Ian Ayre í viðtali (og ýmislegt annað)

Miðvikudagur. Það er ekki mikið af liðinu okkar að frétta, sem er ágætt. Þeir eru vonandi bara einbeittir á æfingasvæðinu, allir sem einn, fyrir Chelsea-leikinn sem fram undan er um helgina. Eins er lítið um slúður í kringum liðið. Menn eru eitthvað að ræða Ashley Williams en ekkert áþreifanlegt ennþá. Apríl er oft rólegur áður en allt fer á fullt í maí.

tafla_17april og Everton gerðu markalaust jafntefli í gær. Það var eiginlega ekki nógu gott fyrir okkur, Arsenal hefðu helst þurft að vinna til að hjálpa okkur í eltingarleiknum við þá bláu. Þið sjáið stöðuna á toppi deildarinnar hér til hliðar. Við erum öruggir með 7. sætið og það er að verða langsótt að við náum að vinna upp þessi sex stig sem Everton hafa á okkur. Samt, þeir eiga eftir að koma á Anfield. Okkar menn verða að halda áfram að reyna. Ef þeir halda að það sé í lagi að slaka á og sætta sig við að vera fyrir neðan Everton í deildinni örvænti ég. Menn hljóta að vera æstir í að ná þeim.

Annars finnst mér í lagi að minnast á að Cardiff City tryggðu sér farseðil upp í Úrvalsdeildina í gærkvöldi. Okkar maður, Craig Bellamy, stóð í tárum eftir að hafa látið drauminn rætast með uppeldisfélagi sínu. Við óskum honum til hamingju með árangurinn og hlökkum að sjálfsögðu til að sjá hann í Úrvalsdeildinni í haust.

Þá að aðalrétti dagsins. Ian Ayre sat fyrir stóru viðtali í Sports Illustrated sem birtist í gær. Það er ýmislegt áhugavert í þessu viðtali og ég ætla að fara yfir nokkra hluti hér.

Fyrst, um endurnýjun Anfield, sagði Ayre þetta:

“In order to extend Anfield, we need to acquire a bunch of privately owned property around the stadium. We’re making really good progress with that. We have a meeting coming up in the next few weeks with the city council and ourselves and stakeholders. We said some months back it would take several months to improve that property acquisition situation. We’re definitely on target so far. The No. 1 priority is to stay at Anfield, but there are two or three hoops to go through. The first is property acquisition. The second will be planning. And the third will be to build the thing. I would guess our next announcement on it will come sometime in May or June.”

Sem sagt, þeir líta á endurnýjunina í þremur þrepum. Fyrsta þrep er að kaupa upp eignir í kringum völlinn til að rýma fyrir stækkum. Annað þrep er að skipuleggja stækkun og þriðja þrep er framkvæmdin sjálf. Þeir eru enn í fyrsta þrepi og vonast til að geta tilkynnt eitthvað frekar um eignakaupin og/eða samþykki borgaryfirvalda í maí eða júní.

Um fótboltaáhuga John Henry:

“The thing with John is, if he’s going to do something, he wants to be the best he can be at it. He’s also not the sort of person who would try to kind of fake having the knowledge of something. So in terms of his football knowledge, he’s watching and watching, and not just Liverpool, but everything he can get access to. His wife, Linda, told me he’s literally watching hours and hours of soccer. He’s a prolific reader of content from all sorts of avenues to get himself well-informed.

But he also asks a lot of questions, asks your view on things. He sends things around to all of us. What do you think of this? He and Tom are both very open in their approach. They’ll contact David [Gill] at [Manchester] United and Ivan [Gazidis] at Arsenal. What do you think? That’s healthy. Let’s a get a rounded view of the sport and how we should be doing things. It’s better to have an owner taking a genuine interest and is well-informed, rather than someone who says, I was successful in baseball, so I can do that in soccer. They both put a lot of time into the team and into the game. That bodes well for Liverpool”

Sem sagt, Henry hefur verið að lesa sér mikið til og horfa á mikið af fótbolta síðan hann keypti klúbbinn, til að auka skilning sinn á íþróttinni. Það er athyglisvert að hann nefni að Henry skuli vera að læra mikið á íþróttina en ekki Tom Werner. Kannski lætur Werner sér nægja að þekkja viðskiptahliðina á meðan Henry vill líka verða sérfræðingur í íþróttinni? Ég veit ekki.

Einnig er áhugavert að hann segir að fyrstu árin hafi verið ákveðið prufuferli en þeir hafi síðar sæst á það sem hann kallar „nákvæmari vísindi“ hvað varðar daglegan rekstur klúbbsins. Maður getur lesið það í orð hans að Comolli-ráðningin, fyrsta sumarið (2011) og jafnvel líka ráðning Dalglish, hafi allt verið hálfgerð tilraunastarfsemi hjá mönnum sem voru að læra á íþróttina en nú séu þeir orðnir nokkuð sáttir við hlutina eins og þeir eru. Það er; Ayre, Henry og Werner auk Rodgers og útsendarateymis hans taka saman ákvarðanir um leikmannakaup byggð á því hvaða stöður Rodgers segir að þurfi að bæta. Enginn einn hefur úrslitavaldið um stök leikmannakaup.

Svo var hann spurður um Luis Suarez. Svarið var afdráttarlaust:

“I remember when they bought the team, John made a comment in the media: We don’t want to just build a team to win but to keep winning. To do that you have to have a number of world-class players on your team. To play at the highest level in the Premier League and European soccer, you need players like Luis and Steven Gerrard on your team. So the last thing in our mind is selling Luis Suárez. He’s not for sale. It’s not something we’re interested in.”

Þú verður látinn standa við þessi orð í sumar, Ian.

ayre_suarez

Það var ekki fleira í bili. Það styttist í helgina og næsta leik.

27 Comments

 1. LYKILATRIÐI í sumar er að halda Suarez ! Og bæta við hópinn í staðin fyrir að vera alltaf að þynna hann.

 2. Eitthvað verið að orða Real Madrid við Suarez. Ef Liverpool yrði boðið 50m punda í sumar + Higuain þá mætti nú svosem alveg skoða það. Það er fyrir mér eingöngu option að leyfa Suarez að fara ef við fáum heimsklassaleikmann strax í skiptum plús pening.

  Svo væri auðvitað dásemd ef það tækist að losa Liverpool loksins við Andy Carroll og nýta óánægju Mario Gomez hjá Bayern og fá þann svaðalega markahrók í staðinn. Svipaðar týpur en Gomez er bara svo langt langtum betri í fótbolta að það hálfa væri nóg.
  Menn geta bara gleymt því að hafa ofborgaðan og ofdekraðan meiðslahrjáðan leikmann sem kostaði okkur 35m punda sem einhvern super-sub á næsta tímabili. Liverpool bara verður að hætta eyða pening í svona vitleysu. Ryan Babel var super-sub hjá okkur mjög lengi þangað til eitthvað gáfnaljósið á Anfield fattaði loksins að hann væri bara ekki nógu góður fyrir topp 4 lið á Englandi. Við eigum bara að selja Carroll á meðan eitthvað fæst fyrir hann og kaupa almennilegan sóknarmann sem nýtist yfir allt tímabilið og líka sem super-sub.

  Veit ekki hvað er að gerast með Liverpool þegar eigandi liðsins er að biðja um ráð hjá erkifjendum okkar í Man Utd og Arsenal. Þessi tilraunastarfsemi Henry og Werner með liðið er búin að taka allt alltof langan tíma. Á meðan eru Man Utd að komast 2 meistaratitlum frammúr stórveldinu Liverpool. Ég fokking æli af tilhugsuninni.
  Komið nóg af þessu helvítis dútli. Þessir menn eru með stærsta og sigursælasta lið enskrar knattspyrnu í höndunum og verða að fara haga sér í samræmi. Hætta að tala og framkvæma. Koma þessum nýja leikvangi strax í stækkun og fara kaupa leikmenn eða þjálfara sem virkilega bæta liðið okkar og koma sjálfstrausti og sigurviðhorfi aftur á Anfield.

  Það er nú bara fokking þannig.

 3. Mætti kannski hvíla Lucas í næsta leik og spila Henderson og Gerrard saman á miðjunni. Liðið fær ábyggilega á sig mark en það myndi kannski hjálpa í sókninni.

 4. Westham að komast yfir með frábæru marki hjá Diame á móti United. Carroll kóngurinn þarna frammi. Ég væri þvílíkt til að fá hann tilbaka. Ef hann fær smá traust og stuðning þá er hann þokkalega maðurinn.

 5. Þetta eru auðvitað ágætar fréttir en við höfum oft rekið okkur á að “talk is cheap”. Það eru þó nokkrir punktar sem ég tek út úr þessu.

  Í fyrsta lagi nefnir hann Suarez og Gerrard. Þessir tveir hafa verið yfirburðamenn hjá okkur í vetur. Stöðugir, öflugir, ómissandi. Og Gerrard hefur spilað aftar en oft áður. Líklega er Rodgers að spila honum þar svo hann endist lengur. Spurning hvort Gerrard verði svona góður á næsta tímabili en pointið er að við þurfum fleiri í þessum klassa. Ekki bara í sóknarleiknum heldur líka í varnarleiknum. Til að komast upp í topp4 á næsta tímabili þurfum við að ná tveimur svona leikmönnum. Og þeir kosta.

  Varðandi Anfield þá þurfum við þolinmæði. Oft finnst manni skrýtið hvað svona hlutir taka langan tíma en þegar menn þurfa að undirbúa mikið magn af pappírum, ganga frá fjöldanum öllum af samningum við eigendur húsa og svo framvegis þá tekur þetta einfaldlega óratíma. Liverpool Football Club er einfaldlega ekki með sama lögfræðingaher og Montgomery Burns.

  Síðan segir hann auðvitað það sem við viljum heyra um John Henry. Svo einfalt er það. Ekki að ég ætli að efast, en eftir sumarið 2011 þar sem Dalglish fékk að eyða 100 milljónum punda þá þarf ég að sjá klassaleikmenn keypta til að trúa því sem sagt er. Rodgers hefur svosem ekkert sýnt neina stórkostlega snilli á leikmannamarkaðnum hingað til en það er eingöngu hægt að vonast eftir góðum árangri í sumar sem færir okkur upp í 4. sætið.

 6. Kaupa þennan Carroll, hann er rosalegur hja West ham. Hey, hann er á samning hjá okkur!!! Fá Carroll aftur! Þetta eru engin geimvísindi, hann verður bara betri…

 7. Greinilegt að stjórnendur þessarar síður eru farnir að sofa,þær þetta ógeð því að hanga hér inni til morguns því miður, vildi að ég hefði vald til þess að eyða þessu sjálfur. Þetta innlegg frá Halldór hér að ofan er viðbjóðslegt og mikið vona ég að þessum einstaklingi verði vísað frá hið fyrsta og öllum hans ip tölum. Allt skítkast er víst bannað hér á þessari síðu en ég ætla vísvitandi að brjóta það hér með.

  [Ritskoðað – KAR]

  Svar (KAR): Já, við stjórnendur síðunnar þurfum því miður stundum að sofa og það gerist ansi oft að menn bíða með fávitaskapinn þar til seint á kvöldin. Það held ég að menn geri af því að þeir vita að þá er mesti sénsinn á að lauma einhverju svona viðbjóðslegu hér inn og sjá það standa yfir nóttina. Þessi ummæli Halldórs hafa verið fjarlægð og hann skrifar ekki aftur á þessa síðu en það er rétt að ítreka það sem við höfum margoft sagt við lesendur: ekki svara svona mönnum. Ekki kalla þá illum nöfnum á móti, ekki kvarta yfir þeim, ekki virða þá viðlits. Við hendum svona ummælum út um leið og við sjáum þau en þurfum stundum að henda út nokkrum svarummælum líka af því að fólk gat ekki setið á sér og gaf svona trolli athygli. Athyglin er einmitt það sem svona manneskja vill. Ekki veita þeim þá athygli.

 8. Óþolandi að horfa upp á Everton fyrir ofan okkur. Ástæðan fyrir því er sú að David Moyes er næstbesti stjórinn í þessari deild. Hann hefur ekki haft úr miklum peningum að moða en tekst samt að halda þessu liði í efri hlutanum ár eftir ár. Væri gaman að bera saman leikmannakaup Liverpool og Everton undanfarin ár.

  Ég er a.m.k. gjörsamlega búinn að fá nóg að því að við séum alltaf með a.m.k. ein af lélegustu kaupunum hvert sumar. Í fyrra voru það Henderson/Downing og s.l. Borini og Allen. Algjörlega kominn tími á að fá inn alvöru leikmenn þegar við erum að spreða svona háum upphæðum.

 9. Ég hef trú á því að næsta sumar verði svipað og síðasta sumar 🙁

 10. Gjörsamlega orðinn áhugalaus á boltanum í auknablikinu. Vona bara að maður fái neistann aftur í ágúst og það verði ekki búið að slökkva hann fyrir jól eins og undanfarin ár.

 11. Vona að Ian Ayre viti hverju hann er að lofa.
  Þessi ummæli eru ekki vel séð ef Suarez fer svo í sumar. Þá hefði verið skárra að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu.

 12. Carroll maður leiksins í gær. Fékk nokkur olnbogaskot og gaf nokkur sjálfur. Hvernig hann straujaði Evra og De Gea í gær rugbystyle var alveg nokkurra miljóna virði…svo fór Ferguson upp á háa C sem er auka 500.000 virði.

 13. Ef Gerrard verður ekki í sama formi á næstu leiktíð, þá væri snilld að færa hann aftur í stöðuna sem hann spilar með Enska landsliðinu og láta Eriksen í framliggjandi miðjumann (ef hann kemur). Ég tel að það sé 90% líkur á að Rodgers reyni að selja Carroll, það er samt líklegt að það þurfi að lækka verðið á honum.

 14. Það blasir við að Carroll er engin TikaTaka spilari frekar en að Sigmundur Davíð er líklegur til að vinna Strandamannamótið í hrútaþukli.

  En það gladdi mitt hjarta að sjá gamla frethólkinn í ManU nánast skíta í buxurnar af vandlætingu yfir tuddaskapnum í Carroll. Sá raunar aðeins hluta leiksins en það sem ég sá var stríðsmaðurinn Andy Carroll. Alveg magnað að sjá hvað leikmaðurinn lagði sig fram þótt það hafi ekki allt átt mikið skylt við fótbolta. En stundum þarftu að djöflast eins og motherfucker. Punktur!

  Mín spurning er, til þeirra sem meira vit hafa á fótbolta en ég, hvort útilokað sé að tefla baráttuhundi og gamaldags framherja eins og Carroll saman við léttleikandi spilara eins og Suarez, Sturridge, Couthino, o.s.frv.? Carroll er allt öðruvísi en er það ekki einmitt það sem þarf?

  Best spilandi fótboltalið Evrópu í dag er Bayern að mínum dómi. Þar er pláss fyrir framherja sem er ekki ósvipaður Carroll, þ.e. Mario Gomez. Gomez er að vísu með betri tækni en Carroll er alls ekki lélegur tæknilega og miklu betri í loftinu en Gomez og því til viðbótar miklu baráttuglaðari.

  Það getur varla meikað mikinn sens að selja Andy Carroll á slikk þegar að vandamál liðsins er skortur á hreðjum og drápseðli.

 15. Ég væri miklu frekar til í að hafa A.Carroll hjá okkur heldur en að selja hann á slikkerí! Ekki veitir af að fá einhver naut sem geta skallað, bæði í vörn og í sókn.

 16. Maður hefur á tilfinningunni að það sé töluvert áhugaleysi hér fyrir liðinu okkar, sbr fáir póstar við síðustu færslum og svo finnst manni hljóðið bara mjög dauft í mörgum stuðningsmönnum sem maður hittir dags daglega. Hvernig ætli stemningin sé í Liverpool borg? Það væri gaman að fá að heyra af því ef einhver er nýbúinn að vera þar eða er vel tengdur.

  Mér finnst þessi orð Ian Ayre ekkert sérstaklega tilefni til þess að opna kampavínsflösku en við hressumst væntanlega við góðan sigur á Chelsea á sunnudag!

 17. Er fólk í alvöru að tala um að fá Andy Carroll aftur?

  Eru menn búnir að gleyma hversu arfaslakur hann var fyrir Liverpool? Hans leikstíll hentar ekki Liverpool.

  En ef að hann fær að vera í liði sem að spilar nánast eingöngu á hans styrkleika, háa bolta, fullt af fyrirgjöfum, spila upp á aukaspyrnur og horn. (stoke bolta svokallaðan) þá er hann góður. Sjáið bara hvernig hann var fyrir Newcastle og svo núna fyrir West Ham í síðustu leikjum. Svakalegur!!

  En vandamálið er það að Liverpool spilar ekki svona fótbolta, hafa aldrei gert það, og munu vonandi aldrei gera það.

  Ekki nema að þeir sem að eru að biðja um að fá hann aftir vilji að við förum að spila eins og Allerdyce og Pullis vilja að sín lið spili.
  Ekki vil ég það!!

 18. Ég myndi vilja sjá Coutinho og Gerrard á vængjunum. Ég er ekkert hrifinn af Gerrard á miðjunni ef ég á að segja eins og er. Ég held að þetta lið yrði solid um næstu helgi.

  Suarez - Sturridge

  Coutinho – Henderson – Lucas – Gerrard
  Enrique – Agger – Carragher – Johnson
  Reina

  Á næstu leiktíð
  Suarez
  Coutinho Eriksen Gerrard
  Allen Lucas
  Enrique Agger Pepe Johnson
  Reina

 19. nú hefur komið upp sú staða hjá mér að ég verð óvænt í Liverpool sömu helgi og við fáum Everton í heimsókn.

  hvernig er best fyrir mig að nálgast miða á þennan leik?

  ég veit að þetta er með þeim erfiðari leikjum til þess að fá miða á og það er allt uppsellt frá klúbbnum, thomas cook og flestum ferðaskrifstofum hérna heima.

  er einhver séns á að redda þessu?

 20. Frétt á mbl um að það sé útséð um að Young hjá Manutd nái að skora á leiktíðinni
  Veit að hluti af ástæðunni eru meiðsli og þeim fagnar maður aldrei….en þetta er leikmaðurinn sem við misstum af… og fengum Downing í staðinn

  Downing skoraði heldur ekkert mark á þar síðustu leiktíð.

  En hann er búinn að skora 3 og vera með 3 assist á þessari leiktíð

  Bara soldið skondin staðreynd þannig 🙂

 21. Vallarmálin virðast ekki vera að fara að breytast alveg á næstunni og ég hef mínar efasemdir um stækkun Anfield og hvort hún verði að veruleika. Ætli það sé ekki bara fyrst og fremst almenn tortryggni hjá mér m.t.t. hversu langdregið þetta ferli allt hefur verið (þá er ég líka að tala um þann tíma sem þetta var í deiglunni áður en FSG tóku við völdum). Það verður fróðlegt að sjá hvort FSG verða ennþá eigendur þegar kemur að því að byrja þessa stækkun.

  Ég tel að leikmannahópurinn sem við erum með í dag endurspegli nokkurn veginn það lið sem við munum spila með á næstu leiktíð ásamt nokkrum viðbótum. Síðasti gluggi var mjög yfirvegaður og tel ég hann hafa verið mjög ásættanlegan og klárlega dregið úr vöntun liðsins á sóknarþenkjandi mönnum. Sé horft á gluggann síðasta sumar þá sér maður að það er alger óskhyggja að ætlast til þess að það verði brjáluð sumarinnkaup. Ef Carroll og t.d. Downing verða seldir ásamt því að Carra hættir þá er samt alveg ljóst að það þarf að bæta við mönnum.

  Mikil gagnrýni hefur verið á allen og Borini en það má ekki gleyma því að þeir hafa báðir þokkalegt resale value og m.v. framfarir manna eins og Henderson á einu tímabili þá tel ég nú alveg góðan möguleika á því að þessir menn nái sér á strik með liv á næstu leiktíð. Í fyrsta skipti í mörg ár er liv ekki að fara í einhverja alsherjarhreinsun á leikmannahópnum í sumar og tel ég það vera frábært og gefi bjartsýni til þess að búast við betri árangri á næsta tímabili enda loksins stöðugleiki að myndast.

  Það er yfirvegun og fagmennska í gangi á Anfield þessa dagana og leikur liðsins hefur verið ágætur í vetur. Staða liðsins virðist vera nokkurn veginn í takt við það sem margir spáðu í haust og má segja að það hafi verið fullt af jákvæðum punktum sem hægt sé að byggja á til framtíðar. Við sem stuðningsmenn gerum samt kröfu á það að sjöunda sætið sé ekki eitthvað sem er ásættanlegt til lengdar. Ekkert nema framför á næsta tímabili kemur til greina að mínu mati, hvort sem það verður með því að slípa núverandi hóp saman + nokkrar viðbætur eða með einhverjum kanónu innkaupum í sumar (ólíklegt). Í mínum huga á liv að standa mun nærri ars, tot og framar en everton.

 22. Varðandi Carroll og hvað mörgum þykir og þótti hann lélegur þá má ekki gleyma því að mennirnir sem voru að spila með honum voru ekkert betri. Gefa lélegar sendingar og fyrirgjafir og það er ekki eins og hann hafi verið eini maðurinn á vellinum sem gat skotið á markið heldur. Hann er búinn að vera lengi meiddur í vetur en búinn að standa sig vel síðan hann kom aftur.
  Er eitthvað að því að hafa leikmann sem hefur öðruvísi hæfileika og ógnar úr öðrum áttum í stað þess að hafa einungis lágvaxna gaura sem dansa með boltann?
  Þurfa allir fótboltamenn að vera með álíka tækni og suarez, messi, ronaldo til þess að þeir séu ásættanlegir framherjar?
  Ég held nú ekki.. Þegar að liðið lendir á vegg væri þá ekki sniðugt að geta ógnað úr annarri átt?
  Það væri nú gaman að fá mark úr horni svona af og til! Það gerist orðið mjööög sjaldan

96

Rafa kemur í heimsókn heim!