Kolo Toure á leið til Liverpool?

Samkvæmt The Guardian þá mun Kolo Toure ganga til liðs við Liverpool á næstu vikum. Samningur hans við Manchester City rennur út í sumar og hann kemur því á frjálsri sölu.

Toure er 32 ára gamall og vill áfram vera á Englandi, þannig að Liverpool er væntanlega mjög góður kostur fyrir hann. Hann hefur auðvitað mikla reynslu úr enska boltanum og getur klárlega átt inni 2-3 ár sem topp varnarmaður. Mér líst ágætlega á hann sem leikmann, sem getur bætt hópinn hjá okkar mönnum. Liverpool menn hafa væntanlega vit á því að bjóða honum engin Manchester City laun og ef það er á tæru, þá held ég að þetta séu fín viðskipti.

73 Comments

 1. Nú hef ég ekki séð mikið til hans þar sem hann hefur ekki spilað mikið eftir bannið 2011 en hann var klárlega frábær varnarmaður fyrir það.

  Í mínum huga er það varhugavert að fá til liðs við liðið menn á þessum aldri sem hafa ekki spilað mikið í nokkurn tíma. En vissulega er hann ókeypis og ef hægt er að semja við hann um eðlileg laun og ekki of langan samningstíma þá gæti þetta reynst fín viðbót fyrir liv liðið. Við höfum áður séð reynslubolta reynast happafeng fyrir liv sbr. meistara Mcallister.

  Spurning hvað Seb og Skrtel eru að hugsa þessa dagana, það getur varla reynst traustvekjandi fyrir þá að klúbburinn sé að huga að svona ráðningu?

 2. Ef hann samþykkir laun miðað við aldur og getu þá er hann fínn backup. Vonandi hefur Liverpool lært einhvað af Joe Cole dílnum. Það vantar líka fleiri blökkumenn í liðið.

 3. Það vantar meiri reynslu í þetta lið og fá leikmann sem hefur unnið bikara og verið fyriliði hjá Arsenal og Man City segjir dálítið um hans karakter.
  Ég held eins og menn eru að tala um að hann fái eðlileg laun þá á hann bara eftir að auka breyddina í hópnum en hann er þó engin Carragher þótt hægur sé.

 4. Ég er sammála podcastinu. Hvað á Kolo Toure eiginlega að koma með inn í þetta lið. Hefur virkað þungur og gert mistök síðastliðin 2 tímabil. Alltaf þarf Liverpool að taka 1-2 uppfyllingarkaup á hverju tímabili sem ég held að hafi aldrei reynst vel og vonandi er þetta bara slúður.

 5. Ef við tökum ekki kexkónginn eða Mark Hughes á þetta þá gæti þetta alveg verið sniðugt. Sérstaklega m.t.t. þess að Echo segir í dag að Papadopoulos og ungur Portúgali séu skotmörk nr. #1 & 2, báðir um ~tvítugt. Þá væri alls ekki vitlaust að fá Toure inn á sanngjörnum samningi,

  Þú vinnur jú ekkert með krökkum 😉

 6. Sammála #6. Hér er Echo linkurinn.

  Ef Toure kemur á sanngjörnum launum á 2ára samning og við fáum Papadopoulos til að vera í byrjunarliðinu með Agger, þá er Toure gamli varamaðurinn og þessi Portúgali ungi varamaðurinn (ef þetta myndi nú allt gerast). Carra, Skrtel og Coates á leið út. ManUtd eru með 4-5 miðverði og samt nær alltaf í meiðslavandræðum þarna, hugsa að 4 sem treyst er til að spila reglulega sé algjört lágmark í þessa stöðu. Toure er auk þess talsvert betri leikmaður en Skrtel og Coates.

 7. Ég er alveg sammála Jóni hér að ofan.
  Ef þetta er satt að Skrtel og Coates séu að fara og að Toure, Papadopoulos og þessi ungi komi inn þá verðum við í góðum málum varnarlega.
  Vonandi verða þessi mál komin á hreint sem fyrst.

 8. Veit ekki hvernig Kolo Toure á að geta styrkt hópinn, hefur litið mjög illa út með City á þessu tímabili.
  Ætli hann sé ekki ca. 38 ára gamall miðað við hvernig hann hefur spilað, þó vegabréfið segi að hann sé 32 ára 🙂

 9. ég get ekki séð að þetta gæti orðið liðinu til framdráttar að fá inn toure, lyfjahneyksli, framhjáhald og tala nú ekki um að gaurinn hefur lítið sem ekkert spilað…..

  er ég sá eini sem sé að gaurinn er ekkert góður í fótbolta lengur… þetta væri heimskulegt skref hjá rodgers ef satt reynist

 10. Skv. Liverpool Echo ætlum við að bjóða 12m punda í Papadopoulos, reyna að fá Ilori frá Sporting á 1,5-3m punda og svo Kolo Touré frítt. Ef það stenst erum við að fá þrjá miðverði (þá væntanlega í stað Carra, Coates og jafnvel Skrtel líka) á innan við 20m punda (og fengjum kannski 10-15m punda fyrir Coates og Skrtel til baka). Það væru ágætis viðskipti og myndu skilja eftir nóg af peningum til að fjárfesta í vinstri bakverði og/eða sóknarmanni.

  Einnig skil ég ef þetta er pælingin, að borga fyrir Papa og Iloris og fá Touré frítt frekar en að borga 10-12m fyrir 29 ára gamlan Ashley Williams.

  Ég er ekkert spenntur fyrir Kolo Touré en ef hann kemur frítt sem breidd í hópinn og reynsla þegar við þurfum á henni að halda, og ef hann getur haldið sér í formi, hef ég ekkert á móti þessum díl. Svipað og með Bellamy fyrir 2 árum væri þetta eitthvað sem brúar bil í 1-2 ár. Ekkert að því.

 11. Sælir félagar

  Hvað um að gera Andi Carrol að miðverði? AC er geysilega sterkur skallamaður og nýtist því einnig isókninni í föstum leikatriðum, heldur vel bolta og skilar honum vel frá sér. Hann er einnig alveg sæmilega hraður og hefur því alla burði til að verða afburða miðvörður. Bara svona til umhugsunar þar sem LFC á hann og þarf því engu til að kosta nema þjálfa strákinn sem miðvörð.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. Sé fyrir mér að við værum þá að versla Toure sem var að brillera með Arsenal, það væri jákvætt.

  Annað, með það silly season sem er að fara í gang núna, bara hugmynd fyrir okkur Liv menn að spenna beltin og halda ró okkar, við erum ekki að fara að vinna deildina í sumar. Vonandi náum við að byggja upp og koma sterkari inn í næsta síson.

 13. Líst ekkert á að vá Kolo Toure. Hann er einfaldlega búinn sem leikmaður.
  Veit einhver afhverju Kyriakos Papadopoulos spilaði ekki nema 10 deildarleiki með Schalke í vetur. Var hann meiddur eða komst hann ekki í liðið?

 14. Krulli#15

  Papadopoulos missed the second half of the Bundesliga season after undergoing surgery on his left knee back in December but has now recovered and Liverpool have no concerns over his long-term fitness.

 15. benitez er án vinnu torres er til sölu xabi alonso ekki búin að skrifa undir nýjan samning fá þessa menn aftur og hætta þessari meðalmennsku

 16. Hvernig lýst mönnum á það að okkar menn kaupi Asmir Begovic frá Stoke og setji hann í markið í skiptum fyrir Reina ?
  Ég vill fyrir alla muni halda Reina ef nokkur kostur er á því.

 17. Fínn squad player, ef hann kemur á eðlilegum launum. Sáum á sunnudag að Rodgers spilaði Skrtel frekar veikum, heldur en að láta Wisdom í miðvörðin.

  Þurfum annan miðvörð sem þá væntanlega er keyptur til að vera byrjunarliðsmiðvörður með Agger. Vek líka athygli á að Micah Richards er 2/1 á SkyBet að koma og væri það sniðug kaup til að eiga fyrir Glen Johnson í leikjum þar sem bakverðirnir eiga ekki að spila sem kantframherjar.

  Toure og Richards fyrir lítið væru mjög fín kaup til að auka breiddina, svo lengi sem með því fylgir líka byrjunarliðsmiðvörður og vinstribakvörður. Að lokum þurfum við svo að fá Diamé og þá erum við tilbúnir í seasonið. Fleiri leikmenn væru svo bónus.

 18. flott að fá Toure frítt, þekkiði eitthvað þennan grikkja ? eg veit ekkert um hann en eitthvað segir mer að mér lytist ekkert á einhhvern 12 milljon punda Grikkja i miðvörðinn.

 19. Fyrir ykkur sem viljið reka BR að þá voru Stoke að reka Tony Pulis þannig að hann er á lausu.

 20. Takk fyrir allt pulis þú gerðir knattspyrnuna að einni leiðinlegustu íþrótt í heimi.
  Annars vil ég ekki sjá Toure koma til Liverpool en eitt stk Gomez á diskinn minn.

 21. Birtist á BBC rétt í þessu…Ég er ekki sáttur ef rétt er 🙁

  Liverpool and West Ham have agreed a fee for striker Andy Carroll but the player has yet to decide if he wants to join the London club permanently.

  Negotiations have taken place in the past week with West Ham now willing to match Liverpool’s asking price – the fee is likely to be in the region of £15m.

  It is understood Newcastle’s interest in their former striker has cooled for now, but Carroll has still to make up his mind about whether to make his loan move permanent ahead of World Cup year.

 22. Ein pæling finnst umræður hérna um varnarmenn er kominn á fullt, ætli stjórinn sjái eitthvert sérstakt hlutverk fyrir martin kelly og andrei wisdom næst vetur?

  Ef það koma þrír miðverðir inn í glugganum þá tel ég næsta víst að hvorugur þeirra fái mikinn spilatíma nema svona við og við í hægri bak til að leysa af Johnson. Reyndar fékk Martin Kelly nýjan samning í vetur þannig að það virðist ríkja traust til hans hjá núverandi þjálfara.

 23. Samkvæmt fréttum núna þá eru WH og Liverpool búin að semja um Andy C.
  Leitt fyrir SigKarl þar sem ekki verður hægt að nota hann í miðvörðinn 😉
  Vonandi er samt söluverðið gott en ljóst að þetta eru ein lélegustu kaup sem hafa átt sér stað í deildinni.

 24. Það fæst þá allavega 15 millur fyrir hann sem ætti að duga fyrir Christian Ericsson.
  Carroll er finn í lið eins og West Ham en hann hefði aldrei átt framtíð hjá Liverpool.

 25. Allt að gerast og ég er sammála öllu sem Brendan er að gera.
  Toure spilaði mjög vel fyrir City í þessum leikjum sem hann spilaði undir lokin, sá það með eigin augum nú í vor. Þannig að ef Coates eða Skrtel fara þá er þetta maðurinn sem við þurfum.
  Fínn peningur fyrir Carroll, meira en ég bjóst við. Átti enga framtíð hjá Liverpool.
  Efast stórlega um að við kaupum þennan Grikkja nema að sölurnar á Skrtel og Coates gangi í gegn. Kelly kemur þú frekar inn í miðvörðinn – hef mikla trú á honum þar!
  Er sko alveg til í að fá Begovic í Liverpool. Hver vill ekki besta markmanninn í deildinni í sitt lið. Reina hefur skilað sínu fyrir liðið. Skál fyrir honum.

  Þá er bara eftir að selja Downing og fá inn einn súperútherja í staðin.

  Allt klárt fyrir næsta tímabil!

 26. Carroll keyptur á 35 og seldur á 15 + einhverjar kúlur fyrir lánssamninginn. Þetta er ekki mikið verra heldur en Veron á 28 millur og seldur á 15 hérna um árið. En allavega gott að þessu máli sé lokið.

  Nú er bara að kaupa þennan grikkja og einhvern vinstri bakvörð. Getum ekki haft Kolo Toure sem einu kaupin mjög lengi 🙂

 27. las það á tvitter að carlos teves væri orðaður við liverpool

  er eitthvað til í því.
  hefði reyndar ekkert á móti því en er þetta satt ?

 28. 32

  Carlos Teves er aldrei á leiðinni til Liverpool. Ástæðurnar eru fjölmargar, en sennilega sú stærsta er að hann hefur nákvæmlega engan áhuga á að spila á Englandi (nema fyrir City því hann fær þar 200.000 á viku). Menn eiga nú að vita betur en að trúa svona bulli 😉

  Kolo Toure er svo lítið annað en meðaljón. Reynsla, jújú, hún er góð svo langt sem hún nær. En við myndum t.d. aldrei vilja sjá Phil Neville hjá Liverpool en samt er hann með reynslumeiri mönnum deildarinnar. Kolo Toure er meðalleikmaður, útbrunninn á hæsta leveli, á erfitt með að komast í lið ManCity, Arsenal gafst upp á honum (eða öfugt!). Og við ætlum að hirða hann!?!

  Fyrir mitt leyti þá skiptir engu máli þótt hann komi frítt. Þessum manni þarf að borga laun, og þess vegna er hann ekki “frír” leikmaður. Þó hann sé reynslumikill þá myndi ég alltaf veðja frekar á hæfileikaríkan varnarmann. Alla daga ársins.

  Og það er hundfúlt að Carroll sé að fara. Hann er efnilegur, og gefur liðum eitthvað allt annað í sóknarleiknum. Það er synd, en ég vona að hann muni standa sig vel hjá West Ham.

  Homer

 29. Yrði sterkt að fá hann til að hleypa aukinni samkeppni inn í DC stöðuna. Svo hef ég líka enga trú á því að við missum Skrtel í sumar nema við fáum allt of hátt boð frá rússlandi í kauða. Carragher er farinn og ég sé einnig Coates fara sem opnar fyrir Túra og jafnvel einn annan ungan (Portúgalinn eða Grikkurinn?) sem yrði í raun bara “Tveir út/Tveir inn” skipti.

  Ekki að ég sé að skipta mér af launamálum á Anfield Road en ég geri ráð fyrir að Túri sé ekki að fara að fá nein “City-laun” þar sem frjáls sala þýðir oftast væn fúlga í vasann við undirskrift. Það verður engin undantekning þarna held ég.

  Annars er ég að vonast eftir því að við sjáum stór kaup fljótlega sem BR hefur lofað og ekki slæmt að stela “stóru nafni” á meðan liðin sem stjórna markaðnum (City og Chelsea) skipta um skipstjóra. Hrikalega væri ég til í að sjá Lukaku hjá Liverpool!

 30. Guð min góður. Coates er ungur Hyppia in the making og BR vill losna við hann til að fá has been Kolo. Brandari.

 31. Ég verð nú að segja að £15m eru töluvert meira heldur en ég bjóst við að fá fyrir AC. Held reyndar að hann sé nokkuð nálægt þeim verðmiða í gæðum, en Liverpool hefur nú ekki endilega verið þekkt fyrir að selja menn dýrum dómum – sérstaklega þá sem ólíklegir eru til að eiga afturkvæmt til félagsins.

  Vonandi verður þessum fjármunum nú varið í e-ð uppbyggilegt. T.d. Michu á £40m

  Eða þú veist

 32. Svakalega ósáttur við að Carrol sé að fara. Þetta er maður sem getur svo sannarlega breytt leikjum – hver man t.d. ekki eftir bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea. Við höfum litið illa út í mörgum leikjum þar sem við erum að lenda í líkamlega sterkum liðum sem dæla öllum aukaspyrnum inn á teiginn þar sem er síðan ráðist á boltann með látum. Þá kemur maður eins og Carrol að mjög góðum notum bæði í vörn og sókn. Alveg sorglegt. Brendan virðist ekki átta sig á því að þetta er ekki spænska deildin þar sem þú lendir ekkert í svona leikjum. Liðið samt á réttri leið en þetta eru mistök.

  Spennandi að velta því fyrir sér afhverju liðið hefur batnað svona mikið eftir áramótin og sérstaklega í síðustu leikjum (minni samt á nokkra stál í stál leiki sem hafa endað með jafntefli þar sem Carrol hefði verið flottur). Þannig er alveg augljóst að Brendan hefur bakkað aðeins með þetta Tiki Taka dæmi eða hvað þetta nú var. Nú erum við að horfa á hrikalega hraðar og flottar sóknir þar sem boltinn er sendur hratt fram á við enda enginn Allen í liðinu til að hægja á þessu og senda stuttar sendingar aftur. Coutinho auðvitað fært þennann hraða á annann level. Þannig held ég að við höfum verið svipað mikið með boltann á móti Newcastle og þeir en allir muna hvernig sá leikur endaði og maður hafði á tilfinningunni að Liverpool myndi skora í hverri einustu sókn.

 33. Persónulega sé ég ekkert að því að fá Toure til liðs við okkur með sína reynslu, klárlega eitthvað sem okkur vantar eftir að Carra setur takkana á hilluna.
  Eina spurningin er hvernig launapakkinn verður á honum kallinum, má segja að það sé eina spurningarmerkið við það að fá hann ,,frítt”.

  Líst afskaplega vel á Kyriakos Papadopoulos sem og þennan unga Portúgala, væri mjög gott að auka samkeppnina í þessa stöðu….eins og öll önnur lið verða solid menn að vera til taks þegar að kallið kemur.

  YNWA – Carragher, what a man!!!

 34. Maður bara vonar að Eriksen komi, hann er afar spennandi leikmaður. eg hefði nú helst viljað láta Andy Carroll fara til Newcastle ef við ætluðum ekki að eiga hann og reyna að fá Ben Arfa útúr þeim samningum.

  Þessa miðverði sem orðaðir eru við okkur þekki eg ekki neitt nema Toure og er sáttur að fá hann frítt en Grikkjann og Portúgalann þekki eg ekki neitt og í gær óskaði eg eftir því her hvort einhver þekkti þennan Grikkja og engin virðist gera það en samt ansi margir herna sem vilja ólmir fá hann.

  Pepe Reina vill ég svo alls ekki missa, í mínuma augum er hann ennþá einn af 3 bestu markvorðum deildarinnar og vonandi stendur Rodgers við það sem hann sagði fyrir nokkrum dögum siðan sem var það að Reina væri ekki á förum og einfaldlega ekki til sölu.

  Svo er náttúrulega mesta lykilatriðið að halda Suarez alveg sama hversu há upphæð hugsanlega verður boðinn í hann.

  Allavega spennandi sumar framundan, hefur eitthvað heyrst nýlega slúður um það hversu mikinn pening Rodgers fær til leikmannakaupa í sumar fra eigendnum ? eitthvað hafði maður heyrt um 25 miljónir plus sölur en ég vona að það verði meira en það….

 35. Sa ad charlton cole er an samnings.er hann utbrunnin eda vaeri haegt ad nota hann i lidid okkar?

 36. Frábært að sjá að fólk á Íslandi hefur meiri áhyggjur af launamálum á Anfield en þeir sem sitja og semja um laun við þessa leikmenn. Þetta á auðvitað að vera aðal áhyggjuefni stuðningsmanna um víða veröld.

 37. Las fréttina inn á LFC tv um Suarez, þar sem Rodgers segir hann ánægðan. Kemur nokkuð skýrt fram að eigendurnir ætli ekki að selja hann. Ein spurning bara, hefur Suarez sagt afdráttarlaust að hann ætli að koma tilbaka, eða er hann að hugsa málið?

 38. @44

  “Ein spurning bara, hefur Suarez sagt afdráttarlaust að hann ætli að koma tilbaka, eða er hann að hugsa málið?”

  Hefur hann eitthvað um þetta að segja, er hann ekki samningsbundinn til 2016?

 39. Við getum verið sattir við það hvað Suarez er geðveikur, það vill enginn kaupa hann nuna. Það fær ser enginn kött sem kukar inni eða bitur og klorar 🙂

  Það væri frabært að fa Kolo fritt. Maður með mikla reynslu af deildinni og hann er winner og ekkert annað, hann er lika ennþa fljotur. Eg horfði a heimildarþatt um Grikkjann i vetur, hann er mjög efnilegur varnarmaður og það var talið vist að lið eins og real madrid og barca færu að kaupa hann..

  Ef eg væri stjori hja Liverpool þa myndi eg reyna að kaupa Luke Shaw vinstri bakvörð Southampton. Virkilega efnilegur leikmaður sem myndi veita Enrique samkeppni. Svo vill eg halda Skrtel en Coates ma fara, eg held að hann verði engin stjarna. Við værum vel settir með Skrtel, Agger, Wisdom, Kolo og grikkjann.

  Eg held að það se lika klart að Carroll er að fara, eg var samt að vona að við fengjum 20 millur fyrir hann og við myndum þa kaupa einhvern heimsklassa striker fyrir þann aur .

  Svo þarf auðvitað að losa nokkra leikmenn i burtu sem fyrst. Assaidi. Spearing og eg held þvi miður að Borini se ekki nogu goður en hann ma samt fa annað timabil ..

  Eg hlakka til að sja hvað gerist i sumar.
  Væri ekki bara fint af fa Alonso og D. Villa..

 40. Bara pæling til þeirra sem vilja bæta við heimsklassa striker. Hvað höfðuð þið hugsað ykkur að gera ætti við Suarez og Sturridge? Er ekki 1 á toppnum í kerfinu hans BR? Hversu marga sóknarmenn þurfið þið á meðan það er enginn evrópukeppni næsta season?

  K. Toure er fínn DC og kemur frítt ef að verður. 32 og á inni 2-3 ár. Auðvitað er ekki hægt að finna mann í stað Carra en jákvætt að fá reynslubolta sem getur eitthvað.

  Eina sem ég helst myndi vilja skipta út í sókninni er Downing. Fremstu 4 væru Coutinho, Suarez, Sturridge plús annar en Downing. Til vara ertu með títtnefndan Downing, Sterling, Borini, Suso og Ibe.

  Miðjan er ágæt en C. Erikssen væri flott viðbót. Lucas á mikið inni og ég held að það þurfi backup fyrir hann. Ekki að kaupa einhvern í stað hans.

  Auðvitað getur maður hugsað sér betri leikmenn en sem fyrir eru í ýmsum stöðum en 150-200 millj.p. overhaul er aldrei að fara að gerast. Þannig að ég tel 3-4 ný andlit vera nokkuð líkleg viðbót.

 41. Hef verið að hugsa þetta svolítið svipað og tígon þó ég hafi ekki náð að koma því nógu vel að í podcasti. Ég sé ekki alveg þörfina á nýjum striker og held að sú staða hafi verið tekin fyrir í sumar (Borini) og janúar (Sturridge). Ef að enginn af sóknarmönnum félagsins fer núna í sumar er ekki forgangsmál að henda 15-25m í alvöru sóknarmann til að eiga fjóra. Hvað þá núna þegar liðið er ekki með í Evrópu (10-12 leikjum færra).

  Helst væri sóknartengiliður en ég er ekki viss um að það (t.d. Eriksen) sé forgangsmál eftir að Coutinho kom og hirti stöðuna fyrir aftan sóknarmann (Gerrard stöðuna) og við eigum fyrir Allen og Henderson sem eru frekar sóknarþenkjandi (sem og Suso og Shelvey). Frekar sé ég fyrir mér alhliða miðjumann sem getur leyst Lucas af og/eða spilað með honum, t.d. Victor Wanyama týpu. Kraftmikinn og sterkan miðjumann.

  Allt púðrið fer líklega í vörnina og varnarþenkjandi leikmenn, ekki nema Liverpool selji einhvern framar á vellinum sem við sjáum ekki alveg fyrir núna.

 42. Það sem þarf að kaupa er einfaldlega miðvörður, vinstri bakvörður og varnarsinnaður miðjumaður. Þetta er þær stöður sem helst þarf að styrkja og þá þarf helst að kaupa leikmenn sem eru betri en þeir sem eru fyrir hjá félaginu. Ég væri til í að fá Papadopoulos nánast eingöngu útaf slow motion myndbandinu af honum og Samaras og svo er ég sammála Babu um að Liverpool þurfi að kaupa sér svipaðann leikmann og Victor Wanyama. Reyndar held ég að það væri ekkert slæmt að fá hann bara í liðið.

 43. El Hadji Diouf beaten up by youths in a restaurant toilet in Dakar, Senegal after saying—”You’re nothing, you’re poor, you’re not connected” (Echo)

 44. Ég væri alveg til í að sjá Liverpool fara á eftir Romelu Lukaku og athuga hvort að Chelsea hefðu áhuga á að selja hann. Þeir virðast ætla að kaupa eitthvað stórt nafn í sumar til þess að spila með Ba og sennilega Torres þannig að plássið fyrir Lukaku ætti að vera lítið og spurning hvort að hann myndi ekki jafnvel ýta á svoleiðis viðskipti.

  Frábær leikmaður sem ég myndi svo sannarlega vilja sjá í rauðu fallegu treyjunni á næsta tímabili. Jújú við eigum Sturridge og Suarez en væri ekki gott að geta átt eitt stk Lukaku á bekknum ef illa gengur að skora.
  Einnig geta Suarez og Sturridge spilað sem kantsóknarmenn og þá gæti Lukaku verið fremsti maður.
  þetta er svo sem ekki efst á óskalistanum en mikið væri ég til í fá hann til Liverpool 🙂

 45. Loksins minnist einhver á Lukaku.

  Ekki ólíkegt að hann fari fram á sölu frá Chelsea í sumar.

 46. Ég hef nákvæmlega enga trú á því að Chelsea taki það í mál að selja Lukaku og efast um að það sé glæta að Baby Drogba sé að fara fet ef að Mótormouth er að taka við Chelsea aftur.

  Reyndar grunar mig að þeir myndu frekar lána Torres til WBA heldur en Lukaku aftur.

 47. Getur einhver sagt mér af hverju í andskotanum Johnny Evans fær ekki bann fyrir að kýla leikmann WBA um helgina? Hvaða rök gefur FA fyrir því?

 48. Eftir að hafa horft á nokkur myndbönd með Kyriakos Papadopoulos þá lýst mér bara mjög vel á hann, hann er öruggur á boltanum, góður skallmaður sóknarlega og varnarlega. Auk þess að hann virðist vera mjög vocal (líkt og okkar ástkæri JC), með smá dass af geðveiki sem gerir ekkert nema gott 🙂 Henda Coates aftur heim til sín, og fá þennan bráðefnilega leikmann í okkar raðir takk!

 49. ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér carlton cole hugmyndin alls ekki vitlaus, góður striker sem gæti passað vel inní liðið. Væri líka til að skoða Jenas inná miðjuna hjá okkur, veit hann hefur týnst en hann á fullt eftir að sanna sig og afhverju ekki að reyna við bosingwa hjá QPR vanmetinn leikmaður held hann gæti verið flottur hjá okkur. Sömuleiðis Shaun Wright-phillips.

 50. ÓHJ #37

  Vonandi verður þessum fjármunum nú varið í e-ð uppbyggilegt. T.d. Michu á £40m

  Áfram Stjarnan.

 51. Hvað með Thomas Vermaelen ?
  Þetta er fantagóður miðvörður sem virðist hafa lent í einhverri krísu og missti sæti sitt í Arsenal en þetta er miðvörður með mikla reynslu og hann getur vel spilað vinstri bakvörð í neyð og þá orðið backup fyrir Enrique.

  Hann er ekki nema 27 ára gamall og þar sem hann hefur spilað bæði fyrir Ajax og Arsenal þá þarf ekki að hafa áhyggjur af boltameðferðinni hjá honum. Flottur vel spilandi miðvörður sem er sterkur í loftinu og á nóg eftir.

  Hvað er e-mailið aftur hjá Rodgers 🙂

 52. ER BRJÁLAÐUR AÐ HELVITIS SCUMIÐ EVANS SLEPPI !!! NÚ ÞARF AÐ SKERA Á DEKK HJÁ EINHVERJUM ÞARNA Í FA

 53. Ef við viljum fá arftaka Carragher þá var Richard Dunne að losna. Ekki eins stórt nafn og Kolo Toure en þekktur fyrir að hafa hjartað á réttum stað, fyrir vinnusemi, knattspyrnuhæfileika á við tréhest, eiga metið i sjálfsmörkum, valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum City 4 ár í röð, fyriliði, leikmaður í úrvalsliði ársins hjá A.Villa en á einhvern óskiljanlegan hátt er fáanlegur núna á free transfer 33 ára gamall.

 54. Þetta tekur ekki gildi alveg strax Zigurður:

  The new ruling will mean that England could have five Champions League places from 2015-16 if one of its clubs lifts the Europa League in 2015 and finishes outside the top four.

 55. Kannski Dunne sé of gamall 33 ára…Titus Bramble er 31 árs og væri betra value.

 56. Ef Suarez hefði slegið svona til envherns einsog evans hefði maður ekkert heyrst í breskum fjölmiðlum um að múslimana sem drápu hermannin, og suared hefði verið dæmdur til dauða með því að vera hent í snákagrifju.

Kop.is Podcast #38

Silly season formlega hafið – opinn þráður