Mánudagsslúðrið

Uppfært 19:25 (Babu)
Það verður líklega enginn skortur á stórfréttum í sumar og nú var ein slík að detta inn. Rafa Benitez er formlega búinn að yfirgefa enska boltann og er tekinn við Napoli á Ítalíu.

Benitez til Napoli

Ég get nú bara talað fyrir sjálfan mig en þetta flokka ég sem gleðifréttir. Ég gjörsamlega hata að sjá Benitez stjórna öðru liði á Englandi heldur en Liverpool. Eins er Napoli flottur klúbbur og lið sem maður getur alveg séð Benitez ná að byggja upp og ég ætla ekki að veðja á móti því að hann landi Seria A á næstu árum.

Síðan hann yfirgaf Liverpool hefur Benitez tekið við þremur liðum, öll voru þau í meistaradeild (tvö af þeim meistarar tímabilið á undan) og öll í mun betri málum en Liverpool hefur nokkurntíma verið síðan hann fór, Liverpool sem gat ekki nýtt krafta hans lengur enda opnaðist óvænt sá möguleiki á að borga morðfjár fyrir að fá Roy Hodgson í staðin, frá Fulham.

Chelsea menn áttu ekki skilið að hafa Benitez við stjórnvölin, þeir mega hafa sinn Mótormouth. Stuðningsmenn Napoli eiga hinsvegar að ég held eftir að meta Benitez og rúmlega það.


Góðan og gleðilegan mánudag gott fólk. Það er fátt farið að heyrast staðfest úr herbúðum okkar manna en það er ljóst að það er mikil vinna í gangi á bak við tjöldin og það ætti ekki að vera löng bið eftir staðfestum fréttum um brottfarir og/eða komur. Helst hefur maður heyrt að Kolo Touré sé búinn að samþykkja samning hjá Liverpool og það verður væntanlega staðfest í júní þegar samningur hans við City klárast.

Hvað slúðrið varðar bendum við fólki eins og alltaf á að treysta bara öruggustu miðlunum. Ef þið lesið frétt á Liverpool Echo, BBC Sport eða í The Times myndi ég treysta því. Flest allir aðrir miðlar eru með lakari heimildir og maður getur orðið nett geðveikur á að ætla að lesa sér til um hvern einasta kjaft sem er orðaður við liðið á svona sumri.

Talandi um traustu heimildirnar, skoðum hvað Liverpool Echo er að segja þessa dagana:

Danny Wilson er farinn til Hearts. Var á láni þar, er með lausan samning frá Liverpool nú í vor og skrifaði undir hjá Hearts þannig að hann er alfarinn. Þá er aftur enginn Skoti á mála hjá Liverpool og eftir „velgengni“ Wilson og Charlie Adam verður eflaust einhver tími þangað til menn horfa þangað aftur eftir leikmönnum.

Martin Skrtel er að íhuga framtíð sína í ljósi þess að Rodgers ætlar að kaupa varnarmenn í sumar. Ég skil það svo sem vel. Hann getur labbað inn í byrjunarlið hjá Meistaradeildarklúbbum heima í Rússlandi eða í Úkraínu (og eflaust víðar). Við ræddum þetta svo sem í síðustu tveimur podcast-þáttum og vorum sammála strákarnir um að vona að hann taki slaginn og berjist fyrir sínu hjá Liverpool, upp á breiddina að gera. En ef við erum að kaupa jafnvel þrjá miðverði (sjá næstu frétt) þá skil ég vel ef hann vill fara. Geri ráð fyrir að hann fari í sumar.

Liverpool íhuga tilboð í Iago Aspas. Hver er Iago Aspas? Hann er framherji hjá Celta Vigo í spænsku deildinni og við erum heitir af því að hann gæti komið ódýrt ef þeir falla. Ókei. Þekki hann ekkert. Echo segja einnig í sömu frétt að við séum að ganga frá samningum við Kolo Touré, séum að reyna að kaupa Kyriakos Papadopoulos frá Schalke og hinn unga miðvörð Tiago Ilori frá Sporting. Það eru þrír miðverðir á ýmsum aldri sem myndi nánast gera út um framtíðarvonir bæði Skrtel og Sebastian Coates hjá Liverpool. Þrír út (Carra, Skrtel, Coates) og þrír inn (Touré, Papa, Ilori)? Það er reiknidæmi sem gengur upp.

Einnig í Echo: Pepe Reina-sagan gæti dregist fram eftir sumri. Slúðrið segir að Reina og frú Reina hafi kvatt sína vini og vandamenn í vor og séu núna á Spáni að skíra nýjasta barnið. Í kjölfarið fer Pepe til fundar við spænska landsliðið fram í júní og aðeins eftir það ættum við að fá hreyfingu á þetta mál. Það er verið að orða okkur við nokkra markverði en ekkert afgerandi og það verður svo sem ekkert afgerandi þar fyrr en við fáum botn í það hvort Barca taka Pepe eða ekki. Og eins og frétt Echo segir skulum við ekki halda niðrí okkur andanum. Þetta gæti tekið tíma.

Að lokum mæli ég góðu viðtali BBC við Raheem Sterling. Sá drengur virðist vera með hausinn rétt skrúfaðan á og ég hlakka til að sjá hverju metnaðurinn í honum skilar á næstu leiktíð.

Það var ekki fleira í bili. Þetta er opinn þráður, ræðið það sem þið viljið.

40 Comments

 1. Ég veit ekkert með þennan Aspas gaur en þegar að þeir komu upp í fyrra þá var hann með 29 mörk og núna með 11 mörk og 6 stoðsendingar. Hann virðist skila meira en Downing og getur spilað hans stöðu þannig að fyrir einhverjar 4 millur þá getur þetta varla klikkað.

  Svo hljómar þetta ansi vel…

  Blessed with good pace, fiercely committed and a clinical finisher

 2. Vel tekið saman Kristján var einmitt að lesa þetta í Echo áðan.. .Einnig mikið talað um á twitter að við séum heitir fyrir Lucas Digne 19 ára vinstri bakverði Lille (f.20.júlí 1993)
  Hann hefur nú þegar spilað 48 leiki fyrir aðallið Lille og skorað í þeim 2 mörk. Hefur spilað fyrir yngri landslið frakka.
  Væri fínt að fá einn upp á samkeppnina við Enrique í vinstri bakv. stöðunni.. En Digne getur líka spilað á vinstri kanti.

  Annað af twitter:

  Henrikh Mkhitaryan sem við höfum verið linkaðir við í allan vetur.. Drengurinn er AMC og er kominn með 38 mörk í 72 leikjum..og er aðeins 24 ára gamall. ,,tickar í ansi mörg box,,

  Diego Capel er nafn sem virðist ávallt vera að linkað við okkar menn. Kantari hjá Sporting. 25 ára. Hefur spilað 45 leiki og skorað í þeim 6 mörk. Var áður hjá Sevilla. Spilar á vinstri kanti.

  Og svo síðast er mikið talað um þennan Christian Atsu leikm. Porto f. 1992 (21 árs) Væng/Forward frá Ghana og hafa Sky Sports sagt að við leiðum kapphlaupið um þennan pilt. Hann er hefur spilað 17 leiki f. Porto og skorað 1 mark.
  Spilaði litið undir lok tímabils vegna þess að Porto frysti hann vegna þess að hann neitaði að skrifa undir samning

  Getið followað mig á twitter :Kop-ice @ragnarsson10

 3. Ég verð að deila þessu myndbandi með ykkur.
  Þetta er allt sem að Philippe Coutinho hefur gert síðan að hann kom til Liverpool.
  Þið getið ýmindað ykkur hæfileikana þegar að hann er kominn með 12 mín langt youtube eftir hált tímabil hjá liðinu 🙂

  Þetta er án efa lang efnilegasti leikmaður sem að Liverpool hefur átt í ansi ansi mörg ár.

  Enjoy

  http://www.youtube.com/watch?v=GgJgriFzV7Q

 4. Aspas, það hljómar hreint alls ekki vel. Veit ekkert um þennan leikmanna en með þetta ættarnafn dreg ég forfeður hans í efa.

  Líklega er samt best að árétta fyrir þá sem vilja taka miðla eins og Echo, BBC og opinberu síðuna sem mest trúanlega að þessar síður eru allar með svona slúðurhorn sem eru vel merkt og ætti ekki að taka neitt sérstaklega hátíðlega.

 5. “Martin Skrtel er að íhuga framtíð sína í ljósi þess að Rodgers ætlar að kaupa varnarmenn í sumar. Ég skil það svo sem vel. Hann getur labbað inn í byrjunarlið hjá Meistaradeildarklúbbum heima í Rússlandi eða í Úkraínu (og eflaust víðar).”

  Ekki að það skipti alveg höfuð máli en “heima í Rússlandi ” ???

  Martin Skrtel á ekkert heima í Rússlandi, og er alls ekki frá Rússlandi, svo ég skil ekki alveg “heima” í þessu samhengi 😉

  Annars vil ég bara alls ekki missa hann ef það er möguleiki.

  Insjallah
  Carl Berg

 6. Carl Berg – hættu að leggja mig svona í einelti!!!?! Nei í alvöru samt, við keyptum hann frá Rússlandi og ég var að hugsa um það þegar ég skrifaði þetta. Að selja hann aftur þangað, ekki heim þangað. Einhver mental-blokka í heilanum á mér. Ég á slíkar til. 🙂

 7. Algjörlega sammála hvað varðar RB. Chelskí átti hann aaaldrei skilið!

  Napoli er geggjaður klúbbur og gæti hæglega orðið stórveldi á nýjan leik.

  Hvað slúðrið varðar og leikmannamálin að þá bíð ég spenntur… Eins og ungur krakki að bíða eftir jólunum!

 8. KAR: Einhvern tímann var sagt að einelti væri hópefli fyrir alla, nema einn 😉 Þó maður eigi auðvitað ekki að grínast með svo alvarlega hluti.

  Annars tími ég hreint ekkert að selja kappann en það er víst þannig að ég ræð bara engu um það. Ég hef ennþá trú á honum sem leikmanni og held að hann geti ennþá bætt sig tölvuert í miðvarðarstöðunni við hliðina á Dagger.

  Insjallah..
  Carl Berg

 9. You are so awesome! I do not believe I’ve truly read through something like that before. So great to discover someone with a few unique thoughts on this subject matter. Really.. thanks for starting this up. This site is one thing that is needed on the internet, someone with some originality!

 10. http://www.mbl.is/sport/frettir/2013/05/28/liverpool_ad_missa_af_eriksen_til_dortmund/

  Ég trúi ekki að Liverpool ætli að sleppa því að berjast um hann, mér er alveg sama þó hann spili svipaða stöðu og Coutinho sem að gæti vel spilað á kantinum ef að Eriksen myndi koma. Það væri draumur að vera með 2 svona töframenn með boltann. Einnig held ég að hann yrði fullkominn sem arftaki Steven Gerrard sem er að verða 33 ára og þarf að fara að huga að arftaka.

  13 mp fyrir þennan snilling er gjöf en ekki gjald og á besta aldri.

 11. Þó að Liverpool vilji Ericsen er ekki þar með sagt að hann vilji fara til Liverpool frekar en Dortmund, við verðum bara að sætta okkur við það að Liverpool á erfitt með að kaupa stór nöfn sem önnur stór lið, eins og Dortmund, sem eru í meistaradeildinni, vilja fá.

 12. Gott að Benites sé ekki að fara til annars liðs á Englandi. Fullkomlega óskiljanlegt að reka hann á sínum tíma. Purslow átti að finna kaupenda ekki að skipta um stjóra á þeim óvissutímum.

  Skynsamlegt að taka sénsinn á Toure en getur einhver sannfært mig um að Sinclair sé góður leikmaður?
  http://www.caughtoffside.com/2013/05/28/exclusive-liverpool-close-to-completing-deal-to-sign-manchester-city-pair/

  Veit að þetta er ekki traustasta heimildin en ef þetta er rétt þá er ég ekki hoppandi glaður.

  Að öðru er ég einn um að vilja gefa Carroll séns?

 13. Er ég einn um að þetta sumar leggist illa í mann? Ég sé engann metnað í að fá gamla Kolo Toure og grískan fetaost frá Þýskalandi. Þess þá heldur er Eriksen væntanlega ekki að koma en það kemur svosum ekkert á óvart. Hann vill væntanlega spila með liði sem á einhvern séns á að vera stöðugt í CL næstu árin. Ekkert af þessum nöfnum sem nefnd hafa verið við Liverpool gera mig spenntan af undanskildum þessum franska bakverði sem mér skilst að sé hrikalega góður.

 14. Nr. 15
  “ekki traustasta heimildin” er líklega understatment ársins. Það er alveg jafn mikið mark takandi á því að ég segi við Magga á Twitter að Liverpool sé að undirbúa tilboð í Iker Munain. Megið af þeirra fréttum er fullkominn uppspuni frá rótum, ef ekki allar.

 15. Jæja klúður hjá eigendum Liverpool að missa Benitez til Napoli. En ég óska honum alls hins besta hjá ítölunum.

 16. Af hverju er það klúður að “missa” Benitez til Ítaliu ?
  Voru eigendur Liverpool að reyna að fá hann en misstu af honum, ég veit ekki betur en að við séum með efnilegan þjálfara sem nýtur fyllsta traust eigenda félagsins virðist vera.
  Eigum við ekki bara að styðja við bakið á leikmönnum og þjálfara liðsins svo að við förum ekki að verða kallaðir plast stuðningsmenn eins og stuðningsmenn Torres og félaga.
  Vissulega var árangurinn í ár ekki sérstakur og í raun alls ekki nægilega góður en stígandinn í liðinu og spilamennskan eftir áramót gera mig hrikalega spenntan fyrir nýju tímabili og vonandi verður Brendan Rodgers hjá okkur þá.

 17. Mér líst ekkert illa á að fá Scott Sinclair frá Man City fyrir litlar 6 milljónir punda til að fylla upp í það “skarð” sem Assaidi skilur eftir sig. Fínn leikmaður til að bæta breiddina en ég vona að hann verði seint álitinn lykilmaður liðsins okkar.

  Ég veit ekki með ykkur en ég væri ánægður með að fá Kolo Toure og Papadoupulus. Sá síðarnefndi er svona Ramos týpa, ótrúlega pirrandi en leggur sig alltaf fram af 150% heillindum og gefur ekki þumlung eftir. Toure væri svo fínn til að hafa einn reynslubolta í liðinu ef þess er þörf. Hins vegar ætla ég að vona að hann sé ekki á hærri launum en 60.000 pund á viku, það væri að mínu mati ekki réttmæt notkun á fjármunum ekki að það komi mér samt nokkuð við.

 18. Kolo Toure ?? á þetta að vera einhver brandari eða ótrúlega erfið gáta !!!! Andrey Arshavin er líka að losna, ætli það eigi ekki að fara á eftir honum líka. Maður bara spyr sig.

 19. Hrikalega sáttur með Kolo kaupin, væri helst til í að spila honum á miðjunni í staðinn fyrir lucas sem að mínu mati er orðinn virkilega slakur

 20. Flott að Rafa sé farinn til Ítalíu. Þá fækkar kannski Benitez “fréttunum” hér sem annars staðar.

  Ánægður annars með Toure fréttirnar. 32ja ára leikmaður með mikla reynslu sem kemur frítt inn á tveggja ára samning, og skv. vinnubrögðum núverandi eigenda verður hann að öllum líkindum ekki á neinum City-launum. Stjórinn hefur líka sýnt það að hann hikar ekki við að henda stórum nöfnum út úr liðinu ef menn standa sig ekki.

 21. Ég er sáttur með að fá Toure í liðið hjá okkur. Þetta er algjört naut og hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera meiðslagjarn. Hann er 32 ára sem mér fynnst ekki vera hár aldur hjá miðverði í enska boltanum. Rio er 35 ára á árinu spilaði frábærlega vel með united í vetur, Við sáum Carra spila frábærlega seinni hlutan og henda Skrtel út úr liðinnu eftir áramót hann er 35 ára. ég hafði haldið að Carra ætti alla vega 1-2 ár eftir miðað við frammstöðunna sína eftir áramót. Það er auðvita smá áhætta að fá Kolo enn meðan hann er 32 ára kemur á Free Transfers bætir breidd á þeim stað sem er klárlega okkar veikasta staða. þá getum við ekki beðið um betri Cover. Hann er búinn að spila í Premier Leauge síðan 2002 á hátt í 302 leiki í deildinni við erum að fá frábæran reynslubolta sem gæti nýst okkur mjög mikið. Hann var fyrirliði hjá City fyrsta timabilið þannig eitthvað kann hann að tala væntanlega. Ég er á því að hann eigi eftir að reynast okkur vel næstu 2 árin.

  Ég spyr er hægt að fá betri free transfer enn þennan mann í vörninna hjá okkur?

 22. Flott að fá Toure, líst mjög vel á hann og hann á nóg eftir á tanknum. Nú er bara að bæta ofan á þetta. Góð byrjun á sumrinu !

 23. ég vill taka það fram að ég er EINN af þeim sem eru ánægðir með að fá Kolo Toure til liðs við okkur og trúið mér hann á eftir að reynast okkur vel og efekki þá skal ég éta hattinn minn… og værilíka mjög sáttur við að fá Kyriakos Papadopoulos til liðs við okkur,ég fyllgist smá með þýskudeildinni og trúið mér þessi gaur er mannæta.. gefur EKKERT eftir.. og svo myndi það ekkert skemma að hafa einn KYRIAKOS íliðinnuhjá okkur.. þannig að ég fagna þessum fréttum…

 24. Ánægður með kaupin á Kolo. Væri samt mjög áhugavert að fá að vita hvernig samningurinn hans er hjá okkur.

 25. Frábært að fá bílasalann knáa, nú skulum við bara vona að hann sé í raun 32 en ekki eitthvað mjög mikið eldri.

 26. Stórleikarinn Pepe Reina!
  Veit ekki hvar ég á að setja þetta inn eða hvort einhver annar hefur þegar gert það. En hér eru tvær 2.5 min klippur úr nýrri 16 minutna gamanmynd (á spænsku) með Pepe Reina í aðalhlutverki (via Echo)

 27. Ætti að vera eins áreiðanlegt og það verður. Förum þó betur yfir hann þegar þetta er staðfest.

  Veit ekkert um þennan leikmann en það er ágætt að skora 12 mörk og vera með 6 stoðsendingar í liði sem við það að falla.

 28. Jæja þá virðist allt vera að fara á versta veg. Margir að bestu pennum eru að halda því fram að Suarez muni yfirgefa Liverpool í sumar og halda til Spánar til Real Madrid fyrir um 40 miljónir.
  Ég skil Suarez að vissu leyti, það er erfitt að segja nei við Real og svo gagngrýnir hann líka ensku fjölmiðlana sem hann segir réttilega, að séu að gera honum og fjölskyldu hans erfitt fyrir.
  Ef hann fer þá er eins gott að það verði fenginn heimsklassaleikmaður í staðinn.
  Best væri þó ef að PSG eða Monako myndu yfirbjóða þetta og bjóða honum crazy laun.

 29. Vonandi setja Real menn Bale í forgang, það gæti tekið tíma að semja við Levy og það verður kannski til þess að Suarez verði áfram.
  Annars finnst mér 40m aðeins of lítið fyrir Suarez, hann var að skrifa undir samning.

  Ég hefði hætt að horfa á fótbolta ef Liverpool hefðu selt Suarez síðasta sumar, í alvöru. En í fyrsta skipti núna gæti ég sætt mig við það. Held samt við gætum fengið allavega jafn mikið fyrir hann eftir ár eða tvö, þannig séð tilgangslaust að selja hann núna.

 30. Hið óumflýjanlega er að gerast, þ.e. að Suarez er að gefa RM undir fótinn og hlýtur að fara frá LFC í sumar.

  Ég skal viðurkenna að ég hef blendnar tilfinningar. Mun sakna fótboltamannsins en get ekki sagt að ég muni sakna vandræðagemlingsins. Suarez hefur kostað LFC mikið goodwill og eins og fjölmiðlar umgangast okkar mann þá er það ekki að fara að breytast.

 31. Hef ekki nokkra trú á að RM kaupi bæði Suárez og Bale, tel líklegra að þeir kaupi Bale.
  Spænsku liðin eru flest ef ekki öll illa í fjárhagsvandræðum. Að fjárfesta í tveimur leikmönnum fyrir 100 mills punda er hrein og klár geðveiki……

Silly season formlega hafið – opinn þráður

Kolo Toure til Liverpool (staðfest)