Newcastle á morgun

Mikið er nú erfitt að gíra sig upp í upphitun eftir það sem gengið hefur á þessa vikuna. Það er ljótt að segja það en ef ekki væri fyrir Merseyside derby sem framundan er, þá væri maður hreinlega andlega kominn í sumarfrí frá boltanum. En að sjálfsögðu liggur þarna undir niðri eftirvænting og spenna fyrir því að sjá enn einn leikinn með okkar mönnum, þó svo að um lítið sé að keppa. Nú er það bara ein krafa og hún er sú að reyna að enda fyrir ofan þessa bláu félaga okkar þegar tímabilið verður flautað af. Ef við ætlum að eiga möguleika á því, þá verða menn að taka þrjú stig á morgun, allt annað er óásættanlegt.

Þetta Newcastle lið var nokkurs konar spútnik lið á síðustu leiktíð, en hafa valdið miklum vonbrigðum á þessari. Þeir keyptu reyndar 5 sveitarfélög frá Frakklandi í janúar glugganum og hresstust aðeins við það, en eru engu að síður ekki alveg lausir við falldrauginn, þó svo að það sé ólíklegt. Engu að síður geta þeir klárlega ennþá fallið. Þeir eru með 37 stig, en Wigan eru með 31 og eiga leik til góða. Þeir allavega munu klárlega leggja allt í sölurnar, því sigur á morgun nánast tryggir þeim áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu.

Lið Newcastle er ágætlega skipað og hreinlega er það eiginlega algjört rugl að þeir skuli vera í svona miklu ströggli. Þeir hafa reyndar verið ákaflega óheppnir með meiðsli í allan vetur, misstu Demba Ba frá sér, en engu að síður ættu þeir að vera það vel mannaðir að þeir ættu í það minnsta að vera að sigla tiltölulega lygnan sjó um miðja deild. En menn vinna ekkert á pappírnum einum saman, það hefur marg sannast.

Lítið hefur maður heyrt úr herbúðum okkar manna annað en mál tengd Suárez. Hann verður fjarri góðu gamni næstu mánuðina og sjáum við hann væntanlega ekki í Liverpool treyju fyrr en í október. Það komu reyndar góðar fregnir af Fabio Borini og Martin Kelly, en báðir eru byrjaðir að æfa á nýjan leik. Ég efast samt stórlega um að þeir leiki stórt hlutverk í leikjunum sem eftir eru af tímabilinu. Nú mun allavega mikið mæða á Daniel Sturridge og hann fær svo sannarlega færi á að láta ljós sitt skína. Vonandi mun það bara skína skært þessa örfáu leiki sem eftir eru. Ég ætla að tippa á að vörnin verði hefðbundin og að vanda verði þeir Lucas og Gerrard þar fyrir framan. Það má nánast segja að liðið velji sig sjálft núna, þar sem Sterling er meiddur. Eina spurningin í mínum huga er hvort Henderson fái ekki að halda áfram að spila sem fremsti miðjumaður, eða hvort Jonjo fái einhver tækifæri í hans stað. Downing á svo kantinn hægra megin. Svona verður þetta því væntanlega:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Suso, Assaidi, Borini

Nú er bara að gleyma þessu Suárez fíaskói og skunda fram á veginn og reyna að hirða sem mest af þessum stigum sem í boði eru. Þar sem við Kop.is félagar erum að fara á völlinn um næstu helgi, þá væri ólíkt betri stemmari ef sigur ynnist á morgun. Ekki það, það er alltaf ákaflega mikil stemning þegar borgarslagurinn fer fram, en það væri ólíkt skemmtilegra að fara í hann með smá stigaspennu líka milli liðanna. Ég ætla að spá því að við vinnum góðan vinnusigur á morgun, þetta verður erfitt en ég ætla að spá því að við sigrum þetta 1-2 og að það verði Sturridge og Coutinho sem verði með mörkin.

18 Comments

 1. Er Sterling meiddur? allavegana sá þetta á twitter
  This Is Anfield ?@thisisanfield 2h
  No Conor Coady, Raheem Sterling or Adam Morgan for the U21s this evening as they are travelling to Newcastle with the 1st team.

  En er nokkuð viss um að menn girði sig í brók og taki þetta með herkjum og verð að vera sammála með skorarana.

 2. Er ekki nokkuð ljóst að Skirtle mun yfirgefa okkur í sumar, maðurinn hefur ekki fengið leik ansi leiki og er algjörlega útí kuldanum. Við gæum því misst tvo miðverði í sumar sem er alls ekki nógu gott, við eigum nú ekki mikið backup í þessa stöðu. Það er því nokkuð ljóst að BR verður að fá minnst tvo nýja miðherja inn í sumar. Það verður þá vonandi einn reyndur topp 1 team maður og svo kannski einn ungur en mjög efnilegur.

  Ég hef fulla trú að við munum spila vel á morgun og rúlla yfir þetta Newcastle lið. Það er nefnlega stundum þannig að þegar vantar “stjörnuna” í liðið, samanber Gerrard eða Suarez þá eiga menn til að blómstra. Það gerist á morgun.

  3-1 fyrir okkur, Sturridge með 2 og Johnson með mörkin.

 3. Þessi leikur veltur á því eins og venulega hvort að supportið verður í lagi. Henderson, Downing og Coutinho eiga að vera nálægt Sturridge og gera sér mat úr sendingum Gerrards. Þetta hefur virkað glimrandi vel á tímabilinu og bekkurinn náttúrulega baneitraður með Jonjo og Assaidi sem leyniskyttur.

  Eigum við ekki að segja 3-2. Coutinho, Sturridge og Gerrard og Cabaye og Cisse fyrir þá.

 4. Þar sem við erum ekki að keppa um neitt, þá hefði ég vilja sjá Coady fá sénsinn á kostnað Lucas sem hefur ekki staðið sig vel í seinustu leikjum. Ég væri einnig til í að sjá einhvern spila í stað Johnson en því miður er það ekki hægt. Þó ég vilji sjá Coady fá sénsinn í stað Lucas þá þýðir það ekki að ég vilji selja Lucas =)

 5. Ég vona innilega að við vinnum rest, sérstaklega Everton. Hins vegar vona ég að Everton tapi ekki stigum, nema á móti okkur. Það hefur ekkert upp á sig að vera með í þessari Evrópudeild. Hún er bara fyrir liði með þunnan hóp í leit að Meistaradeildarsæti.

 6. 2 við eigum 2-3 efnilega miðverði í stað þeirra sem fara. Það er víst 1 í varaliðinu sem ég því miður man ekki nafnið á og svo er Kelly miðvörður að upplagi svo að sjálfsögðu Coates ( ekki segja að hann sé lélegur þar sem allir sem fá jafn lítinn séns og hann skjálfa að sjálfsögðu þegar þeir loks fá sénsinn og gera þar af leiðandi mistök) svo það er engin ásæða til að kaupa miðverði inn í liðið, þá er alveg eins hægt að leggja niður U21 liðið.

 7. Eg held að sturridge klari þetta a morgun.

  Vinnum 0-2 og sturridge með bæði..
  Annars er einhver grunur i mer að Gerrard setji eitt mark, gæti farið 0-3 ef uti það er farið en eg er sannfærður að sturridge setur 2 sama hvernig fer.

 8. spái því að liðið okkar komi gjörsamlega kreisí inní leikinn á morgun og sigri 1-4…..sturridge með 2 og coutinho eitt og enginn annar en carra með eitt kvekindi!!!!

 9. Nú er tími til að sýna hversu mikinn karakter okkar menn hafa í sér. Menn eru örugglega pirraðir bæði yfir asnaskapnum í Suarez og harðri refsingu sem hann fékk í kjölfarið. Það er aðeins tvennt í stöðunni, annaðhvort brotna niður í öreindir eins og Milan 2005 eða sýna karakter eins og hitt liðið gerði í sama leik og slátra þessu Newcastle liði, þetta er fullkominn leikur til þess og aðstæður gætu ekki verið betri. Newcastle er þannig lið að þótt þeir séu að tapa leikjum þá veita þeir alltaf mótspyrnu og hvað þá gegn okkur. Leikir liðanna eru nánast án undantekninga frábær skemmtun og þetta mun ekki vera auðvelt, en sigur mun gefa leikmönnum byr undir báða vængi fyrir leikinn gegn Everton og mun hjálpa okkur að klára leiktíðina með stæl.

 10. Viðurkenni að ég er býsna spenntur að sjá byrjunarliðið. Hvort að einhver rótering eigi sér stað. Eða hvort að það sé sama lína og fremstir verði þá Coutinho-Sturridge-Downing. Lucas Gerrard Henderson miðjan og Enrique-Agger-Carra-Johnson.

 11. Varðandi þessar vangaveltur með 6. sætið og Evrópukeppnina þá eru nánast engar líkur á að það sæti gefi Evrópusæti. Ljóst er að Wigan og Swansea eru búin að tryggja sér sæti í Evrópukeppninni. 5. sætið í deildinn mun síðan gefa síðasta Evrópusætið og það verða Chelsea, Tottenham eða Arsenal sem enda í því.

  Hins vegar er veik von að Englendingar munu fá viðbótarsæti í Evrópukeppninni í gegnum UEFA fair play competiton, en það er frekar langsótt.

  Burtséð frá þessum vangaveltum þá eigum við auðvitað að reyna að ná þessu 6. sæti og enda fyrir ofan Everton. Eigum alveg þokkalegan möguleika á því, en það munar bara 5 stigum á liðunum og við eigum eftir að spila við þá á Anfield.

 12. Liverpool: Reina, Johnson, Enrique, Carragher, Agger, Lucas, Gerrard, Henderson, Downing, Coutinho, Sturridge.
  Varamenn: Jones, Coates, Skrtel, Wisdom, Suso, Shelvey, Borini.

  Newcastle: Elliot, Debuchy, S Taylor, Yanga-Mbiwa, Haidara, Perch, Tiote, Cabaye, Sissoko, Cisse, Gutierrez.
  Varamenn: Harper, Williamson, Gosling, Anita, Ben Arfa, Gouffran, Sh Ameobi.

 13. Roberto Martinez að gera góða hluti enn eina ferðina með þetta Wigan lið. Haldið þið að Brendan væri ekki til í að skipta við hann? Við fáum Roberto og hann fer yfir til Wigan.

 14. Leikurinn byrjadður og Dagger búinn að stanga hann inn. Liverpool frísklegir gott samspil.

 15. 2-0 Henderson. Frábært samspil í sókninni. Suarez verður að fara vara sig.

 16. Heyrðu sheize ég held að ég sé eini maðurinn að horfa á þennan leik? Eru ekki allir búnir að kjósa og komnir að sjá þessa upprúllun.

  Synd að missa af einum besta leik Liverpool á tímabilinu. Coutinho frábær og spilið loksins að ganga almennilega.

Life goes on…

Liðið gegn Newcastle