Kop.is Podcast #37

Hér er þáttur númer þrjátíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 37. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi og Babú.

Í þessum þætti ræddum við Suarez-málið, leikina gegn Chelsea og Newcastle og hituðum upp fyrir leikinn gegn Everton.

16 Comments

 1. Gangi ykkur vel strákar í ferðinni og komið með sigur heim.
  Ég var með syni mínum(þá var hann 12 ára) á leik Liverpool-everton fyrir nokkrum árum( vorum í Kop stúkunni) og þar lærði guttinn minn meira í ensku á þessum 90 mínutum en hann hafði gert í skólanum hingað til,(því miður ekki falleg orð) að sjálfsögðu unnu okkar menn og stemminginn var alveg geggjuð allann tímann.

 2. Vááá hvað ég er orðinn spenntur.Er að fara í fyrsta skiptið út núna á everton leikinn með pabba og þetta snilldar podcast var ekkert að minnka þá stemmningu sem er búin að byggjast upp seinustu daga.Hlakka til að syngja You’ll Never Walk Alone með ykkur og fylgjast með okkar mönnum sigra everton.

 3. Flott strákar … Virkilega góður þáttur eins og vanalega, vildu að okkar ástkæra lið væri jafn stöðugt og þið:) en nýjasta af Twitter: þá er það ENDANLEGA staðfest að Carra hættir, bra 3 leikir eftir hja þessum meistara:( klappiði vel fyrir drengnum og syngiði með ,,team of carraghers,, @LFCFansCorner: Sky Sports have now confirmed that Liverpool defender Jamie Carragher will join the Sky Sports punditry team for the 2013/14 season. #YNWA @ragnarsson10

 4. Það er tekið fram í dómnum að afskipti forsætisráðherra hafði áhrif, er það þá ekki borðlyggjandi að FA ætti að fara í landsliðsbann? eða gilda ekki sömu reglur fyrir þá og önnur lönd sem þar sem pólutísk afskipti hafa verið refsuð?

 5. Takk fyrir mig.

  Þið eruð eins og Mighty Mouse,, “Here you come to save the day”!!!

 6. Maggi á samt setningu pod castins. ” Þegar menn lenda í þessu að bíta menn” Lætur þetta hljóma eins og þetta gerist á hverjum degi 🙂 Fannst þetta mjög fyndið.
  En er sammála ykkur þótt ég hefði talið hæfilegt bann 4 leikir. Annars flott podcast og gaman að hlusta á það 🙂

 7. Mikið rosalega bjargar þetta deginum í prófalærdómi! Fowler minn góður.

  En mig langar að velta fram einu í sambandi við þessa miðvarðapælingu.
  Carra er að fara að hætta (það er orðið staðfest að hann hefur gert samning við Sky), möguleiki er á því að Skrtel fari en spurning með Coates.
  Martin nokkur Kelly gerði langtímasamning og segir það ekki sína sögu? Hann er að upplagi miðvörður, hann er þokkalegur í fótunum og flottur varnarmaður (ef hann helst heill þ.e.a.s). Sömu sögu er að segja af Wisdom…flottur fótboltamaður, nautsterkur og tapar varla tæklingu (miðað við Opta-tölfræði).

  Þarna værum við mögulega að missa 2-3 miðverði úr liðinu en þarna væru allavega tveir sem myndi berjast um nákvæmlega þetta sæti. Ég veit vel að enginn nennir að bíða eftir því að þeir verði fullmótaðir leikmenn eins og Carra er allt svoleiðis, en er það ekki möguleiki að einungis 1 miðvörður komi inn í þessum glugga þó svo að 2-3 fari frá okkur?
  Persónulega langar mig að fá Toby Alderweireld eða Dede, en eins og Steini sagði er Dede mjög fjarlægur kostur því fleiri stærri lið verða á eftir honum.

  Gleyma Williams…almáttugur minn ekki fá hann til liðsins! Sömu sögu segi ég af Michu, gleyma þessu rugli…ef Michu er leikmaður sem við getum notað, hvað er Andy Carroll þá? Nákvæmlega eins leikmaður!

  YNWA – Brendan we trust!

 8. Varðandi bannið hjá Suarez að þá held ég að ástæðan fyrir því að bannið var mælt í leikjum en ekki mánuðum sé sú að tímabilið var að verða búið og hann því afplánað meirihlutann af því í sumarfríinu. fa því fundist hann sleppa „of létt“ frá refsingunni.
  Hefði þetta verið í byrjun tímabils hefði fa örugglega mælt bannið í mánuðum.

 9. Sfinnur # 8

  Ég var akkúrat að hugsa þetta sama og tel það meira en líklegt að við sjáum bara einn miðvörð koma inn í glugganum þrátt fyrir að við gætum mögulega séð 3 hverfa á braut (carra, skrtel og coates). Miðað við meiðslasögu kelly og það hversu wisdom er ungur þá er það vissulega hættulegt ef við lendum í því að menn fara að forfallast.

 10. Byrjunalið síðasta leik í árum…..

  Sturridge 23 ára
  Coutinho 20 ára
  Henderson 22 ára
  Downing 28 ára
  Lucas 26 ára
  Gerrard 32 ára
  Johnson 28 ára
  Carragher 35 ára
  Agger 28 ára
  Enrique 27 ára
  Reina 30 ára

 11. 8 og # 10 góð pæling sem ég hef verið að pæla í líka.

  Kelly og Wisdom eru klárlega fínir miðverðir held ég, að mínu mati hafa þeir verið sterkir varnarlega í bakverðinu en ekki nægilega góðir sóknarlega. Einnig er Sama nokkuð öflugur sem ungur en efast um að hann sé að fara byrja einhverja leiki, svo má ekki gleyma Danny Wilson.
  En hins vegar er Rodgers ætlar að fara nota Wisdom og Kelly sem miðverði þá vantar okkur að versla hægri bakvörð því þá er Glen Johnson eiginlega bara eftir. Nema hann kaupi 1-2 miðverði og notist við Kelly og Wisdom sem bakverði og miðverði.

 12. Kæru vinir, nú er ég búinn að standa við stóru orðin mín. Á laugardaginn fór ég niðrí bát og tók sjóhattinn minn og át hann eins og ég var búinn að lofa ef hann Agger minn myndi skora 3 mörk með skalla. Og nú er ég búinn að vera fárveikur í 3 daga eftir þessa lífsreynslu. Þetta var kannski ekki gáfulegt hjá mér sérstaglega í ljósi þess að eins og ég sagði í greininni minni að ég væri alveg viss um hann Agger minn myndi skora 3 mörk með skalla. En ég er allur að koma til núna og pensilínið er farið að virka!!! Svo af ennþá betri fréttum, er guðsgjöfin Liverpool ekki búnir að skora næst flest mörkin í deildinni. svo að lokum kæru vinir þá vinnum við everton 4-0 yfir og út 😉

 13. Siggi Scheving: Við þurfum myndir, eða þetta gerðist ekki 😉

  Homer

 14. Ég varð því miður vitni af þessum atburði. Það var ekki falleg sjón að sjá Sigga Scheving, sporðrenna sjóhatti. Ég hélt að hann myndi kafna, en hann er baráttujaxl og hafði þetta af – naumlega þó.

Newcastle – Liverpool 0-6

Opinn þráður – Nýr búningur