You must be joking

Hversu mikill farsi er þetta? Ég held hreinlega að það sé ekki til það knattspyrnusamband, eða bara samband almennt, sem er jafn illa lyktandi og ósamkvæmt sjálfu sér eins og þetta grát hlægilega FA á Englandi. Ég ætlaði mér að skrifa pistil um þetta Luis Suárez dæmi allt saman á mánudaginn, en ákvað að bíða aðeins með það og sjá hvernig tekið yrði á málunum. Maður hreinlega neitaði að trúa því eftir allt sem hefur gengið á í þessum bolta á tímabilinu og tímabilunum þar á undan, að menn gætu verið svona skelfilega vitlausir. En jú, FA dæmdi Luis Suárez í 10 LEIKJA BANN í dag. Ég á erfitt með orð yfir þessu.

Byrjum á byrjuninni. Þegar maður sá upptökurnar af því í leiknum á sunnudaginn þegar drengurinn tók sig til og gerði það sem hann gerði, þá voru fyrstu viðbrögð manns á þann veg að maður trúði því ekki að hann væri að gera þetta, eftir allan þann stuðning sem hann var búinn að fá, þá var þetta algjört slap in the face á alla. Það er klárt að það þarf að vinna í hausnum á drengnum, svona framkoma er óásættanleg með öllu og það reynir enginn að verja það sem hann gerði. Þetta var heimskuleg, fáránlegt og galið í alla staði. Það þýðir ekki einu sinni að reyna að malda í móinn yfir sanngjörnu banni yfir drengnum. En allt tal um að gera hann brottrækan frá klúbbnum eða að það eigi að selja manninn þegar í stað eru að mínum dómi út úr korti. Það þarf bara að vinna í þessu með honum til að tryggja það að athyglin verði á hæfileika hans en ekki heimskulega hluti.

Ég hefði sagt að þetta standard þriggja leikja bann hefði verið hæfileg refsing. Það er jú refsing sem FA hefur verið að gefa mönnum fyrir hættulegar tæklingar, hættuleg olnbogaskot og kýlingar. Þetta brot hjá Luis er fjarri því stærra og alvarlegra en þessi brot sem verið er að dæma fyrir eftirá með sjónvarpsupptökum og í mjög mörgum tilvikum, er hún mun hættuminni og hefur ekki langtíma áhrif eins og mörg hinna brotanna hafa og gætu hafa haft. Ivanovic sjálfur var t.d. dæmdur í þriggja leikja bann í vetur (að mig minnir) fyrir að kýla andstæðing fast í magann þegar boltinn var víðs fjarri. Hann fékk ÞRIGGJA LEIKJA BANN fyrir árás. Hver er eiginlega munurinn á því að berja mann í magann eða glefsa í handlegg? Hvort tveggja eru fáránlega heimskulegir hlutir og eiga ekki að sjást á fótboltavelli, en ætlar einhver að reyna að segja mér það að munurinn á refsingu á þessum tveim brotum eigi að vera 7 heilir leikir? Í alvöru, er einhver maður að reyna að halda því fram (þá meina ég maður sem hefur einhvern vott af skynsemi)?

Ben nokkur Thatcher fékk heila átta leiki fyrir þetta brot hérna. Roy Keane fékk þriggja leikja bann fyrir þetta en svo bætti FA við fimm leikjum eftir að hann hafði viðurkennt það í ævisögu sinni að þetta hafi verið viljandi og að hann hafi beðið eftir tækifærinu í eitt ár. Kun Aguero fékk ekki einn leik í bann fyrir að hoppa með báðar fætur í bakhlutann á David Luiz vegna þess að dómarinn átti að hafa séð það. Af hverju er þá sá dómari enn að dæma í deildinni fyrst hann sá hvað gerðist og ákvað að spjalda Aguero ekki einu sinni? Það er hægt að taka endalaus dæmi um career ending brot sem hafa fengið vægari refsingar, brot sem sáust ekki í sjálfum leikjunum og dæmd hafa verið eftirá. Þessi dómur í dag er bara fordómalaus hreinlega og alveg með hreinum ólíkindum að hann skuli kveðinn upp.

Menn tala um að líklegast sé hann svona langur út af orðspori. Þá spyr ég þá hina sömu, hvernig má það vera að mið sé tekið af máli sem dæmt var í annars staðar í Evrópu. Dómar eru ekki skilorðsbundnir á milli deilda, svo mikið er víst. Luis Suárez hefur ekki fengið rautt spjald á Englandi (svo ég muni eftir allavega) og það eina sem hægt væri að telja til þess að hann hafi áður gert er þessi sirkus í kringum Patrice Evra málið á sínum tíma. Þar var hann einmitt settur í langt bann fyrir eitthvað sem var orð á móti orði og svo tóku FA steininn úr þegar þeir dæmdu sinn heittelskaða John Terry í helmingi minna bann, þrátt fyrir að hann hafi náðst á myndband segja það sem hann sagði. Þetta er sama FA og áfrýjaði banni sem sett var á Wayne Rooney í leik með Englandi þar sem hann vísvitandi sparkaði í annan leikmann þegar boltinn var fjarri. Jú, þeir fengu bannið úr þremur leikjum og niður í tvo, þrátt fyrir að ekki væri nokkur vafi á sekt hans í málinu.

Ég er svo gjörsamlega brjálaður yfir þessum double standards sem eru í gangi þarna að ég man vart eftir öðru eins. Þriggja leikja bann og þá hefði allt verið eðlilegt. Fjögurra leikja bann, OK, hefði ekki fundist það eðlilegt eftir að hafa séð aðra dóma hjá þeim í málum þar sem um gróf brot var að ræða. 5 leikja bann hefði ég sagt vera fáránlegt, en meira en það. Það eru ekki til nein lýsingarorð yfir slíkt. Það er algjörlega á tæru að FA hefðu getað dæmt Defoe fyrir sitt bit á sínum tíma þrátt fyrir að hann hafi fengið gult spjald í þeim leik. Þeir hefðu getað notað sömu reglu og þeir dæmdu Keane eftir þegar hann gaf út bókina sína, þ.e. bringing the game into disrepute. En nei, þeir álitu það ekki alvarlegra en svo og gerðu ekkert í þeim málum og það varð í rauninni ekkert fjaðrafok í kringum það. En núna? Luis Suárez? Jú, 10 leikja bann takk fyrir. Er til eitthvað heimskulegra og vitlausara en þetta hörmulega enska knattspyrnusamband? Ég elska félagið okkar afar mikið og ef ekki væri fyrir það, þá væri ég hreinlega hættur að fylgjast með boltanum þar í landi eftir þennan viðbjóð. Hafi þeir ævarandi skömm fyrir.

82 Comments

  1. Eru FA viljandi að reyna að eyðileggja ensku deildina. Ég myndi hugsa mig 2. um ef ég væri erlendur leikmaður sem biðist að spila með ensku liði.

  2. Algjörlega sammála þessum pistli. Þetta er svo skýlaust misrétti að þetta er eins og söguþráður í lélegri kvikmynd, nema hérna verður líklega engin hetja sem knésetur þetta “evil empire”. Algjört rugl í helvíti.

  3. (Yfirstéttar) rasista rottu gengi! Þetta breska þjóðfélag er hreinn viðbjóður 🙂

  4. Ömurlegt, ömurlegt, ÖMURLEGT! Því miður gæti þetta ýtt undir það að Suarez óski eftir að fara burt frá Englandi. Þetta eru helvítis fávitar hjá FA.

    Get samt ekki sagt að þetta komi á óvart miðað við allt annað sem á undan er gengið.

  5. SSteinn var 7 leikja dómurinn sem Suarez fékk fyrir að bíta leikmann þar þá svona skelfilega ósanngjarn líka? Ekki man ég nú eftir að nokkur maður hafi andmælt þeim dómi. Og þegar maðurinn bítur aftur andstæðing upp úr þurru er þá svo óeðlilegt að menn skoði gamla 7 leikja dóminn og hugsi hann hefur ekkert lært. Dómurinn er innan þess ramma sem ég giskaði á þó 10 leikir væru vissulega í efri mörkum hans. Skulum bara vona að hann læri nú af þessu og geri þetta ekki aftur.

  6. SSteinn var 7 leikja dómurinn sem Suarez fékk fyrir að bíta leikmann í Hollandi(átti þetta að vera

  7. Já, sæll. Þetta er bara rugl.

    En ég er með hugmynd. Hvernig væri að fá hann lánaðan í sumar til Íslands.
    Leika nokkra leiki með Val í Deildinni. Að vísu yrði hann í banni í 6 fyrstu leikjunum.
    Kæmi svo til Íslands í frí og spilaði 1-2 leiki í Júní eða Júlí og málið dautt.
    Alltaf full stúka…..

    Y.N.W.A

  8. Gæti ekki verið meira sammála.

    En að öðru, ég hef aldrei skotið á síðuhaldara hérna, enda finnst mér kop.is algjörlega frábær, en núna verð ég aðeins að böggast út í Kristján Atla sem sagði hérna í kommentum fyrir tveimur dögum:

    Ein athugasemd að lokum: hann fékk sjö leikja bann fyrir að bíta mann í Hollandi og því fær hann aldrei minna en það núna. Ég held að 99,9% Púllara, eða jafnvel 100%, séu sammála um að það er því eðlilegt að hann fái sama bann í þetta skiptið. Hann er sekur og á skilið refsingu og ef hann fær 7-10 leiki segi ég ekki orð.

    Væri gaman að vita hvort Kristján Atli sé enn á sömu skoðun, því ég held að 99,9% Púllara sé ósammála honum.

  9. Kannski ekki við öðru að búast en nú er athyglin á Suares og FA en ekki leikinn sjálfan. Er ekki bara rétt að skrá manninn lánaðan i einhverja sumardeildina í Evrópu og klára bannið þar? Eitt er víst að FA og Suares eru í krísu, hvor á sinn hátt!

  10. Maður vonar einhvern veginn að þetta hafi jákvæð áhrif á Liverpool FC. Að mótlætið geri klúbbinn hungraðri í árangur og allt verði lagt í að koma honum í alvöru baráttu sem fyrst. Þetta þéttir bara mannskapinn held ég.

    10 leikja bann? Maður hefði haldið að þetta gæti komið í bakið á FA þegar svipað atvik á sér stað næst og einhver annar á í hlut, en þannig virkar þetta greinilega ekki. Þeir komast upp með að dæma Suarez í 10 leikja bann og það eina sem Liverpool getur gert að að halda áfram. Vinna næsta leik er góð byrjun.

  11. Færi þetta hingað þar sem Steini ruddist svona fruntalega framfyrir


    Þessi afsökun í Defoe tilvikinu heldur bara ekkert vatni þegar dómurinn er heilir tíu fokkings leikir. Ef þetta er svona rosalega gróft að það verðskuldar 10 leikja bann þá er það á barmi þess að vera lögreglumál og eitthvað sem gult sjald nær aldrei yfir.

    Dómari getur varla sagst hafa séð það atvik og ákveðið að gefa manninum gult spjald og haldið síðan áfram að dæma eins og ekkert sé. En þegar dómari sér þetta ekki, eitthvað sem er samþykkt af öðrum dómara að verðskuldi bara gult sjáld þá er bara í lagi að gefa manninum 10 leikja bann, það næst lengsta í sögu FA (þegar gefið er bann skv. fjölda leikja). Bara Di Canio fékk 11 leiki fyrir að ýta við dómara.

    Þá erum við ekki einu sinni byrjuð að ræða munin á umfjöllun sem þessi atvik fengu, þar er líka að finna helstu ástæður FA þegar kemur að því að dæma í svona málum.

    Málið í Hollandi er engin afsökun fyrir FA og þessi órökstuddi 8 leikja dómur án sannana í fyrra er vonandi ekki til að þyngja refsinguna núna. Eitthvað sem þeir gáfu 4 leikja bann fyrir þegar þeir þó höfðu sannanir…á fyrirliða enska landsliðsins.

    Þetta er fáránlegt bann. Skilaboðin eru samt kristalskýr fyrir leikmenn. Ef þið viljið taka út pirring þá er málið að skalla, kýla eða sparka duglega, bara ekki bíta. Skiptir þar nákvæmlega engu þó ekkert sjái á fórnarlambinu og hann sé ekkert að gera úr málinu.

    Ég hef áhyggjur af því að Suarez gefist upp á enska boltanum.

  12. Spurning um að Suarez kæri FA fyrir Racial Abuse…. það væri nú eitthvað

  13. TAKK STEINO TAKK…

    Þetta er algjor skandall, eg var buin að hugsa okei 6 leikir er skandall en okei þeir hata suarez svo við lifum við max sex leiki en nei nei 10 leikir, þvilikt BULL. nu trui eg ekki oðru en okkar menn afryji domnum og syni fram a að þetta er algjort kjaftæði. Þurfum að na þessu niðri allavega 5 eda max 6 leiki…

  14. Ja. Eg er algjørlega sammala ykkur herna. Thad er greinilega hollara ad tækla almennilega, skalla og kyla i stad thess ad nota tennurnar OG passa sig a tvi ad domarinn sjai alveg ørugglega brotid!!

    Thetta stenst engin røk…

  15. Babú þér tekst næstum því að láta það að bíta hljóma bara eins og eðlilegan hlut! En það er nátturlega ekkert eðlilegt við það að bíta andstæðing sinn.

  16. Nr. 17

    Það er alls ekki meiningin hjá mér og ég hef alveg lýst því skýrt hér inni að þetta var fáránlegt hjá Suarez og verðskuldar alveg bann, a.m.k. þrjá leiki og hægt að skilja aðeins lengra bann. 10 leikir eru samt alveg út úr korti, sérstaklega m.v. aðra dóma sem FA hefur verið að gefa og það fyrir mun verra ofbeldi með mun verri afleiðingum.

  17. Beint Rautt = 3leikja bann ekki satt?
    Þetta jafngildir rúmlega beinum 3 rauðum spjöldum!

    Þessi dómur er algjörlega útí hróa hött. Legg til að þú snarir pistlinum á ensku og sendir LFC hann. Ef við áfrýum ekki þessum dómi erum við ekkert nema helvítis gungur og algjörlega undir hæl FA komnir!

    Ég hlakka mikið til að sjá “rökstuðning” þeirra þegar skýrslan verður birt á morgun!

  18. Það er enginn að segja að þetta sé í lagi en ég held að menn vilji jafnrétti, svipað brot = svipaður dómur. Ekki flókið finnst mér án þess að réttlæta eitt eða neitt.
    YNWA

  19. Ég verð spyrja afhverju var Aguero ekki dæmdur fyrir sitt hættulega tveggja fóta tæklun:
    Tæklun hans Aguero

    Ástæða FA:

    However, the FA could only acted if referee Foy and his assistant officials admitted to not having seen the incident and it has emerged this morning that the positioning of a linesman on the near touchline may have saved Aguero from punishment.

    Read more: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2309289/Sergio-Aguero-ESCAPES-ban-horror-tackle-David-Luiz.html#ixzz2ROjUErtp
    Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook

    Sá dómarinn virkilega ekki Suareaz brtjóta er það og ætti það ekki vera vera ef dómarinn sér það og er eitthvað í málinu en ef dómarinn sér það ekki lætur
    leikinn halda áfram.

    Og spyr ég hvort var hættulegar tæklun Aguero eða bitið hans Suarez.

  20. Núna eru allir United menn að tala um bönnin sem Cantona fékk og Rio á sínum tíma sem dæmi um fáránlega langa dóma sem þeirra menn hafa fengið.

    Þekkir einhver þessi mál betur? Fengu þeir ekki margra mánaða bönn fyrir sinn snúð?

    Þekki þetta ekki nóg til að geta tjáð mig um þeirra mál 🙂

  21. Þú ætlaðir væntanlega að segja að dómurinn væri fordæmalaus, því hann er sannarlega ekki fordómalaus…

  22. Þetta er einfalt mál, bara eins og einhver sagði á twitter. Lána hann til Íslands í sumar og láta hann taka út bannið hérna heima.
    Ég get leigt honum herbergi í sumar.

  23. Ætli FA hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að Suarez er fífl af stærstu lengdargráðu. Hann virðist ekki vilja fara eftir reglunum sem FA sátu sveittir að semja á koníaksstofunni. Svo er hann líka ekki enskur eins og dáðasti sonur FA, brjálæðingurinn hann Rooney.

    Vona innilega að Suarez fari að einbeita sér að fótbolta og þaggi niður í þessum Englendingum sem geta hvort eð er ekki neitt.

  24. glórulaus dómur! með þessu er FA ekki aðeins að refsa Suarez, heldur refsa þeir einnig klúbbnum. Liverpool gerði rétt í því að beita Suarez refsingu og FA átti að taka mið af því. Refsing frá klúbb + 3-4 leikja bann hefði þýtt út tímabilið og Suarez hefði þá komið með clean slate inn í næsta tímabil. Með þessu er FA að sýna enn og aftur fram á algjört ósamræmi í dómum og niðurstaðan er ekki aðeins refsing fyrir leikmanninn, heldur einnig refsing fyrir bæði klúbb og aðdáendur. Til skammar!

  25. þetta var fullkomlega fyrirsjáanlegt. fa er algjörlega samkvæmt sjálfu sér þarna, refsing fyrir kinþáttaníð er 4 leikjabann, nema ef þú heitir Suarez þá er það átta leikir, þannig að ef eðlilegt bann væri 5 leikir fyrir ofbeldisbrot, (sem reynda er þyngri dómur en flestir fá) þá er það algjörlega eðlilegt með rökhyggju fa að dæma Suarez í 10 leikja bann.

    ath, það er ekki stafsetningavilla að eg skrifa fa, þetta samband á ekki hástafi skilið.

  26. Eins mikið og ég elska að horfa þá Suarez spila fótbolta þá verð ég að segja að ég skammaðist mín fyrir að hann sé leikmaður Liverpool þegar ég sá þetta umrædda atvik. Að bera þetta saman við tæklingar eða olnbogaskot finnst mér bara fáránlegt.

    Í hvaða veruleika bregst nokkur svona við eins og Suarez gerði?
    Hvað er það sem fær fullorðinn einstakling og föður til að bíta einhvern í bræðiskasti?

    Þetta er auðvitað algerlega absúrd hegðun en því miður ekki í fyrsta skiptið sem okkar maður gerir sig og liðsfélaga sína og aðdáendur liðanna sem hann hefur spilað með að fíflum með óafsakanlegri framkomu.
    Hann var í banni fyrir eins atvik þegar Liverpool keypti hann, og nú er hann aftur sekur um vandræðalega heimsku.

    Þetta breytir því ekki að FA eru fyrir löngu búnir að sanna að þar ráða vitleysingar.

    10 leikja bann staðreynd og ég vona að Luis Suarez noti tímann fram að fyrsta leik sínum á næsta tímabili til að leita sér hjálpar við veikleika sínum svo hann geti verið liði sínu og aðdáendum þess til sóma í framtíðinni.

  27. Björgvin (#10) segir:

    “Gæti ekki verið meira sammála.

    En að öðru, ég hef aldrei skotið á síðuhaldara hérna, enda finnst mér kop.is algjörlega frábær, en núna verð ég aðeins að böggast út í Kristján Atla sem sagði hérna í kommentum fyrir tveimur dögum:

    “Ein athugasemd að lokum: hann fékk sjö leikja bann fyrir að bíta mann í Hollandi og því fær hann aldrei minna en það núna. Ég held að 99,9% Púllara, eða jafnvel 100%, séu sammála um að það er því eðlilegt að hann fái sama bann í þetta skiptið. Hann er sekur og á skilið refsingu og ef hann fær 7-10 leiki segi ég ekki orð.”

    Væri gaman að vita hvort Kristján Atli sé enn á sömu skoðun, því ég held að 99,9% Púllara sé ósammála honum.”

    Já. Ég er enn á þessari skoðun. Eftir að ég skrifaði þessi ummæli á sunnudagskvöld hef ég séð lengd banna sett í samhengi við brot t.d. Thatcher, Roy Keane, Di Canio og fleiri. Fyrir vikið var ég kominn á þá skoðun að sömu 7 leikirnir og hann fékk í Hollandi væri sanngjörn refsing. Þar með væri komið skýrt fordæmi fyrir lengd banns þegar þú bítur andstæðing en um leið væri þetta ekki jafn hörð refsing og hinir ofbeldisseggirnir fengu.

    Hins vegar óttaðist ég að þeir myndu setja hann í enn lengra bann. Það var eitthvað slúðrað um 15 leiki í gær á Twitter og ég verð að viðurkenna að þótt 10 leikir sé of langt fyrir mér (7 hefði verið sanngjarnt, 8+ þýðir að hann er lagður til jafns við lífshættulegar líkamsárásir sem mér finnst rangt) hefði hann getað farið verr út úr þessu.

    Ég tek undir efni pistilsins varðandi það að enska knattspyrnusambandið er grínklíka sem leyfir sér allt of mikið að dæma í þessum málum eftir veðrum og vindi. Hefði Gerrard fengið 10-leikja bann fyrir að bíta Ivanovic? Auðvitað ekki. Það þurfa að vera skýrar reglur um hver refsingin er fyrir hvert atriði og svo þarf að fylgja því. Ekki sleppa Defoe af því að hann fékk spjald í leik en setja Suarez svo út úr keppni í fimm mánuði. Ekki setja Suarez í 8-leikja bann fyrir meint kynþáttaníð en Terry í 4-leikja bann fyrir kynþáttaníð sem náðist á myndband.

    Þetta samband er brandari og það er að ræna mann áhuganum á enskri knattspyrnu. Það og öll hysterían í kringum leikinn þessa dagana.

    Engu að síður getum við ekki gert píslarvott úr Suarez í þessu máli. Dómurinn er harður en það væri ekki verið að ræða neinn dóm ef Luis hefði hagað sér eins og fullorðinn einstaklingur og einfaldlega sleppt því að bíta andstæðing á sunnudaginn.

    Ég tók Suarez/Evra-umræðuna alveg 100% alla leið þegar sá dómur féll fyrir einu og hálfu ári. Sú umræða var löng, ströng, erfið og leiðinleg og ég fékk nóg af því að ræða þá hluti. Því er ég næstum viss um að ég mun ekki ræða þetta meira. Hann beit mann, fékk dóm og afplánar hann.

    Það eina sem skiptir mig máli í þessu er Liverpool FC. Við þurfum að byrja næsta tímabil án okkar besta leikmanns. Hverjum sem er þar um að kenna er það staðreynd og ég hef bara áhuga á að sjá hvernig Liverpool ætlar að tækla þá stöðu (selja Suarez? Kaupa framherja í sumar? Treysta á Sturridge og Borini?). Ég nenni ekki að ræða þetta Suarez-mál mikið frekar.

  28. Suarezdómurinn á sjálfsagt að líta út sem fordæmi. Rétt eins og þegar hann fór í bann í Evra-málinu og þegar Mascherano fékk auka bann í tuðleiknum fræga. Verst er að fordæmin urðu aldrei nein fordæmi heldur einangraðir og allt of harðir dómar eins og síðar átti eftir að koma í ljós.
    Niðurstaðan er gjörspillt og óhæft knattspyrnusamband sem gæti ekki haft samræmi í dómum til að bjarga lífinu.
    Svo er gott að rifja upp að þegar Joey Barton gekk berserksgang í fyrra, sparkandi í menn, skallandi og hrindandi, þá verðskuldaði það 12 leikja bann. Einnig er regla að dæma hrækjara í 3ja leikja bann.

    Afsakið meðan ég æli.

  29. Menn skulu nú róa sig að segja Rooney dáðast dreng enska knattspyrnusambandsins. Maður sem fór í 3 leikjabann fyrir að segja fokk við myndvélina þegar hann var að fagna og fékk einnig leikbann í FA vegna rauð spjald sem hann fékk í æfingarleik.

    Ég er bara komin á þá skoðun að enska knattspyrnusambandið hatar flest allt sem kemur frá norðrinu. Rétt eins og vinkona þeirra, hún Járnfrúin. Þeir elska London og allt sem þar er, en þegar Liverpool eða Manchester gerir eitthvað þá er bara bann lengra bann og fordæmi. Gleymum ekki að FA setti Javier Macherano í bann á sínum tíma fyrir blótsyrði og átti það að vera fordæmisgefandi. Það var aldrei dæmt neitt því líkt aftur. Þetta eru auðvitað mestu rasistanir sjálfir.
    Eitt sem ég skil ekki hvernig var hægt að dæma hann í 8 leikjabann fyrir Rasima en 10 leiki núna? Ætli FA segji að það að bíta mann sé verra en að kalla mann Negarito?

  30. Talandi u m Rooney þá áfrýjaði enska knattspyrnusambandið svonalöguðu
    http://www.youtube.com/watch?v=tGOLCEjAuCQ True story.

    Ég er ekki að segja að þetta séu sambærileg atvik en þeir áfrýja svona viljandi sparki í hita leiksins þegar bolinn er hvergi nærri en vilja svo sjálfir setja fordæmi þegar það hentar þeim.

  31. Vænanlega er skýringin að þessi sauður hefur þegar fengið 8 leikja bann fyrir að sýna kynþáttafordóma á vellinum og verið varaður við að ekki verði tekið vægar á brotum sem hann kann að fremja í framtíðinni. Ég held að þetta snúist ekki um Suarez per se heldur að þeir sem hafa áður brotið af sér alvarlega fá harðari refsingu fyrir næsta brot. Auðvita er þetta samt hystería og 10 leikja bann er óttalegt overkill…

  32. Nr. 36
    Ivanovic steig/hoppaði á löppinni á honum sem varð til þess að hann snappaði svona, líklega meiddi hans sig í löppinni. Skoðaðu atvikið aðeins nánar.

  33. 10 leikir er fyndist mér ekkert út úr kú dómur ef þetta væri fyrsta agabann í enska boltanum fyrir “ofbeldishegðun”. FA er bara alls ekki samkvæmt sjálfu sér. Fordæmisdómar ekki slíkir nema línunni sé haldið áfram (ekki láta LS fá 8 leiki en JT 4 fyrir “samskonar brot” nokkrum mánuðum seinna eftir að hafa frestað málinu til að hann gæti spilað þá leiki sem enskum hentaði)

    Það sem ég vona að nýráðinn almannatengslayfirmaður Liverpool geri núna er að byrja á því að taka dómnum, (félagið búið að láta í ljós að þeim finnst þetta stærra mál heldur en hörð tækling eða annað slíkt sem gerist í hita leiksins með því að sekta Suarez og gefa út yfirlýsingu) ekki áfrýja banninu og senda í leiðinni harða ádeilu á FA og beina umræðunni í þá átt að ef þetta á að vera refsilínan fyrir heimskuleg og/eða hættuleg brot í leik, hvort sem dómarinn sér það eða ekki og hvort sem fjölmiðlar blása það upp eða ekki, þá verður hún að standast skoðun eftirá.
    Ég get ekki séð að það gagnist neinum að fara Suarez boli í upphitun og áfrýja þessu (áfrýjun myndi jú að öllum líkindum bara skila lengra banni).
    Í Evra málinu gat Liverpool varið sinn mann þar sem þeir voru vissir um að hann væri EKKI sekur, þar var alls ekki verið að verja verknaðinn heldur manninn. í þessu tilfelli myndum við vera að verja verknaðinn eða gera lítið úr honum og það er ekki gott PR.
    Vona að þetta verði drepið með slíkum hætti og umræðan fari aðins að snúast meira um hvað FA sé í miklum skít. Vona svo innilega að Suares sé ekki búinn að fá nóg af Englandi, að eigendurnir séu ekki búnir að fá nóg af honum og hann verði áfram á Anfield að kynda upp í öllum hvort sem er stuðningsmönnum eða öfundsmönnum :o)

  34. Gerrard á leiðinni í aðgerð líka, ég ætla rétt að vona að hann nái sér einn, tveir og bingó eftir það. Það væri hrikalegt að vera án þeirra beggja í byrjun næsta tímabils.

    Ég hef sagt það áður og segi það aftur – Djöfull hlýtur FA mönnum að leiðast heima hjá sér.

  35. Ok, fyrir það fyrsta eru 10 leikir glórulaus dómur miðað við önnur atvik bæði sambærileg og ekki. Í öðru lagi þykja mér þessi rök um refsiþyngd dóma eftir fyrri brotum hjákátleg. Hafið þið einhverntímann séð mann dæmdan í lengra bann fyrir glórulaust brot vegna þess að hann hefur brotið af sér áður? Ef leikmaður fer í glórulausa tveggja fóta tæklingu í september og er dæmdur í 3ja leikja bann. Haldið þið að hann fái 5 eða 6 leiki ef hann fer í svipaða tæklingu í mars? Aldrei!

    Ég er ekki að verja gjörðir Suarez en það verður að ríkja samræmi í stjórnvaldsákvörðunum sem þessum.

  36. Jæja þá er þetta tímabil búið og líka það næsta. Maðurinn var búinn að fá langt bann fyrir að bíta leikmann áður, við hverju búist þið við þegar hann fremur annað brot eins og síðast? Styttra banni? Nei hann hefði átt að fá lengra bann en tíu leiki, ætlar þessi gaur aldrei að læra? Hann hefði átt að fá miklu lengra bann en 10 leiki og fara svo á skilorð eftir það og ef hann gerir þetta aftur þá ætti hann að fara í lífstíðar bann frá knattspyrnu.

  37. Frábært. Byrjum næsta tímabil líklega framherjalausir. Alveg týpískt að Sturridge verði meiddur og Liverpool verði með 3 stig eftir 5 leiki eða eitthvað álíka.

  38. Nei það er aldeilis ekki grín, hann hoppar samfætis ofan á fótinn á Suarez. En þú mátt halda að hann hafi gert þetta af algjörlega yfirlögðu ráði.. ef þér líður betur með það.

  39. Er 100% sammála því hjá Steina að hið enska FA-samband dregur svo mikið úr áhuga manns á enskum bolta að stundum langar mann að hætta að fylgjast með boltanum þar.

    Ætla svo að vera 10000% sammála Kristjáni Atla. Hef algerlega talað nóg um þetta mál í bili og sé litlar ástæður til að bæta inn í rökræðuna hérna. Við vitum alveg af því að Suarez gerði rangt, mjög rangt inni á vellinum og þetta er þriðja brotið á þremur árum sem hjálpar honum ekki, en það réttlætir ekki 10 leikja bann.

    Hins vegar vitum við líka öll (held ég) að áfrýjun mun ekki stytta bannið, en hugsanlega lengja það og þá mun umræðan bara vaxa og vaxa.

    Svo ég er hér með hættur að skrifa um þetta mál allt, því það er ekki margt nýtt á döfinni held ég….ætla að hlakka til þess að sjá Suarezlaust Liverpoollið í Merseyside derby-inu gegn Everton á Anfield. Ég hugsa nú að völlurinn muni syngja nafnið karlsins eitthvað þann daginn og þá tek ég undir það og vona að þegar hann kemur aftur um mánaðamótin september / október þá sé þessum löngu leikbönnum á hans ferli lokið.

  40. Enska knattspyrnusambandi eru heimsins mestu hræsnarar og kynþáttahatarar og það eru mýmörg dæmi sem sanna það.

  41. Ég verð að játa að þessi dómur er í mínum huga ekki út úr korti. Suarez beit annan leikmann í atviki sem vægast sagt bauð ekki upp á að maðurinn ætti að missa svona stjórn á skapi sínu. Að bíta annan leikmenn er svo sérstakt brot að það er algjörlega borðleggjandi að því þarf að refsa með afgerandi hætti. Ég fyrir mitt leiti vil ekki að slík atvik sjáist eða séu aðalumfjöllunarefni leikja enda væri slíkt ömurlegt og ekki íþróttinni til framdráttar.

    Hitt er svo annað mál að ég er mjög sammála öðrum hér að FA er til háborinnar skammar þar sem að mér finnst eru mjög ósamkvæmir sjálfum sér og nánast gera það að verkum að maður vilji ekki fylgjast lengur með þessum blessaða enska bolta.

    Ég held að heillavænlegast fyrir bæði leikmann og klúbb sé að bara “suck it up” og beina umfjöllun um klúbbinn á einhvern annan og jákvæðari vettvang.

  42. Þeir láta bara eins og þeim sýnist. Þeir vita það að við munum samt halda áfram að horfa.

  43. Það er best að taka það strax fram að ég er Man. United stuðningsmaður og ég kíki reglulega hingað inn þar sem ég hef einstaklega gaman að pistlunum og umræðunni hérna.

    Þetta bann er náttúrulega útúr kortinu en það er augljóst mál að Suarez er að líða fyrir það að vera stjarna í einum stærsta klúbbi Englands. Hann er þar af leiðandi mikil fyrirmynd og sem slík reynir FA að réttlæta dómin sem “fordæmi”.

    Þetta þekkjum við stuðningsmenn United mæta vel, Rio ferdinand fékk 8 mánaða bann fyrir að mæta of seint í lyfjapróf eftir leik, og þrátt fyrir að hann stæðist prófið fullkomlega og óhugsandi talið að ólyfjan myndi sporlaust hverfa á þeim tíma þar til hann mætti í prófið var hann dæmdur í stjarnfræðilegt bann frá knattspyrnu. Hann var stjarna, ensk stjarna notabene (hence rasista-komment að ofan), í stórum klúbb, fyrirmynd. Svona lyfjaprófsrugl hafði gerst áður (og hefur gerst oft eftir þennan dóm) hjá minni spámönnum en FA hefur ekki séð ástæðu til að fylgja þessu fordæmi sínu eftir. Svona gengur þetta fyrir sig hjá FA.

    Slíkt hið sama má segja um þegar Rooney lét tilfinningar hlaupa sem sig gönur og hrópaði “Fuck off” um leið og hann fagnaði marki. Allt varð brjálað enda almenningur aldrei séð knattspyrnumann blóta í þessa göfugu íþrótt. Ehm, einmitt. 2 leikir í bann, og hann missti af grannaslagnum við City.

    Liverpool eru ekki einu fórnarlömb fáranlegra fordæmisdómar FA. Fordæmisdóma sem þeir munu sennilega ekki fylgja eftir. En C’est la Vie. Svona er að styðja stórklúbb og þetta er bara eitthvað sem þið þurfið að lifa með sem stuðningsmenn Liverpool. Leikmenn Liverpool eru fyrirmyndir, og ef þessir leikmenn taka upp á því að bíta aðra leikmenn fyrir framan 26 myndavélar og milljónir áhorfenda, þá mega þeir á von á vondu frá FA.

  44. G- T- H— fa, þið megið giska á hvað þetta þýðir 🙂
    það hefði verið andsk….. nóg ef hann hefði verið í banni út leiktíðina mesta lagi 1-2 leiki í viðbót en 10 leikir, maður hefði verið svona semí sáttur með 7 leiki eins og LS fékk í Hollandi, en annars bara takk fyrir veturinn kæru Púllarar og GLEÐILEGT SUMAR 🙂

  45. Af hverju er það sem við sjáum að gildir meira en það sem dómarinn sér eða aðstoðamaður hans.

    Ef þessi dómari Kevin Friend hefði séð Suarez bíta Ivanovic þá hefði Suarez fengið þriggja leikja bann en vegna þess að aðstoðadómarinn né Friend sá brotið fékk Suarez 10 leikja bann ólíkt t.d. Aguero sem var bjargaður af aðstoðadómarinum sem sá atvik og þannig gat FA ekki gert neitt í málinu.

  46. ætli ivanóvits hafi skilað inn áverkavottorði?

    ekki ætla ég að verja bitið en ég held að það sé jafnvel stærri marblettur á ökklanum á Suarez heldur en hendinni á ivan.

  47. Reyndar gerðu bæði Chelsea og Ivanovic eins lítið úr þessu og hægt var, minntust varla á þetta eftir leik og kærðu ekki þrátt fyrir að lögreglan hafi haft samband við hann eftir leik.

  48. ÓGEÐSLEGT, VIÐBJÓÐSLEGT HELVÍTIS fa. Hvaða helvítis fífl eru í aganefnd eða stjórn þessa ógeðslega sambands, meirihlutinn scum viðbjóður.

    Maggi, af hverju á áfrýjun við svona banni bara eftir að lengja bann Suarez ? Ég meina hvers lags aganefnd er það, sem segir bara, SKAMM, þú mátt ekki áfrýja, nú færðu bara 3 leiki í viðbót, ætti það ekki að vera 50-50 hvort þeir bæti við eða stytti bann leikmanna ? Ég óska þessum stjórnarmönnum alls ………. Hvernig væri bara að enskir aðdáendur sendu þeim sitt álit á þessum dómi með spipuðum hætti og Franskir bændur gera 🙂 Senda þeim eins og nokkur vörubílahlöss af skít og sturta við höfuðstöðvar þeirra ! !

    Þetta grínsamband er algjör viðbjóður, ekkert samhengi í dómum þeirra, ég veit að Surez gaf höggstað á sér, en þetta er BARA einelti og rasismi, enda eru bretar með litlu b i hinir mestu rasistar.

    Ég held að með þessu hafi þeir rekið endahnút á feril SUAREZ í ensku deildinni, og að þeir útlendingar sem hafi áhuga á að spila í ensku deildinni hugsi sig tvisvar um áður en þeir fari þangað í framtíðinni, og ég get alveg skilið þá, enska deildin er á niðurleið, varðandi gæði, og er eins og er nr 4 í heiminum, í mesta lagi.

    Fari fa til helvítis ! !

  49. Þetta er ferlegt, allir helstu fréttaritara í kringum Liverpool segja að Suarez sé að spá í að yfirgefa enska boltann, lái honum hver sem vill.

    Chris Bascombe

    Tony Barrett

    Andy Hunter

    Vona persónulega að klúbburinn nái að vernda Suarez í framhaldi af þessu, en ég er hræddur um að umfjöllunin, púið og hatrið verði honum ofaukið og hann fari

  50. Kæru Púllarar!!

    Maðurinn er síbrotamaður, sýnir einbeittann brotavilja, 7 leikja bann síðast fyrir samskonar brot, dæmdur fyrir kynþátta nýð, og fær 10 leiki núna, við hverju bjuggust þið??? Hann er klúbbnum og stuðningsmönnum til skammar. Svo andskotist þið í FA og dómaranum, í mínum bókum heitir það að fara í manninn en ekki í boltann, sem í þessu tilviki er Suarez……..hann er vandamálið ekki FA.

    Með von um að ykkur gangi allt í haginn á næstu leiktíð.

  51. Mér finnst LS bera mikla ábýrgð hvernig hefur farið fyrir honum i ensku deildinni. Hann sýnti dómgreindarbrest varðandi Evra málið auk þes hefur hann verið refsað áður að bita menn. Enn mér finnst hann lagður i einelti núna. Þessi dómur er óþarfa harður enn ég skil hann samt. Hafði frekar villjað sá 7 leikja bann max. Hundleiðinlegt mál punktur.

  52. Þetta er náttúrulega ömurlegt í alla staði. Ég held við munum samt sjá úrskurð FA upp á 8 leiki + 2 vegna tíu gulra spjalda.
    Jafnvel gætum við séð niðurstöðu upp á 4-6 leiki en þyngingu upp á 2-4 leiki vegna þeirrar staðreyndar að hann hefur áður farið í bann (óréttmæti Evra málsins hefur enga lagalega merkingu).

    Mér finnst því ólíklegt að við munum áfrýja, hvað þá vinna slíka áfrýjun.

    FA er með allt niðrum sig og oft í mótsögn við sjálft sig. Suarez verður samt fyrst og fremst að líta í eigin barm og ekki gefa svona færi á sér.

  53. Ok…Hvad hefur madur lært a thessari umfjøllun her…Ju…KAR og Maggi er thokkalega skynsamir….

  54. 10 leikja bann er gott mál! Suarez hefur sýnt og sannað að hann á harla erfitt með að læra af reynslunni! Iðrun og raunveruleg yfirbót er sýnd í verki, á vellinum, en ekki á Twitter …. eða í gegnum símann

  55. Sæl öll.

    Ég skora á forráðamenn Liverpool klúbbsins hér á landi að hafa samband við aðra stuðningsmannaklúbba um allan heim og setja af stað undirskriftalista þar sem við biðjum Suaréz að yfirgefa okkur ekki. Hann tekur út þetta fáranlega bann og kemur svo sterkari til baka. Ef hann fer þá vinna þeir aðilar sem vilja hann úr Enska boltanum af því hann er svo mikil ógn við önnur lið. Nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er M…….

    Við vitum alveg að hann braut af sér og átti skilið þyngstu refsingu við svona broti þar sem engin beið líkamlegan eða andlegan skaða af. Mér skilst það vera 3 leikir í bann en þar sem starfsmenn FA eru ekki læsir á sitt eigið móðurmál og nota flöskustút við úthlutun refsinga þá verðum við að sætta okkur við þetta.

    Koma svo og söfnum undirskriftum byrjum hér á landi og sýnum Suaréz að hann gengur aldrei einn meðan hann er með okkur.

    Þangað til næst
    YNWA

  56. Margt sem er stórmerkilegt hérna.

    Fyrir það fyrst að menn vilja draga inn brot hans í Hollandi í þessa umræðu. Það er að mörgu leiti skiljanlegt að menn hugsi sem svo að það bann og það brot eigi líka að taka til skoðuna í þessu máli. En það er bara ekki svo einfalt sökum þess einfaldlega að það gerðist í öðru landi, önnur deild og á því ekki að hafa nein refsiaukandi áhrif í þessu tilviki. Ef það er niðurstaðan hjá mönnum að fyrra brotið (í Hollandi) eigi að hafa refsiaukandi áhrif að þá er eins gott að t.d. Rooney færi ekki að spila á Spáni og missti sig aftur og segði F orðið í myndavélarnar. Ef það var 2 leikja bann á Englandi að þá hlyti það að vera 3-4 leikir á Spáni (svona ef miðað er við þessa umræðu) og já þetta er fáranlegt dæmi til að sýna fáranleikan í þessu. Ein tegund af broti getur ekki verið refsiaukandi á milli landa á meðan önnur tegund brots er það ekki því jafnræði er algjört lágmark.

    Síðan kemur þessi umræða að menn telji þetta brot vera verra en önnur eða ekki. Það væri gaman að fá að vita hvort mönnum finnst í alvöru bit í handlegg verra heldur en kjaftshögg, tveggja fóta tækling, olnbogaskot o.þ.h.

    Þetta bann er vægast sagt hlægilegt ef miðað er við þá áverka sem af þessu geta hlotist samanborið við áverka af því sem ég taldi hér að ofan. Menn vilja kannski meina að það sé hættulegra að bíta menn heldur en að lenda í tveggja fóta tæklingu sem kannski endar ferilinn.

    Að auki að þá er þetta gert í furðulegri bræði en það sama gildir um hnefahögg, olnbogaskot og líka tveggja fóta tæklingar, allt gert í bræði.

    Að lokum að þá er ég alveg sammála þessari grein SSteins, svona langt bann er bull.

  57. Brjálaður! Þetta er með ólíkindum hvernig FA drullar endalaust uppá bak og yfir Suarrez. Er ekki að verja bitið, en 4 leikir hefði verið í lagi. Búinn að segja upp áskriftinni og er ekki svo viss að ég nenni að horfa á enska boltann næsta vetur.

    Y.N.W.A

  58. Fyrst hann gaf vitleysingunum hoggstad a ser aftur ta bjost eg alveg eins vid arsbanni , teim hefdi verid truandi til tess . Tannig kannski eru 10 leikir bara vel sloppid

  59. Spurning um að fara að einbeita sér að þýskaboltanum frekar en enska, þerra er hlægilegt knattspyrnusamband sem á ekki skilið áhorf því miður

  60. Þetta hefði alveg getað endað í 20 leikjum eða eitthvað. 8 leikja bannið í fyrra var gjörsamlega fáránlegt þegar maðurinn hafði ekki einu sinni fengið rautt spjald á Englandi. Þá hefði 3 leikir verið sanngjarnt og 5-6 núna. En það er verið að dæma hann alveg hrikalega hart finnst mér og spurning hvort að kvartanir frá dómurum, öðrum leikmönnum og almenn umfjöllun sé að hafa svona mikil áhrif.

    Ekki verð ég var við þennan svakalega tuddaskap frá Suarez, jújú hann er alltaf nöldrandi, dífir sér stundum og reynir að hagnast á brotum en hann er ekki grófur leikmaður og ég man ekki eftir að hann hafi meitt nokkurn leikmann.

    Eftir ferilinn verður hann minnst sem einn grófasti leikmaður frá upphafi með 18 leiki í bann ( að minnsta kosti )…og fyrir hvað? Kallaði leikmann andstæðinga illum nöfnum í leik og beit annan í hendina.

    Fyrirgefið en mér sýnist hann vera meira sekur um að vera leiðinlegur heldur en grófur.

  61. Það sem #69 segir.

    Þessar rækjusamlokur mættu kynna sér reglurnar áður en þeir fara að tjá sig hér, 433.is og fotbolta.net.

    Það sem gerist í Hollandi hefur nákvæmlega none, núll, zero, nada, ekkert fordæmisgildi í Englandi. Það er utan þeirra lögsögu, þetta er mjög skýrt.

  62. Það er enginn partur af þessu banni Suarez vegna gulra spjalda þar sem bann fyrir 10 gul spjöld er aðeins ef þau koma fyrir annan sunnudag í apríl. Slíkt var ekki í tilfelli Suarez og því var hann ekkert á leið í neitt bann vegna gulra spjalda.

  63. Það eru nokkrir vinklar á þessu máli.

    Sá fyrsti er, eins og flestir koma fram með hérna, það er enginn að verja gjörðir Suarez. Ekki einu sinni hann sjálfur. Hann baðst strax afsökunar, klúbburinn sektaði hann og Chelsea hafa (mesta furða) ekki gert neitt annað en að sýna hina mestu séntilmennsku. Líklega Benítez-áhrif þar.

    Sá annar er eins og Örn (fuglinn) skrifar, þá er eins og FA sé sérstaklega illa við risana tvo í norðri, Liverpool og Manchester United. Þetta virkar á mig eins og Lundúnaklíka sem reynir að draga sem mestan mátt úr þessum tveimur yfirburðafélögum á Englandi. Það fer í taugarnar á þeim að norðrið sé svona margfalt framar suðrinu, rígurinn þarna á milli er þekktur og kom best í ljós á valdatíma Margaret Thatcher. Við höfum oft talið að Man Utd. sé með FA í vasanum en bönnin á Ferdinand, Cantona og Rooney eru ansi harðar refsingar. Það er staðreynd. En ég man samt vel eftir því að maður vildi fá Cantona helst í ævilangt bann fyrir karatesparkið.

    Þriðji vinkillinn er bannið sjálft. Hvernig er hægt að rökstyðja svona bann? Eitthvað sem sparkspekúlantar hafa mikið skrifað um síðan í gær. FA hlýtur að taka þá afstöðu að bannið vegna kynþáttaníðsins sé það sem þyngir þetta bann. Ekkert annað kemur til greina. Þegar menn flytja á milli landa koma þeir í nýtt land með hreinan skjöld. Þeir eru hvorki að setja þetta bann á fyrir bitið í Hollandi eða markvörsluna á HM. Það eina sem kemur til greina er Evra-málið, að það þyngi þetta bann. Við eigum eftir að bíða eftir útskýringum vegna þess.

    Fjórði vinkillinn er vegna 10 gulra spjalda. Ef ég skil þetta rétt, þá er tveggja leikja bann vegna tíu gulra spjalda. Þá er þetta bann “aðeins” 8 leikir, sem er reyndar öllu ásættanlegra, þótt það sé samt frekar hörð refsins.

    Fimmti vinkillinn er þetta með að vera útlendingur. Cantona, Di Canio og Suarez hafa fengið ansi harðar refsingar, en það hafa líka Ferdinand og Barton fengið. Mér finnst refsingin á Ferdinand algjörlega út í hött (svona eftir á að hyggja), Di Canio refsingin er líka ansi hörð. Barton hins vegar tel ég hafa fengið hæfilega refsingu. Þar kemur líka inn í fyrri hegðun hans, ég held að ef við setjum málin upp á þann hátt þá sjáum við að Suarez var alltaf á hálfgerðu skilorði hjá FA eftir Evra-málið. Þannig að líklega eru þau rök ekki gild.

    Sjötti og síðasti vinkillinn er spuringin um hvað sé hæfilegt bann fyrir brot af þessu tagi, sem dómarinn sér ekki, og dómnefndin hefur þess vegna rétt á að dæma eftir myndavélum. Og kannski reglurnar sjálfar, að ekki sé hægt að dæma fyrir sambærileg brot ef dómarinn telur sig sjá það. Violent conduct – eða ofbeldisfull hegðun hefur vanalega haft þriggja leikja bann í för með sér, stundum fimm eða ellefu eins og Joey Barton fékk að kynnast. Enda fór hann hamförum, sem þetta brot eitt og sér er ekki nálægt. Ég myndi leggja þetta að jöfnu við að kýla andstæðing, hrækja á hann eða eitthvað slíkt, ekki beint hættulegt en mjög óíþróttamannslegt.

    Ég vona bara að Suarez karlinn bugist ekki yfir þessu og haldi áfram að spila fyrir okkar lið. Hann mun þurfa að þola endalausar árásir áhorfenda fyrir þetta, baul á öllum völlum, spurning hvort hann þoli það. Eða fari til Juve eða eitthvað slíkt. Vona ekki.

  64. Elías ertu viss um það? Íslenskir dómstólar hafa enga lögsögu í Noregi eða Danmörku, en þeir nota samt dómstóla þar sem fyrirmynd þótt þeir hafi ekki fordæmisgefandi áhrif á Íslandi. Maður sem er dæmdur í Kanda byrjar ekki með hreint borð ef hann flytur til Íslands og brýtur af sér.

    Annars var Rodgers að segja að hann hafi búist við 6 leikja banni og auka 6 á skilorði, það hefði mér þótt 100% sanngjarnt. Ég ætla samt ekki væla yfir þessu 10 leikja banni, ég var sammála KAR með að 7-10 leikja bann væri það sem maður bjóst við. 7 væri maður “sáttur” með og 10 það allra mesta.

    Og er plís hægt að hafa umræðuna á málefnalegri nótum en að vera með eitthvað kjaftæði um að þetta sé Man Utd að kenna eða kenna FA um rasisma? Mutu og Toure fengu styttra bann en Rio og hver er útlendingurinn þar?
    Það er margt að hjá FA en það er ekki hægt að kenna þeim um hvernig Suarez hagar sér á vellinum.

    En að öðru, er það rétt sem ég hef verið að lesa að hann hafi sloppið við bann fyrir að kýla gæjann þarna um daginn? Ef svo er þá held ég að það sé ekkert svo slæmt að hann fái hvíld í byrjun tímabils þótt auðvitað hefði verið betra að hafa hann. Svo er einnig möguleiki á því að við komumst í EL útaf fairplay reglunni, ekki miklar líkur en það er samt séns. Ef ég man rétt þá erum við efstir þar og England er í 4. sæti en 3 efstu deildirnar fá sæti í EL. Þá eru 7 leikir í undankeppni og Suarez getur spilað einhverja leiki þar eftir álfukeppnina.

  65. Byrja á að þakka @Ssteinn fyrir frábæran pistil, en allt þetta rugl varðandi þennan ,,allt,, of stranga dóm er búið að halda manni límdann við Twitter í sólarhring! Þessi dómur er svo mikið bull, ekki það að í 1.sek að eg se að halda því fram að ekki ætti að refsa okkar manni, heldur hversu löng refsingin er… 4 leikir hefði verið bra allt í lagi.. Tekið út sína refsingu a þessu tímabili, en ekki líka 6 fyrstu á næsta tímabili!! Varðandi viðbrögð klúbssins virðist það ekki skipta neinu anskotans máli hvort menn vippa sér í Suarez bolina, eða gera ,,allt eftir bókinni,, FA tekur okkur samt í það ó-smurt!!!!! Blaðamannafundurinn hjá BR núna áðan a Lfc stöðinni var frábær, stóð algjörlega með sínum manni og sagði þetta vera ,,allt of harðan dóm,, væri í raun árás á persónuna Suarez en ekki atvikinu sjálfu!!! Við verðum að ,,appeala,, þessum dómi bara svona upp a prinsipp!! Og láta þessa fávita í FA heyra það… Menn hafa endað ferill hjá mönnum, (Keane) B.Thatcher hér um árið tók hausinn nærri af Mendes og fengu töluvert styttri dóma!!!! Greinilega verið að reyna að bola Luis úr enskri knattspyrnu.. Meira að segja Ollie Fkn Holt sem by the way ,,HATAR,, Suarez skrifaði pistil í Mirror um það væri farsi að gefa Luis lengra en 4 leikja bann………. #JusticeForSuarez þeir sem vilja geta followað kallin á Twitter: @ragnarsson10 a.k.a. KOP-ICE

  66. Ég var búinn að skrifa hér langan pistill, en komst að einni niðurstöðu eftir ca 30 min skrif, ég elska klúbbinn minn alveg jafnmikið í dag og þegar ég byrjaði að halda uppá hann 1974 no matter what, fólk gerir alltaf heimskulega hluti það er bara þannig, ekkert sem verður ritað hér kemur til með að breyta því 🙂

    YNWA!!!

  67. ?g er að skoða þennan þràð fyrst nú eftir atvikið þegar Suarez reyndi að snæða Júgòslavann og ?g er alveg bit yfir blessuðum LFC aðdáendum heima. Það kom mér ekki à óvart að margir yrðu mòtfallnir 10 leikja banninu en það sem kom mèr à óvart er að 99% manna sem skrifa hèr eru ósammàla dómnum. Maður spyr sig hreinlega, er fòlk ekki aðeins að missa sig? Er hægt að rèttlæta það að leikmaður Liverpool bíti andstæðing sinn upp úr þurru og komist upp með það? Ef þû, lesandi gòður, svarar því játandi ertu að hefja leikmann yfir klúbbinn sem er ekki rètt.

    Jà, Defoe beit frà sér einhvern tìmann og Thatcher og Keane brutu af sèr, en það rèttlætir ekki þessa stöðugu geðveilu-kvillur hjà Suarez. Við erum að tala um leikmann sem hefur verið meira talað um vegna hegðunar og framgangs ì leikjum en vegna hæfileika inn à vellinum. Jà, Suarez er eflaust okkkar dýrmætasti maður en er það bara nóg að snúa sèr við eins og ekkert hafi í skorist? Þetta er heigulshàttur og eitthvað sem eigendur LFC þurfa að endurskoða í sumar.
    Èg er mikill Liverpool aðdàandi og er mikill aðdáandi að “fótbolta-Suarez” en hef verið harðorða ì garð slæmu hliðar þessa heimsklassa leikmanns. Það sìðasta sem èg vil sjà er að hann verði seldur en èg sè enga aðra möguleika ì stöðunni eftir hegðun hans undanfarið. Við getum bölvað og ragnað yfir þessu öllu en það breytir þvì ekki að 95% af þeim sem horfa à fòtbolta næsta vetur munu hafa slæma skoðun à Suarez, og Guð mà vita hvað hann gerir næst þegar hann snappar.
    Það er alveg ok að segja eitthvað à móti klúbbnum þótt maður sè aðdáandi. Àn grîns.

Luis Suarez dæmdur í 10 leikja bann

Life goes on…