Liðið gegn Everton

Jæja, Kop.is strákarnir (nema ég) eru mættir á Anfield og ætla að horfa á okkar menn vinna Everton í dag.

Það kemur fáum á óvart að liðið er óbreytt frá 6-0 sigrinum á Newcastle.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Coates, Skrtel, Assaidi, Suso, Shelvey, Borini.

Það er ekki hægt að setja útá þetta – ég held að nánast allir í heiminum séu sammála um að þetta er okkar sterkasta lið miðað við þann hóp, sem við erum með í dag. Ég er sáttur og er þokkalega bjartsýnn að við náum að vinna Everton í dag.

28 Comments

 1. Líst vel á óbreytt lið. 3-1 fyrir LFC. Vona að dómarinn verði ekki í aðalhlutverki í þessum leik, en óttast það samt.

  Koma svo rauðir ! ! ! Síðasti derby leikur Carra, vinna þetta fyrir kallinn 🙂

 2. Bloodzeed mættir með stream 🙂

  acestream://77f0f13eea47fd72b25b4cc68f82d1faf43b266b/

 3. islogi , ég hef verið svo fastur í Sopcast alltaf, hvar get ég sótt forritið til þess að horfa á linkinn frá þér? : /

 4. Liverpool mun aldrei enda ofar en 6 sæti ef að Downing verður spilandi alla leiki, þetta er ekki hægt hvað maðurinn er slakur

 5. Það er nú ekki margt að frétta af þessum fyrri hálfleik. Sennilega svipað og flestir bjuggust við. 3-4 skipti sem við eigum séns á að komast í færi eftir vel útfærðar sóknir en enginn endahnútur bundinn á þær, vantar lítið upp á stundum. Everton eru helvíti þéttir, þeir mega eiga það, erfitt að spila gegn þeim.

 6. 7 Downsyndrome

  Ertu þá að meina þessi Downing sem að lagði upp 2 mörk í seinasta leik og hefur verið að spila betur og betur á þessu tímabili ?

 7. Það þarf að koma upp spil, þessi leikur er að spilast eftir höfði Everton, við þurfum betra spil og hætta kick and run

  Sturage hefur verið afar dapur, serstklega þegar horft er til þessara tveggja skota hanns þegar hann àtti mun betri sendingrmöguleika. Ef hann heldur svona afram þa vill eg sja Suso inn fyrir hann eða kaski frekar Borini

 8. já vaá hann er atvinnumaður, ætti að geta eitthvað myndi maður halda, hann er bara svo langt í frá að vera í einhverjum klassa, það er örrugglega hægt að telja upp 2-3 önnur atriði sem hann hefur gert á þessu tímabili

 9. Við erum klárlega betra liðið á vellinum og eigum eftir að skora. Coutinho klárar þetta fyrir okkur…

 10. Jæja, þetta gengur ekki lengur, Sturridge er búionn að klúðra alltof mörgum færum, bara útaf með hann. Á bekknum er strákur sem heldur betur getur skorað, inná með SHELVEY!

 11. Fyrst var það Borini inn fyrir Henderson, og svo Skrtel inn fyrir Downing. Annað hvort er þetta einhver taktísk snilld sem ég er ekki að fatta, eða furðulegur brandari hjá Rodgers.

 12. Hvernig er það

  Eigum við ekki inni eitt sigurmark á lokasekúndunni á móti þessu liði?

 13. To do list:
  kenna sturridge að rekja bolta
  láta reina fara í sjónmælingu
  það er leikmaður sem heitir rodrigo kaupa hann
  bls 1 af 10000000000000000000000090

 14. Gott að við erum ekki að fara að mæta Bayern í úrslitaleiknum á Wembley.
  Mér finnst betra að lenda í 8.sæti og vinna deildarbikarinn heldur en að lenda í 7.sæti og vinna engann bikar.

Everton á morgun

Liverpool 0 – Everton 0