Kop.is Podcast #36

Hér er þáttur númer þrjátíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 36. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við dauða Margaret Thatcher, sigurinn gegn Aston Villa, jafnteflið gegn West Ham, ömurleika Sam Allardyce, stöðu deildarinnar núna miðað við spá okkar síðasta sumar, leikmannamál Liverpool, Paolo Di Canio og margt fleira.

Ítarefni úr þættinum:

Grein Rob Harris: Thatcher had troubled relations with UK sports.

Mynd Andy Heaton (þáttastjórnanda The Anfield Wrap) af ungum dreng með bjór að fagna dauða Thatcher.

YouTube-myndband þar sem Frankie Boyle lýsir hatri Skota á Thatcher vel.

33 Comments

  1. Svo ég vitni í hinn frábæra Eddie Izzard þegar hann var að lýsa því hvernig Guð lenti í þimaþröng í að skapa jörðina og allt sem á henni er:
    ,,Mrs. Thatcher’s heart… there we go… oh, fuck that! I know, I’ll put a stone in, that’ll work!”

  2. Það vantar einn Coutinho hægra megin. Ekki það að Downing sé eitthvað lélegur það er bara svo mikill gæðamunur á þeim tveim að það er ekki fyndið.

    Ég held að það verði að horfa á allt liðið með slíkum augum. Það er ekki lélegur leikmaður í neinni stöðu en það er hægt að finna töluvert betri leikmenn í margar þeirra.

    Í síðasta leik sáum við Sturridge, Downing, Henderson, Enrique og Carragher sem eru allt fínustu leikmenn en þeir myndu líklega ekki komast í nein lið fyrir ofan okkur á töflunni.

    Ef maður horfir á hópana sem eru fyrir ofan Liverpool þá eru Tottenham og Arsenal kannski þau lið sem við þurfum að komast uppfyrir á næsta tímabili. Þessi lið fannst mér töluvert betur mönnuð sérstaklega í upphafi tímabils. Þau munu styrkja sína stöðu allhressilega í sumar þannig að þetta verður ekki auðvelt.

    Ég held að Brendan verði að skoða hvað eigi að gera með markvörsluna. Hún er búin að vera vandamál. Spurning hvort hún er slök vegna þess að vörnin er léleg eða hvort vörnin er léleg vegna þess að markvarslan er slök.

    Miðjan er problem sömuleiðis. Lucas, Gerrard, Allen, Henderson, (Sahin) hefði maður talið að ætti að gera betur en samt stendur hún og fellur allt of mikið með Gerrard sem annaðhvort spilar í fluggírnum eða er hálf áhugalaus.

    Vonandi næst jafnvægi í liðið í sumar þannig að ef einhverjir 2-3 eru ekki í stuði þá gerir liðið ekki jafntefli eða tapar eins og það virðist alltaf gera.

  3. Hlakka til að hlusta á þetta hjá ykkur meisturunum.

    En helginn …. hefur þú ekki horft á seinustu tvo/þrjá leiki? Markvarslan er öll að koma til og persónulega finnst mér Reina vera að koma sterkari og sterkari inn eftir erfitt tímabil.
    Má segja að hann hafi tekið nokkrar MatchWinning markvörslur í seinustu leikjum. Ég er kannski bara einn um það en hann hefur verið að taka bolta sem hefðu farið framhjá honum í upphafi tímabils. Viðbröðgin hjá honum eru líka að koma til, eins og sást í seinasta leik þar sem hann varði skalla frá C.Cole minnir mig.

    En annars er ég alveg sammála þér. Getum vel bætt við okkur sterkari leikmönnum í ýmsar stöður vallarins. T.d:
    – Miðvörður (1 eða 2).
    – Vistri bak (Challeng-a Enrique).
    – Hægri kantur.
    – Miðjumaður (1).
    – Markvörður (til þess að Challeng-a Reina).

    Ekki margir sem við þurfum að bæta við okkur ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru ungir strákar sem eru að koma upp og verða sterkari á næsta tímabili, sbr Sterling, Suso, Wisdom, McLaughlin, Ibe, Adorjan og hugsanlega Morgan.

    En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, kem með pælingar eftir að hafa hlustað á Meistarana spjalla saman.

    YNWA – In Rogers we trust!!!

  4. Guð á afmæli í dag, ég ætla að fá mér kollu eða þrjár honum til heiðurs.

    Til hamingju með daginn Guð.

  5. @5

    Áráttu/þráhyggju að flytja aftur til konunnar sinnar og dóttur í Liverpool ?

    Google translate eitthvað klikkað hjá fótbolta.net í þetta skiptið …

  6. Nei það virðist ekki hafa klikkað hjá þeim í þetta skiptið hjá .net

  7. Þessi podcöst eru orðin ðínu þreytt hjá ykkur, spurning um að fara að skipta um menn eða fá fleiri inn til að tala…Mín skoðun óþarfi að drulla yfir hana hér fyrir neðan

  8. Byrja á að þakka fyrir fínan þátt, er að sumuleit sammála #8 með einn hlut, það er að fá einhvern/ja gesti til að aðeins að peppa þetta 🙂 En að Möggu þá er mér slétt sama um dauð/lifandi er enn pu**a fyrir mér

    . En að liðinu þá eru margar jákvæðar breytingar frá seinustu ca 4 árum hvað spilamennsku varðar, framlínan orðin nokkuð flott og miðjan á góðri leið(batnar til muna þegar Lucas er kominn á fullt)

    Asaidi er verð ég að seigja hrikalegu, verða í það minsta að lána í neðri deildi ef einhver vill hann, allavega er hann eingann veiginn að sína neitt..

    Cortinioh fær mig aftur á móti til fá nánast blóð framm í vininn hehe taktarnir og fótbolta gáfurnar eru mjög svo áhugaverðar svona á fyrsu metrunum allavega.

    En helsta áhyggju efni er vörin ein sog staðan er í dag, erum með frambærilega stráka sem eru tilbúnir í flest allar aðrar stöður.
    Vil einhvern alvöru til að halda Johnson og Enrique á tánum og svo þarf einhverja fyrir Carra og Skrtel.

    En er sáttur með ykkur og biðst afsökunar ef éf hef ekki skrifað nöfnin rétt.

    YNWA

  9. Halldór (#8) segir:

    Þessi podcöst eru orðin ðínu þreytt hjá ykkur, spurning um að fara að skipta um menn eða fá fleiri inn til að tala…Mín skoðun óþarfi að drulla yfir hana hér fyrir neðan

    Ekkert mál, ég virði þína skoðun. Það er erfitt fyrir okkur að skipta um menn þar sem þetta er bara okkar þáttur þar sem við tölum saman. Allir okkar hafa einhvern tímann misst úr þátt eða þætti og við höfum nokkrum sinnum fengið gest í þáttinn. Síðast þegar ég “skipti út fólki” og tók upp þátt um annað lið varð allt þokkalega vitlaust hér inni, þannig að maður getur greinilega aldrei gert öllum til geðs.

    Þessi þáttur hefur frá byrjun verið hugsaður sem afsökun fyrir okkur sem rekum síðuna að taka frá tvo tíma tvisvar í mánuði til að spjalla bara um Liverpool og fótbolta. Við setjum það á netið endurgjaldslaust og fólk getur hlustað ef það vill. Ef þið viljið heyra aðra áhugamenn spjalla um fótbolta verðið þið að ræða það við einhverja aðra. Ég get ekki verið einhver annar en ég er.

    Þakka öllum sem fyrr fyrir að hlusta og fyrir allar athugasemdir, góðar og slæmar. Við myndum gera þessa þætti þótt það hlustaði enginn en það er samt gaman að heyra hvað fólki finnst.

  10. “You can please some of the people some of the time all of the people some of the time some of the people all of the time but you can never please all of the people all of the time.” -Abraham Lincoln-

    Þessi síða, podköstin og úthald ykkar að halda þessu öllu gangandi á bara hrós skilið.

  11. Kop.is podcast-ið er snilld og why fix it if it ain´t broke segi ég nú bara,

  12. Ég á bágt með að trúa öðru en að Halldór #8 sé einn á báti. Keep it up guys! Þið eruð að gera frábæra hluti og “Liverpool samfélag” okkar er svo langtum auðugra vegna ykkar frábæru síðu og þ.á.m. podcastsins. Áfram Kop.is! Þið eigið skilið fálkaorðuna og reyndar miklu meira en það!

  13. Tek undir með að þessi podcöst eru algjör snilld.

    Það væri samt ekki leiðinlegt ef þið mynduð bæta við þverhausum úr kommentakerfinu á Kop.is í þáttinn via Skype. T.d. væri gaman að hlusta á rausið og rökin úr þeim sem vilja reka Brendan eða frysta Lucas.

  14. Það er ekki hægt að þóknast öllum en þið eruð ótrúlega nálægt því:-)

  15. Flott podcast, að vanda.

    Góða vísa er aldrei of oft kveðin, en þetta er frábært framtak. Og comment eins og nr. 8 hljóta að vera búin til að tröllum eða manni sem vildi reka Brendan í september. Sem sagt marklaus.

    Takk fyrir mig.

  16. Sæl öll.

    Fyrir nr. #8# hef ég bara eitt að segja…þú þarft ekki að hlusta ef þig langar ekki. Það er nefnilega svona takki á tölvunni þar sem þú velur hvaða efni þú vilt sjá og heyra ef þú fílar ekki Liverpool umræður þá bara velur þú eitthvað annað. En þetta er þín skoðun og ég virði hana ég er bara að benda þér á leið til að sleppa við þetta.
    Ég persónulega gæti hlustað á umræður um Liverpool 24/7 365 daga ársins það er ekkert sem gerist þar ómerkilegt í mínum huga ég myndi lesa matseðla liðsins ef þeir væru í boði. Ég get líka talað endalaust um fótbolta og Liverpool ef einhver vill tala við mig og hlusta ( ég er svo heppin að eiga mann sem hugsar eins) Haldið því áfram að skrifa á Kop.is og gera Podcast ég ásamt fleirum mun hlusta, horfa og lesa allt sem hér kemur fram og ræða það svo fram í rauðan dauðann. Þetta heitir víst að vera Liverpool nörd.

    Þangað til næst
    YNWA

  17. Algjørlega frabært ad fa thessi podkøst!

    Takk fyrir mig og takk Kristjan Atli ad segja thad sem eg hef ekki viljad segja um folkid sem vill skipta um stjora nuna… Thu gast ekki hitt naglann betur a høfudid.

    KV. Svavar Station

  18. Skil ekki af hverju að vera að agnúast í þessi pod köst, ef maður verður þreittur á þeim þá þarf maður ekkert að hlusta á þetta.

    fyrir mína parta þá missi ég helst ekki af þeim.

  19. Leiðist að sjá vanþakklátt fólk sbr. Halldór#8.
    Það er ekki einsog að hann sé að borga fyrir þjónustu sem hann er svo að kvarta yfir.
    Þessi síða og umfjöllun tengd klúbbnum eru forréttindi fyrir okkur Liverpool menn.
    Ef menn hafa ekkert betra að gera en að kvarta, þá geta þeir fari e-ð annað.

    Takk fyrir mig annars. 🙂

  20. Takk fyrir mig… sammála ykkur með Sam og Tony. Skil ekki af hverju fréttamenn hafa ekki baunað aðeins á þá.

    “Have you never given thougt about trying a new approach to football with your team… like actually playing football?

    En þetta er það sem gerir ensku deildina erfiðari en aðrar toppdeildir. Lélegu liðin eru sum hver tilbúin til að eyðileggja fótboltann til að hanga í henni og eru erfið viðureignar!

  21. Nú er Rafa byrjaður að setja pressu á Rodgers með því að segjast munu koma aftur til að stjórna Liverpool og það virðist hafa virkað því Rodgers var nógu vitlaus til að svara þessu. En gott til þess að vita að Rafa vilji heim og ef svo óliklega vill til að Jhon Henry reki Brendan þá verður valið auðvelt því Rafa mun bæði halda Chelsa i topp 4 og sennilega vinna einn ef ekki tvo bikara sem er eitthvað sem Rodgers getur bara látið sig dreyma um .

  22. Flottur þáttur hjá ykkur. Kannski ein lítil pæling hjá mér….mér þætti rosa gaman ef þið mynduð kannski fá gesti öðru hvoru í podcastið. T.d er fullt af mönnum (og auðvitað konum) sem skrifa reglulega í commentakerfið sem ég hefði gaman af að heyra í.

    Bara svona pæling 🙂

  23. Götupressan í London reynir að verja nornina sína.
    Wrong to blame Thatcher

    Að reyna halda því fram að Thatcher hafi bjargað enskum fótbolta á 9.áratugnum og hún eigi stóran þátt í útblásnum vinsældum hans árið 2013 er svo klikkað og vitfirrt að Hannes Hólmsteinn og Charles Manson gætu varla gert betur.

    Annars þakka ég bara fyrir mög gott podcast og maður gleðst að síðustjórnendur séu með hjartað á réttum stað. Í öðrum fréttum er það helst að Lucas var að skrifa undir nýjan samning. Ég skal alveg mæta í næsta podcast og verja þá umdeildu skoðun mína að hann sé góður leikmaður en bara ekki rétta týpan til að vera aðal akkerið á miðjunni hjá Liverpool, jafnvel í sínu besta formi. Sem og það afhverju ég tel að Gerrard þurfi að stíga niður sem fyrirliði liðsins ásamt leikmannakaupum og öðru skemmtilegra hjali..

  24. @ AEG

    Núna verðuru bara að útskýra fyrir mér og öðrum af hverju þér finnst að Gerrard ætti að stíga niður sem fyrirliði liðsins!

  25. Góð hugmynd AEG – það væri fínt að fá smá rökræður. Talsmenn “óvinsælla” skoðana verða líka að fá að rökstyðja sitt mál.

    Annars flott podcast að vanda. Varðandi Thatcher þá dylst það engum sem hefur eitthvað talað við N-Englendinga hversu hötuð hún er, enda má alveg rökstyðja að hún hafi lagt heilu samfélögin í rúst þar. Það sem mér finnst verra er að t.d. menn eins og gestur okkar á morgun, Didi Hamann og svo auðvitað margir fleiri, gagnrýni þennan hóp fyrir að fagna dauða hennar. Ég er ekki að verja það sem slíkt, mér finnst yfirleitt ekki réttlætanlegt að fagna dauða fólks, en maður verður samt að skilja afstöðu fólks, bæði með tilliti til Hillsborough slyssins og yfirhylminguna þar og svo hinar pólitísku aðgerðir hennar sem beindust gegn norðrinu.

    Varðandi hópinn og styrkingu á honum þá er Diame auðvitað augljós kaup sé hann þetta ódýr. Annars eins og menn hafa komið inn á hér að ofan, haffsentar, vinstri bakvörður og sóknarmenn, það er lengi hægt að bæta liðið og ef Eriksen verður laus fyrir 17 milljónir þá væri þjóðráð að grípa það. Ég legg áherslu á að við þurfum meiri breidd í sóknina, ef Suarez er ekki heitur þann daginn, líkt og gegn West Ham, þá þarf að vera maður á bekknum sem getur komið inn fyrir hann og verið hættulegur – breytt leiknum. Ferguson má eiga það, hann hefur alltaf haft nóg úrval af senterum sem geta komið inn og breytt leikjum og það er ein aðalástæðan fyrir því að Man Utd. hefur yfirleitt alltaf náð að klára litlu liðin, þó ekki sé nema 1-0 með marki frá Solskjaer á lokamínútunum. Þetta þurfum við líka að hafa. En eitt skref í einu, 3-4 sterkir leikmenn í sumar væri frábært, mikilvægt að ná þeim í þær stöður sem byrjunarliðið þarf hvað mest á að halda.

Liverpool 0 West Ham 0

Didi Hamann á Íslandi