Hvað þetta með Sturridge varðar þá megum við ekkert vel við því að missa einn af okkar aðal sóknarmönnum sama hvað við kaupum inn í sumar. Það verður ekki keypt neitt til að koma til móts við nokkrar vikur í meiðsli hjá Sturridge. Ef Suarez fer ekki neitt er mjög vont að hafa hvorugan í upphafi móts.

  4. Á hvaða lyfjum eru menn á hérna inni? 🙂

    Svona grínlaust þá er Suarez vissulega búinn að fá sinn hita frá ensku pressuni sem er líklegast meiri en leikmenn af Bretlandseyjum fá. Hins vegar er um svokallað “sjálfskaparvíti” að ræða þar sem Suarez hefur hegðað sér eins og hálviti inni á vellinum skipti eftir skipti og klúbburinn reynt að verja hann af veikum mætti, sem oft á tíðum hefur í besta falli verið hallærislegt af klúbbnum.

    En rétt reynist að hann vilji yfirgefa klúbbinn þá held ég að við ættum að geta fengið flottan pening fyrir kauða eða þá flotta(n) leikmann/leikmenn í staðinn frá þeim klúbbum sem hafa áhuga (Real, PSG, Juve o.s.frv.). Það er allavega óþarfi að fara að panta inn nýja F5 takka á lyklaborðin strax.

    Hvað Andy Carroll varðar þá er ég enn á sömu skoðun og þegar ég sá hann fyrst í deildinni, þe. hann er engan vegin nógu góður knattspyrnumaður fyrir Liverpool Football Club. Það hefur ekki breyst í vetur þó að ég hafi nánast séð alla leiki West Ham. Þannig að ef West Ham eða Newcastle vilja fá kauða aftur og borga eitthvað þokkalega upp í þessa stjarnfræðilegu upphæð sem LFC borgaði á sínum tíma segi ég: gott og blessað!

    Svo eru þessi “nutcase” comment í besti falli stórskrítin.

  5. Ég skal viðurkenna það að maður er djöfulli svartsýnn þessa dagana, margir af okkar bestu mönnum orðaðir frá okkur og meiðsli Sturridge eru alls ekki þeir hlutir sem maður vonaðist eftir í sumar.

    En ég vona bara að scouting liðið sé á fullu að reyna að finna hentuga leikmenn fyrir klúbbinn. Það hlítur samt að vera erfitt að reyna að skipuleggja einhver leikmannakaup þegar það liggur ekki fyrir hvaða leikmenn verða til taks í haust á meðal núverandi leikmanna.

    Ég reyni þó að hugga mig við þá staðreynd að liverpool vann CL 2005 með leikmannahóp sem var vissulega með veikleika innanborðs (þrátt fyrir að margir frábærir menn væru líka til staðar). Vonandi nær sá hópur sem verður til staðar í haust að gera atlögu að 4 sætinu jafnvel þó að menn eins og Suarez og Reina verði ekki þar á meðal, skulum hafa það hugfast að árangur liverpool með þessa tvo kappa innanborðs er ekki beint í samræmi við okkar væntingar.

  6. Seinustu season hef ég verið að fara á límingunum vegna kaupa Liverpool vegna þess ég hef ekki treyst kaupstefnu þeirra til að kaupa eitthvað almennilegt. Núna aftur á móti er ég nokkuð slakur yfir þessu, tel klúbbinn komin á mjög góðan stað hvað varðar kaupstefnu.

    Einnig er ég örugglega einn af fáum sem tel það verra fyrir klúbbinn sem slíkan að missa Reina heldur en Suarez. Ef við missum Reina hinsvegar þá myndi ég vilja sjá markmenn eins og Thibaut Courtois eða Simon Mignolet, taka smá belgíska sveiflu á þetta og kaupa jafnvel báða.

    Varðandi Suarez, þá myndi ég vilja sjá kannski 2-3 leikmenn koma inn í staðinn fyrir þessar 40-60 milljónir sem við hugsanlega fáum. Held að til að ná 4.sætinu sé gott að fjárfesta í breidd.

    En ef við viljum einhverntíman vera að berjast um 1-2 sæti þá þurfum við hinsvegar að halda mönnum eins og Suarez, en því miður þá erum við bara ekki alveg þar.

  7. Þetta stefnir í fínasta sumar segi ég…
    Reina – veiki hlekkurinn í liðinu gæti verið endurnýjaður
    Suarez – 40 milljóna vampíra verður líklega einspilari annars staðar
    Skrtel – snýr sér að íshokkí
    Carroll – búinn að finna sér læriföður

    60 milljóna hríðskotaveski til að endurnýja liðið sem hefur lent í 7.sæti 3 ár í röð er alveg að gera sig hjá mér…

    Komnir nýjir strákar í liðið og það verður hægt að styrkja það miklu meira núna.

    Bring it on…..!

  8. Já ég er alltaf að verða mun jákvæðari varðandi þetta Suarez mál. Það er súrt að missa hann en til lengri tíma verður það án nokkurs vafa hollt og gott fyrir okkur!

    Er alls ekki svartsýnn á sumarið og næsta tímabil. Erum komnir inn á farveg sem mér líst ótrúlega vel á. Runnið eftir jólin segir allt um það og það mun lagast með hverjum mánuðnum hjá BR.

    Mér finnst skrítið að það sé verið að uppnefnda BR hérna. Finnst hann ekkert eiga slíkt skilið. Hef trú á þessum unga (jafnaldra mínum) manni og tíminn mun klárlega leiða það í ljós. Hvað vilja menn fá eiginlega? Þorvald Örlygsson??

  9. Mikið rosalega væri ég til í að hafa Suarez með okkur heilt tímabil þar sem hann spilar eins og hann gerði lungan úr því síðasta. Með Sturridge, Coutinho, Gerrard, Agger, Reina og fleiri plús nýja öfluga leikmenn væri næsta tímabil lofsvert……..er einhver til í að slökkva á þessari he****tis vekjaraklukku??!!

    Æ, já. Það er víst einhverjar blikur á lofti. Ef Suarez er ekki 100% tilbúinn í að vera með okkur áfram þá á hann að fara en mikið rosalega vona ég að hann verði áfram og sýni þessu pakki þarna úti bara puttann og haldi áfram þar sem frá var horfið í markaskorun og spili.

    Það veikir auðvitað endurreisnina að vera alltaf að selja frá sér bestu mennina en það eru heilt yfir að koma aðeins fleiri góðir inn heldur en fara svo framtíðin er ekkert döpur að sjá þótt sólskynið sé aðeins lengra frá. Fari þeir sem fara vilja en komi þeir fagnandi sem koma vilja.

  10. Ég held að meiðslin á Sturrdige verði okkur víti til varnar hvort sem Suarez verður seldur eða ekki. Án þeirra beggja höfum við ekkert upp á að bjóða frammi nema Borini (fari svo að Carroll verði seldur). Við þurfum við að eiga mann sem getur verið í rotation á top með þessum drengjum. Í dag fer pressan mikið um að við séum spenntir fyrir Benteke og ég verð að viðurkenna að ég væri gífurlega spenntur fyrir þeim kaupum.

    En ég er voðalega slakur yfir þessu öllu saman. Suarez hefur verið hreint út sagt magnaður fyrir okkur en ef þessar fréttir eru rétt túlkaðar og hann hafi sagt þetta má hann fara mín vegna. Hef ekki áhuga á að hafa einstakling í liðinu sem metur ekki það sem Liverpool hefur gert fyrir hann.

    En nú er það að njóta sumarsins og þess fíaskó sem þessi sumargluggi verður.

  11. 6 Ben

    Það hefur ekki breyst í vetur þó að ég hafi nánast séð alla leiki West Ham.”

    Hver horfir sjálfviljugur á alla leiki West Ham? #Nutcase?

  12. Ef Liverpool selur suarez fyrir 50-60 milljónir þá verða þeir að kaupa alvöru framherja í staðinn t.d Benteke, Jackson Martinez, Bony, þetta eru allt leikmenn sem hafa sannað sig sem markaskorarar. Ekki kaupa framherja sem hafa bara skorað 10 mörk á leiktíð

  13. 13 Andri M

    Lítið “nutcase” að horfa á West Ham, hafa oftar en ekki verið með mjög skemmtileg lið í þessari deild, þó að Stóri Sam hafi farið langt með það að gera þeirra aðdáendur vitlausa í vetur með háloftafótbolta.

    Svo verður maður að fygjast með dýrustu fjárfestingu í sögu LFC, ekki satt? 🙂

  14. 15 Ben

    Það er einmitt pointið, Big Sam hefur ekki beint verið þekktur fyrir að láta lið sín leika áferðarfallegan fótbolta og reyndar ekkert sérstaklega árangursríkan heldur ef út í það er farið.

    Því veltir maður fyrir sér geðheilsu manna sem fylgjast náið með liði undir hans stjórn, ekki síst ef þessir sömu menn eru yfirlýstir stuðningsmenn annarra liða.

    Álíka skemmtilegt að horfa á málningu þorna og að horfa á West Ham í vetur, það að Andy Carroll haldi á penslinum gerir lítið til að breyta því þar sem treyjan er í röngum lit.

  15. numer 3 Grikkin er farinn til B.Dortmund….Skil ekki af hverju menn eru en að tala um hann.. það er bara tveir Grikkir hjá FC Schalke 04 Það er einn varnamaður K.Papadopoulos og hin er miðjumaður V.Plitsikas..
    Veitt ekki betur en að varnaðarinn er farinn til Dortmunds en her eru menn sem vilja fa hann til LFC…ef það er ekki þessi Grikki se um er að vera ræða um þa vill eg vita hver það er!

  16. Baldur Jon: Dortmund keypti Sokratis Papastathopoulos frá Werder Bremen, sem hefur ekki verið orðaður við Liverpool

  17. Baldur þú ert nú meiri klaufinn að rugla saman Papastathopoulos og Papadopoulos sem báðir eru Grískir varnarmenn í Þýska boltanum 🙂

  18. 2 Homer… Innlegg þitt byrjaði flott málefnalega og rök færð fyrir því sem verið var að tala um, en mér fanst þú lítið málefnalegur þegar líða fór á lesturinn og að nena menn nutcase bara vegna þess að þú ert ekki sammála því sem hann gerir, dapurlegt…. En auðvitað er þetta bara þitt álit og ég virði það, en er því ekki sammála….

  19. Menn virðast vera búnir að gleyma ástæðu þess að Homer hefur kallað Rodgers Nutcase í allan vetur. Sjálfur er ég orðinn þreyttur á því en Rodgers sagði í viðtali nokkrum dögum fyrir sölu Carroll að hann þyrfti að vera Nutcase ef hann myndi láta Carroll fara á láni án þess að hafa tryggt annan sóknarmann áður.

  20. Það sem okkur vantar ef við kaupum Aspas er að varabúningarnir okkar verði grænir.. Það væri sko fyndið 🙂

  21. Er þessum jólasveinum þarna í stjórn hjá LFC treistandi fyrir því að kaupa leikmenn.

    Segjum sem svo að við seljum Suarez á 60 milj. ( væri ekkert vit í því að seljan fyrir mikið minna en það miðað við verðmiðann á mörgum leikmönnum í dag ),
    hvað verður keypt í staðinn ?? annan Carroll,Downing eða Hendersson.

    LFC kann bara ekki að kaupa leikmenn það er málið, þessvegna vill ég alls ekki selja Suarez ( Einn af mjög fáum leikmönnum okkar sem að eithvað vit var í að kaupa )

  22. Liverpoolman gerðum við ekki góð kaup í janúar? ég ætla vona það besta og ég held að scouting teamið okkar sé á réttri braut

  23. Hver er þessi Henrikh Mkhitaryan??..Nú fullyrða blöðin að hann sé að koma fyrir 22 millur….Armenskur…Með flotta statestik…Einhver?

  24. Eitt með þessa pælingu um hvort stjórnendum LFC sé treystandi fyrir því að kaupa leikmenn: Það eru engir valkostir í því. Stjórnendurnir sjá um kaupin og það þarf sífellt að endurnýja liðið. Þeir stuðningsmenn sem vilja ekki selja neinn leikmann af hræðslu við að keyptir verði eintómir aumingjar í staðinn mega sitja úti í horni og sjúga þumalinn. Við hinir hljótum að vera frekar spenntir fyrir því hvað mennirnir sem keyptu Coutinho á 10 milljónir geta gert með 40 milljónir eða meira til að lyfta Liverpool upp úr meðalmennskunni.

  25. Ég veit ekki mikið um þennan leikmann frá Shaktar þó ég hafi alveg heyrt um hann og séð hann spila (í CL eins og aðrir geri ég ráð fyrir). En þetta er nokkuð spennandi slúður ef það er eitthvað hæft í þessu.

    John Bradley sem lýsir oft leikjum á LFC TV og vinnur mikið í Rússlandi og veit einna mest um þá deild af breskum blm er ekkert að spara hrósið á twitter.

    @JBcommentator
    Right, here’s the lowdown. Henrikh is a classic number 10 who makes Scholes like late runs into the penalty area and scores bundles of goals
    When Jadson left Shakhtar they asked him to suggest replacement, he said none Henrikh is already better than me, said he’s world class
    Henrikh is a player who plays well between the lines, his work rate and attitude are phenomenal. He’d be a great addition to any squad
    I’m on holiday guys so you probably will know more than me, but i would take immense pleasure seeing Henrikh in the premier league #topclass
    I wouldn’t worry about him adapting to England either, Henrikh is fluent in 5 or 6 languages including English. He’s very intelligent !

    Við höfum fengið að sjá það áður að bresku blaðamennirnir vita mest lítið um hvað er í gangi innan herbúða Liverpool, sama hvað þeir eiga að vera áreiðanlegir. En þetta er spennandi slúður í það allra minnsta. Eins er Andy Hunter líklega sá blaðamaður Guardian sem Liverpool menn geta tekið hvað mest mark á. Hvort það er eitthvað mikið hrós veit ég hinsvegar ekki.

  26. Auðvitað segir Reina þetta núna. 2 dögum eftir að Valdes kemur fram og segist ætla að vera áfram hjá Barcelona.
    Það er klárt mál að daginn sem að Valdes hættir hjá þeim þá missumvið hann.

  27. @34 Það er nú samt sem áður jákvætt að Reina komi fram og dragi úr líkum á taugaáfalli hjá stuðningsmönnum LFC.

  28. Forseti Sevilla segir Westham hafa boðið 17 milljónir í Negredo hjá Sevilla sem var hafnað. Eru þeir semsagt ekki að fara eyða öllu budgetinu sínu í Andy Carroll?

  29. Vàà hvað flestir ykkar eru veikir sorrý. Horfiði ekki a fotbolta? Nei eg spyr ?

    I hvaða raunveruleika blindni lyfiði ?

    Besti leikmaður i sögu liverpool ( listmaður eins og maggi orðaði það réttilega ) er að fara fra okkur, HALLÓ kynnið ykkur sögu liverpool, Horfiði a sannleikann og drullist svo aftur her inna þessa frabæru siðu.

    FÆRIÐ AÐ MINNSTA KOSTI RÖK SEM ERU SVARAVERÐ

  30. Viðar, það eru bara flestir búnir að taka niður “Suárez-gleraugun” og sjá að þessi leikmaður gerir ekkert gott nema illt fylgi. Þá er ég samt að sjálfsögðu ekki að segja það að hann sé ekki hæfileikaríkur, en það hlýtur að vera öllum augljóst að hæfileikar einir og sér eru ekki nóg (nú nefnir einhver eflaust baráttu-anda hans).

    En að mínu mati núllast barátta hans út þegar heimskuleg atvik eins og með Ivanovic eru tekin inn í dæmið. Tala nú ekki um lélega skotanýtingu hans (hvert skipti sem hann skítur framhjá vinna andstæðingarnir boltann, ekki satt?) að auki skilst mér að hann sé sá leikmaður í deildinni sem tapar boltanum oftast líka. Þannig menn hljóta að sjá að hann hefur sína galla og þá er það bara hvers og eins að meta hvort hann sé virkilega sá ómissandi hlekkur sem margir virðast halda.

    Svo var nú eitthvert tölfræði séní búið að benda á það að mörk hans á nýliðnu tímabili hefðu ekki svo mikil áhrif á stöðu okkar í deildinni.

    Ég er samt ekki að segja að ég vilji hann endilega burt, það eina sem ég er að segja er að það væri eflaust hægt að finna leikmann sem passaði betur inn í það lið sem er verið að byggja upp. Og vissulega væri einnig hægt að henda peningnum frá sér í önnur “Carroll kaup”.

    En í mínum draumaheimi væri ég helst af öllu til í að sjá Suárez einfaldlega þroskast og færa meiri yfirvegun í sinn leik, gerast meiri liðsmaður, þá og einungis þá finndist mér réttlætanlegt að flokka hann sem einn af bestu mönnum deildarinnar/heimsins. En því miður þá hef ég nánast misst alla trú á því að það gerist og finnst því bara “allt í lagi” að leyfa honum að fara… en hver hefur sína skoðun!

  31. Nr. 37

    Ertu ekki einu ári of seint með þetta? Kenny Dalglish fór frá félaginu í fyrra!

  32. Miðið við ummælin á opinberu síðunni þá er eins gott að þeir (warrior) styrki Liverpool vel peningalega því að það eru ekki margir að fara að kaupa þessa treyju.

  33. Ju babu er einu ari of seinn en fyrirgefðu elsku kallinn minn um hvað ertu að tala ?

  34. Grunar að hann sé að meina að fyrir ári síðan fór besti leikmaður í sögu félagsins frá okkur, en það er hann King Kenny. Menn mega tala upp getuna hans Suarez eins og þeim sýnist, en hann hefur ekki tærnar þar sem Dalglish hafði hælana (að mínu mati). Heimir nr.38 orðar þetta mjög vel, virkilega hæfileikaríkur en hann þarf að laga ýmislegt áður en hann verður talinn einn af bestu mönnum deildarinnar.

  35. Er ekki frábær leikmaður í raun samsettur pakki af faglegum þáttum? Geta í fótbolta, hreysti til að standast álagið að spila 100 leiki á ári og heilsteyptur persónuleiki?

    Það er ekki nóg að horfa á fyrstu tvo þættina.ef leikmaðurinn sökkar í þeim þriðja.

  36. Ég ætla rétt að vona að þessir nýju útivallarbúningar verði einu mistökin sem Liverpool gerir á komandi leiktíð. Þetta er nú með verri búningum sem ég hef séð lengi. Vona að Liverpool noti bara rauðu búningana sem mest á næstu leiktíð.

    Varðandi leikmannakaup þá er ég heldur ekki að skilja afhverju það er verið að eyða peningum í einhvern miðlungs leikmann frá Spáni. Þessi Aspas gaur er nú ekki líklegur til stórræða og ég er bara ekki að fatta afhverju það verið að eltast við hann sé ekki að hann sé betri en þeir sem eru fyrir hjá liðinu. Það er kominn tími til að Liverpool eyði peningum skynsamlega það er búið að eyða alveg nóg af peningum í alskonar vitleysu þó það sé engin vitleysa sem nái að toppa Andy Carroll kaupin.

  37. eru eitthverjir hérna að fylgjast með u-21 mótinu.. henderson var flottur í gær með englandi var að horfa á holland keppa og de vrij leit mjöög vel út miða við þaðað vera svona ungur virkilega fljótur .. væri flottur kostur fyrir okkur í stað coates

  38. Auðunn G. segir:
    04.06.2013 kl. 22:16 Ég ætla rétt að vona að þessir nýju útivallarbúningar verði einu mistökin sem Liverpool gerir á komandi
    leiktíð. Þetta er nú með verri búningum sem ég hef séð lengi. Vona að
    Liverpool noti bara rauðu búningana sem mest á næstu leiktíð.

    Varðandi leikmannakaup þá er ég heldur ekki að skilja afhverju það er
    verið að eyða peningum í einhvern miðlungs leikmann frá Spáni. Þessi
    Aspas gaur er nú ekki líklegur til stórræða og ég er bara ekki að
    fatta afhverju það verið að eltast við hann sé ekki að hann sé betri
    en þeir sem eru fyrir hjá liðinu. Það er kominn tími til að Liverpool
    eyði peningum skynsamlega það er búið að eyða alveg nóg af peningum í
    alskonar vitleysu þó það sé engin vitleysa sem nái að toppa Andy
    Carroll kaupin.

    veit ekki betur en að Coutinho hafi verið meðal maður hjá Inter.
    Hvernig eigum við að ná í falda gullmola nema taka sjensa?

  39. Þessi Aspas gæti alveg reynst okkur öflugur. hann er eldfjlótur og skorar slatta af mörkum og ekki skemmir fyrir að hann getur spilað nokkrar stöður á vellinum.

  40. EFE Coutinho er 21 árs leikamaður sem hefur verið að gera ágætis hluti hjá einu af sterkustu liðum Ítalíu undan farin ár. Aspas er leikmaður sem er orðinn 25 ára búinn að vera bestur í lélegu liði á Spáni er ekki alveg að sjá samasem merkið þarna.

Uppfært: Suarez vill fara, klúbburinn vill ekki selja

Opinn þráður – varabúningurinn!