Byrjunarliðið á Craven Cottage

Okkar menn eru mættir til leiks á Craven Cottage við Thames ána í Lundúnum í síðasta útileik PL tímabilsins.

Rodgers setti þessi nöfn á byrjunarliðsblaðið:

Reina

Wisdom – Coates – Carragher – Johnson

Henderson – Lucas – Shelvey

Downing – Sturridge – Coutinho

Á bekknum sitja: B Jones, Enrique, Assaidi, Borini, Suso, Coady, L Jones

Sumir vilja meina að verið sé að spila 3-5-2 með þá Downing og Johnson í wingbacks og Coutinho sem falskan framherja. Sjáum til.

Martin Skrtel veiktist í nótt og því fær Coates sénsinn og á varamannabekkinn sest hafsentinn Lloyd Jones, 17 ára Walesbúi sem hefur verið að mínu mati besti leikmaður U-18 ára liðsins.

Við vonandi fáum skemmtun í dag krakkar!

KOMA-SVOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!

22 Comments

  1. Þetta kemur einganveigin á óvart eftir að fréttir um skrtl hafi veikst, Eins og ég hélt í gær að þetta yrði fillt upp með ungum gæum, spái svolítið skemtilegum leik með stuttum leiðindakafla 🙂 Skorara verða

  2. Er ekki allt eins líklegt að það sé verið að passa að Skrtel meiðist ekki fyrir sumarið? Líklega seldur.

    Ágætt lið en auðvitað ekki að neinu að keppa. Að því gefnu tippa ég á 4-0 sigur!

  3. finn engan sopcast link en seinastu linkurinn frá mastergoal á wiziwig er á ensku og í fínustu gæðum

  4. Eina sem Liv þarf að gera er að skora fleiri mörk 🙂
    ynwa

  5. Þetta er alveg rosalegt hvað liðið er lélegt. Aðeins betri framherji í okkar liði og við ættum að vera 2-0 yfir í staðinn erum við 1-0 undir eftir lélegan varnarleik.

  6. Tvö mjög góð mörk komin frá Sturridge. Fulham menn óheppnir að fá ekki vítaspyrnu rétt áður en seinna markið kom… sama hvað hver segir þá var þetta klár vítaspyrna.

    Coutinho er náttúrulega snillingur… hann hefur svo rosaelgt auga fyrir því að spila uppi samherja sína

  7. ein spurning. hvort er sturrige að spila fyrir sjálfan sig eða fyrir Liverpool?

  8. @15

    Ertu að tala um Sturridge sem er búin að setja 2 í dag og koma Liverpool yfir??

  9. Nei er að tala um Sturrige sem skoraði þrennu í dag 😉 … má samt alveg gefa boltann stundum en lítið hægt að segja eftir þrennu 🙂

  10. nr. 19
    maður vill framhjera sem eru soldnir einspilarar. Það bæði sínir mikið öryggi og að þeir eru alls ekki hræddir við að koma sér sjálfir í færi og skjóta. Það er akkúrat verk framherjanna!

  11. Vel gert hja okkar mønnum i dag. Margir af køppunum eru fjarverandi en vid erum nokkud flottir engu ad sidur. Sturridge var ad skora sitt fyrsta hat-trick a ferlinum (sem m.fl. leikmadur) svo eg fyrirgef honum alveg ad hafa ekki gefid boltann a betur setta menn i dag. Kannski smaatridi fyrir okkur sem horfum a, en tad er mikilvægt fyrir sjalfstraustid hja straknum ad vera buinn ad na tessum afanga.
    Er nokkud spenntur fyrir komandi vikum og sja hvort Rodgers fai nu einhverja aura til ad styrkja lidid med mønnum sem hann vill fa. Kaupin i januar ættu ad minu viti ad yta undir ahuga eigendanna a ad stydja vid bakid a stjoranum a komandi vikum, Coutinho og Sturridge voru amk ekkert til skammar i dag.

Fulham á morgun

Fulham 1 – Liverpool 3