Strákarnir í Liverpool borg

Félagar mínir á Kop.is eru núna komnir til Liverpool borgar og eflaust byrjaðir að flakka á milli bara í borginni. Þeir verða þarna úti um helgina og munu hvetja okkar menn úr Kop stúkunni á sunnudag gegn Everton.

Ég hafði það mikið að gera í tengslum við opnun á nýjum veitingastöðum í Stokkhólmi að ég ákvað að sleppa þessari ferð. Auk þess er ég að fara á tónleika með Bruce Springsteen í Stokkhólmi á morgun. Tónleikar með honum er einn af fáum hlutum sem ég á erfitt með að sleppa fyrir Liverpool leik. Þannig að á meðan að þeir eru í Kop stúkunni þá mun ég horfa á leikinn á bar á Södermalm. Upphitun frá Steina kemur á morgun og svo mun ég skrifa skýrsluna á sunnudaginn.

Það er hægt að fylgjast með strákunum útí Liverpool borg á Twitter. Ég bind miklar vonir við að þeir noti Twitter mikið í alla nótt.


ReAct, sem hafa stutt þessa síðu vel báðu mig að koma eftirfarandi skilaboðum á framvfæri.

ReAct sem er innflutnings-, dreifingar- og söluaðili fyrir Official Liverpool vörur á Íslandi mun hefja forsölu á
nýja aðalbúning Liverpool fyrir tímabilið 2013-2014 í dag.

Nýja Liverpool búninginn er hægt að panta á heimasíðu ReAct með góðum afslætti í forsölunni, sjá hér fyrir
neðan, en afhending á búningnum er fyrstu vikuna í Júní á heimsvísu eða nánar tiltekið 5-8 júní 2013 hér á
Íslandi.

Aðaltreyja Liverpool (fullorðins) – Verð í forsölu 10.990 kr. (14.990 kr.)
Aðalstuttbuxur Liverpool (fullorðins) – Verð í forsölu 5.990 kr. (7.990 kr.)
Aðalsokkar Liverpool (fullorðins) – Verð í forsölu 1.990 kr. (2.990 kr.)

Aðaltreyja Liverpool (barna) – Verð í forsölu 8.990 kr. (11.990 kr.)
Aðalstuttbuxur Liverpool (barna) – Verð í forsölu 4.990 kr. (6.990 kr.)
Aðalsokkar Liverpool (barna) – Verð í forsölu 1.990 kr. (2.990 kr.)

Búningurinn fyrir tímabilið 2012-2013 er svo á rýmingarútsölu í ReAct eða frá 5.990 kr.

3 Comments

  1. Merkja þeir hjá ReAct búninginn fyrir mann (með offical stöfum)? Og ef ekki, hver þá?

  2. Ég myndi kalla mig harðan stuðningsmann Liverpool, verandi með tattú og alles, og ekki stærsta Springsteen aðdáenda í heimi, en samt hef ég séð tónleika með honum, en aldrei verið á Anfield. Ég er ekkert sérstaklega ánægður með það, en ég verð samt að segja það að kallinn er algjörlega með’etta, ennþá árið 2013. Ótrúlegur á tónleikum.

  3. Nr. 1

    ReAct mun merkja búninga, en við erum að vinna að þeim hlutum eins og staðan er í dag. Treystum á að það verði klárt nú í Maí mánuði.

    Kv. Jói – ReAct

Opinn þráður – Nýr búningur

Everton á morgun