Byrjunarliðið gegn Chelsea

Liðið okkar í leiknum gegn hr. Benitez í dag er komið og lítur svona út!

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Suarez – Coutinho

Bekkur: Jones, Skrtel, Coates, Shelvey, Coady, Assaidi, Sturridge

Coutinho heldur stöðunni, eina breytingin frá síðast er að Downing kemur inn fyrir Sturridge karlinn sem er örugglega ekki glaður með það…en þannig er þetta bara.

Til þess var tekið hjá “twitterliðinu” sem var á Anfield þegar útirútan mætti að Rafa fékk gríðarlegt fagn en Torres nær eingöngu baul hjá þeim sem eitthvað tjáðu sig um málið.

Allavega, treystum á að flottur leikur sé framundan…KOMA SVO!!!!!!

90 Comments

  1. Vona eftir skemmtilegum leik og sigur okkar manna. Luis skorar markið eða mörkin 🙂

  2. Byrjunarliðið hjá Chelsea
    Cech (c); Azpili, Ivan, D Luiz, Bertrand;
    Ramires, Mikel;
    Hazard, Mata, Oscar;
    Torres

    Djöfull er ég orðinn spenntur. Vonandi fáum við góðan leik og 3 stig í hús.

    KOMA SVO LIVERPOOL.

  3. Ekkert út á þetta lið að setja. Sturridge hefur ekki spilað nógu vel undanfarið til að komast í byrjunarliðið, simple as that. Flott að eiga hann inni á bekknum og eins gaman að sjá Coady í hóp, núna gætum við farið að sjá meira af kjúklingum í hóp til loka þessa tímabils.

    En mikið óskaplega vona ég að þetta verði í síðasta skipti sem Benitez kemur á Anfield sem stjóri gestana. Þetta bara passar ekki.

  4. Þetta er toppmiðja sem hann stillir upp í dag, líst vel á þetta. KOMA SVO

  5. Úff, mér verður óglatt við að sjá Benitez með blátt bindi og Chelsea merki á jakkanum.

  6. Liverpool og föst leikatriði eru bara ekki að gera sig, held að ekkert lið sé jafn slakt að verjast föstum leikatriðum og svo kemur ekkert út úr föstum leikatriðum hjá Liverpool.

  7. Jæja þá er þessi leikur búinn. Hverstu margir leikir undir stjórn BR hafa tapast á marki úr hornspyrnum. Mitt mat er að BR er looser. Hann hefur aldrei unnið neitt og mun aldrei því hann hefur ekki það sem til þarf til að innprenta hugfar sigurvegara í mannskapinn. Þetta hefur oft komið í ljós í leikjum þegar menn hafa einfaldlega gefist upp alltof snemma.

  8. Sýnist Agger nú vera í svæðisvörn. Held að Oscar sé bara lúmskur þarna.

  9. Suarez er alltof einmana þarna hefði byrjað sturridge hann er hungraður á móti sínum gömlu félögum, svo finnst mer lucas ekki eiga roð í ramires,oscar,hazard og er slakur framávið.

  10. ok 4-4-2 ég vona að liðið verði svona i seinni
    suarez sturridge
    coutinho gerrard lucas downing
    enrique agger carra johnson
    reina

  11. 17. Mér sýntist Lucas vera við stöngina enn af einhverjum ástæðum fer hann frá henni þegar sendinginn kom fyrir. Frekar klauflegt. Annars var dekkinginn léleg.

  12. Ut með henderson. Allt of margar feilsendingar. Einnig ma skipta lucasi ut.

  13. Alveg möguleiki að snúa þessu við…ef það verða stjóraskipti í hálfleik.

  14. Já, finnst Henderson vera að eiga fremur slakann leik, touchið hjá Suarez ekki alveg top, og gengur ekki nógu vel að finna Coutinho.

    Væri alveg til í að sjá smá breytingar í seinni.

  15. Liverpool er einfaldlega ekki eins sterkir og Chelsea og ekki hægt að búast við sigri gegn þeim.

  16. Lucas leit ekki vel út þarna í markinu, hann stóð nálægt stönginni fyrst en þegar boltinn kom í teiginn þá hljóp hann eftir línunni í átt að fjærstönginni.Heilt galið og ótrúlegt að sjá frá atvinnumanni! En ég hef trú á að þetta skáni í seinni ef markið kemur fljótt annars tapast þetta eins og oftast þegar ekki tekst að skora snemma.

  17. Liðið er engan veginn að spila sem lið djöfull þoli ég þetta ekki!##”

    taka skot úr engum færum geta ekki fokkings varist hornspyrnum!?!?! hvað er það. bæ

  18. 8 Snake eg vil byrja à því að hrósa þér fyrr að þora að tjá þig undir nafni.

    Að öðru þá skil ég ekki þessa gagnrýni þína. Miðað við hana þá er BR looser fyrir að hafa ekki unnið bikar í fyrra með Swansea á fyrsta ári sínu i PL. Það er auðvitað ekkert eðlilegra en að vera með slíkar væntingar.

    Það er engum blöðum það að fletta að vörnin hefur ekki verið nægilega sterk í ár. Þetta mark undirstrikar það en Agger gerir ekki vel i þessari spyrnu.

    Svo er RB buinn að lesa BR eins og morgunblaðið. BR þarf þvi að syna nuna að hann hafi plan B. Einnig þurfa margir leikmenn að stiga upp eins og Coutinho, Henderson, Gerrard og fleiri.

    Afram Liverpool.

  19. Hvað er í gangi í hornspyrnum… liðið verður bara að gera allt sem þeir geta til að fá ekki á sig horn. Þetta er vandræðalegt.

  20. Það hlaut að koma að þessu – flott mark og frábær frammistaða so far í seinni. Vinnum svo þetta gerviplastpappakassalið….KOMASSO!

  21. Púra víti. En ég er algjörlega ósammála Hödda Magg að þetta hafi verið svakalega öruggt víti. Reina hefði ekki þurft að hafa mikið fyrir því að verja þetta ef hann hefði valið rétt horn… Ef!

  22. Eru ekki öll víti örugg ef það er skorað úr þeim? Hef aldrei fattað þessa umræðu, ef Reina hefði valið rétt horn og varið þetta þá hefði Höddi talað um arfaslakt víti.

  23. þetta chel$kí lið er alveg svakalega leiðinlegt lið! Leggja meira upp úr því að fiska gul spjöld en að láta boltann ganga. Gjörsamlega óþolandi drogba-taktar í þessu drasli ennþá!

    Kemur ekki til greina að tapa á móti þessu hyski!

  24. Guð minn góður Suarez, ekki segja mér að hann hafi verið að bíta Ivanovic. Lærir hann ekki af mistökum???

  25. Jæja þá er Suarez búinn að fokka þessu upp hjá sér eina ferðina enn.

  26. Var Suarez að reyna að bíta hann?? Ef svo er þá hljótum við að íhuga hvort það borgi sig að halda honum, hæfileikar eða ekki.

  27. Afhverju gefa menn ekki boltann á menn í góðum hlaupum og færum? Við erum með 10 maradona í liðinu okkar oft á tíðum. Gjörsamlega óþolandi.

  28. Eigum við ekki að bíta frá okkur?? Annars er þetta frekar pirrandi vinkill á annars frábærum leikmanni ef hann hefur bitið hann.

    Koma, það er nóg eftir til að jafna og vinna!!

  29. Þetta er með því fyndnara sem ég hef séð. Suarez var eins og eitthvað risa nagdýr á hendinni á Ivan. Ég skellti uppúr í endursýningunni.

  30. Hann beit hann ekkert…aðeins að naga í hann. 3 leikja bann búið.

  31. Frabær leikmadur…en djøfull er hann heimskur…20 myndavelar a vellinum… 🙂

  32. Ivanovic kleip hann og það ofhitnaði aðeins á katlinum hjá Suarez 🙂 Þetta verður blásið upp eins og hann hafi étið hann upp til agna…

  33. Eg vona að manni hafi missýnst en annars er þetta algerlega óverjandi…

  34. úff,
    Leitt að segja það en þetta var líklega síðasta mark Suarez fyrir Liverpool 🙁

  35. Suarez á eftir að fara í dýrlingatölu eftir þetta bit. Verst að hann fær örugglega langt bann miðað við 9 leikja bannið sem hann fékk fyrir að kalla Evra svertingja.

    En fuck it, maðurinn vill vinna og þessir aumingjar sem eru með honum í liði verða að fara gera betur heldur en 7.sætið.

  36. fékk hann ekki tiltal frá dómaranum strax eftir þetta atvik þannig að það er ekki hægt að setja hann í bann því dómarinn tók á málinu á vellinum

  37. Stundarbrjálæði hjá Suarez og afar heimskuleg mistök. Óverjandi hegðun á fótboltavelli og gefur hatursmönnum hans byr undir báða vængi.

    Það verður samt athyglisvert að sjá hvort hann fær bann fyrir þetta, auðvitað er þetta ekki sams konar brot en ásetningurinn var ekki minni hjá Aguero þegar hann henti sér í tveggjafótatæklingu í óæðri endann á Luiz.

    Nú fáum við að sjá hvort menn sitja við sama borð þegar aganefndin er annars vegar. Hef “lúmskan” grun um að svo verði ekki og Suarez fái langt langt bann fyrir þetta í dag. Takk fyrir seasonið Luis, sjáumst vonandi á því næsta líka.

Rafa kemur í heimsókn heim!

Liverpool 2 – Chelsea 2 (+ Suarez ákærður)