Silly season formlega hafið – opinn þráður

Eins og kannski við mátti búast eru menn óvenju snöggir að fara í leikmannamálin á þessu “off seasoni” í Evrópu.

Við ræddum það í podcastinu nýlega að ansi mörg öflug lið væru að fá nýja þjálfara sem munu fá peninga til að eyða. Í Englandi eru það Man U, Man City og Chelsea auk þess sem Wenger hefur talað um það að Arsenal muni fara sterkt inn á leikmannamarkaðinn.

Í Evrópu munu Paris SG, Real Madrid, Napoli og Bayern klárlega fá nýja þjálfara og umræða er um að Barca muni þurfa að leita annað vegna veikinda Vilanova. Monaco er nú í eigu milljarðamæringa og leikmenn sem þangað flytjast munu greiða 0% í tekjuskatt, sem er töluvert annað en er uppi á teningnum í Bretlandi, Spáni og Þýskalandi…Ítalía lægst í skattaumhverfinu. Juventus leggja mikla áherslu á að vinna Meistaradeildina og nýríku Rússarnir í Anzhi auk Moskvurisanna Spartak og CSKA hafa öll talað um að þeir ætli sér stóra hluti næsta vetur.

Enda eru slúðurpakkarnir þennan maímánuð mun öflugri en oftast á þessu tíma. En vandinn er að það eru ekki margir góðir bitar augljóslega á lausu og því ansi oft sömu nöfnin sem eru tengd vistaskiptum.

Á yfirreiðinni undanfarna daga um miðla, óábyrga og ábyrga, hefur nafn Liverpool töluvert dottið upp. En eins og við töldum líklegt í podcastinu eru það ekki risanöfn sem verið er að tala um að við séum að ná í.

Þráðurinn á undan þessum um Kolo Toure hefur dofnað töluvert en nýjustu nöfnin sem verið er að sveifla eru franski bakvörðurinn Aly Cissokho hjá Valencia og markmaður Stoke, Begovic. Cissokho virðist á leið frá Spáni og hann er fínn kostur að mínu mati. Hann er fljótur og öflugur sóknarlega, en hefur gert slæm mistök inn á milli sem að líta svosem ekki vel út á YouTube. En það eru ekki margir betri en hann á lausu og 7 milljónir punda (ef rétt) finnst mér skynsamleg kaup.

Begovic er flottur markmaður að mínu mati, en kemur úr allt öðrum “skóla” en Reina. Austur-Evrópska skólanum sem leggur gríðarlega mikið upp úr snerpu og “línumarkvörslum” auk þess sem að ekki er lagt nærri eins mikið upp úr spiltækni og sendingagetu. Skýrasta dæmið í enska boltanum er auðvitað Cech. Við ræddum það í podcastinu að við hræðumst yfirvofandi markmannsskipti hjá Barca og að Reina myndi horfa í þá átt, ef svo illa færi að Spánverjinn ákvæði að snúa heim þá eru Begovic örugglega ágætur kostur, en ég myndi þó telja að Rodgers myndi horfa í aðrar áttir til að hafa sem markmann númer eitt. Hins vegar er ég á því að verið sé að horfa til þess að verða með öflugra backup en Brad Jones, en hvort Begovic er hugsaður þannig…það finnst mér ólíklegt.

Á opinberu vefsíðunni undanfarið hefur Rodgers gefið undir fótinn með það að hann muni skoða mál Seb Coates vandlega og því er hann væntanlega á leið í burtu, auk þess sem áreiðanlegar heimildir tala um brotthvarf Pacheco og Assaidi. Allt eru þarna á ferð ungir menn sem munu einhverjum peningum skila í kassann. Á síðustu dögum hafa svo komið fréttir um að Fulham hafi sýnt áhuga á Stewart Downing og það nýjasta er að West Ham menn vilji kaupa Jonjo Shelvey frá okkur, en sá strákur kemur úr unglingastarfinu þeirra. Auk Carroll umræðunnar auðvitað.

Það virðist allavega fullt vera í gangi og viðbúið að fleiri svona slúðurþræðir birtist hér en á árum áður!

Í lokin er vert að benda á viðtal við Tom Werner á opinberu síðunni.

Fyrir ári síðan voru eigendurnir að reka Dalglish af því þeir vildu fara með klúbbinn í “aðra átt”.

Þeir virðast mjög ánægðir með breytinguna, hann talar um mikið bættan útivallarárangur, fleiri mörk skoruð og bendir á Coutinho og Sturridge sem snilldarkaup. Ég er glaður að þeir eru glaðir því að það þýðir að enginn í þjálfara- og njósnarateyminu þarf að hræðast brottrekstur í bili og vonandi hvetur þessi jákvæðni eigendurna í að styrkja liðið enn meir í sumar.

Þó mér finnist reyndar full sterkt tekið til orða um árangur okkar í vetur…sem er ansi lélegur í sögulegu samhengi félagsins!

Annars er þráðurinn opinn…

40 Comments

  1. Ég skil ekkert í því afhverju mér finnst silly season svona hrikalega skemmtilegt.

    Ætla að leggja fram spádóm minn fyrir sumarið og ætla ég að búast við miklum breytingum á okkar hóp. Ef ég fengi einhverju að ráða (guð sé lof að svo sé ekki) þá myndi LFC fjárfesta í eftirfarandi leikmönnum:

    Begovic, Papadoupolus, Vermaelen, Rose, Diame, Erikssen, Ince og Benteke. Allir ungir og með gott endursöluverð nema Begovic, Vermaelen og Diame. En ég vildi helst hafa hluta af vörninni með mikla reynslu sem gætu miðlað henni til yngri leikmanna. .

    Til að fjármagna þessi kaup þá yrðu eftirfarandi leikmenn færðir af launaskrá:
    Reina, Carra, Coates, Wilson, Spearing, Shelvey, Assaidi, Pacheco, Carroll og Downing.

    Ætti að vera um 25-30 milljónir nettó á þessu sumri og með mun öflugari hóp sem á framtíðina fyrir sér.

  2. Ég væri endilega til í að losna við Reina til Barcelona. Ég þoli ekki Barcelona og held að þeir séu ekki að fara verjast stærstu liðunum í meistaradeildini með Reina í markinu.
    Ég hef ekki séð Begovic í markinu, eitthvað sorprit segir hann falan á 15 milljónir. Það er fullmikið fyrir markmann og fyrir þann pening á að vera tryggt að markmaðurinn er í heimsklassa.

  3. Það væri voðalegt að missa Reina á þessum tímapunkti. Hann þekkir varnarlínuna, leikstílinn og er enn á besta aldri. Þetta er enn heimsklassamarkmaður. Begovic er einn af þeim betri milli stanganna, en má ekki gleyma að hann hefur haft turna fyrir framan sig í Stoke og gæti þurft að fara oftar af línunni hjá okkur (einn helsti styrkleiki Reina). Shelvey mætti lána, en helst ekki selja. Hann þarf bara mínútur, hann hefur mikið af sömu eiginleikum og SG, en gerir líka svipuð mistök og SG í byrjun ferilsins. Downing er búinn að finna sig, væri skrítið að selja hann núna. Fá einhvern inn til að keppa við hann um hægri kantinn (verðskuldað haldið þeirri stöðu). 2 varnarmenn inn, 1-2 fram og that’s it. Svo er það meira óskhyggja, en ég væri til í að droppa Joe Allen fyrir annan Destroyer á miðjuna – Diame, Tiote – einhverja svoleiðis týpu.

  4. Ég tel að það væri stórslys að missa Reina núna, hann er rúmlega þrítugur og á vonandi sín bestu ár eftir.

    Okei að hann hafi ekki verið að standast kannski væntingar seinust tvö season en það kemur líka kannski til vegna þjálfara skipta og rót á leikmönnum.

    Ég sé Reina fyrir mér í markinu næstu 5-8 árin hjá BR, finnst hann passa líka fullkomlega inní þetta GK/Sweeper keeper role hjá BR. Einnig væri erfitt að finna arftaka sem sem væri með álíka reynslu og ætti jafn mörg ár eftir í bolta.

  5. Ef mér telst rétt til þá eru fimmtán af liðunum sem spiluðu í úrvalsdeildinni þetta tímabil búin að skipta um þjálfara frá því seinasta sumar. Ef svo Martinez fer frá Wigan þá verður Alan Pardew sá sem verður búinn að vera næstlengst hjá sínu liði eða 2 og hálft ár.

  6. Ég væri svo innilega til í Vermalaen.

    Þótt að hann hafi lent í einhverri lægð undanfarið, þá er þetta hörkugóður knattspyrnumaður, sem getur leyst af bæði miðvörð og vinstri bakvörð með sóma.

    Vermalaen fyrir fimm milljónir punda, já takk!

    kv,
    Andri Freyr

  7. Ég vil alls ekki missa shelvey. Hann hefur (eins og áður sagt) mjög svipaða kosti eins og SG. Reina er eini maðurinn sem ég vill sjá í markinu hjá Liverpool. Finnst eiginlega vitleysa að selja hann til að reyna að fá annan markvörð því að hann þekkir agger, enrique og johnsson vel. (einnig skrtel og coates en kannski ekki eins vel og hina)

    Ég vill fá einhvern annan á miðjuna við hlið SG og lucas (veit þó ekki hvern). Hendo er að skila góðum árangri og hann á bara eftir að blómstra hjá okkur (Held ég). Stewart downing er á mörkunum af mínu mati, en ef við fengum pening fyrir hann þá mundi ég hallast af því að selja hann.

    YNWA

  8. 8 Þröstur.

    Er a analýsering ekki allt of mikið orðaskrípi til að það sæmi góðum Liverpool manni?
    Reynum að tala fallegt mál en ekki sökkva niður á plan rass andlitanna á http://www.manutd.is : )

  9. Loftur i svari numer 1 segir þetta

    Ég skil ekkert í því afhverju mér finnst silly season svona hrikalega skemmtilegt.

    Ætla að leggja fram spádóm minn fyrir sumarið og ætla ég að búast við miklum breytingum á okkar hóp. Ef ég fengi einhverju að ráða (guð sé lof að svo sé ekki) þá myndi LFC fjárfesta í eftirfarandi leikmönnum:

    Begovic, Papadoupolus, Vermaelen, Rose, Diame, Erikssen, Ince og Benteke. Allir ungir og með gott endursöluverð nema Begovic, Vermaelen og Diame. En ég vildi helst hafa hluta af vörninni með mikla reynslu sem gætu miðlað henni til yngri leikmanna. .

    Til að fjármagna þessi kaup þá yrðu eftirfarandi leikmenn færðir af launaskrá:
    Reina, Carra, Coates, Wilson, Spearing, Shelvey, Assaidi, Pacheco, Carroll og Downing.

    Ætti að vera um 25-30 milljónir nettó á þessu sumri og með mun öflugari hóp sem á framtíðina fyrir sér.

    ÉG ER ALEG TIL Í SVONA SUMARGLUGGA ÞÓTT ÞETTA GERIST AUÐVITAÐ ALDREI EN MÍN STÆRÐFRÆÐI SEGIR NU AÐ EF ÞETTA FÆRI SVONA VÆRUM VIÐ FREKAR AÐ TALA UM 40-45 MILLJÓNA EYÐSLU HJÁ OKKUR I SUMAR EN EKKI 25-30 MILLJONIR

  10. Papadoupolus, Vermaelen,Ince

    Held við gætum verið bjartsýnir með þessa menn. Eriksen fer örugglega til stærra liðs en Liverpool. Miðað við gengið undanfarin ár þá erum við ekki með sama aðdráttarafl eins og sumarið 2007 eða 8. sé eiginlega ekki hvernig Benteke getur passað inn í okkar spil eða þessa stefnu sem Rodgers er að fara með liðið. Held að það muni vera óvænt kaup í sumar það sem við munum lítið vita hvað er gerast fyrr enn málin verða kynnt í blaðmannafundi. Eitthvað sem segir mér að Liverpool ætlar að fara hafa meira svona bakvið tjaldið viðhorf.

    Ég neita því ekki ég elska Silly Season og elska að skoða liverpool fréttir á sumrin 🙂 vona svo innilega að við munum kaupa 4-6 leikmenn sem eiga styrkja hópinn mikið og 2 af þeim sterkir byrjunarliðsmenn og 2 nógu sterkir til að koma í liðið án þess að veikja það að einhverju ráði enn samt tilbúnir að sætta sig við bekkjarsetu og 2 virkilega efnilegir og nógu góðir til að komast á bekk.

    Varðandi Sölu leikmanna frá félaginnu. þá er ég ekki viss, Carrol er farin. Skrtel er stórt spurningamerki kannski kemur hann sterkur til leiks næsta timabíl. Coates er ungur gæti tekið miklum framförum næstu 2 ár kannski sniðugt að lána hann til annars lið í úrvalsdeildinni. Einnig væri ég til í lána Suso. Shelvey minnir mig alltof mikið á Gerrard óhræddur við að taka langskot og ef við seljum hann þá verð ég virkilega fúll, þetta er augljós geimsteinn sem gæti orðið svakalega dýrmætur í framtíðinni mesta lagi lána hann í vetur. ég Vil halda sem flestum leikmönnum þetta sumar svo við þurfum ekki að glíma við sama vandamál og byrjun síðasta tímabils.

    Mín krafa er að við séum með alla vega 7-8 leikmenn til að berjast um þessar miðjustöður og 6 leikmenn til að berjast um framherjastöðurnar. þegar ég lýt á hópinn þá myndi ég segja að það vantaði
    2-3 varnamenn 2 miðjumenn og 2 sóknarmenn að því gefnu að við missum 2 varnamenn og 1 miðjumann og 1 sóknarmann í sumar.. ég vil sjá Breidd sem jafnast á við Man City – united og fleiri topplið ekki fáliðað lið aftur bara

  11. alls ekki selja Shelvey, hann ásamt fleirum liverpool leikmönnum eru að fara að keppa evrópukeppni u-21 fyrir england í sumar. Þarna á hann eftir að vera í lykilhlutverki og mun án efa blómstra. Hugsanlega lána hann þegar líður á næsta tímabil ef hann er ekki að standa sig eða fá spilatíma, en klárlega ekki selja hann.

  12. Djöf ætla ég ekki að pæla í því hverjir eru orðaðir við Liverpool fyrstu vikur þessa “silly Season” . Ég ætla í sumarfrí frá Liverpool Fc. og láta yfirmenn þar um það að vinna vinnunna sína í sumar og svo “logga ég mig inn” þegar æfingaleikir eru að hefjast, og tel hvaða “hermenn” eru til í baráttuna framundan næsta tímabil.

    YNWA

  13. Það er einn helvíti sprækur í Fiorentina sem væri snilld að ná í. Minnir að hann heiti Aquilani eða eitthvað álíka.

  14. nr.15 Bond
    Ég er 100% sammála þér varðandi þessa olíuprinsa sem fara hamförum á leikmannamarkaðinum. Þetta rugl sem verður að stoppa. Er gaman að vinna keypta titla?

  15. @Bond 15

    Það er reyndar rússi sem á AS Monaco en það eru engu að síður olíupeningar.
    Gjörsamlega kominn með upp í kok. Það þarf að setja e-ð launaþak um laun og leikmannakaup hjá öllum knattspyrnuliðum heims.

  16. Suss líst ekkert á þetta.
    Held að sykurpabbarnir og arabarnir fari hamförum á markaðnum, margir hverjir með nýja stjóra sem þarf að sykurhúða með mjög dýrum leikmönnum víða að. Gæti allt eins trúað að Suarez færi fyrir fáránlegt verð eða ekki. Spurning meira um hann sjálfan en skynsemi í viðskiptum.
    Held að við verðum að láta okkur duga annað eða jafnvel þriðja val eða fáa nýja í sumar. Verður kannski meira um jólin þegar allt of stórir leikmannahópar minnka út af því að menn fá ekki spilatíma í stóru liðunum til að koma sér í HM 2014 hópana hjá þeim.
    Kannski of mikil svartsýni á föstudagskvöldi en þetta gæti orðið staðreynd.

    Anyhow, á meðan það er ekki búið að klára stjórakapalinn gerist ekki mikið. Ég vona það besta en óttast það versta.

  17. Finnst í alvörunni engum öðrum en mér ótrúlegt að Tom Werner sjái ástæðu til að réttlæta heimskulega uppsögn á Dalglish og Clark ári eftir að hún var framkvæmd? Reyndar skiljanleg ummæli í ljósi þess að árangurinn er langt frá væntingum og í raun einn sá allra lélagasti í sögu Liverpool frá því að ég byrjaði að fylgjast með þeim fyrir um 30 árum síðan.

    Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er áhugaleysi áhangenda Liverpool. Flestum sama um þjálfarann, árangurinn og leikmannakaup. Öðruvísi mér áður brá. En eins og ég áður komið inn á hefur eigendum liðsins tekist eitt … og aðeins eitt … að lækka væntingar stuðningsmanna liðsins. Reyndar datt mér aldrei í hug að væntingarnar yrðu svo lágar að þeir sem þó nenna að skrifa hér á síðuna um liðið sitt verja árangurinn í vetur. Finnst hann bara fínn … lofa góðu.

    Við getum rætt hér endalaust um eigendur annarra liða og fjargviðrast yfir þeim. Moldríka Araba, Rússa eða hvaðan sem þeir koma. Eitt er samt á hreinu – eigendur liðsins okkar eru ekki að fara að setja neinn pening í liðið eins og aðrir eigendur liða sem við viljum bera okkur saman við. Hafa ekki gert það og munu ekki gera það. Þeir munu hins vegar endalaust leita að einhverjum sem einhverntíman … hugsanlega verður það góður að hægt verði að selja hann fyrir meiri pening en hann var keyptur á. Ekkert annað.

    Og djókurinn að útivallaárangur liðsins sanni að það sé á réttri leið. Já hérna. Með nánast alla aðal leikmennina heila heilt season náðum við aðeins sjöunda sæti og gátum ekkert í öðrum keppnum. Í fyrra unnum við bikar, komumst í Evrópukeppni, unnum næstum því annan bikar. Og það með tvo bestu leikmenn liðsins meira og minna frá keppni þá Suares og Gerrard. Hvaða heilvita maður hefði lagt ofur áherslu á deildina þegar ekkert var að vinna? Ekki Dalglish en fyrir það var hann rekinn. Skammarlegt.

    Ég ætla ekki að skrifa hér illa um Rodgers. Hann á það ekki skilið. Held bara að hann sé miðlungs þjálfari sem muni ná miðlungs árangri. Því miður strákar og stelpur. En ég verð samt að segja það hreint út. Eigendurnir verða að fara og ég ætla að vera að búin að láta það frá mér í upphafi þessa leikmannaglugga en ekki í lok hans þegar vonbrigðin verða ljós.

    Liverpool er stórveldi og verður það á ný þegar áhangendur liðsins rísa upp og krefjast nýrra eigenda – ekki fyrr.

    Áfram Liverpool!

  18. @20,

    ég er ekki á sömu síðu og þú þegar kemur að vonbrigðum eftir tímabilið. Ég hafði mun minni trú á framtíð Liverpool eftir 2010-2011 og 2011-2012 tímabilin. Í fyrsta sinn í nokkur ár finnst mér vera komin stefna og stöðugleiki í Liverpool.

  19. 20

    Er ekki alveg sammála þér. Þú vilt greinilega eitthvað quick fix, það er bara ekki til í huganum hjá nýjum eigendum. Þeir keyptu þetta væntanlega með gróðravon í huga en ekki sem dót eins og ólíufurstar. Góðir hlutir gerast hægt. Þú getur bara farið og haldið með city eða chelsea.

  20. 22

    Líst vel á hann. Ég sá líka eitthverstaðar að ef liðið hans fellur er 7m evra klásúla í samningnum hans.

  21. Ég held að júni verði ansi fjörugur enda hefur BR sagt það að hann vilji hafa hópinn nokkurn veginn tilbúinn þegar kemur að undirbúningstímabilinu og ekki þurfa að vera að standa í samningaviðræðum fram að lokum gluggans. Margir leikmenn orðaðir við okkur og líka frá okkur.

    Mér líst ekkert á það að missa Reyna þar sem ég held að við fáum ekki sterkari markmann í staðinn. Allt púður virðist vera að snúa að vörninni og held ég að það sé sniðugt þar sem veikleikar liðsins virðist fyrst og fremst liggja þar….ef svigrúm gefst þá halda menn áfram að styrkja mið og framlínuna en vissulega eru þær stöður í þokkalegu jafnvægi eftir janúargluggann en við megum ekki við miklum skakkaföllum til þess að vera þunnskipaðir.

    Varðandi umræðuna um árangur BR þá er 7 sætið auðvitað slakur árangur fyrir Liverpool sögulega séð. Hinsvegar finnst mér eins og framtíðarsýnin sé mjög skýr og menn að vinna eftir mjög fyrirframskilgreindum markmiðum ólíkt því sem hefur verið undanfarin. Það virðist loksins vera komin heil brú í kaupstefnu liverpool en klúbburinn hefur staðið sig ævintýralega illa á leikmannamarkaðinum í mjög langa tíma ásamt því ekki hefur tekist að ná unglingum upp í aðalliðið, það er lítil reynsla komin á BR en ég held að flestir geti verið sammála um að klúbburinn virðist vera að fikra sig upp heldur en niður.

    Eigendur ætla sér ekki að ausa peningum í klúbbinn líkt og eigendur Chelsea, city og annarra klúbba víðsvegar í Evrópu og því er óraunhæft að við náum slíkum klúbbum á stuttum tíma en vonandi með skynsamlegri uppbyggingu og ef UEFA sýnir pung og fylgir eftir FFP reglunum þá minnkar það bil á næstu árum.

  22. Jæja dreingir og stúlkur, þá eru liðin átta ár horfi á highlights á þessum degi á hverju ári.
    En er að mörgu leiti sammála #20 með að hversu mikið stuðningsmenn eru farnir að sætta sig við meðalmensku. Ég hef verið stuðningsmaður Lfc á fjórða áratug og verð að seigja að seinustu ár hafa menn meir og meir verið sáttir og seigjum alltaf, jæja þetta kemur bara næst.
    En vona svo sannarlega að það verði ekki alltof miklar breitingar og “stoðgrindin” látin halda sér og bara bætt við ca. 3-4 menn þar sem við verðum ekki í mikilli vinnu á næsta tímabil

    En hlakka samt drullumikið til að sjá hvernig verður staðið að kaupum og sölum í sumar.

    Gleðilegt Liverpool sumar 🙂
    YNWA

  23. Hossi

    í Alvöru ertu virkilega að segja það að þessir menn séu ekki tilbúnir að kaupa leikmenn? síðan þessir svokölluðu eigendur eignuðst liðið þá hafa þeir keypt nokkra leikmenn á mjög dýru verði. Carrol 35 og Suarez 23 mér er sama þótt Torres hafi verið seldur á 50 þann sama dag. alla vega þeir þora eyða peningum. einnig hafa þeir keypt Downing 18.5 Henderson 16 Allen 15 Sturridge 12. á aðeins 3 árum hafa þessir eigendur keypt 6 af 12 dýrustu kaup félagsins frá upphafi. Og Segja að þessir menn séu ekki tilbúnir að eyða pening er vitleysa, Væri maður ekki efins að henda 100 milljón óleystan tékkseðil í nýjan stjóra þegar sá gamli hafði keypt Carrol – Downing – henderson – Adams – Coates – Enrigue – við sáum í vetraglugganum er Rodgers kann allveg að hitta á geimsteina enn hann byrjaði líka á kaupa Allen og Borini hvorugir sýndu mikið í vetur enn ég fyrirgef honum það eftir að hafa rænd Couthino og Sturridge í Januar,

    Held að Liverpool klúppurinn hafi ekki efni á að taka annað svona sumar eins og Daglish tók þegar hann fór bara í félöginn og valdi leikmann ársins hjá viðkomandi félagi. Rodgers hefur verið að ná meira út úr Henderson heldur enn Daglish gerði nokkurn tíman, Jafnvel Downing var farin að leggja upp mörk aftur og koma boltanum bakvið markvörðinn, Enrigue sýndi oft flotta takta í vetur.

    Sumir halda að Liverpool sé að koma undan versta árangur í mörg ár, ég leit á þetta fórnatímabil fyrir Rodgers. Hvernig var liðið fyrir áramót ekki beint bein í nefinu til að byrja með… enn í fyrsta skipti í nokkur ár er ég bjartsýn á að næsta tímabil verði betra enn síðustu 4 hafa verið, og við munum fá óvænt og kaup upp á 15-20 í sumar ég hef meira segja trú á því að þau verði 2 og svo jafnvel 2 í krinum 10 og auðvita 2 sem koma á kringum 3-6

  24. Núna er talað um að Benitez ætli sér að reyna að fá Lucas Leiva til Napoli. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem að hann er orðaður við önnur félög ?.
    Svo er víst Real Madrid tilbúið að reyna á Liverpool varðandi Suarez.

    Mér líst illa á þetta allt saman.

  25. Strákur með 1 mark og eina stoðsendingu hljómar eins og ungur Downing!!!!

  26. Ætla nota tækifærið fyrst þráðurinn er opinn og leyfa mér að spyrja, er einhver m Bloodzeed stream á Meistaradeildina í kvöld? Er Stöð2Sport-laus í bústaðnum…

  27. Ætlaði að fara ranta yfir commenti nr. 20 en sá svo nr.27 sem sagði margt af rantinu sem ég hugsaði. Þumall fyrir því Beggi. Viðbót: 30 ár Hössi? Hvar ertu búinn að vera síðastliðinn 13 ár? Fleiri bikarar en stærstu lið geta dreymt um(1-3 lið undantekning)? Ertu að kominn með laundry issue í manager leiknum þínum?

    Ég hef alltaf verið bjartsýnn fyrir hvert tímabil síðastliðinn 20 ár. Kannski er það barnalegt en miðað við mannskap hef ég alltaf talið líkur á árangri. Augljóslega ná aðrir meira úr hópnum en aðrir. Ekki enn hafa ríkir rússar eða “I don´t know how much money I´ve got so I´ll buy a english soccer club” arabar keypt okkar ástkæra klúbb, þannig að lítið er hægt að bitcha yfir ástandi sem ekki verður breytt á núll einni. Klúbburinn missti af lestinni á 10. áratug síðustu aldar vegna lélegrar management allover. Mín tilfinning er að það sé verið að beina öllu heila klabbinu í rétta átt núna og innst inni trúi ég því að lykilmenn séu ekki að hverfa frá liðinu vegna samningamála síðasta sumars( Suarez og Reina) og það sé einbeittur vilji að gera betur……………..damn kl orðinn 6 og það er golf kl 12 farinn að sofa….

  28. Mér sýnist þetta ætla að verða langt og erfitt sumar fyrir Liverpool stuðningsmenn. Ég fór yfir News now áðan og sá að City og Real vilja fá Suarez og Rafa vill fá Agger og Lucas,já og Barcelona vilja ná í Reina.
    Ég sé jákvætt við þetta aðeins það að við erum enþá með nokkra menn sem toppliðin vilja fá en það neikvæða er jú að við getum enga misst ef við viljum komast upp á næsta level.

    Það er svo kanske positivt við þetta að nú fáum við að sjá úr hverju FSG eru gerðir og hvort þeir ætli sér að kassa inn á þessum lykilmönnum eða halda þeim og leggja út fyrir nokkrum nýjum leikmönnum sem okkur virkilega vantar.
    Ef þeir velja fyrri kostinn er ég hræddur um að allt verði vitlaust í rauða hluta Liverpool og þeir verði einfaldlega hraktir í burtu,en ef seinn kosturinn verður valinn þá sé eg okkur eiga små séns næsta ár.

  29. 33 Tigon

    Ég er sammála manni finnst eins og heilt yfir sé allt managemnt að breytast hjá klúbbnum, allavegana svona frá síðasta hausti.

    Hvað varðar að menn séu orðaðir frá okkur þá er það bara eðlilegt, við höfum nokkur stór nöfn sem ættu ekki að vera að spila með liði sem endar í 7 sæti og það er ekki endilega bara undir stjórninni að halda slíkum mönnum.

    En til þess að halda slíkum mönnum þá þarf að sýna commitment um að verið sé að fjárfesta í hópnum og þeir sem vilja taka þátt í því eru velkomnir en eðlilegt að aðrir hverfi á braut sem ekki hafa þolinmæði í þá vinnu t.d. Torres.

    Vonandi verður klúbburinn þannig uppbyggður að hann þurfi ekki að stóla um of á eina til tvær súperstjörnur til þess að eiga möguleika, þetta eru 11 menn inn á vellinum sem þurfa að vinna leiki. man utd hefur t.d. reglulega selt sínar stærstu stjörnnur án þess að það hafi komið niður á árangri klúbbsins í PL.

    Vissulega vil ég halda okkar sterkustu mönnum en ég ætla ekki að fara að gráta brotthvarf þeirra um of því það eru ekki margir af okkar núverandi hópi sem hafa náð neitt sérstaklega góðum árangri fyrir klúbbinn….ætli það sé ekki helst Gerrard, aðrir hafa mest náð að vinna bikarkeppnir þannig að við skulum ekki halda að þeir séu eitthvað ómissandi fyrir klúbbinn þessir menn sem verið er að orða frá liv þessa dagana.

  30. Ég get kvittað undir margt sem Hossi í nr. 20 segir.

    Þar er hann einfaldlega að segja að Liverpool á aldrei að sætta sig við meðalmennsku. Og hvernig sem menn vilja snúa þessu tímabili – og síðustu tímabilum ef því er að skipta – þá er = á milli Liverpool og meðalmennsku. Það á bara ekki að líðast!

    Hins vegar get ég vel tekið undir það sem Beggi í nr. 27 og Tigon í nr. 33 segja sömuleiðis. Við erum alveg meðalgreindir einstaklingar allir saman, jafnvel töluvert yfir því, og gerum okkur alveg grein fyrir því að Liverpool getur ekki keppt við ManUtd, ManCity, Che og Arsenal (jafnvel Tottenham) eins og staðan er í dag. Þau eru bæði með betri leikmenn og betri leikmannahópa. Þessi lið eru með allar undirstöður betri en Liverpool og betur til þess fallið að ná árangri.

    Við eigum ekki að sætta okkur við það, en við (allavega ég) skiljum það.

    Og lái Hossa hver sem vill, að vera ósáttur við Kanana. Við getum tínt til tölfræði í báðar áttir, en við vitum vel að þeir stóðu sig illa síðasta sumar. Það er staðreynd sem fáir myndu mótmæla.

    Þeir bættu það upp með góðum kaupum í janúar, og er það vel.

    En betur má ef duga skal. Að óbreyttum leikmannahópi á næsta tímabili þá er ljóst að það verður aftur tekin stefna á meðalmennsku, þ.e. 5-7. sætið sem er það besta sem við getum óskað okkur. Það er því algjört lykilatriði að leikmannahópurinn verði bættur núna í sumar, og það hreinlega má ekkert út af bera í þeim efnum.

    Sem dæmi, þá er Kolo Toure aldrei leikmaður sem bætir leik liðsins svo mikið að við getum vonast eftir að lenda í einu eða tveimur sætum ofar. Ég ætla ekkert að leyna því að mér finnst slík kaup ilma af meðalmennsku par excellance – og minnir óþægilega mikið á ekki-svo-gamla tíma.

    Þessi Afríkumaður, sem ég man ómögulega hvað heitir en liðið var orðað við í gær á Sky, er af sama meiði. Það á að gera kostakaup í honum, en hann er náttúrulega algjörlega óskrifað blað með öllu. Mér finnst eins og menn séu bara að draga allt að landi sem mögulega getur reynst vel en enginn vissa í þeim efnum. Ég hef þó ekki meiri trú á þeim kaupum frekar en Assaidi. Ekki gleyma því að við erum með Sterling, Suso og Jordan Ibe sem allir geta spilað á köntunum og við viljum fá þá meira inn í liðið á næsta tímabili.

    Persónulega tel ég að það sé mikilvægt að fá 2 toppleikmenn til liðsins í sumar – og þá skiptir það mig minna máli þó svo að Brendan (((((((nutcase))))))) fjárfesti í öðrum minni spámönnum einnig. Ef ég ætti að setja óskalista um leikmenn, sem þættu raunhæfir kostir, þá myndi ég vilja sjá Papadopoulos og Eriksen koma til félagsins. Báðir ungir og stórefnilegir, Eriksen er maður sem býr til hluti úr engu og Papadopoulos er “no-nonsense” varnarmaður.

    En já, happy silly season! Þetta er alltaf besta tímabil Liverpool, allar vonir og væntingar svo himinháar og allt sem bendir til þess að Liverpool verði meistari á næsta tímabili – áður en fyrsta snerting tímabilsins er tekin 🙂

    Homer

  31. Eg er hissa a mörgu sem hefur komið her….Mer hefur blöskrað einhfaldlega það að það er talað um að það se uppbygging hja LFC…og það se i lagi að lifa i gömlum timum..Af hverju er ekki uppbygging hja Man.Utd er ekki fra þvi að þetta se lelegasta man.utd lið sem hefur verið mestari…Ætli að þar seu menn kröfuharðir..Ju ef þu stendur þig ekki vel hja Man.Utd þa spilarðu ekki hja stærri liði..Hefur synt að ef menn gera ekki goða hluti hja LFC þa standa menn sig betur hja öðrum liðum! J.Cole,Jovanovic,Aquilani og framvegis…Menn tala um peninga.. er ekki fra þvi að leikmannahopur hja Newcastel se sterkari og betri þa meina eg þekktari nöfn..A.Pardew er lelegur..Sjaiði til dæmis Fulham 6 sæti a siðustu lektið og svo i skitnum i dag..og þjalfarinn væntanleg rekinn en sjaiði hvert hann fer liklaga til Hamburg. Eg vill personuleg erlendan þjalfara til LFC! Svo tala menn um hin og þennan..Af herju ættu þessi leikmenn vilja koma til LFC?? Vilja þessi menn ekki spila i Mestaradeildini og evropukeppnini.? er LFC með tryggingu fyrir þvi að LFC verði i Mestadeildini eða Evropukepnini a næstu leiktið.? og það gengur ekki að lifa i þvi gamla halda að leikmenn vilji koma til LFC þvi að það er svo þekkt lið..vill taka fram að LFC hefur ekki unnið Urvaldeildina fra þvi að hun var stofnuð! og hverning fær Sturridge að LFC se besta lið a Englandi þegar hann er 23 ara og LFC vann deildina (ekki urvalsdeildina) 1989/90…ÞAð eru menn örugglega að gera grin að honum vegna þessa og eg lika! Og svo tala menn um að Rodgers fai ekki peninga til að kaupa..það eru leikmenn orðaaðir við LFC fra Wigan…og mönum finnst það gott…vill taka það fram að ef leikmaður er goður i littlu liði þa er hann ekki að fara gera nokuð fyrir þekkt felag…Tek undi orð Kongsins hjá Stöð 2 sport Þar sem hann segir um leikmenn ur neðri deildum ..hann talar a visu um 1.deildina a islandi. (€24M) var eyðsla LFC fyrir tvo leikmenn Coutinho og Sturridge.(€42.5M) 2012
    Allen € 19M Borini € 13.3M Assaidi € 3.8M S. Ye?il € 1.3M og 2011 fyrir (€132.7M)
    Það væri vel hægt að eyða 19 i þekktari nafn. Þeir sem eg held fari fra LFC eru Coates ,Skrtel,Suarez og Reina. Þeir sem koma inn eru Begovic,og þeir sem eru orðaðir fra Wigan.

    Afram LFC! YNWA!

  32. Ástæðan fyrir þvi eg held að Coates fari er sú að LFC notar ekki þessa ungu leikmenn fa ekki nogu mikla spila tima og það er fullt að horfa uppá það…Dæmi:S.Leto eg vonaðist miklu fra honum….hvað vill þjalfarinn Coates er landsliðsmaðu..með reynslu þott ungur se..þetta finnst mer galli ,gefa þessum mönnum ekki tækifæri, Skrtel fer ja eftir þvi sem hann segir ef eitthvða lið skoðar hann þa munn han soða það alvarlega,eg mundi skilja hann ef hann mundi fara .frábær varnamaðu a að spila fyrir stort felag sem getur barist um tittla í öllum vigstöðum..ef eg væri eigandi ja einhvers liðs sem átti peninga..þa mundi eg klaralega skoða Skrtel og bjóða í hann er svona 20m virði! ekki spurning.
    ástæðan fyrir þvi ða Suarez mundi vilja fara eru svo sem margir…ju hann er einu numeri goður fyrir þetta felag og svo eru margir sem vilja hann! og hann a auðvitað að spila fyrir felag sem getur barist um alla tittla! Reina ástæðan fyrir þvi ða Reina mundi vilja fara er ju einfallt að spila fyrir Barcelona (uppalinn) og vinna jafn vel tittla.Tala ekki um að þar sem Neymar er komin til Barca.!

Kolo Toure á leið til Liverpool?

Mánudagsslúðrið