Liðið gegn QPR

Byrjunarliðið er komið og það kemur öllum á óvart að Jamie Carragher byrjar inná!

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Lucas – Coutinho

Downing – Sturridge – Ibe

Bekkur: Jones, Coates, Wisdom, Coady, Suso, Assaidi, Borini.

Unglingurinn Jordon Ibe spilar sinn fyrsta leik um leið og Carra spilar sinn síðasta. Viðeigandi.

Síðasti leikur tímabilsins er fram undan. Fylgist vel með því mig grunar að við séum að horfa á fleiri en bara Carra spila sínar síðustu mínútur fyrir framan The Kop. Jafnvel leikmenn sem við búumst ekki endilega við að fari í sumar…

Áfram Liverpool!

26 Comments

  1. vonandi að Coady fái mikinn spiltíma í dag og að Carra skori.
    Spái þessu 4:0 þar sem Carra skorar ekki bara eitt heldur tvö, annað úr víti

  2. Er einhver með stream channel fyrir leikinn? Er ekki að finna neinn sem virkar á þeim síðum sem ég skoða venjulega.

  3. Djöfull er ég sáttur ad Rodgers leyfir Ibe a byrja inná. Vonandi sjáum vid meira af honum í dramtídinni 🙂

  4. Ok vá hvað ég hélt að leikurinn byrjaði kl 14.

    Annars flott að sjá Ibe byrja og ég krefst þess hreinlega að liðið vinni varnarvinnuna vel og haldi hreinu í síðasta leiknum hjá Carra.

  5. Ef að Carragher er að fara skora í dag væri ekki annað við hæfi en að það yrði sjálfsmark.

    Annars spennandi að sjá Ibe byrja inná.

  6. Mikið ofboðslega er ég glaður með þann í njósnarateyminu sem fann Coutinho…verðið grín og leikmaðurinn stórkostlegur!

  7. Maggi djufull er sammála þér með það. Þessi leikmaður er stórkostlegur hlakka gríðarlega til að fylgjast með honum á næsta tímabili. 🙂

  8. What’s up to every one, the contents existing at this web site are genuinely awesome for people experience, well, keep up the nice work fellows.

Upphitun: Carragher kveður gegn QPR

Liverpool 1 QPR 0