Kop.is Podcast #38

Hér er þáttur númer þrjátíu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 38. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti gerðum við upp tímabilið með öllu og fórum yfir stöðuna í upphafi félagaskiptagluggans í sumar.

8 Comments

  1. Það er sagt að liverpool séu búnir að semja við hann og hann muni fara í læknisskoðun mjög fljótlega.
    Eru menn sáttir við að fá hann ?
    Hann er auðvitað free transfer og kæmi með dýrmæta reynslu í liðið. Vonandi er þá verið að spara fyrir öðrum heimsklassa varnarmanni sem kæmi beint í liðið. Það má ekki gleyma því að hann hefur unnið deildina 2 sinnum. Vonandi verður þetta bara ekki annað Joe Cole dæmi.

  2. Mér líst vel á Kolo Toure. Við skulum bara vona að þeir hafi lært af Joe Cole og gefi honum styttri samning og reyni að halda laununum niðri.

  3. Eina sem ég hef séð af Kolo Toure síðustu tvö ár eru einhverjar fréttir af framhjáhaldi. En hann var flottur hjá Arsenal og var minnir mig fyrirliði hjá City til að byrja með.

    Fínt að fá mann eins og Kolo Toure í hópinn. Ef hann vill koma til Liverpool þá ímynda ég mér hann sé kominn til að spila fótbolta. FSG og Rodgers hafa gert vel í því að sannfæra mig um að samningamál séu á réttri leið.

  4. Hann er ekki búinn að vera merkilegur síðustu tvö árinn en hann er líklega hugsaður sem reynslubolti og varaskeifa í þunnskipaðri vörn liverpool.

  5. mér lýst mjög vel á þetta, hann er frábær varnarmaður einn sá sterkasti í deildinni. Það að fá hann frítt er mikils virði og gefur okkur meiri möguleika á að breikka hópinn.

Liverpool 1 QPR 0

Kolo Toure á leið til Liverpool?