28 ár liðin frá Heysel-harmleiknum

Í dag minnumst við þess að liðin eru 28 ár frá Heysel-harmleiknum sem hefur markað djúp spor í sögu bæði Liverpool, Juventus og knattspyrnu á Englandi og Ítalíu almennt. Í dag sendum við Juventus-stuðningsmönnum kveðju.

Það hefur margt verið skrifað um Heysel í gegnum árin en þessi pistill Ollie Kay á The Anfield Wrap í dag er frábær. Þá skrifaði ég grein fyrir tveimur árum og Einar Örn frábæra grein fyrir níu árum.

Megi hinir 39 látnu hvíla í friði.

5 Comments

 1. Ég man smávegis eftir þessu og fannst þetta vera beginning of the end hjá Liverpool. Liðið var dæmt úr Evrópukeppni næstu árin og yfirburðir liðsins minnkuðu hægt og rólega. Gríðarlegt áfall fyrir félagið, fjölmargir fótboltaaðdáendur týndu lífi sínu þennan dag, blessuð sé minning þeirra.

 2. Man vel eftir þessu og í minningunni er það sem stendur upp úr hvað umfjöllunin var afdráttarlaus. Það var allt helvítis bretunum um að kenna hvernig þetta fór allt saman. á þessum tímum var það reyndar daglegt brauð hjá stuðningsmönnum enskra liða að hittast og slást. Það þótti bara góð skemmtun, þannig að það er kannski ekkert skrítið að málið var afgreitt með þessum hætti.

  Ég ætla alls ekki að hvítþvo stuðningsmenn Liverpool í þessu máli en það er mikil einföldun að skella allri skuldinni á þá, eingöngu á þá eins og gert var.

  Þetta var sorgardagur og verður það alltaf.

  YNWA!

 3. Sorgleg atvíkt sem átti adrei gerst. Ég er bæði stuðingsmaður Liverpool og Juventus. Hef haldið með Juve síðan snemma tíunda áratugarins og Liverpool lok níunda.
  Frábær lið neð frábæra sögu.

  p.s. Til hamingju Juve verja titillinn. Forza Juve.

Uppgjör 2012/2013

Suarez verður áfram hjá Liverpool