Kolo Toure til Liverpool (staðfest)

Fyrstu leikmannakaup Liverpool þetta sumar vor staðfest í dag.

Opinbera heimasíðan tilkynnir um það að Kolo Toure muni ganga til liðs við félagið á frjálsri sölu 1.júlí næstkomandi.

Kolo Toure varð 32ja ára í mars síðastliðnum og hefur átt ansi sigursælan feril, unnið ensku deildina, bikarmeistaratitil tvisvar og leikið til úrslita í Meistaradeildinni með Arsenal og síðan FA bikar og deildina með Manchester City. Verður sá fyrsti í langan tíma held ég í okkar leikmannahópi sem á enska meistaratitilsmedalíu í skápnum.

Þetta held ég að komi á óvart, þó vissulega orðrómurinn hafi verið í gangi um sinn, en eigendur LFC hafa nú ekki verið að gera mikið af því að kaupa “eldri” leikmenn. Það er þó ljóst að mjög margir í njósnaraliðinu okkar þekkja Kolo Toure vel, enda unnu allavega þrír þar hjá Manchester City. Við verðum að vona að þeir hafi vit á því sem þeir eru að gera.

Ekkert hefur komið fram (frekar en svo oft áður) hvað felst í samningi hans við Liverpool, hvorki lengd eða laun.

Við erum örugglega ekki á einu máli um gæði þessara kaupa, en mín skoðun er að verið sé að reyna að fylla skarð Carra í klefanum og á æfingasvæðinu því Toure hefur verið fyrirliði sinna félagsliða auk landsliðs og er mjög “vocal” leikmaður. Hann hefur átt erfitt með að vinna sér sæti í City liðinu í vetur, en þar er vissulega ansi vel skipað til rúms í vörn liðsins.

Velkominn Kolo Toure til Liverpool,

32 Comments

  1. Ekki gleyma hvað þetta er jákvætt fyrir Kelly, Wisdom, Coady, Lloyd Jones, Stephen Sama og fleiri efnilega miðverði sem eru að koma upp úr unglingastarfi Liverpool og vonast til að eigna sér stöðu á næstu árum. Að kaupa tvo-þrjá unga heimsklassa miðverði væri kjaftshögg fyrir þá. En að kaupa einn reynslubolta til tveggja ára ætti að virka mjög hvetjandi. Ég sé margt mjög jákvætt við þessi félagaskipti.

  2. Ég held nú reyndar að Glen johnson eigi tvær metaliur frá því þegar chelsea vann með móra. nemaa að hann hafi ekki fengið vegna fárra spilaðra leikja 🙂 en fín kaup til að auka breiddina. en ekki of fín ef þetta á að vera fyrsti maður inn í vörnina

  3. Hann var ekki í meistaradeildarhópnum hjá City á þessari leiktíð en náði samt 13 leikjum á tímabilinu í milljarðaliði þeirra, þannig að hann hlýtur að gera nýst okkar liði eitthvað á free transfer.

  4. Örugglega margrt mjög gagnlegt við þessi Félagsskipti.

    En viti þið eitt… Er alveg hætt að tala um Tom ince?

  5. Það væri áhugavert að sjá launapakkann en fljótt á litið líst mér vel á þetta. Okkur vantar reynslu og menn sem eru tilbúnir að láta í sér heyra í vörninni.

  6. Ég held að Ince hafi skrifað undir nýjann samning þannig að þeir geta beðið um mikið meira fyrir hann.

  7. Treysti alveg city scout-unum til að segja til um hvort Kolo sé nothæfur.
    Flott byrjun á glugganum og nú geta menn bara einbeitt sér að næsta manni á lista.

    (vonandi er það grikkinn!)

    Kolo greinilega hugsaður sem replacement fyrir Carra og sem slíkur held ég að menn hafi unnið vel úr spilunum á hendi.

  8. Hann spilaði lítið vegna þess að Mancini fyrirgaf honum ekki lyfjabannið og vildi losna við hann… Hann á þá vonandi bara meira eftir vegna þess…

  9. Líst vel á þessa byrjun á sumrinu. Vonandi veit þetta á gott fyrir okkur.

  10. Áhættulítil kaup.

    Í versta falli lítil útgjöld.

    Í besta falli fullkomin snilld.

    Gott hjá Rodgers 🙂

  11. Auðvitað er það jákvætt að fá mann af þessu kaliberi á frí transfer og plís ekki tala um Joe Cole. Toure er að sjálfsögðu ætlað að vera backup og setja pressu á yngri leikmenn og svo ómetanleg reynsla sem skilar sér til yngri manna. Toure hefur verið fyrirliði hjá öllum liðum sem hann hefur spilað fyrir og því er hann væntanlega sterkur karakter til þess að hafa í hóp og í búningsklefanum.

    Svo er bara að landa Papadopoulos og vinstri bakverði og þá er vörnin klár fyrir tímabilið. Mér líst vel á að reyna að klára þessi kaup sem fyrst.

  12. Ég er á báðum áttum með þetta, að vera að sign-a leikmann sem hefur lítið spilað undanfarið og kominn á þennan aldur er í sjálfu sér ekki mjög líklegt til þess að færa liverpool liðið ofar upp töfluna. Einnig finnst mér það líka slæmt ef leikmaður sem einungis er hugsaður til skamms tíma er að taka spilatíma frá ungum og efnilegum leikmönnum sem verða að fá spilatíma til þess að geta sýnt fram á getu sína til þess að spila með klúbbnum. Það var mikil fórn færð síðasta tímabil með því að spila ungum leikmönnum og mér finnst fáránlegt ef það var til einskis og ekki standi til að gefa þeim nema rétt einn og einn leik á næsta tímabili.

    Hitt er svo annað mál að ef Coates og Skrtel eru báðir á förum frá klúbbnum þá er alveg ljóst að kvarnast hefur all verulega úr miðvarðarhópnum okkar milli tímabila og væntanlega nauðsynlegt að kaupa allavegana 2 til þess að fylla í skarð þeirra þriggja sem frá hverfa. Ef það er raunin þá skil ég vel að klúbburinn hafi náð í Toure.

    Mér finnst í raun vanta að sjá heildarmyndina á varnarmannakaupum sumarsins til þess að meta það hvort þetta sé heillaspor eða ekki.

  13. Og fleiri stórfréttir frá Tjallalandi sem smellpassa inn í innkaupastefnu okkar og ég efast ekki um að það sé allt í óðagoti á Anfield til að finna út leiðir til að greiða þessum laun.
    David Bentley Set For Tottenham Exit

    Nú fer maður að fá þennan árlega hnút í mallann yfir meðalmennsku leikmannakaupum á bilinu 0-7mill.

  14. nr. 17

    Þetta er ekki Grikkinn sem við viljum fá… hann heitir Kyrgiakos Papadopoulos og er hjá Schalke.
    Sá leikmaður er suddalega góður og vonandi kaupir BR hann ef hann fæst fyrir góða upphæð…

  15. Þessi kaup verða ekki dæmd fyrr heldur en leikmannaglugginn lokast og við sjáum hvaða hóp BR hefur úr að moða. Kolo Toure er klárlega góð viðbót við hóp af ungum og hæfileikaríkum leikmönnum, en klárlega ekki langtímalausn.

  16. Joe Cole á þrjár Englandsmedalíur og Sturridge á eina. Just saying.

  17. Alexander #14 segir þetta allt. Við getum ekkert dæmt um þessi kaup fyrr en heildarmyndin sést. Ef Skrtel og Coates verða áfram og eina breytingin verður Carra út/Toure inn, þá hefði ég ekki afþakkað það síðasta haust, en eftir þetta vor hjá Carra og vetur hjá Toure þá gæti þetta verið veiking á hópnum.

    Kopsource (sem ég veit ekkert hversu áreiðanleg er) segir að hann hafi verið með 90000pund á viku hjá City en taki á sig umtalsverða launalækkun við skiptin. Það gæti þýtt að hann sé með 50-60þúsund í laun. Sem er reyndar ansi mikið fyrir varamann.

  18. Hver er þessi Aspas?

    Er hann góður í fótbolta?

    Er ástæða til að fagna?

  19. Já Echo eru að staðfesta þetta.
    6.30PM UPDATE: Liverpool FC agree fee for Spanish striker Iago Aspas

  20. Orðrómurinn um að Suarez sé að fara til Real Madrid er orðinn ansi hávær og menn nátengdr klúbbnum farnir að ýja að því að hann fari í sumar fyrir 40millz+

  21. Luis Suarez verður aldrei seldur fyrir minna en 50 milljón pund. Ég tel að verðið ætti að vera nær 60 milljón pund. Enda var hann frábær á þessari leiktíð, er á besta aldri, á nóg eftir af samningi og er hjá liði sem þarf ekki að selja nokkurn leikmann.

    Spurning að þeir bjóði okkur Alonso og Coentrao ásamt 35 milljónum punda. Þá erum við kannski að tala saman.

    Annars er hávært slúður í gangi að Liverpool sé búið að kaupa Luis Alberto frá Sevilla (var í láni hjá B liði Barcelona á þessari leiktíð)

    http://en.wikipedia.org/wiki/Luis_Alberto_Romero

    “Luis has agreed a deal with Liverpool football club in a swap deal with Pepe Renia. The deal will be completed on the 2nd of June.” Hef ekki hugmynd um áreiðanleika þessarar fréttar.

Mánudagsslúðrið

Uppgjör 2012/2013