Life goes on…

Staðan á Suarez málinu er þannig núna að félagið hefur fengið skýringar frá FA fyrir 10 leikja banni og félagið hefur til morguns til að svara fyrir sig og ákveða hvort hann muni áfrýja þessu. FA segir með stolti að það sé með 99,5% vinningshlutfall í svona málum þannig að þessum dómi verður ekki breytt.

Rodgers tjáði sig um málið í dag og fannst dómurinn allt of þungur og Pepe Reina hefur einnig sagt sína skoðun og dró ekkert undan sinni skoðun á þessum dómi sem og enskum fjölmiðlum. (ef þetta viðtal er orðrétt satt og rétt).

Satt að segja nenni ég þessu máli varla, þetta bann er rosalegt í samhengi við aðra dóma hjá FA, sérstaklega finnst mér ömurlegt ef FA ætlar að skýla sér á bak við Evra málið til að þyngja refsinguna núna þar sem sá dómur var líka ótrúlegur og þeir sýndu ótrúlegt ósammræmi sitt strax í næsta máli á eftir án gagnrýni frá breskum fjölmiðlum.

Ekkert af þessu breytir því að Suarez gerði ótrúlega heimskulegan hlut, gaf nákvæmlega það færi á sér sem andstæðingar hans hafa verið að bíða eftir og gaf um leið algjörlega skít í okkur stuðningsmenn Liverpool sem höfum varið hann (og gerum enn).

Gerum samt ekki meira úr þessu en tilefni er til, enginn meiddi sig, hann stórsér eftir þessu og hefur beðið afsökunar. Bannið er 3-6 leikjum meira en maður hefði trúað en meðan svona hentistefnudómstóll fer með valdið er víst lítið annað að gera en að taka þessu og fara að huga að framtíðinni.

Karl Coppack, penni á The Anfield Wrap skrifar frábæran pistil um stöðu Liverpool í dag og bendir réttilega á að Suarez málið er ekki “low point-ið” hjá Liverpool eftir síðustu helgi. Undanfarin ár hafa allt of mikið einkennst af því að fókusinn er allt of mikið á einhverju öðru en því einu að vinna fótboltaleiki og laga stöðu Liverpool í deildinni sem er eins og staðan er í dag og hefur verið undanfarin ár, alveg hrikaleg.

Hér er ágætis bútur úr þessari færslu:

So let’s forget this Suarez stuff. He’s guilty and he’s going to either serve a deserved ban or an inflated one to keep Patrick Barclay and his ilk happy. Fine. Get on with it. Fuck them. Who wants to be liked by those people? Let’s get past it and tell Sturridge that he’s leading the line from now on and he’s got some boots to fill so get working. Does haranguing and harping stop United winning the title next season? It does not. Does it pull focus from the whole raison d’être of the club? Yes. Liverpool first, dramas second.

Endilega kíkið á þennan pistil frá Coppack.


That said þá heldur lífið áfram hjá Liverpool og Brendan Rodgers náði meira að segja að tala um eitthvað annað en Suarez málið á blm. fundi í dag. Hann kom t.a.m. inn á að öfugt við fréttir væri ekki búið að dagsetja neina aðgerð hjá Steven Gerrard:

“There’s nothing in that at all, really. You’ll have noticed over the last year or so, whether he’s been playing for Liverpool or England, he’s had some taping and strapping on his shoulder – but there is no immediate surgery planned.
“We’re just going to see how it goes between now and the end of the season.
“He’s dealt well with it and performed remarkably well, so there is no decision on it at all.”

Hann væri ótrúlegt en satt þriðji leikmaður Liverpool á þessu ári til að meiðast á öxl, Borini og Allen hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla í öxl. Mætti halda að þeir væru að æfa sund frekar en fótbolta.


Talandi um Borini þá var hann mættur aftur á æfingu í dag

Líklega er enginn að búast við miklu frá Borini fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili en það er gott að fá hann til baka núna þegar við erum að missa Suarez, hann þarf að fara sýna að hann eigi eitthvað erindi í þetta Liverpool lið og þarf að nýtast okkur frá fyrsta leik á næsta tímabili.


Að lokum var opinbera heimasíðan með skemmtilegt viðtal úr Express við tvo gamla jálka sem eru að enda ferilinn núna í vor, Express fékk þessa fyrrum herbergisfélaga til að fara aðeins yfir ferilinn. Þetta eru auðvitað Jamie Carragher og vinur hans sem kom með honum upp úr yngri flokkum í aðalliðið.

Brot úr þessu viðtali:

MO: Your dad goes to the games, though. Remember Valencia? (laughing).
JC: We came out of the hotel for the coach to take us to the ground and all the fans were going mad outside. Then Michael points, ‘There’s your dad’. My dad was on someone’s shoulders, drunk, singing. Not just standing there, but on someone’s shoulders.
MO: It was brilliant. Carra’s dad was leading the encore.

Can you remember the first time you met each other?
MO: I went to Lilleshall and the head teacher would sit you down and say, ‘We’re not having another Carragher here’. He was a couple of years before me and was supposed to have given them a hard time.
JC: School wasn’t my strength.

Sum each other up in just a few words.
MO: Aggressive. And zero tolerance. Passionate.
JC: Greedy…

Owen kemur m.a. inná þarna að hann vildi gera eins og Rush þegar hann fór til Juventus og kom strax aftur eftir að hann fór til Real Madríd en það gekk ekki upp af fjölmörgum ástæðum. Eins virðist hvorugur þeirra nenna að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að verða framkvæmdastjóri. Enda báðir líklega á leið í sjónvarp.

35 Comments

 1. Mér finnst það flott hugmynd að láta hann ákveða það sjálfur, þarna tekur hann sjálfur ábyrgð á því hvort hann taki sénsinn á því að fá bannið stytt eða eigi hættu á að það verði lengt. Ákvörðunin er hans og hann stendur eða fellur með henni.
  En ætli þetta þýði samt ekki að lögfræðiteymið telji í besta falli 50/50 á að það takist að fá bannið stytt?

 2. Nokkur góð viðtöl á Echo í dag, tvennt sem ég hjó eftir, fyrst:

  “Luis hasn’t let me down one bit,” he said. “I believe if I had half a
  dozen players with a similar mentality then we would be in a different
  position as a football club.
  “He fell way below the standards set at
  this club last weekend but it doesn’t mean that he should be thrown to
  the garbage. That’s something I’m not prepared to do.

  Amen á eftir efninu, Suarez fittar kanski ekki inní críteríuna hjá sumum. En hann skorar á fleiri stöðum en flestir – það geta ekki allir verið eins og kórstrákar og/eða verið meira umhugsa um hárið á sér en það sem þeir gera inná vellinum. En hann er okkar maður, sá eini í dag sem fólk (utan LFC stuðningsmenn) getur talað um í heimsklassa. Hann og kannski the usual suspects, SG.

  Og svo:

  “We are very shocked and bitterly disappointed. Luis knows what he did
  was wrong but the severity of the ban is what has hurt the most.

  “There were two incidents of this type of scenario back in 2006. One
  player (Tottenham’s Jermain Defoe against West Ham’s Javier
  Mascherano) received no ban and continued to be picked by the FA for
  the England squad.
  He scored 17 of his 18 goals that season after that
  incident.

  “The second player wasn’t as high profile (Chester City’s
  Sean Hessey against Stockport’s Liam Dickinson), it was in League Two
  and he was punished with a five game ban as they had photographic
  evidence.

  Luis has received double that and that’s the disappointment. That is very difficult for us and Luis to understand.” Rodgers was less than impressed by the manner in which the FA
  influenced the outcome of the commission’s hearing by releasing a
  statement 24 hours before the three-man panel met saying that the
  standard three-match ban was “clearly insufficient”.

  Það er svo leiðinlegt að vera að tala um eitthvað annað en fótbolta, þ.e. enn og aftur það sem er að gerast utan vallarins. Ó jæja, þetta er samt skárra en kosningaumræðan. X-Suarez.

 3. Hvað í ósköpunum er David Cameron að tjá sig um málið í fjölmiðlum?
  http://www.433.is/frettir/england/forsaetisradherra-bretlands-osattur-med-suarez/
  „Það væri mjög skiljanlegt að aganefndin tæki það til greina að frægustu leikmennirnir eru oft fyrirmyndir.“

  Það væri nú áhugavert ef þessi rök David Cameron væru notuð utan FA. Ef þú ert frægur og brýtur lög þá færðu tvöfalt lengri fángelsisvist/sekt miðað við John Doe.

  Um að gera að kenna yngri kynslóðum að svo framarlega sem rétta fólkið hafi völdin þá sé mismunun í lagi! Getur einhver tekið það á sig að senda eintak af Animal Farm á skrifstofu FA og heim til David Cameron?

 4. lengra bann/hærri sekt átti víst að standa þarna. Lengd sektarinnar hefur víst ekki mikil áhrif…

 5. Michael Owen hefur sannad sig sem aumingi. Ef hann hefdi raunverulega viljad til LFC aftur hefdi hann lagt meira a sig til tess ad koma. hans einu afrek a vellinum erum med LFC. vona ad hann sjai eftir tvi alla ævi ad hafa farid. Min vegna mætti stroka yfir hans nafn i sogu LFC sem og McMannaman. Tvilikur kartofluhaus sem hann er. Ræfill eins og Owen.

 6. David Prentice er með grein í dag á liverpoolecho. Hann endar greinina á eftirfarandi orðum og þau pirra mig mikið.

  “Luis Suarez clearly has difficulty controlling his behaviour on a football pitch. And if a seven-game ban, then an eight-game ban won’t make him learn, what option do the authorities have but to increase the punishment?”

  Á þetta að gilda um allt þá? Ef menn fá rautt fyrir í leik fá þeir 3. leikja bann. Ef þeir fá aftur rautt seinna eiga þeir þá að fá 4 leikja… síðan 7 síðan 14 síðan 20… hvar endar þetta þá?

  http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2013/04/26/david-prentice-how-liverpool-fc-s-luis-suarez-went-from-villain-to-victim-in-the-blink-of-an-eye-100252-33238808/

 7. 7 Freysi

  Þá væri nú Sergio Ramos löngu hættur í boltanum ef það væri svona stigvaxandi refsins, kominn með 18 rauð spjöld fyrir Real á ekki mörgum árum!

  Hins vegar er ég mjög ósáttur með að ekki sé áfrýjað og lúffa fyrir þessu skítafótboltasambandi og ég var það líka með dóminn eftir Evra málið en ég held að það hefði verið hættulegt að áfrýja. Þá hefði hann mátt spila þangað til dómur um áfrýjun væri komin í gegn og Suarez hefði ekki átt breik í boltann, maðurinn var hataður fyrir en nú hefðu allir snúist gegn honum og það er spurning hvort hann myndi höndla það sjálfur, þá hefði komið krafa frá blaðafíflunum og PFA að Liverpool ætti að dæma hann í bann út leiktíðina og við værum að fresta 10 leikjum fram á næsta tímabil í stað þess að hann fái vonandi loksins frið núna til að jafna sig eftir þennan dóm og reyna vinna í sjálfum sér eins og kallað er eftir.

  Skynsamlegt en ég held að margir séu ósáttir að vera lúffa fyrir rasistunum í FA en þeir ráða víst og ekkert hægt að gera í því.

  PS ég sé kallað eftir hausnum á David Cameroon fyrir sín ummæli, þá var hann spurður um þetta i viðtali hjá BBC og svaraði sem faðir 7 ára drengs en ekki forsætisráðherra Bretlands. Þannig að það er ekki þannig að hann hafi byrjað þessa umræðu sjálfur og kjánalegt að setja út á þessi ummæli hans.

 8. FIFA hefur bannað pólutísk afskipti af fótboltan þannig að camaron hefur bortið það og það ætti að refsa fa fyrir það. skiptir þá engu máli hvort hann hafi talað sem faðir, það breytir því ekki að hann er forsætisráðherra, sem reyndar er varla góð fyrirmynd þegar hugsað er til þess að hann skildi sitt egið barn eftir á pub eftir að hann keirði heim, ekki skipti heldur máli hvort hann hefur talað í óþökk fa, þetta eru samt pólitísk afskipti og það ætti að banna englandi að spila landsleiki einsog fordæmi eru til um hjá FIFA.

  annars hefði Liverpool aldrei unnið áfríun og bannið hefði verið lengt uppí svona fimmtán leiki, þannig að taka það svona ósmurt er eina sem hægt er að gera.
  svo er það eitt, ef fa vinnur 99,5% af áfríunum, þá er þetta bara áfríun að nafninu til og gjörsamlega ómerkt, enda varla eru þeir að fara að dæma sér í óhag. þetta kallast hjá öllum husandi mönnum spilling, því ef ekki er hægt að sanna að þeir höfðu rangt fyrir sér nema í færri en einu af hverju tvö hundndruð utskurðum þá er eitthvað rotið bakvið það, það hefur enginn rétt fyrir sér í 99,5% tilfella.

 9. Er rosalega pirraður a okkat monnum að afryja þessu ekki, skildi aldrei a siðasta timabili af hverju við þorðum ekki að afryja banninu hans suarez þà en skil enn minna af hverju þessu banni er ekki afryjað. Okkat menn leyfa bara enska knattspyrnusambandinu að drulla yfir okkur nuna i annað sinn a tveimur arum. Er grautfull með þetta..

  Alveg ljost fyrir mer hverjir eru mestu kynþattahatararnir a englandi, þeir heita hvorki johm terry eða luiz suarez heldur heita þeir ENSKA KNATTSPYRNUSAMBANDIÐ….

 10. Áfrýjun hefði ekki verið til neins, það hefði verið nákvæmlega það sem FA hefði óskað sér, einfaldlega til þess að geta lengt bannið enn frekar.

  Það þarf að reyna sjá jákvæðar hliðar í öllu þessu. Suarez fær bara betri hvíld eftir landsleikjatörnina með Uruguay í sumar og kemur ferskari inní ensku deildina á næsta ári.

 11. Sjáiði svo til hvernig FA mun passa að við spilum við öll sterkustu liðin í þessum fyrstu 6 leikjum næsta tímabils. Það má bóka leik gegn Man. Utd. allavega.

 12. Æji Steini, þetta er ekki skipulagt af United eða þeirra mönnum.

  Og varðandi áfrýjunina þá hefði það ekki verið til neins nema að lengja bannið enn frekar enda líta þessir fávitar á áfrýjanir sem árás á þeirra vinnubrögð og bregðast ALLTAF með því að lengja leikbönnin.

  Núna er bara að vona að Suarez læri af þessu og haldi áfram að skemmta okkur í Liverpool búning á næsta tímabili.

 13. Finnst eins og Suarez sé notaður sem fordæmi í þessum málum. Held að enginn hafi verið dæmdur í Englandi fyrir kynþáttaníð og svo bamm…Suarez 8 leikir. Sá dómur var svo fáránlegur að það náði engri átt, Svo núna þá hlýtur að vera horft á atvikið í Hollandi (hvort sem það er leyfilegt eður ei) og bamm…10 leikir.

  Skil ekki afhverju maðurinn er ekki dæmdur í 3-4 leikja bann eins og allir aðrir. Nei nei 8 leikir og núna 10 leikir. Ljóst að yfirvöld ætla að berja götustrákinn úr honum.

  Ég er samt ekkert að verja Suarez. Maðurinn er án efa erkifífl inn á vellinum en hann er langt frá því að vera sá fyrsti og langt frá því að vera sá versti þess vegna er eitthvað í gangi þarna úti sem maður skilur ekki hérna heima á klakanum.

 14. Bond, nei sagði það ekki. FA sér um þetta sjálft ! Eina sem ég sagði að þeir munu stilla sterkustu liðunum upp á móti okkur, þar er UTD því miður fremst í flokki.

 15. Rodgers has expressed sympathy towards his star player’s plight and said he would accept if Suarez felt a need to move away from the Premier League.

  “Yes, I do understand, 100%,” the Liverpool boss said. “This is a guy who I see on a daily basis trying very hard. His two passions in life are his family and Liverpool Football Club. He throws his life into that. It is part of his make-up – you can’t change that – but I genuinely think he is trying to adapt those traits he has grown up with as a kid to life and the culture here. Each time he makes a step forward we find ways to beat him with a stick and beat him down. I can understand if he felt like that [wanting to quit England] in a moment of reflection.

  “I’ve had a lot of discussions with Pere Guardiola [Suarez’s agent] over the last few days that have been very strong. They have been very happy and pleased with what the club has done not only to protect the player but to support the player but also to understand that he needs help.”

  ….þetta er mjög skrítið. Ef maður les í þetta þá er alls ekkert víst að hann verði áfram.

 16. PS ég sé kallað eftir hausnum á David Cameroon fyrir sín ummæli, þá var hann spurður um þetta i viðtali hjá BBC og svaraði sem faðir 7 ára drengs en ekki forsætisráðherra Bretlands. Þannig að það er ekki þannig að hann hafi byrjað þessa umræðu sjálfur og kjánalegt að setja út á þessi ummæli hans.

  Cameron getur ekki falið sig á bak við það að vera faðir þegar hann svarar spurningunni. Hann er forsetisráðherra og allt sem hann segir á opinberum vetfangi segir hann sem slíkur. Afskipti hans að þessu máli hafa verið allt frá byrjun algjörlega óviðeigandi og væri óskandi að FIFA tækju sig til og myndu áminna FA vegna þessara pólitísku afskifta.

  Hvað varðar þá ákvörðun Suarez að ætla ekki að áfrýja þá er hún skiljanleg. Það er ekki möguleiki að FA myndu stytta bannið, það er hins vegar góður möguleiki að þeir myndu lengja það, þannig að það er betur heima setið en af stað farið. FA er gjörsamlega búið að eyðileggja ánægju mína á enska boltanum og nú krosslegg ég fingurna og vona innilega að þeir verði ákærðir fyrir þá glæpi sem þeir frömdu á Hillsborough og að dómstólar muni ganga á milli bols og höfuðs á þessum viðurstyggilegu samtökum.

 17. Þetta bann er faranlega langt. Tel sammt rett hja honum ad afryja ekki. Nu er bara ad horfa fram a veginn. Styttist i sumarid, Gudi se lof!

 18. FA eru búnir að koma með sína útskýringu. Hún er um margt lík þeirri sem þeir gáfu varðandi Evra-málið. Hér er ein setning (nr. 87) sem dregur margt saman:

  “We also felt that the purpose of our decision should not only be a punishment
  to Mr Suarez for the offence committed, but must also be sending a strong
  message that such deplorable behaviours do not have a place in football.”

  Semsagt, aftur en hann gerður að fordæmi. Síðast þegar það var gert fékk næsti maður helmingi styttra bann. Þeir stíga ekki beint í vitið, blessaðir mennirnir.

 19. Ég hef aðeins tvisvar sinnum reynt að verja Suarez í öllum þeim sköndulum sem hann hefur komið sér í. Fyrsta var á HM þegar hann varði með hendinni, ef LFC væri hársbreidd frá því að komast í úrslita-/undanúrslitaleik CL þá myndi ég vilja að menn myndu gera ALLT til þess að boltinn færi ekki í markið, þá fær leikmaðurinn rautt spjald og tekur út sína refsingu og hugsanlega klúðrar andstæðingurinn vítinu.
  Seinna skiptið var fyrr á þessu tímabili þegar hann algði boltann fyrir sig með hendinni, það var augljóst fyrir öllum nema fjölmiðlum að þetta var óviljaverk.
  Mér hefur aldrei dottið í hug að verja hann útaf Evra málinu, ég las skýrsluna og við verðum bara að vera ósammála um þá niðurstöðu. Ég hef aldrei varið hann útaf dýfum eða öðru sem hann hefur komið sér í. En núna finnst mér hann fá ósanngjarna meðferð af háflu þessarar nefndar.

  Fyrri brot eru ekki talin með að þeirra sögn,standardinn er 3 leikir sem hægt er að lengja ef þeir telja ástæðu til. Ég skil að þeir hafi viljað lengja refsinguna, en að lengja um 7 leiki út frá þessum röksemdum finnst mér alltof hart. Það er eins og þeir hafi búist við því að málinu yrði áfrýjað og þessvegna lengt bannið svo að hann myndi á endanum fá hæfilega refsingu.
  Þeir segja að með því að hafna því að hann eigi skilð meira en 3 leiki í bann sé hann ekki að átta sig á alvöru málsins, ok það má vel vera að það sé eitthvað til í því, en að nota það sem afsökun til að lengja bannið??? Svo fær hann líka lengra bann útaf því að hann spilar hjá stóru félagi og er heimsþekktur leikmaður. Hvaða bull er það? Á hann að fá lengra bann fyrir það eitt að vera betri leikmaður en aðrir?

  Eftir að hafa lesið þessa skýrslu eru 5-7 leikir hámarkið að mínu mati.

 20. Nú var að koma skýrsla út og ég er verð að segja að hún hjálpar mér ekkert við að skilja þetta mál enn frekar. Á blaðsíðu 10 kemur þetta fram úr skýrslu Kevin Friend:

  ““I have to report that on approx 65mins in this match Branislav Ivanovic made an
  allegation to me that Luis Suarez had just bitten him. I did not see the incident as it happened off the ball and I was looking elsewhere. Having had a look at the DVD of the match I can confirm and it is clear that Luis Suarez did deliberately bite his opponent Branislav Ivanovic. If I had seen this incident at the time I would have classed this as violent conduct by Luis Suarez and sent him from the field of play. I can also confirm that none of the other match officials had seen this incident at the time. I would like the FA to have a look at this incident of violent conduct.”

  Getur einhver úrskýrt af hverju Kevin Friend má horfa á einhverja DVD upptöku eins og hann kallar það, til að skoða verknaðinn, en í tilfellum Callum McManaman eða Sergio Aguero þá var ekkert hægt að dæma leikmanninn eftirá?

  Einnig segja þeir:

  “We took into consideration of Mr Suarez’s apology, his personal statement,
  supporting letter from Mr Brendan Rodgers and the letter from Ms Zoe Ward.
  But when these were read in conjunction with Mr Suarez’s denial of the
  standard punishment that would otherwise apply for violent conduct is clearly
  insufficient, it seemed to us that Mr Suarez has not fully appreciated the gravity
  and seriousness of this truly exceptional incident.

  Svo vegna þess að þeir telja Suarez hafi ekki áttað sig á alvarleika brotsins þá ætla þeir uppá sitt einsdæmi að ákveða að honum sé nánast sama um þetta brot.

  Einnig þegar maður les skýrsluna þá sést það mjög vel að þessi 21 blaðsíða er nánast ekkert nema froðusnakk. Þeir reyna að fela sig bakvið að “þetta megi aldrei gerast aftur” og þeir þurfi að setja fordæmi. Þeir impra fast á því að þetta bit hafi skaðað ímynd enskrar knattspyrnu og láta hreinlega eins og að þetta sé tjón sem verði aldrei bætt. Þrátt fyrir að þetta var ekki sniðugt að þá sitja markaðsdúddarnir hjá FA og klappa fyrir Suarez. Hann var að sjá til að enski boltinn fékk næga umfjöllun. Svo banna þeir hann í nægilega langt bann til þess að þessi neikvæða umfjöllun endi sem jákvæð umfjöllun fyrir þá og Suarez taki allt til sín.

  Svo reyna þessir apakettir einnig að halda því fram að hlutir eins og að sparka í boltastráka skaði ímyndina ekki neitt og að 3 leikja bann sé nóg þar:

  “One such case was of Eden Hazard, of Chelsea, who was charged after kicking
  a ball boy in January 2013 at Chelsea’s League Cup semi-final match against
  Swansea City. On that occasion, the Regulatory Commission found that the
  standard punishment was sufficient and decided that a three-match suspension
  was deemed appropriate.”

  Þessi skýrsla gerði EKKERT til að sannfæra mig um neitt annað en að FA hati Suarez og hafi engan áhuga á því að hafa hann í landinu, hvað þá inná vellinum.

 21. Nei, Fowler minn góður!

  Hann er raunverulega að fá svona langt bann ,,vegna þess að að hann skildi ekki alvarleika brotsins,, og vegna þess að það þarf að setja fordæmi………

  Ég þarf að gubba!

  Gaman hvernig það segir í skýrslunni að af því að kjaftshöggið hjá Thatcer á mendes (8 leikir) sé ,,ólíkt atvik,, og sé því ekki hægt að bera þau saman…..

  Þannig að sambandið telur bit vera minna í anda leiksins heldur en kjafshögg og því verðskuldar þarð lengra bann….. hahaha!

  Fávitar!

 22. Aldeilis sem það ætlar að lenda á Liverpool að setja fordæmi, hver man ekki eftir respect herferðinni sem byrjaði og endaði með samtali Mascherano við dómara.
  Lengra bann fyrir meintan rasisma en aðrir. Lengra bann fyrir violent conduct en aðrir. Af hverju ekki að setja fordæmið þegar brotið af þeirri tegund er framið fyrst?

 23. af hverju tjáði Cameron sig ekki um kynþáttaníð fyrirliða enska landsliðsins ?, John Terry, þar hefði hann hann nú getað sagt að þetta væri ekki góð fyrirmynd og þyrfti að taka á…., eða hvað ?

  Og Hazard já, auðvitað á ekki að bíta annann mann, ekkert afsakar það, en er eitthvað betra að dúndra / sparka fast í liggjandi boltastrák ?

  og svo öll hin dæmin, sem hafa verið nefnd, er betra að kýla mann í magann (Ivanovic), að ætla hreinlega að fótbrjóta mann (Keane) o.s.frv.

  10 leikir eru fáránlega mikið – þetta er bara rugl.

 24. Ég held að þessar útskýringar geri bara illt verra. Þær eru svo heimskulegar og ósamkvæmar að það hálfa væri nóg.

 25. @Reynir Þ, reyndar er þetta Macherano mál algjörlega óskyllt þessu og ekki hægt að bera það saman. Viðureignir þessara liða höfðu einkennst af væli og suði í dómaranum, og reyndar í fjölmörgum öðrum leikjum líka, liðin hans Mourinho hafa alltaf verið vælukjóar. En þar sem Liverpool v Man Utd eru stærstu leikir Englands og allur heimurinn fylgist með, fékk dómari leiksins fyrirmæli um að reyna að láta leikinn snúast um fótbolta en ekki tuð, þessir leikir eru stærsta auglýsingin fyrir enska boltann.
  Eftir 10 mínútna leik voru 21 leikmenn á vellinum búnir að átta sig á því að dómarinn vildi ekki hlusta á tuð, Mascherano var sá eini sem ekki áttaði sig á því og hljóp yfir hálfan völlinn til að mótmæla spjaldi sem Torres fékk fyrir mótmæli. Eins og þulurinn sagði: Everybody saw that coming, except for him”.
  Reyndar finnst mér að allir dómarar eigi að hafa þessa reglu í öllum leikjum, þetta tuð í leikmönnum er óþolandi.

 26. Sem lögfræðingur þá er þrennt sem að stingur í stúfa við lestur þessarar skýrslu og finnst mér vert að benda á það hér, en þetta þrennt er eftirfarandi:

  Í málsgreinum 55-67 rökstyður aganefndin bannið með því að benda á að Suarez spili fyrir einn af stærstu klúbbum enskrar knattspyrnu og að milljónir manna hafi séð atvikið. Þetta er einn af áhrifaþáttum í því að bannið er eins langt og raun ber vitni. Þetta finnst mér vera rökleysa. Knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims og FIFA hefur bent á að ástæðan fyrir vinsældum fótbolta er að leikurinn er spilaður eins allstaðar, þ.e. sömu reglur gilda um leikinn sama hvar hann er spilaður. Það er greinilegt að hér eru þeir menn er spila í efri deildum settir settir undir vökulla auga en aðrir leikmenn. Það á ekki að skipta máli fyrir hvaða klúbb leikmaðurinn spilar og hver leikmaðurinn. Viðurlög við broti eiga ekki að vera tengd því hver þú ert og hvar þú framdir brotið og hvaða stöðu þú gegnir, viðurlögin eiga að tengjast brotinu sjálfu og vera gjörsamlega ótengd því hver framdi það. Réttlætið er blint en því er þó ekki fyrir að fara hér.
  Í málsgrein 77. segir aganefndin að engin fordæmi séu um brot af þessu tagi. Þetta er ekki heldur rétt. Suarez er ekki fyrsti leikmaður enskrar knattspyrnu sem bitið hefur mótherja sinn. Hér er hægt að benda á Defoe málið frá 2006. FA skýldi þar á bakvið það að Defoe var refsað inná vellinum með gulu spjaldi, dómarinn sá atvikið, og því hafði FA ekki heimild til þess að úrskurða hann í bann. Einungis má dæma leikmann í lengra bann en 3 leiki ef FA telur brotið vera sérstaklega alvarlegt (e. exceptional) og telur að þriggja leikja bann sé ekki hæfileg refsing. FA hefur því heimild til þess að kæra leikmann og fara fram á lengri refsingu en 3 leiki þó svo að leikmanni hafi verið refsað meðan á leik stóð. Í Defoe málinu tók FA þann pól að óska ekki eftir því að leikmaðurinn yrði dæmdur í bann. Af þessu er því unnt að draga þá ályktun að að bíta mótherja teljist ekki vera sérstaklega alvarlegt brot að mati FA. Þessi punktur snýr þó meira að FA sjálfu frekar er niðurstöðu aganefndarinnar sem slíkrar.
  Í þriðja lagi segir aganefndin í 87. málsgrein að ekki sé einungis verið að refsa Suarez fyrir brot sitt heldur er verið að koma í veg fyrir fleiri álík brot. Hér er því verið að refsa Suarez fyrir hugsanleg brot sem aðrir aðilar gætu framið í framtíðinni. Þennan rökstuðning tel ég vera rökleysu með öllu. Auðvitað á einungis að refsa manni fyrir það brot sem hann sjálfur fremur. Refsingin sú sem að brotið sjálft hefur í för með sér á eitt og sér að hafa nægjanleg varnaráhrif.

  Niðurstaða mín er því sú að rökstuðningur aganefndarinnar er mjög götóttur í þessum úrskurði og ég er ekki sammála niðurstöðu nefndarinnar. Ég vil þó taka fram að með þessum aðfinnslum er ég ekki að segja að brot Suarez eigi ekki að hafa bann í för með sér heldur er það lengd bannsins og rökstuðningur aganefndarinnar sem ég set útá.

 27. Það er auðvitað agalegt ef að stórt atriði í lengd bannsins er að Suarez finnst að bannið ætti að vera 3 leikir og geri sér ekki grein fyrir alvöru málsins.

  Hvers konar ráðgjöf er Suarez að fá hjá klúbbnum?

  Svo getur líka vel verið að FA noti þetta sem afsökun fyrir lengd bannsins og það hefði verið 10 leikir hvort eð er…maður mun aldrei fá það á hreint.

 28. Maðurinn var í no win stöðu varðandi sín viðbrögð, hefði hann samþykkt að FA hefðu rétt fyrir sér varðandi það að 3 leikir væri allt of lítið, þá hefðu þeir einfaldlega bent á það að hann ætti skilið 10 leikja bann, hann segði það meira segja sjálfur.

  Svo þegar hann mótmælir því að þetta eigi að vera lengra bann, þá er það notað gegn honum og partur af þyngd refsingarinnar sögð vegna þessa.

  Þvílíkt bull, svo virðist FA hafa horft á það í sínum rökstuðning (ekki nefndin) að hann hafi jafnað leikinn eftir þetta, hvaða andskotans máli á það að skipta varðandi alvarleika brotsins???

 29. Besta commentið sem ég ef séð um þetta mál:

  Jonathan Northcroft ?@JNorthcroft

  “Biting someone is like tripping a referee but worse because it got more mentions on Twitter. 10 games.” Ah.

 30. Hvað er málið með fréttir af bauli á verðlaunaafhendingunni í gær? Eru menn staðráðnir í að hrekja hann frá Englandi og gera deildina þannig nokkrum heilum skölum leiðinlegri?

  Þvílíkt samansafn af vitleysingum…

You must be joking

Newcastle á morgun